Bleikja & rækjur í sinneps/hvítlauks-sósu

Það sem til þarf er:

f. 4

4-600 gr. bleikjuflök

12 stk. risarækjur

4 msk. olía

1 tsk. Herbes de Provence

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sinneps- og hvítlaukssósan:

1/2 bolli smjör

2 msk. hunang

1 msk. gróft sinnnep

1 msk. Dijon sinnep

3 msk. hvítluaksmauk frá Blue Dragon

1 tsk. þurrkað dill

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar


Bleikja er svo góður matur, hún er fljótleg að elda og létt í magann. Í þessari uppskrift eru flökin elduð í álpappír svo einfaldara verður það ekki.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Álpappírsarkir sem eru aðeins stærri en flökin eru smurðar með olíu. Flökin eru lögð á pappírinn, olíunni drussað yfir þau ásamt kryddi, salti og pipar, síðan er rækjunum raðað ofaná. Allt hráefnið í sósuna er sett í lítinn pott á lágum hita og hitað þar til smjörið er rétt bráðið og hægt að blanda öllu vel saman, alls ekki hita sósuna of mikið. helmingnum af sósunni er jafnað yfir flökin, en restin er geymd. Álpappírnum er pakkað utanum flökin, þannig að vökvinn leki ekki úr þeim og svo stungið í ofninn í 15-20 mín., þar til fiskurinn er rétt gegn steiktur og rækjurnar orðnar bleikar. Passa að vökvinn leki ekki úr pakkanum þegar hann er opnaður. Restinni af sósunni (gæti þurft að hita hana aðeins) er hellt yfir flökin ásamt saxaðri steinselju og borið á borð með þvi meðlæti sem þér finnst best.

Verði þér að góðu!

Létt og ljúffengt..