Hörpuskel með baconi og döðlum

Það sem til þarf er:

Stór hörpuskel

Mjúkar döðlur með steini

Bacon

Meðlæti:

Sæt og sterk sinneps dressing

Klettasalat eða lambasalat

Þú átt örugglega þessa uppskrift, sem er frábært, þá veistu hvað hún er góð.  Hér er hún borin fram með geggjaðri dressingu, sem er sterk og sæt sinnepsdressing.  Hún tekur þennan frábæra rétt í nýjar hæðir.  Ég geri þessa uppskrift oft, bæði sem forrétt í veislu, eða þegar við erum í útilegu, eða að sigla á skútunni okkar, af því hún er svo góð og svo ofsalega einföld.  Það er ekkert mál að gera dressinguna í útilegunni, ef þú gerðir hana ekki áður heima, því yfirleitt er maður með allt sem þarf í hana með sér.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Hörpuskelin er afþýdd og þerruð.  Döðlurnar eru steinhreinsaðar og skornar í tvennt.  Baconið er lagt á borðið sneiðarnar skornar í tvennt.  Döðluhelmingur er lagður á endann á baconsneið og hörpuskel ofan á hann, baconinu er vafið utan um og annað hvort fest með tré pinna eða lagt á  samskeytin á meðan þú klárar magnið sem þú ert að gera.  Grillpanna er hituð á háum hita og drussuð með olíu.  Hörpuskel rúllurnar eru steiktar í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til fiskurinn er svo til eldaður í gegn og baconið orðið stökkt.  Það er líka grábært að grilla hörpuskelina á útigrilli.  Borin á borð með Sætri og sterkri sinnepsdressingu og köldu hvítvíni.

Verði þér að góðu ;-)

Sjúklega gott 🥓🦪