Indversk fars flétta

Það sem til þar er:

F. 6

450 gr. nýtt kjörfars

1 1/2  msk. Chipotle paste

1 1/2  grænt cilli, fín saxað

6 stk. vorlaukar, gróf saxaðir

1 búnt kóríander, gróf saxað

1 lime, safi og börkurinn fín rifinn

1 400 gr. dós af nýrnabaunum, vökvinn látinn leka vel af og baunirnar skolaðar vel

1 rúlla smjördeig

1 egg

Oregano

Meðlæti:

Tómatsósa 

Sýrður rjómi

Grænt salat

Nú er gamla góð kjötfarsið komið í sparifötin.  Ég veit ekki með þig, en ég er alltaf hrifin af góðu kjötfari við og við.  Hvort sem það eru kjötbollur í brúnni eða bakað með baconi.  Hér er það með indverskum keim, kryddað og klætt í smjördeig til að gefa því sparilegan blæ.  Rosalega gott, einfalt ,svo endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200 °C.  Fyrstu 6 hráefnunum í  fléttuna er blandað saman í stórri skál.  Baunirnar eru létt marðar með gaffli og síðan blandað í farsið.  Smjördeiginu rúllað út, (ekki taka pappírinn undan deiginu) og farsinu er jafnað á miðjuna á deiginu,  ca. 10 cm þykk rúlla, passa að fara ekki með það niður í endana, svo hægt sé að loka fléttunni.  Skáskurðir eru skornir í deigið um 1 cm frá farsinu með ca. 1,5 cm millibili út í enda á deiginu, síðan eru endarnir fléttaðir yfir fasið.  Eggið þeytt og fléttan penslum með hrærunni, óreganó dreift yfir.  Fléttunni er lyft á pappírnum og sett á bökunarplötu og bakað í ofninum í 40 mín., eða þar til deigið er gyllt og farsið bakað í gegn.  Borið fram með tómatsósu, sýrðum rjóma og grænu salati.

Verð þér að góðu :-)

Spicy og djúsý 😉