Kanelsnúða smootie

Það sem til þarf er:

f. 2

1 bolli kókosmjólk (ekki fituskert)

1 tsk. kanell

1/4 tsk. vanilla

2 kúfaðar msk. möndlusmjör

1/2 lúka klaki

Jamm....! Einmitt, ertu að hugsa það sama og ég? Hversu gott.... ímyndaður þér að borða kanlesnúða í morgunmat, án þess að fá samviskubit. Taktu töfrasprotann fram og þeyttu upp smá töfra fyrir braglaukana. Eins einfalt að gera eins og segja góðan daginn, en bragðast syndsamlega vel.

Svona geri ég:

Ég nota töfrasprotann ti að búa þennan til, finnst það einfaldara. Allt hráefnið er sett í háa í könnu og þeytt þar til allt er vel blandað saman og freyðandi. Hellt í glas og notið.

Verði þér að góðu :-)

...töfrar ;-)