La Créme Caramel

Það sem til þarf er:

Í ca. 8-10 litlar skálar

Karamellan:

1 bolli sykur

1/2 bolli vatn

Í búðinginn:

1 L mjólk

1 vanilustöng, klofin og kornin skafin úr

8 egg

4 eggjarauður

1 bolli sykur

La Créme Caramel, er einn af þessum klassísku dásamlegu frönsku eftirréttum sem allir elska. Rjómakenndi búðingurinn og bragðmikil karamellan eru unaðsleg samsetning. Ef þú ert ekki þegar aðdáandi er ekki seinna vænna en að prófa, hann er frábær!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Skálarnar eru gerðar klárar. Sykur og vatn sett í pott á háan hita. Látið sykurinn leysast upp og sjóða þar til hann tekur lit og dökknar. Passa að hann brenni ekki eða verði of dökkur þá berður hann rammur. Potturinn er tekinn af hitanum um leið og réttum lit er náð. Botnfylli af karamellu er sett í hverja skál, henni er velt um botninn á skálunum á meðan hún er heit svo botninnn á skálunum þekist vel af karamellu.

Mjólkin er sett í pott og fræin eru skafin úr stönginni og bætt út í mjólkina sem er hituð varlega að suðu. tekin af hitanum og látin bíða. Á meðan eru eggin, eggjarauðurnar og sykurinn þeytt vel saman. Mjólkinn er hellt úti eggin og hrært vel í á meðan. Mér finnst best að setja skálarnar með karamellunni í djúpa ofnskúffu setja blönduna í könnu og hella svo í skálarnar, þær eru fylltar alveg í topp. Ofnskúffan er sett í miðjan ofninn og fyllt að 2/3 af heitu vatni. Álpappír er settur laust yfir skálarnar og bakað í 30 mín., eða þar til hnífsoddi sem er stungið í miðjuna, kemur hann hreinn upp. Tekið úr ofninum og látið kólna alveg og sett í kæli þar til á að bera á borð. Þá er beittum hníf rennt meðfram brúnunum og disknum sem á að bera búðinginn fram á hvolft yfir formið og svo snúið snögglega. Búðingurinn losnar úr og karamellan rennur yfir diskinn, voila!!

Verði þér að góðu :-)

Úh la la.... !!