Trolli.is 2. Apríl 2021 Jón Ólafur Björgvinsson
HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR
OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.
INNGANGUR
Við erum svo heppin að við getum skroppið daglega í tímaferðalög á Ljósmyndasafni Siglufjarðar sem hýsir um 180.000 gamlar ljósmyndir.
Í þessari ljósmyndasyrpusögu eru ekki sögð mörg orð, því myndirnar (flestar frá tímabilinu 1966 – 1970+) tala sínu eigin máli og sýna okkur lífið um borð í merkilegu Siglfirsku tankskipi sem hét Haförninn og við erum svo heppin að um borð er áhugaljósmyndari sem myndar allt í bak og fyrir og orðin “sjón er sögu ríkari” eiga vel við þessa myndasyrpusögu.
Áhugamanna ljósmyndarinn Steingrímur Kristinsson er með eigið framköllunarherbergi um borð og stundum sýnir hann skipsfélögum sínum “Slidesmyndir” sama dag og hann tók myndirnar.
Greinarhöfundur hefur tekið sér það bessaleyfi að velja út og tölvu-endurvinna um 70 dásamlegar ljósmyndir af rúmlega 3000 Hafarnarmyndum svo að þær geri sig betur í nútíma skjátækjum. Ljósmyndirnar sýna okkur fjölhæfni Steingríms sem ljósmyndara og hans einstaka hæfileika að smella alltaf af á réttum augnablikum. Myndirnar eru allar með tölu einstaklega fallegar og skemmtilegar og sýna okkur lífið um borð í Haferninum, sem oft á tíðum verður eitthvað allt annað en bara síldarflutninga tankskip…
… því Haförninn breytist hreinlega stundum líka í Skemmtiferðaskip.
Ég læt það nægja að vísa í eftirfarandi staðreyndir um Haförninn með tilvísun í þessar tvær blaðagreinar frá 1966. Þeir sem vilja lesa meira um Haförninn geta fundið ýmislegt bitastætt á heimasíðu Steingríms hér: Ýmsar upplýsingar um tankskipið Haförninn Siglufirði, ofl. sem keyptur var á þeim tíma, þar sem síldin hélt sig langt frá landi.
Neisti 16. maí 1966
S. R. kaupa tankskip til síldarflutninga
“Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á tankskipi, m.s. Lönn frá Bergen, til síldarflutninga. Skipið verður einnig notað til lýsisflutninga og verður það afhent S.R. um næstu mánaðamót.
M.s. Lönn er byggt í Haugasundi árið 1957, og er nú nýkomið úr 8 ára flokkunarviðgerð í Hollandi.
Skipið er um 3700 lestir að stærð og getur flutt um 22 þúsund mál af síld auk nokkurs magns af brennsluolíu og vatni fyrir síldveiðiskipin. Það er 100 m á lengd 13½ m á breidd og ristir fullhlaðið 5,7 m.
Í skipinu er 2100 hestafla vél frá Burmeister & Wain, en gang hraði skipsins er 11-12 mílur á klst. SR. munu yfirtaka skipið um næstu mánaðamót, og verður þá hafist handa um að útbúa skipið til síldarflutningana.
Í skipið verða settir tvær síldardælur til lestunar skipsins og kranalyftur til losunar.
Búist er við, að það verk muni taka um mánaðartíma, svo að skipið geti komið á síldarmiðin í byrjun júlímánaðar.
Heimahöfn skipsins verður Siglufjörður.”
Vísir 3. ágúst 1966
Glæsilegt síldarflutningaskip hefur bætist í flotann
“Í morgun Sigldi nýtt og glæsilegt skip inn Seyðisfjörð, eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í heimi, — síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, Haförninn. Skipið er keypt í Þýzkalandi og var afhent Íslendingum í Bremerhafen fyrir viku.
Skip þetta verður i flutningum af síldarmiðunum til ríkisverksmiðjanna, aðallega norðanlands.
Skipstjóri er Sigurður Þorsteinsson.“
En við byrjum á mynd af manninum sem skapaði tímavélina sem við ferðumst í og hann bíður okkur um borð í Haförninn og sýnir okkur þann furðuheim sem honum fylgir.
Myndunum er skipt upp í eftirfarandi kafla:
• AÐALPERSÓNUR ERU SÖGUFRÆGT SIGLFIRSKT TANKSKIP OG ÁHÖFNIN Á HAFERNINUM.
• ÁHÖFNIN ER SAMHELDIN OG MARGIR ERU SVAKALEGIR KARAKTERAR
• ÓVÆNT HEIMSÓK Í HORNBJARGARVITA
• HAFÖRNINN OG HAFÍS
• SKEMMTIFERÐASKIPIÐ HAFÖRNINN
• ALLSKYNS SKEMMTANIR OG UPPÁKOMUR
• FJÖR Í MESSANUM…
• AÐ LOKUM…
Steingrímur Kristinsson, timburmaður á Haferninum.
Ljósmynd: Pálmi Pálsson 2. stýrimaður, tekið á myndavél Steingríms. (voru saman á vakt í brú)
AÐALPERSÓNUR ERU SÖGUFRÆGT SIGLFIRSKT TANKSKIP OG ÁHÖFNIN Á HAFERNINUM.
Mynd frá haustinu 1969, er síld var horfin á Svalbarðamiðum, þarna með nokkrar tunnur uppá dekk húsinu.
Ljósmynd: Steingrímur
Drekkhlaðinn, á leið inn á Siglufjörð
Ljósmynd: Steingrímur 1968
Haförninn á Reyðarfirði.
Ljósmynd: Margrét Steingrímsdóttir.
Fastur í kýrauga! Er ekki allt í lagi strákar?
Ljósmynd: Steingrímur
Síldarlöndunarsveifla úti á ballarhafi. Hann var búinn að æfa sig lengi á Rauðku kaðlinum heima á Sigló.
Þetta er rafvirki frá Haferninum á leið um borð í Hafdísi til viðgerða þar um borð. Ljósmynd: Steingrímur 1967
Síldarsöltun uðði á Bátadekki, um borð í Haferninum.
Guðmundur Arason 1. stýrimaður og Salmann Kristjánsson háseti (yfir pæklari)
Ljósmynd: Steingrímur 1968
ÁHÖFNIN ER SAMHELDIN OG MARGIR ERU SVAKALEGIR KARAKTERAR
Guðmundur Björnsson háseti+dælumaður, Ægir Björnsson bátsmaður+stýrimaður, Birgir Þórbjarnarson háseti +stýrimaður, Sigurjón Kjartansson háseti+dælumaður, Gunnar Tómasson háseti, Sigurður Jónsson háseti +bátsmaður og Steingrímur Kristinsson timburmaður. Ljósmynd: Pálmi Pálsson 2. stýrimaður tók myndina með myndavélinni hans Steingríms. 1968
Síldarsöltunar strákar við vinnu uppi á bátadekki.
Guðmundur Arason 1. stýrimaður, Sigurjón Kjartansson dælumaður / háseti og ?
Ljósmynd: Steingrímur 1968
Upplýsingar um síldarsöltun um borð í Haferninum bárust greinarhöfundi 8 apríl frá Salmann Kristjánssyni.) Lokauppgjör fyrir hlut Salla vegna síldarsöltunar sumarið 1968.
Heimildir og ljósmyndun: Salmann Kristjánsson.
Listi yfir hluthafa í síldarsöltunar samvinnufélaginu ÖRNINN.
Greinarhöfundur sér að faðir minn Björgvin S Jónsson fór með í tvo túra sumarið 1968.
Heimildir og ljósmyndun: Salmann Kristjánsson.
Hægt er lesa meira um síldarsöltun um borð í haferninum úti við Jan Mayen í nýlega birtri Sigurðar Ólafssonar vélstjóri
(áður smyrjari í vélarúmi á Haferninum), frásögn um þessa síldarsöltun ofl..
Sjá meira hér: Þegar menn björguðu síldinni
Leiðinda viðhaldsvinna, en ávalt með bros á vör. Sigurður Jónsson á Eyri.
Ljósmynd: Steingrímur 1967
Það gefur á bátinn við… Ekki alltaf gott veður.
Ljósmynd: Steingrímur 1968
F 59, það var greinilega bílaþvottastöð um borð líka í Haferninum.
Ægir Björnsson stýrimaður / bátsmaður átti bílinn, Gunnar Tómasson með kústinn.
Ljósmynd: Steingrímur 1968
Snorri Jónsson rafvirki, Þórður Þórðarson ( á Nesi/ í Hrímni) smyrjari og Stefán Árnason bátsmaður. (Stebbi Láru) Þarna uppi á brúarþaki og staddir í Grímsby
Ljósmynd: Steingrímur 1967
Hafþór Rósmundsson ungur að árum, háseti þarna við vinnu á dekki.
Ljósmynd Steingrímur 1966
Salmann Kristjánsson háseti. (Salli) Nýfermdur, eða?
Ljósmynd: Steingrímur 1968
Steingrímur Kristinsson timburmaður. (Baddý í Bíó)
1. stýrimaður Guðmundur Arason, skrapp í frí og bað Steingrím að geyma einkennisbúninginn sinn.
Hann stóðst ekki freystinguna og.....
Ljósmynd: Steingrímur (self) í herbergi sínu.)
Stebbi heitinn Láru, var yndislega skemmtilegur karakter.
Ljósmynd: Steingrímur 1966
Stefán Árnason eitthvað að brasa með hátalara um borð í Haferninum. Stebbi og loftskeytamaðurinn eru að redda músík vegna vinnu á dekki. Haförninn lá við akkeri í góðu veðri út af Reyðarfirði um haustið 1966 Ljósmynd: Steingrímur
ÓVÆNT HEIMSÓK Í HORNBJARGARVITA
Texti og mydir: Steingrímur Kristinsson 1968
“Frásögn af heimsókn þegar skipverjar á Haferninum heimsóttu vitavörðinn á Horni, Jóhann Pétursson og fjölskyldu og framkvæmdu í leiðinni „ólöglegt athæfi" (grátt svæði).
Myndirnar í þessari sirpu, voru teknar er skipverjar á Haferninum framkvæmdu "ólöglegt athæfi", það er þeir gengu á land með „smyglvarning,“ tvo kassa af Tuborg bjór, tvær eða þrjár vinflöskur, vindla og sælgæti.
Tilefni þessarar „smyglferðar“ var að sýna vitaverðinum á Hornbjargi þakklæti fyrir hjálpsemina árið 1968, þegar hafísinn var sem mestur fyrir norðurlandi í byrjun aprílmánaðar árið 1968.
Vitavörðurinn hafði tekið sér þunga talstöð og enn þyngri rafgeymir í fang og gengið á fjall. Þaðan hafði hann góða yfirsýn yfir hafísflákann, talsvert betri en sást úr mastri Hafarnarins og ratsjám, og leiðbeindi hann skipstjóra til um stefnu að grisjóttum svæðum og vökum. Þetta gerði vitavörðurinn óbeðinn og hafði samband við skipið.
Heimsóknin, klukkan 6 að morgni, kom vitaverði og fjölskyldu hans alveg á óvart. Það skal tekið fram að viðkomandi bjór og meðlæti hafði áður fengið eðlilega tollafgreiðslu á Siglufirði, þó svo að engum hefði á þeirri stundu dottið í hug stoppið við Hornbjarg.
Í landgöngunni voru Guðmundur Arason 1. stýrimaður, Ægir Björnsson bátsmaður, Bergsteinn Gíslason loftskeytamaður, Sigurður Jónsson háseti og ljósmyndarinn Steingrímur Kristinsson timburmaður, sem sýndi svo skipverjum myndirnar á tjaldi, eftir kvöldverð sama dag.”
(Ég framkallaði svarthvíta filmuna, og bjó síðan til eftir þeim á pósitífar 5x5sm glærur á glerplötur. Sem svo var varpað á tjald, með venjulegum skyggnu varpa.) SK.
Hægt er að lesa meira um þetta hafísævintýri Hafarnarins 1968 hér:
Siglt í hafísnum 1968
og líka Fyrsta siglingin. (1966)
Sigurður Jónsson háseti við stýrið
Góðar veigar bornar í land.
Sigurður Jónsson og Guðmundur Arason.
Á siglingu að hrikalegri klettafjöru Hornbjargarvita. Guðmundur Arason í stafni.
Fjaran er falleg en varasöm. Ægir Björnsson við sjóinn, Sigurður Jónsson, Bergsteinn Gíslason loftskeytamaður og Guðmundur Arason.
Gengið í sjó upp bratta fjörubrekkuna.
Séð niður í vitavíkurfjöruna.
Hornbjargarviti fær óvænta heimsókn kl. 06.00.
Aðsendar upplýsingar frá Ragnari Jóhannssyni, um vitavarða fjölskylduna má lesa hér aðeins neðar hér neðar
Vitavarðarfrúin mætti smyglurunum á bæjarhlaðinu. Ægir, Bergsteinn og vitavarðar konan, Soffía Kristín Sigurjónsdóttir , sem sá okkur ekki fyrr en hún kom út, en hún var á leið til að taka veðurlýsingu og fleira frá veðurstöðvar mastri.
Góðan daginn, er kaffi á könnunni?
Vitavörðurinn, Jóhann Pétursson, klórar sér í hausnum undrandi og nývaknaður.
Bergsteinn, Jóhann Pétursson og Guðmundur
Vitavarða heimasætan nývöknuð og ótrúlega hissa yfir heimsókninni frá þessum Siglfirsku páska jólasveinum.
Best að halda sér nálægt mömmu….
Ótrúlega falleg ljósmynd af vitavarða stelpunni á Hornbjargi;
Jóhanna Stella Baldvinsdóttir
Siglt til baka með vindla í kjaftinum.
Ægir Björnsson bátsmaður og Sigurður Jónsson
Haförninn bíður, á reki í nánst logni
Greinarhöfundi bárust eftirfarandi upplýsingar skömmu eftir birtingu:
“Daginn snillingar
Var að skoða myndir frá ferð til Hornbjargsvita 1968 og þar eru myndir af Jóhanni vitaverði og innan sviga nafn vantar. Sú sem er á mynd, er amma mín Soffía Kristín Sigurjónsdóttir, hjúkrunarkona, sem var gift Jóhanni á þessum tíma.
Stelpan á myndunum er ekki barn hennar eða þeirra, heldur systir mín Jóhanna Stella Baldvinsdóttir, fædd 7.mars 1966.
Vildi bara koma þessu til ykkar, svakalega gaman að sjá þessar myndir, ekki til neinar í fjölskyldusafninu.
Fékk ábendingu senda frá pabba mínum um þessar myndir, gamli sjóarinn finnst fátt skemmtilegra enn að skoða gamlar myndir af allskonar döllum.
Takk fyrir þetta og eigið góðan dag“
Kær kveðja
Ragnar Jóhannsson
HAFÖRNINN og HAFÍS
Horft niður á íshellu frá stafni Hafarnar.
Til hægri sést slóðin frá kvöldinu áður, þegar lagst var við Öldubrjótinn til að afferma olíu, en slóðin hafði frosið sama yfir nóttina. Til vinstri sést slóðin er við fórum frá bryggju á leið til Englands. Fjörðurinn var frosinn allt út undir Selvíkurnesvita.
SR bryggjurnar. Sjórinn frosinn, 4-5 tommu þykkur lagís.
Ljósmynd: Steingrímur
Göngutúr út á samfelldan hafísflötinn.
Fastir í ís út af Melrakkasléttu, og beðið eftir hafstraumum sem grisja ís svæðið
Salmann Kristjánsson háseti, Bergsteinn Gíslason loftskeytamaður og Eiríkur Þóroddsson 2. vélstjóri.
Ljósmynd: Steingrímur
Glens og gaman, allt í góðu
Togarinn Hafliði SI 2 kom á eftir í opna slóð eftir “Hafarnar ísbrjótinn.”
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson
"SKEMMTIFERÐASKIPIÐ" HAFÖRNINN
Haförninn á ánni Signu í Frakklandi – Eiginkonur skipverja:
Vantar nafn?, Guðný Ósk Friðriksdóttir kona Steingríms timburmannsins, vantar nafn ?
Soffía Friðgeirsdóttir kona Pálma stýrimanns, og Guðbjörg Friðriksdóttir kona Ása vélstjóra.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Hafarnar strákar í sólbaði, aftur á hekki. (skutsvæðið)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Afslöppun í sólinni -
Alvöru sólstólar á dekkinu á skemmtiferðaskipinu Haferninum.
Um borð í Haferninum í Liverpool.
F.v. Stefán Árnason, Birna Björnsdóttir, Halla Björnsdóttir, Hafþór Rósmundsson, Snorri Jónsson, Guðmundur Björnsson, Salmann Kristjánsson. Mennirnir fyrir aftan Höllu, eru sölumenn frá landi.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson 1967
Skemmtiferða farþegar.
Guðný eiginkona Steingríms fyrir miðri mynd og til hægri Þórhildur eiginkona Guðmundar stýrimanns.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson vorið 1969
Fjöruferð á Jan-Mayen. (söguleg ferð)
Siggi Drumbur með rekaviðardrumb í fanginu.
Haförninn í bak
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson 1968
Skosk höll… sigling um sundið Sound of Islay
(held þetta sé rétt skrifað) við Skotland.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
ALSKYNS SKEMMTANIR OG UPPÁKOMUR
Hástökks keppni!
Gunnar Tómasson, Salli og Guðmundur Björnsson háseti.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson 1968
Guðmundur Björnsson háseti, lendir mjúkt á kojudýnunum.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson 1968
Gaman í Snú-snú, svipp.
Ægir, Gunnar, Sigurður, Salli og loftskeytamaðurinn Bergsteinn.
Fjör í messanum
Sigurður Jónsson á Eyri (Siggi Drumbur) dansar villtan Afríkudans í Messanum.
Sagan segir: “Ægir Björnsson bátsmaður, bjó til pilsið úr fléttuðum landfestarbút. Og konurnar (gestirnir um borð) smurðu Sigga með sósulit. “Ég átti nokkuð erfitt, þegar þær byrjuðu að smyrja nálægt, þú veist”, sagði Siggi og hló dátt.“
Heimasaumaðir leikbúningar….
Guðný, eiginkona Steingríms og Sigurður Þorsteinsson skipstjóri í góðu skapi á kvöldvöku.
Bitið í súrt epli?
Eiríkur Þóroddsson vélstjóri.- Enginn slapp við þátt við leiklistina, nema ljósmyndarinn, Steingrímur.
Hafarnar háseti og vinkona hans… Mestu gárungarnir um borð
Snorri Jónsson rafvirki og Valdimar Kristjánsson dælumaður.
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson
Steingrímur í dularfullum einkennisbúningi aftur… sem Ensk lögga… eða?
Nei, þetta er víst alvöru enskur “BOBBY” lögreglumaður sem fylgdi með tollvaðaliði sem leituðu í skipinu þegar Haförninn var staddur á Thames fljótinu í London.
Hér er verið að spila inn hryllingsmynd… eða?
Salli og líklega Hafþór Rósmundsson, á leið niður í gas mengaðan tanka
Vinsælasti bjórinn, þega siglt var til Englands.
Gott að eiga Long Life bjór, vindla og sígarettur á lager.
Kojufyllerí?
Ónefndir og þreyttir félagar.
Þeir lognuðust út af, en félagar þeirra komu flöskunum fyrir og Steingrímur festi minninguna á filmu.
Steingrímur Kristinsson og Guðný Ósk Friðriksdóttir heitin, eiginkona hans giftu sig aftur í Tívolí árið 1979?
… og áttu greinilega góða brúðkaupsnótt á sama stað.
Aðsend: Útskýring frá Steingrími:
“Haförninn var einhversstaðar í höfn í Danmörk, en við skötuhjúin fengum frí og skruppum með lest Kaupmannahafnar, síðan … og áttu greinilega góða brúðkaupsnótt á sama stað.
Útskýring frá Steingrími:
… og áttu greinilega góða brúðkaupsnótt á sama stað.
Aðsend: útskýring frá Steingrími:
“Haförninn var einhversstaðar í höfn í Danmörku, en við skötuhjúin fengum frí, og skruppum með lest til Kaupmannahafnar og gistu þar í eina nótt. Við skruppm ma. í Tívolí, en við héldum þarna upp á brúðkaupsafmæli okkar þann 6. júní –
Síðan aftur um borð og stefnt heim á Siglufjörð
AÐ LOKUM…
… Siglir Haförninn úr okkar minningaheimi fyrir stundarsakir. En þið getið skoðað 2.740 skemmtilegar Hafarnar ljósmyndir til viðbótar hér:
Haförninn 1966 – 1970 +
Steingrímur Kristinsson fær að eiga lokaorðin sjálfur, en hann sendi mér eftirfarandi skilaboð um daginn:
“Þetta var dásamlegt tímabil, konan mín fór þrisvar með mér og meira að segja einu sinni sem annar kokkur í túr.
Áhöfnin var eins og ein stór samhent fjölskylda og nýir afleysingamenn voru fljótir að smitast af þeim vinskap og umburðarlyndi, sem um borð ríkti.
Enginn var æðri öðrum á góðum stundum sem voru óteljandi. 🌺🥰”
-----------------------oooOooo---------------------------
Siglósaknaðarkveðjur til ykkar allra.
Nonni Björgvins.
Höfundur texta, samantekt og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson / Steingrímur Kristinsson
Ljósmyndarar:
Steingrímur Kristinsson og Margrét Steingrímsdóttir.
Alla myndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndsafni Siglufjarðar.
Þakklætiskveðjur fyrir yfirlestur og góðar ábendingar sendi ég:
Sólveigu Jónsdóttur.
Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:
1993 – ÞÖKK SÉ FÁUM, GETA ALLIR DRAUMAR RÆST!
TÍMASPEGILLINN Á MILLI ÁLFAKIRKJU OG ÁLAGABOLLA
GUÐSGJAFAR DRENGURINN OKKAR ALLRA
MARGRÉT SI 4 OG FYLLERÍ ALDARINNAR SEM LEIÐ
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI. 60 MYNDA-SYRPUSAGA
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG Í FRAMTÍÐINNI… 2 HLUTI. MYNDA-SYRPUSAGA
SKYNDIKYNNABARN? SANNLEIKURINN SEM ALDREI VAR SAGÐUR
UM SIGLFIRSK VIÐURNEFI: ÉG HEITI EFTIR AFA MÍNUM…
FÁEIN ORÐ UM ÞORMÓÐ EYJÓLFSSON
SUNNUDAGSPISTILL: „ATHUGIÐ AÐ SIGLFIRÐINGAR ERU FLEIRI EN ÍSLENDINGAR“
SIGLFIRSKIR VILLIKETTIR OG ROTTUR HIMINSINS
MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI HLUTI (50 MYNDIR)