Chilli bætt súkkulaðisósa

Það sem til þarf er:

150 gr. suðusúkkulaði (ég nota Síríus, venjulegt)

2 dl rjómi

1 tsk. Green & Black kakó, sigtað

1 1/2 msk. smjör, mjúkt

Gróft sjávarsalt á milli fingra

Cayanne pipar eftir smekk (ca. 1/8 tsk.)

Það skiptir eiginlega ekki máli hvað þú borðar með þessari sósu, hún er svo góð. Það er ekki ný uppfinning að bragðbæta dökkt súkkulaði með eldpipar. Mayarnir í Mexíkó gerðu það löngu fyrir Krist, þeir drukku heitt súkkulaði með eldpipar og var sá drykkur aðallega ætlaður útvöldum. Samsetningin var góð þá og er það enn. Salt og súkkulaði er líka dásamleg samsetning, saltið gefur súkkulaðinu dýpra og fyllra bragð svo þetta þrennt saman er sigurvegari!!

Svona geri ég:

Rjóminn er settur í pott og hitaður að suðu. Súkkulaðið er brotið í skál og heitum rjómanum hellt yfir það og látið standa í 5 mín. Hrært saman þar til súkkulaðið er vel bráðnað. Þá er smjörinu og kakói blandað út í ásamt salti og Cayenne pipar og hrært í þar til smjörið er bráðnað, smakkað til. Borin á borð með nýsteiktum churros, ís, vöfflum, ávöxtum, pönnukökum eða borðuð með skeið upp úr pottinum..... nei djók!

Verði þér að góðu ;-)

Himnesk....