Græna gyðjan

Það sem til þarf er:

f. 2

0.75 dl kókosmjól

1 1/2 dl vatn

1 lime, safinn

100 gr. ferskt spínat (1/2 poki)

5 cm þumall af fersku engifer

1/2 dl rjómi eða kókosrjómi

1/2 lúka klaki

Nú segir þú örugglega: "Ert'að' grínast með allt þetta spínat svona snemma á morgnana????" Skil það vel, ég hugsaði eins, en með limesafanum og engifernum verður þessi drykkur mjög góður. Ég læt eftir mér að setja smá rjóma/kókosrjóma útí til að bæta fitu í drykkinn og gera hann mýkri. Prófaðu einn og gefðu honum sjéns :-D

Svona geri ég:

Limesafinn og engiferinn er settur í blandarann og púlsað þar til hann er maukaður. Þá er vökva, spínati og klaka bætt útí og þeytt duglega þar til allt er vel blandað og freyðandi. Hellt í glas og notið.

Verði þér að góðu!

ATH. Ég hef gert tvöfaldan skammt til að spara tíma og geymt í fjösku í ísskápnum til næsta dags. Hristi svo upp í flöskunni og drakk hann. Hann var mjög góður.

Góð byrjun...