Hnútur með eplum og hunangi

Það sem til þarf er:

24 stk.

2 pakkar þurrger

2 1/2  dl mjólk

2 græn epli

1/2 sítróna, safinn

2 1/2 dl eplasafi

1/2 dl matarolía

1 tsk. salt

3 msk. hunang

200 heilhveiti

800 gr. hveiti

Egg, til að pensla með

Þessa fallegu og gómsætu brauðhnúta  sendi mamma okkur Guðjóni, til að gæða okkur á með morgunteinu, hún er alltaf jafn sæt við okkur.  Ég tók að sjálfsögðu myndir af þeim og plataði hana að deila  með okkur uppskriftinni, sem hún gerði, hjartans þakkir :-D

Svona gerir mútta:

Ofninn er hitaður í 210°C.   Bökunarplata með pappír á er gerð klár.   Hveiti, heilhveiti, þurrgeri og salti er blandað saman í skál.  Eplin eru skræld og rifin í skál og sítrónusafanum er hellt yfir þau, ásamt eplasafa, matarolíu, salti og hunangi.  Mjólkin er hituð rúmlega líkamsheit og hellt saman við eplin, vökvanum er síðan blandað saman við mjölið.  Deigið er sett á hveitis stráð borð og hnoðað þar til það er slétt og mjúkt.  Sett aftur í skálina og breytt yfir deigið og það látið hefast í 1 klst.  Degið er hnoðað upp aftur og skipt í 24 jafna hluta.  Hverjum bita er rúllað út í litlar lengjur og hnýtt í hnút.  Raðað á bökunarplötuna og látið hefast í 30 mín. undir klút.  Penslað yfir hnútana með þeyttu eggi og þeir bakaðir í 12-15 mín.  Bornir fram með góðri smjörkípu og öllu öðru sem þér dettur í hug.

Verði þér að góðu :-) 

Góðan daginn 🍎