Rafvirkjabrella !




Rafvirkjabrella !

Allir rafvirkjar vita (eða vissu) að hér áður fyrr þá voru ekki til staðlaðar reglur, um hvernig tengja ætti þriggja fasa rafmótora, það er til að ákvarða hvort hjól þeirra snéri til vinstri eða hægri þegar rafmagni var hleypt á .

Oftar en ekki var það tilviljun hvort færiband til dæmis fór upp eða niður, það er mótorinn hreyfði færiband stundum í öfuga stefnu sem var lagfært með því að umpóla tveim af þremur endum rafmagnsvírana sem að mótorunum lá.

Baldur Steingrímsson rafvirkjameistari >>>

Baldur Steingrímsson rafvirkjameistari hjá SR sem var óvenju heppinn að hitta á rétta tengingu, var eitt sinn spurður að af einum nemanda sínum, hvernig hann færi að þessu þar sem engar merkingar væru til leiðbeiningar. 

Baldur glotti og svaraði:
Það er sko enginn vandi. Þú platar mótorinn með því að bera fyrst annan endann á tengiflötinn og svo víxlarðu fljótt yfir á hina tenginguna og festir. Þannig hittirðu á réttan snúning. 

Ekki náði neminn þessu alveg og var hálf kjánalegur á svip. Hann áttaði sig ekki alveg strax á því að Baldur var að gera að gamni sínu.
Baldur skírði svo fyrir nemanum að engar reglur væru til um þessi mál hvorki hjá framleiðendum mótora né þeim sem tengdu þá en það væri lengi búið að ræða um að samræma reglur og gera þær alþjóðlegr, sem nokkrum árum síðar, og voru lögleiddar.

Steingrímur

Myndin er af:>  Baldri Steingrímssyni rafvirkjameistara