Quo Vadis kynning

Quo Vadis? kynning á kvikmynd

Nýja Bíó hefir undanfarna daga sýnt myndina "Quo Vadis".  

Aðalhlutverkið, Nero, vitfirringin í hinu rómverska keisarasæti leikur  karakterleikarinn Emil Jannings af mikilli snilld. 

Fólk ætti ekki að láta ónotað tækifærið til að sjá þessa mynd, ef nokkur  tök eru á, því þar fæst rétt lýsing á því villta munaðarlífi sem yfirstéttirnar  lifðu og lifa enn í dag.

Myndin sýnir einnig betur en nokkuð annað þær ógnir og hörmungar sem fasismi  og einræði hefir í för með sér.

Áhorfendur fyllast viðbjóði og skelfingu að horfa á alla þá grimmd, ofsóknir og  pyntingar sem beitt er við kristna menn af blóðhundum Neros, en fullvíst er, að  viðbjóðurinn yrði ekki minni ef bíógestum væri gefið tækifæri á að sjá þær kvalir og  pyntingar sem jafnaðarmenn, kommúnistar og Gyðingar hafa orðið að þola af  blóðhundum Hitlers í "þriðja ríkinu" .

Myndin verður sýnd í kvöld kl, 8½.

----------------------------------------------------------

Quo Vadis? Þessi mynd um Nero var framleidd árið 1924, og er Ítölsk af uppruna.

Aðalhlutverk voru í höndum: Nánari upplýsingar um myndina er hægt að nálgast á: HÉRNA    sk.