Jarðarberja panna cotta

Það sem til þarf er:

F. 6

2.5 dl mjólk

2.5 dl rjómi

4 1/2 msk. sykur

3 matarlímsblöð

2 1/4 bollar söxuð jarðarber

3 tsk. sykur

4 1/2 msk. vatn

Skraut:

1/2 bolli fersk jarðarber, söxuð í meðalstóra bita

Nokkur blöð ferskt basil, skorið í þunnar sneiðar

Góður eftirréttur sem hægt er að búa til fyrir fram, er gulls ígildi. Jarðarberja panna cotta er ferskur og góður endir á góðri máltíð, svo eiga krakkarnir eftir að elska hann líka. Ég vil ekki setja stóra skammta í skálina, ef maður setur eftirréttinn í skál fyrir hvern og einn. Ég vel frekar að hafa þá litla, en bý til fleiri svo hægt er að fá sér aftur, ef einhver vill. Stundum er maður búinn að borð yfir sig að öðru og langar bara í smá bragð í restina, ekki fullan stóran skammt, en það er bara mín skoðun. Basil og jarðarber gætu orðið næsta uppáhalds bragðsamsetningin þín, hún er orðin það hjá mér. Magnið í uppskriftinni fór í 14 lítil Costco deserta glös. Ef þú vil hafa það á annan hátt má setja allt í eina stóra skál eða honum á milli 6 skála. Uppskriftin er mjög einföld og steinliggur ;-)

Svona geri ég:

Matarlímið er sett í kalt vatn þar til það er mjúkt. Jarðarberin eru þvegin og lauf stilkurinn skorinn af. Berin eru skorin í grófa bita, sett í blandara með vatni og sykri og alveg maukuð. Mjólk, rjómi og sykur eru sett í pott og látið malla í, þar til sykurinn leysist upp. Jarðarberjamaukinu er blandað út í rjómablönduna, ásamt matarlíminu, sem búið er að kreista mesta af kalda vatninu úr. Hrært vel í svo matarlímið leysist upp. Hellt í könnu í gegnum fínt sigti. Síðan hellt í falleg glös og stungið í ísskápinn óvarin, á meðan mesti hitinn gufar upp, svo hitinn þéttist ekki og mundi gufu og vatnspoll ofan á panna cottað. Eftir það er breytt yfir glösin. Kælt í allavega 4 tíma, helst yfir nótt. Þegar þú ert tilbúin að bera á borð, eru berin sem á að skreyta með skorin og basillaufunum rúllað þétt saman og rúllan skorin í þunnar sneiðar. Þessu er öllu blandað saman í skál og svo á milli glasanna.

Verði þér að góðu :-)

Góður endir 🍓🥂