Mjúkt samlokubrauð

Það sem til þarf er:

Í 2 brauð

6 bollar hveiti, ekki bauðhveiti

1tsk. salt

1 tsk. sykur

4 msk. bráði smjör + meira til að smyrja brauðið með eftir bökun

1 1/2 bolli vatn

1 1/2 bolli mjólk

2 1/2 tsk. þurr ger

Dásamlega dúnmjúkt samlokubrauð, sem er ekki neitt mál að búa til. Allt hrært saman í skál til að hefast, svo bakað og búið. Geggjað nýbakað og volgt með hörðu smjöri, svo er það líka frábært ristað með osti og marmelaði. Endilega skelltu í uppskrift að þessari dásemd :-)

Svona geri ég:

Öllu hráefninu er hrært mjög vel saman, í stórri skál, með trésleif. Plastfilma sem er smurð með olíu og olíuborna hliðin sett yfir skálina, án þess að strekkja filmuna yfir skálina, svo það sé pláss, ef deigið lyftir sér mikið. Látið hefast á volgum stað í 1 1/2 - 2 tíma. Þegar deigið er hefað, þá er góð klípa af mjúku smjöri sett á fingurna og með fingrunum er deigið hnoðað með því að toga endann sem er fjær þér í skálinni, yfir til þín, endurtekið nokkrum sinnum. Deiginu er skipt á milli 2 vel smurðra brauðforma og látin hefast í 40-45 mín., á volgum stað. Það er gott að ýta deiginu til, svo það fari vel í öll horn á forminu. Brauðin eru bökuð í 180°C heitum ofni í 40-45 mín. Tekið úr ofninum, smá biti af hörðu smjöri er settur á gaffal og strokið yfir skorpuna nokkrum sinnum með smjörinu, svo skorpan drekki smjörið í sig. Tekið úr forminu og sett á grind og látið kólna. Frystist vel.

Verði þér að góðu :-)

Dúnmjúkt 🍞🧈