Pulsur með kremuðu káli

Það sem til þarf er:

F. 2

2-4 Pepperoni- og ostapyslur

Olía

Kremað kál:

30 gr. smjör

8 sneiðar af Chorizo pylsa eða pepperoni

1 solo hvítlaukur

350 gr. hvítkál

1 1/2 dl rjómi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1/2 sítróna, fín rifinn börkur af henni

1 msk. fersk steinselja, söxuð

Við GM elskum góðar pulsur og fáum okkur pullu reglulega. Þessi uppskrift er útfærð útgáfa af keto máltíð, sem ég fékk uppskrift af einhvern tímann. Hún er verulega góð og ef þú ert að fussa yfir steiktu káli, þá skaltu hugsa það aftur, því það er mjög, mjög gott og auðvitað hollt. Matreiðslan er ekkert mál, tekur engan tíma svo endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Bökunarpappír er settur á bökunarplötu. Ég byrja á að skera grunnan spíral í húðina á pylsunni, svo þær springi ekki, bara einhvern veginn. Þær eru settar á bökunarplötuna og svolítilli olíu drussað yfir þær og sían er þeim velt upp úr henni. Stungið í ofninn og steiktar í um 20 mín. Kálið er skorið i þunnar ræmur. Smjörið er brætt á pönnu og Chorizo pylsan steikt á henni, þar til fitan úr pylsunni er farin að bráðna og pylsan að brúnast. Þá er hvítlauknum bætt á pönnuna og hann látinn mýkjast. Þá er kálinu bætt á pönnuna og það látið steikjast þar til það byrjar að brúnast. Þá er rjómanum hellt á pönnuna og sítrónuberkinum, kryddað til með salti og pipar. Borið sjóðheitt á borð með steiktum pylsunum og sterku sinnepi.

Verið þér að góðu :-)

Hot dog heaven 🌭🧡