Humarkokteill og spicy sósa

Það sem til þarf er:

F. 4

Sósan:

200 gr. majónes

2 msk. tómasósa

1-2 tsk. Sambal oelec

Lime safi

Humarinn:

300 gr. skelflettur humar

Sjávarsalt

1/2 sóló hvítlaukur

2 lárviðarlauf

1 sítrónubátur

5 piparkorn

Samsetning:

3 hausar vetrarsalat, Little Gems, laufin tekin í sundur 

1 avocado, skorð í litla bita

Nokkrir kirsuberja tómatar

Ferskar dillgreinar

Sítrónubátar

Meðlæti:

Grillað eða ristað snittubrauð og smjör

Hér er á ferðinni fallegur og hátíðlegur forréttur, með skemmtilegri og  spicy sósu.  Það er mjög auðvelt að búa þennan rétt til og auðvelt að hafa hann kláran fyrir fram.  Ég ber hann á borð með grilluðu snittubrauði, sem ég rista á gasloganum og köldu hvítvíni eða kampavíni.

Svona geri ég:

Sósan:  Allt í sósuna er sett í miðlungstóra skál og hrært vel saman.  Stungið í ísskápinn þar til á að nota hana.

Humarinn:  Hvítlaukurinn, piparkornin, lárviðarlaufin og sítrónubáturinn eru sett í pott með 5 cm, af söltu vatni.  Suðan er látin koma upp og humrinum stungið í vatnið og suðan látin koma upp aftur og humarinn soðinn í 1 mín., þá er hann tekinn upp úr suðuvatninu með gataspaða og látinn kólna.  Geymdur í kæli þar til á að nota hann.

Samsetningin:  Salatið er skolað, þerrað vel og dreift á milli skálanna sem á að bera fram í.  Avocadoið er skorið í litla bita og sítróna kreist yfir það, síðan er humrinum jafnað á milli skála, ásamt kisuberjatómötum, sem er búið að skera í 4 hluta.  Smávegis af sósu er drussað fallega yfir og sítrónubát stungið ofan í.  Snittubrauðið er ristað yfir gasloga eða ristað og borið fram með humrinum með smjöri og restinni af sósunni.

Verði þér að góðu :-)

Sósan

Humarinn

Hátíðlegt 🦞🥂🩷