Árin 1960 - 1961 - 1962 - 1963 - 1964 - 1965 - 1966 - 1967 - 1968
Morgunblaðið - 29. mars 1960
47. árg., 1960, 74. tölublað, Blaðsíða 2
Skip til síldarflutninga frá bátum í verksmiðjur
FJÁRVEITINGANEFND hefur lagt til að ríkisstjórninni verði heimilað að ábyrgjast allt að 500 þúsund kr. lán fyrir síldarverksmiðjur ríkisins í Krossanesi og á Hjalteyri vegna leigu á skipum til síldarflutninga frá fjarlægum miðum. í framsögu fyrir tillögu þessari gat formaður fjárveitinganefndar, Magnús Jónsson, þess, að hér væri um tilraun að ræða til að tryggja rekstur þessarra stóru verksmiðja, sem undanfarin ár hefðu fengið sáralítinn afla til vinnslu því síldin hefði veiðzt á miðum svo fjarri þessum verksmiðjum.
Ef tilraun þessi bæri góðan árangur ynnist tvennt. Rekstur þessara stóru verksmiðja yrði tryggður og jafnframt yrði síldarskipunum auðveldari veiðin, þar sem aflinn væri hverju sinni ef þau gætu losnað við síld armagn sitt þegar í stað en þyrftu ekki að bíða dögum saman eftir löndun á stöðum, þar sem aðeins eru afkastalitlar verksmiðjur.
Þá leggur fjárveitinganefnd ennfremur til, að ríkisstjórnin ábyrgist gegn þeim tryggingum, sem hún tekur gildar allt að 10 millj. kr. lán til endurbóta á síldarverksmiðjum á Austurlandi, enda verði umbæturnar gerðar í samráði við ríkisstjórnina.
Steingrímur Kristinsson. Ljósmynd:
Guðný Ágústsdóttir
41. árgangur 1960, 74. Tölublað, Blaðsíða 1
FJARLÖG ársins 1960 voru samþykkt af Sameinuðu alþingi síðdegis í gær. Atkvæðagreiðsla stóð mestallan daginn, enda fram kominn mikill sandur af breytingatillögum, stórum sem smáum, frá stjórnarandstöðunni og tíðum krafizt nafnakalla, sem eru tímafrek. Athyglisverðást var þó, að Framsóknarflokkurinn og kommúnistar stóðu saman að tilraunum til að fá uppbótarkerfið innleitt á nýjan leik með því að fá uppteknar sérstakar bætur á smáfisk. Stjórnarliðið felldi þó allar slíkar tillögur. Meðal tillagna, sem samþykktar voru, má nefna heimild stjórnarinnar til að ábyrgjast lán til síldarverksmiðjanna í Krossanesi og á Hjalteyri til að leigja skip til síldarflutninga til sín; heimild fyrir ábyrgð til dráttarbrautar á Ísafirði, heimild til að verja 3.5 milljónum af andvirði fiskiðjuversins til að kaupa tæki til rannsóknarstofnana sjávarútvegsins og heimild til ábyrgðar fyrir Sölumiðstöðina vegna hraðfrystistöðvar í Hollandi………………………………
43. árgangur 1960, 30. tölublað, Blaðsíða 1
50. árgangur 1960, 170. Tölublað, Blaðsíða 12
Skip leigt til að flytja síld að austan.
Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun.
Síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri hafa tekið skip á leigu til flutnings á síld af fjarliggjandi miðum. Skipið kom til Akureyrar á laugardag, en er nú farið til Austfjarða.
Skipið er norskt, heitir Aska og getur borið 4000 mál. Áhöfnin er norsk en leiðsögumaður íslenzkur, Finnur Daníelsson að nafni. Ríkið mun veita nokkurn styrk til síldarflutninganna, þar sem svo er litið á, að hér sé um tilraun að ræða. Ofannefndrar verksmiðjur höfðu strax í sumar samið um leigu á skipi, en vél þess bilaði, og varð því að fá þetta skip í staðinn.
*************************************
47. árg., 1960, 173. Tölublað, Blaðsíða 2
Tvö norsk sildarflutningaskip hefja síldarflutninga af austurmiðum.
SÍLDARVERKSIÐJURNAR á Hjalteyri og Krossanesi hafa tekið á leigu tvö norsk skip til síldarflutninga af fjarlægum miðum til verksmiðjanna. Kom það fyrra, „Aska“, til landsins sl. laugardag og hófst löndun í það á Seyðisfirði í gær. En hitt, „Basto“, hefur sennilega lagt af stað til íslands í gær og getur þá verið komið til Seyðisfjarðar eftir 2—3 daga.
Eru þar með hafnar fyrstu tilraunir til að láta sérstök flutningaskip taka við síldinni af síldveiðibátunum og losa þá þannig við töfina, sem af því leiðir af þurfa að sigla langar leiðir til verksmiðjanna. Hafa verksmiðjurnar styrk frá Alþingi og frá ríkimálasjóði til þessara tilrauna.
Á áttunda tímanum i gærkvöldi fór „Aska“ að taka á móti síld á Seyðisfirði. Fjögur skip höfðu þá tilkynnt, að þau myndu losa um borð í skipið, sem getur athafnað tvo samtímis. Skipin voru Heimir SU með 850 mál, Sunnutindur SU með 600, Stígandi ÓF með 500 og Helga ÞH með 500.
Taka 3500 mál hvert
„Jolita“, skipið sem upphaflega hafði verið leigt til þessara síldarflutninga í sumar tafðist í viðgerð og þar sem líða tekur á síldarvertíð flaug Vésteinn Guðmundsson, verksmiðjustjóri á Hjalteyri utan um miðjan mánuðinn og fékk „Aska“ í staðinn, en það hefur fram að þessu verið í síldarflutningum fyrir Norðmenn.
Í viðtali við blaðið í gær kveðst Vésteinn áætla að hvort skip geti flutt 3500 mál síldar.
Er ætlunin að þau liggi í landvari fyrst um sinn þar sem síldar er helzt von, og verði landað yfir í þau með „grabba" úr síldveiði bátunum.
Síldarflutningaskipið JOLITA í leigu til SR, að landa við SR Löngutöng á Siglufirði. Ljósmynd Steingrímur Kristinsson 1961
Meðan síldin er fyrir austan land, mun ferðin frá síldarverksmiðjunum eftir síldinni alltaf taka þrjá sólarhringa, jafnvel þó flutningaskipin fái strax fullfermi er á miðin er komið.
Aðeins komin 14500 mál
Til samanburðar má geta þess að afköst Hjalteyrar verksmiðjunnar eru 9000 mál á sólarhring, ef allar vélar eru í gangi, og full afköst Krossanesverksmiðjunnar upp undir 5000 mál á sólarhring. Í sumar er Hjalteyrarverksmiðjan þó aðeins búin að fá 14600 mál síldar.
Á báðum skipunum verða norskar áhafnir, en Finnur Daníelsson, skipstjóri, er um borð í „Aska“ og sér um afgreiðsluna.
***********************************************
44. árgangur 1960, 170. tölublað, Blaðsíða 15
Flytur síld að austan
Á sunnudag kom til Hjalteyrar norskt leiguskip, Aska, sem síldarverksmiðjurnar þar og í Krossanesi hafa tekið á leigu til síldarflutninga. Skipið hélt þaðan á mánudag og var væntanlegt til Seyðisfjarðar í gærkvöldi, og var líklegt að það fengi farm þar, en það ber tæplega 4000 mál. Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi fengu tals verða síld i júní í sumar, en ekki síðan, svo að heitið geti.
Er því hagsmunamál fyrir verksmiðjurnar að geta flutt til sín síld af fjarlægari miðum og ætti að koma sér vel nú þegar allar Austfjarðahafnir eru fullar af síld. Skipið er fengið hingað í tilraunaskyni og með styrk úr Fiskimálasjóði, en sams konar flutningar eru all tíðir i Noregi og hafa gefizt vel. — Áhöfn skipsins er öll norsk og skipstjóri norskur, en íslenzkur leiðsögumaður, Finnur Daníelsson, er með í förinni
***********************************************************
Dagur - 04. ágúst 1960
43. árgangur 1960, 35. tölublað, Blaðsíða 1
Síldarflutningaskipið á leiðinni að austan með fullfermi frá nokkrum skipum Um það leyti er blaðið var að fara í pressuna kom norska síldarflutningaskipið Aska, sem verksmiðjurnar í Krossanesi og Hjalteyri hafa leigt til síldarflutninga, inn fjörðinn með fullfermi af síld til bræðslu. Skipið tók síldina úr nokkrum bátum á Seyðisfirði og mun það bera um 3500 mál. Farminum verður skipt milli verksmiðjanna. Basto, annað norskt síldarflutningaskip, sem einnig á að taka bræðslusíld úr bátum á miðunum, mun vera lagt af stað hingað, einnig leigt af sömu síldarverksmiðjum. Á skipunum eru norskar áhafnir, en Finnur Daníelsson, Akureyri, er leiðsögumaður í þessari fyrstu ferð.
************************************
44. árgangur 1960, 173. tölublað, Blaðsíða 3
Leigja skip til síldarflutninga af miðunum
Eyjafjarðar-verksmiðjur hefja nýmæli
Akureyr?, 5. ágúst. —
Eins og kunnugt er af fréttum hafa eyfirzku síldarverksmiðjurnar, í Krossanesi og á Hjalteyri, tekið tvö norsk skip á leigu til síldarflutninga. Fyrra skipið kom í fyrrakvöld með fullfermi frá Seyðisfirði, og var farminum skipt milli verksmiðjanna.
Síðara skipið heldur beint til Seyðisfjarðar frá Noregi og er væntanlegt þagað á sunnudagskvöld. Bæði skipin takka ámóta farm, eða um 3200 mál síldar. Munu þau halda uppi flutningum á síld til Eyjafjarðarverksmiðjanna í sumar.
Með þessum hætti er nýr siður tekinn upp: í stað þess að flytja verksmiðjumar til eftir síldargöngum er síldin flutt af miðunum til verksmiðjanna. Norðmenn hafa haft þennan hátt á um mörg ár og gefizt vel, en hann er algert nýmæli hérlendis.
Veitir enda ekki af þar sem tveggja til þriggja sólarhringa löndunarbið er nú á öllum Austurlandshöfnum og ætti að koma sér vel að létta á þeim.
Það leiguskipið, sem komið er nefnist Aska, en Basto kemur á sunnudag. Aska losaði síldarfarm inn á Eyjafjarðarhöfnum í gær, og heldur síðan þegar aftur til Seyðisfjarðar. Gengu þessir fyrstu flutningar mjög vel. — Síldarverksmiðjan í Krossanesi hefur nú tekið við 18 þús. málum síldar, en Hjalteyrarverksmiðjan við 16 þús. málum. Verksmiðjurnar njóta styrks úr ríkissjóði og úr Fiskimálasjóði til síldarflutninganna.
Verksmiðjustjóri í Hjalteyrar verksmiðjunni er Vésteinn Guð mundsson en í Krossanesi Jón M. Árnason. Þeir Vésteinn og Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar, önnuðust samninga um leigu á flutningaskipunum.
E.D.
****************************************
25. árgangur 1960, 172. tölublað, Blaðsíða 12
Norsk skip í síldarflutningum til Krossaness og Hjalteyrar
Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Norska síldarflutningaskipið Aska landaði í dag í Krossanesi 1500 málum síldar og hafið áður landað í gærkvöld (fimmtudag) á Hjalteyri álíka magni. Síldin var tekin af síldveiðiskipum í Seyðisfjarðarhöfn.
Aska er leigð af síldarverksmiðjunum í Krossanesi og á Hjalteyri til flutninganna. Ennfremur hafa verksmiðjurnar tekið annað norskt flutningaskip á leigu, vs. Basto, og er það væntanlegt til Seyðisfjarðar á sunnudag. Hafa nokkur skip nú þegar tilkynnt losun í það. þar sem nú er yfirleitt um tveggja daga bið á losun eystra að ræða. Verksmiðjan í Krossanesi hefur nú alls tekið á móti 18 þúsund málum síldar. Er þessi löndun úr norska flutningaskipinu hin fyrsta hjá verksmiðjunni um 2ja vikna skeið. Forráðamenn síldarverksmiðjanna á Hjalteyri og í Krossanesi vænta þess að með leigu flutningaskipanna megi vænta nokkurs síldarmagns til vinnslu, verði um áframhaldandi veiði að ræða.
****************************************
Morgunblaðið - 09. ágúst 1960
47. árg., 1960, 178. tölublað, Blaðsíða 2
Forráðamenn verksmiðjanna taka á móti síldarflutningaskipinu Aska á Hjalteyri: Jón M. Jónsson, verksm.stj. í Krossanesi, Guðm. Guðlaugsson, form. verksmiðjustj., Thor R. Thors, framkvæmdastjóri á Hjalteyri og Vésteinn Guðmundsson, verksmiðjustjóri. —
Síld flutt á tveimur skipum vestur
NORSKU síldarflutningaskipin tvö, Aska og Basto, eru nú í síldarflutningum frá Austfjörðum. Voru þau bæði 1 gær með fullfermi á leið til Hjalteyrar og Krossanesverksmiðjanna. Hafa skipin komið á mjög hentugum tíma, því löndunarstöðvun var orðin fyrir austan vegna lítilla afkasta verksmiðjanna þar, og taka því síldarflutningaskipin viðstöðulaust við síld af bátunum eftir að þau koma til Seyðisfjarðar. — Aska kom með fyrsta síldarfarminn til Hjalteyrar sl. fimmtudag og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. í gærkvöldi kom svo Basto með sinn fyrsta farm, um 3100 mál, en skipið kom beint til Seyðisfjarðar frá Noregi kl. 3 á laugardag. Um 2 leytið í gær var Aska aftur búin að fá fullfermi og hélt af stað til verksmiðjanna með um 3200 mál. Síldarförmunum er skipt milli verksmiðjanna á Hjalteyri og Krossanesi, og hefur fyrsti farmur Aska þegar verið bræddur.
**************************************
Dagur - 10. ágúst 1960
43. árgangur 1960, 36. tölublað, Blaðsíða 2
Nýjungar á norðlensku síldarvertíðinni
Flutningaskip leigð til að sækja síld á miðin og flytja til síldarverksmiðjanna á Hjalteyri og í Krossanesi
Hinn dásamlegi, silfraði dutlungafiskur, sem menn eltast við á sumrin úti fyrir Norður- og Austurlandi og allt snýst um, svo að menn jafnvel gleyma blessuðum þorskinum, hefur verið erfiður viðfangs síðasta hálfan annan áratug, eða vel það, og svo er enn.
Á þessum tíma hafa síldargöngurnar líka breytzt og veiðist nú meira fyrir austan land en áður var. Og auðvitað elta menn síldina á miðunum, hvar sem hana er að finna. En það gengur erfiðlega að flytja heilar síldarverksmiðjur milli landshluta eftir göngum þessa nytjafiskar. Þó hefur þetta verið gert á síðustu árum. Kannski verða þær aftur fluttar vestur á bóginn, ef síldinni þóknast að færa sig á fornar slóðir. Síldveiðarnar hér við land eru miðaðar við þær frumstæðu og gamaldags verkunaraðferðir, að síldin er söltuð í tunnur til útflutnings eða þrædd til framleiðslu lýsis og mjöls, nákvæmlega á sama hátt og gert hefur verið allt frá þeim tíma að íslendingar lærðu af Norðmönnum að veiða síld. Síldarskipin. eru vel útbúin til síldveiða, m. a. gera hin fullkomnu leitartæki mögulegt að finna síld og veiða á nokkru dýpi. En það er til hinnar mestu vanvirðu á þessum framfaratímum og með reynslu annarra þjóða fyrir augunum, að treysta ár eftir ár á mokveiðina eina saman í stað þess að reyna að margfalda útflutningsverðmæti hráefnisins með fullkomnum síldariðnaði í Iandinu. Á meðan helmingur mannkyns er vannærður, ætti engri þjóð að leyfast að veiða næringarríkasta og ljúffengasta nytjafisk hafsins í mjög stórum stíl, ýlda hann um borð og í síldarþróm og vinna síðan úr honum vörur til iðnaðar og skepnufóðurs, í stað þess að framleiða hina eftirsóttu rétti til manneldis, sem aðrar þjóðir gera og selja um víða veröld í snyrtilegum umbúðum undir merkinu Íslandssíld.
En á meðan mikill hluti síldarinnar er bræddur, svo sem nú er, þarf síldarverksmiðjur. Nú veiðist síldin fyrir austan land. Þótt veiðin sé sáralítil hafa verksmiðjurnar þar ekki undan að bræða og skipin bíða löndunar. Á sama tíma standa verksmiðjurnar á Norðurlandi auðar og tómar.
Merk tilraun.
Tilraun sú, sem síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri eru nú að gera með hinum norsku flutningaskipum, sem sækja síldina á miðin til síldveiðiskipanna, á að miðla aflanum, flytja síldina að austan, þegar of mikið berst þar að og flytja síldina austur, ef svo mikið veiðist hér fyrir Norðurlandi, að hinar norðlenzku verksmiðjur hafa ekki undan.
Þessir síldarflutningar ættu a5 draga úr því öngþveiti, sem myndast þegar allt ætlar á annan endann við það að síldin veiðist í einn tíma öll fyrir austan land, en í annan öll fyrir norðan. Þetta ætti að vera hagkvæmt hér ekki síður en t. d. í Noregi. Ríkissjóður og Fiskveiðisjóður styrkja þessa tilraun hinná eyfirzku verksmiðja, en allan. undirbúning og framtak ber að þakka Vésteini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Hjalteyrarverksmiðjunnar, og þeim Guðmundi Guðlaugssyni framkvæmdastjóra Krossanesverksmiðjunnar og Jóni M. Árnasyni verksmiðjustjóra.
Stærri verkefni framundan.
Að sjálfsögðu ber að viðurkenna allar þær nýungar, sem til bóta horfa og virða allar vel hugsaðar tilraunir í framfaraátt, viðkomandi síldveiðum. En við verðum þó sem allra fyrst að snúa okkur að stærri viðfangsefnum — gjörbylta síldariðnaðinum og láta síldarverksmiðjunum aðeins eftir hausa og slóg. — Hráefnasjónarmiðin verða að víkja. Fimmtán ára „síldarleysi“ ættti að hafa opnað augu manna fyrir þeirri einu opnu leið í síldarútveginum, að margfalda verðmæti síldarinnar með nýtízku iðntækni.
*******************************************
50. árgangur 1960, 177. Tölublað, Blaðsíða 12
Síldarflutningaskipin norsku eiga annríkt.
Dæla síld úr bátum fyrir Austurlandi og flytja til Eyjafjarðar.
Akureyri í gær.
Síldarflutningaskipin tvö sem síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi tóku á leigu í Noregi í sumar eru nú í síldarflutningum frá Austurlandi til Eyjafjarðar og taka 3200 mál hvort í ferð.
Verksmiðjurnar höfðu áður samið um leigu skips í Noregi til slíkra flutninga og átti það samkvæmt samningum að vera tilbúið í júnímánaðarlok.
En þegar ekkert bólaði á skipinu um miðjan júlí og engin svör bárust um það hvenær vænta mætti skipsins, sendu verksmiðjurnar menn utan til nýrra samninga með þeim árangri að þeir sömdu um leigu á tveim skipum Aska og Basto og það fyrra kom til landsins 30. júlí s.l. Fór það strax austur á Seyðisfjörð og tók síld úr nokkurum bátum er biðu þar löndunar og fór með fullermi til Eyjafjarðarhafna. Þau eru nú aftur bæði tvö á leiðinni að austan með fullfermi síldar. og fylla sig á einum sólarhring.
Aðferð sem þessi hefur ekki verið reynd hérlendis áður, en með þessarri tilraun sem nú er gerð fæst reynsla á því hve happadrjúg hún er. Eyjafljarðarverksmiðjurnar hafa þegar tekið við röskum 34 þúsund málum síldar til bræðslu. Hjalteyrarverksmiðjan hefur brætt 16200 mál og Krossanessverksmiðjan um 18 þúsund mál.
*******************************************************
Ath. sk. Rauða merkingin hér ofar er mín vegna, undrunar minnar á setningunni: „Dæla síldinni úr bátunum“
Þar sem fyrst er þessir flutningar hófust, með sömu skipum, þá er því lýst að notaðir séu séstakti krabbar við losun bátanna." „Morgunblaðið - 03. ágúst 1960“
Sennileg tekur fréttamaður svona til orða, samber orðatækið „Látum dæluna ganga“ en þarna koma "dælur" hvergi við sögu, heldur eitthvað verk í gangi, sennilega krabbar, svona eins og algengt er í landi, svo og við löndunarbryggjur SR á Siglufirði ???
*******************************************
Alþýðumaðurinn - 16. ágúst 1960
30. Árgangur 1960, 24. Tölublað, Blaðsíða 4
Leiga síldarflutningaskipanna gefur góða raun
Eins og kunnugt er af fréttum hafa síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri leigt í félagi tvö flutningaskip frá Noregi, Ösku og Basto, er tekið hafa síld úr veiðiskipum á Austfjörðum og flutt til verksmiðjanna. Taka skipin um 3.200 mál hvort í ferð og höfðu um sl. helgi flutt um 7000 mál síldar til hvorrar verksmiðjunnar, og flutningar gengið prýðilega.
Sökum þess hve síldin hefir legið mikið austur, en verksmiðjukostur tiltölulega lítill þar miðað við á Norðurlandi, hafa þessir síldarflutningar auðveldað veiðiskipum að losna við afla sinn, og sýnist hér farið inn á miklu hagfelldari og skynsamari leið að flytja síldina til verksmiðja, sem til eru, fremur en byggja nýjar og nýjar, eftir því sem síldin hleypur til þetta árið eða hitt. Það eru framkvæmdarstjórar verksmiðjanna á Hjalteyri og í Krossanesi, þeir Vésteinn Guðmundsson og Guðmundur Guðlaugsson, sem hafa haft forgöngu um þessi nýmæli, og eiga þeir vissulega hrós skilið fyrir.
***************************************************
Eyjablaðið - 05. nóvember 1960
21. árgangur 1960, 11. tölublað, Blaðsíða 4
Vélskipið Helgi Helgason í síldarflutningum.
Vigfús Friðjónsson frá Siglufirði hefur nú tekið Helga Helgason á leigu til að flytja ísaða síld frá Faxaflóahöfnum á ''markað“ í Vestur-Þýzkalandi.
**********************************
Vísir - 05. nóvember 1960
50. árgangur 1960, 251. Tölublað, Blaðsíða 1
Lélegar sölur á ísaðri síld í Þýzkalandi.
Kunnugir telja betri horfur er líður á vetur.
Talsvert magn hefur verið flutt út af ísaðri síld í haust til Þýzkalands. Hafa stórir vélbátar annað hvort tekið síld sem hluta af farmi eða farið eingöngu með ísaða síld. Hafa þessir síldarflutningar í haust ekki gefið eins góða. raun og menn væntu og mun lægra verð hefur fengizt fyrir síldina en gera mátti ráð fyrir, þegar haft er i huga það verð sem fékkst fyrir ísaða síld á þýzkum markaði í desember í fyrra.
Síldin sem Narfi flutti út fyrir nokkru seldist fyrir lítið verð enda fór mikiil hluti hennar í úrgang. Nýlega fór v.b. Margrét með síld ásamtfiski.
Síld Margrétar- seldist fyrir 11.500 mörk, 45 lestir. Þá seldi Runólfur frá Grundárfirði 50,5- tunnur fyrir 15.500 mörk.
Verður hvorttveggja að teljast mjög lítið verð. Að því er kunnugir telja mun verða framhald á útflutningi ísaðrar síldar í haust og eru líkur fyrir betri sölum er líður nokkuð á. Það virðist helzt skorta á að síldin þykir ekki nægilega góð markaðsvara og þá heizt fyrir það að hún er mjög -misstór að stærð, en slíkt dregur úr sölumöguleikum. Þá mun einnig hafa borið á því að síldin var ekki nógu mikið ísuð eða ísuð of seint og ekki í kassa, en hinn viðkvæmi fiskur þolir illa þrýsting eða hnjask. Nú er verið að ísa síld í Helga Helgason í Keflavík. Var báturinn búinn að fá um það bil 40 tonn í gær, en afli var enginn í nótt vegna veðurs.
******************************************
Árið 1961
26. árgangur 1961, 73. tölublað, Blaðsíða 12
Lagarfoss galtómur
Fyrir nokkru kom Lagarfoss galtómur frá útlöndum. Var borið við að heimferð skipsins hefði verið hraðað til að koma því í síldarflutninga og því engar vörur teknar með heim, en sannleikurinn var sá að nær engar vörur biðu flutnings.
Sölutregðan og minnkandi innflutningur hefur höggvið stærst. skarð í flutninga Eimskip, og auðvitað hefur þessi samdráttur í för með sér minnkandi vinnu hjá hafnarverkamönnum. Hafa þeir í flimtingum þegar skip koma, að Þau komi kannski ekki með svo mikið vörum, en það bæti þó úr skák að því meira komi Þau með af blessaðri viðreisninni. Fyrsta spurningin við skipkomu er nú orðið, hvað mikið skipið flytji af vörum og hvað mikið af viðreisn.
**********************************************
26. árgangur 1961, 96. tölublað, Blaðsíða 2
Seldu síld í V-Þýzkalandi í gær
Í gær seldu tvö íslenzk togskip síld í Bremerhaven í Vestur-Þýzkalandi. Jón Trausti seldi 88 lestir fyrir 35 þús. mörk og Bjarnarey seldi um 96 lestir fyrir 40 þús. mörk. Togskip þessi höfðu útgerðir og áhafnir síldveiðibátanna Heiðrúnar og Guðmundar Þórðarsonar tekið á leigu til síldarflutninganna. N.k. þriðjudag selur togarinn Sigurður rúmlega 400 lestir af síld í Vestur-Þýzkalandi.
*******************************************
45. árgangur 1961, 140. tölublað, Blaðsíða 3
Tvö norsk skip leigð til síldarflutninga Síldarverksmiðjurnar i Krossanesi og á Hjalteyri taka skipin á leigu.
Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri við Eyjafjörð hafa tekið á leigu tvö norsk flutningaskip, sem höfð munu í síldarflutningum í sumar. Munu skipin taka síld úr síldarbátum á fjarlægum miðum og flytja hana til hafnar. Er þetta mjög athyglisverð ráðstöfun, því að auðsætt er, hve mikill hægðarauki getur verið af slíkum flutningum, sérstaklega ef vel veiðist. Geta síldarbátarnir þannig losað sig við aflann á miðunum sjálfum og hafið strax veiðar á nýjan leik, en þurfa ekki að eyða tíma í siglingu til hafnar og affermingu þar.
Tilraun var gerð með slíka flutninga í fyrrasumar, og gáfust þeir vel, þótt gildi þeirra komi ekki fyllilega í ljós, nema mikil veiði sé. Var það norska skipið Aska, sem stundaði þá flutninga, og er það annað skipanna, sem nú hafa verið tekin á leigu. Hitt skipið heitir Talis, og ber það um 5 þúsund mál síldar. Aska er nokkru minna skip, tekur um 3 þúsund og 200 mál. Munu bæði skipin verða komin til landsins í dag, og mun Talis þá halda strax á miðin, svo framarlega sem einhver síld veiðist og skipsins verður þörf. Aska mun fyrst um sinn annast tunnuflutninga, en að sjálfsögðu fara í síldarflutninga strax og þörf krefur. Þessi skip munu fyrst og fremst flytja bræðslusíld til Hjalteyrar og Krossaness, en að sjálfsögðu geta fleiri hafnir komið til greina. Sömuleiðis munu þau taka saltsíld til flutninga, ef þess er óskað. Þess má að lokum geta, að fyrsta saltsíldin kom til Hjalteyrar í gær, en þar mun síldarsöltun verða stunduð í sumar, auk bræðslunnar.
Var það Gylfi II. frá Akureyri, sem kom með 750 tunnur síldar.
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri er nú búin að bræða um 1800 mál síldar, sem bárust fyrir nokkru. E.D.
********************************************
51. árgangur 1961, 142. Tölublað, Blaðsíða 16
Tvö skip leigð til að flytja síld af miðum til verksmiðja.
Þau geta samtals borið 7000 mál í einni ferð.
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri og Krossanesverksmiðjan hafa nú leigt tvö skip til síldarflutninga. Var byrjað á að flytja síld til verksmiðjanna í fyrra með flutningaskipum, og gafst það vel. Er annað skipið Aska, sem var í síldarflutningum í fyrra, en hitt heitir Tarin og er einnig norskt. Tarin getur borið 5000 mál, en Aska 2000. Aska er í flutningum með sement og tunnur og annan varning, en Tarin liggur nú á Húnaflóa og bíður eftir því að fá síld. Skipin hafa bæði krabba til að losa síldina úr bátunum. 1)
Er ekki hægt að losa síld úr bátum nema í landvari, og munu skipin því liggja við land eða inni á fjörðum, eins nærri síldarmiðum og kostur er.
Til er önnur leið að losa síld úr bátum, en það er með dælu. Slíkt myndi að líkindum vera heppilegra, þar eð dæla mætti síld (inni úr bátunum úti í rúmsjó, en dælurnar eru langtum dýrari en krabbarnir, og var ekki því horfið að því ráði að fá þær að því að sinni.
Hjalteyrarverksmiðjan er búin að taka á móti 2000 málum, en til Krossaness hafa borizt um 600 mál. Nokkuð hefur verið saltað á báðum stöðum. (1) Áhersla mín, sk)
***************************************
42. árgangur 1961, 142. Tölublað, Blaðsíða 2
Flytja síld af miðunum
Akureyri, 26. júní. Búið er að taka á leigu tvö skip, sem annast munu síldarflutninga af miðunum til verk smiðjanna. Eru það Síldarverksmiðjan á Hjalteyri og Krossanesverksmiðjan, sem taka skipin á leigu.
Er hér um að ræða tvö norsk skip, Aska og Tarin. Aska var í síldarflutningum á vegum fyrrgreindra verkverksmiðja um skeið í fyrrasumar og þótti gefast vel. Ber skipið 2000 mál, en nú er það í flutningum á sementi og á tunnum. Tarin, sem getur borið 5000 mál, liggur inni á Húnaflóa og bíður síldar.
Bæði hafa skipin krabba til að losa síldina. úr bátunum, sem er mun ódýrari aðferð en að nota dælu. Um 2000 mál hafa nú borizt til Hjalteyrar, en um 600 mál til Krossaness. Eitthvað hefur þegar verið saltað á Hjalteyri.
G. St.
******************************************
48. árg., 1961, 141. tölublað, Blaðsíða 12
Norsk síldarflutningaskip tekin á leigu
AKUREYRI, 26. júní. Hjalteyrar og Krossanes síldarverksmiðjurnar hafa ákveðið að hafa sama hátt á í sumar og s.l. sumar með flutning á síld til verksmiðjanna af miðunum. Hafa þær leigt til flutninganna tvö norsk skip, og eru þau bæði komin til landsins. Talis kom til Hjalteyrar á föstudagskvöld. Það heldur sig í Reykjarfjarðarálnum. Um borð í því er íslendingur, trúnaðarmaður verksmiðjanna, Jón Sigurðsson, gamalþekktur togaraskipstjóri, sem var m.a. lengi með Hilmi o. fl. togara. Skip þetta lestar 5000 mál síldar. Aska kom á laugardag til Hjalteyrar. Það skip ber um 3200 mál.
Eins og sakir standa er það í flutningum á ströndinni, flytur tunnur og sement, en mun hefja síldarflutninga strax og ástæða þykir til. í fyrra var gerð tilraun af hálfu verksmiðjanna með slíka flutninga, og hlutu þær nokkurn styrk úr. ríkissjóði til þess. Sú tilraun gafst svo vel, að verksmiðjurnar hafa nú lagt í þetta á eigin spýtur og hljóta engan stuðning frá hinu opinbera á þessu ári. Til Hjalteyrar hafa borizt 2 þús. mál til bræðslu og 220 tunnur í salt. Lítið hefur borizt til Krossaness ,eitthvað um 600 mál og eitthvað í salt. —
St. E. Sig.
*********************************************
48. árg., 1961, 145. tölublað, Blaðsíða 23
Síldarflutningaskipin tekin til starfa
NORSKA síldarflutningaskipið Talis tók síld á Ólafsfirði, og landaði henni í gær í bræðslu á Krossanesi.
Voru þetta afgangar, sem ekki fóru í söltun á Ólafsfirði, en síldarverksmiðjan þar er ekki í gangi. Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi hafa tekið á leigu tvö norsk skip eins og áður er sagt til að taka við síld í sumar af skipunum á miðunum og flytja hana til verksmiðjanna. í fyrra var gerð tilraun með þetta, og gafst hún vel, en þá komi skipin full seint á síldarvertíðinni. Þá var tilraunin styrkt af ríki og Fiskimálasjóði, en nú hafa verksmiðjurnar tvær skipin á leigu alveg á eigin kostnað.
Munu þær kaupa síldina á miðunum fyrir 10 kr. lægra verð málið en í landi, og þá reiknað með að verksmiðjurnar beri sjálfar ekki minni kostnað af flutningnum en bátamir. Þetta fyrirkomulag getur sparað síldveiðiskipunum langa siglingu með aflann í land, og þá skiptir ekki eins miklu máli þó síldin veiðist ekki alveg í næsta nágrenni við stóru verksmiðjurnar. Skv. reynslunni í fyrra var ákveðið að taka nú annað skipið stærra. Talis ber 5000 mál, en Aska 3200, eins og bæði skipin í fyrra. Skipin eru komin hingað fyrir nokkru, Talis komið í síldarflutninga, en Aska er að flytja tunnur frá Siglufirði til Raufarhafnar, en verður einnig sett í síldarflutninga, um leið og ástæða þykir til.
*********************************************
Tíminn - 13. júlí 1961
45. árgangur 1961, 156. tölublað, Blaðsíða 2
Nú vantar síldarflutningaskipin
Þau eru nú í tunnuflutningum frá Noregi
Í vor tóku síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri við Eyjafjörð tvo norsk skip á leigu til þess að annast síldarflutninga af miðunum til verksmiðjanna. Enn sem komið er, hafa skip þessi enga síld flutt til lands, en fyrir austan þykir nú mörgum hart, að þessi skip skuli ekki vera þar til þess að taka við síld, þegar löndunarbið eða löndunarstöðvun er þar á mörgum höfnum. i Síldarflutningar þessir voru fyrst reyndir i fyrra, og var þá veitt af almannafé til þessarar tilraunar. í sumar skyldi haldið áfram á sömu braut. Það hefur hins vegar staðið þessari starfsemi fyrir þrifum i sumar, að nær öll síldin, sem veiðzt hefur, hefur verið söltunarhæf, og hefur ekkert verið með skipin að gera þar til nú vegna hinnar miklu veiði fyrir austan.
Leigð til flutninga — komu með tunnur Þegar ekkert var með skipin að gera , fyrir norðan, tóku síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri það til bragðs að leigja skipin. Síldarútvegsnefnd tók skipin á leigu til hvers konar flutninga, og er nú annað þeirra á leiðinni heim frá Noregi með tómar tunnur, og kemur það væntanlega strax eftir helgina, en hitt er að lesta og kemur eitthvað síðar.
Alls flytja skipin í þessari ferð 12 þúsund tunnur.
Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, er hér um að ræða norsk skip, sem heita Aska og Talis, og komu þau hingað um miðjan júní
Ber Aska 3200 mál síldar, en Talis 5000. Skipin myndu sannarlega hafa komið í góðar þarfir með því að flytja síld af miðunum fyrir austan í þeirri hrotu, sen nú stendur yfir.
*************************************
44. árgangur 1961, 35. tölublað, Blaðsíða 1
LÖNDUNARBIÐ HAMLAR SÍLDVEIÐUM
Síldarleitin á Raufarhöfn kl. 9 í gærmorgun.
Frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun hafa 57 skip með 49 þúsund mál og tunnur meldað sig á Raufarhöfn. Til Seyðisfjarðar á sama tíma 19 skip með 11—12 þúsund mál og tunnur. Síldin veiddist mest á norðanverðu austursvæðinu eða í Bakkaflóadýpi og út af Bjarnarey. Kl. 6 í morgun biðu 19 skip á Raufarhöfn með 10—11 þús. mál. Mörg skip eru á leið til Siglufjarðar og Eyjafjarðarhafna.
Lítilsháttar hefur verið saltað en mest farið í bræðslu. Síldarleitarskipið Fanney hefur leitað á vestursvæðinu í nótt, en ekkert orðið síldar vör. Veiðiveður er mjög gott á miðunum. Síldarleitarflugvélin leitaði vestursvæðið í gærkveldi og varð ekki síldar vör.
Raufarhöfn í gær.
Nú er landburður af síld. Síldin hefur fært sig nær landi og veiðist á Bakkafjarðardýpi, frá Langanesi og suður á móts við Digranes. Búið er að salta um 40 þús. tunnur og 90—100 þús. mál eru komin í land. Þróarpláss er 65 —70 þús. mál. Allt er fullt og 20 skip bíða löndunar. Afköst bræðslunnar eru 4 þús. mál á sólarhring. Torfurnar eru svo stórar, að flest skip fá fullfermi í einu kasti. Hér var saltað í gær, nótt og í dag, en nú er nær tunnulaust. Á Austurlandi er tunnuskortur tilfinnanlegur og hvarvetna bið á löndunum. í nótt var ofurlítil bræla, en nú er ágætt veður um allan sjó.
Húsavík.
Í dag eru þessir bátar á leiðinni til Húsavíkur, sagði fréttaritari blaðsins þar í gær: Héðinn og Pétur Jónsson, um afla þeirra er ekki kunnugt og Halldór Jónsson, Ólafsvík, með 1100 tunnur. Búið var í gær að salta í nær 9500 tunnur. Eins og blaðið skýrði frá síðast, var síldaraflinn um síðustu helgi orðinn 351.866 mál og tunnur, miðað við laugardagskvöldið 8. júlí. Á sunnudag og mánudag veiddust um 90 þús., á þriðjudag 65 þús., miðvikudaginn 58 þús., fimmtudag og í gær um hádegi, föstudag, var vitað um 78 skip með um 60 þúsund mál og tunnur. Heildaraflinn ætti því að vera um 625 þúsund mál og tunnur.
Um 9 þús. mál eru komin í bræðslu á Hjalteyri og 3560 tunnur í salt. Aska og Talis, leiguskip Hjalteyrar- og Krossanesverksmiðja eru á leið frá Noregi til íslands með 12 þúsund tómar tunnur. Þessi skip eru nú illa fjarri, því loks kom verkefni fyrir þau, þ. e. síldarflutningar af miðunum til síldarverksmiðjanna við Eyjafjörð. Söltun er mikil á Austfjarðahöfnum: Fáskrúðsfirði 1048 tn., Seyðisfirði 2299, Vopnafirði 4851, Þórshöfn 1463 og Neskaupstað 4500 tunnur. Átta þúsund mál bíða löndunar á Eskifirði (í gærmorgun). Þar er búið að salta 2600 tn.
Til Dalvíkur kom í gær: Björgvin með 1300 mál. Saltaðar voru um 200 tunnur. Baldur kom líka með 900 tunnur og er saltað eitthvað af síldinni, en hitt fer til Hjalteyrar. Baldvin Þorvaldsson fór til Grímseyjar með 8—900 tunnur og verður saltað þar, það sem söltunarhæft er. Krossanesverksmiðjan hefur tekið á móti 5500 málum, auk nokkurs magn millisíldar og haf síldar, sem veiðzt hefur á Pollinum undanfarið. Súlan kom til Krossaness í fyrrinótt með 1240 mál, Gunnar frá Reyðarfirði með 1030 og Björgvin frá Dalvík með 1114 mál.
*****************************************
42. árgangur 1961, 156. Tölublað, Blaðsíða 2
Endir á ritstjórnargrein:
………………. Svo mikil síld hefur borizt á land á Austurlandi undanfarið, að löndunarstöðvun hefur orðið. — Skipin verða að bíða dögum saman eftir losun. Ef fengin væru skip til þess að flytja síldina úr veiðiskipunum til Raufarhafnar og Siglufjarðar, gætu veiðarnar gengið mun betur en ella.
Alþýðyblaðið varpaði fram þeirri hugmynd í gær, að einhverjir af togurunum væru notaðir til síldar flutninga í stað þess að láta þá liggja aðgerðalausa í Reykjavík og Hafnarfirði, en nokkrir togarar liggja nú bundnir. Það er vissulega hörmulegt að ! horfa upp á hin stórvirku atvinnutæki stöðvuð. :
Togararnir eru alltof dýrir til þess að unnt sé að láta þá liggja stöðvaða.
Síldarverksmiðjur ríkisins ættu að taka nokkra þeirra á leigu og nota þá til síldarflutninga. Það ríður á að síldveiðin geti gengið eins vel og frekast er unnt. Ef unnt er með betri skipulagningu að tryggja örari landanir, ber hiklaust að koma slíkri skipulagningu á.
*******************************************
26. árgangur 1961, 161. tölublað, Blaðsíða 1
Hluti fréttar:
……….Þjóðviljinn skýrði í gær írá kröfu síldarsaltenda, fyrir norðan og austan að fá að halda áfram að salta. Ekkert orð hefur heyrzt frá ríkisstjórninni. Enda þótt söltun yrði leyfð, sem sjálfsagt er, þá er svo ástatt, að algert tunnuleysi ríkir á söltunarstöðvum, og sjómenn og síldarstúlkur sem og öll þjóðin verður næstu daga að sjá landburð af góðri söltunarsíld fara í bræðslu vegna sofandaháttar ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hafði tekið norsk flutningaskip á leigu til síldarflutninga en aðeins eitt þeirra er komið til landsins, enda þótt síldveiðarnar séu langt komnar. Sagt er að þessi skip séu að taka tunnur í Noregi og því seinki þeim. Þannig er silakeppsháttur núverandi ríkisstjórnar gagnvart helzta útflutningsatvinnuvegi okkar……………………………
*******************************************
42. árgangur 1961, 158. Tölublað, Blaðsíða 5
Síldarflutningaskipin nær tilbúin NORSKU síldarflutningaskipin tvö eru nú komin aftur hingað til lands, og hafa þau verið að losa tunnufarm, er. þau komu með frá Noregi. Annað skipið, Aska, lá á Seyðisfirði í gær, og var að losa þar tunnur. í nótt sem leið var unnið að því að gera það „klárt'* fyrir síldarflutningana, og talið öruggt, að það gæti haldið á miðin fyrir hádegi í dag.
Hitt skipið er við Austfirði og losar þar tunnur. Því mun ljúka í dag, og verður þá strax byrjað að breyta því fyrir flutningana. Aska tekur um 4000 mál og hitt eitthvað meira.
******************************************
48. árg., 1961, 160. tölublað, Blaðsíða 2
Veitt í svarta þoku eystra
Í G Æ R var þoka á síldarmiðunum fyrir austan. Síðari hluta dags fann Fanney mikla síld um 48 mílur SA af Glettinganesi og hélt flotinn þangað. Skipin eru búin radar og kasta eftir fisksjá, svo þokan hindrar ekki veiðarnar. í gærkvöldi var síldarleitin búin að frétta af nokkrum bátum, sem höfðu fengið einhverja síld, t.d. Sæfugli, Friðbert Guðmundssyni, Guðfinni, Ólafi Tryggvasyni og Jökli og Héðinn var á leið í land með 400 tunnur. Síldarflugvélin sá í gærkvöldi nokkuð af „augum“ NA af Kolbeinsey. Á Austfjarðahöfnum er nú talsverð löndunarbið, svo mikið af skipum fer norður fyrir til Raufarhafnar þar sem löndunarbið er nú ekki meiri en sólarhringur, eða þá alla leið til Siglufjarðar, 14—20 tíma siglingu, en þar er engin bið.
Tunnur berast.
Flutningaskipin norsku eru nú að koma í síldarflutningana. — Aska losaði tunnur á Seyðisfirði í fyrrinótt og í gær var verið að koma fyrir skilrúmum til síldarflutninganna og var búizt við að skipið gæti farið að taka við síld, 3200 málum, í nótt. Hitt skipið Talis losaði tunnur á Vopnafirði í gær, fer með fleiri tunnur til Raufarhafnar og kemur svo einnig í síldarflutninga til Eyjafjarðarhafna. Skipið tekur 5000 mál…..
Fréttin er lengri, en hún segir frá afla skipa og fleiru, sem ekki tengist síldarflutningum. Sk
45. árgangur 1961, 168. tölublað, Blaðsíða 2
45. árgangur 1961, 169. tölublað, Blaðsíða 1
TALIS Á VALDI ÆGIS
Rétt eftir hádegið í gær kom varðskipið Ægir með norska skipið Talis, sem leigt hefur verið til síldarflutninga fyrir norðan og austan, í togi inn til Vopnafjarðar. Skipinu hafði hlekkst á út af Digranesi, sent hafði verið út neyðarseyti og áhöfnin yfirgefið skipið, þar sem talin var hætta á að því myndi hvolfa. Svo illa fór þó ekki. Talis, sem er annað norska skipið, sem Eyjafjarðarverksmiðjurnar hafa á leigu til síldarflutninga, var á norðurleið með fullfermi, er það hafði tekið á Seyðisfirði, liðlega 4 þúsund mál. Skipið fór frá Seyðisfirði síðari hluta dags á miðvikudag. Þá fór veður versnandi.
Farmurinn kastaðist til
Fyrri hluta nætur var skipið statt 18 sjómílur út af Digranesi. Var þá veðurhæð orðin 6—7 vindstig og sjór talsverður. Er hér var komið, sprungu skilrúm í lest skipsins og farmurinn kastaðist fram og út á stjórnborðssíðuna. Skipið fékk þá mikla slagsíðu, og klukkan 3.35 sendi það út neyðarskeyti og bað um aðstoð, og var þá talin hætta á að skipinu hvolfdi. Síldarbátar í námunda Varðskipið Ægir, sem var við síldarleit út af Austfjörðum, lagði þegar af stað til skipsins, en sendi um leið út kall til síldarbáta, sem kynnu að vera staddir nær skipinu, að þeir færu Talis til hjálpar.
Tveir bátar reyndust vera skammt undan, Jón Gunnlaugs og Víðir II. Jón Gunnlaugs var nær og kom að. skipinu eftir skamma stund. Síldarbátarnir héldu sig í námunda við skipið, en gátu ekkert gert því til hjálpar.
Skipið mannlaust
Slagsíðan á Talis fór vaxandi, og um klukkan 6 í gærmorgun taldi skipshöfnin sér ekki vært lengur um borð og fór yfir í Jón Gunnlaugs.
Áhöfn Talis er 10 útlendingar, Norðmenn, en með þeim er einn íslendingur, Jón Sigurðsson! að nafni, og er hann leiðsögumaður.
Flaut nú Talis stjórnlaust flatt fyrir vindi, og óx slagsíðan. Ekki gekk talstöðvarsambandið milli Talis og Ægis snuðrulaust með öllu, en eftir að Ægir fékk þá ábendingu hjá Víði II, að íslenzkur maður væri um borð í Talis, gekk betur. Skildu menn í fyrstu ekki hvorir aðra til fulls.
Tók skipið í drátt
Rétt í því, að áhöfnin hafði forðað sér í skipsbátnum yfir í Jón Gunnlaugs, bar Ægi að. Sendi hann þegar 5 menn í lífbáti sínum yfir í mannlaust skipið, tók; það í tog, og dró það inn til Vopna j fjarðar.
Eftir að þeim tókst að snúa skipinu undan og þeir voru á leið til lands, jókst ekki slagsíðan, og skipið varð sæmilega stöðugt
Til Vopnafjarðar komust þeir heilu og höldnu klukkan hálf eitt í gærdag, en áhöfn skipsins kom í humáttina á eftir um borð í Jóni Gunnlaugs.
Á Vopnafirði mun svo hafa verið unnið að því að rétta skipið við og festa skilrúm. svo sigla mætti því áfram með eitt hvað af farminum til Eyjafjarðar, en líklegt er, að einhverju af síld inni hafi verið landað á Vopnafirði. svo að viðgerð á skilrúmum hafi farið fram.
*****************************************
42. árgangur 1961, 166. Tölublað, Blaðsíða 1
ENN FJÖLGAR SÍLDAFLUTNINGASKIPUNUM
„Sigurður" bauðst fyrir 20 þús. á dag
STJÓRN Síldarverksmiðja ríkisins hefur ákveðið að taka þrjú norsk skip á leigu til síldarflutninga.
Fyrsta skipið, Jolite, kemur til Seyðisfjarðar í dag. Það ber 5000 mál. Leigan í 30 daga 325 þúsund íslenzkar krónur og fylgir áhöfn með skipinu.
Hægt var að fá togarann Sigurð leigðan fyrir 600 þúsund krónur fyrir sama tímabil, án áhafnar. Jolite er með spili og löndunartatækjum á báðum síðum. Hægt er að landa út tveim skipum samtímis í það.
JOLITA og UNA að landa síld við bryggju SR á Siglufirði. Þrær SR46 í forgrunni
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson 1961
JOLITA að leggja að bryggju SR á Siglufirði
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson 1961
Annað skipið Una, leggur væntanlega af stað til íslands í kvöld. Það ber 3500 mál og er útibúið á sama hátt og Jolite.
Leigan í 30 daga, með áhöfn, er 255 þúsund íslenzkar krónur.
Ekki hefur enn verið gengið frá samningum um leigu á þriðja skipinu. Stjórn SR athugaði fyrst, hvort hægt væri að fá togara til flutninganna.
SR annast rekstur togara Siglufjarðarbæjar, en framkvæmdastjórinn vildi ekki leggja togarana í síldarflutningana vegna hættunnar á að lestirnar stór skemmdust, einkum vegna fitunnar úr síldinni.
Stjórn SR athugaði samt með leigu á togaranum Sigurði, sem legið hefur í höfn í Reykjavík.
Hægt var að fá Sigurð á leigu fyrir 20 þúsund ! krónur á dag, án áhafnar, eða alls 600 þúsund 'krónur í 30 daga.
Horfið var frá því að taka hann á leigu.
SÍLDIN TALSVERT MIKIÐ SKEMD
EINS og kom' fram í fréttum í gær, lenti síldarflutningaskipið Talis í nokkrum hrakningum, er síldarfarmur í lest skipsins rann til og hafði nærri hvolft því. Skipið kom inn til Vopnafjarðar í fyrrakvöld og lagðist þar að bryggju.
í gærmorgun kom svo hitt síldarflutningaskipið, Aska, og var ætlunin, að það tæki. nokkurn hluta síldarfarmsins úr Talis, en er til kom vildi skipstjórinn á Aska ekki taka síldina saman við sinn farm. Taldi síldina of skemmda. Síldin í Talis er orðinn að einum graut, og því mikið skemmd
Í gær var ætlunin, að síldin úr skipinu yrði flutt í síldarbræðsluna á Vopnafirði og hún unnin þar ef hægt væn. Í Talis eru um 4000 mál.
Ekki er vitað raunverulega með hvaða hætti síldin í Talis hefur runnið til, en í ljós hefur komið, að ekkert skilrúmanna hefur brotnað. Þó má benda á, að síldin var orðin fremur í „vökvaformi" en hitt, og þannig rennur hún auðveldlega til.
Nú hefur bræðslan á Vopnafirði tekið á móti og brætt 7 þúsund mál, og þar hefur verið saltað í 9000 tunnur.
**********************************************
Alþýðublaðið - 174. Tölublað (09.08.1961)
BRÆÐSLUSÍLD SELD ER TIL NOREGS
ÞRJÚ norsk flutningaskip lesta nú síld á Seyðisfirði og Norðfirði sem fara á til Álasunds í bræðslu. Þau taka 8 —10 þúsund mál, sem Síldarverksmiðjur ríkisins selja þeim, þar sem síldin liggur undir skemmdum í mörgum bátum og ekki hægt að koma henni til verksmiðjanna á vestursvæðinu.
Um helgina lágu margir bátar á Austfjarðarhöfnum með síld. Vegna mikillar brælu gátu bátarnir ekki siglt með síldina vestur og leiguskip SR hafa ekki haft undan að flytja. Landað er úr bátunum eftir röð. Síldarflutningaskipin taka því ekki nýjustu síldina, enda hefur hún verið mjög slæm þegar hún hefur komið til Siglufjarðar.
Norsk flutningaskip, sem flutt hafa síld til Noregs úr norsku bátunum hér leituðu inn til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar vegna veðursins um helgina. Þau buðust til að kaupa síld til að flytja til Noregs.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins reyndi fyrst að fá þau til að flytja síld fyrir sig á vestursvæðið, en því var hafnað.
Stjórn SR fékk því leyfi í þetta skipti, til að selja Norðmönnum nokkuð af síldinni sem legið hefur undir skemmdum til að grynna á henni úr bátunum á Austfjörðum.
SR kaupir síldina af bátunum og endurselur í flutningaskipin. Verðið hefur verið ákveðið 116 krónur á málið til bráðabirgða. í Sem fyrr segir munu þessi þrjú skip taka samtals 8—10 þúsund mál.
**********************************************
Alþýðublaðið - 10. ágúst 1961
42. árgangur 1961, 175. Tölublað, Blaðsíða 16
NORÐMÖNNUM SELD 10.000 MÁL
SÖLU bræðslusíldar til Norðmanna er lokið, að því er Fiskifélagið skýrði blaðinu þeim í gær.
Var fyrirfram ætlunin að selja þeim 10.000 rnál og bjarga þannig afla, sem ókleift var að koma til verksmiðjanna á Norðurlandi, og hefði því getað skemmzt. Þrjú norsk skip fylltu sig og fjórða tók slatta, og er umskipun þegar lokið á Seyðisfirði.
Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra skýrði blaðinu svo frá í gær, að þessi sala til Norð manna hefði eingöngu verið til þess gerð að bjarga hráefni, sem annars mundi eyðileggjast.
Mundi engin síld verða seld úr landi, sem mögulegt er að vinna í landinu sjálfu. Emil sagði, að norsk flutningaskip hefðu verið send til íslandsmiða til að taka síld úr norskum fiskiskipum. Hefði verið gerð tilraun til að fá þessi skip leigð í stuttan tíma til síldarflutninga fyrir íslendinga, en því hefði verið hafnað. Var þá gripið til þess ráðs að leyfa takmarkaða sölu á bræðslusíld til Norðmanna Nú eru fjögur skip í síldarflutningum frá Austurlandi til til verksmiðjanna á Norðurlandi, og hefði því getað skemmzt. Þrjú norsk skip fylltu sig og fjórða tók slatta, og er umskipun þegar lokið á Seyðisfirði.
Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra skýrði blaðinu svo frá í gær, að þessi sala til Norð manna hefði eingöngu verið til þess gerð að bjarga hráefni, sem annars mundi eyðileggjast. Mundi engin síld verða seld úr landi, sem mögulegt er að vinna í landinu sjálfu.
Emil sagði, að norsk flutningaskip hefðu verið send til íslandsmiða til að taka síld úr norskum fiskiskipum. Hefði verið gerð tilraun til að fá þessi skip leigð í stuttan tíma til síldarflutninga fyrir íslendinga, en því hefði verið hafnað. Var þá gripið til þess ráðs að leyfa takmarkaða sölu á bræðslusíld til Norðmanna
Nú eru fjögur skip í síldarflutningum frá Austurlandi til Norðurlands, hélt Emil áfram. Skip í slíkum flutningum þurfa að .hafa tæki til umskipunar á síldinni, en það hafa togarar ekki. Væri talið, að 4—5 skip ættu að duga, nema þegar allra mest berst til lands af síld, en veruleg fjárhagsleg áhætta að leigja mörg skip til viðbótar. Slíkir síldarflutningar voru í fyrra reknir með verulegu tapi
Að lokum sagði Emil, að allir viðkomandi aðilar hefðu gert þær ráðstafanir, sem unnt hefði verið til að tryggja sem bezta hagnýtingu síldaraflans. Væri vafasamt, að síldveiði hefði nokkru sinni verið hagnýtt eins vel og nú. Hins vegar er ógerningur að vera við öllu búinn, þegar aldrei er vitað fyrirfram hvar síldin veiðist né hve mikið Þjóðin hefði fjárfest hundruð milljóna í síldarverksmiðjum og annarri aðstöðu til síldarvinnslu, og væru þessi tæki nú hagnýtt eins vel og unnt er.
************************************************
Austurland - 11. ágúst 1961
11. árgangur 1961, 31. tölublað, Blaðsíða 1
Málgagn sósíalista á Austurlandi.
Ath. Efni greinar á forsíðu blaðsins fjallar aðalega um síldarflutninga og gagnrýni á alla sem stjórna síldarflutningunum.
Þar sem ekkert er rétt gert og allt ómögulegt en ekki nefnt sem betur hefði mátt gera.
Semsé, að mínu mati, kommúnistaáróður frá A-Ö. Og því ekki birt hér á síðu minni. en þeir sem vilja lesa, smella á tengilinn til blaðsins hér fyrir ofan. SK
Árið 1962
52. árgangur 1962, 166. Tölublað, Blaðsíða 1
Togarar flytja Austurlandssíld til Reykjavíkur Nú er svo komið, að Norður- og Austurlands síld er eigi aðeins brædd í öllum verksmiðjum í þeim landsfjórðungum, heldur og hafnir flutningar á henni til bræðslu í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti hér í Reykjavík í samráði við Síldarverksmiðjur ríkisins. Tveir togarar eru þegar komnir til Seyðisfjarðar að taka síld, Geir, eign síldarverksmiðjunnar á Kletti, og Freyr, Ingvars Vilhjálmssonar. Verksmiðjan á Kletti getur brætt 4000 mál á sólarhring.
Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði í viðtali við Vísi í morgun, að hann hefði til taks tvo togara í viðbót til þess að sækja síld að landi sökum þess að megnið af flotanum er fyrir norðan. Það munu þó jafnan verða einhver skip fyrir austan, þar sem allt er að fyllast af síld fyrir norðan. Síldarflutningaskipin frá Seyðisfirði hafa yfirleitt siglt beint norður til Skagastrandarverksmiðjunnar síðustu dagana, en jafnvel þar gæti fljótt fyllzt þar eð mest síldveiði var í nótt í Húnaflóa, eins og getið er um annars staðar í blaðinu. Þriðji togarinn er kominn í síldarflutninga frá Seyðisfirði. Það er Pétur Halldórsson, sem flytur síld til Norðurlands fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins.
SIGLUFJÖRÐUR: Aldrei meiri síld í sögunni en þrjá síðast liðnu sólarhringa (1962)
Fréttaritari Vísis á Siglufirði sagði í morgun þær gleðilegu fréttir, að f þessum mesta síldarbæ landsins hefði, að því er hann bezt vissi, aldrei borizt jafnmikil síld að landi og þrjá síðustu sólarhringana.
DREKKHLAÐIN SKIP. Hann sagði, að skipin hefðu stöðugt verið að streyma inn undanfarin dægur, svo drekkhlaðin að þau hefðu rétt aðeins flotið í blíðviðrinu. Saltað hefur verið á öllum stöðvum, en þær eru 22 í kaupstaðnum, á meðan fólk hefur getað staðið á fótunum.
FULL AFKÖST. Auk þess hafa allar verksmiðjurnar brætt nótt og dag með fyllstu afköstum og ekki orðið nein töf. Löndunartækin hafa hvergi nærri haft undan og bíða nú mörg skip losunar á Siglufirði.
Þrær verksmiðjunnar Rauðku eru fleytifullar og hafa skip, sem ætluðu til þeirrar verksmiðju, orðið að landa hjá ríkisverksmiðjunum.
SKAGASTRÖND LÉTTIR Á. Miklu hefur þó létt af Siglufirði, þar eð Skagastrandarverksmiðjan er farin í gang og vinnur ágætlega. Þangað fara nú síldarflutningaskipin að austan. Einnig hefur verið saltað á Skagaströnd, svo og í Ólafsfirði og yfirleitt er vinnuafl og verksmiðjuafl hagnýtt hvarvetna til hins ýtrasta.
30 SKIP. Fréttaritarinn á Siglufirði sagði í dag að 30 skip hefðu fengið samtals 40 þúsund mál og tunnur á Húnaflóa í nótt og fara þau eflaust til Skagastrandar og Siglufjarðar. Aftur á móti fékk ekki nema eitt skip síld á Kolbeinseyjarsvæðinu í nótt. Þar mælist þó gífurlega mikið af síld, en hún stendur of djúpt í svipinn.
Myndin hér sýnir samsvarandi atburð og árinu áður, sem tengist góðri síldveiði. Sumarið 1961.
Fremst á myndinni er síldarverksmiðjan Rauðka sem var í eigu Siglufjarðarkaupstaðar, þar fjær: SRN – SR30 – SR46 og SRP.
Allar á fullri ferð í bræðslu síldar. Myndin tengist að sjálfsögðu ekki fréttinni hér ofar, en sett hér inn til að sýna ástandið sem var svipað og árið 1962 –Rauðka og SR verksmiðjur á fullu við bræðslu síldar 1961 - Þessi mynd er söguleg að því leiti að þarna rýkur úr 5 síldarverksmiðjum, þ.e.. Rauðku verksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar (næst á myndinni) , SRN, SR30, SR46 og SRP verksmiðjum Síldarverksmiðja ríkisins sem hefur aðeins gerst þetta ár, þ,e. 1961
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
49. árg., 1962, 166. tölublað, Blaðsíða 20
Togararnir í síldarflutninga til Rvíkur
Síldarflutningar eru nú að hefjast með togurunum að austan til Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti í Reykjavík. Fóru togararnir Geir og Freyr Ingvars Vilhjálmssonar austur um helgina og eru komnir til Seyðisfjarðar til að taka síld. Jónas Jónsson, frkvstj. á Kletti tjáði blaðinu í gær, að ætlunin hefði verið að senda 3 af 4 togurum Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í þessa flutninga og einnig togarann Sigurð Einars Sigurðssonar, og einn togara frá Bæjarútgerðinni en Síldarverksmiðjurnar teldu að löndunartækin fyrir austan gætu ekki afgreitt svo marga togara til viðbótar við síldarflutningaskipin og mundu því aðeins 4 togarar fara í síldarflutningana, Geir, Freyr, Sigurður, og togari frá Bæjarútgerðinni. Einn af Bæjarútgerðartogurunum, Pétur Halldórsson, hefur verið leigður Síldarverksmiðjum ríkisins í síldarflutninga og er farinn til að flytja síld til verksmiðja þeirra fyrir norðan. Er áætlað að minni togararnir taki 3—4 þús. mál, en þeir stærri, Freyr og Sigurður 7—9 þús. mál.
*********************************************
Siglfirðingur - 17. ágúst 1962
35. árgangur 1962, 12. tölublað, Blaðsíða 1
Er hægt að flytja síld til Siglufjarðar allt árið?
Reynsla síðustu ára sýnir, að síldin veiðist allt árið einhversstaðar fyrir ströndum landsins.
Þjóðhagslega séð er viturlegra að nýta verksmiðjur, sem fyrir eru í landinu með síldarflutningum en byggja nýjar.
Frá Seyðisfirði til Reykjavíkur
Blaðafregnir þess efnis, að sex togarar séu nú í förum milli austurlandshafna og Reykjavíkur, flytjandi síld til vinnslu í höfuðstaðnum, hljóta að vekja þá spurn á vörum Siglfirðinga, hvort ekki sé hægt að flytja síld af vetrarvertíð syðra til vinnslu í Siglufirði.
Reynsla síðustu ára af hegðun síldarinnar og hinni nýju veiðitækni, sýnir, að síldin veiðist nær allt árið, fyrir norður, austur eða suðvesturlandi. Og það er þjóðhagslega séð mun viturlegra að nýta þær dýru verksmiðjur, sem til eru í landinu fyrir, með síldarflutningum, en byggja hér og þar nýjar, óhemju dýrar verksmiðjur, sem enginn veit hve lengi liggja vel við síldveiði. Síld til Siglufjarðar allt árið Síldarverksmiðjur ríkisins eiga verksmiðjur margar hér norðan og austanlands.
Ríkið hefur neyðzt til að yfirtaka ófáa togara, sem komizt hafa undir hamarinn. Væri óhugsandi, að þessi skip væra sett í síldarflutninga að austan og síðar frá suðvesturlandi til Siglufjarðar og fleiri verksmiðja hér norðanlands og þann veg hvorttveggja nýtt, skipin og verksmiðjunar? Ef það borgar sig fyrir fiskiverksmiðjuna Klett í Reykjavík að flytja síld frá austurlandshöfnum til Reykjavíkur nú, borgar sig þá ekki fyrir S.R. og Rauðku að leigja síldarflutningaskip til hráefnisflutninga frá suðvesturlandi til Siglufjarðar á haust og vetrarvertíðinni, sem Devold hinn norski spáir sérlega góðri á komandi hausti ?
Mál, sem er vert athugunar. „Siglfirðingur“ getur að sjálfsögðu ekkert fullyrt í þessum efnum. Hinsvegar virðist blaðinu, að hér sé um svo stórt mál fyrir Siglufjörð og þjóðarbúið að ræða, að vert sé að láta nú þegar fara fram gaumgæfilega athugun á, hvort slíkir síldarflutningar séu ekki framkvæmanlegir og hagstæðir fyrir alla aðila.
Og það hlýtur reyndar að vera þjóðhagslega mun skynsamlegra að nýta þær verksmiðjur sem fyrir eru með síldarflutningum, en leggja út í ófyrirséðan kostnað á byggingu fjölda nýrra verksmiðja, meðan aðrar standa ónýttar; nýrra verksmiðja, sem verða myndu jafn háðar duttlungum síldarinnar og þær, sem fyrir eru. Hér er máli hreyft, sem forystumenn síldariðnaðarins í landinu ættu að vinda bráðan bug að athuga ofan í kjölinn.
********************************************
49. árg., 1962, 198. tölublað, Blaðsíða 3
Síldarflutningar fara illa með lestar togaranna
Verið að hreinsa lestar R.víkurtogaranna
TOGARARNIR, sem þátt tóku í síldarflutningum frá Austurlandi í sumar, eru nú allir hættir síldarflutningum, sá síðasti, Pétur Halldórsson kom á fimmtudag. Liggja þeir nú í Reykjavíkurhöfn og er verið að þrífa lestarnar.
Lestar togara fara alltaf illa í síldarflutningum og á togurunum, sem byrjað er að hreinsa, hefur orðið að fjarlægja nokkuð af einangrun í farmrými og setja nýja í staðinn.
Hér áður fyrr, þegar togarar voru á síldveiðum, var alltaf erfitt verk að hreinsa lestarnar. Fóru þeir stundum á saltfiskveiðar fyrstu túrana á eftir, en þetta kemur ekki eins að sök, þar sem lestar eru aluminiumklæddar, eins Og á nýju togurunum Aluminium virðist ekki hafa skemmzt neitt af síldinni, en hinsvegar hefur vessi og lýsi úr síldinni sums staðar gengið út í einangrunina. Síldarflutningarnir frá Austurlandi í sumar hafa verið ákaflega mikilvægir og hafa verið flutt frá Seyðisfirði 225 þús. mál af síld, að miklu leyti af togurunum, en það er að verðmæti um 35 millj. upp úr sjó eða um 50 millj. að útflutningsverðmæti. Hafa síldarflutningarnir bjargað
***************************************
Alþýðublaðið - 21. nóvember 1962
43. árgangur 1962, 257. Tölublað, Blaðsíða 16
Síldarflutningar að hefjast til Þýzkalands
Í GÆRDAG var verið að ferma bv. Mána með síld úr 2 skipum og átti Máni að sigla með síldina til Þýzkalands.
Einnig var í gær verið að lesta togskipið Margréti með síld Þýzkalands. Síldveiði var annars fremur lítil síðastliðinn sólarhring, enda bræla á miðunum.
Eftirfarandi skip komu með síld til Reykjavíkur í gær; (aflamark er ágizkun)
Bv. Hallveig Fróðadóttir,468 tunnur, Sæfari 500, Steinunn 6-700 tunnur, Seley 250 tunnur, Stapafell 350 tunnur.
Síldinni úr Hallveigu Fróðadóttur og Halldóri Jónssyni var skipað um borð í Mána sem síðar siglir með hana til Þýszkalands
MikiII skortur hefur verið á síld á Þýzkalandsmarkaðnum að undanförnu og er verðið á henni þess vegna mjög hátt, 7-8 krónur fyrir kílóið. Togskipið Margrét átti og að lesta síld til útflutnings í gærdag. Verið er að búa togarann Úranus undir síldarflutninga til Þýzkalands.
Síldin sem framangreind skip fengu var öll veidd undan jökli Ekki barst mikil síld Akraness gær. Orsökin til þess var m.a. hið slæma veður á miðunum nóttina áður. Sigurður AK kom með um 250 tunnur. Tvö skip komu með smáslatta og rifnar nætur, annað þeirra var Ólafur Magnússon, sem landaði um 100 tunnum. Allir Akranesbátar fóru út aftur í gær og svo var einnig um bátana sem lönduðu í Reykjavík, Batnandi veður var á miðunum.
Árið 1963
47. árgangur 1963, 20. Tölublað, Blaðsíða 15
Staldrað við á fréttamiðstöð Suðurlandssíldveiðanna
GRANDA RADIO
Barði Barðason skipstjóri --
(Siglufirði) Ljósmyndari ókunnur
MB-Reykjavík, 22. jan. Við litum í dag inn í Grandaradió, sem er til húsa í byggingu Slysavarnafélags íslands á Granda. Grandaradíó veitir báta flotanum héðan úr Reykjavik margs konar þjónustu og ósjaldan hringja blaðamenn þangað og biðja um upplýsingar um aflabrögð. Okkur fannst því tilvalið, að hitta starfsmenn að máli.
Er okkur bar að garði sat Barði Barðason við tækin. — Barði er gamall skipstjóri, var síðast með Ingvar Guðjónsson. Með honum starfar þarna annar fyrrverandi skipstjóri, Guðni Jóhannsson. — Útgerðarmannafélag Reykjavíkur rekur þessa stöð, og kostnaði af henni er jafnað niður á skipin. Hún er rekin yfir vertíðina. Við höfum opið frá klukkan sjö á morgnana til miðnættis þegar bátar eru á sjó. — Starfsemi okikar er í því fólgin að bera skilaboð milli fiskibáta og útgerðarmanna þeirra og annarra í landi.
Heldur þú að hægt sé að veiða síld allt árið hér við Suðurland? —
Ég veit ekki hvað ég á að segja. í fyrra veiddu þeir síld næstum óslitið fram í maí. Það er áreiðanlega síld hér við Suðurland á sumrin, hvort hún er nógu þétt til að veiða hana veit ég ekki. — Þessi síld hérna í vetur hefur bjargað togurunum ákaflega mikið. Þeir kaupa síldina fyrir eina krónu fimmtíu og fjóra aura kílóið, en algengt verð úti er 30 pfenningar fyrir pundið. Þessir síldarflutningar eru því allavega mikil búbót fyrir togarana.
**************************************
Árið 1964
29. árgangur 1964, 5. tölublað, Blaðsíða 1
Togari til síldarflutninga? Á fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar i fyrradag skýrði framkvæmdastjórinn frá að beiðni hefði borizt frá Lýsi og Mjöl h.f. um leigu á togara til síldarflutninga. Var framkvæmdastjóranum heimilað að leigja eitt af skipum útgerðarinnar i þessu skyni ef hagkvæmir leigusamningar fengjust.
***************************************
Þjóðviljinn - 26. júní 1964
29. árgangur 1964, 140. tölublað, Blaðsíða 12
Askja verður í síldarflutningum
Akureyri 25/6
Krossanesverksmiðjan hefur nú tekið á móti 45 þúsund málum og gengur bræðslan þar vel.
Hjalteyrarverksmiðjan hefur tekið á móti 23 þúsund málum og er sömu sögu að segja af bræðslunni.
Flutningaskipin Askja er nú komin til Austurlands og mun hefja síldarflutningar af miðunum þaðan.
****************************************
Morgunblaðið - 28. júní 1964
51. árg., 1964, 143. tölublað, Blaðsíða 26
32,000 mál komin í verksmiðjuna á Seyðisfirði
Viðtal við framkvæmdastjóra SR (Tæknilegan framkvæmdastjóra)
Seyðisfirði, 26. júní.
SÍLDARVERKSMIÐJAN á Seyðisfirði hefur tekið á móti 32.000 málum af síld. Er það mun minna magn, en við hefði mátt búast hjá jafn stórri verksmiðju.
— Af þessu tilefni sneri fréttaritari Mbl. á Seyðisfirði sér til Vilhjálms Guðmundssonar, verkfræðings, framkvæmdastjóra SR, sem staddur er nú á Seyðisfirði. Skv. upplýsingum hans barst fyrsta síldin til verksmiðjunnar 15. júní, og þann 20. voru þrærnar fullar, en þær rúma 22.000 mál.
Fyrstu dagana barst lítið magn að, en 18.—20. júní barst mjög ört að, svo að þrærnar fylltust. Þegar fyrsta síldin barst, var hafizt handa um að kalla saman starfsliðið, sem að miklu leyti er aðkomufólk,- búsett víðsvegar á landinu.
Um síðustu helgi hófst svo bræðsla í verksmiðjunni. — Vinnsla gekk mjög erfiðlega í upphafi, bæði vegna þess að mikið var af óvönum mönnum í verksmiðjunni, og síldin erfið í vinnslu. Það, sem olli þó sérstaklega vinnslutöfum í byrjun, var, að tekin var í notkun ný pressusamstæða. Var ekki lokið við að raftengja hana, fyrr en 23. júní. þess má geta, að pressumótor var pantaður í nóvember síðastliðnum og afgreiðslu heitið í febrúar, en hins vegar kom mótorinn ekki fyrr en 18. júní, þrátt fyrir margítrekaðan eftirrekstur.
Þessa erfiðleika þekkja sjómenn og útgerðarmenn vel af eigin reynslu, þar sem algengar eru tafir á afgreiðslu hluta til skipanna, og mættu þeir stundum minnast þess, . þegar þeir eru að senda okkur tóninn í talstöðvarnar, sagði Vilhjálmur Guðmundsson.
— Hvernig gengur vinnslan núna? spurði fréttamaður Vilhjálm.
— Nú er verið að vinna verstu síldina, sem beið lengst í skipunum, og eru afköstin um 4000 mál á sólarhring. Vonir standa til, að fullum afköstum verði náð nú um helgina, þegar starfsliðið, síldin og vélarnar verða komin á sömu bylgjulengd.
— Hvernig hefur löndun gengið? — Hún hefur gengið greiðlega, að undanskildu því óhappi, að lestarborð úr einu skipinu lenti í öðru löndunartækinu og olli slíkum skemmdum, að tekið hefur tvo sólarhringa að gera við það. Bilanir í síldarverksmiðjum eru allt of tíðar vegna alls konar lausadóts, sem berst í löndunartækin.
— Stóð ekki til að stækka síldargeyma verksmiðjunnar?
— Á s.l. hausti voru fyrirhugaðar ýmsar framkvæmdir, svo sem stækkun þróarrýmis um 25.000 mál, bygging lýsisgeymis, mjölhúss o.fl. Úr þessum framkvæmdum gat ekki orðið vegna lánsfjárskorts. Þessar framkvæmdir hefðu bætt rekstraraðstöðu verksmiðjunnar til muna, einkum stækkun þróarrýmisins, enda liggur í augum uppi, að óhagstætt er að hafa ekki geyma fyrir síld, nema til fjögurra eða fimm sólarhringa vinnslu. Í því sambandi má benda á, að í verksmiðju SR á Raufarhöfn, sem er af svipaðri stærð og Seyðisfjarðar verksmiðjan, er um 60 þús. mála þróarrými.
— Hvað líður flutningum á síld norður til Siglufjarðar?
— SR hafa tekið á leigu tvö skip, sem væntanleg eru til Seyðisfjarðar í fyrstu viku júlí. Einnig hafa verkmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi, a.m.k. eitt skip á leigu til síldarflutninga.
********************************************
Alþýðublaðið - 05. júlí 1964
45. árgangur 1964, 149. Tölublað, Blaðsíða 1
Lítil afköst valda reiði
Reykjavík, 4. júlí – OG
Söltunarstöðin Ströndin á Seyðisf. hefur nú saltað í um 1000 tunnur, en engin önnur stöð hefur tekið til starfa ennþá og ekki er von á að nein byrji fyrr en á mánudag, þriðjudag. Fjöldi skipa bíður löndunar á Seyðisfirði, eitt og eitt skip fær löndun, skreppur út og kemur inn fullhlaðið á sama sólarhring. Seyðfirðingar segja að 20.000 mála verksmiðja væri miklu nær sanni, en núverandi 5000 mála verksmiðja, sem loksins er farin að vinna með fullum afköstum. Þróarrými er á Seyðisfirði fyrir um 12000 mál.
Brýnasta verkefnið þessa dagana er að útvega fleiri flutningaskip til síldarflutninga norður og vestur um. Gamall innrásarprammi, sem notaður hefur verið til umskipunar, liggur ónotaður á Seyðisfirði og líkar þar byggjum sú ráðstöfun illa. (áhersla mín, sk)
*******************************************
54. árgangur 1964, 160. Tölublað, Blaðsíða 1
5 SKIP VERÐA NÚ Í SÍLDARFLUTNINGUM
- Milli Seyðisfjarðar og Siglufjarðar
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú tekið á leigu enn eitt síldarflutningaskip, CamilIa frá Noregi og eru nú 5 skip í síldarflutningum milli Seyðisfjarðar og Siglufjarðar. Hafa aldrei verið jafn mörg skip í þeim flutningum.
Síldarverksmiðjurnar hafa í sumar haft 3 föst skip í ferðum milli Austur- og Norðurlands.
Eru það skipin West Bay, Hildur og ýmist West Golf og Basto.
Tvö þau síðastnefndu eru mjög lítil.
Þá hafa verið höfð not af tveim norskum flutningaskipum, Joika og Guila, sem ella fylgja norska flotanum.
Eru það einnig mjög lítil skip. Eru af þeim tiltölulega Iítil not, enda sigla flest norsku síldarskipanna sjálf með afla sinn til Noregs þegar á þarf að halda. Er það um þriggja sólarhringa sigling. Norsk síldveiðiskip eru um 40 — 50 hér við strendur, og hefur þeim gengið mun verr við veiðarnar í sumar en þeim íslenzku.
Hið nýja flutningaskip, Camilla er væntanlegt á laugardaginn.
Stöðugir síldarflutningar eru nú milli Seyðisfjarðar og Siglufjarðar. Er það nauðsynlegt, eftir að síldin veiðist eingöngu úti fyrir Austfjörðum, til þess að nýta verksmiðjurnar á Siglufirði
*******************************************
Þessi mynd af þyrli fylgdi fréttinni-
ókunnur ljósmyndari
*******************************************
Tíminn - 22. júlí 1964
48. árgangur 1964, 163. Tölublað, Blaðsíða 1
Þyrill verður síldardæluskip
OLÍUSKIPIÐ FER SENN TIL AUSTFJARÐA BÚIÐ DÆLUM OG SNIGLI TIL SÍLDARLÖNDUNAR.
KJ-Rcykjavík 21. júlí.
Síldarflutningarnir frá Austfjarðahöfnum til Norðurlands standa nú sem hæst, og hafa síldarflutningaskipin ærið að starfa þegar mikið berzt að landi.
Landað er í síldarflutningaskipin inni á höfnum, eða lygnum fjörðum, og fer löndunin fram með „kröbbum“ eða háfum. Getur verið seinlegt að landa á þennan hátt á milli skipa, svo menn hafa velt því fyrir sér hvort þetta mætti ekki framkvæma á hagkvæmari og fljótlegri hátt.
Í þessu sambandi hefur ríkisstjórnin gefið leyfi sitt til þess að nota olíuflutningaskipið Þyril við tilraunir með löndun síldar úr síldarbátum með dæluútbúnaði.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Einars Guðfinnssonar h.f. í Bolungarvík stendur fyrir tilraun þessari, sem mun vara í um það bil einn mánuð.
Dæla er á leið frá Bandaríkjunum, til notkunar við tilraunina, og önnur fyrir hendi hér á landi.
Eru dælur þessar svokallaðar loftþrýstidælur (Vagumdælur) Landssmiðjan hefur með höndum breytingar á skipinu, og mun einnig sjá um að koma dælum um fyrir í því.
Þá hefur Landssmiðjan einnig smíðað snigil sem verður um borð í Þyrli og mun taka við síldinni úr dælunum og flytja hana í geyma skipsins. Hér verður að sjálfsögðu eingöngu um flutninga á bræðslusíld að ræða.
Ef tilraun þessi heppnast vel, sem vonandi verður, er hér um mikla framför að ræða, og ætli að þessu að verða mikill tíma- og vinnusparnaður. Eins og áður segir, þá er það Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Einars Guðfinnssonar h. f. í Bolungavík sem hefur með höndum tilraun þessa, og ber af henni allan kostnað.
Samþykki ríkisstjórnarinnar fékkst til að Skipaútgerð ríkisins lánaði Þyril til tilraunarinnar, en Skipaútgerðin hefur að öðru leyti engin afskipti af þessu. Þyrill er byggður í Bandaríkjunum árið 1943, en var keyptur hingað til lands árið 1947. Hann er 809 brúttólestir að stærð.
***********************************************
Þjóðviljinn - 07. ágúst 1964
29. árgangur 1964, 175. tölublað, Blaðsíða 12
Síldveiði var lítil í gær
Merk tilraun í síldarflutningi
Byrjað hefur verið á fróðlegri tilraun í síldarflutningum: Með sérstökum útbúnaði er síldinni dælt beint úr skipunum í flutningaskip og voru í gær um 4600 mál komin í olíuflutningaskipið Þyril með þessum hætti.
Tilraun þessi hefur tekizt ágætlega og eru afköst um 300 mál á klukkustund og er það nokkru meira en hin sjálfvirku löndunartæki verksmiðjanna afkasta. Auk þess fylgir aðferðinni það hagræði, að hægt verður að losa skip með þessu móti úti á hafi. Það er síldarverksmiðja Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík sem hefur staðið fyrir þessari tilraun og leigt Þyril til flutninganna og mun síldin losuð í verksmiðjuna með hliðstæðum útbúnaði.
Verkfræðingarnir Haraldur Ásgeirsson og Hjalti Einarsson hafa séð um smíði dæluútbúnaðarins. Síldveiði var fremur lítil síðasta sólarhring — í gærkvöld var kunnugt um 23 skip sem höfðu fengið samtals 11600 mál. Lítil sem engin veiði var fram eftir degi, en undir kvöld voru skipin farin að kasta 73 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Þar hafði Snæfell fengið 1700 mál og Loftur Baldvinsson var á góðum vegi með að fylla sig.
Það óhapp henti Sigfús Bergmann er skipið var á síldveiðum i fyrrinótt að nótin flæktist í skrúfu skipsins. Nærstatt skip kom á vettvang og dró skipið til Seyðisfjarðar. Þar fóru fram sjóréttarhöld í gær og úrskurðað að hér hefði verið um björgun að ræða.
*******************************************
48. árgangur 1964, 177. Tölublað, Blaðsíða 1
Hildur nær sokkin
KV—Vopnafirði, 7. ágúst
Um fjögurleytið í nótt sendi Hildur RE 380 frá sér neyðarkall, þar sem hún var stödd út af Brimnesi við Borgarfjörð eystri.
Mikill leki hafði komið að skipinu, en það var á leið frá Seyðisfirði til Siglufjarðar með 3780 mála síldarfarm til Ríkisverksmiðjanna þar. Grótta úr Reykjavík kom til móts við Hildi og fylgdi henni inn til Vopnafjarðar
Rjómalogn var á þeim slóðum sem lekinn kom að Hildi, en lekinn var þó það mikill að skipstjórinn lét setja út björgunarbáti til vonar og vara og þegar Grótta RE 182 kom til Hildar í nánd við Bjarnarey voru kona skipstjórans á Hildi og 3 börn, sem með skipinn höfðu verið, flutt yfir í Gróttu Skipin héldu síðan áfram til Vopnafjarðar og nokkru áður, en þangað kom varðskipið Þór til aðstoðar Hildi, og fylgdi henni höfn á Vopnafirði en þangað var komið um 11 leytið í morgun.
Á Vopnafirði var hafizt handa um að losa síldarfarminn úr Hildi og dæla úr henni sjó, og þar sem lekinn mun vera ofarlega og framarlega á skipinu var það að mestu hætt að leka í kvöld eftir að það hafði verið tæmt. Hildur var í fyrrasumar í síldarflutningum milli Austfjarða og Norðurlands hafna, en þetta var fyrsta ferð skipsins á þessu sumri. Hildur er 366 lesta skip smíðað úr eik og furu í Lowestoft 1943 Það hefur áður borið nöfnin Baldur og Pólstjarnan og var í upphafi tundurduflaslæðari.
Það er í eigu Kristjáns Eiríkssonar lögfræðings í Reykjavik, en skipstjórinn er Rafn Karlsson og hefur hann verið með skipið á annað ár Hildur er sams konar skip og Straumey sem sökk fyrir nokkrum árum í nánd við Vestmannaeyjar þá með sementsfarm. Í kvöld var ið. að Þór myndi fylgja Hildi frá Vopnafirði. en ákvörðunarstaður hafði enn ekki verið ákveðinn.
*******************************************
Morgunblaðið - 09. ágúst 1964
51. árg., 1964, 184. tölublað, Blaðsíða 13
Síldardælan - merkileg nýjung
Í síðustu viku var gerð tilraun með merkilega nýjung í íslenzkum síldarflutningum. Var það Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, sem gekkst fyrir þessari tilraun. Er hún í því fólgin að síld er dælt upp úr skipi í gegn um gilda gúmmíslöngu yfir í flutningaskip, sem síðan er ætlað að flytja síldina alla leið frá Austfjarðamiðum vestur til síldarverksmiðju, sem Einar Guðfinnsson og fyrirtæki hans byggðu af stórhug og snarræði á sl. sumri.
Þessi merka tilraun, með að dæla síldinni upp úr veiðiskipi yfir í síldarflutningaskip er talin hafa tekizt mjög vel og spá góðu um möguleika síldarflutninga milli landshluta í Stórum stíl. Eins og kunnugt er hefir svo að segja öll síldveiðin í sumar verið fyrir austan Langanes. Engin síld hefir gengið á miðin fyrir Norðurlandi.
Sumar verksmiðjurnar þar hafa því staðið auðar og óstarfræktar, en aðrar fengið miklu minna hráefni en þær geta afkastað vinnslu á. í góðu veðri mun það vera hugmynd þeirra manna, sem fengið hafa hina nýju síldardælu hingað til lands að síldinni verði jafnvel dælt upp úr veiðiskipunum úti á miðum yfir í flutninga6kip. Gæti þetta haft í för með 6ér stórbætta hagnýtingu þess verksmiðjukosts, sem þjóðin hefir á undanförnum áratugum verið að byggja upp.
Það eru tveir ungir verkfræðingar, sem aðallega hafa unnið að þessari merku nýjung, á vegum Einars Guðfinnssonar, þeir Haraldur Ásgeirsson og Hjalti Einarsson. Er ástæða til þess að fagna framtaki þeirra. Er vonandi að hin nýja síldardæla geti orðið síldarútvegi og síldariðnaði landsmanna að verulegu gagni í framtíðinni. Síldveiðin hefir annars gengið fremur skrykkjótt undanfarið. Mjög hefur dregið úr henni á köflum, en afli síðan glæðast á ný. Þannig gengur þetta oft, ekki sízt á síldveiðum. Það sem hefir einkennt síldargöngurnar, það sem af er þessu sumri, er hversu djúpt síldin hefir oft staðið.
— Dæmi eru til þess að síldveiðiskip hafa sótt afla sinn allt að 310 mílur út í haf. Sókn síldarskipa á slík djúpmið hefði verið ómöguleg fyrir tiltölulega fáum árum meðan skipin voru ennþá lítil og ófullkomin að tækjum. Nú er meginhluti síldveiðiflotans stór og glæsileg skip, búin fullkomnustu tækni, sem síldveiðifloti nokkurrar þjóðar hefir á að skipa. Það þótti í frásögur færandi fyrr á árum, ef síldveiðiskip sóttu 40—50 mílur frá landi.
Engin ástæða er til svartsýni á niðurstöðu síldarvertíðarinnar á þessu sumri, enda þótt hún hafi gengið nokkur bylgjótt. Á sl. sumri, þegar síldaraflinn varð rúmlega 2 milljónir mál og tunnur, fékkst megin aflamagnið í ágústmánuði. Þegar þetta er ritað er aðeins liðin ein vika af ágústmánuði en heildar aflamagnið er komið upp í 1,6 miljónir mál og tunnur. Búið er að selja hátt á fjórða hundrað þúsund tunnur af saltsíld við skaplegu verði og góður markaður er fyrir lýsi og mjöl. Afli síldveiðiskipanna er að vísu ákaflega misjafn og afkoma margra útvegsmanna og sjómanna á vertíðinni því tvísýn. En margt bendir til þess að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af síldarafurðum verði í ár miklar og vaxandi.
**********************************************
48. árgangur 1964, 180. Tölublað, Blaðsíða 1
Vilja fá sína síld
FB—Reykjavík, 11. ágúst
Menn líta misjöfnum augum á síldarflutningana, sem nú eru hafnir til Bolungarvíkur og blaðið skýrði frá í dag. Á Vopnafirði og Reyðarfirði hafa bræðslurnar getað tekið á móti meiri síld, en þeim hefur borizt að undanförnu, og þykir mönnum þar undarlegt, að skip skuli hafa verið fengið til þess að flytja síldina alla leið til Bolungarvíkur til bræðslu. Á Vopnafirði er nú nóg þróarrými. og þar þykir mönnum kjánalegt, að síldinni skuli ekki fremur vera landað fyrir austan. en að flytja hana hina löngu leið til Bolungarvíkur. Vopnfirðingar segjast geta tekið á móti miklu fleiri síldarskipum en þeir hafa fengið að sjá síðustu dagana. og eru því heklur óánægðir. Á Reyðarfirði er svipað hljóðið. Þar er þróarrými fyrir tíu þúsund mál og síldarbræðsluna vantar hráefni til þess að vinna úr, og horfa menn því ókátir á eftir síldinni, sem flutt er vestur fyrir. Síldarbræðslan á Reyðarfirði er búin að taka á móti 75 þúsund málum í sumar. Á Vopnafirði er búið að taka á móti um 170 þúsund málum í sumar.
**********************************************
Morgunblaðið - 14. ágúst 1964
51. árg., 1964, 188. tölublað, Blaðsíða 23
SIGLUFIRÐI, 13. ágúst —
Um kl. 14 kom norska síldarflutninga skipið Vestby hingað austan frá Seyðisfirði með 4.020 mál, og er nú unnið að losun þess. Það er eina síldin, sem við fáum í þessari viku, en von er á öðru skipi um helgina.
— S.K.
**********************************************
48. árgangur 1964, 210. Tölublað, Blaðsíða 16
Þyrill enn til Bolungarvíkur KRJÚL- (Dagstjarnan)
Bolungarvík. 15. sept.
UM hádegisbilið i gær kom Þyrill hingað i fjórða sinn með síld að austan, en síldin fer öll í síldarbræðsluna hér.
Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður, var Þyrill nýlega tekinn á leigu til þessara síldarflutninga, en um leið var tekin upp ný aðferð i umskipun, og byggist hún á því, að síldinni er dælt úr síldarskipum og um borð í Þyril, og má eins gera það úti á miðunum og upp við land, eftir því, sem þörf krefur í hvert skipti.
Þyrill kom nú með fullfermi, en það eru um 6000 mál síldar, og er hann nú búinn að koma með samtals rúm 20 þúsund í þessum fjórum ferðum. Síldarbræðslan bræðir síldina, og er unnið þar í vöktum allan sólarhringinn, 6—7 manns eru á hverri vakt.
Á milli þess, sem bræðslan vinnur úr síld arförmunum að austan vinnur hún úr fiskbeinum, sem berast frá fisk vinnslustöðvum hér, er hún því stöðugt í gangi. Þegar var byrjað að landa úr Þyrli eftir komu hans hingað í gær, og stendur löndun enn, og er búizt við að hún standi fram á nótt i nótt.
Það er Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungarvík, sem tók Þyril á leigu til síldarflutninga, sem gengið hafa mjög vel til þessa.
Ókunnur ljósmyndari
Þjóðviljinn - 23. september 1964
29. árgangur 1964, 215. tölublað, Blaðsíða 2
Fyrsta síldarlöndunardælan í Evrópu keypt til íslands
Eins og getið hefur verið í fréttum keypti Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungarvík til reynslu síldarlöndunardælu og notaði um borð í olíuskipinu Þyrli.
Var tæki þetta, hið fyrsta sinnar tegundar sem selt er á Evrópumarkað, reynt undir stjórn Haralds Ásgeirssonar verkfræðings og Hjalta Einarssonar fiskiðnfræðings, og telja þeir að tilraunin hafi tekizt með ágætum.
Dæla þessi er bandarísk, framleidd af Harco Marine International í Kaliforníu. Þetta er fyrirferðarlítið tæki og létt og sogar síldina upp úr skipinu um digrar gúmslöngur.
Þegar síldin kemur úr sogtækinu, fellur hún á flutningaband. sem flutt getur hana beint í síldarþró eða síldarkassa á söltunarplönum eða verksmiðju, þar sem unnið er á annan hátt úr aflanum, síldin t.d. flökuð eða fryst. Engar skemmdir verða á síldinni þó að hún fari um sogtæki og slöngur.
Umboðsmaður þessa tækis hér á landi, Geir Stefánsson stórkaupmaður, hefur þetta um framannefnt tæki að segja m.a. Hið merkasta fyrir íslenzkar síldveiðar er það, að með tæki þessu er hægt einnig að losa síldina úr síldveiðiskipunum á hafi úti. á sjálfu veiðisvæðinu, yfir í síldarflutningaskip. og þurfa þá veiðiskipin eigi að yfirgefa veiðisvæðið og sigla til hafnar til löndunar og tapa við bað dýrmætum tíma frá veiðunum.
Þetta eitt af fyrir sig veldur stærri byltingu fyrir síldveiðarnar en menn órar fyrir. Ef nægilega mörg flutningaskip eru á miðunum með veiðiflotanum, útbúin þessu tæki, geta skipin því haldið kyrru fyrir á veiðisvæðinu á meðan veiði og veiðiveður helztí.
Getur slíkt svo margfaldað veiðiafköstin að ekki verður með tölum talið. Þá veldur tilkoma tækis þessa því, að í framtíðinni má fullnýta allar þær síldarverksmiðjur, sem nú eru til á landinu, hvar svo sem síldin annars heldur sig í sjónum við strendur landsins.
Þetta hefur þá mikilvægu þýðingu, að eigi verður nauðsynlegt að festa fé f nýjum verksmiðjum og stækkunum verksmiðja á því landshorninu, sem síldin í augnablikinu heldur sig mest við
Löndunartæki það. sem hér er um að ræða, er framleítt af Harco Marine International, í Kaliforníu. Uppfinningamaðurinn H. J Kimmerle kom fyrst fram með tæki þetta árið 1949.
Hann fékk einkaleyfi á tækinu 1954 og aftur á endurbættri gerð þess 1956. Um þær mundir keypti fyrirtækið Harco Marine Intemational einkaleyfið, og setti þegar i stað nokkra verkfræðinga og tæknifræðinga í það að fullkomna tækið.
Ennfremur beindust lagfæringar sérstaklega að því, að gera tækið þannig úr garði. að það skilaði síldinni og öðrum smáfiski gersamlega óskaddaðri í land, svo það hæfði sem bezt niðurlagningar- og niðursuðuverksmiðjum.
Er nú tækið í notkun hjá öllum stærstu fiskniðaðsuðuverksmiðjum Bandaríkjanna, svo sem, StarKist, Van Camp og Cal. Pack, svo nokkur séu nefnd, og hefur allstaðar reynzt með ágætum. Þá hafa tækin verið í notkun nokkur undanfarin ár í Suður Afriku, Perú og Chile, og allstaðar reynzt mjög vel. Er eftirspurn nú svo mikil, að verksmiðjan hefur vart undan að anna þeim. Fjöldi fyrirspurna hafa þegar borizt frá Noregi, eftir að blöð hér höfðu skýrt frá árangri tilraunarinnar með löndunartækið. Hyggjast Norðmenn setja tækin í stór flutningaskip, er flutt geti síldina af Íslandsmiðum til norskra verksmiðja, Virðast Norðmenn hafa hug á að missa nú eigi af strætisvagninum, eins og var í byrjun um kraftblökkina.
Frjáls þjóð - 04. desember 1964
13. árgangur 1964, 45. Tölublað, Blaðsíða 1
SILDARFLUTNINGAR
Lausnin á hinu alvarlega atvinnuástandi norðanlands?
Á sl. sumri voru gerðar nokkrar tilraunir með síldarflutninga beint af miðunum fyrir austan. Var síldinni dælt úr síldarbátunum yfir í tankskipið Þyril og síðan flutt til Bolungarvíkur til bræðslu í verksmiðjunni þar. Þessi tilraun, þótt í smáum stíl væri, gafst vel. Blaðinu er að vísu ekki kunnugt um reikningslega útkomu þessarar tilraunar, enda vart fengin fullnaðarmynd, meðan þetta er í svo smáum stíl gert.
Hér er hinsvegar um svo stórfellt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða, að tómlæti ríkisvaldsins og Síldarverksmiðja ríkisins um þessi mál er með öllu óskiljanlegt og óverjandi.
Á s.l. sumri voru verksmiðjur og söltunarstöðvar á Norðurlandi mikils til aðgerðarlausar og vinnuafl þúsunda ónotað á sama tíma og skipin fyrir austan urðu að bíða sólarhringum saman eftir löndun. Eftir sumarið er ástandið víða á Norðurlandi svo slæmt, að liggur við landauðn, ef ekkert er að gert.
SÍLDARFLUTNINGAR LAUSNIN? Það var Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungarvík, sem frumkvæði átti að tilrauninni sl. sumar. Það er hinsvegar augljóst, að einstökum útgerðarmönnum er ofviða að standa undir umfangsmiklum tilraunum á þessu sviði, svo að endanlega verði úr því skorið. hvort slíkir flutningar borgi sig. Hér dugir þó ekki að einblína á bók haldslega útkomu. Hér er í húfi mörg hundruð milljóna króna fjárfesting í verksmiðjum og söltunarstöðvum norðanlands og lífsafkoma búsunda fólks í þessum bæjum.
RÆKILEGAR ATHUGANIR HAFNAR í þessu máli þarf margt athugunar við, og það tafarlaust, svo að hagnýta megi niðurstöður þeirra athugana, þegar á næstu vertíð. Athuga þarf, hvaða stærð tankskipa væri hentugust til þessara flutninga. Ennfremur þarf athugunar við, hvort tankskip gæti ekki dælt síldinni beint úr nótinni, geymt síldina síðan í sjó í tönkunum og komið henni söltunarhæfri á hafnir norðanlands.
Ef það er unnt, gerbreytir það fjárhagsgrundvelli slíkra flutninga. Þá þarf að athuga, hvort ekki megi koma við afkastameiri dælum, en notaðar voru í sumar
VERKEFNI FYRIR HAMRAFELL?
Nú að undanförnu hefir mikið verið um það rætt, að Hamrafell, stærsta olíuflutningaskip íslendinga, verði selt úr landi sökum verkefnaleysis. Gæti ekki hugsazt að hér sé verkefni fyrir það?
Þetta þyrfti að hugleiða gaumgæfilega, áður en til þess óyndisúrræðis yrði gripið að selja Hamrafellið útlendingum fyrir eitthvað lítilræði.
***********************************************
Alþýðublaðið - 09. desember 1964
45. árgangur 1964, 273. Tölublað, Blaðsíða 13
TOGARI FLYTUR SILDINA SUÐUR
Reykjavík, 8. des. – EG
BÆJARÚTGERD Reykjavíkur hyggst gera tilraun með að flytja síld að austan til vinnslu í Fiskiðjuveri sínu hér í Reykjavík, og mun bv. Pétur Halldórsson flytja síldina hingað suður. Þá munu bátar Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og einn Hafnarfjarðarbátur, hafa farið með ís austur og munu flytja síld suður til vinnslu. Alls munu nú hafa verið saltaðar tæplega 40 þúsund tunnur, en samið hefur verið um sölu á rúmlega 160 þúsund tunnum á Suðurlandssíld.
Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar, gaf blaðinu þær upplýsingar í kvöld, að togarinn Pétur Halldórsson, sem nú er á leiðinni úr söluferð í Englandi, mundi verða látinn koma við á Norðfirði og taka þar síld og flytja suður til vinnslu í Fiskiðjuveri BÚR. Marteinn kvaðst | búast við, að Pétur mundi taka um 3000 mál, ef nóg framboð yrði af síld, þegar hann kæmi til Norðfjarðar á föstudagsmorgun eins og i ráðgert væri. Bjóst Marteinn við að sú síld, sem sett yrði í afturlestina á Pétri yrði ísuð og söltuð, og síðan yrði hún söltuð er suður kæmi.
Í forlestinni yrði síldin hinsvegar eingöngu ísuð og mundi hún þá væntanlega fara í frystingu. Bátar Haraldar Böðvarssonar af Akranesi og Eldborgin úr Hafnarfirði munu hafa farið með ís austur og hyggjast flytja síldina til vinnslu hér syðra. Blaðið náði tali af Gunnari Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar í kvöld, og taldi hann, að hér syðra mundi nú búið salta 35 þúsund tunnur, en eystra væri sennilega búið að salta 4-5 þúsund tunnur upp í Suðurlandssamninga.
Væri þannig alls búið að salta um 40 þúsund tunnur, en samningar hafa þegar verið gerðir um sölu á 160 þúsund tunnum af Suðurlandssíld. Gunnar Flóvenz sagði, að í þessum efnum ríkti nú hálfgert vandræðaástand, því verkunarstöðvar hér biðu með fullan mannskap, en engin síld kæmi. Tilraunir hefðu verið gerðar undanfarið á rannsóknarstofu Fiskifélags íslands með síldarflutninga, og sagði Gunnar, að þær gæfu ástæðu til bjartsýni um að síldarflutningar að austan mundu takast betur en ætlað hefði verið áður. Þótt ástandið væri nú ekki gott, sagði hann að lokum, að úr því gæti þó rætzt, ef veiði glæddist að mun, þar eð salta mætti upp í flesta samninga, sem gerðir hafa verið, allt til loka janúarmánaðar.
Ókunnur ljósmyndari, myndin fylgdi fréttinni
48. árgangur 1964, 253. Tölublað, Blaðsíða 8
Síldarflutningaskipin útbúin með síldardælu
myndi auðvelda losun og lestun síldveiðiskipanna og tryggja aukið aflamagn
Á síðustu sumarsíldarvertíð voru við veiðar um 150 skip að stærð 70 til 120 rúmlestir.
Engum sem til þekkir dylst að erfitt mun vera að stunda veiðarnar á ekki stærri skipum svo langt úti eins og nú er gert. Veiðarnar hafa farið að mestu fram á svæði, sem er 60 til 80 sjóm. úti og stundum mikið utar. Gefur það auga leið að oft mun erfiðleikum bundið að sigla svo langan veg með drekkhlaðin skipin því oft getur spyllzt veður á skemmri tíma en tæki skipin að ná til hafnar á svo langri siglingu.
Á sama tíma og síldin hefur fjarlægzt hefur hún dýpkað á sér, stendur hún dýpra, svo alltaf þarf dýpri nætur ár frá ári, verður þetta skipunum ofviða ef þau þurfa um langan veg að fara til losunar. Þess vegna þarf að auðvelda þessum skipum veiðarnar og er þá helzt að taka upp síldarflutninga af miðunum.
Á síðastliðinni síldarvertíð var gerð athyglisverð tilraun með síldarflutninga af miðunum og gaf hún svo góða raun að við betri árangri var varla að búast.
Með tilkomu síldardælunnar opnuðust möguleikar til aðstoðar sem minni skipunum er svo nauðsynleg. Ef hægt er að losa þessi minni skip við siglinguna af og á miðin í hvert sinn er þau fá síld opnast þeim leið til þess að hafa stærri nætur en það er eitt af því sem þau geta ekki ef þau þurfa að sigla langa leið með fullfermi. Ef hægt reynist að koma flutningunum í það horf að það fullnægi að minnsta kosti minnstu skipunum er enginn vafi að enn um sinn verður hægt að nota þessi skip til veiðanna. sem annars verða að hætta (þessum veiðum) og ekki svo auðvelt að finna þeim annað verkefni.
Ef af þessum síldarflutningum yrði þarf að undirbúa þá svo vel að ekki bregðist þeir þegar verst gegni. Öll sildarflutningaskip þyrftu í framtíðinni að vera útbúin með dælum, og auðveldar það geysilega losun og lestun því þau verða ekki eins háð bryggjuplássi þegar hægt er að leiða um langan veg losunarbarka, og ætti það að gefa meiri möguleika til þess að fá skip til flutninganna, heldur en ef að þurft hefði að notast við ákveðnar stærðir skipa. Augljóst er að aflamagnið hlýtur að aukast að miklum mun við það að skipin þurfa ekki að yfirgefa veiði svæðið og er ekki gott að gera sér fulla grein fyrir því að óreyndu. Oft hefur komið fyrir að skipin, sérstaklega þau minni i hafa átt í erfiðleikum þegar um stór köst er um að ræða, en þegar flutningaskipin eru á miðunum geta þau iðulega hjálpað til við stór köst og þannig bjargað miklum verðmætum.
Auðséð er að um geysilegan olíusparnað verður að ræða hjá flotanum við það að þau geta haldið sig á miðunum en ekki verið á sífelldu ferðalagi fram og aftur. Þegar síldarflutningar eru komnir í gott lag verður auðvelt að beina löndun síldarinnar þangað sem síldar er þörf hverju sinni en láta skipin ekki verða fyrir löndunarstöðvunum af þeim sökum að löndunin beinist aðallega á þær hafnir er liggja næst miðunum. Skip, sem getur flutt 10.000 mál eða meira í einu, skiptir ekki miklu hvort það siglir heldur á Siglufjörð eða til dæmis Skagaströnd og geta því flutningarnir jafnvel stuðlað að því að fólkið haldist á þessum stöðum. Talið er, að hægt sé að geyma síldina í kældum sjó 4 til 6 daga og hægt sé að salta hana, þó að henni sé landað með dælu. Ef þetta reynist rétt, eru miklir möguleikar fyrir því að hægt sé að salta síld á hinum ólíklegustu stöðum, svo að möguleiki er að salta meira magn en hægt hefur verið hingað til, þegar vinnan fer fram á fáum söltunarstöðvum.
Afkastageta verksmiðjanna norðanlands og austan er 66.500 mál síldar á sólarhring og ef síldin kemur jafnt til verksmiðjanna er um að ræða tvær milljónir mála á mánuði hjá þeim öllum, svo að auðséð er, að það eru ekki nýjar verksmiðjur, sem þarf að byggja, heldur þarf að skipuleggja síldarflutningana. Flest þessara minni skipa munu hafa olíu og vatn til viku útivistar en varla öllu lengur. Þess vegna þarf að sjá þeim fyrir nauðsynjum. Í flestum tilfellum geta flutningaskipin séð um þessa þjónustu en ef það þykir ekki hagkvæmt þá er ekki um annað að gera en að hafa sérstök birgðaskip, því að helzt eiga skipin ekki að þurfa að fara inn nema undan veðri. Ýmislegt mun koma i ljós við skipulagningu þessara mála, svo sem viðgerðarþjónusta á síldarleit artækjum og jafnvel minniháttar vélaviðgerðir. Þótt aðallega sé rætt um minni skip er auðvitað nauðsynlegt að athuga um flutninga fyrir stærri skipin einnig, því auðséð er að hægt er að auka veiðarnar að miklum mun með nægum flutningaskipakosti. Gaman væri ef einhver sem hefur verið með skip að stærð 70 til 120 rúmlestir léti í ljós álit sitt um þetta fyrirkomulag.
IS
Alþýðublaðið - 12. desember 1964
45. árgangur 1964, 276. Tölublað, Blaðsíða 2
SÍLDARFLUTNINGAR :
UM ÞESSAR mundir er fádæma síldveiði fyrir Austfjörðum og jafnast næstum á við, þegar bezt gekk síðastliðið sumar. Er þetta einsdæmi, þar sem áður hefur ekki veiðzt síld á þessum miðum um þetta leyti árs. Eystra er ekki aðstaða- né mannafli til fullnýtingar aflans og munu því talsverð verðmæti fara forgörðum af þeim ástæðum.
Hér syðra hefur vetrarsíldveiðin hins vegar brugðizt gjörsamlega, og mun lítil von að úr rætist, úr því sem komið er. Hefur af þessu hlotizt margvíslegt tjón, þar eð verkunarstöðvar höfðu búið sig undir síldarmóttöku og ráðið til sín starfsfólk á þeim grundvelli. Vandamálið, sem nú blasir við er því að koma síldinni að austan hingað suður, þar sem meiri mannafli og tækjakostur er fyrir hendi til að nýta hana. Bæjarútgerð Reykjavíkur er um þessar mundir að gera athyglisverða tilraun.
Einn af togurum hennar mun flytja síld að austan, sem ætlunin er að salta og frysta hér syðra, ef vel tekst til um flutningana. Þótt ísvarin síld hafi verið flutt héðan á erlenda markaði og þar tekizt að gera úr henni fyrsta flokks fæðu, höfum við íslendingar til þessa aðeins flutt bræðslusíld milli hafna með stærri skipum. Vonandi er, að umrædd tilraun gefi góða raun, og verði upphaf þess, að unnt verði að flytja síld í togurum eða flutningaskipum milli hafna og fullvinna hana þar sem beztar aðstæður eru hverju sinni.
Það kom mæta vel í Ijós á síðastliðnu sumri, að tækni við síldarflutninga hér er enn á frumstigi, þrátt fyrir það, að gerðar hafa verið ýmsar athyglisverðar tilraunir, sem full ástæða er til að halda áfram. Síldarflutningarnir eru vandamál, sem við verðum að grípa föstum tökum og reyna að finna lausn á. Það er dýrt spaug, að hafa ekki önnur ráð en að byggja nýjar verksmiðjur eftir því hvar síldinni þóknast að halda sig það og það árið. Framfarir í flutningatækni og kælitækni hafa verið örar síðustu árin og vafalítið má finna lausn á þeim vanda, sem við nú glímum við og væntanlega munu íslenzkir sérfræðingar manna hæfastir til þess.
Nú er svo komið, að ævinlega standa fjölmargar síldarverksmiðjur einhvers staðar á landinu auðar talsverðan hluta ársins, meðan aðrar hafa ekki undan. Þess vegna hlýtur nú að verða að leggja megináherzlu á að fullkomna síldarflutninga á sjó, þannig að fullnýta megi þann verksmiðjukost og þau verkunartæki, sem fyrir eru í landinu.
**********************************************
Ægir - 1964
57. Árgangur 1964, 22. Tölublað, Blaðsíða 439 - Löng og ítarleg grein
Tilraunir með síldardælu og síldarflutninga Eftir Harald Ásgeirsson, verkfræðing og Hjalta Einarsson, verkfræðing.
48. árgangur 1964, 256. Tölublað, Blaðsíða 5 - Ingvar Gíslason
54. árgangur 1964, 278. Tölublað, Blaðsíða 6
Austfjarðasíld söltuð af kappi í Reykjavík
Í morgun unnu um 50 söltunarstúlkur af kappi við að salta Austfjarðasíld í Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar ljósmyndari Vísis kom þar við
Það var togarinn Pétur Halldórsson, sem flutti 3600 tunnur af síld í ís og salti frá Norðfirði til Reykjavíkur, en það er um 30 stunda ferð.
Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar sagði blaðinu, að síldin úr Pétri færi til helminga í salt og frystingu, en töluvert gengi úr henni bæði vegna hnjasks og smæðar
Í gær unnu yfir 100 manns hjá Fiskverkunarstöðinni við að vinna aflann, þar af yfir 40 söltunarstúlkur, og var lokið við að t vinna helminginn þá um kvöldið.
Er reiknað með, að vinnslunni ljúki í kvöld. Marteinn sagði, að gæði síldarinnar hefðu verið eftir vonum. Ekki er gert ráð fyrir meiri síldarflutningum með togurum að austan að sinni.
Ráðg. hafði verið, að Haukur tæki síld á Norðfirði á heimleið úr söluferð, en vegna gæftaleysis eystra, var hann sendur tómur suður Í morgun, eftir tveggja daga bið á Norðfirði
**********************************************
Vísir - 16. desember 1964
54. árgangur 1964, 279. Tölublað, Blaðsíða 1
Klettur leitar hófanna um kaup á 3500 tonna olíuskipi til síldarflutninga
Blaðið hefur frétt, að Sildar- og fiskimjölsverksmiðjan a Kletti sé að leita fyrir sér um kaup á 3500 tonna olíuskipi til síldarflutninga. Er maður frá Kletti erlendis um þessar mundir til að semja um kaupin, en ekki hefur verið gengið frá nauðsynlegum fyrirgreiðslum. Síldarflutningar eru nú mjög ofarlega á dagskrá, þar sem síldarvinnslustöðvar eru allt í kringum landið, en síldin aðeins fyrir austan land. f sumar var talsvert af bræðslusíld flutt til hafna norðanlands, en þá í venjulegum flutningaskipum.
Þá gerði Einar Guðfinnsson í Bolungarvík athyglisverða og vel heppnaða tilraun til að nota olíuskip og síldardælur til slíkra flutninga. Tók olíuskipið Þyrill síld úr síldarbátum úti á rúmsjó og flutti til Bolungarvíkur. Nú í haust, þegar Suðurlandsvertíðin | brást, en allar síldarverksmiðjur tilbúnar að taka á móti síld hefur áhugi á síldarflutningum aukizt enn. Síldar. og fiskimjölsverksmiðjan ; hefur eins og kunnugt er mikla afkastagetu eftir stækkun verksmiðjunnar og kaupin á Faxaverksmiðjunni og hafa forráðamenn hennar | mikinn áhuga á að tryggja jafna og örugga síldarflutninga. Hafa þeir því leitað hófanna um kaup á 3500 tonna olíuskipi til síldarflutninga, fáist nauðsynlegar fyrir greiðslur af hálfu hins opinbera. Þótt af kaupunum verði, komast þeir flutningar ekki til framkvæmda á þessari vertíð, en skipið ætti að vera tilbúið fyrir næstu sumarvertíð.
**********************************************
Alþýðumaðurinn - 17. desember 1964
34. Árgangur 1964, 39. Tölublað, Blaðsíða 8
Síldarflutningar
Stöðugt berast fréttir af síldveiði við Austurland. Verksmiðjurnar yfirfullar, lítið hægt að salta, og síldinni ekið í hauga á frosna jörð. Nýstárlegar fréttir á vetrardegi. En samtímis heyrist einnig, að framtakssamir menn suður við Faxaflóa séu teknir að sækja síld til Austurlands og flytja hana ísaða vestur til Faxaflóahafna og salta hana þar. Breyta henni í vermikla vöru í stað þess að láta hana grotna niður á túnum Austfirðinga. Þá hefur einnig borizt frétt um, að ríkisstjórnin hafi heitið stuðningi við að búa togara til síldarflutninga. En hvað gerum við hér á Akureyri? Bíðum og vonum, að einhvern góðan veðurdag komi síldin sjálf vaðandi upp í landsteina, eða hvað? Ekki þarf að eyða orðum að því, að hér eru togarar, sem erfiðlega hefur gengið með rekstur á. Hér eru einnig möguleikar á að taka á móti síld til hvers konar vinnslu.
Hefur engum dottið í hug að reyna þann möguleika að láta togarana sækja síld austur og vinna hana hér? Slá tvær flugur í einu höggi, láta skipin fá viðfangsefni og skapa atvinnu, sem nú kvað vera af skornum skammti í bænum. Þegar vér heyrum af ýmsum leiðum, sem farnar eru annarsstaðar á landinu til atvinnu- og framleiðsluaukningar, og berum það saman við það, sem hér gerist, fer ekki hjá því, að manni detti Þyrnirósa ævintýrisins í hug. Hér er sofið og beðið innan þyrnigerðisins eftir því að einhver utanaðkomandi prins komi og leysi hina sofandi mey úr álögum. Þess er að vænta, að ráðamenn bæjarins og útgerðarinnar setji nú rögg á sig og rannsaki alla möguleika, sem hér eru fyrir hendi. Þótt ef til vill of seint sé orðið að hefjast handa á þessum vetri, þá er sumarið framundan, og haldi svo fram síldveiðunum, sem verið hefur undanfarin ár er ljóst, að síldarflutningar eru eina leiðin til að skapa Norðurlandshöfnunum hlutdeild í þeirri framleiðslu. Þar ættu Akureyringar að hafa forystuna.
32. árgangur 1964, 4. tölublað, Blaðsíða 8
Síldarflutningar
Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um það á hvern hátt hinar miklu síldveiðar fyrir Austurlandi verði sem bezt hagnýttar fyrir þjóðarbúskapinn. Sýnt þykir nú, að síldarverksmiðjurnar á Austurlandi geta hvergi nærri tekið á móti því síldarmagni, sem þar veiðist, en á sama tíma er hinn mikli verksmiðjukostur á Norðurlandi ónothæfur. Mannekla við verksmiðjurnar fyrir austan kemur nú veg fyrir full afköst þeirra, en hér norðanlands, t.d. á Siglufirði, er nægilegt vinnuafl fyrir hendi, til þess að fullnýta verksmiðjurnar hér, hvort sem um er að ræða yfir sumar- eða haustmánuðina.
Jóhann G Möller
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á fundum í stjórn SR, sem voru haldnir í Reykjavík um mánaðamótin nóv.—des. 1964 voru þessi mál all ýtarlega rædd og flutti þá fulltrúi Alþýðuflokksins í stjórn SR, Jóhann G. Möller, eftirfarandi tillögu:
„Verksmiðjustjórnin telur, að með stórauknu þróarrými við síldarverksmiðju S.R. á Seyðisfirði, með afskipunarmöguleikum í flutningaskip, verði hægt næsta sumar að auka all verulega síldarflutninga til verksmiðja S.R. á Norðurlandi. Jafnframt þessu telur verksmiðjustjórnin nauðsynlegt að taka á leigu tankskip, útbúið síldardælu, sem getur flutt 15—20 þús. mál síldar, til þess að fá úr því skorið, hvort slík skip henti ekki bezt til síldarflutninga, og um leið veitt síldarflotanum bætta þjónustu og komið í stað nýrra verksmiðja."
Verksmiðjustjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjórum framkvæmdir í málinu.
Samþykkt var í stjórn S.R. að vísa þessari tillögu til umsagnar framkvæmdastjóranna, og má búast við umsögnum þeirra upp úr áramótunum ,
Ath. Myndun hér af Jóhanni vini mínum heitnum, er sett hér inn honum til heiðurs.
Engin mynd birtist með þessari frétt í Neista.
Framkvæmdastjórnir, Vilhjálmur og Sigurður skiluðu áliti og. Niðurstaðan varð: Haförninn
Árið 1965
55. árgangur 1965, 5. Tölublað, Blaðsíða 1
SEX OLÍUSKIP I SÍLDARFLUTNINGUM TIL VESTURLANDS Á NÆSTA SUMRI?
Sjö verksmiðjur eru að semja um kaup eða leigu á olíuskipum
Allar horfur eru á því, að næsta sumar verði kominn hingað talsverður floti olíuskipa til síldarflutninga. Tilraun Einars Guðfinnssonar f Bolungarvík í sumar með olíuskipið Þyril gekk svo vel, að sjö aðilar á vesturhluta landsins eru að hugsa um að fá olíuskip með síldardælum til síldarflutningar i heimaverksmiðjurnar á vertíðinni í sumar. Vísir hefur áður sagt frá samningum Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti um kaup á 3500 tonna olíuskipi, en þeir samningar eru langt komnir.
Þá hefur Einar Guðfinnsson i Bolungarvík Ieitað tilboða um kaup á olíuskipi i sama skyni, en einnig getur verið, að hann taki olíuskip á leigu, Þá hafa fimm verksmiðjur á Suðvesturlandi slegið sig saman um leigu á allt að fjórum olíuskipum. Eru þetta verksmiðjumar á Akranesi, Hafnarfirði, Njarðvíkum, Keflavík og Sandgerði. — Samningar um þessa Ieigu eru þegar hafnir, og eru miklar líkur fyrir því, að næsta sumar sigli sex olíuskip með síld frá Austfjarðamiðum til Vesturlands. Einar Guðfinnsson í Bolungarvík sagði Vísi í morgun, að tilraunin með Þyril í sumar hefði gefizt afar vel, þótt hvorki skipið né dæluútbúnaðurinn hefði verið ákjósanlegur. En við fengum þá reynslu í sumar, sagði Einar, sem þarf til að velja rétt olíuskip og útbúnað í næsta skipti. —
Í sumar, sem leið, fengum við síldina ekki ódýrar en við löndun, en ég reikna með því, að það breytist næsta sumar, því bátarnir spara sér óhemju mikinn tíma með því að Iosa beint úti á miðunum. Við höfum verið að leita tilboða um kaup á olíuskipi, en það getur verið, að við förum heldur út í leigu vegna fjárskorts. Það eru því allar horfur á því, að síldarverksmiðjur landsins nýtist vel á næstu sumarsíld. Verksmiðjurnar vestanlands hafa gert ráðstafanir um útvegun olíuskipa og Síldarverksmiðjur ríkisins munu halda áfram þeim síldarflutningum til Norðurlandsverksmiðjanna, sem þær hafa haldið uppi með farmskipum undanfarin sumur.
Guðmundur Jónsson á Rafnkelstöðum
Myndin fylgdi viðtalinu Ljósmyndari ókunnur
55. árgangur 1965, 5. Tölublað, Blaðsíða 1
,Eina lífsvonin fyrir verksmiðjurnar'
- segir Guðmundur á Rafnkelsstöðum um síldarflutninga með olíuskipum
Vísir hafði í þessu sambandi tal af Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum, sem á eina af verksmiðjunum fimm,' er hafa gert með sér félag, og spurðist fyrir um gang þessara mála.
— Við höfum slegið okkur saman, síldarbræðslueigendurnir á Suðvesturlandi aðrir en Jónas í Kletti, sem ætlar að kaupa sjálfur olíuskip. Við erum fimm, verksmiðjan í Sandgerði, Fiskiðjan í Keflavík, verksmiðjan í Njarðvíkum, Lýsi og mjöl í Hafnarfirði og verksmiðjan á Akranesi. Og það er áætlun okkar að fá leigð helzt fjögur olíuskip til síldarflutninga
— Við höfum haldið nokkra fundi, skipað nefnd í málið og Hjörtur Hjartar forstjóri Skipadeildar SfS, hefur tekið að sér að ganga í milli um útvegun á hentugum olíuskipum. Þessi stærð, sem Við erum að hugsa um, 3500—5000 tonn, eru skip, sem eru hætt að vera samkeppnisfær í olíuflutningunum úti og en sögð liggja aðgerðarlaus i hröfnum erlendis. Við reiknum með, að það sé hægt að fá skip leigð fyrir lítinn pening.
— Þetta er eina lífsvonin fyrir verksmiðjurnar hérna suðvestanlands. Það hefur komið í Ijós, að ekkert er hægt að treysta á síldina hér við þennan landshluta, og við verðum þá að gera svo vel að sækja hana þangað, sem hún er í það og það sinnið Verksmiðjan hjá mér hefur ekki brætt eitt einasta mál síðan í maí.
— Tilraunin hjá Einari Guðfinnssyni með olíuskipið Þyril í sumar gekk vel og með ýmsum nauðsynlegum endurbótum, er þetta framtíðin í síldveiðunum. Síldarflutningar Þyrils mörkuðu tímamót
— Einn af bátunum mínum losaði einu sinni í sumar fullfermi af síld yfir í Þyril. Það tók fjóra tíma að losa og eftir aðra fjóra tíma var báturinn kominn aftur með fullfermi. Hann sparaði sér tólf tíma siglingu í land, langa löndunarbið, seinlega losun og aðra tólf tíma siglingu út á miðin. Með því að losa með dælum úr bátunum yfir í olíuskip úti á miðunum, spara bátarnir sér mikinn tíma og geta fyllt sig tvisvar til þrisvar fyrir hverja eina ferð áður.
— Sjáðu til, þá geta litlu bátarnir, 70—100 tonna, líka látið til sín taka á síldveiðunum Þeir bera svo lítið, að þeir hafa ekki getað verið með, þegar siglingin í land er orðin 80—100 mílur. Með því að dæla síldinni i flutningaskip úti á miðunum, er hægt að gera litlu bátana út á síld, þannig að sjómenn fáist á þá.
— Við tilkomu olíuskipanna í síldarflutningana og þátttöku síldarveksmiðja utan Austurlands í sumar síldarbræðslunni, eykst afkastageta flotans mjög mikið. Þeir geta fyllt sig tvisvar til þrisvar fyrir hvert eitt sinn áður og smærri bátar en áður I geta tekið þátt í veiðunum. Og síldin er nóg þarna fyrir austan.
— Við höfum ekki endanlega ákveðið að taka fjögur olíuskip á Ieigu og þetta er enn allt á undirbúningsstigi. En ég geri ráð fyrir að áætlun okkar gangi vel og vona að við höfum fjögur olíuskip á okkar höndum á næstu sumarvertíð.
****************************************
Tíminn - 10. janúar 1965
49. árgangur 1965, 7. Tölublað, Blaðsíða 16
Olíuskipin fengin í síldarflutninga
KJ—Reykjavík, 9. janúar.
Unnið er að því um þessar mundir að fá leigð olíuskip til síldarflutninga fyrir næstu vertíð. Eru það síldar- og fiskimjölsverksmiðjur hér við Faxaflóa, sem hafa lagt drög að því að fá síldarflutningaskip til flutninga frá fjarlægum miðum.
Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS hefur með höndum útvegun þessara skipa fyrir síldarverksmiðjurnar, og hafði Tíminn tal af honum í dag. Hjörtur sagði, að í fyrstu yrði lögð á það áherzla að fá skipin leigð, þar eð ekki væri komin fullnaðarreynsla á flutninga síldar með olíuskipum. Seinna meir, ef góð reynsla fengist af þessu, mætti vel hugsa sér að fest yrðu kaup skipum til síldarflutninga, en sem sagt ekki fyrr en fullnaðar reynsla væri fengin. Hjörtur kvaðst standa í sambandi við erlenda aðila, sem hefðu heppileg skip á boðstólum til þessara nota. ***********************************************
Vesturland - 12. janúar 1965
42. Árgangur 1965, 1.-2. Tölublað, Blaðsíða 3
SIGURÐUR BJARNASON FRÁ VIGUR: —
Horft mót nýju ári (grein, ma um Einar Guðfinnsson)
***********************************************
Síldarflutningaskipið Aska í Hjalteyrarhöfn
Ljósmyndari ókunnur
48. árgangur 1965, 3. tölublað, Blaðsíða 6
Merkileg tilraun í síldarflutningum
Merkileg tilraun í síldarflutningum !
Í FISKVEIÐI TÍMARITINU „ÆGIR“ 15. des.1964 er greinargerð frá verkfræðingunum Haraldi Ásgeirssyni og Hjalta Einarssyni um tilraunir, sem gerðar hafa verið með síldardælu og síldarflutninga undir umsjá þeirra. Tilraunirnar hafa verið gerðar í sambandi við nýbyggða síldarverksmiðju í Bolungarvík í eigu Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns. Árið 1963 var gerð tilraun til að dæla síld úr nót upp í skip og var notuð 10 þumlunga norsk „Myras“-fiskidælá.
Sú til raun þótti ekki gefast vel og telja verkfræðingarnir að afköstin geti „varla keppt við hina miklu háfunartækni, sem flotinn býr yfir.“ Á síðasta sumri var hins vegar gerð tilraun til að dæla síld úr veiðiskipum yfir í olíuflutningaskipið Þyril, sem flutti síldina að austan til Bolungarvíkur. Þyrill fór þrjár ferðir með síld og flutti alls um 20 þús. mál til Bolungarvíkur. í fyrstu ferðinni virtist hann hafa tekið mest af síldinni úr skipum á Seyðisfirði, en einnig nokkuð úr skipi, sem hann hitti á Þistilfirði á vesturleið. Farmur Þyrils var þá rúmlega 6 þús. mál og talinn fullfermi.
Í annarri ferð voru tekin 2 þús. mál á á miðunum. í þriðju ferðinni fylgdi Þyrill síldveiðiflotanum út, eftir ótíðarkafla. Var síldinni dælt milli skipa 80 sjómílur á hafi úti, austur af Langanesi og tók það 23 klst. að fylla skipið. í síðustu ferðinni var síldin tekin 30 mílur austur af Dalatanga og í mynni Seyðisfjarðar og henni dælt úr veiði« skipum. Þessar tilraunir stóðu yfir í 46 daga. Sá tími skiptist þannig, að 19 daga lá skipið um kyrrt vegna ills veðurs, í 6 daga var unnið að því að koma síld milli skipa, siglt í 11 daga og unnið að löndum í 10 daga.
Verkfræðingarnir telja ganghraða og burðarmagn Þyrils of lítið til flutninganna, segja löndunartímann á Bolungarvík lengri en þyrfti að vera og að veðurtafir hafa verið meiri á tilraunatímanum en ástæða sé til að gera ráð fyrir að jafnaði. Þeir gera ráð fyrir, að kostnaður við rekstur skipsins og tækjanna sé 25 þús. kr. á sólarhring í sumar var gert. Og minna myndi það kosta, að flytja síld þá, sem fyrir austan veiðist, til Krossaness eða annarra Eyjafjarðarhafna. v í grein þessari er nokkuð rætt um sjókælingu á fiski, þ. á. m. síld. Um það segja þeir: „Okkur er ekki kunnugt um, að reynt hafi verið að geyma síld í kældum sjó hérlendis, en tilraunir hafa verið gerðar í Hollandi og hefur árangur verið athyglisverður.
Tilraun með sjókælingu í tankskipi getur verið tiltölulega einföld. Hægt er að setja nokkurt magn af sjó í einn tank skipsins, fylla síðan með ís, sem þá myndar krapa. Sjónum má síðan hringrása um annan tanka, þar sem síldin verður geymd. Er þá notazt við bræðsluvarma íssins (80 kal. á kg), sem kuldagjafa. Með þessu móti ætti að vera hægt að lækka hitastig síldarinnar um 5—7 stig á skömmum tíma, og má ætla, að það megi framlengja stórlega geymsluþol síldarinnar." Allt er þetta athyglisvert, og ekki óhugsandi, að þarna sé að opnast möguleiki á langflutningi söltunarsíldar.
***********************************************
Morgunblaðið - 14. janúar 1965
52. árg., 1965, 10. tölublað, Blaðsíða 24
Kaup síldarflutningaskips ákveðin
Mun dæla síldinni úr bátunum á miðum úti og flytja til Reykjavíkur
SKÝRT hefur verið frá því áður í Morgunblaðinu, að Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. í Rvík. hefði í hyggju að kaupa 3.500 tonna norskt olíuskip til síldarflutninga. Samningar um kaup þessi voru undirskrifaðir mánudag, þó með þeim fyrirvara, að skipið verði tilbúið til afhendingar í tæka tíð fyrir sumarsíldveiðarnar, en það er nú í leigusiglingum um Karibahaf.
Jónas Jónsson, forstjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, skýrði Morgunblaðinu svo frá i gær, að ætlunin, væri að nota skip þetta til síldarflutninga, þannig að það dæli síldinni úr bátunum úti á miðunum með dælum, eins og tilraunir voru gerðar með um borð í Þyrli síðastliðið sumar, og flytji hana síðan til Reykjavíkur. Hann kvað mikið harðæri hafa verið í verksmiðjunum hér í Reykjavík, þar sem 3 vertíðir hefðu brugðizt, fyrst haustvertíðin í fyrra, þá vorvertíðin síðasta og loks hefði haustvertíðin brugðizt gersamlega. Afkastageta beggja verksmiðja fyrirtækis Jónasar er um 9000 mál á sólarhring.
Að lokum kvaðst Jónas harma það mjög, að loks þegar einhver síld virðist vera komin, skulu vera harðindi af mannavöldum og Reykjavíkurflotinn bundinn við bryggjur.
***********************************************
Vísir - 14. janúar 1965
55. árgangur 1965, 11. Tölublað, Blaðsíða 1
Klettur hefur fest kaup á síldarflutningaskipinu
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan að Kletti hefur nú endanlega fest kaup á olíuskipinu, sem Vísir hefur sagt frá, að staðið hafi til að kaupa. Þetta er 3500 lesta olíuskip frá Bergen i Noregi og á að nota Það til sildarflutninga til nýju Faxaverksmiðjunnar. Kaupendur undirrita samninga með þeim fyrirvara, að skipið verði afhent á þeim tíma, sem verksmiðjan getur sætt sig við, en reiknað er með, að skipið verði tilbúið fyrir næstu sumarvertíð á síld. Skipið heitir nú Hertha, tíu ára gamalt og smíðað í Skotlandi. Það hefur verið í olíuflutningum í Karabiska hafinu en hefur einu sinni komið til íslands að sækja lýsi. Áður en skipið kemur hingað í síldarflutningana, verður það tekið í þurrkví, þar sem gerðar verða á því ýmsar lagfæringar, auk þess sem settur verður í það dæluútbúnaður, sem á að dæla síldinni um borð og frá borði. Koma þessa skips hefur mikið gildi fyrir nýtingu hinnar endurnýjuðu Faxaverksmiðju og gerir kleift að starfrækja hana mestan hluta ársins.
***********************************************
Vísir - 23. janúar 1965
55. árgangur 1965, 19. Tölublað, Blaðsíða 6
Stöðugt reynt að útvega olíuskipin
— Skip KIett verksmiðjunnar kostur 14 milljónir króna.
Lánsábyrgðir eru þegar fengnar.
Fimm síldar- og fiskimjölsverksmiðjur á Suðvesturlandi eru að fá sér sameiginlega á leigu allt að fjórum olíuskipum til sildarflutninga, eins og Vísir skýrði frá fyrir stuttu. Er miðað við, að skip þessi verði komin hingað fyrir síldarvertíðina í sumar. Vísir fékk þær upplýsingar í gær, að ekki hefði enn verið gengið frá leigu á neinu skipi í þessu skyni, en umleitanir fara stöðugt fram. Erlendis eru mörg ónotuð olíuskip af stærðinni 3500—5000 tonn, sem eru ósamkeppnisfær í olíuflutningum, en henta vel til síldarflutninga hér, þegar gerðar hafa verið á þeim nauðsynlegar breytingar. Þær breytingar eru fyrst og fremst dæluútbúnaðurinn, en fyrirhugað er að dæla síldinni í tankana og úr þeim á svipaðan hátt og gert var á Þyrli í sumar og gafst vel.
Þá hefur borgarráð samþykkt að taka sinn hluta af ábyrgð á láni, sem Landsbankinn veitir Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti til kaupa á 3500 lesta olíuskipi frá Noregi til sömu nota. Skip þetta tekur um 20 þúsund mál síldar og kostar um 14 milljónir króna. Þá er eftir að útbúa skipið með dælum og öðru til síldarflutninga og er áætlað, að það kosti um 10 milljónir króna. Alls kostar skipið sem síldarflutningaskip því um 24 milljónir króna. Aðaleigendur að Klettsverksmiðjunni eru fjórir og hafa þeir nú hver um sig gengið í einfalda ábyrgð fyrir allt að tveimur milljónum króna. Skipið hefur þegar verið keypt og er nú verið að undirbúa breytingarnar, sem verða framkvæmdar í Noregi.
Þá stendur Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, enn í samningum um kaup eða leigu á olíuskipi til síldarflutninga, en það var Einar, sem stóð fyrir hinum vel heppnuðu síldarflutningum með olíuskipinu Þyrli í sumar.
***********************************************
Ath. Mjög mikið á þessum tíma, byrjun árs og síðar, var skrifað um sildarflutninga í dagblöð og tímarit. Þar var aðalega skrifað um, hvað hefði skeð, raunar um atburði sem sagt hafði áður komið fram í fréttum blaða, flest birt hér ásamt athyglisverðum frásögnum.
En miklu sleppt, þó einstaka tengla í „langlokur, og gagnrýni“ (mitt mat að sjálfsögðu, hvað ég endurbirti hér)
***********************************************
Alþýðublaðið - 03. febrúar 1965
45. árgangur 1965, 27. Tölublað, Blaðsíða 5
15. árgangur 1965, 5. tölublað, Blaðsíða 1
Síldarflutningarnir enn.
Ekki linnir áróðrinum fyrir því, að flytja síldina af Austfjarðarmiðum í aðra landshluta í stað þess að efla svo síldarvinnsluna á Austfjörðum, að sem minnst af aflanum þyrfti að flytja í burtu. Það er ákaflega erfitt fyrir þá, sem ekki hafa turnazt í öllum þessum áróðri, að skilja að hagkvæmara sé fyrir þjóðardeildina að flytja hráefnið til vinnslu um langan veg, en að vinna úr því í næsta nágrenni við veiðislóðirnar.
Í nýútkomnum Ægi taka tveir verkfræðingar, sem stjórnuðu síldarflutningunum með Þyrli til Bolungarvíkur í fyrrasumar, undir áróðurinn. Telja þeir árangurinn mjög góðan, enda er það einn þátturinn í áróðrinum, en neyðast þó til að viðurkenna, að kostnaður hafi verið mikill. Verkfræðingarnir segja: ,,Frá þjóðhagslegu sjónarmiði hafa flutningaskipin kosti til að bera fram yfir nýjar verksmiðjur. Í fyrsta lagi má spara stórlega fé í fjárfestingu í nýjum verksmiðjum ... í öðru lagi getur aðferðin haft mikil áhrif í þeim byggðarlögum, sem liggja alllangt frá veiðisvæðunum... Í þriðja lagi mun hún auka það aflamagn, sem að landi berst. Fjárfesting í slíkum flutningatækjum er því hagkvæmari nú, en fjárfesting í nýjum verksmiðjum“
Þeirri staðhæfingu, að hagkvæmara sé að kaupa og reka síldarflutningaskip en byggja verksmiðjur, er erfitt að kyngja, svo og því, að það mundi spara stórfé í fjárfestingu. Halda menn kannski að það kosti ekkert að kaupa tankskip?
Ætli kostnaðurinn við það yrði minni en að flytja verksmiðjuna í Bolungarvík austur? Og mér er til efs, að það kosti meira að reisa nýja verksmiðju, sem afkastar jafnmiklu og sú verksmiðja, en að kaupa tankskip til að mata hana á Austurlandssíld. Og verð á þeirri síld, sem síldarskipin flytja sjálf að landi, getur verið hærra, en á þeirri síld, sem flutt er um langan veg til vinnslu.
Það sem fyrir verkfræðingunum vakir, er að vinna gegn byggingu nýrra verksmiðja til þess að þær verksmiðjur, sm eru staðsettar fjarri veiðisvæðinu, fái eitthvað að gera. Verkfræðingarnir eru því áróðursmenn fyrir sérstöku sjónarmiði. Þá hygg ég, að ofmetin sé þýðing síldarflutninganna fyrir þau byggðarlög, sem fjarri liggja veiðisvæðinu.
Flutningarnir draga úr viðleitni fólksins til að afla þeirra atvinnutækja, sem við eiga. Þá er það augljós fásin og fjarstæða, sem í einu vettvangi strýkur alla vísindamennsku af skrifum verkfræðinganna, að síldarflutningarnir auki aflamagnið meir en nýjar verksmiðjur. Þá firru ætti ekki að þurfa að ræða frekar. Því verður auðvitað ekki neitað, að verksmiðjurnar á Austurlandi, sem allar eru litlar, geta ekki annað vinnslu afla þess, sem veiðist á Austfjarðamiðum. Á meðan svo er, er alveg sjálfsagt að reyna að flytja síldina á milli landshluta, eftir því, sem með þarf, til þess að veiðiskipin þurfi ekki að tefjast á veiðum umfram brýnustu nauðsyn.
En „frá þjóðhagslegu sjónarmiði“ er áreiðanlega skynsamlegra, að auk afköst verksmiðjanna á Austfjörðum með byggingu nýrra verksmiðja, eða flutningi verksmiðja úr öðrum landshlutum til Austurlands. Sjálft Alþingi hefur lagt sitt af mörkum til að stuðla að síldarflutningum og er ekki annað að sjá, en þorri þingmanna hafi blindazt af áróðrinum fyrir síldarflutningunum og sjái ekki annað ráð til að nýta þessi auðæfi hafsins, en að flytja aflann langa leið til vinnslu í stað þess vinna hann sem næst fiskimiðunum.
Á 22. gr. fjárlaga er ríkisstjórninni heimilað að ábyrgjast fyrir Síldar- og fiskimjöls verksmiðjuna hf. 80% af kostnaði við kaup og breytingu á tankskipi til síldarflutninga. Sök sér er það, að flytja síld að austan til Norðurlandshafna til vinnslu þar, en það er að bíta höfuðið af skömminni, ef sjálft ríkisvaldið aðstoðar við að flytja hráefnið utan af landi til Reykjavíkur og annarra Suðurlandshafna, sem eru við gjöfulustu fiskimið veraldar. En ríkisvaldið gerir betur. Á sömu fjárlagagrein er ríkisstjórninni heimilað að ábyrgjast 90 millj. kr. lán til byggingar og endurbóta á síldarverksmiðjum, síldarflutningaskipum og síldar umhleðslustöðvum.
Þegar í huga er höfð tregða stjórnarinnar til fyrirgreiðslu við byggingar verksmiðja, er ljóst, að meginhluti ábyrgðarinnar á að fara til flutningaskipa og aðstöðu til að auðvelda flutningana. Það er mál til komið, að síldarflutningaáróðrinum linni. Væri annars ekki tilvalið fyrir frystihúsin á Norður-, Austur og Vesturlandi, að ráða í sína þjónustu sérfræðinga, er fengju það verkefni að sanna, að frá „þjóðhagslegu sjónarmiði“ væri hagstætt að flytja þorskinn, sem veiðist við Suðurland, austur, norður og vestur?
***************************************
Austurland - 12. febrúar 1965
15. árgangur 1965, 6. tölublað, Blaðsíða 1(Löng grein, á móti síldarflutningum, og Þjóðviljinn nánast endurtók megnið af greininni „málstaðnum“ til staðfestingar - sk.) Þjóðviljinn - 19. febrúar 1965
Síldarflutningarnir eru fjárhagslega mjög óhagstæðir
https://timarit.is/page/5380855?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/Siglufir%C3%B0i%20+s%C3%ADldarflutninga/inflections/true
*****************************************
Vísir - 16. febrúar 1965
55. árgangur 1965, 39. Tölublað, Blaðsíða 8
Aherzla lögð á síldarflutninga og nýjar geymsluaðferðir á síld
Síldarflutningar eru ein helzta leiðin til að nýta vel bunar síldarverkunarstöðvar og síldar verksmiðjur og staðbundinn mannafla þessara stöðva, þannig að skynsamlegt sé. Þetta álit Sveins Benediktssonar, for manns Síldarverksmiðja ríkisins og Erlendar Þorsteinssonar, for manns Síldarútvegsnefndar kom fram í yfirlitsgreinum í nýútkomnum Ægi.
Erlendur segir m.a., að gerðir hafi verið fyrirframsamningar um sölu á 588 þúsund tunnum saltsíldar á árinu, sem samsvari um 1 milljón uppmældra tunna. Þá hafi nefndin getað gert meiri samninga, en hún hafi kippt að sér hendinni, er ljóst varð, að aflabrestur yrði. Síldveiði brást með öllu fyrir Norðurlandi og í Faxaflóa, en á þessum svæðum eru margar söltunarstöðvar vel búnar tækjum og með þjálfaðan mannafla til síldarsöltunar. Erlendur seg ir, að það hljóti að vera aðalviðfangsefni síldarsaltenda að finna úrræði til þess að nýta þessar síldarverkunarstöðvar á þeim stöðum, sem nú liggja svo fjarri síldveiðisvæðunum, að síldin verður ekki nýtt til söltunar á venjulegan hátt. Verði vart komið auga á aðra Ieið en flutning síldarinnar og geymslu hennar um lengri tíma en áður hefur verið tíðkað. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar f þeim efnum og má m. a. nefna sjókælingartilraunir, sem farið hafa fram á vegum Fiskifélagsins.
Sveinn segir m.a. í sinni grein, að aukning afkasta síldarverksmiðjanna á Austfjörðum og Raufarhöfn, aukið þróarrými, auknar afurðageymslur og auknir síldarflutningar verði að fylgjast að. Þá segir Sveinn, að takist flutningarnir vel, mundi heildarafli síldveiðiflotans stór aukast og þörfin fyrir greiða af greiðslu í höfnum, sem liggja næst miðunum, ekki minnka að neinu ráði frá því, sem verið hefur. Afköst verksmiðjanna fyrir austan eru samtals 26.000 mál á sólarhring en burðarmagn síldveiðiflotans f einni veiðiferð um 300.000 mál, og er þar mikill munur á. Sveinn telur ekki næga reynslu fengna um kostnað né notagildi tankskipa til síldarflutninga, en sjálfsagt sé ,að halda áfram þessum flutningum á komandi sumri. Hann segir, að mjög hafi verið vanrækt að reyna að kæla síldina nýháfaða um borð í síldveiðiskipunum með skelís, svo hún þoli flutning í stórum stíl til fjarlægra staða.
*****************************************
Morgunblaðið - 18. febrúar 1965
52. árg., 1965, 41. tölublað, Blaðsíða 3
48. árgangur 1965, 14. tölublað, Blaðsíða 7
Það er ekki sama Jón og séra Jón
Ýmislegt um síldarflutninga til verksmiðjanna
STJÓRNARNEFNDARMAÐUR Síldarverksmiðja ríkisins birti nýlega í einu Reykjavíkur blaðanna ýmsar upplýsingar og hugleiðingar varðandi síldaraflann norðan og austan lands á sl. ári. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur síldaraflinn fyrir norðan og austan undanfarin 3 ár verið þessi:
Árið 1962 2.523 þús. mál og tunnur.
Árið 1963 1.848 þús. mál og tu.
Árið 1964 3.209 þús. mál og tu.
Af afla sl. árs fóx-u 2.774 þús. mál í bræðslu.
Þarna var einnig getið grein fyrir síldarflutningum austur og vestur. Síldarverksmiðjur ríkisins fluttu 90-100 þús. mál til Siglufjarðar og var kostnaðurinn 78 kr. á mál með leiguskipum en 48 krónur með skipum, sem fengin voru hjá norska síldarflotanum með sérstökum samningi.
Kostnaður við síldarflutninga til Bolungarvíkur varð kr. 57,50 pr. mál, samkvæmt upplýsingum þeirra, er fyrir þeirri tilraun stóðu, en ekki reiknaður sá tími, sem fór í að undirbúa Þyril til flutninganna eða hreinsun. Verksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri fluttu einnig síld að austan en kostnaður við þá flutninga er hér ekki tilgreindur. Bræðslusíldarverðið var 182 kr. pr. mál en auk þess greiddi verksmiðjurnar 3 kr. pr. mál í síldarflutningasjóð.
Nú hefur Klettur í Reykjavík keypt tankskip til síldarflutninga, sem rúmar 20 þús. mál, og aðrar verksmiðjur sunnanlands og vestan ráðgera að leigja þrjú tankskip í sama skyni. Hér nyrðra er málið í athugun.
Um þetta segir greinarhöfundur: „Ég tel, að ekki sé enn fengin næg reynzla hvorki um kostnað né notagildi tankskipanna til síldarflutninga til þess að unnt sé að kveða upp endanlegan úrskurð um þýðingu þeirra í framtíðinni fyrir síldar útveginn.
“Ekki telur hann þó líklegt, að nyrðra „leysi afgreiðsluörðugleika síldveiðiflotans til fulls. Sagt er í nefndri greinargerð, að stjórn S. R. hafi viljað auka vinnslu- eða afkastagetu ríkisverksmiðjanna á Seyðisfirði og Reyðarfirði og Raufarhöfn og hafi ráðherra veitt leyfi til framkvæmda á Seyðisfirði og Reyðarfirði fyrir 55 millj. kr., en aukningin á Raufarhöfn virðist ekki hafa verið leyfð, enda hefur einkafyrirtæki óskað eftir að reisa þar verksmiðju og mun hafa fengið loforð fyrir landi hjá hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Hefur stjórn S. R. mælt með þeirri framkvæmd, og þá að því er virðist hugsað sér hvorttveggja samtímis, nýja einkaverksmiðju og stækkun ríkisverksmiðjanna. En helzt lítur nú út fyrir, að hvorugt komist í framkvæmd að þessu sinni. Auk þess hefur stjórn S. R. mælt með því, að komið verði upp minni verksmiðjum á vegum annarra á Þórshöfn, Stöðvarfirði og Djúpavogi.
Í þessu sambandi minnast menn þess, að á Alþingi fyrir jólin beitti ríkisstjórnin sér fyrir því, að samþykkt var ríkisábyrgð fyrir Klett til kaupa á síldarflutningaskipi til að flytja síld til Reykjavíkur, allt að 80% af skipsverðinu. En þegar flutt var tillaga um samskonar ríkis ábyrgð fyrir síldarverksmiðjur á Norðurlandi, var hún felld af þingmeirihlutanum.
„Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir einhversstaðar og það á við hér.
***************************************************
Þjóðviljinn - 20. febrúar 1965
30. árgangur 1965, 42. tölublað, Blaðsíða 2
Gengið frá kaupunum á olíuskipi til síldarflutninga Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan að Kletti hefur nú endanlega gengið frá kaupum á olíuflutningaskipi, sem nota á til síldarflutninga í komandi framtíð. Ýmsar breytingar verða gerðar á skipinu áður en það verður afhent hinum nýju eigendum í maímánuði n.k.
**************************************************
15. árgangur 1965, 8. tölublað, Blaðsíða 4
49. árgangur 1965, 50. Tölublað, Blaðsíða 5 - Jón Kjartansson
30. árgangur 1965, 51. tölublað, Blaðsíða 4
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kuld
SÍLDARFLUTNINGAR FRÁ AUSTFJARÐAMIÐUM
https://timarit.is/page/2805585?iabr=on#page/n3/mode/2up/search/Siglufir%C3%B0i%20+s%C3%ADldarflutninga/inflections/true
****************************************
Miklar umræður á Alþingi voru um síldarflutninga á þessu tímabili og oftar, tillögur og fleira, skiptar skoðanir eins og gengur, en fæstir sammála um hvað gera ætti.
En mikið bar á flokksræði og skoðanir meiri og minnihluta voru báðir á því þeir hefðu rétt fyrir sér, ??? Þetta las ég út úr fjölda greina og frétta pólitísku blaðanna um málið. - Ekki las ég allt það efni en flestu sleppt hér á síðu minni. SK
****************************************
Morgunblaðið - 13. mars 1965 (Hluti langrar fréttar um síld og aftur síld…)
52. árg., 1965, 61. tölublað, Blaðsíða 26
………………….. — Stjórn SR hefur ákveðið að leigja til síldarflutninga skip með allt að 25—30 þús. mála burðarmagni.
A.m.k. eitt þeirra skipa, sem leigt verður til flutninganna, verður tankskip. Verður stuðst við hina nýju síldargeyma á Seyðisfirði til miðlunar, þannig að flutningaskipin geti haldið flutningum áfram með sem minnstum töfum.
— Jafnframt hefur stjórn SR ákveðið að kaupa tvær síldardælur og setja þá afkastameiri, sem afkasta á 12—1400 málum á klst., upp á Siglufirði í því skyni að landa úr flutningaskipunum.
Hin dælan verður sett upp á Seyðisfirði, eins og fyrr segir, til þess að landa úr síldveiðiskipunum. Hún afkastar um 300 málum á klst………………………..
****************************************
52. árg., 1965, 61. tölublað, Blaðsíða 28
Stórauknir síldarflutningar á næsta sumri
og aukning á afköstum síldarverksmiðjanna á Austfjörðum
Rætt við Svein Benediktsson
Viðtalið má lesa hér:
https://timarit.is/page/1364678?iabr=on#page/n27/mode/2up/search/Siglufir%C3%B0i%20+s%C3%ADldarflutninga/inflections/true
****************************************
30. árgangur 1965, 68. tölublað, Blaðsíða 9
FISKIMÁL -
Eftir Jóhann J. E. Kúld
Síldarflutninga þarf að undirbúa fyrir sumarið
…………………. Hvernig sem á mál þetta er litið, þá verður niðurstaðan þessi: Síldarflutningar þegar þeirra þarf með, eru sjálfsagðir í nútíma þjóðfélagi. Niðurlagsorð Það er hreinn molbúaháttur sem ekki á að þolast að síldarskip séu látin bíða eftir losun dögum saman á höfnum í nánd við miðin, sökum þess að vinnslustöðvarnar anna ekki verkefnunum.
En á sama tíma standa söltunarstöðvar og síldarbræðslur ónotaðar eða í hæsta máta hálf nýttar í nokkurri fjarlægð. Þetta er óstjórn sem hvergi þekkist nú nema hér, og sem verður að hverfa. Þetta ástand var afsakanlegt hér á árum áður, á meðan vinnslustöðvar voru einungis til á Norðurlandi og ekki f annað hús að venda með síldina þegar miklar síldarhrotur komu. Í dag er þetta ómenningarástand sem undirstrikar svo lengi sem það varir, að þeir sem með þessi mál eiga að fara valda ekki verkefninu……………………. Alla greinina má lesa hér frá tengli
https://timarit.is/page/2805783?iabr=on#page/n1/mode/2up/search/Siglufir%C3%B0i%20+s%C3%ADldarflutninga/inflections/true
*******************************************
Siglfirðingur - 26. mars 1965 <<< Tengill til skrifanna
38. árgangur 1965, 2. tölublað, Blaðsíða 6
Síldarflutningar og sócialism
49. árgangur 1965, 75. Tölublað, Blaðsíða 1
49. árgangur 1965, 78. Tölublað, Blaðsíða 6
Hrólfur Ingólfsson:
Síldarflutningar frá Austfjörðum
*******************************************
55. árgangur 1965, 79. Tölublað, Blaðsíða 1
Þyrill seldur til síldurflutninga til Vestfjarða
Ríkissjóður hefur nú selt olíu skipið Þyril. Kaupendur eru Einar Guðfinnsson i Bolungarvík að 1/2 hlut og fyrirtækið Fiski mjöl h.f. á Ísafirði að þriðjungi.
Kaupverðið er 5 milljón krónur. Ætlunin er að afhenda skipið um miðjan aprílmánuð. Það er ætlun hinna nýju eigenda að nota Þyril til síldarflutninga, eftir að tilraunir með það gáfu góða raun s.l. sumar og haust. Einar Guðfinnsson í Bolungar vík tók Þyril á leigu í fyrrasumar til að gera tilraunir með síldarflutninga af miðunum við Norðurland til Bolungarvíkur.
Í þessu skyni var komið fyrir í skipinu dælu sem gerði það kleift að dæla síldinni úr fiskiskipum úti á miðunum í geyma Þyrils.
Reyndist þessi aðferð mjög vel og eru sumir þeirrar skoðunar, að með notkun þessarar nýju tækni, síldardælunum skapist alveg nýtt viðhorf í síldarflutningum hér við land, enda eru nú fleiri síldarflutningaskip með sama hætti að koma hingað til lands.
Hinir nýju eigendur skipsins hugsa gott til þessara flutninga, sem munu væntanlega gefa verksmiðjum þeirra í Bolungarvík og Ísafirði hráefni, jafnvel þó síldin veiðist fyrir austan land.
Þeir munu hafa í hyggju að bæta annarri síldardælu við á skipið, svo að hægt sé að dæla síld samtímis inn á bæði borð, úr tveimur bátum.
55. árgangur 1965, 81. Tölublað, Blaðsíða 1
Fjögur tankskip í síldarflutningana
Útkoman á umleitunum síldarverksmiðjanna á vestanverðu landinu um tankskip til sildarflutninga verður að öllum líkindum sú, að fjögur tankskip verða í síldarflutningum í sumar frá Austfjarðamiðum vestur fyrir land.
Einar Guðfinnsson í Bolungarvík hefur ásamt síldarverksmiðjunni á Ísafirði keypt olíuskipið Þyril til síldarflutninga í sumar og Klettsverksmiðjan í Reykjavík hefur keypt erlent tankskip, Hertha, sem á að vera komið til landsins fyrir næstu sumarvertíð. Þá eru síldarverksmiðjumar fimm á Suðvesturlandi, aðrar en Klettur, að reyna að fá leigð tvö hentug tankskip til síldarflutninga í sumar. Þetta eru verksmiðjurnar í Sandgerði, Keflavik, Njarðvíkum, Hafnarfirði og Akranesi sem hafa slegið sér saman um þetta mál. Leitin að hentugum skipum hefur enn ekki borið þann árangur, að af samningum hafi orðið, en þessar síldarverksmiðjur eru staðráðnar í að láta verða af því fyrir vertíðina.
52. árg., 1965, 82. tölublað, Blaðsíða 2
Einar Ingimundarson, alþingismaður
Restina má lesa hér:> https://timarit.is/files/57265572
15. árgangur 1965, 14. tölublað, Blaðsíða 2 - Ingvar Gíslason
28. árgangur 1965, 3. tölublað, Blaðsíða 4
„Siglfirðingur“ og síldarflutningar“
Grein eftir Benedikt Sigurðsson
****************************************
Morgunblaðið - 13. apríl 1965 Grein: Sveinn Guðmundsson
52. árg., 1965, 87. tölublað, Blaðsíða 12
52. árg., 1965, 89. tölublað, Blaðsíða 17
Dælan í Víking komin
Akranesi 13. apríl.
SÍLDARDÆLA ein mikil er komin hingað til lands og á að fara í togarann Víking. Stjórn Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar hér er ráðin í að láta togarann annast síldarflutninga af austurmiðum og hingað, er síldin fer að veiðast í sumar.
Á þá að nota hina mikilvirku dælu togarans.
*****************************************
52. árg., 1965, 102. tölublað, Blaðsíða 2 (Myndin hér neðar fylgdi fréttinni, en er frá fyrra ári)
Mynd frá sl. sumri. Síldinni dælt úr veiðiskipi yfir í Þyril á hafi úti.
Einar Guðfinnsson og Fiskimjöl á Ísafirði kaupa Þyril
Samtal við Jónatan Einarsson, framkvæmdastjóra um síldarflutninga
BOLVÍKINGAR og Ísfirðingar hafa myndað með sér samtök um kaup á olíuskipinu Þyrli til síldarflutninga. —
Morgunblaðið fékk þessa frétt í gær hjá Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytisstjóra. — Kvað hann skipið hafa verið selt fyrir 5 milljónir króna, og væru 4 milljónir króna af söluverðinu lánaðar til 7 ára en ein millj. kr. borguð út.
Brynjólfur Ingólfsson sagði að Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, hefði tekið Þyril á leigu síðastliðið sumar. Voru þá gerðar tilraunir með síldarflutninga frá Austfjarðamiðum til Bolungarvíkur og dælingu á síld úr veiðiskipum á hafi úti.
Einar Guðfinnsson bauð ríkissjóði í fyrrahaust að selja honum síldardælu og annan útbúnað, sem settur hafði verið í Þyril, eða í öðru lagi að ríkissjóður seldi honum skipið. Varð sú niðurstaðan. Skipið var metið af skipaskoðunarstjóra ríkisins, og selt Einari Guðfinnssyni samkvæmt mati hans, sagði ráðuneytisstjórinn.
Morgunblaðið hringdi í gær til Jónatans Einarssonar, framkvæmdastjóra, og innti hann nánar eftir tíðindum af þessum skipakaupum og fyrirhugaðri notkun Þyrils. — Um þessi kaup á Þyrli hefur verið stofnað nýtt hlutafélag fyrir vestan, segir Jónatan Einarsson. Heitir það „Dagstjarnan hf.“ í Bolungarvík. Jafnframt var nafni skipsins breytt, og heitir það nú Dagstjarnan, og eru aðal eigendur þess Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík og Fiskimjöl hf. á Ísafirði. Í stjórn hins nýja fyrirtækis eiga sæti þeir Guðfinnur Einarsson, útgerðarmaður, Bolungarvík, sem er formaður stjórnarinnar, en auk hans eru í stjórninni þeir Ólafur Guðmundsson, forstjóri, Ísafirði, Jóhann Bjarnason, kaupfélagsstjóri, Ísafirði, Guðmundur Páll Einarsson, verkstjóri í Bolungarvík, og Jónatan Einarsson, Bolungarvík. Framkvæmdastjóri félagsins er Jónatan Einarsson. —
Skipstjóri á „Dagstjörnunni" verður Sigurður Þorsteinsson. Þyrill var byggður í Bandaríkjunum árið 1943 og er 900 tonn dw. að stærð. Skipið fór í gær áleiðis til Þýzkalands með lýsisfarm, en þar verða gerðar endurbætur á því og settar í það tvær síldardælur og annar útbúnaður. Það verk hafa undirbúið fjórir verkfræðingar, þeir Haraldur Ásgeirsson, Hjalti Einarsson, Óttar Karlsson og Einar Guðmundsson. í fyrrasumar var aðeins ein síldardæla í skipinu. En nú verða þær tvær, eins og áður er sagt. Er þetta gert til þess að auka afköst skipsins. Áformað er að gera í sumar jafnframt tilraunir með að flytja síld með skipinu í sjókælingu í einum geymi þess, sem verður sérstaklega einangraður í því skyni. —
Ert þú bjartsýnn á fyrirhugaða síldarflutninga? —
Tilraunirnar á síðastliðnu sumri, segir Jónatan Einarsson, sem fyrirtæki okkar hafði frumkvæði um, undir stjórn verkfræðinganna Haraldar Ásgeirssonar og Hjalta Einarssonar, voru að sjálfsögðu brautryðjendastarf á þessu sviði. Má því segja að naumast sé ráðlegt að hefjast strax handa um síldarflutninga í stórum stíl. Hinsvegar er það skoðun mín, að það muni verða þjóðhagslega hagkvæmt að koma síldarflutningum milli Iandshluta á öruggan grundvöll,- ekki sízt ef það reynist framkvæmanlegt að flytja síld af miðunum í sérstökum flutningaskipum, bæði til bræðslu, söltunar og frystingar. Gæti það beinlínis haft í för með sér stórfellda verðmætaaukningu á síldaraflanum fyrir þjóðarbúið. —
Hvernig gengur rekstur hinnar nýju síldarverksmiðju ykkar i Bolungarvík? —
Verksmiðjan tók til starfa á síðastliðnu ári, og vann úr 30 þúsund málum af síld, en auk þess úr 4000 tonnum af fiskúrgangi. Síðan frá áramótum hefur verksmiðjan tekið á móti rúmlega 20 þúsund tunnum af loðnu. Eru taldar líkur á því að hér sé um að ræða nokkuð árvissan afla. En hann veiddist á svæðinu frá Breiðafirði að Djúpi. Ennfremur höfum við nú, aðallega síðustu daga, tekið á móti 5 þúsund tunnum af smásíld og millisíld, sem veiðzt hefur inni í Ísafjarðardjúpi. Það sem fyrir okkur vakir, bæði með verksmiðjunni og síldarflutningunum, er að skapa byggðarlaginu aukið atvinnuöryggi. Mundi því takmarki ekki sizt verða náð, ef mögulegt reyndist að flytja síld milli landshluta til frystingar og söltunar. Fjöldi annara byggðarlaga víðsvegar um land hlyti að hafa gagn af því, ef vel tækist til, ekki síður en við Vestfirðingar, sagði Jónatan Einarsson að lokum.
55. árgangur 1965, 111. Tölublað, Blaðsíða 7
20. árgangur 1965, 10. tölublað, Blaðsíða 2
AUSTFIRÐINGAR RÆDA SÍLDARFLUTNINGA
Fimmtudaginn 13. maí s. 1. var fundur haldinn með fulltrúum söltunarstöðva og síldarverksmiðja í einkaeign á Austurlandi. Fundarboðendur voru þeir Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði, Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, Páll Guðmundsson, Breiðdal, og Sveinn Guðmundsson, Seyðisfirði. Fundarstjóri var kjörinn Sveinn Guðmundsson. Bjarni Þórðarson flutti framsögu um dagskrármálefni fundarins: Síldarflutningar af Austfjarðarmiðum. Alls sóttu fundinn fulltrúar frá 26 síldariðnfyrirtækjum. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: í tilefni af fyrirætlunum, sem uppi eru um stórfellda síldarflutninga frá Austfjarðarmiðum til vinnslu í öðrum landshlutum, vill fundurinn leggja áherzlu á eftirfarandi meginatriði.
1. Síldarflutningar að vissu marki eru eðlilegir og sjálfsagðir. Þá síld, sem ekki er hægt að veita viðtöku til vinnslu á Austfjarðarhöfnum, er eðlilegt að flytja til vinnslu annars staðar. Jafnframt bendir fundurinn á, að svo getur farið, að síldarvinnslustöðvar á Austfjörðum skorti hráefni þótt góð veiði sé á Austfjarðarmiðum, ef um stórfellda flutninga verður að ræða. Þess vegna ber að takmarka flutninga þannig, að hagur austfirskra síldar iðnaðarfyrirtækja sé tryggður í hvívetna.
2. Síldarflutningar í stórum stíl hljóta að hafa áhrif á hráefnisverð til lækkunar, vegna mikils stofnkostnaðar við flutningaskip og umhleðslustöðvar, svo og vegna reksturskostnaðar og afskrifta. Þess vegna ber að takmarka þá sem kostur er, en leggja í þess stað áherzlu á öra uppbyggingu fjölbreytts síldariðnaðar á Austurlandi. Þá telur fundurinn, að þá síld, sem flutt verður af Austfjarðarmiðum til vinnslu í öðrum landshlutum, eigi að flytja til norðlenzku verksmiðjubæjanna, en ekki til Suðvesturlands, þar sem hráefnisflutningar þangað utan af landi hljóta að auka á jafnvægisleysið í byggð landsins.
3. Fundurinn tekur fram, og leggur á það ríka áherzlu, að síldarverksmiðjur og söltunarstöðvar á Austurlandi og í eign Austfirðinga taki undir engum kringumstæðum um þátt í kostnaði við flutninga síldar af Austfjarðarmiðum til annarra landshluta, hvorki með verðjöfnunargjaldi né á annan hátt.
Fundurinn beinir þeirri eindregnu ósk til þingmanna kjördæmisins, að þeir séu vel á verði um allt, er að þessum málum lýtur og standi vörð um hagsmuni Austfirðinga.
F.h. fundarins. K. Ingólfsson, Gunnar Hjaltason”. (Fréttatilkynning.)
************************************************
Vísir - 26. maí 1965
55. árgangur 1965, 118. Tölublað, Blaðsíða 1
Síldarflutníngaskipin tvö tilbúin.
Dælur settar í Þyril í Þýzkalandi og Klettsskipið er á leið til Þrándheims Þyrill, sem keyptur hefur verið til síldarflutninga hefur nú hlotið nafnið Dagstjarnan og er um þessar mundir í Þýzkalandi, þar sem allmiklar breytingar eru gerðar á skipinu m. ?.. sett í það önnur síldardæla og sérstök aflvél fyrir síldardælurnar. —
Þá sagði Jónas Jónsson forstjóri Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar í stuttu viðtali við Vísi í morgun, að skip það sem fyrirtækið festi nýlega kaup á kæmi hingað sennilega um miðjan júlímánuð og færi þá beint í síldarflutninga.
Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur fengið hjá Guðfinni Einarssyni í Bolungarvík er Dagstjarnan eign Bolvíkinga að 2/3 hlutum og Ísfirðinga að 1/3 hluta. Sagði Guðfinnur að gert væri ráð fyrir að Dagstjarnan yrði komin á miðin um miðjan júní. Eins og fyrr segir verður sett í skipið önnur síldardæla til viðbótar við þá, sem sett var í það í fyrra og með tilkomu nýju dælunnar er gert ráð fyrir, að hægt verði að dæla um borð 100 tonnum á klukkustund, en í fyrra var hægt að dæla um 75 tonnum. Þá er einnig verið að útbúa skipið þannig að löndun geti gengið mun betur, en í fyrra. Dagstjarnan verður þannig útbúin að hægt er að setja skipið svo að segja fyrirvaralaust í lýsisflutninga og einnig er fyrirhugað að gera tilraun með að flytja í því sjókælda síld, þannig að hægt sé að setja síldina í frystingu og ef til vill söltun.
Vísir hafði einnig samband við Jónas Jónsson forstjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar og spurðist fyrir um skip bað sem fyrirtækið hefur nýlega fest kaup á til síldarflutninga. Skipið sem er um 3500 tonn að stærð hefur að undanförnu verið í flutningum á Karibahafi. Sagði Jónas, að ráðgert væri að það kæmi til Þrándheims 5-6. júní, þar sem dælur og annar útbúnaður verður settur í skipið, en síðan er áætlað að skipið verði komið hingað í síldarflutninga um miðjan júlí.
Ekki hefur mér enn tekist að finna nafnið á sem nefnd eru kaup á hér fyrir ofan, sk
*********************************************
55. árgangur 1965, 120. Tölublað, Blaðsíða 7
Niðurlag frá langri grein um síldveiðar og fleira eftir J.Kr.
Tankskipin eru bylting ársins Þetta sumar verður ekki sumar tæknilegra byltinga í síldveiðum eins og svo mörg önnur sumur hafa verið. Hins vegar verður þetta sumar síldarflutninganna. Undanfarin sumur hafa síldarverksmiðjunnar fyrir norðan látið flytja síld til sín í flutningaskipum, sem oftast hafa verið leigð frá Noregi.
Í fyrra var gerð tilraun til síldarflutninga í olíuskipi og til síldardælingar í stað háfunar. Tilraunin var gerð á Þyrli og þeir, sem að tilrauninni stóðu eru svo ánægðir með árangurinn, að þeir hafa nú keypt skipið. Þyrill er nú úti í Þýzkalandi, þar sem verið er að setja síldardælur og annan nauðsynlegan útbúnað um borð I hann. Þyrill verður ekki eina tankskipið f síldarflutningunum. —
Klettsverksmiðjan hefur fest kaup á 3500 tonna olíuskipi til síldarflutninga og er það skip nú á leið til Þrándheims, þar sem gerðar verða á. því nauðsynlegar breytingar. Það skip verður tilbúið í flutningana um miðjan júlí, en Þyrill, sem nú heitir raunar Dagstjarnan, á að verða tilbúinn um miðjan júní. Þá hafa allar síldarverksmiðjurnar á Suðvesturlandi, aðrar en Klettur, slegið sér saman um leigu á tveimur tankskipum til síldarflutninga. Síldarflutningar eru nú ekki bara nauðsyn fyrir verksmiðjurnar, sem svelta fyrir norðan heldur einnig fyrir verksmiðjurnar suðvestanlands. Vertíðin þar hefur brugðizt að mestu og eigendur þessara verksmiðja, sem flestar eru nýjar af nálinni, telja síldarflutninga einu bjargarvonina. Það eru því miklar líkur fyrir því að Austfjarðasíldinni verði ekki aðeins landað á svæðinu frá Raufarhöfn suður til Djúpavogs, heldur komi hún einnig á land í flestum höfnum suðvestanlands, í Bolungarvík og Ísafirði fyrir vestan, og í hafnir ríkisverksmiðjanna fyrir norðan. Þannig mun síldin færa tekjur til manna um allt land, þótt mest af tekjunum renni i austfirzka vasa.
*******************************************
TANKSKIP KOMIÐ TIL KROSSANESS í SÍLDARFLUTNINGA
Síldarveksmiðja Krossanesi hefur tekið á leigu sænskt skip til síldarflutninga í sumar. Hér er um að ræða enn eitt tankskipið til sildarflutninga og er verið að ganga frá dælubúnaði þess í Krossanesi þessa dagana.
Áætlað er að skipið taki síld beint af miðunum og flytji eingöngu til verksmiðjunnar í Krossanesi. Skipið er aðeins árs gamalt, 1100 smálestir að stærð, og heitir Pólana og er frá Gautaborg. Ber það milli 7 og 8 þús. mál af síld. Pólana kom til Krossaness fyrir 4 dögum og er nú verið að ganga frá fullkominni dælu í það sem Krossanes verksmiðjan sjálf á.
Að því verki loknu er skipið tilbúið til þess að fara á miðin.
11 manna áhöfn er á skipinu og er hún öll sænsk. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hafa Bolvíkingar og Ísfirðingar keypt Þyril til sildarflutninga og einnig hefur síldarverksmiðjan Klettur keypt hingað stórt síldarflutningaskip.
Þá hafa aðrar síldarverksmiðjur hér sunnanlands tekið á leigu í sumar tvö erlend skip til síldarflutninga að norðan og austan.
****************************************************
48. árgangur 1965, 44. tölublað, Blaðsíða 1
Dælur settar í flutningaskip eyfirskum síldarverksmiðjanna
EINS OG undanfarin ár eru ráðgerðir síldarflutningar til síldarverksmiðjanna við
Eyjafjörð, Krossaness og Hjalteyrar, miðað við að aðalsíldveiðisvæðin verði á svipuðum slóðum og tvö síðustu ár.
Þessar verksmiðjur hófu sameiginlega þessa flutninga með leiguskipum og var það happasæl nýjung.
Enn munu síldarverksmiðjurnar hafa vinsamlega samvinnu, en hafa nú, hvor fyrir sig, leigt sér síldarflutningaskip. Annað þeirra er komið, sænska skipið Polana, sem á að geta flutt allt að sjö þús. málum.
Samkvæmt viðtali við Guðmund Guðlaugsson verksmiðjustjóra Krossanesverksmiðjunnar, kom skipið hingað s.l. sunnudagskvöld og liggur við verksmiðjubryggjuna.
Þar er unnið að því að setja nýja, ameríska síldardælu niður í skipið og verður því verki sennilega lokið í næstu viku og er skipið þá tilbúið til síldarflutninganna. Krossanesverksmiðjan hóf bræðslu í fyrradag.
En hún fékk fyrst 170 mál úr Snæfelli, og á fimmtudagsnótt 2200 mál úr Jörundi III. Síldarsöltun er tilbúin við Krossanesverksmiðju og kemur hún væntanlega að góðu gagni ef síld veiðist fyrir Norðurlandi.
Blaðið spurðist einnig fyrir um leiguskip Hjalteyrarverksmiðju og fékk þær upplýsingar þar, að norskt síldarflutningaskip hefði verið tekið á leigu, Askit að nafni og ætti það að geta flutt allt að 6500 málum.
Þá hefur verksmiðjan keypt norska síldardælu, sem kemur á staðinn eftir fáa daga og verður sett í skipið strax og það kemur, eða um miðjan mánuðinn. Hjalteyrarverksmiðjan hefur ekki tekið á móti síld ennþá, en hún er tilbúin að hefja móttöku síldar. Og þar er allstór söltunarstöð. Verið er að endurbæta hafskipabryggjuna á Hjalteyri um þessar mundir.
**************************************************
Þjóðviljinn - 09. júní 1965 <<<< Tengill til greinarinnar
30. árgangur 1965, 126. tölublað, Blaðsíða 7
Grein eftir Bjarna Þórðarson, bæjarstjóra í Neskaupstað
Síldarflutningarnir
****************************************************
Alþýðublaðið - 10. júní 1965
45. árgangur 1965, 127. Tölublað, Blaðsíða 15
DAGSTJARNAN VÆNTANLEG HINGAÐ UM HELGINA
Bolungavík. — ÍS.-GO.
GERT er ráð fyrir að síldardæluskipið Dagstjarnan fari frá Þýzkalandi um næstu helgi og beint á miðin. Jónatan Einarsson framkvæmdastjóri hefur verið í Þýzkalandi undanfarið til að fylgjast með breytingunni á skipinu.
Sett verður sterkari dæla í skipið, en sú sem var sett í það í fyrra til reynslu og einnig sjókælivélar í einn tankinn og er ætlunin að flytja sjókælda síld til söltunar af miðunum. Ef þessi merka tilraun heppnast getur hún haft mjög mikla þýðingu fyrir hagnýtingu síldaraflans og atvinnulífið í heild. Upphafsmaður að tilrauninni er hinn kunni framkvæmdamaður og brautryðjandi, Einar Guðfinnsson ásamt sonum sínum og tengdasyni, Haraldi Ásgeirssyni verkfræðingi.
Að breytingunum loknum er gert ráð fyrir að Dagstjarnan geti flutt 9000-10000 tunnur. Dagstjarnan hf. á Bolungarvík gerir skipið út. Hluthafar eru Einar Guðfinnsson hf. að tveimur þriðju hlutum og Fiskimjöl hf. á Ísafirði að einum þriðja.
Skipstjóri verður Sigurður Þorsteinsson, Guðmundur Arason, 1. stýrimaður og Sigurvin Hannibalsson 1. vélstjóri.
Afköst síldarverksmiðjunnar á Bolungarvík eru 1500 mál á sólarhring. Starfræksla síldarverksmiðjunnar og síldarflutningarnir eru mikið hagsmunamál fyrir Bolvíkinga. Einar Guðfinnsson gerir eftirtalda báta út á síld: Hugrúnu, Hafrúnu, Dagrúnu, Sólrúnu, Heiðrúnu, Guðmund Péturs og Einar Hálfdáns. Útgerðarfélagið Græðir gerir út Pál Pálsson GK 360, en framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er Benedikt Bjarnason.
*******************************************
Vesturland - 03. júlí 1965
42. Árgangur 1965, 20.-21. Tölublað, Blaðsíða 8
Dagstjarnan (áður Þyrill), sem mun verða í síldarflutningum fyrir síldarverksmiðjuna í Bolungarvík, er nú að flytja olíu til Bolungarvíkur, Súðavíkur og Hnífsdals, en fer síðan aftur til Reykjavíkur og tekur þar olíu til Austfjarðahafna, en fer þaðan út á miðin til að hefja síldarflutningana
******************************************
Tíminn - 03. júlí 1965
49. árgangur 1965, 146. Tölublað, Blaðsíða 1
Flvtja síldina suður
IH—Seyðisfirði, föstudag.
Norska síldarflutningaskipið Rubistar, sem tekið hefur verið á leigu til þess að flytja síld af miðunum hér fyrir austan og norðan land og suður til Faxaflóahafna fór út á miðin í kvöld til að byrja að taka þar síld úr veiðiskipunum.
Skipið hefur legið hér inni að undanförnu, en unnið hefur verið að því að koma fyrir í því síldardælu, sem notuð verður til þess að dæla síldinni úr síldarskipunum á hafi úti og yfir í flutningaskipið. Þá er komið hingað annað erlent síldarflutningaskip. danskt skip, sem er töluvert stærra en Rubistar, og er það einnig ætlað til síldarflutninga til Faxaflóahafna. Ekki hefur verið sett síldardæla í danska Skipið, og verður nú hafizt handa um það verk, áður en i skipið getur hafið flutningana. og er búizt við, að það muni taka um eina viku. Það er Ólafur Jónsson útgerðarmaður í Sandgerði. sem tekið hefur þessi skip á leigu fyrir hönd fyrirtækisins Miðness.
*****************************************
45. árgangur 1965, 153. Tölublað, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið - 13. júlí 1965
Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur:
Síldarflutningar, tilraunir og horfur
Síldarflutningar. Framhald:
fljótlega hagkvæmari en aðrar kæliaðferðir, einmitt á þessu sviði. Mikið vantar á að full vitneskja sé fyrir hendi um geymslu síldar við þær aðstæður sem slík flutningaskip veita, hvort sem um væri að ræða ísun, sjókælingu, pækilvörzlu eða aðrar aðferðir. Þetta verða rannsóknir og tilraunir að leiða í Ijós. Allar horfur virðast þó vera á því að hægt sé að framkvæma þessa hluti á hagkvæman hátt, og fyrirhugaðar eru tilraunir strax +a næsta sumri. Það gefur auga leið, að notkun flutningaskipa í þessum tilgangi mundi veita fiskiðnaði og fisk veiðum okkar allmikið aukið öryggi
49. árgangur 1965, 156. Tölublað, Blaðsíða 14
SÍLD FLUTT TIL BOLUNGARVÍKUR
Krjúl-Bolungarvík, miðvikudag.
Dagstjarnan, sem áður hét Kyndill, kom hingað í nótt með 6500 mál síldar af miðunum fyrir austan og er unnið að löndun hér í dag með öðru löndunartæki síldarverksmiðjunnar, en verið er að lagfæra hitt tækið. Er reiknað með að skipið komist út aftur aðra nótt. Skipið er sem kunnugt er að miklu leyti eign Einars Guðfinnssonar sem á síldarverksmiðjuna hér og er þetta fyrsti farmurinn sem skipið kemur með hingað í sumar. Skipið tók síldina úr tíu skipum úti á rúmsjó og gekk það mjög vel, og skömmu eftir að skipin voru búin að losa sig voru þau að nýju búin að fá afla. Dagstjarnan er útbúin sérstökum olíutanki og vatnstanki, og flytur skipunum olíu og vatn út á miðin og sparar þeim því alger lega ferðir í land, þegar einnig verður farið að flytja mat til skip anna en það er í bígerð.
************************************************
Þjóðviljinn - 15. júlí 1965
30. árgangur 1965, 155. tölublað, Blaðsíða 10
Fjörugir síldarflutningar
Mikið fjör er í síldarflutningum um þessar mundir og lönduðu flutningaskip á þrem stöðum í gær: á Bolungarvík, Keflavík og Krossanesi. Fjögur skip annast þessa flutninga, Dagstjarnan (sem áður var Þyrill) og þrjú erlend leiguskip og eru tvö þeirra á vegum verksmiðja við Faxaflóa. Þá er 5. skipið að bætast við — og er það verksmiðjan Klettur sem er að kaupa sér skip erlendis er getur tekið 20 þúsund mál.
************************************************
Morgunblaðið - 17. júlí 1965
52. árg., 1965, 159. tölublað, Blaðsíða 24
Dælurnar náðu ekki síldinni úr skipinu.
Keflavík, 16 júlí
NORSKA síldarflutningaskipið Rubistar liggur nú hér í höfninni með 9 þúsund mál síldar af Austurlandsmiðum, sem það flytur hingað fyrir Síldarflutninga sf., sem er flutningafyrirtæki síldarveksmiðja á Suðvesturlandi.
Þegar byrja átti að dæla síldinni í land úr Rubistar aðfaranótt fimmtudags reyndist dæluútbúnaðurinn ekki í lagi. Hafa aðeins 1200 tunnur náðzt í land á tveim sólarhringum. Dælurnar voru settar í skipið á Seyðisfirði og gekk vel að dæla síldinni um borð úr. síldveiðiskipunum. Talið er, að dælurnar taki illa síldina þegar hún hefur legið um tíma í skipinu. Síldarflutningar s.f. leigja skipið af norskum eigendum.
Er sérfræðingur frá Verksmiðjunum, sem framleiða dælurnar, General Motors í Bandaríkjunum, kominn hingað til að reyna að leysa úr þessum vanda. Ekki er gert ráð fyrir að búið verði að losa síldina úr Rubistar fyrr en á sunnudag. Þetta var fyrsta ferð Rubistar með síld til Suðvesturlands og fyrsta skiptið, sem síld hefur verið flutt með tankskipi til hafna við Faxaflóa. — K.G.
************************************************
.
55. árgangur 1965, 161. Tölublað, Blaðsíða 16
Tók 5 sólarhringa að dæla 9 þús. málum á land
Rublsia-Fyrsta síldarflutningaskipið komið til SV-lands, en ólag á dælum þess
Síðasiðinn miðvikudag kom til Keflavíkur annað af þeim tveimur síldarflutningaskipum, sem Síldarflutningar sf. hafa á leigu, en að því fyrirtæki standa fjórar síldarverksmiðjur við Faxaflóa.
Mjög erfiðlega hefur gengið að landa úr skipinu. Fljótlega eftir að byrjað var að landa á miðvikudagskvöldið bilaði önnur dælan og hin hefur alltaf verið að bila öðru hverju. Hefir verið unnið við löndun stanzlaust í fimm sólarhringa og segja má að henni hafi verið lokið um fjögur leytið í nótt. Skipið, sem er norskt og ber nafnið Rubista er um 889 brúttólestir að stærð og kom það til Keflavíkur með um 9 þús. mál.
Síldarflutningar sf., en aðilar að því fyrirtæki eru síldarbræðslurnar í Keflavík, Hafnarfirði, Akranesi og síldarbræðsla Guðmundar Jónssonar Sandgerði, hafa nýlega tekið tvö skip á leigu til þess að annast síldarflutninga til verksmiðjanna að austan. Rubista fór beint á miðin og gekk vel að dæla síldinni úr bátunum. Eftir að skipið hafði tekið á móti um 9 þús. málum hélt það áleiðis til Keflavíkur, en síldina átti að leggja upp hjá Fiskiðjunni f Keflavík og Síldarverksmiðju Guðmundar Jónssonar, Sandgerði.
Hefur Rubista tvær dælur og eru þær amerískar. Til Keflavíkur kom Rubista kl. 21,30 á miðvikudagskvöldið og hófst þá síldarlöndun strax. í fyrstu gekk ágætlega að dæla úr tönkum skipsins, en síðan byrjuðu erfiðleikarnir. Önnur dælan bilaði og hin tók að bila alltaf öðru hverju. Gekk því löndunin mjög seint. Hefur m.a. vatni verið dælt niður í tankana, ef vera mætti að það gæti auðveldað löndun.
En svo fór að það tók alls um 5 sólarhringa að dæla úr skipinu.
Var því lokið kl. 4 í nótt, en höfðu náðst rúml. 8 þús. mál úr tönkum skipsins. — Rubista liggur enn í Keflavík og óráðið er hvort um áframhald verður á síldarflutningum með þessu skipi.
52. árg., 1965, 161. tölublað, Blaðsíða 13 Í myndformi
Þorsteinn Þorskabítur flytur síld til norðurlandshafna
TOGARINN Þorsteinn þorskabítur er nú að búa sig til síldarflutninga, þar sem hann liggur í Reykjavíkurhöfn, en skipið hefur verið afhent nefnd þeirri, sem skipuð var til að hafa forustu um framkvæmdir á tilraunum til síldarflutninga til þeirra staða á Norðurlandi, þar sem skortur er á atvinnu, eins og ákveðið var í hvítasunnu samkomulaginu.
Mbl. leitaði upplýsinga um þetta hjá Gunnlaugi Briem, ráðuneytisstjóra, sem sagði að málið Væri nú komið í, hendur fyrrnefndrar nefndar.
Í hvítasunnusamkomulaginu var gert ráð fyrir að slík 5 manna nefnd yrði skipuð, og hefur það verið gert. Formaður er Vésteinn Guðmundsson verksmiðjustjóri á Hjalteyri, og aðrir eru Jón Þorsteinsson, alþingismaður og Stefán Friðbjarnarson, bæjarritari á Siglufirði og tilnefndir af Alþýðusambandi íslands og Alþýðusambandi Norðurlands, Björn Jónsson og Óskar Garibaldason á Siglufirði, en til vara, Tryggvi Helgason.
Á þessari síldarvertíð á þessu samkvæmt að gera út Þorstein þorskabít á vegum ríkisins, til að gera tilraunir með flutning á að gera tilraunir með flutning á söltunarsíld og síld til frystingar til þeirra staða á Norðurlandi, þar sem atvinnuskortur er, og hefur nefndin tekið málið í sínar hendur. Hefur hún svo samráð og samvinnu við síldarsaltendur og frystihúsaeigendur um þessa flutninga. Einnig á skv. hvítasunnusamkomulaginu að veita veiðiskipum styrk til að flytja söltunarsíld til þessara staða svo sem kunnugt er. Þarf nefndin eða umboðsmaður hennar að semja fyrirfram við hvert skip um það. Þorsteinn þorskabítur hefur verið að undirbú sig fyrir þessa flutninga að undanförnu. Var verið að ganga frá borðum í lest í Reykjavíkurhöfn.
************************************************
52. árg., 1965, 164. tölublað, Blaðsíða 2
Flutningaskip og bátar til Hjaltlands ef veiðist
EINS og sagt var frá í Mbl. í gær eru nokkur íslenzk síldveiði skip ásamt flutningaskipi Krossanesverksmiðjunnar, Polana, lögð af stað á miðin við Hjaltland. þar sem sáralítil síldveiði hefur verið og er enn fyrir Austurlandi, eru nú mörg skip að búa sig undir að halda suður á bóginn og reyna veiðar þar. Flestir bíða þó enn átekta þar til nánari aflafréttir berast frá Hjaltlandi, en það verður væntanlega í dag. Blaðið hafði í gær samband við forráðamenn síldarflutningaskipanna og spurðist fyrir um hvort þau mundu á förum til Hjaltlands.
Guðfinnur Einarsson í Bolungarvík sagði, að Dagstjarnan, sem flutt getur um 6500 mál síldar í hverri ferð, mundi fylgja íslenzku skipunum eftir, ef þau héldu til Hjaltlands, og taka af þeim síld til verksmiðjunnar í Bolungarvík. Þá skýrði Gunnar Ólafsson blaðinu frá því í gær, að flutningaskip síldarverksmiðjanna á Suðvesturlandi mundu einnig fara til Hjaltlands, ef veiði íslenzkra skipa yrði þar góð. Annað skipanna Laura Terkol, sem flutt getur 10 til 12 þúsund mál, er nú að Iosa á Akranesi. Hitt skipið, Rubistar, getur flutt 9 til 10 þúsund mál. Rubistar lá í gærkveldi í vari nálægt Hornafirði. Mun skipið halda til Hjaltlands um leið og góðar aflafréttir berast, en búizt var við að heyra um horfurnar seint í gærkveldi eða í nótt. Langstærsta síldarflutningaskipið á vegum síldarverksmiðjanna er Síldin, sem flytja mun síld til Faxaverksmiðjunnar og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjurnar í Reykjavík. Síldin leggur af stað til íslands í kvöld.
************************************************
Verkamaðurinn - 23. júlí 1965
47. árgangur (48) 1965, 28. tölublað, Blaðsíða 1
Flutningur söltunarsíldar til vinnslustöðva Norðurlandi að hefjast
Skip útbúið til tilraunaflutninga og veiðiskipum greidd uppbót, sigli þau með eigin afla til Norðurlandshafna.
Við undirskrift samninga verkalýðsfélaganna 7. júní sl. gaf ríkisstjórnin fyrirheit um ýmsar úrbætur í atvinnumálum Norðlendinga og þ. á. m. að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að flytja söltunarhæfa síld til vinnslustöðva á Norðurlandi, ef afli brigðist á norðlægum miðflytja bolfisk til frystihúsa þar sem hráefni skortir. Fyrstu efndir þessara fyrirheita eru þær, að þessa dagana eru síldarflutningar að hefjast. í fyrsta lagi verður togarinn Þorsteinn þorskabítur gerður út til flutninga með ísvarða síld til söltunar og frystingar og í annan stað verður svo veiðiskipum, sem sigla með eigin afla langleiðir til vinnslustöðva á Norðurlandi, greidd uppbót á síldarverðið.
Mun fyrst um sinn verða varið til þessara aðgerða um 4 millj. kr. Stjórn þessara síldarflutninga og annarra fyrirhugaðra bráðabirgðaaðgerða í atvinnumálum hér á Norðurlandi, verður í hönd um 5 manna nefndar, sem skipuð hefur verið af ríkisstjórninni og er hún skipuð eftirtöldum mönnum: Óskari Garibaldasyni, Siglufirði, Birni Jónssyni, Akureyri, Stefáni Friðbjarnarsyni, Siglufirði, Jóni Þorsteinssyni, alþm., og Vésteini Guðmundssyni, Hjalteyri, og er hann formaður nefndarinnar. Tveir hinna fyrst töldu eru tilnefndir af Alþýðusambandi íslands og Alþýðusambandi Norðurlands. Er þess að vænta, að þessar aðgerðir geti tryggt verulegt magn söltunarsíldar til vinnslustöðvanna hér nyrðra, þótt nærliggjandi mið reynist brigðul, svo sem reynslan hefur orðið á sl. vertíðum og einnig nú í sumar til þessa.
************************************************
55. árgangur 1965, 165. Tölublað, Blaðsíða 1
55. árgangur 1965, 166. Tölublað, Blaðsíða 16
Ný tækni
— Leiguflutningaskipum þeim sem síldarverksmiðjurnar hér sunnanlands tóku í notkun.
Nú hafa tvö skip verið fengin til síldarflutninga til Suðvesturlands. Það fyrra kom til Keflavíkur og seinna skipið, danska skipið Laura Terkol kom til Akraness f síðustu viku. Hér er um að ræða venjuleg tankskip eða olíuflutningaskip eru dælurnar settar í þau austur á Seyðisfirði.
Síðan þegar þau koma á hafnir hér suðvestanlands er í fyrstu lotu við ýmsa erfiðleika að stríða, þar sem setja þyrfti í þær ýmiskonar útbúnað annan og ganga þannig frá öllum umbúnaði að verkið geti gengið snuðrulaust Sjálfar dælumar hafa á báðum þessum stöðum sannað kraft sinn og notagildi, en ýmislegt annað hefur hindrað uppskipunina.
Fréttamaður Vísis fór upp á Akranes þegar verið var að dæla síldinni úr Lauru Terkol. Svo virtist sem eftirfarandi atriði þyrfti að taka til íhugunar og endurbóta.
Í fyrsta lagi er erfitt að taka beint til þessara flutninga skip sem annars eru höfðu f olíuflutningum. Valda því m.a. upphitunargormar „coils“, þeir sem settir eru í tanka olíuskips til þess að hita olíuna upp svo að hún renni betur. Gormamir eru fyrir dælubarkanum sem er 8 tommu sver svo að hann kemst ekki að síldinni.
(Innskot mitt (sk) til skýringar. Orðið „gormar“ það hefi ég aldrei heyrt í þessari tengingu. Ég aftur á móti hefi unnið við „colis“ bæði í landi í lýsistönkum og á síldarflutninga og olíu skipi, þar var þetta nefnt „spíralar,“ og oftar en ekki flatir á botni, en heyrt hefi ég um gorma lagaða spírala, en aldrei séð slíka)
Þyrfti að rífa gormana úr og það mun t.d. hafa verið gert í Þyrli og hinu nýja flutningaskipi „Síldinni“, sem nú er á leiðinni hingað.
Dælubarkinn niður í lestina er sem fyrr segir 8 tommur og mjög sver. Er hann settur saman úr mörgum gúmmflögum, enda er sogkrafturinn yfir 1000 pund. Þetta gerir hann mjög þungan í vöfum.
Á Lanru Terkol eru engar bómur til þess að færa barkann til og tók það starfsmenn upp undir klukkustund aðeins að koma barkanum niður. Þetta þarf að lagfæra og síldarflutningaskipin að vera útbúin með hæfilegri bómu Enn má segja að það sé mikil áhætta að setja síldina í tankana á venjulegu olíuskipi. Ef dæluútbúnaður bilaði væri engin leið að ná síldinni upp. Það þyrfti því að vera lúga á tanknum sem gerði það kleift að hífa síldina upp f krana ef í nauðir ræki. Þannig lúgur hafa verið settar á nýja síldarflutningaskipið Síldina, enda virðist Jónas verksmiðjustjóri á Kletti hafa tekið allt þetta mál mjög föstum tökum og leitazt við að leysa fyrirfram þau vandamál, sem menn hafa rekið sig á fram að þessu. Er því þess að vænta að verkið gangi betur og snurðulausara þegar það skip kemur með fyrsta síldarfarm
Í sambandi Við þessar síldardælur koma upp nýir möguleikar á að gera síldarlöndun einfaldari og kostnaðarminni en verið hefur. Með dælunum virðast nýir möguleikar skapast á að landa síldinni beint úr skipi í síldarþró. Mikið er þó hér eins og áður undir því komið hvernig síldarverksmiðjurnar eru staðsettar við höfnina. En mikill kostur væri það og sparnaðarauki ef hægt væri að spara bæði hafnarkrana og vörubíla við löndun síldarinnar. En segja má að það sé vandamál hafnar yfirvalda á hverjum stað, hvort hægt sé að taka upp nýja og praktískari löndunarhætti. Þetta mál hefur verið leyst frábærlega vel í Krossanesi, þar sem síld inni er dælt upp í snigil og fer frá honum í færiband beina leið inn í verksmiðju. Hlýtur að verða að gera þá kröfu að allt sé gert sem hægt er til að gera löndun auðveldari og fljótvirkari. Og þessi nýja og fullkomna tækni ætti að ýta undir það.
************************************************
52. árg., 1965, 171. tölublað, Blaðsíða 2
Sjómannablaðið Víkingur - 1965
27. árgangur 1965, 7.-8. Tölublað, Blaðsíða 209
Grein um Síldarflutninga
https://timarit.is/page/4235981?iabr=on#page/n4/mode/2up/search/s%C3%ADldarflutningar/inflections/true
***************************************
53. árg., 1966, 173. tölublað, Blaðsíða 32
Morgunblaðið - 03. ágúst 1966 - Ljósmynd fylgdi fréttinni, ókunnur ljósmyndari
53. árg., 1966, 173. tölublað, Blaðsíða 32
„Haförninn“ kemur í dag „HAFÖRNINN“, hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiöja ríkisins, er væntanlegt til Seyðisfjarðar í dag. Hingað kemur skipið frá Bremerhaven, þar sem það var afhent SR í lok s.l. mánaðar. „Haförninn" er 3700 tonn að stærð, og ber í hverri ferð 3.300 lestir síldar. Það heldur á síldar miðin við fyrsta tækifæri.
Skipstjóri á „Haferninum“ verður Sigurður Þorsteinsson en hann var áður skipstjóri á Dagstjömuinni", síldarflutningaskipi Einar Guðfinnssonar í Bolungarvík.
55. árgangur 1965, 175. Tölublað, Blaðsíða 1
45. árgangur 1965, 174. Tölublað, Blaðsíða 3
52. árg., 1965, 176. tölublað, Blaðsíða 20
Grútarhálka á Skúlagötu
í MORGUNÚTVARPI í gærmorgun voru lesin skilaboð frá lögreglunni til ökumanna, þar sem þeir voru beðnir að fara gætilega um Skúlagötu, vegna þess hve sleip hún væri orðin eftir akstur vörubifreiða, sem voru að flytja síld í verksmiðjuna inni á Kletti. Síðar um daginn voru nokkrar götur orðnar mjög hálar, aðallega Geirsgata og Skúlagata, en einnig Tryggvagata og Mýrar gata, eftir bíla, sem fluttu síld í Faxaverksmiðjuna í Effersey (Örfirisey). Stafaði hálkan af því, að marir bílanna voru ekki með nógu þéttan pall, svo að grútarblandinn sjór rann í slóð þeirra. Slabbið barst og í nærliggjandi götur með hjólbörðum.
Lögreglan greip þá til þess að stöðva síldarflutninga með þeim bílum, sem ekki var unnt að gera nægilega þétta.
Til þess er heimild í 54. grein umferðarlaga, þar sem kveðið er á um, að farmur á bílum megi ekki valda hættu, truflun eða óþrifnaði í umferð.
Sumir bílanna voru í góðu lagi að þessu leyti, og aðra var hægt að þétta með því að líma gúmmílista á skjólborð, en sumir urðu að hætta akstri.
Magnús Einarsson í Umferðardeild lögreglunnar skýrði Mbl. svo frá í gær, að lögreglan vildi helzt, að síldin væri flutt í sérstökum málm- eða plasthylkjum á bíl pöllunum. Að öðrum kosti yrði að þétta þá með öðru móti, og bezt væri að hafa skilrúm á pallinum, svo a síldin gæti ekki runnið til. í gær þildi gaflþil á einum bílanna ekki þrýstinginn, þegar síldin kastaðist til á pallinum, og rann heill farmur á götuna. Þetta var á Skúlagötunni, rétt við gatnamót Geirsgötu.
30. árgangur 1965, 174. tölublað, Blaðsíða 1
Flutningaskip í fyrstu ferð:
Síldin kom með rösk 20 þús. mál af Hrollaugseyjarmiðum
í fyrrakvöld kom hingað til Reykjavíkur flutningaskipið Síldin, sem er eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti í Reykjavík. Þjóðviljinn hafði samband við Jónas Jónsson, stjórnarmann verksmiðjunnar af því tilefni.
Jónas kvað flutninginn á síldinni austan frá Hrollaugseyjum hafa gengið mjög vel.
Hefði skipið verið 3l/2 dag að fylla sig og hefði nú komið með rösklega 20 þús. mál til Reykjavíkur, sem færu til bræðslu í verksmiðjunum á Kletti og í Örfirisey. Unnið var að því að landa úr Síldinni í gær og fyrradag.
Var löndun um það bil hálfnuð á hádegi í gær. Var síldinni landað á bíla, sem fluttu hana til verksmiðjanna.
30. árgangur 1965, 174. tölublað, Blaðsíða 1
Flutningaskip í fyrstu ferð:
Síldin kom með rösk 20 þús. mál af Hrollaugseyjarmiðum
í fyrrakvöld kom hingað til Reykjavíkur flutningaskipið Síldin, sem er eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti í Reykjavík. Þjóðviljinn hafði samband við Jónas Jónsson, stjórnarmann verksmiðjunnar af því tilefni.
Jónas kvað flutninginn á síldinni austan frá Hrollaugseyjum hafa gengið mjög vel. Hefði skipið verið 3l/2 dag að fylla sig og hefði nú komið með rösklega 20 þús. mál til Reykjavíkur, sem færu til bræðslu í verksmiðjunum á Kletti og í Örfirisey. Unnið var að því að landa úr Síldinni í gær og fyrradag. Var löndun um það bil hálfnuð á hádegi í gær. Var síldinni landað á bíla, sem fluttu hana til verksmiðjanna.
Síldin er 11 ára gamalt tankskip, keypt frá Noregi. Kaupverð skipsins var 15 miljónir króna, en síðan þurfti að kosta breytingar á skipinu svo unnt yrði að flytja í því síld. Skipið er 3500 tonn. 15 menn fóru með Síldinni i þessa fyrstu ferð skipsins. En í Ijós kom, að ekki geta færri menn en 18 annað þeim verkefnum, sem sinna þarf um borð í skipinu og mun því nokkrum nýjum mönnum verða bætt við.
---------------
Þorskabítur á Siglufirði
Togarinn Þorsteinn þorskabítur er nú kominn til Siglufjarðar, en þaðan heldur hann á miðin fyrir austan og flytur ísaða síld til söltunarstöðvanna á Norðurlandi.
Skipstjóri á Þorsteini þorskabít er Torfi Ó. Sölvason.
------------------
Sóðalegur flutningur síldarinnar
Flutningur síldarflutningaskipsins Síldarinnar er næsta óþrifalegur varningur eftir fleiri sólarhringa geymslu.
Er síldin morkin og sjóslegin og mikill grútur hefur runnið af henni.
Þetta hefur valdið talsverðum erfiðleikum við flutninga síldarinnar á bílum til síldarverksmiðjanna hér í Reykjavík. Hefur grúturinn viljað renna yfir skjólborðin og út á götuna, sem verður óþrifalegt svað fyrir vikið. Aðallega aka bílarnir eftir Tryggvagötu í Örfiriseyjarverksmiðjuna og Skúlagötu í Klettsverksmiðjuna en skipið liggur við togarabryggjuna.
Grípa varð til þess ráðs í gær að bera sand á göturnar þar sem síldarflutningabílarnir fóru um því þær voru orðnar glerhálar og sóðalegar vegna grútsins. Allur farmur eins bílsins datt af pallinum fyrir framan Hamarshúsið i Tryggvagötu og varð lögregla að stöðva umferðina meðan síldin var hreinsuð upp úr götunni.
************************************************
30. árgangur 1965, 175. tölublað, Blaðsíða 12
„Ófremdarástand og ringulreið í síldarflutningunum"
— segja þeir á Raufarhöfn.
RAUFARHÖFN 7/8
— Við höfum orðið ákaflega afskiptir með síld í sumar og eru það mikil viðbrigði, borið saman við liðin sumur, sagði fréttaritari Þjóðviljans á staðnum í símtali í gær.
Hér hefur varla sézt síld 1 heilan mánuð og ríkir deyfð og drungi yfir þessum níu síldarplönum á staðnum, en heildarsöltunin nemur nú tólf þúsund tunnum á sumrinu og er það bágborin útkoma.
Síldarverksmiðja ríkisins á staðnum hefur tekið á móti áttatíu þúsund málum og kom megnið af því á nokkrum dögum snemma í sumar. Nú liggja þrjú þúsund mál í þróm og hefur engin bræðsla verið í verksmiðjunni nær fimm vikur og þar af leiðandi bágborin útkoma hjá þessum aðkomumönnum í verksmiðjunni.
Góður handfæraafli hefur hinsvegar verið síðustu daga á svokölluðu Hólsgrunni, — um klukkutíma keyrslu á trillu héðan, — fengu til dæmis tveir menn á færi rúmlega þrjú tonn af þorski eftir daginn, — annars er meðalafli um sex hundruð kíló á færi fyrir hvern róður og fer þessi fiskur bæði í salt og frystingu hér á staðnum. Hefur þannig verið mikið að gera hjá heimamönnum við vinnslu á þessum afla þessa daga. Óánægja vegna síldarflutninganna Hér ríkir hins vegar mikil óánægja út af skipulagningu síldarflutninga af miðunum og hefur staðurinn hreinlega orðið úti í þeim efnum — undanfarin sumur hafa skipin siglt hingað til Raufarhafnar eftir að síldarplássin á Austfjörðum hafa ekki getað annað móttöku á síld og hefur umframafli verið jafnóðum fluttur suður með flutningaskipum — svo varð reyndin með síldina, sem veiddist við Hrollaugseyjar og núna síðustu daga út af Langanesi.
Stjórn Verkamannafélags Raufarhafnar hélt nýlega fund og sendi síðan ályktun í skeyti til nefndar þeirrar á Siglufirði, sem fjallað hefur um síldarflutningana og atvinnuuppbyggingu á vestanverðu Norðurlandi og þykir Raufarhafnarbúum heldur dræmar undirtektir hjá þessari títtnefndu nefnd og virðist hún ekki hafa tekið afstöðu ennþá með tilliti til staðarins. Þá er vitað, að Síldarverksmiðjum ríkisins hefur verið boðið að kaupa síld af austfirzkum miðum, sem liggur í þróm í Grindavík vegna manneklu á staðnum til þess að vinna síldina þar og sömuleiðis var SR boðið upp á farm í síldarflutningaskipi við bryggju á Akranesi vegna erfiðleika á að koma síldinni þar í land. Þannig ríkir mikið skipulagsleysi með þessa síldarflutninga af miðunum fyrir austan og síldarspekúlantar á Suðvesturlandi fá að vaða uppi hindrunarlaust með fyrirsjáanlega eyðileggingu verðmæta.
Þykir einkennilegt að láta dýr atvinnutæki á Norðausturlandi standa auð með nógan mannskap, þegar ekki er hægt að vinna síldina eða skipa henni á land við Suðvesturland. Hærra síldarverð boðið
Nú er það í tízku á miðunum fyrir austan að láta bjóða í farminn í síldarskipum úti á miðunum og er verðlagning á síld komin úr skorðum. Síldarverksmiðjurnar á Austfjörðum riðu á vaðið í sambandi við síldina, sem veiddist við Hrollaugseyjar — sunnan við Stokksnes og tilheyrir öðru verðlagssvæði eða svokallaðri Suðurlandssíld og greiddu kr. 210 fyrir málið og er þó ekki skylt að greiða nema kr. 189 fyrir málið samkvæmt verðlagningu opinberra aðila. Suðurlandssíldin er yfirleitt vigtuð í höfnum hér sunnanlands og telja sjómenn, að muni um ellefu prósent á vigtuðu máli og mældu máli eins og tíðkast í síldarplássum á Austfjörðum og Norðurlandi.
Í fyrradag bauð svo Vopnafjarðarverksmiðjan ellefu prósent hækkun á málið miðað við síldina, er veiddist núna þessa daga austur af Langanesi, en það mun vera svipuð vegalengd af þessum miðum til þriggja stórra síldarbæja — Raufarhafnar, Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar og er nú að vita. hvernig viðbrögðin verða við þessu síðasta verðtilboði frá Vopnafjarðarverksmiðjunni, er situr uppi þessa stundina með nálega tómar síldarþrær. Hlustar fólk yfirleitt spennt á bátabylgjunni fyrir norðan og austan og sjómenn haga sér nú eins og harðsvíraðir kaupsýslumenn og þurfa að fylgjast með verðsveiflum á markaðnum. Þá eru síldarsaltendur á Norðausturlandi komnir í hár saman út af yfirboðum sín á milli og steyta nú hnefana hver framan í annan.
Verður margur að hagræða sannleikanum og eru dæmi þess að þeir standi uppi með þrjú viðhorf í tilboðum eftir stöðum. Þannig vitnaðist um verðtilboð frá síldarsaltanda á Vopnafirði, sem kom með tuttugu kr. yfirboð frá þeim stað, en vill ekki kannast við slíkt verð í öðru síldarplássi eins og Seyðisfirði.
Í fyrradag komu þrír bátar til Neskaupstaðar og reyndust vera með samanlagt sjö hundruð tunnur af síld og settu hana í salt.
Og þessu magni fengu síldarsaltendur þrjátíu uppsaltaðar tunnur og er það nær fjögur prósent nýting. Verksmiðjan á Neskaupstað er full og varð að fleygja þessari síld í kasir á plönunum og virðist sömu sögu að segja frá öðrum síldarplássum á Austfjörðum með nýtingu á saltsíldinni. En allt kaupa Svíar og virðast vera einkennilega fíknir í alla síld og er hún þó slegin og illa farin eftir langa siglingu.
H.R.
************************************************
Alþýðublaðið - 10. ágúst 1965
45. árgangur 1965, 176. Tölublað, Blaðsíða 14
Þorsteinn með fyrsta farminn Reykjavík,
ÞORSTEINN ÞORSKABÍTUR, sem nú er gerður út til síldarflutninga, er væntanlegur til Siglufjarðar síðari hluta dags með um það bil 1700 tunnur af ísaðri síld í kössum, sem salta á, á Siglufirði, sem skipið tók úr bátum á miðunum. Hér er um að ræða tilraunaflutninga, og er þetta fyrsta ferð Þor steins í sumar. Þessir flutningar, eru kostaðir af ríkisstjórninni og er það í samræmi við samkomulag milli hennar og verkalýðsfélaganna fyrir norðan frá því í vor.
***********************************************
Einherji - 1965
34. árgangur 1965, 7. tölublað, Blaðsíða 1
Síldarflutningar
Þegar samningar tókust, þ. 7. júní sl., milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna ó Norður- og Austurlandi, lofaði ríkisstjórnin að gera ýmsar ráðstafanir til að bæta úr atvinnuerfiðleikum- á Norðurlandi, er skapazt hafa vegna aflabrests og síldarleysis. Nú hefur ríkisstjórnin skipað 5 manna atvinnumálanefnd. Fyrir nokkru hélt nefndin sinn fyrsta fund í Siglufirði, og ákvað að greiða kr. 40,00 í flutningskostnað til skipa á hverja uppsaltaða tunnu ef flutt er eigin veiði af veiðisvæðum sunnan Bakkaflóa, til vinnslustöðva vestan Tjörness. Sé flutt til Húsavíkur er styrkurinn þó aðeins kr. 30,00.
Gert er ráð fyrir að söltunarstöðvar greiði sjálfar 20,00 kr. í viðbót á hverja tunnu, þannig að skipin fái 60,00 kr. alls í flutningskostnað. Ekki mun enn ákveðið, hvort eða hvað mikið verður greitt fyrir síld til Raufarhafnar. Ákvarðanir nefndarinnar um svæðamörk, sem skera úr um styrk til flutninga, eru allar til bráðabirgða.
B.v. Þorsteinn Þorskabítur er nú tilbúinn til sildarflutninga, og mun eingöngu flytja Ísvarða síld til söltunar eða frystingar á Norðurlandshöfnum. Er hér um tilraunir að ræða, er ekki hafa verið reyndar áður.
****************************************
55. árgangur 1965, 182. Tölublað, Blaðsíða 3
30. árgangur 1965, 180. tölublað, Blaðsíða 1
Sjö flutningaskip flytja bræðslusíld
Síldarflutningar ganga víðast hvar mjög vel
Síldarflutningar til verksmiðja sem fjarri eru miðunum hafa nú verið reyndir í stórum stíl í fyrsta skipti á þessari sumarvertíð. Eftir þeim upplýsingum sem Þjóðviljanum hafa borizt hafa þessir flutningar yfirleitt gengið vel og eru menn bjartsýnir á framtíð þeirra þegar komið er yfir byrjunarerfiðleika. Nú eru í notkun sjö slík flutningaskip flest þeirra erlend leiguskip, auk Þorsteins þorskabíts, sem ætlað er að flytja fersksíld til söltunarstöðva.
GuIIa heitir flutningaskip sem síldarverksmiðjan Rauðka hefur á leigu frá Noregi. Það er 700 tonn og getur borið um 5000 mál. Gulla hefur þrívegis komið með fullfermi til Siglufjarðar og fór þaðan í fyrrinótt austur á miðin og bíður þess að fá þar Í sig síld.
Verksmiðjan hefur brætt um 50 þús. mál en þrær eru nú allar tómar.
Gústaf Nílsson hjá Rauðku sagði Þjóðviljanum í gær að mjög vel hefði gengið að lesta skipið og losa úr því, og bjóst hann við að leigutími yrði framlengdur þegar hann rennur út í lok ágúst.
Flutningaskipið Dagstjarnan sem áður var olíuskipið Þyrill var að losa í Bolungarvík í gær. Þar vestra er síldin vigtuð en ekki talin í málum og var Dagstjarnan með um 700 tonn en hafði losað rúm 200 tonn á ísafirði í sömu ferð. Þetta mun svara til að skipið hafi verið með um 6700 mál í allt, og er þetta þriðja ferðin sem það kemur með svipað magn. Dagstjarnan er eign verksmiðjanna.
Í Bolungarvík og ísafirði. Vaktformaðurinn í verksmiðjunni. í Bolungarvík , sagði Þjóðviljanum að síldinni væri bæði dælt í skipið og úr því.
Hefði tekið tvo tíma að landa úr skipinu, en þetta væri allt á tilraunastigi og gæti löndun vafalaust verið lokið á mun skemmri tíma. Síðan flutningar hófust hefur verið brætt í verksmiðjunni dag og nótt og er þetta fjórða vikan. Nokkrar verksmiðjur við Faxaflóa hafa slegið saman um leigu á tveim flutningaskipum Ruby Star og Laura Terkhol. Þetta eru verksmiðjurnar í Hafnarfirði, Keflavík, Sandgerði, Njarðvík og Akranesi. Ruby Star var í gær að losa 4000 mál í Keflavík, en Laura Terkhol var að landa um 9000 málum hjá Lýsi og mjöl í Hafnarfirði.
Sagði Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri í Lýsi og mjöl að heldur hefði gengið illa með flutninga. Skipið tafðist á leiðinni, og væri síldin einn grautur og gengur illa að losa og eins að vinna úr síldinni í verksmiðjunni.
Loks hafði Þjóðviljinn tal af Jónasi Jónssyni framkvæmdastj. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavik, en verksmiðjan hefur nýlega fest kaup á flutningaskipinu Síldinni frá Noregi. Jónas neitaði að segja nokkuð um hvernig gengi með síldarflutninga og bar því við að hann væri reiður Þjóðviljanum fyrir að skýra frá því að einn skipverja á Síldinni hefði sent skipaskoðunarstjóra bréf og kvartað um aðbúnað um borð.
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri hefur á leigu frá Noregi rúmlega 800 tonna skip Askiga og getur það flutt 5000 mál í hverri ferð. Áhöfn á skipinu er norsk utan einn maður íslenzkur, Árni Hallgrímsson úr Reykjavík. Skipið hefur komið þrjár ferðir til Hjalteyrar með samtals um 11 þús. mál. kom fyrst með slatta af miðunum við Hjaltland og síðan tvívegis með næstum fullfermi af miðunum eystra. Áður en þessir flutningar byrjuðu hafði verksmiðjan brætt rúm 40 þús. mál.
Baldur Pétursson verkstjóri í verksmiðjunni sagði Þjóðviljanum í gær að síldin virtist vel með farin og auðvelt að eiga við hana í bræðslu. Síldinni er dælt úr veiðiskipunum, en við löndun eru notaðir kranar verksmiðjunnar. Menn eru hræddir um að síldin missi of mikið blóðvatn ef henni er aftur dælt með sjó. Baldur sagði að ekki væri nokkur vafi að slíkir flutningar ættu framtíð fyrir sér, hann vissi dæmi um skip sem losað hefði í flutningaskip og kastað strax aftur og siglt í land með fullfermi.
Krossanesverksmiðjan hefur tekið á leigu til flutninga rúmlega 1000 tonna sænskt skip, Polana, og getur það flutt um 7000 mál. Skipið hefur flutt 26 þús. mál f 5 ferðum, það er nú á síldarmiðunum og bíður þess að þrælunni létti og skipin fari að veiða aftur. Verksmiðjan hefur nú brætt 82 þús. mál af síld og auk þess nokkuð af fiskúrgangi frá togurunum og hefur bræðsla gengið mjög vel að því er framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði Þjóðviljanum í gær.
***********************************************
Þjóðviljinn - 10. september 1965
30. árgangur 1965, 203. tölublað, Blaðsíða 1
Síld, sem flutt er suður ekki skattlögð vegnu síldarleitar!
Þó að« síldarleitin fyrir norðan og austan veiti skipum sömu þjónustu hvort sem afli þeirra fer á land fyrir austan eða í Reykjavík, er síld sú, sem fer í land fyrir austan og norðan aðeins skattlögð vegna síldarleitarinnar, en ekki þau mál, sem flutt eru til Reykjavíkur. Mjög alvarlegt ástand er nú að skapast í síldarmálunum.
Mun nú heita útilokað að saltað verði í gerða samninga og bræðslu síldarverksmiðjur hafa staðið auðar eystra undanfarið. Mun nú langt síðan síld hefur komið bæði til Vopnafjarðar og Raufarhafnar. Sú síld, sem veiðzt hefur, hefur verið flutt suður til Reykjavíkur og til Bolungarvíkur. Telja Austfirðingar þetta ráðslag furðulegt með tilliti til þess að langstytzt er að flytja aflann frá Jan Mayen til Raufarhafnar og Vopnafjarðar.
En það er sitthvað fleira, sem komið hefur a daginn við hina stöðugt vaxandi síldarflutninga. Er blaðið hafði samband við einn af starfsmönnum. Síldarleitarinnar á Dalatanga í gær hafði hann eftirfarandi fréttir að segja:
— Nú munu um 100 þúsund mál síldar hafa verið flutt af miðunum eystra og nyrðra til Reykjavíkur og talsvert hefur verið flutt til Bolungarvíkur.
Kostnaður við síldarleitina er greiddur að einum þriðja úr Fiskveiðasjóði og tveir þriðju hlutar eru greiddir með sérstöku álagi á mál og tunnur, sem landað er fyrir austan.
Er kostnaðinum jafnað niður að vertíð lokinni. Hins vegar fær síldarleitin ekkert fyrir þá síld, sem flutt er vestur fyrir Horn, eða suður fyrir Djúpavog. Þó liggur það í augum uppi að þjónustan er sú sama við skipin hvar sem síldinni er landað þegar hún er veidd á svæði síldarleitarinnar fyrir norðan og austan.
***********************************************
Þjóðviljinn - 10. september 1965
30. árgangur 1965, 203. tölublað, Blaðsíða 1
Síld, sem flutt er suður ekki skattlögð vegnu síldarleitar!
Þó að« síldarleitin fyrir norðan og austan veiti skipum sömu þjónustu hvort sem afli þeirra fer á land fyrir austan eða í Reykjavík, er síld sú, sem fer í land fyrir austan og norðan aðeins skattlögð vegna síldarleitarinnar, en ekki þau mál, sem flutt eru til Reykjavíkur. Mjög alvarlegt ástand er nú að skapast í síldarmálunum.
Mun nú heita útilokað að saltað verði í gerða samninga og bræðslu síldarverksmiðjur hafa staðið auðar eystra undanfarið. Mun nú langt síðan síld hefur komið bæði til Vopnafjarðar og Raufarhafnar. Sú síld, sem veiðzt hefur, hefur verið flutt suður til Reykjavíkur og til Bolungarvíkur. Telja Austfirðingar þetta ráðslag furðulegt með tilliti til þess að langstytzt er að flytja aflann frá Jan Mayen til Raufarhafnar og Vopnafjarðar.
En það er sitthvað fleira, sem komið hefur a daginn við hina stöðugt vaxandi síldarflutninga. Er blaðið hafði samband við einn af starfsmönnum. Síldarleitarinnar á Dalatanga í gær hafði hann eftirfarandi fréttir að segja:
— Nú munu um 100 þúsund mál síldar hafa verið flutt af miðunum eystra og nyrðra til Reykjavíkur og talsvert hefur verið flutt til Bolungarvíkur.
Kostnaður við síldarleitina er greiddur að einum þriðja úr Fiskveiðasjóði og tveir þriðju hlutar eru greiddir með sérstöku álagi á mál og tunnur, sem landað er fyrir austan.
Er kostnaðinum jafnað niður að vertíð lokinni. Hins vegar fær síldarleitin ekkert fyrir þá síld, sem flutt er vestur fyrir Horn, eða suður fyrir Djúpavog. Þó liggur það í augum uppi að þjónustan er sú sama við skipin hvar sem síldinni er landað þegar hún er veidd á svæði síldarleitarinnar fyrir norðan og austan.
***********************************************
Vesturland - 11. september 1965
42. Árgangur 1965, 22.-23. Tölublað, Blaðsíða 5
Síldarflutningar Dagstjörnunnar hafa gengið eftir vonum og hefur gengið mjög vel að dæla upp í skipið úti á miðunum og tekið um 21/2 sólarhring að losa skipið hér Vestra.
55. árgangur 1965, 210. Tölublað, Blaðsíða 16
55. árgangur 1965, 227. Tölublað, Blaðsíða 4
Vesturland - 20. nóvember 1965
42. Árgangur 1965, 29.-30. Tölublað, Blaðsíða 3
Vesturland - 20. nóvember 1965
42. Árgangur 1965, 29.-30. Tölublað, Blaðsíða 8
Dagstjarnan lagði af stað af síldarmiðunum með um 6.600 mál á miðvikudagskvöld.
**********************************************
Alþýðublaðið - 23. nóvember 1965 (Hannes á horninu)
45. árgangur 1965, 266. Tölublað, Blaðsíða 4
SJÓMAÐIJR SKRIFAR:
„Nú vantar illa flutningaskip til að flytja síldina frá Austfjörðum til Norðurlandsins t.d. til Siglufjarðar Skagastrandar eða Húsavikur eða bara til Raufarhafnar.
SÍLDARVERKSMIÐAN í Reykjavík hefir skip, sitt eigið skip, sem mun líklega koma til með að skila 150—200 þúsund málum að austan hingað suður og fullvíst má telja að megnið af þessari síld hefði aldrei verið veidd eða svip að magn ef þetta ágæta flutninga skip hefði ekki verið keypt.
Þá voru aðrar verksmiðjur hér syðra með skip, sem eitthvað flutti af síld að austan, en mun nú hætt. DAGSTJARNAN, áður Þyrill, nú eign Bolvíkinga, hefir alltaf verið í flutningum síðan það kom heim í sumar.
Krossanes og Hjalteyri höfðu og hafa skip til flutninganna og sagt er að það sé leigt til n.k. mánaðamóta. En hvað hafa Síldarverksmiðjur ríkisins flutt mikið af austurmiðum til Norður landshafna?
ÞAÐ MUN ENTTHVAÐ vera, en allt of lítið. Þær eiga ekkert skip til þessara flutninga, en munu hafa haft koppa s.l. sumar um takmarkaðan tíman. Þeir voru forsjálli Reykvíkingarnir að kaupa 20.000 mála skip til þessara flutninga heldur en stjórn ríkisverksmiðjanna.
Stærsta fyrirtækið í þessari starfs grein hefir þarna orðið illa aftur úr. Mundi þó ekki hafa af veitt, að flutt hefði verið til Siglufjarðar eða Skagastrandar hrá hráefni, til þess að veita starfslitlu fólki á þessum stöðum atvinnu. SÍLDIN, skip Reykvíkinganna mun hafa bjargað í þjóðarbúið tugum milljóna króna í beinhörðum gjaldeyri. Þannig hefðu ríkis verksmiðjurnar einnig getað gert en þar virðist, hafa vantað útsjón og áræði, sem Reykvíkingarnir höfðu til að bera.
STJÓRN verksmiðjanna ætti strax að fara á stúfana og hefja undirbúning fyrir næstá sumar, ekki eingöngu leigja skip heldur reyna að eignast tankskip svipað að stærð og Reykvíkingarnir. Og útbúa það þannig að það geti dælt síldinni úr skipum úti á miðun um. Annars tel ég alveg bráð nauðsynlegt að endurskoða lögin um þetta ágæta fyrirtæki, Síldarveksmiðjur ríkisins og koma þar inn veigamiklum atriðum til hagræðis, bæði fyrir fyrirtækið sjálft og viðskiptamennina, sem eiga mikið undir að það þjóni sínum upphaflega tilgangi, án þess þó að skerða grundvallarhugsjón þeirra mætu manna, sem hornstein inn lögðu að þessu mikla þjóðþrifa fyrirtæki í upphafi."
**************************************
Frjáls þjóð - 25. nóvember 1965
14. árgangur 1965, 44. Tölublað, Blaðsíða 1
55. árgangur 1965, 278. Tölublað, Blaðsíða 16
Síldarflutningar virðast gefa góð raun.
Síldarflutningaskipin hafa í sumar flutt á fjórða hundrað þúsund mál af síld frá miðunum við Austurland og Jan Mayen til hafna á SV-Iandi og til Bolungarvíkur í sumar. Reynslan af þessum flutningum hefur verið góð frá almennu sjónarmiði, en útgerðarmenn, sem blaðið hafði samband við í morgun kváðust ekki geta sagt enn um hvort flutningar þessir eru hagkvæmir fyrir þá.
Síldarflutningaskipið Síldin hefur flutt langmest af þessari síld í 10 ferðum sínum hingað eða nær 185 þús. Mál, sem aðallega hafa farið í bræðslu í síldarverksmiðjunni í Örfirisey. Verðmæti þessarar síldar til útflutnings er einhvers staðar í nánd við 80 millj. króna, en skipið kostaði 29 milljónir, þegar það var keypt.
Ekki kvað Jónas Jónsson forstjóri Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar enn ákveðið hvort Síldin verður notuð í vetur til lýsisflutninga, en það fer eftir því hve lengi síldveiðar halda áfram eystra.
Dagstjarnan, áður Þyrill, hefur flutt 50 þús. mál til Bolungarvíkur og 10 þús. til Ísafjarðar í sumar. Skipið hefur og farið nokkrar ferðir með olíu við ströndina og fyrir 4 dögum fór skipið til Þýzkalands með 900 tonn af lýsi.
Jónatan Einarsson á Bolungarvík sagði, að allt hefði gengið eftir vonum með flutningana og niðurstaðan væri góð enda þótt rekstur skipsins væri langt frá því hagkvæmur því fram kvæma þurfti viðgerðir á þilfari og nýir spíralar settir í það.
Í Bolungarvík hefur verksmiðjan unnið um 100 þús. mál í sumar af síld og loðnu. Fjórir aðilar á SV-landi tóku saman 2 erlend tankskip í síldarflutninga og voru það aðilar frá Akranesi, Hafnarfirði, Sandgerði og Keflavík.
Skip þessi voru Ruby Star og Laura Terkol. Þessir flutningar gengu ekki sem bezt. Skipin hættu um það bil, sem síldveiðin byrjaði fyrir alvöru, en mjög illa gekk að losa skipin, en það var gert með dælum. Segja menn að „krabbarnir“ séu eina rétta aðferðin við að losa síldarflutningaskipin. Allir útgerðarmennirnir, sem blaðið hafði samband við í morgun voru sammála um það, að sú síld, sem þannig er flutt með flutningaskipum, sé aukning á veiðinni, enda sé ekkert tekið frá Austfjarðahöfnum með þessu, heldur aðeins greitt úr því þegar verulegt magn veiðist þá sé það reynslan að bátamir hrannist upp í löndunarhöfnunum og þurfi oft að eyða miklum tíma í löndun.
*******************************************
Morgunblaðið - 07. desember 1965
52. árg., 1965, 280. tölublað, Blaðsíða 3
Síldarflutningar hafa gengið skínandi vel
- en lengri reynslu þörf til að sjá hvort þeir séu arðbærir
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Jónas Jónsson, framkvæmda stjóra Sildar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. og spurðist fyrir um, hvernig sildarflutningar fyrirtækisins hefðu gengið í sumar.
Jónas sagði, að fyrirtækið hefði keypt tankskipið Síldina, og hefði |það komið til landsins í ágústmánuði í sumar. Flutningarnir hefðu gengið skínandi vel í öllum aðalatriðum og gefið tæknilega séð góða raun. Síldin hefði þegar flutt til Reykjavíkur 185 þúsund mál í 10 ferðum, en skipið ber alls um 20 þúsund mál.
Nú væri verið að taka síld í 11. ferðina og væri ætlunin að fylla skipið. Jónas sagði, að síldin væri orðin mun lélegra hráefni en sumarsíldin og því ekki eins hagkvæmt að vinna hana.
Frá sjónarmiði þjóðardeildarinnar væru síldarflutningarnir nauðsynlegir og í því sambandi mætti minna á, að mikill hluti aflans, sem Síldin hefur flutt, hefði ekki veiðzt annars. Síldin hefði m.a. flutt tvo farma frá Jan Mayen og sparað þannig veiðiskipunum langar og tímafrekar siglingar. Jónas sagði, að það væri aftur á móti annað mál, hvort síldarflutningarnir væru arðbærir fyrir fyrirtækið.
Um það væri ekki unnt að segja ennþá. Lengri reynslu væri þörf til að skera úr því.
49. árgangur 1965, 279. Tölublað, Blaðsíða 6
Alþýðublaðið - 12. desember 1965
45. árgangur 1965, 283. Tölublað, Blaðsíða 3
<< Framhald af síðu 3.
einnig mikla lýsisflutninga, og því engar horfur á að Þyrill héldi þeim flutningum, sem áður höfðu gert rekstur skipsins arðbæran.
Umrædd frétt í Tímanum er að líkindum unnin úr skýrslu forstj. Skipaútgerðarinnar til fjárveitinganefndar Alþingis, og í fréttinni er vægast sagt sneitt hjá sannleikanum. Forstjóra Skipaútgerðarinnar er það vafalaust ekki á móti skapi, að rangar upplýsingar í þessu máli séu blásnar upp, en hann hefur um langt skeið staðið á móti öllum breytingum, sem reynt hefur verið að koma fram til að draga úr hinum stórfellda hallarekstri Skipaútgerðar ríkisins.
Morgunblaðið - 14. desember 1965
52. árg., 1965, 286. tölublað, Blaðsíða 2
49. árgangur 1965, 286. Tölublað, Blaðsíða 8
Alþýðublaðið - 24. desember 1965
45. árgangur 1965, 293. Tölublað, Blaðsíða 2
Dagstjarnan hefur flutt 60.000 mál
Bolungarvík, GE, GO.
Síldarflutningaskipið Dagstjarnan hefur flutt 60.000 mál á síldar vertíðinni og hefur þetta maga verið brætt ýmist á Bolungarvík, eða ísafirði. Skipið liggur nú á Bolungarvík og lestar þar 600 tonn af lýsi og ætlunin er að taka 300 tonn til viðbótar, ef til vill á ísafirði. Skipið siglir svo með lýsið til Þýzkalands rétt fyrir nýárið.
Fjórir Bolungarvíkurbátar hafa verið á síldveiðum í sumar og haust, en þeir eru allir komnir heim. 6 bátar hafa stundað línu veiðar í haust og aflað sæmilega einnig hefur verið mikil rækjuafli í ísafjarðardjúpi.
1 bátur hefur ver ið með þorskanet, en afli hefur verið tregur.
**************************************
Morgunblaðið - 28. desember 1965
52. árg., 1965, 296. tölublað, Blaðsíða 28
………….. Olíuskipið Dagstjarnan hefur legið hér í höfn um jólin. Skipið kom hingað vestur með olíufarm fyrir jól og er nú búið að lesta eitthvað af síldarlýsi í Bolungarvík og tekur einnig lýsi hér og flytur til Þýzkalands. Að öðru leyti hefur allt verið hér með kyrrum kjörum. ýmsir kvarta undan því að þeir hafi ekki notið jóladagskrár útvarpsins, sem skyldi, því að tíðar eru truflanir frá Lóranstöðinni á Snæfellsnesi.
— Högni.
49. árgangur 1965, 297. Tölublað, Blaðsíða 2
Færðu Bolvíkingum jólatré
Krjúl—Bolungarvík miðvikudag.
Kauptúnið er nú sem óðast að búast í hátíðaskrúða þessa síðustu daga. Skrautljós hafa verið sett upp á fjölmörgum íbúðarhúsum og við fjölmörg íbúðarhús og stærri byggingar. T.d. hefur hraðfrystihúsið verið skreytt með haglega smíðuð um árabát með seglum og mynda skrautljós allar útlínur bátinn, seglabúnað og sjólínu.
Jólatré hafa verið reist á nokkrum stöðum og það, sem mesta athygli vekur er 9 metra hátt jólatré, sem skipverjar á Dagstjörnunni færðu Bolvíking um að gjöf, er þeir komu úr síðustu siglingu sinni. Eins og sagt hefur verið frá áður sigldi Dagstjarnan með lý.si fyrir skömmu og kom ma. til Oslófjarðar.
Þar fengu piltamir leyfi til að ganga á land og höggva tré, sem þeir fluttu um borð með sér eftir mikið erfiði, því yfir skógi vaxið holt var að fara. Enga sög höfðu þeir en kjötöxi kokksins kom þeim að góðu gagni við skógarhöggið, og sjálfur var kokkur í fararbroddi. Nú er þetta myndarlega tré komið hér upp, og verið að leggja síðustu hönd á það og mun verða kveikt á því í kvöld. Bolvíkingar þakka skipverjum þessa einstöku hugulsemi. Verið er að lesta Dagstjörnuna hér á Bolungarvík og á Ísafirði, síldarlýsi og er ætlunin að skip ið sigli héðan á milli jóla og nýárs. Síldarskipin, er vora á Austfjörðum eru nú öll komin heim, og eru sjó menn fegnir heimkomunni. Hér hefur verið heldur kuldalegt í dag, gengið á með smá kafaldséljum. en færð er hér ágæt.
******************************************
Árið 1966
43. Árgangur 1966, 1.-2. Tölublað, Blaðsíða 8
…………………Dagstjarnan lestaði síldarlýsi I Bolungarvík og á Ísafirði á milli jóla og nýárs og lagði af stað til Rotterdam 2. des. Er þetta önnur ferð Dagstjörnunnar til útlanda, en hún fór í byrjun desember til Noregs og Þýzkalands með fullfermi af síldarlýsi. Vel hefur gengið afskipun á lýsi í Bolungarvík og sömuleiðis afskipun á síldarmjöli………………..
*******************************************
Morgunblaðið - 19. janúar 1966
53. árg., 1966, 14. tölublað, Blaðsíða 27
Síldarverksmiðjan í Bolungarvík kaupir síld í Skotlandi
Mikil síld í Norðursjó.
BLAÐIÐ hafði af því spurnir að Síldarverksmiðja Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík hefði látið síldarflutningaskip sitt, Dagstjörnuna, kaupa síld af síldveiðiskipum við Skotland og myndi flytja hráefnið hingað heim og bræða vestur í Bolungarvík.
Blaðið sneri sér til Guðfinns Einarssonar og spurði hann um málið. Hann skýrði svo frá: — Síldar- og olíuflutningaskip okkar Dagstjarnan (ex Þyrill) flutti fyrir skemmstu út lýsi til Amsterdam, en í þann mund, er skipið var á leið heim aftur, höfðum við haft spurnir af miklum síldveiðum í Norðursjó. Var skipinu því haldið til Skotlands og fékkst umsvifalaust leyfi til að kaupa síld af skozkum síldarbátum, enda hafði þá borizt svo mikið af síld á land að Skotar voru í vandræðum með að nýta hana.
Skipið tekur þarna 9000 tunnur síldar og flytur til Bolungarvíkur þar sem farmurinn verður bræddur. Dagstjarnan dælir síld inni upp úr skozku bátunum og voru Skotar ánægðir með að losna við síldina á þennan hátt. Skipið verður fullt í kvöld (þriðjudagskvöld). Verðið, sem greitt er fyrir Norðursjávarsíldina er 120 kr. á tunnuna, en þetta er fremur smá síld og 12—14% feit. Við höfum látið okkur detta í hug að halda þessu áfram ef við getum fengið síldina.
Dagstjarnan mun nú þegar eftir heimkomuna fara með annan lýsisfarm út og tekur í bakaleið síld hvar sem hún fær hana, ef ekki er of mikið úrleiðis fyrir skipið. Þetta er mjög auðvelt. Ekki tekur meira einn dag að hreinsa skipið til að taka lýsi um borð og ekkert þarf að hreinsa það áður en síldin er tekin um borð.
Svo hefir skipið sjálft dælutækin til að dæla síldinni um borð eins og kunnugt er. Við vitum að sjálfsögðu ekki hvernig þetta tekst til en við vonum að allt fari að óskum og sjálfsagt var að gera þessa tilraun. í vetur verður svo keypt síld af íslenzkum skipum ef hún verður fáanleg, sagði Guðfinnur að lokum.
**************************************
Morgunblaðið - 25. janúar 1966
53. árg., 1966, 19. tölublað, Blaðsíða 2
Dagstjarnan komin heim með 6500 mál, tekin úr skozkum smábátum
Bruni í verksmiðjunni getur tafið bræðslu
BOLUNGARVÍK, 24. jan.
Dagstjarnan kom í nótt með fullfermi af síld, sem hún tók af skozkum bátum norðan við Aberdeen. Síldin er mjög smá, eiginlega bara kræða. Var verið að landa henni hér í dag. Jafnframt var verið að búa síldarverksmiðjuna undir að hefja bræðslu, þegar kviknaði í mjölblásara og getur það tafið bræðslu nokkuð. Var mikill eldur í blásaranum um tíma, en hann barst ekki út fyrir blásarann. Síldveiðar á 25 tonna bátum.
Dagstjarnan var með 6500 mál síldar, sem tekin var beint úr skozku bátunum innanfjarðar. En Skotar stunda þessar veiðar á 25 tonna bátum og eru tveir saman um einhverskonar troll. Hafa íslenzku sjómennirnir aldrei séð svona veiðar áður. Var unnið á daginn við að taka síldina úr bátunum og gekk það mjög vel, tók ekki nema tvo daga að fylla skipið.
Hugsa Dagstjörnumenn sér gott til glóðarinnar að taka aftur síld á sama hátt I næstu ferð. Um leið og þeir eru búnir að landa, taka þeir hér lýsi og sigla með það til Þýzkalands. Í leiðinni heim taka þeir skozku síldina. Siglingin heim gekk vel.
Eldur í síldarverksmiðjunni.
Seinni hluta dags í dag kviknaði í síldarverksmiðjunni, sem verið var að búa undir bræðslu. Kom eldur upp í mjölblásara frá öðrum þurrkaranum og var þar mikill eldur um tíma. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki breiddist út. En þessi tæki öll eru úr járni og hætt við að þau hafi skekkst og skemmzt í eldinum. Getur það tafið bræðslu á nýkomnu síldinni, ef þau þurfa mikillar viðgerðar við. En það er ekki orðið ljóst enn þá. —
Hallur
****************************************
Morgunblaðið - 27. janúar 1966
53. árg., 1966, 21. tölublað, Blaðsíða 8
Erfiðleikar við síldarlosun í Bolungarvík
Brunatjónið á síldarverksmiðjunni minna en talið var
Bolungarvík, 25. janúar.
BRUNINN í síldarverksmiðjunni hér s.l. mánudag var ekki eins alvarlegur og talið var í fyrstu. Skemmdir eru óverulegar og mun vinnsla ekki teljast að neinu ráði.
Tjón hefur ekki verið metið ennþá. Síldarflutningaskipið Dagstjarnan, sem nú er að losa síld af skozkum smábátum, hefur átt í erfiðleikum við losun vegna frosta.
Vill frjósa í leiðslunum, þegar sælt er í land. Hafa verulegar tafir hlotizt af þessu, því aðeins er hægt að dæla í land 5 tonnum á klst. í stað 25 tonna.
þá gerðist það og í morgun að norðaustan stinningskalda gerði hér og varð Dagstjarnan að fara til Ísafjarðar vegna sjógangs við bryggjuna í Bolungarvík. Verður að aka síldinni á bílum hingað frá Ísafirði. —
Hallur.
*******************************************
Morgunblaðið - 30. janúar 1966
53. árg., 1966, 24. tölublað, Blaðsíða 31
Bolungavíkurbátar fóru til Ísafjarðar. Bolungarvík. — Hér gengur á með byljum. Ekki mikil snjókoma en rok. Bátarnir fóru til Ísafjarðar þegar von var á óveðrinu, því höfnin hér er enn léleg. Engar skemmdir hafa orðið svo vitað sé um.
Dagstjarnan fór til ísafjarðar. Þegar frostið minnkaði gekk ágætlega að losa hana, svo lítil síld var eftir í henni, þegar hún þurfti að flýja vegna veðurs.
(Sama veðurofsi um Norðurland og víðar, sk)
****************************************************************
46. árgangur 1966, 4. Tölublað, Blaðsíða 9 og.
Mjög löng og ítarleg grein um tankskipið Þyril, síðar Dagstjarnan: Leiga, sala og notkun.
Svar við neikvæðum skrifum í Tímanum um málið.
Tengill, neðan við myndina her fyrir neðan
Morgunblaðið - 08. janúar 1966
53. árg., 1966, 5. tölublað, Blaðsíða 3
STAKSTEINAR
Þyrill, Emil Jónsson, ráðherra, skrifaði glögga grein í Alþýðublaðið í gær um sölu olíuskipsins Þyrils, í tilefni af rógsherferð Tímans og Framsóknarmanna vegna þeirrar sölu.
Í grein sinni segir Emil Jónsson:
„Vorið 1964 kom að máli við mig Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur. Tjáði hann mér, að hann og Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, hefðu hug á að reyna síldarflutninga með nýjum hætti. Væri hugmynd þeirra að fá tankskip til flutninganna og dæla síldinni úr síldveiðiskipunum, í stað þess, að áður höfðu síldarflutningar farið þannig fram, að venjulegt flutningaskip tók síldina úr landi.
Þóttist ég sjá, að hér væri um gagnmerka nýjung að ræða. Hafði Haraldur séð um hina tæknilegu hlið málsins og virtist allur undirbúningur í góðu lagi.
Fóru þeir fram á að fá Þyril á leigu til þess að gera tilraunina. Með hliðsjón af því, að síldveiðin var nú öll fyrir Austurlandi, en verksmiðjukostur þar takmarkaður og hinsvegar fjöldi verksmiðja annars staðar á landinu hráefnislaus, taldi ég sjálfsagt að freista þess, hvort ekki væri hægt á þennan hátt að leysa þennan vanda með hinni nýju flutningaaðferð, sem sýnilega hafði marga kosti.
Samþykkti ég því að leigja Þyril til flutninganna, ríkisstjórnin og fiskimálanefnd samþykktu einnig að styðja tilraunina. Var ákveðið að skipið yrði leigt fyrir 25 þúsund krónur á dag. Árið 1963, eða árið áður höfðu brúttótekjur skipsins verið tæpar 20 þúsund krónur á dag að meðaltali, og var því þessi leigumáli talinn full forsvaranlegur fyrir Skipaútgerðina.“
Sala skipsins
Emil Jónsson rekur síðan aðdragandann að sölu Þyrils til Einars Guðfinnssonar og segir:
„Nokkru eftir að leigutímabili skipsins Iauk, bárust um það tilmæli frá leigutökum og fleirum, að selja skipið til síldarflutninga. Með hliðsjón af hinum vafasömu afkomuhorfum skipsins til olíuflutninga innanlands, sem lýst er í bréfum forstjórans hér að framan, og ennfremur með hliðsjón af því, að verkefni fyrir skipið við síldarflutninga virtust miklu meiri og loks með tilliti til þess brautryðjendastarfs, sem unnið hafði verið af leigutökum og kostnaði, sem þeir höfðu lagt í við breytingar á skipinu, var ákveðið, að þeir skyldu fá skipið keypt. Var skipaskoðunarstjóra falið að meta skipið til verðs, þar sem hann var bæði hlutlaus kunnáttumaður á þessu sviði og embættismaður ríkisins. Var mat hans 5 milljónir króna og var skipið selt fyrir það verð“
Rekstur Skipaútgerðarinnar
Í lok greinar sinnar skýrir Emil Jónsson frá því, að rekstrarhalli Skipaútgerðar hafi farið að nálgast 100 þúsund krónur á dag, og segir síðan:
„Allt yfirklór Tímans til þess að verja þennan hneykslanlega reksturshalla, svo notað sé orðalag blaðsins sjálfs, blekkir engan. Mitt síðasta verk áður en ég lét af starfi siglingamálaráðherra, var að skipa nefnd til að athuga allan rekstur Skipaútgerðar ríkisins og er vonandi að henni takizt það, sem Guðjóni Teitssyni hefur aldrei tekizt, að koma rekstri fyrirtækisins í skynsamlegt horf“
*********************************************
Morgunblaðið - 23. janúar 1966
53. árg., 1966, 18. tölublað, Blaðsíða 17
Furðulegur embættismaður
Af mörgum starfsmönnum íslenzka ríkisins er sennilega forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, furðulegastur.
Hann hefur rekið fyrirtæki sitt með þeim endemum, að lengi verður til vitnað.
Eitt af áhugaefnum hans árum saman, var að selja tankskipið Þyril. Þegar loksins var orðið við hinum margítrekuðu tillögum hans um það, þá brást hann svo við, að hann efndi til rógsherferðar gegn fyrrverandi yfirboðara sínum, Emil Jónssyni.
Fjárveitinganefnd var skrifað rógsbréf. Þingmaður Framsóknar var sendur út af örkinni til að ráðast á Emil og Tíminn birti rógskrif, sem ekki leyndi sér hvaðan voru upp runnin. Emil svaraði með rækilegri frásögn af því sem gerzt hafði. Þá voru viðbrögðin þau, að forstjórinn skrifaði botnlausa langloku, fulla af einskisverðu skvaldri. Herferðin gegn Emil sýnir við hvílíka hollustu ráðherra hefur þurft að búa af hálfu þessa undirmanns síns. Þarna kemur ljóslega fram valdahrokinn, sem ennþá býr með þeim, sem ómögulegt eiga með að skilja, að einræðisdagar Framsóknar eru úr sögunni. —
Lubbalegust er þó viðleitnin til að gera Einar Guðfinnsson og þá Bolungarvíkurfeðga tortryggilega í sambandi við þetta mál. Tilraun þeirra með síldarflutninga sumarið 1964 er eitt af stórvirkjum í íslenzkri atvinnusögu. Sú tilraun er líkleg til þess að marka þáttaskil og eiga drjúgan þátt í að létta af þeim vandræðum, sem síldarleysið hefur valdið ýmsum byggðarlögum, ekki sízt á Norðurlandi.
Síldarverksmiðjur
Mikill hugur er nú í mönnum um að fjölga síldarverksmiðjum á Austfjörðum. Um slíkt er ekki nema gott eitt að segja. En eðlilegt er, að þessar framkvæmdir séu felldar í heildarkerfi, a.m.k. að svo miklu leyti sem aðilar þurfa á aðstoð ríkis og ríkisbanka að halda, enda þurfa allir að gæta þess, að þeir lendi ekki í ani með framkvæmdir sínar vegna ónógs undirbúnings. Verkið vinnst því aðeins sæmilega, að menn ætli sér nægan tíma og verði ekki uppiskroppa með fjármagn í miðjum klíðum. Á meðan ónotaður er verksmiðjukostur víðsvegar um landið sýnist og eðlilegt að greitt sé fyrir síldarflutningum.
Þess varð raunar vart í fyrra, að Austfirðingar sumir a.m.k., voru síldarflutningum andvígir og töldu þeim beint gegn sér. Slíkt er auðvitað hinn mesti misskilningur, enda ætti reynslan að vera búin að sannfæra menn um að engin trygging er fyrir áframhaldandi vist síldarinnar úti fyrir Austfjörðum. Hún getur áður en varir lagt leið sína að Norður og Vesturlandi, eins og hún gerði áratugum saman. Þá mundu síldarflutningar ekki síður Austfirðingum til hags, en öðrum nú. Næg er hættan af því, sem ætíð vofir yfir, að síldin leggi leið sína frá landinu eða að síldarstofninn þoli ekki þá miklu veiði, sem nú er stunduð bæði hér við land og annars staðar, þar sem til hennar næst.
**********************************************
Alþýðumaðurinn - 27. janúar 1966
36. Árgangur 1966, 3. Tölublað, Blaðsíða 4 – (Upphaf greinar)
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og samtök síldarsaltenda á Norðurlandi
ÞAÐ VAR skoðun almennings um allt Norðurland á sl. sumri, að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefði sofið á verðinum, hvað snerti öflun hráefnis til verksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd.
Á sama athafnaleysissagan að endurtaka sig að sumri? spyrja Norðlendingar.
KROSSANESVERKSMIÐJA og Hjalteyrarverksmiðjan héldu uppi síldarflutningum til sín allt sl. sumar með góðum árangri, og verksmiðja Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík vestur, en Síldarverksmiðjur ríkisins nudduðu aðeins nokkrum förmum til Siglufjarðar, engum til Skagastrandar. Þó var næga síld að fá til flutnings og bræðslu, og verksmiðjur við Faxaflóa fluttu drjúgan til sín af austurmiðum.
ÞETTA sinnuleysi Síldarverksmiðja ríkisins fór ekki framhjá neinum og skæðar tungur sögðu, að formaður Síldarverksmiðja ríkisins hefði annarra hagsmuna meir að gæta en verksmiðjanna. Nú viljum vér ekki trúa því, að hér hafi verið um framkvæmdaleysi af ráðnum hug og í eigin hagsmunaskyni að ræða, en hitt blasir við, að sama sagan má ekki endurtaka sig í ár.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins verður. að reka af sér slyðruorðið og taka forystu um skipulagða síldarflutninga yfir sumarið til verksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd, meðan síldveiðin liggur fyrir austan, og hún verður að hefja undirbúninginn strax. Það er krafa allra Norðlendinga.
EN HVAÐ þá um flutning á síld á norðurhafnir til söltunar? Þar eiga samtök síldarsaltenda að hafa forystu, þótt ugglaust verði þau að njóta verulegs stuðnings hins opinbera, meðan kerfið er að komast á laggir og mótast…………………..
**********************************************
Alþýðublaðið - 04. febrúar 1966
46. árgangur 1966, 28. Tölublað, Blaðsíða 4
Sefur SR?
SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS hafa valdið þjóðinni — en þó sérstaklega Norðlendingum — miklum vonbrigðum undanfarin 2—3 ár. Þetta volduga ríkisfyrirtæki hefði átt að hafa forustu um síldarflutninga til Norðurlands, en hefur sýnt ótrúlega íhaldssemi í því máli.
Þess vegna hafa staðir eins og Siglufjörður og Skagaströnd búið við enn verra atvinnuástand en vera þyrfti.
Afkoma SR hefur verið með ágætum undanfarin ár og gróði verksmiðjanna telst í tugum milljóna. Sit á verksmiðjur á Siglufirði og Skagaströnd. svo að augljóst virðist, að stofnuninni sjálfri hafi verið hagsmunamál að flytja til þeirra síld. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stjórn og framkvæmdastjórar SR sofið á verðinum. Að vísu hefur fulltrúi Alþýðuflokksins í stjórninni, Jóhann Möller, tvívegis flutt tillögur um aukna síldarflutninga, 19G4 og 1965, en þeim hefur ekki verið sinnt. Nú fyrst er einhver hreyfing á þessu máli, enda hefur verið lagt fast að SR úr ýmsum áttum að gera betur en undanfarin ár.
Aðrir aðilar hafa unnið það brautryðjendastarf í síldarflutningum, sem SR átti að gegna. Síld hefur verið flutt í stórum stíl til Faxaflóa, Vestfjarða og Eyjafjarðar. Augljósasta leiðin til að bæta nokkuð úr atvinnuvandræðum á Norðurlandi er að stór auka síldarflutninga þangað. Því hlutverki má SR ekki bregðast lengur.
********************************************
Morgunblaðið - 13. febrúar 1966
53. árg., 1966, 36. tölublað, Blaðsíða 3
Góð loðnuveiði Akranesi, 10. febrúar.
LOÐNAN heldur áfram för sinni. Nú er hún komin langleiðina vestur af Jökli. Haraldur hefur veitt í þremur róðrum 4665 tunnur af loðnu, fyrst 1700, í gær 1365 (gert við nótina, sem rifnaði í þriðja kasti meðan landað var), og í dag kemur hann með 1600 tunnur af loðnu. Óskar Halldórsson landaði hér í gær 2000 tunnum af loðnu. M.s. Dagstjarnan er hér í dag, og tekur 210 tonn af síldarlýsi hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Afli línubátanna hér í gær var fró 6 tonnum til 7,2 tonn. Þetta er með skárra móti og jafnar en oft áður. Rán var aflahæst. —
Oddur
********************************************
Morgunblaðið - 17. febrúar 1966
53. árg., 1966, 39. tölublað, Blaðsíða 2
Loðna til Bolungavíkur Bolungavík, 15. feb. —
HÉR eru tveir bátar í dag að landa loðnu. Sólrún lagði hér upp 1700 tunnur, en Sigurkarfi frá Grindavík kom með 1100 tunnur. Þennan afla fengu þeir út af Ólafsvík. Dagstjarnan var að lesta lýsi til útlanda og er farin. Askja lestaði síldarmjöl á laugardag og Langá fiskimjöli á mánudag. Hefur verið mikið um skipakomur að undanförnu.
Hallur.
*****************************************
43. Árgangur 1966, 5. Tölublað, Blaðsíða 2
……………. Dagstjarnan kom hingað í síðustu viku með olíu og tók 100 lestir af síldarlýsi til útflutnings. Hér komu einnig Askja og Langá og lestuðu fiskimjöl og síldarmjöl. ………………….
FTH
*****************************************
Fiskiþing var haldið í febrúar 1966 og gefin út heljarmikil skýrsla eftir fundinn eins og venjulega. Næstu daga fluttu dagblöðin úrdrætti skýrslunnar, sumir skýrsluna í heild, Og að auki fjölmargir einstaklingar skrifuðu um einstök atriði skýrslunnar í bland við óánægju með þetta og hitt og svo því sem hugvit greinarhöfunda um hvað hefði og mætti betur fara……….. eins og gera má ráð fyrir þá er í skýrslunni minnst á allt sem fiskveiðar snerti og ekki síður um síld og síldarflutninga. Ekki tel ég ástæðu til að sækja neitt í ofanrituð skrif. En bendi á að ef farið er inn á timarit.is og skrifa þar í leitarstreng „Fiskiþing“ þá kemur allt á skjáinn sem fiskiþini við kemur.
Steingrímur Kristinsson
*****************************************
56. árgangur 1966, 50. Tölublað, Blaðsíða 9 „Úrdráttur úr viðtali við Sigurð Jónsson verksmiðjustjóra Keflavík“.
……………Hafið þið þá enga síld brætt á s.l. ári? — Ekki Faxasíld svo teljandi sé. En það var byrjað á því að flytja síld hingað á Faxaflóahafnir frá Austurlandi s.l. sumar. —
Gafst það fyrirkomulag vel? — Já, að mestu leyti. í fyrra var stofnað sérstakt félag sem Akurnesingar, Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, Keflvíkingar og Sandgerðingar voru aðilar að.
Það leigði tvö síldarflutningaskip, sem voru stöðugt í förum af austursvæðinu og fluttu síldina til skiptis á viðkomandi Faxaflóahafnir. Þetta gaf á ýmsan hátt góða raun og myndaði starfsgrundvöll hjá verksmiðjunum á meðan flutningamir stóðu yfir, einkum síðari hluta sumars. Síldinni var dælt úr bátunum upp i skipin, en gallinn var sá að sömu dælur voru svo notaðar til að dæla úr síldarflutningaskipunum, og það var helzt til tafsamt. Þar verður að gripa til annarra ráða ef síldarflutningar halda áfram í áþekkri mynd milli landshluta. —
Og núna er loðnan komin í staðinn fyrir síldina?
— Já þetta er í rauninni ný atvinnugrein sem ekki hefur þekkzt áður í þessari mynd. En hvað sem því liður hefur loðnuvinnslan skapað aðal rekstrar grundvöll undir rekstur síldarverksmiðjanna á útmánuðum síðustu árin. Sérstaklega þó í fyrra og svo aftur núna. —
Hvenær kom fyrsta loðnan til vinnslu hjá ykkur í vetur? —
Þann 9. febrúar var henni fyrst landað hjá okkur og fjórum dögum síðar tók verksmiðjan til starfa. Hún kom viku fyrr upp að landinu £ ár heldur en í fyrra…………………………
**************************************
56. árgangur 1966, 51. Tölublað, Blaðsíða 6
Nýjar tolla reglur
…………………….. Tollskoðunin gekk sem sagt vel og enginn var stöðvaður eða tekinn. Hefði farþegi verið tekinn fyrir smygl hefði mátt færa slíkt í annála, því að eftir upplýsingum Eiríks tollvarðar þá hafa aðeins þrír farþegar verið teknir fyrir smygl í Reykjavík í þau 25 ár sem hann hefur verið tollvörður.
Fyrstu skipin komu inn í fyrrinótt, voru Dagstjarnan og Karlsefni, og voru þau afgreidd samkvæmt nýju reglugerðinni og voru skipsmenn ekki sérlega ánægðir. Fannst þeim hlutur sinn mikið skertur — að fá ekki að fara með meira en eina eða tvær flöskur (eftir lengd útivistar og miðast þar við 20 daga) af áfengi og eitt eða tvö karton af sígarettum og 48 bjórflöskur, það næði ekki nokkurri átt.
Einkum eru útgerðarmenn og skipstjórar uggandi, og reikna þeir með að erfiðleikar á að fá menn og halda mönnum batni ekki með þessu.
Gullfoss kom að utan á mánudagskvöld, rétt fyrir miðnætti og fór því „gegnum tollinn“ samkvæmt gömlu reglunum.
*********************************************
46. árgangur 1966, 51. Tölublað, Blaðsíða 10
Hannes á horninu
EN ÞRÁTT FYRIR góða afkomu allra, sem þessar síldveiðar hafa stundað og stunda áfram, hvílir sá skuggi yfir, að verið gæti að ofveiði ætti sér stað, ef veiði þessi verður stunduð framvegis í enn ríkari mæli, á fleiri skipum og með meiri afsetnings möguleikum, sem gera má ráð fyrir, þar sem heyrst hefir að S.R. ætli að kaupa 2 síldarflutninga skip.
En meðal annarra orða: Ætli hefði nokkuð verið á móti því að S.R. hefði nú þegar átt þessi flutningaskip og fært t.d. verksmiðjunni á Skagaströnd nokkra farma til að hressa upp á atvinnu þar?
***************************************
53. árg., 1966, 59. tölublað, Blaðsíða 26
20 þús. málum af loðnu landað úr Síldinni
Í gær var unnið að því að landa loðnu úr síldarflutningaskipinu Síldinni, sem eins og kunnugt er, er í eigu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti.
Síldin kom með loðnuna til Reykjavíkur í s.l. viku, og var farmurinn rúm 20 þús. mál. Hefur ekki gefizt tími til þess að losa úr skipinu fyrr en nú, vegna annríkis verksmiðjunnar. Var áætlað, að lokið yrði við affermingu skipsins í gærkveldi. Loðnan var fyrst flutt í verksmiðjuna að Kletti, en síðari hluta dags í gær var farið að landa henni í verksmiðjuna á Grandagarði
*********************************************
59. Árgangur 1966, 6. Tölublað, Blaðsíða 109
(upplýsingar um bræðsluverksmiðjur og síldarflutninga)
Síldarflutningar. s.l. sumar 1965 fóru fram meiri flutningar a bræðslusíld með flutningaskipum til síldarverksmiðjanna á Norðurlandi, við Ísafjarðardjúp og Faxaflóa en nokkurntíma áður.
Alls voru flutt 572.047 mál, sem skiptast þannig á einstök flutningaskip og Verksmiðjur:
SR Seyðisfirði til Siglufjarðar með 4 flutningaskipum á vegum S. R... 44.730 mál
M/s Gulla, flutningaskip til Rauðku, Siglufirði; um…............................ 25.000 — Askita, flutningaskip Kveldúlfs h/f, Hjalteyri.......................................... 33.600 — /s Polana, tankskip til Krossanesverksmiðju, um.................................... 109.000 — /s Laura Terkol, tankskip til verksm. við Faxafl.......................................... 34.182 — /s Rubistar, tankskip til sildarv. á á Austfjörðum.......................................... 7.897 — /s Rubistar, tankskip til síldarv. við Faxaflóa............................................. 48.300 — /s Síldin, tankskip til Reykjavikur, 11 ferðir.............................................. 207.400 — s Dagstjarnan, tankskip (Þyrill) Bolungavíkur og Ísafjarðar …………… .. 61.938 —
Samtals 572.047 mál
***************************************
Ægir - 1966 1. apríl
59. Árgangur 1966, 6. Tölublað, Blaðsíða 101
Sveinn Benediktsson:
Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi 1965
***************************************
43. Árgangur 1966, 11.-12. Tölublað, Blaðsíða 2
……………………… Síldarflutningarskipið Dagstjarnan er nú í flokkunarviðgerð á lsafirði og er m.a. verið að setja í skipið nýjan löndunarbúnað þannig að greiðlegar gangi að landa úr skipinu en verið hefur. Er búizt við að Dagstjarnan fari á síldarmiðin í lok þessa mán aðar…………
FTH
***************************************
53. árg., 1966, 108. tölublað, Blaðsíða 32
SR kaupa skip til síldarflutninga
IINDANFARNAR vikur hafa staðið yfir samningar milli Síldarveksmiðju ríkisins og norska skipafélagsins AS. Odfjell í Bergen, að S.R. keyptu tankskipið m.s. „Lönn“, sem er að stærð 3700 D.W. tonn og getur lestað um 22000 mál síldar. Samningar um þessi kaup tókust í gær og verður skipið afhent Síldarveksmiðjum ríkisins í Hamborg eða Rotterdam um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir að breytingar á skipinu taki um mánaðartíma og það geti hafið síMarflutninga í byrjun júlímánaðar. Skipið er byggt árið 1957 og fyrir mánuði var lokið á því 8 ára flokkun. Í tankskipinu er Burmeister Og Wain dieselvél og er ganghraðinn 11—12 sjómílur á klukku stund. Djúprista skipsins fullhlaðins er 18 fet og 9 þumlungar og lengd þess 100 metrar. Skipið er ætlað til flutninga á bræðslusíld frá síldveiðiflotanum á fjarlægum miðum til Síldarverksmiðja ríkisins.
**************************************
Mb. Jón Kjartansson fékk fyrstu síld sumarsins
KOMU BEINT í SÍLD!
KAUPA TANKSKIP TIL SÍLDARFLUTNINGA
KJ—Reykjavík, föstudag.
Fyrsta sumarsíldin fékkst í gærkveldi um 160 sjómílur 90 gráður réttvísandi frá Dalatanga. og það var aflaskipið fræga Jón Kjartansson frá Eskifirði sem fékk fyrstu 1600 málin, en skipstjóri þar um borð er Þorsteinn Gíslason.
Þorsteinn fékk líka fyrstu sumarsíldina í fyrra, en það var 10 dögum seinna.
f kvöld barst blaðinu fréttatil kynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins þess efnis að verksmiðjurnar hefðu fest kaup á tankskipi til síldarflutninga frá fjarlægum miðum til hafna á Norðurlandi.
Segir frá skipinu í lok fréttarinnar um fyrstu sumarsíldina. Tíminn hafði í dag t.al af Þorsteini um borð í Jóni Kjartanssyni en þeir voru þá staddir um 140 sjómílur undan Dalatanga, en gátu ekki sinnt veiðum vegna veðurs.
Við fengum þessa síld i gærkveldi, sagði Þorsteinn, á tímabilinu frá því klukkan um átta og fram til miðnættis- Áður höfð um við búmmað tvisvar sinnum, en þessi 1600 mál fengum við í fjórum köstum. Vorum á leiðinni á þann stað þar sem síldarleitar skipið Hafþór fann síld um daginn, en það er um eitt hundrað mílur lengra.
Þessi staður er ekki langt frá því þar sem Færeyingarnir voru að fá síld fyrir nokkru og þess má geta, að hér eru þó nokkur rússnesk veiðiskip. Þau virðast ekki vera við veiðar, þar sem engin veiðarfæri eru sjáanleg, heldur virðast þau vera að leita fyrir sér hér í kring. — Það má þá segja að þið nafnið komið beint í síldina?
— Já, það má segja það. Annars virðist síldin vera hér á nokkuð stóru svæði, en við getum ekkert aðhafzt núna vegna veðurs. Það er mikil rauðáta í síldinni sem við fengum núna og hún kom upp á allt að fimm föðmum. Ef veðrið skánar ekki núna og á næstu klukkustundum förum við með þennan afla til Eskifjarðar.
og búumst við að verða þar um hádegið á morgun. Sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn og hann höldum við auðvitað hátíðlegan, en förum svo út aftur á mánudaginn. Blaðið hafði samband við frétta ritara sinn á Eskifirði, Kristján Sigurðsson, og sagði hann, að allt væri tilbúið til að taka við fyrstu síld sumarsins úr Jóni Kjartanssyni. Það er gamla bræðslan, sem er tilbúin, en verið er að koma upp nýrri bræðslu.
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir samningar milli Síldarverksmiðju ríkisins og norska skipafélagsins A/S Odfjell í Bergen um að S.R. keyptu tankskipið m.s. „Lønn”, sem er að stærð 3700 D.W. tonn og getur lestað um 22000 mál síldar. Samningar um kaupin tókust í gær og verður skipið afhent S.R. í Hamborg eða Rotterdam um næstkomandi mánaðamót. Gert er ráð fyrir, að breytingar á skipinu taki um mánaðartíma og það geti hafið síldarflutninga í byrjun júlímánaðar. Skipið er byggt 1957 og fyrir mánuði síðan var lokið á því 8 ára flokkun. f skipinu er Burmeister og Wain dieselvél og er ganghraðinn 11 til 12 sjómílur á klukkustund. Djúp rista skipsins fullhlaðins er 18 fet og 9 þumlungar og lengd þess er 100 metrar. Skipið er( ætlað til flutninga á bræðslusíld frá síldveiðiflotanum á fjarlægum miðum til Síldarverk smiðja ríkisins á Norðurlandi.
46. árgangur 1966, 109. Tölublað, Blaðsíða 4
SR kaupir tankskip
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir samningar milli Síldarverksmiðja ríkisins og norska skipa félagsins A.S. Odfjell í Bergen um að S.R. keyptu tankskipið m. s. „Lönn”, sem er að stærð 3700 D.W. tonn og getur lestað um 22000 mál síldar. Samningar um kaupin tókust í gær og verður skipið afhent S.R. í Hamborg eða Rotterdam um næstkomandi mánaðamót. Gert er ráð fyrir að breytingar á skipinu taki um mánaðartíma og það geti hafið síldarflutninga í byrjun júlí mánaðar. Skipið er byggt 1957 og fyrir mánuði síðan var lokið á því 8 ára flokkun. Djúprista skipsins" fullhlaðins er 18 fet og 9 þumlungar og lengd þess 100 metrar. Skipið er ætlað til flutninga á bræðslusíld frá síldveiðiflotanum á fjarlægum miðum til síldarverksmiðja ríkisins á Norðurlandi. í skipinu er Burmeister og Wain dieselvél og er ganghraðinn 11 til 12 sjómílur á klukkustund.
*************************************
53. árg., 1966, 109. tölublað, Blaðsíða 2
52 millj. kr. ríkisábyrgð vegna síldarflutningaskips o. fl.
EINS og skýrt var frá i Morgunblaðinu í gær hafa Síldarverksmiðjur ríkisins fest kaup á 3.700 tonna tankskipi til sildarflutninga. Verður skipið afhent í Ham borg eða Rotterdam um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir, að það geti hafið sildarflutninga i júlíbyrjun. í gær undirritaði forseti íslands bráðabirgðalög vegna kaup anna og eru þau svohljóðandi:>
Mynd birt með fréttinni, ljósmyndara ekki getið.
Þarna ber skipið nafnið Lønn
„Fjármálaráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að setja bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins til kaupa á skipi til síldarflutninga á hafnir norðanlands svo og til endurbóta á löndunartækjum verksmiðjanna o. fl. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið:
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á láni að upphæð allt að 52 milljón krónur, eða jafnvirði þess í erlendri mynt, sem Síldarverksmiðjur ríkisins munu taka til kaupa á síldarflutningaskipi og til endurbóta á löndunartækjum o. fl.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi".
*****************************************************
Neisti - 16. maí 1966
34. árgangur 1966, 2. tölublað, Blaðsíða 2
S. R. kaupa tankskip til síldarflutninga
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á tankskipi, m.s. Lønn frá Bergen, til síldarflutninga. Skipið verður einnig notað til lýsisflutninga og verður það afhent SR um næstu mánaðamót. M.s. Lönn er byggt í Haugasundi árið 1957, og er nú nýkomið úr 8 ára flokkunarviðgerð í Hollandi. Skipið er um 3700 lestir að stærð og getur flutt um 22 þúsund mál af síld auk nokkurs magns af brennsluolíu og vatni fyrir síldveiðiskipin. Það er 100 m á lengd 131/2 m á breidd og ristir fullhlaðið 5,7 m. 1 skipinu er 2100 hestafla vél frá Burmeister & Wain, en ganghraði skipsins er 11—12 mílur á klst. SR. munu yfirtaka skipið um næstu mánaðamót, og verður þá hafizt handa um að útbúa skipið til síldarflutninganna. í skipið verða settir tvær síldardælur til lestunar skipsins og kranalyftur til losunar. Búizt er við, að það verk muni taka um mánaðartíma, svo að skipið geti komið á síldarmiðin í byrjun júlímánaðar. Heimahöfn skipsins verður Siglufjörður
S.R. taka skip á leigu
Stjórn SR hefur samþykkt að heimila framkvæmdastj., Sigurði Jónssyni, að leigja tvö síldarflutningaskip, er lesti 4000—7000 mál hvort, enda verði skipin tilbúin að hefja síldarflutninga um miðjan júní n.k.
****************************************
46. árgangur 1966, 110. Tölublað, Blaðsíða 5
Eitt mesta framfaratímabil í sögu íslenzkrar útgerðar
Ræða Eggerts G. Þorsteinssonar á Sjómannadag (þar minnst á síldarflutninga)
https://timarit.is/files/47080712#search=%22s%C3%ADldarflutninga%20s%C3%ADldarflutninga%22
******************************************
29. árgangur 1966, 7. tölublað, Blaðsíða 1
……………………Atvinnumálin hefðu vafalaust átt að vera þar efst á blaði. Við hefðum þurft að ná samstöðu um raunhæfar aðgerðir í atvinnumálum, og síðan hefðu allir átt að leggjast á eitt að knýja þær fram. I fyrsta lagi hljótum við að krefjast þess, að þau atvinnutæki sem fyrir eru á staðnum séu nýtt til fulls, t. d. að hafnir verði síldarflutningar til Skagastrandar í stað þess að flytja síldina í stórum stíl til Faxaflóahafna, þar sem mestur skortur er á vinnuafli sem ganga gegn hagsmunum þeirra, eins og bezt sást í síldar verkfallinu í fyrrasumar. ………………….
******************************************
Benedikt Sigurðsson
Ljósm. Steingrímur
Mjölnir - 17. maí 1966 (Hluti greina eftir Benedikt Sigurðsson um bæjarmál)
29. árgangur 1966, 7. tölublað, Blaðsíða 2
…………………… Sildarflutningar Síldarflutningar og kaup á síldarafla af erlendum skipum geta orðið atvinnulífinu hér nokkur lyftistöng, þ. e. auðveldað að halda áfram rekstri þeirra atvinnufyrirtækja, sem hér eru til. En mín skoðun er, að valt sé að treysta á þá til frambúðar eða leggja mikið upp úr þeim. Síldarmóttökustöðvarnar á Austfjörðum munu brátt geta annað vinnslu allrar þeirrar síldar, sem að landi berst. Síldarflutningar kosta mikið fé. Móttökustöðvar hér geta ekki keppt við stöðvar nálægt miðunum um hráefnið. Lög eða valdboð um síldarflutninga hingað í stórum stíl hefðu takmarkaða þýðingu. Útgerðarmenn, sjómenn og eigendur vinnslustöðva austanlands, og fjármálamenn og stofnanir, sem standa að baki síldarframleiðslunni þar, hafa úrslitavaldið í sínum höndum og geta þegar þeim sýnist hrundið valdboðum.
******************************************
35. árgangur 1966, 7. tölublað, Blaðsíða 4
SÍLDARFLUTNINGASKIP Þau góðu tíðindi hafa nú gerzt, að SR hafa fest kaup á tankskipi til síldarflutninga, sem tekur um 20 þús. mál. Þessi skip þyrftu að vera tvö, en þetta er góð byrjun til hráefnisaukningar síldarverksmiðjanna. Nú þarf Síldarútvegsnefnd að gera eins, kaupa hentugt og vel búið skip til flutninga á síld til söltunar. Reynslan af b/v Þorskabít í fyrra, þó lítil væri, sannar að þetta er hægt með góðum útbúnaði.
Einnig þarf að bjóða stærri síldveiðiskipum, sem geta komið með síld af fjarlægum miðum, svipaða greiðslu, pr. mál, fyrir flutninginn, og kostar að flytja síld með flutningaskipum. Þá eru miklar líkur til að stærri skipin komi hingað með síld af fjarlægari miðum. Síldarsaltendur í Siglufirði og nálægum síldarsöltunarstöðurn ættu að bindast samtökum til að hrinda þessu máli fram. Þó ég hafi nú aðeins minnzt á þrjú mál, sem varðar afkomu Siglfirðinga og bæjarfélagsins mjög ! mikið, eru málin mikið fleiri, sem þarf að marka skýra stefnu í og fylgja henni fram. Vísa ég til stefnuskrár okkar Framsóknarmanna hér á öðrum stað í blaðinu.
******************************************
Vísir - 24. maí 1966
56. árgangur 1966, 116. Tölublað, Blaðsíða 16
DAGSTJARNAN ENDURBÆTT FYRIR VERTÍÐINA
Um þessar mundir liggur síldarflutningaskipið Dagstjarnan hér í Reykjavíkurhöfn og er verið að gera á skipinu nokkrar lagfæringar undir síldarvertíðina i sumar.
Helzta nýmælið er það að færa legum gálga verður komið, fyrir yfir lestaropi og verður með honum hægt að halda uppi slöngunum, sem síldin fer eftir við losun og fermingu. Dagstjarnan er eign hlutafélags, sem að standa síldarverksmiðjurnar í Bolungarvík og á ísafirði. Það var áður olíuflutningaskipið Þyrill eins og kunnugt er.
Í fyrrasumar og fram til áramóta flutti I skipið um 62 þúsund mál af síld og auk þess eitthvað af olíu. Skipstjóri á Dagstjörnunni hefur verið Sigurður Þorsteinsson.
Lét hann hið bezta vfir útbúnaði skipsins til síldarflutninga. Með því sem nú væri verið að gera þyrfti enga krana við landanir. Dælan, sem dælir síldinni úr skipinu og í, er eins konar þrýstidæla, þ.e.a.s. sérstakar dælur dæla lofti úr slöngunum svo að loftþrýstingurinn þrýstir síldinni upp í þær og afköstin eru 3—600 mál á klst. Þannig er hægt að ná síldinni algjörlega óskemmdri um borð. Hins vegar skemmist hún í „sniglunum" sem flytja hana milli tanka í skipinu. Sigurður taldi lítil vandkvæði á því að hægt yrði að koma fyrir dælukerfi milli tanka í slíkum skipum og gera þannig unnt að koma síldinni óskemmdri á áfangastað. Um þetta hefði lítið verið hugsað, þar eð eingöngu hefði verið farið út í að flytja síld þannig til bræðslu.
Sigurður sagði ennfremur að leiguskipin hefðu reynzt illa yfirleitt til þessara hluta og það hefði sýnt sig að íslendingum færust þessir flutningar miklu betur úr hendi, en útlendingum.
Rekstur ísl. skipanna hefði gengið mjög vel, eins og t.d. hjá Síldinni, sem búin væri að flytja óhemju magn bæði af síld og loðnu.
— Í jan. í vetur fór Dagstjarnan til Skotlands til þess að ná þangað í kreðu, sem veiddist þá mikið af um þær mundir á Marinfirði við lestuðum þar 6500 mál úr meira en 100 bátum, sagði Sigurður. Það vakti athygli mína að í Skotlandi er aðeins ein síldarverksmiðja upp á 500 mál á sólarhring.
Kreðan fór til Bolungarvíkur, en löndunin gekk illa vegna veðráttunnar, svo að hráefnið varð meira og minna ónýtt.
Má því segja, að ekki hafi beint tekizt vel til með þessa innflutningstilraun á fiski. En eftir því sem blaðið bezt veit er þetta fyrsti beini innflutningur á fiski sem hráefni. Sigurður mun taka við skipstjón á hinu nýja og glæsilega síldarflutningaskipi ríkisverksmiðjanna og fylgir honum nokkuð af mannskapnum af Dagstjönunni, en við henni tekur Bogi Ólafsson. ingforsháskóla fyrir 30. maí n.k.
31. árgangur 1966, 115. tölublað, Blaðsíða 10
Tvær ríkisverksmiðjur með síld
Við áttum stutt spjall við Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra S. R. í gærdag og spurðum hann um útlitið. Tvær ríkisverksmiðjur hafa þegar tekið á móti síld fyrir austan. Það er verksmiðjan á Seyðisfirði með 24 þúsund mál í þróm og verksmiðjan á Reyðarfirði, en þangað barst fyrsta síldin í gærmorgun um tvö þúsund tunnur. Gunnar frá Reyðarfirði kom með hana. Sagði ég mál, sagði Sigurður. Svona er maður vanafastur.
Nú má ekki lengur nota þá mælieiningu og verður maður að venja sig við tonn í framtíðinni.
Engum ætti það að vera ljósara en mér. Þetta er ekki svo lítil fjárfesting að kaupa vigtasamstæður handa öllum verksmiðjunum. Það er fjárfesting upp á átta til níu miljónir. Þannig höfum við keypt frá Þýzkalandi sextán vigtasamstæður eða vogir til þess að geta uppfyllt óskir sjómanna um vigtun á síldinni. Fyrsta júní næstkomandi verður okkur afhent skip til síldarflutninga, sagði Sigurður. Við tökum á móti því í Hamborg. Þetta er átta ára gamalt skip með tvöföldum botni og gengur undir nafninu Lönn, — norskt dieselskip. Við höfum ekki ákveðið nafnið ennþá og verður þetta skip notað til flutninga á síld af miðunum fyrir austan í sumar. Við stílum sérstaklega upp á Siglufjörð í þessum efnum. Þar er verið að lengja löndunarbryggju og dýpka fyrir framan hana vegna stærðar skipsins. Það mun geta flutt 22 þúsund mál í einum farmi, — fyrirgefið, — rúm þrjú þúsund tonn af síld. Við þurfum ekki að ráðast í miklar breytingar á þessu skipi, — fyrir utan dæluútbúnað og þessháttar. Þá höfum við einnig tekið tvö skip á leigu í sumar til síldarflutninga, — kannski höfum við Skagaströnd í huga þar. Annars megum við ekki gleyma því, að þetta getur allt saman snúizt við og við verðum að nota skipin til flutninga á sxld að norðan og austan. Síldin er duttlungafull, sagði Sigurður að lokum.
***************************************
46. árgangur 1966, 118. Tölublað, Blaðsíða 14
Skipið nefnt Haförninn
Eins og sagt hefur verið í frétt um, hefur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins samið um kaup á nýju síldarflutningaskipi, sem verður í flutningum á nýbyrjaðri síldar vertíð. Ákveðið hefur verið að gefa skipinu nafnið Haförninn, og verður heimahöfn hans Siglufjörður.
Skipstjóri hefur verið ráðinn Sigurður Þorsteinsson, en hann var skipstjóri á síldarflutningaskipinu Dagstjörnunni sl. sumar. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SR mun um helgina fara til Hamborgar og taka þar við skipinu, en áætlað er, að það verði komið á miðin um mánaðamótin Júní og júlí..
*****************************************
36. Árgangur 1966, 21. Tölublað, Blaðsíða 5
„HAFÖRNINN“ SKAL ÞAÐ HEITA , Siglufirði 25. maí. J. M. S TJÓRN síldarverksmiðja ríkisins var á fundi í gær í Reykjavík. Þar var ákveðið heiti á hinu nýja síldarflutninga skipi verksmiðjanna, og kemur skipið til að heita Haförninn. Heimahöfn skipsins verður Siglufjörður. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri S. R. fer utan um helgina til þess að taka á móti skipinu.
*****************************************
53. árg., 1966, 118. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn" síldarflutningaskip SR.
HINU nýja síldarflutningaskipi Síldarverksmiðja ríkisins hefur nú verið gefið nafn, og nefnist það „Haförninn“. Skipið verður afhent SR um næstu mánaðarmót í Bremerhaven, og mun það hefja síldarflutninga í byrjun júlímánaðar. Skipstjóri verður Sigurður Þorsteinsson, en hann var áður skipstjóri á „Dagstjörnunni" síldarflutningaskipi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík.
******************************************
56. árgangur 1966, 118. Tölublað, Blaðsíða 6
…………… þróar rýmin alveg að fyllast og á Seyðisfirði.
Verksmiðjurnar á þessum stöðum munu taka til starfa eftir helgina. Síldarflutningaskipið, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á í Bremerhaven er nú að verða tilbúið. Því hefur verið gefið nafnið „Haförninn.“ Búizt er við skipinu til landsins um mánaðamótin júní — júlí. Heimahöfn þess verður Siglufjörður, en skipstjóri verður Sigurður Þorsteinsson, sem áður var með Dagstjörnuna, síldarflutningarskip Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík og þeirra Vestfirðinga.
***********************************************
Tíminn - 27. maí 1966
50. árgangur 1966, 119. Tölublað, Blaðsíða 1
4 síldarflutningaskip verða í notkun í sumar
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Í sumar verða í það minnsta fjögur síldarflutningaskip í ferð um við strendur landsins, og eru það skipin Dagstjarnan, Síldin, Sírion og Haförninn.
Síldarflutningaskipið Síldin er þegar byrjuð að flytja síld af miðunum fyrir austan, og hingað til Reykjavíkur. Kom skipið hingað í morgun, og er unnið að losun þess, en í fyrra sumar tók losunin venjulega um tvo sólarhringa.
Í Reykjavíkurhöfn liggur líka annað síldarflutningaskip, Dagstjarnan frá Bolungarvík. Er verið að gera nokkrar breytingar á dæluútbúnaði skipsins, en það mun væntanlega halda innan skamms á miðin. og flytja síld til Bolungarvíkur. Þriðja Íslenzka skipið sem verður í síldar flutningum í sumar er Haförninn. sem Síldarveksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á, en áætlað er að það geti hafið flutninga um mánaðamótin júní — júlí.
Heimahöfn þess verður Siglufjörður og skip stjóri Sigurður Þorsteinsson. Í fyrra var síldarflutningaskipið Polana í förum fyrir Krossanes verksmiðjuna, og svo mun einnig verða í sumar. Skipt hefur verið um nafn á skipinu og heitir það nú Sirion Nauðsynlegar breytingar voru gerðar á því í fyrrasumar, og getur það því hafið flutningana strax og það kemur til landsins, í kring um 4—5 júní. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi, Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði og verksmiðjur á Suðurnesjum höfðu erlent síldarflutningaskip á leigu í fyrra, en flutningar með því skipi gengu ekki nógu vel, og varð halli á rekstrinum.
Þeir aðilar, sem höfðu skipið á leigu munu ekki hafa skip á leigu í sumar, eftir því sem bezt er vitað, en aftur á móti mun Guðmundur Jónsson útvegsbóndi að Rafnkelsstöðum í Garði láta tvo báta sína, Jón Garðar og nýjan bát sem hann fær í sumar, sigla með síld af miðunum fyrir austan seinnihluta sumars. Jón Garðar og nýi báturinn eru báðir þannig útbúnir að síldarflutningar af fjarlægum miðum eru auðveldir með þeim, og taka þeir um 4000 þús. mál hvor.
*****************************************
Vísir - 01. júní 1966
56. árgangur 1966, 122. Tölublað, Blaðsíða 1
NÝJU PRESSURNAR LOKSINS KOMNAR TIL RAUFARHAFNAR
Bræðsla hefst þar um helgina. Síldin er nú mest losuð í flutningaskip.
Vísir hafði samband við Eirík Ágústsson verksmiðjustjóra síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn, en síldarbátarnir hafa undanfarna daga leitað mikið þangað með afla sinn. Hér hafa verið stöðugar landanir undanfarið, sagði hann og er verið að landa enn. Það mun þó sennilega fara minnkandi því að síldarflutningaskipin Síldin og Dagstjarnan eru komin á miðin og verður sennilega lögð áherzla á að fylla þau.
— Hvað hafið þið tekið á móti miklu, fer ekki að fyllast hjá ykkur?
— Við höfum tekið á móti 4000 tonnum en höfum þróarrými fyrir 9000 eða milli 60 og 70 þús. mál. Þess má geta í öllum töluruglingnum, sem fylgir síldarfréttunum, að málið, sú gamla og nú forboðna mælieining. samsvaraði 135 kg. Byrjað um næstu helgi
— Við byrjum sennilega að bræða um eða eftir næstu helgi, sagði Eiríkur ennfremur Það er verið að setja niður pressur, sem eru nýkomnar frá Noregi en áttu að vera komnar fyrir löngu. Aukast þá ekki afköstin frá því sem var?
— Jú um svo sem 100 mál og verða eitthvað 6000 mál, en það eru svipuð afköst og voru.
********************************************
Íslendingur - 02. júní 1966
52. árgangur 1966, 23. tölublað, Blaðsíða 1
TVO SÍLDARFLUTNINGASKIP MEÐ FULLFERMI AF MIÐUNUM
FRÁ ÞVÍ á hádegi í gær hefur ekki borizt síld til Raufarhafnar, en 2 síldarflutningaskip, Síldin og Dagstjarnan, voru þá á miðunum og fylltu sig í nótt.
Þau eru nú farin vestur og suður um. Góð veiði var í nótt og er búizt við síld til Raufarhafnar og Vopnafjarðar undir kvöldið eða í fyrramálið. Þrær síldarverksmiðjunnar á Raufahöfn eru nú orðnar hálffullar.
*********************************
Austurland - 03. júní 1966
16. árgangur 1966, 27. tölublað, Blaðsíða 1
Síldin Nokkur síldveiði hefur að undanförnu verið 200 mílur og þar yfir frá Glettingsnesi. En síldin hefur verið stygg og erfitt að veiða hana, Síldarflutningaskipið Síldin hefur farið með tvo farma suður og Dagstjarnan með einn farm vestur. Bræðsla hófst í Neskaupstað í fyrrinótt og voru þá þrærnar orðnar fullar fyrir nokkrum dögum.
**************************************
53. árg., 1966, 125. tölublað, Blaðsíða 32
„Dagstjarnan“ með síld til Bolungarvíkur
Bolungarvík, 4. júní.
DAGSTJARNAN, síldarflutningaskip Einars Guðfinnssonar o. fl., kom hingað í gærkveldi með fullfermi síldar að austan eða um 6.500 rnál. Byrjað var að losa skipið nú í morgun.
Skipstjóri á Dagstjörnunni er nú Eiríkur Kristófersson, fyrrum skipherra á varðskipinu Óðni. —
Hallur.
**************************************
53. árg., 1966, 125. tölublað, Blaðsíða 32
Síldarflutningarnir ganga mjög vel
Síldin hefur farið tvær ferðir, og Dagstjarnan eina
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær um síldarflutningana virðast þeir ganga með miklum ágætum.
Framkvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar í Bolungarvík tjáði blaðinu, að síldarflutningaskip hennar, Dagstjarnan, hefði komið til Bolungarvíkur sl. föstudags kvöld rétt fyrir miðnætti úr fyrstu ferð sinn á Austfjarðamið, og var hún með 6 þúsund mál. Skipið getur tekið um 7 þúsund mál en ástæðan að hún kom ekki fullhlaðin síld til Bolungarvíkur var, að hún flutti olíu til báta á miðunum, en tókst síðan ekki að losa sig við hana.
Síldarverksmiðjan á Bolungarvík byrjaði að bræða síldina í gærmorgun, og kvaðst framkvæmdastjórinn vonast til þess að bræðslunni yrði lokið n.k. föstudag, en þá á hún von á Dagstjörnunni úr annarri ferð sinni á síldarmiðin. Hámarksafköst verksmiðjunnar eru 1500 mál á sólarhring.
Síldin, síldarflutningaskip Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti, er búin að koma tvær ferðir hingað til Reykjavíkur af miðunum með samtals 6000 tonn (60 þús. tunnur). Hefur skipið verið fullhlaðið í báðum ferðunum, og er nú unnið að bræðslu síldarinnar hér í verksmiðjunum að Kletti og í Örfirisey. Verður Síldin væntanlega komin aftur á miðin í dag. Forráðamenn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar eru mjög ánægðir með síldarflutningana, telja þessa aðferð hafa gefizt ákaflega vel, sem sést bezt á því að skipið skuli þegar vera búið að fara tvær ferðir, en síðast var það losað á aðeins 11/2 sólarhring.
*********************************************
53. árg., 1966, 127. tölublað, Blaðsíða 3
Síldarflutningarnir ganga mjög vel
Síldin hefur farið tvær ferðir, og Dagstjarnan eina
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær um síldarflutningana virðast þeir ganga með miklum ágætum. Framkvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar í Bolungavík tjáði blaðinu, að síldarflutningaskip hennar, Dagstjarnan, hefði komið til Bolungavíkur sl. föstudags kvöld rétt fyrir miðnætti úr fyrstu ferð sinn á Austfjarðarmið, og var hún með 6 þúsund mál. Skipið getur tekið um 7 þúsund má
********************************************
Vísir - 14. júní 1966
56. árgangur 1966, 133. Tölublað, Blaðsíða 1
Flutningaskipin koma í góðar þarfir
Allt að 40 tíma sigling á síldveiðisvæðið við Jan Mayen
Veiði var sæmileg i gær og í nótt á miðunum norður við Jan Mayen, þar sem síldveiðiflotinn er mest allur ennþá á veiðum. 24 skip fengu samtals 4158 tonn, þar af fékk aðeins einn bátur afla á miðunum út af Austfjörðum 90 tonn, 130 mílur A af N frá Dalatanga. Veiðin hefur yfirleitt gengið treglega yfir helgina. Á laugardag höfðu 14 skip fengið 2110 lestir og á sunnudag fengu 18 skip 2259 lestir. Skipin voru á tímabili komin alla leið norður undir Jan Mayen. Veður var heldur óhagstætt á sunnudaginn og í gær en hefur nú farið batnandi.
Flotinn hefur einnig færzt sunnar á eftir síldinni og er nú um 250 mílur NA frá Raufarhöfn. Síldarflutningaskipin Síldin og Dagstjarnan fóru af miðunum á sunnudaginn með fullfermi. Og Sirion flutningaskip Krossanesverksmiðjunnar hefur verið á miðunum í gær og í dag, og bíða skip eftir að landa í
það. Flutningaskipin taka mikinn krók af veiðiskipunum, sem ella yrðu að sigla alla leiðina til lands með aflann, en það mun hafa farið upp í 40 tíma stím, þegar lengst var sótt, en nú eru nokkur skip á leið til hafna með afla. Síldin, sem veiðist við Jan Mayen er af norska stofninum, eins og yfirleitt síldin sem veiðist fyrir austan. Hún er blönduð og talsvert í henni af átu.
Þessi skip tilkynntu um afla síðasta sólarhring: Til Raufarhafnar: Helga RE 110 tonn, Jörundur III RE 175, Guðrún GK 220, Ögri RE 160, Vigri GK 170, Ásbjörn RE 180, Elliði GK 230 (tvær landanir), Snæfell EA 255 (tvær landanir) Loftur Baldvinsson EA 210, Stígandi OF 180, Gullberg NS 110, Búðarklettur GK 160, Sólfari AK 110, Höfrungur II AK 200, Siglfirðingur SI 130, Árni Magnússon GK 130, Guðbjartur Kristján IS 100, Þorsteinn 220. Til Dalatanga: Bjartur NK 210, Barði NK 220, Lómur KE 200, Heimir SU 170, Hamravík KE 100, Krossanes SU 208.
******************************************
53. árg., 1966, 155. tölublað, Blaðsíða 2
56. árgangur 1966, 166. Tölublað, Blaðsíða 1
FÉLL FYRIR BORÐ Í OFVIÐRINU OG DRUKKNAÐI
Sildarflutningaskip hallaðist ískyggilega
Í óveðrinu á laugardaginn áttu mörg skip á síldarmiðunum fyrir austan í erfiðleikum. Mörg skipanna leituðu vars við Jan Mayen, en önnur héldu til hafna. Þegar síldarflutningaskipið Askida, sem Hjalteyrar verksmiðjunnar hafa á leigu var á leið til lands með fullfermi af síld, varð það slys um 50 mílur norður af Raufarhöfn að einn skipverjanna féll fyrir borð og drukknaði.
Sneri skipið strax við til þess að leita hans og kall aði fleiri báta til aðstoðar, en leitin bar ekki árangur. Við þessa snúninga losnaði um yfirbreiðslur yfir lest skipsins en þær voru fullar af síld. Komst þá sjór í lestina og hallaði skipið ískyggilega, en þó tókst að rétta það við aftur og snúa upp í vindinn. Tveir síldarbátar komu strax á vettvang til þess að veita aðstoð ef með þyrfti, en auk þess sneri flutningaskipið Dagstjarnan við, en hún var á leið til Jan Mayen. En Askida rétti sig þó við af eigin rammleik og komst til Raufarhafnar í gær.
***********************************************
31. árgangur 1966, 164. tölublað, Blaðsíða 1
Féll útbyrðis og drukknaði
Í hvassviðrinu sl. laugardag varð það slys að einn skipverja af síldarflutningaskipinu Askida tók út er skipið var statt um 50 sjómílur út af Raufarhöfn og tókst ekki að bjarga manninum.
Skipinu var strax snúið er maðurinn féll útbyrðis en við það lagðist skipið á hliðina og komst sjór í lestamar sem voru fullar af síld og átti skipið í miklum erfiðleikum með að rétta sig við. Tvö síldveiðiskip, Hávarður frá Ísafirði og Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði komu strax á vettvang til þess að veita aðstoð ef með þyrfti og einnig kom síldarflutningaskipið Dagstjarnan til aðstoðar.
Tókst um síðir að rétta skipið við og biðu skipin átekta um nóttina meðan veðrið gekk yfir en héldu inn til Raufarhafnar á sunnudaginn. Lá Askida þar í gær og munu sjópróf vegna slyssins fara þar fram í dag. Askida er norskt skip sem síldarverksmiðjan .á Hjalteyri hefur á leigu til síldarflutninga. Skipverjinn sem drukknaði var hins vegar íslenzkur. frá Reykhúsum í Eyjafirði. Hann var 22 ára að aldri.
*******************************************
53. árg., 1966, 173. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn kemur í dag
„HAFÖRNINN“, hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, er væntanlegt til Seyðisfjarðar í dag.
Hingað kemur skipið frá Bremerhaven, þar sem það var afhent SR í lok s.l. mánaðar. „Haförninn" er 3700 tonn að stærð, og ber í hverri ferð 3.300 lestir síldar. Það heldur á síldar miðin við fyrsta tækifæri.
Skipstjóri á „Haferninum“ verður Sigurður Þorsteinsson en hann var áður skipstjóri á Dagstjörnuinni", síldarflutningaskipi Einar Guðfinnssonar í Bolungarvík- Myndin, mbl.: ókunnur ljósmyndari
56. árgangur 1966, 173. Tölublað, Blaðsíða 1
Glæsilegt síldarflutningaskip hefur bæst í flotann
Í morgun sigldi nýtt og glæsilegt skip inn Seyðisfjörð, eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í heimi, — síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, Haförninn.
Skipið er keypt í Þýzkalandi og var afhent ísiendingum i Bremerhafen fyrir viku.
Það er 3.700 lestir að stærð og hefur lestarrými fyrir um 3.300 lestir. Skipið er búið hinum fullkomnasta dæluútbúnaði til þess að ferma og losa síld úr lestunum. Skip þetta verður í flutningum af sidarmiðunum til ríkisverksmiðjanna, aðallega norðanlands. Skipstjóri er Sigurður Þorsteinsson.
(ath. SK:: Skipið var smíðað og keypt frá Noregi)
************************************************************
31. árgangur 1966, 172. tölublað, Blaðsíða 1
Síldarflutningaskip SR, Haförninn, komið:
Fær Siglufjörður nú loks síld í bræðslu?
í fyrradag kom hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, Haförninn, til landsins. Kom skipið við á Seyðisfirði en þaðan mun það hafa haldið í gær á miðin við Jan Mayen og mun taka þar síld til Siglufjarðar. Hefur Siglufjörður farið mjög varhluta af síldinni til þessa í sumar en væntanlega bætir þetta nýja skip nokkuð hlut Siglufjarðar hvað bræðslusíld snertir.
Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu Haförninn í vor, er skipið norskt tankskip og hét áður Lönn og hefur því nú verið breytt í síldarflutningaskip, sett í það löndunartæki og dælur og annað sem til þarf. Á Haförninn að geta flutt um 22 þúsund mál síldar. Þetta er fyrsta síldarflutningaskipið sem Síldarverksmiðjur ríkisins eignast en í fyrrasumar höfðu þær þrjú skip á leigu til síldarflutninga og hafa tvö þeirra aftur á leigu í sumar en þau hafa einvörðungu verið notuð til mjölflutninga til útlanda það sem af er sumrinu.
Á meðan síldin heldur sig á austurmiðunum mun Haförninn verða í síldarflutningum til Siglufjarðar en skipið er það stórt að Siglufjörður er eina höfnin á Norðurlandi þar sem það getur lagzt að bryggju.
Vafalaust mun komu skipsins verða fagnað á Siglufirði en þangað höfðu um síðustu helgi aðeins borizt tæplega 2000 lestir síldar í sumar. Var Siglufjörður þá fimmti lægsti síldarlöndunarstaðurinn af 19, alls og má hann vissulega muna fífil sinn fegri sem mesti síldarbær landsins.
Í þessu sambandi vekur það athygli að Reykjavík er það sem af er þessu sumri fjórði hæsti síldarlöndunarstaðurinn með rösklega 20 000 lestir og eru aðeins Seyðisfjörður, Raufarhöfn og Neskaupstaður hærri.
Það sem þarna hefur gert gæfumuninn milli Reykjavíkur og Siglufjarðar er að síldarflutningaskip Klettverksmiðjunnar, Síldin,1 hefur í allt sumar flutt síld til verksmiðjunnar af miðunum, þótt um langan veg hafi verið að sækja og mun lengri en til Siglufjarðar, en til Siglufjarðar hefur ekkert skip flutt síld fram að þessu, aðeins einstöku síldveiðiskip lagt þangað leið sína öðru hvoru. En væntanlega verður tilkoma Hafamarins til þess að snúa taflinu Siglufirði í hag seinni partinn í sumar og haust
************************************************************
Vísir - 06. ágúst 1966
56. árgangur 1966, 176. Tölublað, Blaðsíða 8
Framtak einstaklingsins.
Nýtt og glæsilegt síldarflutningaskip, Haförninn hefur nú bætzt í flotann.
Frumkvæði og framsýni Bolungarvíkurfeðga hefur borið góðan ávöxt og er fullreynt að síldarflutningarnir eru ágætlega vel framkvæmanlegir og veita atvinnu á mörgum þeim stöðum, sem áður voru afskiptir í keppninni um silfur hafsins.
Saga síldarflutninganna sýnir hve mikils virði áræði og dugnaður einstaklingsins er, og minnir á nauðsyn þess að skapa honum frjálsræði og svigrúm til átaka við verkefnin, sem hvarvetna má finna.
************************************************
46. árgangur 1966, 179. Tölublað, Blaðsíða 4
Síldarflutningar
SÁ GALLI fylgir öllum fiskiðnaði, að erfitt er að hagnýta mannvirki til hins ítrasta. Reisa verður verksmiðjur fyrir mesta hugsanlegt aflamagn, enda þótt vitað sé, að venjulega er afli minni. Síldariðnaðurinn er gott dæmi um þessa erfiðleika. Dýrar verksmiðjur hafa verið reistar, er. síldin hefur ýmist brugðizt eða fært sig til, svo að verksmiðjurnar hafa hagnýzt illa. Nú hefur verið farið í vaxandi mæli inn á þá braut að flytja síldina til verksmiðjanna, sem fjarri eru miðunum, og reyna þannig að hagnýta þær. Vegna slíkra flutninga er Reykjavík einn mesti síldarbærin, og ætti að vera á sama hátt unnt að starfrækja verksmiðjurnar á Norðurlandi.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú loks eignazt myndarlegt síldarflutningaskip, Haförninn, og er vonandi, að hann færi meðal annars Siglfirðingum það hráefni, sem þeir hafa aðstöðu til að vinna í verksmiðjum sínum.
************************************************
Alþýðumaðurinn - 11. ágúst 1966
36. Árgangur 1966, 27. Tölublað, Blaðsíða 1
„Haförninn", hið nýja sildarflutningaskip SR, komið á miðin
Siglufirði 8. ágúst. — J.M.
HIÐ nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins er nýkomið á síldarmiðin og var búið að fá 800 tonn er síðast fréttist, en alls getur það borið 3100 tonn
Reitingur hefur komið hingað af söltunarsíld og hefur verið mest saltað hjá síldarsöltunarstöðinni Ísafold h.f., yfir tvö þúsund tunnur.
Siglfirzki togarinn Hafliði kom í dag inn með um 120 tonn eftir rúmlega viku veiðiför og verður aflinn unninn í hraðfrystihúsi SR.
Sæmilega miðar með jarðgöngin um fjallið Stráka og munu vera eftir um 70 metrar og er nú unnið að jarðgöngunum beggja megin.
Eins og lesendum AM mun vera kunnugt, tókst samkomulag milli Alþýðuflokksins og borgaraflokkanna tveggja um málefnasamning sem starfað skyldi eftir þetta kjörtímabil og náðist samkomulag milli þessara þriggja flokka um ráðningu bæjarstjóra út þetta kjörtímabil og var kjörinn Stefán Friðbjörnsson, en þess má geta, að forseti og fyrsti varaforseti bæjarstjórnarinnar voru kjörnir af fulltrúum borgaraflokkanna einna, þ. e. Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Bæjarritari var ráðinn Sigurður Gunnlaugsson.
**********************************************
46. árgangur 1966, 180. Tölublað, Blaðsíða 14
HAFÖRNINN
Rvík, fimmtudag. GbG
HIÐ nýja síldarflutningaskip S. R„ Haförninn, kom með fyrsta síldarfarm sinn til Siglufjarðar laust eftir hádegið í dag, 900 tonn af miðunum við Jan Mayen. Síldin fer öll í bræðslu.
Á Siglufirði er búið að bræða 800 tonn og salta 3 — 4 þús. tunnur af síld. –
Hjá S.R. vinna á annað hundrað manns, ef frystihúsið er talið með. Heldur lifnar yfir Siglufirði við komu síldarskipsins, en þó er það söltunin, sem mestan svip setur á atvinnulífið, og því bíða menn óþreyjufullir eftir því að síldin færist nær og að söltun hefjist fyrir alvöru.
50. árgangur 1966, 183. Tölublað, Blaðsíða 1
53. árg., 1966, 183. tölublað, Blaðsíða 15
Frábær dugnaður Bolvíkinga
Engu að síður eru aðstæður í Bolungarvík svo erfiðar, að viðbúið er, að þar hefði orðið lítið um framkvæmdir, ef frábær dugnaður ötulla forustumanna hefði ekki komið til. Staðreyndin er, að Bolungarvík tekur stakkaskiptum með ári hverju, stöðugt rísa upp ný og ný atvinnutæki og glæsileg heimkynni ötulla athafnamanna. Sízt er orðum aukið, að þarna sé að gerast kraftaverk. Öllum kemur saman um, að það sé fyrst og fremst fyrir atbeina Einars Guðfinnssonar og sona hans. Frá því að sá, er þetta ritar, kom til Bolungarvíkur fyrir fáum misserum, höfðu þeir feðgar nú reist nýja Síldarverksmiðju.
Þegar svo illa tókst, að vonir þeirra um síld á heimamiðum brugðust, þá létu þeir ekki hendur fallast, heldur höfðu forgöngu um tilraunir til síldarflutninga. Ríkisstjórnin leigði þeim olíuflutningaskipið Þyril í þessu skyni og seldi þeim síðan skipið með fullu verði, þegar í ljós kom, að tilraunin mundi ekki einungis bjarga Bolungarvík, heldur hafði grundvallarþýðingu fyrir allan síldariðnað hér á landi. Sumir stjórnarandstæðingar létu sig hinsvegar hafa það, að gera þessa samninga stjórnarinnar og þeirra feðga að árásarefni á ríkisstjórnina til að vekja öfund og tortryggni í garð hinna framsýnu athafnamanna Bolungarvíkur. Þeir, sem slíkt fá af sér, kunna sannarlega ekki að skammast sín.
*******************************************
Morgunblaðið - 16. ágúst 1966
53. árg., 1966, 184. tölublað, Blaðsíða 15
Skip SR kemur til Siglufjarðar
Siglufirði, 15. ágúst.
Á FIMMTUDAG kom til Siglufjarðar stórt síldarflutningaskip, eign Síldarverksmiðja ríkisins og heitir það Haförn. Haförninn er 3700 lestir að stærð, keyptur til landsins frá Þýzkalandi og er lestarrými hans 3300 lestir. Skipið kom til landsins skömmu eftir sl. mánaðamót. Heimahöfn þess er á Siglufirði og er það kom hingað sl. fimmtudag hafði það 700 lestir síldar, sem fóru í vinnslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Það fór aftur á miðin nú um helgina og mun þegar hafa fengið eitthvað af síld.
Skipið er búið fullkomnum dæluútbúnaði til að lesta sig á hafi úti og er unnt að losa í það úr tveimur síldveiðiskipum samtímis. Segja má að bæði lestun og losun hafi gengið mjög vel og eru miklar vonir bundnar þessu skipi í sambandi við síldar flutninga til Siglufjarðar og nýtingu hinna afkastamiklu síldarbræðslu þar. Þá hefur síldarflutningaskipið að sjálfsögðu ýmis þægindi í för með sér fyrir síldveiðiskip, en það sparar þeim siglingu til hafnar, sem oft og tíðum er mjög löng. Skipstjóri á Haferninum er Sigurður Þorsteinsson, en hann var áður á Dagstjörnunni, sem flutti síld á vegum Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og hefur Sigurður þar af leiðandi mikla reynslu i slíkum flutningum. Síldin, sem skipið kom með til Siglufjarðar var af Jan Mayen-svæðinu. --
Fréttaritari
Ath. Undirstrikað hér ofar, er rangt: Skipið hér Haförninn og var keyptur frá Noregi og hét þá Løn
*********************************************
53. árg., 1966, 187. tölublað, Blaðsíða 27
46. árgangur 1966, 186. Tölublað, Blaðsíða 2
Mikil síld Siglufjarðar Siglufirði
Siglufirði— JM — OO
í gær var mesti annadagur sem komið hefur á Siglufirði í mörg í mörg ár.
Níu síldarskip komu eða voru væntanlega fullfermd. Saltað var á öllum plönum sem starfrækt eru og tekin síld til söltunar af öllum skipum sem hingað koma.
Haförninn kom í gærkveldi með 18 þúsund mál að austan og var löndun lokið um miðnætti og verður skipið komið aftur á síldarmiðin í kvöld.
*****************************************
50. árgangur 1966, 190. Tölublað, Blaðsíða 16
Dagfari með 600 lestir á 1. Sólarhring
HH—Raufarhöfn, mánudag.
Í nótt fékk Dagfari frá Húsavík geysimikið kast á norðurmið unum. Þegar búið var að fylla skipið var enn mikil síld eftir í nótinni.
Kom þá síldarflutningaskipið Haförninn að hlið skipsins og dældi síldinni úr nótinni og síðan úr skipinu. Eftir að búið var að losa úr Dagfara, hélt hann áfram veiðum og var búinn að fylla sig aftur í dag.
Með aðstoð síldarflutningaskipsins tókst skipstjóranum á Dagfara þannig að veiða um 600 lestir af síld á einum sólarhring!
*********************************************
31. árgangur 1966, 197. tölublað, Blaðsíða 10
RAUFARHÖFN, 22/8 —
Undanfarna þrjá daga hefur verið saltað hér á Raufarhöfn í um 14 þúsund tunnur en í dag er nokkurt hlé á löndun og söltun þar eð „ræningjaskipin" sem við Raufarhafnarbúar köllum svo. þ. e. síldarflutningaskipin Síldin og Haförninn, eru bæði á miðunum og Ianda skipin beint í þau. Heildarsöltunin hér er nú orðin 42.180 tunnur og skiptist hún þannig á stöðvamar: Norðursíld 9656 tunnur, Borgir 8781, Óðinn 5860, Síldin 5198, Björg 5065, Óskarsstöð 4838, Hafsilfur 2659 og Möl 122.
Í dag er aðeins saltað hjá einni stöð, Norðursíld, og verður 10 þúsundasta tunnan því væntanlega söltuð þar í kvöld. Mun þetta vera eina söltunarstöðin á landinu sem komin er í 10 þúsund tunnur í sumar. Síldarverksmiðjan hefur nú tekið á móti samtals 37.775 lest- «m í bræðslu. Í dag er sólskin og blíða hér á Raufarhöfn, einhver bezti dagur sumarsins. — H.R
----------------
31. árgangur 1966, 197. tölublað, Blaðsíða 10
Fékk um 70 lestum meira en skipið ber!
RAUFARHÖFN, 22/8
Í gærkvöld fékk síldveiðiskipið Dagfari frá Húsavík mjög stórt kast á miðunum norðaustur af Raufarhöfn. Þegar skipið hafði fyllt sig var enn mikil síld eftir í nótinni.
Síldarflutningaskipið Haförninn var þarna nærstatt og kallaði Dagfari i það.
Kom Haförninn á vettvang og dældi síldinni jafnóðum úr Dagfara og þeir á Dagfara háfuðu úr nótinni.
Fékk Dagfari með þessum hætti 326 Iestir út úr kastinu, en það er líklega um 70 lestum meira en skipið ber! — H. R ---------------
*********************************************
53. árg., 1966, 191. tölublað, Blaðsíða 28
Gísli Árni með 900 tonn landaði 2 í síldarflutningaskip eftir sólarhring Raufarhöfn, 23. ágúst. Það bar til á síldarmiðunum 150 mílur NA af Raufarhöfn, að Gísli Árni fékk um 900 lestir síldar á einum og sama sólarhringnum.
Gerðist þetta á mánudag sl. Miðað við að síldin fari öll í bræðslu er aflaverðmætið rösklega 1,5 millj. kr. Gísli Árni fékk allt þetta magn í fjórum köstum og skip, sem statt var á þessum slóðum.
Með afganginn hélt hann til Ólafsfjarðar. Óhætt er að fullyrða, að á þessum eina sólarhring hefur skipstjórinn á Gísla Árna, hinn landskunni aflamaður Eggert Gíslason, slegið öll met í síldveiðum fyrr og síðar. —
Einar
Mesta síldveiði sem sögur fara af í fyrrinótt.
82 skip tilkynntu um rúm 16 þús. tonn - Saltað á nær hverjum stað á Norður- og Austurlandi
********************************************
53. árg., 1966, 192. tölublað, Blaðsíða 28
Aflaverðmæti 102 millj. kr. miðað við bræðslusíldarverð
Í ÞESSARI síðustu aflahrotu hefur íslenzki síldveiðiflotinn fyrir norðan og austan veitt alls 60.132 tonn samkvæmt skýrslum fyrir dagana 19.-24. ágúst. Verðmæti þessa afla miðað við bræðslusíldarverð er rúmlega 102.2 milljónir króna. Þann 19. ágúst tilkynntu 64 skip um afla, alls 13.276 tonn, þann 20. ágúst 52 skip með 10.395 tonn, þann Zl. ágúst 20 skip með 2.530 tonn, þann 22. ágúst 48 skip með 7.550 tonn, þann 23. ágúst 82 skip með 16.116 tonn og 24. ágúst 51. skip með 10.265 tonn. Bræðslusíldarverðið cr kr. 1.70 fyrir hvert kíló og verðmæti þessara 60.132 tonna verður því 102.224.400 krónur. Þess ber þó að geta, að mjög mikið hefur farið til söltunar, en mun hærra verð er greitt fyrir söltunarsíld, svo og hafa síldarflutningaskip tekið við drjúgum hluta aflans, sem lægra verð er greitt fyrir.
********************************************
53. árg., 1966, 194. tölublað, Blaðsíða 11
Haförninn búinn fljótvirkustu löndunartækjum sem nú þekkjast
Rætt við Sigurð Þorsteinsson skipstjóra
Siglfirðingar binda miklar vonir við Haförninn hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins. Ef vel tekst til við síldarflutninga þess, mun að sjálfsögðu leiða af því verulega atvinnuaukningu fyrir bæjarbúa.
Haförninn er hið glæsilegasta skip og hefur þegar komið að miklum notum. Tíðindamaður blaðsins hitti fyrir skömmu Sigurð Þorsteinsson skipstjóra á Haferninum að máli í því skyni að fræðast um skipið og fá álit Sigurðar á því.
— Hvar og hvenær er skipið smíðað?
— Skipið er byggt í Haugasundi 1957 og þá sérstaklega sem olíuflutningaskip en einnig sérstaklega útbúið fyrir flutninga á asfalti, sýrur og ýmsum matarolíum. Það er 2460 tonn brúttó og 3700 dead weight, 101 metri á lengd og 13 á breidd.
Sigurður Þorsteinsson skipstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
— Hve mikið getur það tekið?
— Með fullfermi tekur það 3200 tonn af síld og með þennan farm myndi skipið vera léttlestað.
— Hvernig er með móttöku síldarinnar úti á hafi?
— Skipið er með þrjár dælur, tvær amerískar vacumdælur og eina norska hydrostal-dælu. Hver vacuum-dæla afkastar um 60 tonnum á klukkust., en hydrostaldæluna hefur ekki gefizt tækifæri til þess að reyna enn þá, en hún á að geta afkastað feiknalega miklu sennilega um 200 tonnum á klukkustund.
— Hvernig hefur skipið reynzt í síldarflutningum til þessa?
— Skipið hefur reynzt mjög vel og einnig þau tæki, sem við höfum notað til þessa. Skipið er frekar erfitt til að halda því við í sjó, en ef fiskibátarnir hjálpa til og einhver báturinn, sem bíður eftir löndun, andæfir upp í með okkar skipi í slefi, þá höfum við fengið þá reynslu, að það er hægt að halda áfram að minnsta kosti svo lengi, sem fiskibátarnir geta verið að veðurs vegna.
— Mér þykir rétt að taka það fram, að við höfum aðstoðað bátana með vistir og vatn og einnig er ætlunin að geta framkvæmt smáviðgerðir um borð í okkar skipi fyrir bátana.
— Búizt þið við því að vera í síldarflutningum fram á haust?
— Já, á meðan síld fæst, en annars er hægt að breyta um með litlum fyrirvara og taka upp flutninga á hráolíu eða lýsi. En við skulum vona, að síldveiðin haldist sem lengst og að þetta skip fullnægi sem bezt því hlutverki, sem því er ætlað, þ. e. síldarflutningum.
— Hvernig er vistarverum og aðbúnaði skipverja háttað?
— Hvort tveggja verður að teljast með því bezta, sem hér þekkist. Áhöfnin, en hún er 22 menn. Býr við óvenju góð skilyrði bæði hvað snertir hreinlæti og annað. Allir búa í eins manns klefum að undanteknum einum klefanum, þar búa tveir. Hvað snertir búnað skipsins frekar, þá er það að segja, að það er búið venjulegum siglingatækjum og uppfyllir aðrar slíkar kröfur, sem gerðar eru nú til dags.
— Hvernig er löndunarskilyrðum á síldinni í höfn farið?
— A því sviði er skipið búið fullkomnustu og fljótvirkustu tækjum sem nú þekkjast og hefur ekkert skip, sem annazt hefur síldarflutninga við Ísland verið búið slíkum tækjum til þessa. Skipið er útbúið þremur svokölluðum dönskum ryksugum sem hver um sig getur afkastað 100 tonnum á klukkustund. Skipið færir sjálft síldina frá borði að færibandi verksmiðjunnar og koma engin flutningatæki svo sem bílar þar nærri. Öll þessi tæki eru knúin með raforku frá skipinu sjálfu. Við fyrstu löndun reyndust þessi tæki í alla staði prýðilega. Hafnarskilyrði hér á Siglufirði hafa verið stórlega bætt að undanförnu og er nú auðvelt að leggjast hér að með þetta stóra skip, en svo var ekki áður.
— Og að lokum, Sigurður, er það eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja um skip þitt?
— Já, mig langar til þess að taka það fram, að skipið virðist vera mjög skemmtilegt, gangmikið og gott í sjó og einnig má geta þess, að það er feikilega gaman að komast í snertingu við fiskimennina og fiskveiðarnar sjálfar, þannig að okkur finnst sem við séum að veiða líka.
Stefán Friðbjarnarson
46. árgangur 1966, 195. Tölublað, Blaðsíða 2
LÁNUÐU RAFAL í HAFÖRNINN
Rvík, ÓTJ.
HUNDRAÐ kílóvatta rafall í eigu varnarliðsins, hefur bjargað tveggja til þriggja vikna síldveiði á Siglufirði. Hann var fenginn að láni þegar 150 kílóvatta rafall um borð í síldarflutningaskipinu Haferninum, bilaði.
Haförninn er notaður til þess að flytja síld frá bátum á hafi úti, til síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði.
Haft var samband við varnarliðið og það beðið um aðstoð til þess að skipið ekki stöðvaðist. Þegar leyfi var fengið frá yfirmönnum varnarliðsins var rafallinn fluttur norður á flutningabíl og settur í.
Þó að láns rafallinn sé töluvert minni en sá upprunalegi er afkastageta skipsins um 70 prósent af því sem áður var. Verið er að gera við þann sem bilaði, en hann var notaður til að knýja dæluna sem síldinni er dælt með.
************************************************
50. árgangur 1966, 197. Tölublað, Blaðsíða 16
Síldarsaltendur á Djúpavogi, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði óánægðir:
HAFA ENGA SÍLD FENGIÐ ÞRÁTT FYRIR MIKLA VEIÐI
ÞS—Djúpavogi, þriðjudag.
Síldarsaltendum og öðrum hér um slóðir finnst það alvarleg þróun, hve síldarflutningaskipin taka mikið síldarmagn á miðunum. I hrotunni um helgina kom t.d. engin engin síld til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar, þótt skipin væru að veiðum tiltölulega skammt undan. Nokkur skip biðu allt að 8—10 klst eftir að losa í síldarflutninga skip, eða álíka tíma og það hefði tekið að sigla með síldina til framangreindra hafna. Svo virðist sem metnaður skipstjóranna sé að veiða sem mest magn og hafa sem bezta stöðu á síldarskýrslum, skaði þá sjálfa og síldarsaltendur því að þeir fá mun betra verð fyrir síldina í salt en bræðslu.
Er hér um að ræða mál sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til og ræða, því að augljóst er, að það nær engri átt að síldarflutníngaskipin hafi heimild til að taka ótakmarkaða síld á meðan söltunarstöðvar fá enga síld til vinnslu.
************************************************
Tíminn - 31. ágúst 1966
50. árgangur 1966, 197. Tölublað, Blaðsíða 2
Varnarliðið hljóp undir bagga með síldarflutningaskipi
SJ-Reykjavík, þriðjudag.
Á fimmtudaginn i sl. viku bilaði 150 watta rafall í síldarflutningaskipinu Haförninn og fóru eigendur skipsins þess á leit við Varnarliðið í samráði við íslenzku ríkisstjórnina, að það léði því rafal í staðinn.
Samdægurs var sendur 100 watta rafall til Siglufjarðar, og starfar skipið nú með 70% afköstum, en rafall inn sem bilaði var notaður við dælurnar, sem skipið notar til lestunar, og losunar. Samkvæmt tilkynningu frá fréttaþjónustu NATO, er álitið, að skipið hefði stöðvazt í tvær til þrjár vikur, ef aðstoðar Varnar liðsins hefði ekki notið við.
***********************************************
Morgunblaðið - 04. september 1966
53. árg., 1966, 201. tölublað, Blaðsíða 32
Flutningarnir veita mikla atvinnu
Siglufirði 3. september.
SÍLDARFLUTNINGASKIP SR, Haförninn, hefur verið hér að losa síld af Austfjarðamiðum. Var skipið með 2500 tonn af síld, sem fóru til vinnslu í SR 46. Þetta er fjórði farmurinn, sem Haförninn kemur með í sumar, og hefur það veitt allt að 100 manns atvinnu.
— S.K.
***********************************************
49. árgangur 1966, 63. tölublað, Blaðsíða 4
Nokkrar ályktanir kjördæmisþingsins á Laugum
Um framkvæmdaáætlun Norðurlands.
………………………. Um síldarflutninga.
Þingið leggur áherzlu á nauðsyn skipulegra síldarflutninga til þeirra síldarhafna á Norðurlandi, sem skortir hráefni. Leggur þingið sérstaka áherzlu á forgangsrétt Norðurlands í þessu efni, umfram ýmsa aðra landshluta. Þá telur þingið aðkallandi að gangskör verði gerð að því, að athuguð verði niðursuða og niðurlagning ýmissa sjávarafurða og bendir í því sambandi t. d. á framleiðslu á „kaviar“ úr grásleppuhrognum. Þingið leggur áherzlu á að gerð verði og framkvæmd áætlun um að ljúka uppbyggingu fyrirhugaðra fiski- og verzlunarhafna hér í kjördæminu, t.d. á næstu 5 árum. Telur þingið að ríkissjóður verði framvegis að greiða mun hærri hundraðshluta af framkvæmdakostnaði við hafnargerðir en hann gerir samkvæmt núgildandi hafnarlögum.
****************************************
50. árgangur 1966, 209. Tölublað, Blaðsíða 16
……………… SJ-Reykjavík, miðvikudag.
Meðan sérfræðingar hér fyrir sunnan bollaleggja framtíðarmöguleika Húnaflóasvæðisins svo nefnda, eru íbúarnir á Skaga strönd að missa alla von um að þar geti orðið lífvænlegt í framtíðinni. Menn bundu miklar vonir við síldarflutningana í sumar, ekki sízt, þar sem sagt var á framboðsfundum, að ráðamenn lofuðu að síld myndi verða flutt í sumar til verksmiðjunnar á Skagaströnd.
Síldarverksmiðjan var yfirfarin í sumar, og hefur undanfarið verið tilbúin til að taka á móti síld, en hingað til hefur ekki komið eitt einasta skip með síld………
*****************************************
Morgunblaðið - 18. september 1966
53. árg., 1966, 213. tölublað, Blaðsíða 15
TRANSIT TRADING COMPANY (LinkBelt umboðið)
GEIR STEFÁNSSON SUÐURLANDSBRAUT 6 — SÍMI 30780.
*****************************************
Þessar vagumdælur, þurftu mjög mikla orku þannig að aflmikill rafall, sem staðsettur var í „Dekkhúsinu“ sem er áfast á dekkinu framan við brúna,
Hinn upphaflegi rafall, 150 kw. bilaði seinnipartinn í ágúst 1966 - Þá fékkst að láni 100 kw. rafall frá Varnarliðinu til að redda málinu, þar til nýr rafall kæmi.
Varnaliðs rafallinn framleiddi um 30 % minni orku (wött) en sá fyrrnefndi.
En þegar nýi rafallinn kom jókst afkastagetan umtalsvert, en sá rafall var knúinn 400 hestafla Caterpillar Dieselvél staðsett í „Dekkhúsinu“
Rafalarnir framleiddu raforku sem knúðu mjög afkastamiklar vagumdælur, sem og voru tengdar öllum síldardælunum fjórum úti á dekki, mig minnir að leiðslurnar að hverri dælu, rörin hafi verið 4“
Steingrímur
Morgunblaðið - 18. desember 1966 53. árg., 1966, 291. tölublað, Blaðsíða 3
……….Síldarútflutningur Norðmanna það er gaman fyrir íslendinga, hvernig þeir urðu á undan frændum okkar á Norðurlöndum að veiða síld með kraftblökk. Nú er nótinni, sem kunnugt er, kastað af síldarskipinu. Áður var hún höfð í nótabátum. Var það miklu mannfrekari og seinlegri aðferð. Íslendingar höfðu líka forystu með hliðarskrúfurnar og yfirleitt með smíði nýtízku síldarskipa. Í fyrra, raunar var gerð tilraun árið áður, hófu íslendingar síldarflutninga í tankskipum með dæluútbúnaði til að taka síldina úr síldarbátunum á miðunum og jafnvel nótunum, þegar báturinn gat ekki rúmað kastið. Þetta gafst svo vel, sérstaklega hjá „Síldinni“, raunar líka hjá Dagstjörnunni, að 3ja síldar flutningaskipið var keypt til landsins í ár, Haförninn.
Nú fyrst eru Norðmenn að fara af stað með slíka flutninga og hafa stofnað til þess hlutafélag með 25 millj. kr. (hlutafé). Á þessum tímum hins ritaða máls, útvarps og sjónvarps, hefur mörgu verið eytt í meiri óþarfa en þótt maður væri fenginn til þess að rita samtíma atvinnusögu þjóðarinnar og festa á segulband og filmu það, sem máli þætti skipta að varðveita sem mest óbrenglað fyrir seinni ómögulegt er að bæta, ef látið er hjá líða að halda því til haga jafnóðum og það fellur til…………..
****************************************
50. árgangur 1966, 213. Tölublað, Blaðsíða 8 -
Hluti greinar, Þróun atvinnuveganna eftir Ólaf Ragnar Grímsson
…………….„Sumarsíldveiðin fyrir Norður og Austurlandi hefur breytzt að stað- og tímasetningu svo að f stað þess að standa yfir sumartímann frá miðju Norðurlandi og austur og norður um mitt Austurland, hefur hún færzt austur af landinu, og er að mjög verulegu leyti stunduð á djúpmiðum langt úti í hafi allt norður undir Jan Mayen. Á þessum hafsvæðum hafa íslendingar engin sérréttindi til veiðanna og á sum um svæðunum ekki miklu hagfelldari aðstöðu en aðrar þjóðir, um fram það að vera vel undir veiðarnar og vinnslu aflans búnir . . .
Tilflutningur síldveiðanna hefur spillt stórlega afkomu síldarverksmiðja á Norðurlandi og teflt rekstri þeirra í algera tvísýnu. Hefur rekstur þeirra í vaxandi mæli byggzt á síldarflutningum, og er nú svo komið, að reikna má með, að meginhluti vinnslumagnsins sé fluttur langt að. Síldarverksm. ríkisins, sem eiga verksmiðjur bæði á Norður- og Austurlandi, hafa mest bolmagn til að tryggja áframhaldandi rekstur verksmiðja á Norðurlandi. Verksmiðjur einkafyrirtækja og bæjarfélaga hafa á hinn bóginn ekki slíka aðstöðu. Áframhald á rekstri síldarverk smiðja og, ef verða má, á síldarsöltun og annarri vinnslu síldar á Norðurlandi, er þýðingarmikið, skilyrði fyrir viðhaldi og þróun byggðar í þeim landshluta.
„Jafnvel þótt síldveiðar á djúpmiðum út af Austurlandi séu tryggari, er staðsetning veiðanna svo breytileg, að jafnan má búast við mikilli flutningaþörf. Afkastageta síldarverksmiðja á Austurlandi er þegar orðin svo mikil, að frekari uppbygging er hæpin frá hagrænu sjónarmiði og beinlínis óæskileg frá félagslegu sjónarmiði, þar eð hún dregur úr nýtingu mannafla og tækja norðanlands. Breytir það engu í þessu efni, þótt afkoma þeirra verksmiðja á Austurlandi, sem bezt eru staðsettar, sé framúrskarandi góð, og nýjar verksmiðjur gætu verið arðvænleg fyrirtæki fyrir eigendur sína“………………………………
*****************************************
56. árgangur 1966, 218. Tölublað, Blaðsíða 1
Síldartökuskipin aðgerðarlaus í nær tvær vikur
Síldartökuskipin sem hafa verið i síldarflutningum af Austfjarðarmiðum til fjarlægra hafna í sumar lóna nú aðgerðarlaus um miðin eða liggja inni á Austfjarðahöfnum. Skipin hafa ekki fengið neina síld til þess að flytja hartnær hálfan mánuð vegna þess, hve veiðisvæðið er nærri landi. Bátamir kjósa fremur að sigla 4-6 tíma í land með aflann, og koma honum þar í salt fyrir miklu meira verð en þeir fá fyrir hann, ef landað er í flutningaskipin, en farmar þeirra fara allir í bræðslu. 3 skipanna hafa legið inni á Seyðisfirði í rúma viku og hin verið á lóni milli hafna og úti á miðum.
Alls hafa 5 flutningaskip verið á miðunum í sumar og geta þau flutt samanlagt um 15 þúsund lestir. Síldar og fiskimjölsverksmiðjan í Reykjavík á „Síldina" og hafði hún flutt 32 þúsund lestir til Reykjavíkur kringum mánaðamót, en lítið síðan. Haförninn, hið nýja flutningaskip síldarverksmiðja ríkisins hefur aðallega verið í flutningum til Siglufjarðar. Dagstjaran, eign Einars Guðfinnssonar Bolungarvík, og fleiri hefur flutt síld til Vestfjarða, aðallega Bolungarvíkur. Verksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi tóku hvor sitt skipið á leigu, Cirion og Askida.
*******************************************
Morgunblaðið - 29. september 1966
53. árg., 1966, 222. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn með fullfermi til Siglufjarðar
Tók 3330 tonn á tveim sólarhringum
Síldarflutningaskipin þrjú, Haförninn, Sirion og Askita eru nú á leið til hafna með fullfermi síldar.
Blaðamaður Mbl. hafði í gær tal af Eiríki Kristóferssyni, skipstjóra Hafarnarins og Guðmundi Arasyni, stýrimanni sama skips.
Haförninn var þá á leið til Siglufjarðar að landa 3330 tonnum af síld, sem skipið hafði hlaðið undanfarna tvo sólarhringa á miðunum um 80 tunnur út af Reyðarfjarðardýpi og Norðfjarðardýpi.
-- Guðmundur sagði að gott veður verið á miðunum að undanförnu, og afli bátanna góður á miðunum. Tuttugu og tvö skip skipuðu afla um um borð í Haförninn þar á meðal eitt skip, Reykjaborgin, tvisvar samtals 500 tonnum. Guðmundur sagði að Haförninn myndi landa þegar við komuna til Siglufjarðar og myndi löndunin ekki taka nema um einn og hálfan sólarhring.
Kvað Guðmundur svo fljóta afgreiðslu að þakka hinum nýju löndunarlyftum, sem hingað til lands hafa verið keyptar í sumar frá Danmörku og eru mjög afkastamiklar. Þessar lyftur eru nú i notkun á mörgum höfnum við Austfirði, þar sem löndunarstöðvarnar hafa ekki undan að taka við því síldarmagni sem berst að landi. f gær voru um 100 bátar á leið í land með góðan afla, og er viðbúið að þeir verði að bíða í nokkra sólarhringa áður en þeir fá afgreiðslu.
Guðmundur sagði ennfremur að allir þeir bátar, sem umskipuðu síld í borð í Haförninn síðastliðinn sólarhring hefðu tilkynnt ágætan afla á ný. Nú þegar fer að hausta og veður gerist rysjótt, flytur Haförninn sig inn á firðina í lygnari sjó og tekur þar við síld frá bátunum, og er þá mini hætta á að bátarnir skemmist við hlið skipsins. Að lokum sagði Guðmundur að þegar umskipun færi fram ynnu allir 22 menn skipsins dag og nótt — en samt væri mikil ánægja að því að geta veitt bátunum þessa þjónustu.
Ath.SK: Eiríkur var þarna um borð til afleysingar,
*******************************************
Morgunblaðið - 07. október 1966
53. árg., 1966, 229. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn reynist vel
Hefur flutt 12.466 tonn
MBL. spurði Svein Benediktsson hvernig hefði gengið hjá síldarflutningaskipinu Haferninum og hvernig skipið hefði reynzt.
Sveinn sagði að Haförninn hefði komið til landsins 4. ágúst og síðan farið 5 ferðir af síldarmiðunum.
Í september beið skipið rúmar 3 vikur eftir farmi. Hefur Haförninn flutt alls 12.466 tonn.
Fyrstu farmarnir voru að mestu leyti teknir á Jan Mayen svæðinu, en síðari farmarnir fyrir austan land.
Var skipið ekki með fullfermi nema i einni ferðinni. Þá kom það af veiðisvæðinu SA af Dalatanga með 3.300 tonn.
Sveinn sagði að skipið sjálft hefði reynzt vel. Löndunarútbúnaður hefði þó bilað oftar en einu sinni, en vonir stæðu til að hægt verði að bæta úr því.
Kostnaður við flutningana hefði eðlilega orðið mikill, en hann lækkar við það að skipunum er greitt 22 aura lægra verð pr. kg. fyrir þá síld, sem fer í flutninga skip, en sem landað er beint í verksmiðjur. Haförninn er nú fyrir austan og byrjaður að taka við síld af veiðisvæðinu.
Sl. þriðjudag, 4. okt. voru komin á land hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 146.700 tonn af síld, þar af síld og síldarúrgangur frá söltunarstöðvum 28.500 tonn. Skiptist aflinn þannig: Siglufjörður 14.800 tonn, Húsavík 3.700 tonn, Raufarhöfn! 44.000 tonn. Seyðisfjörður 63.900 tonn og Reyðarfjörður 20.300 tonn.
*******************************************
56. árgangur 1966, 226. Tölublað, Blaðsíða 8
…………Umfangsmestu aðgerðirnar á þessu sviði hafa verið síldarflutningarnir, sem hafa færzt í vöxt með hverju árinu. Fyrst var síldin flutt í venjulegum flutningaskipum en síðustu árin einnig í tankskipum. Þrátt fyrir tilkomu tankskipanna eru þessir síldarflutningar enn svo dýrir, að telja verður þá neyðarráðstöfun til að nýta framleiðslutækin. Menn vona samt, að smám saman megi gera þessa síldarflutninga ódýrari, t. d. með notkun stærri og fullkomnari skipa og með bættri tækni við síldardælingar. Ef hægt verður að lækka nokkuð kostnað við síldarflutninga, opnast leiðir til stórbættrar nýtingar síldarverksmiðja um allt land. Jafnvel mest nýttu verksmiðjurnar, á Austurlandi, eru aðeins 10% nýttar.
Með aukinni nýtingu verksmiðjanna með auknum flutningum á síld og loðnu, er hægt að spara mikla fjárfestingu á næstu árum……………………
**************************************
Tíminn - 07. LOKS SILD TIL SKAGASTRANDAR "október 1966
50. árgangur 1966, 228. Tölublað, Blaðsíða 14
LOKS SÍLD TIL SKAGASTRANDAR
SJ-Reykjavík, miðvikudag.
Í nótt er von á síldarflutningsskipinu Vestberg með 5—600 lestir af síld, sem á að fara til bræðslu í Síldarverksmiðjunni á Skagaströnd. Þykja þetta allmikil tíðindi þar sem engin síld hefur borizt til Skagastrandar síðan 1961, að því er talið er.
Ástæða þess, að síld er nú flutt á vegum SR til Skagastrandar, er sú, að mikil síld hefur borizt til Seyðisfjarðar, en samkomulag, er um það, að ef allar þrær eru fullar, hjá síldarverksmiðju SR á Seyðisfirði, megi flytja síld til Skagastrandar.
Síldin var tekin úr þrónum, það skip er ekki útbúið til að þrónum hjá verksmiðju SR á Seyðisfirði um borð í Vestberg, en það skip er ekki útbúið til að taka á móti síld á rúmsjó. Síldarverksmiðjan á Skagaströnd er önnur afkastamesta síldarverksmiðjan á landinu, á að geta unnið úr 7500 málum síldar á sólarhring. Færanlegur löndunarkrani var fluttur frá Siglufirði í pörtum til Skagastrandar en aðstaða til löndunar er fremur erfið, þar sem grunnt er við löndunarbryggjuna. Væntanlega verður eitthvert framhald á flutningi síldar til Skagastrandar, en það veltur á, hvað mikið veiðist fyrir Austurlandi. Síldarverksmiðjan á Skagaströnd hefur verið tilbúin að taka á móti síld frá því um mitt sumar.
*****************************************
Morgunblaðið - 13. október 1966
53. árg., 1966, 234. tölublað, Blaðsíða 3
……………………Síldarflutningaskipið Haförninn er á miðunum og vantaði í gærkvöldi 800 tonn til að ná fullfermi………………..
*****************************************
Morgunblaðið - 15. október 1966
53. árg., 1966, 236. tölublað, Blaðsíða 28
Haförninn Iosaði 3000 tonn á Siglufirði
Siglufirði 14. október.
SÍLDARFLUTNINGASKIP síldarverksmiðjanna hér á Siglufirði, Haförninn fór í dag áleiðis austur á miðin, eftir að hafa stanzað hér tæpa tvo sólahringa við losun á rúmlega 3000 tonnum af síldarfarmi. Löndun gekk vel úr skipinu. Bræðsla hefst eftir helgi.
— Steingrímur.
****************************************
Morgunblaðið - 16. október 1966
53. árg., 1966, 237. tölublað II, Blaðsíða 12
Vilja ekki fleiri síldar- og mjölverksmiðjur.
nema í samráði við samtök sjómanna.
EFTIRFARANDI samþykktir voru gerðir á þingi Sjómannasambands íslands:
Um byggingu síldarverksmiðja. (hér birtur smá úrdráttur tengt síldarflutningaskipum)
5. þing Sjómannasambands íslands bendir á, að það hefir nú sýnt sig í reynd, að það var rétt stefna er síðasta þing markaði, að hagkvæmt væri að leysa hina svokölluðu veiðitoppa á síldveiðunum með aukningu þróarrými verksmiðjanna og hafa sérstök skip til síldarflutninga í verksmiðjur fjarri síldarmiðunum, í stað þess að byggja sífellt fleiri og fleiri verksmiðjur. Þingið harmar því, að ríkisvaldið skyldi heimila að byggja þær tvær síldarverksmiðjur, sem nú eru í byggingu, þrátt fyrir eindregin tilmæli samtaka sjómanna, Sjómannasambands íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands er send voru sjávarútvegsmálaráðuneytinu á sl. vetri um að ekki yrði leyft að byggja fleiri verksmiðjur í bili. Þingið bendir á þá staðreynd, að verksmiðju-kostnaðurinn er orðinn slíkur, að þrátt fyrir metveiði í sumar hefir það tæplega átt sér stað að skip hafi orðið að bíða löndunar og að mikið vantar á, að verksmiðjurnar fyrir norðan og austan hafi fengið nægilegt síldarmagn til bræðslu.
Þingið beinir því þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að ekki verði leyft að byggja fleiri síldar- eða mjölsverksmiðjur nema í samráði við samtök sjómanna, en á þeim og útvegsmönnum lendir að greiða verksmiðjurnar þótt féð til framkvæmdanna sé lagt fram af öðrum aðilum í byrjun…………………
Um viðgerðarmenn síldarleitartækja.
Þingið felur væntanlegri sambandsstjórn að vinna að því við sjávarútvegsmálaráðuneytið og aðra aðila, að á síldarleitarskipunum svo og síldarflutningaskipunum verði staðsettir menn er geti annast viðgerðir á síldarleitartækjum svo og öðrum nákvæmum tækjum veiðiskipanna svo þau þurfi ekki að sigla til hafnar, oft langar leiðir, til að leita viðgerða og það jafnvel þótt um smábilanir sé að ræða.
***************************************
Allskonar þing og skýrslur voru gerðar, þar sem minnst er á síldarflutníngaskipin. Og mörg mikið skráð, um hinar margvíslegu skoðanir. Þar á meðal annars mikið voru áberandi kröfur um að aðrir gerðu þetta og hitt, ríkisstjórnin, verksmiðu eigendur og leigutaka síldarflutningaskipanna. En skýrslur og kröfugerðir, hefur og er hér á síðu minni ekki gert mikil skil, þar sem ef allt yrði birt, þá væri það efni í stóra bók.
Steingrímur
***************************************
Morgunblaðið - 18. október 1966
53. árg., 1966, 238. tölublað, Blaðsíða 8
Frá Alþingi.
Ríkisábyrgð vegna síldarflutningaskipsins rædd
„Haförninn“ kostaði 54 milljónir
í STUTTRI ræðu, sem fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, flutti í efri deild Alþingis í gær kom fram að Haförninn, síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins kostaði hingað komið með nauðsynlegum breytingum 54 milljónir króna.
Skipið tekur um 3200—3300 lestir af síld. Fjármálaráðherra upplýsti þetta er hann mælti fyrir frv. ríkisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögum um ríkisábyrgð vegna kaupa á Haferninum. Sagði ráðherrann að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefði snemma í sumar leitað aðstoðar ríkisstjórnarinnar vegna kaupa á síldarflutningaskipi. Þótti rétt að veita þá aðstoð, enda þótt um væri að ræða sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs, en nú um nokkurra ára skeið hefur ríkissjóður einungis veitt einfaldar ábyrgðir. Þar sem hér er um ríkisfyrirtæki að ræða, þótti það ekki frávik frá þeirri megin stefnu. Frv. var vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar.
**************************************
Mjölnir - 25. október 1966
29. árgangur 1966, 12. tölublað, Blaðsíða 1
Atvinna og aflabrögð
Segja má, að atvinna á Siglufirði hafi verið sæmilega mikil í haust fyrir það fólk, sem heima er.
Fyrir vörubifreiðastjóra, er framan af sumri áttu nánast sagt við atvinnuleysi að búa, rættist nokkuð úr vegna vegavinnu á Siglufjarðarvegi á Almenningnum og akstri á ofaníburði í flugvöllinn nýja og veginn út Ströndina. Þrír bátar hafa byrjað róðra, Tjaldur, Orri og Hringur. Afli hefur verið dálítið misjafn, eða frá 3 og upp í 6 'tonn í róðri. Hringur hefur ekki farið á sjó að undanförnu vegna bilunar á spili.
Aflinn er unninn í Hraðfrystihúsi S. R. Togarinn Hafliði lagði upp í síðustu viku um 90 - tonn til vinnslu í frystihúsinu. Flutningaskipið Haförninn kom með um 2200 tonn af síld í vikunni sem leið. Losun skipsins gekk fljótt og vel og bræðsla hófst á mánudagsmorgun. Talsvert mikil vinna skapast vegna þessara síldarflutninga.
***************************************
Mjölnir - 25. október 1966
29. árgangur 1966, 12. tölublað, Blaðsíða 4
Björn Pálsson og séra Gunnar skammaðir á Skagaströnd (tengill: Mjölnir - 25. október 1966)
Skeyti Ragnars Arnalds til Skagastrandarfundar og fleira
Á atvnnumálafundinum á Skagaströnd, sem þeir Björn Pálsson og séra Gunnar Gíslason boðuðu til, las fundarstjóri upp eftirfarandi skeyti, sem borizt hafði frá Ragnari Arnalds:
Herra fundarstjóri! Við Alþýðubandalagsmenn fögnum því af heilum hug, að atvinnuvandamál Skagstrending skuli tekin til umræðu í kvöld. Síðast liðin þrjú ár höfum við haldið 4 fundi um atvinnumál á Skagaströnd. Í þrjú ár höfum við einnig hvatt til þess, að haldin yrði sérstök ráðstefna um vanda mál Skagastrandar og til hennar kvaddir allir þingmenn kjördæmisins svo og hreppsnefndarmenn, forystumenn verkalýðssamtaka og atvinnurekenda og jafnvel fulltrúar ríkisstjórnarinnar. Af því hefur því miður ekki orðið.
Fyrir rúmum tveimur árum var STJÓRNSKIPAÐRI NEFND falið að gera tillögur um atvinnubætur, meðal annars á Skagaströnd. Enginn árangur hefur þó orðið af störfum þessarrar nefndar og ekkert hefur til hennar spurzt í tvö ár.
Hvað veldur? Fyrir rúmu einu ári samþykkti Alþingi einróma að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að SÍLDARFLUTNINGAR yrðu betur skipulagðir í því skyni að bæta atvinnuástand þeirra staða, sem verða hart úti vegna síldarskorts. Síðan þessi viljayfirlýsing Alþingis var gerð, hefur engin síld verið flutt til Skagastrandar. Veit nokkur skýringu á því?
Nú er liðið langt á þriðja ár, síðan samþykkt var einróma á Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta gera áætlun um TUNNUverksmiðju á Skagaströnd. I meira en tvö ár hefur ekkert frétzt af þessu máli. Hvað veldur?
Í vetur verða þrjú ár liðin, síðan-Alþingi samþykkti einróma að fela ríkisstjórninni> að gera áætlun um byggingu FÓÐURMJÖLSVERKSMIÐJU á Skagaströnd. í meira en tvö ár hefur ríkisstjórnin legið á málinu. Hvað veldur? Hver er skýringin á því? I vetur var borin fram á Alþingi tillaga þingmanna úr þremur flokkum um byggingu SJÓLAXVERKSMIÐJU á Skagaströnd.
Engin verksmiðja á Norðurlandi getur framleitt sjólax og markaði vantar ekki. En tillagan var svæfð. Hvað olli því ? I sumar fréttust þau ágætu tíðindi, að stofnað hefði verið félag til að reisa og reka KAVÍAR VERKSMIDJU á Skagaströnd.
En 3. september síðastliðinn fullyrðir vikublaðið DAGUR á Akureyri, að framkvæmdir séu enn ekki hafnar, því að bankarnir hafi stöðvað framkvæmdir. Er hér rétt skýrt frá? í kvöld er rætt um atvinnumál Skagastrandar. Þessi fundur séra Gunnars og Björns Pálssonar er spor í rétta átt. Margar spurningar hljóta að vakna. En væntanlega er flestum ljóst, að æskilegast hefði verið að ræða slíkar spurningar og svörin við þeim á almennum umræðufundi með þingmönnum allra flokka. Um leið og ég vona, að umræður á þessum fundi verði frjóar og málefnalegar, sendi ég fundarmönnum öllum og fundarboðendum mínar beztu kveðjur.
Ragnar Arnalds
*************************************************
56. árgangur 1966, 247. Tölublað, Blaðsíða 16
BRÆÐSLA SÍLDARINNAR GEKK VEL Á SKAGASTRÖND
— Fyrsta síldin síðan 1962 brædd þar nú i mánuðinum. — Áframhald á flutningum þangað, ef síldveiðin helzt jafngóð.
Eins og skýrt var frá fyrir nokkru flutti norskt síldarflutninga skip tvo farma af síld til Skagastrandar, alls um 8000 mál, um miðjan október. Var það fyrsta síldin, sem hefur borizt til Skagastrandar síðan 1962 en ætlunin er að flytja meiri síld til Skagastrandar nú í haust ef framhald verður á þeirri geysilegu veiði, sem hefur verið í haust. Bræðslan á 8000 málunum gekk vel, þó að full afköst ríkisbræðslunnar hefðu ekki náðst.
Síldarbræðslan á að geta brætt 7500 mál, en full afköst nást ekki fyrr en eftir nokkurra daga starfrækslu. Síðan um miðjan október hafa síldveiðarnar fyrir Austurlandi ekki verið meiri en svo að verksmiðjur á Austurlandi hafa vel haft undan, en stöðvi þær síldarmóttöku verður aftur flutt til Skagastrandar. Þeir 22 menn, sem ráðnir hafa verið til verksmiðjunnar í sumar, hafa undanfarna daga unnið að því að búa verksmiðjuna undir veturinn. Verður gengið þannig frá að verksmiðjan geti aftur hafið starfsemi með stuttum fyrirvara.
***************************************
Morgunblaðið - 03. nóvember 1966
53. árg., 1966, 252. tölublað, Blaðsíða 12
Austurland - 04. nóvember 1966
16. árgangur 1966, 39. tölublað, Blaðsíða 1
Góð veiði, en stirðar gæftir
Síldveiði er enn mjög góð í Reyðarfjarðardýpi. Gæftir hafa hinsvegar verið mjög stirðar lengi, en það kemur lítt að sök, því bræðslunar hafa ekki undan að vinna úr því, sem að landi berst, og það þó síldarflutningaskipin Síldin og Haförninn haldi áfram að taka síld á miðunum. Það er ljóst, að enn vantar mikið á, að bræðslukostur sé nægur á Austurlandi. Bót er það í máli, að þegar nýju bræðslurnar á Seyðisfirði og Norðfirði taka til starfa, sem væntanlega verður að vori, eykst afkastagetan til mikilla muna.
**************************************
Morgunblaðið - 10. nóvember 1966
53. árg., 1966, 258. tölublað, Blaðsíða 25
Vandræðaástand í síldarverksmiðjum
vegna rafmagnsleysisins
RAFMAGNSLEYSI hrjáir nú síldarverksmiðjur á flestum fjörðum Austanlands, eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu. Eru báðar verksmiðjurnar á Seyðisfirði lokaðar af þessum sökum, og ein á hverjum hinna fjarðanna. Hefur þetta komið sér mjög illa fyrir verksmiðjurnar og ekki síður fyrir bátanna, sem ekki hafa getað landað af þessum sökum.
Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. á Seyðisfirði, Sveins Guðmundssonar, komu margir bátar þangað til hafnar með samtals um 2 þús. tonn síðdegis í fyrradag, en þá var búizt við að lokið yrði við vinnslu úr þróm síðari hluta dags í gær.
Klukkan 7 í gærmorgun var verksmiðjunum tilkynnt um að þær yrðu að hætta vinnslu vegna rafmagnsskorts, og er það fréttist ákváðu skipstjórarnir að leita annað með farma sína. Höfðu margir í hyggju að fara til Vopna fjarðar, en einnig ráðgerðu einhverjir að reyna að losa í Síldarflutníngaskipið Haförninn, sem lá í fyrradag út í Seyðisfirði.
Ekki var þá vitað, hvort af því hefði orðið, þar sem ekki var ljóst hvort skipið væri farið áleiðis til Siglufjarðar. Sveinn kvaðst hafa haft tal af Stefáni Erni framkvæmdastjóra SR á Seyðisfirði, og hefði hann tjáð sér að rafmagnstruflanir þessar myndu valda verksmiðjunum miklum vandræðum og hætt við að hráefni myndi súrna í tönkunum. Hann taldi á hinn bóginn ekki hættu að vélar myndu skemmast sökum frosta, þar sem, þar sem dieselvél væri í verksmiðjunni, og því hægt að halda gufu á kötlunum. Stefán sagði ennfremur að rafstöðin myndi láta sig vita kl. 9 árdegis í dag, hvort verksmiðjan mætti byrja bræðslu aftur, en hann sagði einnig, að ekki yrði hægt að taka á móti fyrr en um sólarhring eftir að þeir fengju rafmagnið.
Síldarverksmiðja Hafsilfurs gat á hinn bóginn tekið á móti 1200 tonnum úr bátum, þar sem þrær þar voru ekki fullar. Svipað er ástandið á Eskifirði, þar var verksmiðjan lokuð, en á hinn bóginn munu engir bátar hafa komið þangað inn með afla eftir að verksmiðjan varð að hætta bræðslu. Á Neskaupstað höfðu allmargir bátar lent í rafmagnsleysinu, og höfðu nokkrir reynt að fara inn á aðra firði í von um að þar væri enn þróarrými, en margir biðu enn eftir að landa á Neskaupstað síðari hluta dags í gær.
***************************************
Alþýðublaðið - 11. nóvember 1966
46. árgangur 1966, 252. Tölublað, Blaðsíða 3
HAFÖRNINN FLUTTI 110 ÞÚSUND MÁL Í SEX FERDUM
Reykjavík, — EG.
Haförninn, síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, flutti í sumar samtals 110 þúsund mál af síld að austan og til Siglufjarðar. Var þetta magn flutt í sex ferðum. Komu þessa upplýsingar fram í ræðu Jóns Þorsteinssonar (A) í gær, er hann mælti fyrir nefndaráliti við 2. umræðu frumvarps til staðfestingar bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í sumar vegna ríkisábyrgðar í sambandi við kaup á skipinu.
Jón sagði. að Haförninn væri stærsta síldarflutningaskipið í eigu Íslendinga og hefði það ásamt breytingum og búnaði kost að um 52 milljónir króna. Reksturskostnaður skipsins væri áætlaður um 70 þúsund krónur á dag að fyrningu meðtalinni. Þegar ekki er þörf fyrir síldarflutninga má nota Haförninn til að flytja síldarlýsi. Siglufjörður er eina síldarverksmiðju höfnin norðanlands þar sem skipið getur lagst fullhlaðið að bryggju, sagði Jón, og mætti segja, að Siglfirðingum veitti ekki af að sitja að því, meðan síldin héldi sig fyrir austan. en afkastageta síldarverksmiðjanna á Siglufirði væri geysilega mikil.
Á hitt bæri þó einnig að líta, að aðrir staðir með hráefnalitlar síldarverksmiðjur ættu einnig heimtingu á, að þeim væri liðsinnt. Gat Jón síðan þess, að fyrirheit hefði verið gefið um síldar flutninga til Skagastrandar. en efndir á því orðið heldur slakar, því þangað hefðu aðeins komið tveir farmar, þegar langt hefði verið liðið á haust. Taldi Jón, að bezt yrði stuðlað að lausn atvinnumálanna á Skagaströnd með því að fá skip til að flytja síld þangað beint af miðunum. Jón Þorsteinsson lagði að lokum áherzlu á, að kappkosta bæri að efla síldarflutningana, sem hefðu ekki aðeins þýðingu fyrir þá staði, sem síldin væri flutt til, heldur fyrir sjávarútveginn í heild.
***************************************
50. árgangur 1966, 258. Tölublað, Blaðsíða 15
Stórtap vegna rafmagnsskorts eystra
SJ-Reykjavík, fimmtudag.
Mikið vandræðaástand ríkir nú fyrir austan vegna sífelldra truflana á rafmagni. Síldarverksmiðjurnar á veitusvæði Grímsárvirkjunar voru látnar stöðva rekstur sinn í gærmorgun, í annað sinn, og voru ekki komnar í gang aftur um kvöldmatarleytið í dag, en gert ráð fyrir að hægt yrði að hefja bræðslu aftur síðar í kvöld. Önnur nýja dísilvélin á Seyðisfirði var komin í gang í dag, en í nótt bilaði önnur 700 kílówattavélin á Norðfirði, en vonir standa til að fljótlega verði hægt að gera við þá bilun með því að nota stykki úr vélinni sem bilaði fyrir helgi!
Framkvæmdastjóri Síldarverk smiðja ríkisins á Seyðisfirði sagði að þetta væri afleitt ástand og hefði verksmiðjan tapað miklu magni af síld auk vinnslustöðvunar á þeim tíma sem allar þrær verksmiðjunnar væru fullar. Margit bátar, sem komu til Seyðisfjarðar í gær og í dag, snéru við og lönduðu hjá síldarverksmiðjunum á Vopnafirði, Bakkafirði og á Borgarfirði eystra í dag var lokið við að landa úr Haferninum á Siglufirði og mun hann halda aftur á miðin, Síldin er á leið suður með fullfermi.
***************************************
Morgunblaðið - 11. nóvember 1966
53. árg., 1966, 259. tölublað
Siglufjörður, 10. nóv. SÍLDARFLUTNINGASKIP S.R. Haförninn losaði 1100 tonn síldar af Austfjarðarmiðum í gærkvöldi. Gekk yfirleitt vel að losa skipið þrátt fyrir mikið frost framan af.
Skipið heldur héðan á miðnætti í nótt á sömu slóðir. Ágætis veður er á Siglufirði í dag og frostleysa.
— Steingrímur.
***************************************
Alþýðublaðið - 11. nóvember 1966
46. árgangur 1966, 252. Tölublað, Blaðsíða 3
HAFÖRNINN FLUTTI 110 ÞÚSUND MÁLI Í SEX FERDUM
Reykjavík, — EG.
Haförninn, síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, flutti í sumar samtals 110 þúsund mál af síld að austan og til Siglufjarðar. Var þetta magn flutt í sex ferðum. Komu þessa upplýsingar fram í ræðu Jóns Þorsteinssonar (A) í gær, er hann mælti fyrir nefndar áliti við 2. umræðu frumvarps til staðfestingar bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í sumar vegna ríkisábyrgðar í sambandi við kaup á skipinu.
Jón sagði. að Haförninn væri stærsta síldarflutningaskipið í eigu íslendinga og hefði það ásamt breytingum og búnaði kost að um 52 milljónir króna. Reksturskostnaður skipsins væri áætlaður um 70 þúsund krónur á dag að fyrningu meðtalinni. Þegar ekki er þörf fyrir síldarflutninga má nota Haförninn til að flytja síldarlýsi. Siglufjörður er eina síldarverksmiðjuhöfnin norðanlands þar sem skipið getur lagst fullhlaðið að bryggju, sagði Jón, og mætti segja, að Siglfirðingum veitti ekki af að sitja að því, meðan síldin héldi sig fyrir austan. en afkastageta síldarverksmiðjanna á Siglufirði væri geysilega mikil.
Á hitt bæri þó einnig að líta, að aðrir staðir með hráefnalitlar síldarverksmiðjur ættu einnig heimtingu á, að þeim væri liðsinnt. Gat Jón síðan þess, að fyrirheit hefði verið gefið um síldar flutninga til Skagastrandar., en efndir á því orðið heldur slakar, því þangað hefðu aðeins komið tveir farmar, þegar langt hefði verið liðið á haust.
Taldi Jón, að bezt yrði stuðlað að lausn atvinnumálanna á Skagaströnd með því að fá skip til að flytja síld þangað beint af miðunum. Jón Þorsteinsson lagði að lokum áherzlu á, að kappkosta bæri að efla síldarflutningana, sem hefðu ekki aðeins þýðingu fyrir þá staði, sem síldin væri flutt til, heldur fyrir sjávarútveginn í heild.
******************************************
29. árgangur 1966, 13. tölublað, Blaðsíða 8
Kaupa Siglfirðingar skip til að flytja söltunarsíld?
Undanfarin síldarleysisár hefur margt verið ritað og rætt um, hvað gera megi til að bæta úr þeim margvíslega vanda, sem skapazt hefur, við það að síldin hefur fært sig á fjarlægari mið. Margar hugmyndir hafa komið fram, misjafnlega skynsamlegar eins og gengur og gerist, en litið hefur orðið úr framkvæmdum enda ekki skapazt einhugur um neitt sérstakt mál — neitt sérstakt stórútak í þessu efni. Ein hugmynd, um úrbætur i vandamálum Siglfirðinga, er sú, að útvega flutningaskip, sem gæti flutt tíu til tólf þúsund tunnur af ísaðri síld, láta það kaupa síld úti á fjarlægum miðum og flytja hana til söltunar á Siglufirði. Þessari hugmynd hefur verið að vaxið fylgi og er málið nú þegar komið á nokkurn rekspöl……………………
Grenin er talsvert lengri. Sækja má greinina Hérna: https://timarit.is/files/56444397#search=%22s%C3%ADldarflutninga%22
***************************************
Morgunblaðið - 18. desember 1966
53. árg., 1966, 291. tölublað, Blaðsíða 3
ÚR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON (hluti greinar)
Síldarútflutningur Norðmanna
………………..Það er gaman fyrir íslendinga, hvernig þeir urðu á undan frænd um okkar á Norðurlöndum að veiða síld með kraftblökk. Nú er nótinni, sem kunnugt er, kastað af síldarskipinu. Áður var hún höfð í nótabátum. Var það miklu mannfrekari og seinlegri aðferð. Íslendingar höfðu líka forystu með hliðarskrúfurnar og yfirleitt með smíði nýtízku síldarskipa.
Í fyrra, raunar var gerð tilraun árið áður, hófu íslendingar síldarflutninga í tankskipum með dæluútbúnaði til að taka síldina úr síldarbátunum á miðunum og jafnvel nótunum, þegar báturinn gat ekki rúmað kastið. Þetta gafst svo vel, sérstaklega hjá „Síldinni“, raunar líka hjá Dagstjörnunni, að 3ja síldarflutningaskipið var keypt til landsins í ár, Haförninn. Nú fyrst eru Norðmenn að fara af stað með slíka flutninga og hafa stofnað til þess hlutafélag með 25 millj. kr. (hlutafé).
Á þessum tímum hins ritaða máls, útvarps og sjónvarps, hefur mörgu verið eytt í meiri óþarfa en þótt maður væri fenginn til þess að rita samtíma atvinnusögu þjóðarinnar og festa á segulband og filmu það, sem máli þætti skipta að varðveita sem mest óbrenglað fyrir seinni ómögulegt er að bæta, ef látið er hjá líða að halda því til haga jafnóðum og það fellur til.
***************************************
34. árgangur 1966, 4. tölublað, Blaðsíða 5
Verður keypt skip er flytji síld til Siglufjarðar til söltunar?
Á vegum síldarsaltenda í Siglufirði og bæjarstjórnarinnar er nú starfandi 5 manna nefnd, sem athugar möguleika á að stofna hlutafélag, til að kaupa og reka síldarflutninga er flytji síld hingað til söltunar af fjarlægum miðum.
Hlutafjársöfnun stendur nú yfir og er leitað fyrst til síldarsaltenda og þeim boðið forgangsréttur á 5% af söltunarsíld, sem skipið kann að flytja, gegn 75 þús. kr. hlutafjárframlagi. Fyrst í stað fær þó enginn einn síldarsaltandi að kaupa nema tvo hluti með þessum forréttindum. 'Neisti telur að þarna sé á ferðinni merkilegt málefni, er varði mjög afkomu bæjarfélagsins og Siglfirðinga, og hvetur til stórátaks þessu máli til stuðnings
****************************************
Árið 1967
60. Árgangur 1967, 8. Tölublað, Blaðsíða 139
Útgerð og aflabrögð (Hluti mikilla upplýsinga frá árinu 1966)
………………………………. HEILDARSÍLDVEIÐIN Hér er talin síld sem landað var á höfnum frá Bolungavík norður um land til Djúpavogs og bræðslusíld flutt með m/s Síldinni til Reykjavikur. Síld flutt í veiðiskipunum til SV-lands er talin sérstaklega, en hliðstæð síld er ekki meðtalin í yfirlitinu vegna áranna 1964 og 1965.
30. árgangur 1967, 2. tölublað, Blaðsíða 1
Aðalfundur Vöku
………………….STYÐJA SÍLDARFLUTNINGA
Þá var á fundinum samþykkt áskorun á félagsmenn og aðra Siglfirðinga að stuðla að því að keypt verði skip til flutnings á söltunarsíld, með því að kaupa hlutabréf í fyrirtæki því, sem unnið er að því að stofna í þessum tilgangi…………..
************************************
30. árgangur 1967, 2. tölublað, Blaðsíða 3
Flutningur á síld til söltunar
í Siglufirði á komandi sumri.
Grein blaðsins um málið: https://timarit.is/files/56445317#search=%22s%C3%ADldarflutningum%22
******************************************
Morgunblaðið - 12. febrúar 1967
54. árg., 1967, 36. tölublað II, Blaðsíða 11
Áhugavert viðtal með mörgum ljósmyndum frá Síldarmiðunum og síldarflutningum
MEÐ LJÓSMYNDAVÉL Á SÍLDVEIÐUM Kvöldstund með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra https://timarit.is/files/57351497
Kvöldstund með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra
Haförninn, Ljósmynd Þorsteinn Gíslason, skipstjóri
50. árgangur 1967, 12. tölublað, Blaðsíða 8
AFSKIPANIR GANGA GREIÐLEGA Raufarhöfn 14. febrúar. Afskipanir síldarafurða ganga nú betur en oftast áður. Haförninn kom hér nýlega og tók 1700 tonn af lýsi en var búinn að koma áður og tók þá fullfermi. Á síðasta hálfum mánuði hafa þrjú flutningaskip tekið hér síldarmjöl og eitt skip tók saltsíld. Efth- eru um 1000 tonn af mjöli og önnur 1000 tonn af lýsi. Lýsið tekur Haförninn í næstu ferð. Hér hefur þorrinn verið góður, og má kalla einmuna tíð. Lítið hefur verið róið, einkum vegna ógæfta. H. H.
*****************************************
Siglfirðingur - 08. maí 1967
40. árgangur 1967, 18. tölublað, Blaðsíða 6
Síldarflutningar Haförninn, hið nýja flutningaskip SR, gaf þá raun á sl. sumri, að búast má við stórauknum síldarflutningum til bræðslu hér á sumri komanda. Vaxin er úr grasi öflug hreyfing síldarsaltenda o.fl., um kaup á skipi til flutninga á síld til söltunar.
Verðuppbætur á síld er veiðiskip flytja af fjarlægum miðum á Norðurlands hafnir lofa og góðu, a.m.k. hvað snertir hin stærri síldveiðiskip. Kaup á Gylfanum, sem verður stærsta síldveiðiskip íslenzka síldveiðiflotans er einnig spor í rétta átt í þessu sambandi.
*****************************************
54. árg., 1967, 102. tölublað, Blaðsíða 12
Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður og Austurlandi 1966
Yfirgripsmikil grein eftir Svein Ben:
https://timarit.is/page/1384610?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/dagstjarnan/inflections/true
******************************************
30. árgangur 1967, 8. tölublað, Blaðsíða 4
Verður síldarflutningaskipið komið fyrir vertíð 1968
Bráðabirgðastjórnin hefur sótt um fyrirgreiðslu og heimildir til bygginga á nýju skipi, 10—1100 smálestir, sem yrði tilbúið fyrir síldarvertíð 1968
Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, var á sínum tíma kosin níu manna bráðabirgðastjórn í félaginu, sem hér var stofnað til kaupa á skipi til flutnings á söltunarsíld. Bráðabirgðastjórnin hefur staðið í sambandi við ríkisstjórnina og trúnaðarmenn hennar undanfarið, þá Jónas Haralz forstjóra Efnahagsstofnunarinnar og Þór Guðmundsson framkvæmdastjóra Atvinnujöfnunarsjóðs.
Bráðabirgðastjórnin hefur í samráði við sérfróðra menn gert áætlun um rekstur skips, er væri í síldarflutningum þrjá mánuði ársins, en vöruflutningum í níu mánuði. Samkvæmt þeim er um ábatasaman rekstur að ræða, sem á að geta staðið vel undir sér. En aðalhagnaðurinn væri sá óbeini gróði, sem yrði af flutningi síldar hingað og söltun hennar hér. Stendur málið þannig í dag, að fyrir liggur hjá ráðherra umsókn stjórnarinnar um aðstoð til að láta byggja 11—1200 tonna skip, sem yrði tilbúið fyrir síldarvertíð 1968.
Gert er ráð fyrir, að skipið með öllum útbúnaði kosti um 35 milljónir kr. Hefur stjórnin óskað eftir því við ráðherrann, að svar ríkisstjórnarinnar bærist fyrir næstu mánaðamót, því þá munu vera síðustu forvöð að semja um smíði skipsins, og mikil hætta á að það yrði ekki tilbúið fyrir vertíðina 1968, ef samningar drægjust lengur. Vinsamlegar undirtektir Er nú beðið eftir svari ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið, að undirtektir fjármálaráðherra voru mjög vinsamlegar, og sama er að segja um þá trúnaðarmenn ríkisstjórnarinnar, sem um málið fjölluðu. Ýmsir munu vera bjartsýnir á framgang málsins, vegna loforða ríkisstjórnarinnar í sambandi við Framkvæmdaáætlun Norðurlands. Hvort sú bjartsýni reynist á rökum reist, verður skorið úr nú á næstunni, væntanlega fyrir eða um næstu mánaðamót, samkvæmt því, sem sagt var hér að framan.
************************************
50. árgangur 1967, 43. tölublað, Blaðsíða 6
Varla minnzl á síldarsöltun á Siglufirði
…………………S. R. mun hefja móttöku síldar nú um mánaðamótin og er þá gert ráð fyrir að flutningaskipið Haförninn fari strax á miðin til síldarflutninga. Allt er í óvissu með síldarsöltun og heyrist varla nokkur maður minnast á hana.
Nokkrar söltunarstöðvar munu þó vera tilbúnar að taka á móti síld, en lítið mun vera ráðið af fólki á stöðvarnar, að minnsta kosti enn sem komið er. Byrjað er að moka Skarðið og unnið báðum megin frá, á vöktum.
Geysilegur snjór er í Skarðinu, en talið líklegt að það muni opnast næstu daga……………
**********************************************
Mjölnir - 06. júní 1967
30. árgangur 1967, 11. tölublað, Blaðsíða 6
Sjómannadagurinn á Siglufirði.
……………..Eftir hádegi safnaðist fólk svo saman í Sundhöll Siglufjarðar og fór þar fram keppni í stakkasundi, og báru skipverjar af m.s. Haförninn sigur úr býtum. Knattspyrnukappleikur milli skipverja á Haferninum og starfsmanna Efrafalls s.e.f. fór fram á íþróttaleikvellinum og sigruðu Efrafallsmenn
**********************************************
Ægir - 1967 15. júní 1967
60. Árgangur 1967, 11. Tölublað, Blaðsíða 209
Síldarverð norðan- og austanlands
Verðlagsráð sjávarútvegsins og yfirnefnd þess hafa ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld í bræðslu veiddri við Norður- og Austurland, þ. e. frá Rit norður um að Hornafirði, frá og með 1. júní til og með 31. júlí 1967. Hvert kg....................kr. 1.21
Verðið er miðað við, að síldin sé komin í löndunartæki verksmiðjanna, eða umhleðslutæki sérstakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina til fjarlægjandi innlendra verksmiðja.
Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra verð á kg fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip utan hafna.
Sé síldin ekki vegin, gilda eftirfarandi reglur:
a) Að því er snertir afhendingu síldar í síldarflutningaskipið Síldina, þá skal vera vigtað frá mælitækjum skipsins úr nægilega mörgum sturtum til þess að ganga úr skugga um hver meðalvigtin er á hverjum hektólítra síldar og skal vigt hektólítra vera reiknuð yfir í kíló og verð síldarinnar greitt eftir því, sem Verðlagsráð ákveður verð hennar per kíló á hverju verðlagstímabili fyrir bræðslusíld í flutningaskip.
b) Hvað snertir afhendingu í síldarflutningaskip S.R. Haförninn, þá mælist síldin í tönkum skipsins, í hektólítrum eftir hinum staðfestu töflum um rúmmál einstakra geyma þess, en til þess að finna hlutfallið á milli rúmmáls og vigtar, skal vigtað úr einum tanka skipsins. Skal kílóatalið sem þannig fæst úr hektólítra lagt til grundvallar fyrir mótteknu magni, sem greiðist eftir kílóafjölda með því verði, sem ákveðið hefur verið fyrir bræðslusíld í flutningaskip á því tímabili, sem lestun fer fram. c) Verði um önnur flutningaskip að ræða, skal önnur hvor framangreind regla gilda eftir því sem við á. Athuganir þessar skulu gerðar af löggildingarstofu voga og mælitækja við fyrstu ferð hvers skips á sumarsíldarvertíð, síðan við fyrstu ferð í ágúst og við fyrstu ferð í október.
Reykjavík, 31. maí 1967. Verðlagsráð sjávarútvegsins.
**********************************************
Vísir - 21. júní 1967
57. árgangur 1967, 138. Tölublað, Blaðsíða 16
Síldarflutningaskipið Haförninn komið á miðin
— 13 skip með afla i nótt
13 skip tilkynntu um síldveiði í nótt, samtals 2290 lestir. Ágætis veður er á miðunum, en síldin stendur djúpt og er erfið viðfangs, Þær torfur, sem komu upp f kastfæri voru þykkar. Lítil hreyfing er á síldinni, en þó virðist hún hreyfast í vestur. Síldarflutningaskipið Haförninn kom á miðin í morgun, og mun ekki af veita, því að allt að eins og hálfs sólarhrings sigling er til hafna með aflann. Eftirtalin skip tilkynntu um afla í nótt: Gjafar 130 lestir (allar tölur eru miðaðar við lestir), Jörundur III. 300, Örn 290, Arnar 180, Guðrún 100, Auðunn 80. Höfrungur III. 180, Víkingur IlI Arnfirðingur 130, Hrafn Sveinbjörson, 220, Sigurður Jónsson 180, Ásþór 130 og Börkur 240.
**********************************************
48. árgangur 1967, 203. Tölublað, Blaðsíða 3
…………….S.l. sólarhring tilkynntu 18 skip um aflamark, samtals 2.229 lestir. Veður var ágætt á miðunum, en síldin stóð djúpt. Síldarflutningaskipið Haförninn er kominn á miðin, en þangað er rúmlega sólarhrings sigling……………..
*************************************************
Vísir - 27. júní 1967
57. árgangur 1967, 143. Tölublað, Blaðsíða 16
Góð veiði 80 mílur suður af Jan Mayen
Tvö flutningaskip komin á miðin
Síld veiddist drjúgan síðasta sólarhring og höfðu 20 skip tilkynnt síldarleit um afla klukkan sjö f morgun, 4810 tonn. Flotinn heldur sig nú 60—80 mílur SSA af Jan Mayen. Þar eru síldarleitarskipin Ægir og Hafþór einnig og kanna síldargöngunnar. — Flutningaskip ríkisverksmiðjanna, Haförninn fór af miðunum með hálffermi og var í morgun á leið til Siglufjarðar, en Síldin, flutningaskip Reykjavikur verksmiðjanna var væntanleg á miðin i dag. — Stór flutningaskip koma nú æ meira til sögunnar við síldveiði okkar.
þar sem síldin virðist ætla að halda sig mikinn hluta ársins langa vegu frá landi. Tvö skip hafa að undanförnu leitað fyrir sér við Hjaltland og fengið þar einhvern afla, en þangað er mun styttri sigling en norður á þær slóðir, sem síldin hélzt á í byrjun vertíðar. Undanfarna daga hefur síldin verið nokkuð kyrrstæð á þessum slóðum suður af Jan Mayen, en hún stendur djúpt og erfitt reynist að ná henni í næturnar.
— Oft kasta þeir daginn langan þar norður frá án þess að sjá svo mikið sem bröndu. Hins vegar fást oft góð köst þegar næst utan um torfu.
**********************************************
Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 1967
52. árgangur 1967, 1-6. tölublað, Blaðsíða 51
TÍMARIT V.F.l. 1967
UM SÍLDARFLUTNINGA
Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur
Tengill til greinarinnar, sem er mjög löng og ítarleg. Nokkrar blaðsíður.
https://timarit.is/page/5467721?iabr=on#page/n51/mode/2up/search/dagstjarnan/inflections/true
****************************************************
48. árgangur 1967, 168. Tölublað, Blaðsíða 2
Dauft hljóðið á Raufarhöfn
MJÖG er nú dauft yfir mönnum á Raufarhöfn þessa dagana. Veldur því bæði síldarleysi og leiðinda tíð. Blaðið hafði tal af fréttaritaranum á staðnum í gær og sagði hann allt atvinnulíf í dróma.
Síldarverksmiðjan hefur nú tekið við tæplega 20 þúsund lestum síldar til bræðslu það sem af er sumri.
Síldarflutningaskipið Haförninn kemur aldrei til Raufarhafnar og er því öll síldin úr skipum, sem hafa siglt til hafnar með afla sinn. Síldarsöltunarstöðvarnar eru reiðubúnar til að taka á móti síld til söltunar og hafa á launum nokkra menn til að hafa tryggan vinnukraft, þegar atið hefst.
Síldarstúlkur munu hins vegar ekki lífga upp á staðinn fyrr en síldarsöltun verður leyfð.
Í gær kom Stígandi frá Ólafsfirði til Raufarhafnar með slatta, sem allur fór í bræðslu.
***************************************
57. árgangur 1967, 148. Tölublað, Blaðsíða 16
54. árg., 1967, 147. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn landar 3.200 tonnum Siglufirði
3. júlí.
SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn er að landa hér í dag 3.200 tonnum og er þetta annar farmurinn, sem skipið kemur með. Fyrri farmurinn var 1800 tonn.
Síldin fer í bræðslu hjá SR., en hún var sótt á miðin við Jan Mayen.
— S.K.
***************************************
Morgunblaðið - 06. júlí 1967
54. árg., 1967, 152. tölublað, Blaðsíða 2
Síldin stóð djúpt og lítill afli
Í SÍLDARFRÉTTUM LÍÚ í gær segir, að hagstætt veður hafi verið á síldarmiðunum sl. sólarhring, en síldin stóð djúpt og var ekki kunnugt um afla. Skipin voru einkum 120—160 mílur austnorðaustur af Jan Mayen. Eitt íslenzkt síldveiðiskip fór til Hjaltlands fyrir 2—3 dögum, en í gærmorgun var ekki kunnugt um að skipið hefði fengið afla. Við Hjaltland var góð veiði í sl. viku, en lítil veiði mun hafa verið þar síðustu daga. Síldarflutningaskipið Haförninn er nú á síldarmiðunum við Jan Mayen, og í gærmorgun var þegar búið að tilkynna um 3000 lestir í skipið
***************************************
Vísir - 10. júlí 1967
57. árgangur 1967, 154. Tölublað, Blaðsíða 1
Sum skipanna tvíhlóðu
Síldaraflinn var góður síðasta sólarhringinn 120 til 250 mílur NA af Jan Mayen, en þar er nú mikið síldarmagn dreift um stórt svæði. Sum skipanna tvíhlóðu í gær og í nótt og lönduðu afla sínum í flutningaskipið Síldina, sem hélt með fullfermi af miðunum áleiðis til Reykjavikur i nótt. Síldartökuskip ríkisverksmiðjanna, Haförninn, var hins .vegar væntanlegur á miðin í dag. Siglingin af miðunum til lands tekur allt að því þrjá sólarhringa og taka því flutningaskipin ærinn snúning af skipunum. Afli bátanna í nótt var 5.758 tonn hjá 24 skipum og á laugardag fengu 8 skip samtals 821 lest.
***************************************
Þjóðviljinn - 14. júlí 1967
32. árgangur 1967, 154. tölublað, Blaðsíða 10
Góð búbót fyrir Siglfirðinga,
Haförninn hefur reynzt vel.
Síldarflutningaskipið Haförninn hefur á undanförnum vikum fært Siglfirðingum mikla búbót. Hefur flutningaskipið komið með á annað hundrað þúsund mál til bræðslu í ríkisverksmiðjunni þar.
Við náðum tali af Kolbeini Friðbjarnarsyni í gærdag til þess að kanna hljóðið í Siglfirðingum þessa stundina. Hið nýja flutningaskip Haförninn er væntanlegt hingað til Siglufjarðar í nótt af miðunum með fullfermi eða ríflega 30 þúsund mál af síld og er henni landað í S.R. til bræðslu, sagði Kolbeinn. Þetta er fjórða ferð skipsins hingað með síld af miðunum og ætlar það að reynast okkur Siglfirðingum búbót, þar sem S.R.46 hefur þá tekið við á annað hundrað þúsund málum af síld.
Haförninn var kominn út á miðin í öndverðum júnímánuði og bilaði þá skrúfubúnaður skipsins og gátu veiðiskipin illa athafnað sig við losun á súldinni í skipið. Varð flutningaskipið frá að hverfa með aðeins hálffermi af miðunum, en nú er búið að gera við þessa vélarbilun og er þetta þriðja fullfermið hjá skipinu hingað. Aðeins eitt veiðiskip hefur komið af sjálfsdáðum með síld hingað af miðunum og var þetta eins og sigling milli landa.
Ekki myndi ég segja að væri atvinnuleysi hér á Siglufirði, sagði Kolbeinn, en oft hefur jaðrað við það á síðastliðnu ári, — hefur fólk bókstaflega flutt í burtu, búferlum, þegar þrengt hefur að í þeim efnum og voru margir búferlaflutningar á síðastliðnu ári. Það var' fyrir linnulausa baráttu verkalýðsfélaganna hér á Siglufirði að ríkisverksmiðjurnar eignuðust þetta flutningaskip, — sömuleiðis komst hér á legg niðursuðuverksmiðjan Siglósíld fyrir ábendingu frá verkalýðsfélögunum og unnu á tímabili í vor um hundrað konur og tíu til tuttugu karlmenn, og núna upp úr miðjum mánuðinum byrjar þessi niðursuðuverksmiðja aftur framleiðslu fyrir markað í Sovétríkjunum og skápar þá sama fjölda vinnu að arðbærri útflutningsvöru. Síðastliðin tuttugu ár hefur tuttugu og ein söltunarstöð hér hvergi nærri framleitt eftir þeirri afkastagetu, sem plönin ráða yfir og liggja hér verðmæti upp á hundruð milljóna i fjárfestingu ónotuð.
Planvinnslan var hér áður aðalatvinnan hjá Siglfirðingum og hafa verkalýðsfélögin hér barizt mikið fyrir þeirri hugmynd að fá til umráða flutningaskip til þess að flytja ísvarða síld af miðunum til söltunar og er þannig hægt að þrefalda eða fjórfalda útflutningsverðmæti síldarinnar miðað við bræðsluafurðir verksmiðjanna. Smábátaútgerð hefur verið hér frá Siglufirði með sæmilegasta móti í vor og tveir bátar 60 og 70 tonn hafa undanfarnar vikur veitt ufsa við Langanes — og hafa komið með hvert fullfermið á fætur öðru til vinnslu i hraðfrystihúsinu- Þeir heita Hringur og Tjaldur. Vinna við jarðgöngin hefur tafizt nokkuð og er nú verið að fóðra göngin þar sem þarf og verður líklega búið í þessum mánuði. Hins vegar er eftir að steypa veginn í göngunum, um 800 metra langan og ætlar Vegagerð ríkisins að taka að sér það verk. Verða göngin sennilega fullbúin snemma í vetur, í október eða nóvember, og komast þá í gagnið.
***************************************
Morgunblaðið - 15. júlí 1967
54. árg., 1967, 156. tölublað, Blaðsíða 27
Norðmenn kynna sér síldarflutninga hér
Siglufirði, 14. júlí.
Haförninn kom í gærkvöldi með um 3300 tonn síldar frá Jan Mayen-miðum og löndun lýkur í dag. Geta má þess að nefnd rnanna frá Noregi, útgerðarmenn og verksmiðjueigendur, komu hingað til að skoða og leita upplýsinga um síldarflutninga og síldarflutningaskip.
****************************************
Morgunblaðið - 28. júlí 1967
54. árg., 1967, 167. tölublað, Blaðsíða 32
Allmörg skip fengu góðan afla í gær
I síldarfréttum LÍÚ frá því í gær segir: S.L. SÓLARHRING voru flest síldveiðiskipin einkum að veiðum á sömu miðum og að undanförnu, eða um 120 — 140 sjómílur SV- af Bjarnareyjum.
Á þessum slóðum var gott veður . Síldarflutningaskipin Síldin og Haförninn eru bæði á heimleið með fullfermi og þurfa því síldveiðiskipin nú að halda með afla sinn til lands. Eigi var kunnugt um afla hjá íslenzku síldveiðiskipum í Norður sjó. Undangenginn sólarhring tilkynntu 18 skip um afla, samtals 4.950 lestir. Hjá nokkrum skipanna er um að ræða afla, er landað hefur verið í flutningaskip að undanförnu svo og afla, sem þau eru með á leið til lands.
***************************************
Morgunblaðið - 26. júlí 1967 Grein og ljósmyndir: Steingrímur
54. árg., 1967, 165. tölublað, Blaðsíða 10
48. árgangur 1967, 170. Tölublað, Blaðsíða 14
Haförn með fullfermi HAFÖRNINN kom í fyrrinótt úr fimmtu ferð sinni af síldarmiðunum til Siglufjarðar og er nú búinn að flytja þangað um 18 þúsund tonn alls. Ferðin á miðin tekur alls fimm sólarhringa og hafa flutningarnir gengið mjög vel, þótt leiðin sé löng. Haförninn hefur fært síldveiðiskipunum bæði vistir og olíu og má sem dæmi um gagnsemi þessara flutningaskipa, sem sækja síldina, að í ferðinni á undan seldi Haförninn síldveiðiflotanum 143 þúsund lítra af olíu
***************************************
54. árg., 1967, 169. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn með fullfermi Siglufirði, 29. júlí. HAFÖRNINN kom inn í nótt með fullfermi síldar frá Jan Mayen, tæpar 3300 lestir.
Byrjað var að landa um hálf þrjúleytið í nótt og lýkur væntanlega um kl. 10—11 í kvöld. Síldin fer öll í vinnslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði.
í gærkvöldi fréttist um allmikla síldveiði norður undir Svalbarða og var vitað að Haförninn, síldartöku skip ríkisverksmiðjanna hafði fengið fullfermi úr veiðiskipunum og búið var að tilkynna um 700 tonn í flutningaskipið Síldina. Líklega hafa bátarnir fengið þennan afla í gær og eitthvað í fyrradag, en erfitt er að ná talstöðvarsambandi við þá vegna vega lengdarinnar, sem orðin er meira en 800 mílur frá Austfjörðum. Jón Kjartansson tilkynnti um 250 lestir, sem hann fékk í Norðursjó og sigldi með til Þýzkalands. Þar eru enn þá fimm eða sex íslenzk skip að veiðum og eitthvað mun vera þar af síld, en erfitt er að fá fréttir þaðan.
***************************************
Vísir - 04. ágúst 1967
57. árgangur 1967, 176. Tölublað, Blaðsíða 1
Góð veiði við SVALBARÐA Síldartökuskipið Haförninn með fullfermi og 700 tonn i Síldina
***************************************
Alþýðublaðið - 05. ágúst 1967
48. árgangur 1967, 174. Tölublað, Blaðsíða 2
Góður afli 800 mílur frá landinu undanfarna tvo sólarhringa hefur afli síldveiðiskipanna verið' góður. Ekki hefur frétzt um afla einstakra skipa, enda eigi unnt að ná talstöðvarsambandi við þau, þar sem aðalveiði svæðið er um 50 mílur suð vestur af suðurodda Spitzbergen, en frá þeim stað eru um 800 sjómílur til Dalatanga, f gærmorgun voru síldarflutningaskipin Haförninn og Síldin búin að fá fullfermi eða samtals 6000 1. Þá var kunnugt um að JónKjartansson frá Eskifirði hafði fengið 250 lestir í Norðursjó.
***************************************
Morgunblaðið - 05. ágúst 1967
54. árg., 1967, 174. tölublað, Blaðsíða 3
Síldveiðin 800 mílur frá landi
Í SÍLDARFRÉTTUM frá LÍÚ, sem Morgunblaðinu bárust í gær, segir að Haförninn og Síldin séu á leið til lands með fullfermi. Sl. sólarhring var góður afli hjá síldveiðiskipunum, 50 mílur SV. af suðurodda Spitzbergen. Frá þeim stað og að Dalatanga eru um 800 sjómílur. Ekki hafði frétzt um afla einstakra skipa, þar eð eigi er unnt að hafa tálstöðvarsamband við þau, en í morgun var búið að tilkynna um fullfermi í flutningaskipin Haförninn og Síldina um 6000 lestir. Þá var kunnugt um að Jón Kjartansson SU. hafði fengið 250 lestir í Norðursjó.
***************************************
Vísir - 08. ágúst 1967
57. árgangur 1967, 178. Tölublað, Blaðsíða 16
SÍLDARHROTA VIÐ SVALBARÐA
YFIR HELGINA
30 skip með 430 lestir hvert að meðaltali
VERZLUNARMANNAHIELGIN var gjöful á fleira en góða skemmtun að þessu sinni. Rúmar átta hundruð mílur norður í hafi, eða norður undir suðurodda Svalbarða, hafa síldarskipin verið í mokveiði þessa daga og mörg þeirra fengu tvisvar sinnum fullfermi. Bæði síldartökuskipin eru á landleið með fullfermi. Haförninn var væntanlegur til Siglufjarðar í dag og Síldin lagði af stað frá miðunum fyrir stuttu. Auk þess eru flest veiðiskipanna á landleið, en fá skip eru nú á miðunum þar norður frá.
— Aflinn, sem fékkst í þessari helgarhrotu, var samtals hátt í þrettán þúsund tonn hjá 30 skipum eða að meðaltali nær 430 lestir á hvert skip. Þetta er mjög góður afli miðað við hversu fá skip eru að veiðum þar nyrðra, en það eru einungis allra stærstu síldveiðiskipin. Síldarleitinni hefur reynzt erfitt að ná sambandi við skipin á þessum slóðum. Sem dæmi um þessa örðugleika má nefna það, að síldarleitin á Dalatanga þurfti nauðsynlega að ná sambandi við Gullver NK, sem staddur var norður undir Svalbarða í morgun varð þá fyrst að kalla uppi síldarleitarskipið Snæfugl, sem statt var við Jan Mayen, en það kallaði upp skip, sem var á hafinu milli Jan Mayen og Svalbarða og þaðan náðist loks samband við Gullver á miðunum og báru skipin síðan skilaboðin á milli. Lítið hefur frétzt af þeim fáu skipum sem stunda veiðarnar í Norðursjó, en í morgun heyrðist í þeim norður af Hanstholm í Danmörku.
— Sum skipanna, sem þar eru hafa ekki komið til landsins í margar vikur, enda landa þeir aflanum ýmist í Þýzkalandi, á Hjaltlandi eða f Færeyjum. Skrá yfir skipin, sem tilkynntu um afla yfir helgina fer hér á eftir: Laugardagur. Hannes Hafstein 500, Dagfari 500, Ásbjörn 280, Ásberg 300, Náttfari 280, Ljósfari 550. Samtals 2410. Sunnudagur. Sig. Bjarnason 350, Hafrún 420, Guðrún Guðlaugsd. 500, Örn 550, Jón Garðar 580, Margrét 370, Náttfari 250, Helgi Flóventsson 220, Héðinn 530, Arnar 340, Magnús Ólafsson 460, Siglfirðingur 315, Sigurborg 220, Björgúlfur 350, Hannes Hafstein 250, Guðrún Þorkelsdóttir 400, Sléttanes 530, Bjartur 400.
Samtals 7035 lestir.
Mánudagur. Fylkir 750, Helga Guðmundsd. 450, Fífill 320, Kristján Valgeir 360. Helga II 300, Sigurvon 210 Guðbjörg ÍS 750. Gunnar 250. Samtals 3390 lestir. Alls er þá aflinn yfir helgina 12.835 lestir hjá þrjátíu skipum eða nærri 430 lestir á skip að meðaltali.
***************************************
Morgunblaðið - 11. ágúst 1967
54. árg., 1967, 178. tölublað, Blaðsíða 28
2 skipverjar á Haferninum meiddust —
Og skipið laskaðist er verið var að ferma síld á miðunum.
Siglufirði, 10. ágúst. HAFÖRNINN losaði hér í gær 3300 tonn síldar af Svalbarðamiðum. Erfiðlega gekk að losa síðustu veiðiskipin vegna óhagstæðs veðurs á miðunum. Meðal annars varð Haförninn fyrir nokkrum skemmdum af völdum þess.
T.d. urðu miklar skemmdir á handriðum á dekki, er um 30— 40 metra löngum kafla stjórnborðsmegin sópaði af. Einnig brotnuðu tvö kýraugu á setustofu um borð, sjór flæddi um stofu, matsal og ganga með þeim afleiðingum, að skilrúmsveggur milli setustofu og gangs brast, og fleira gekk úr skorðum. Tveir hásetar meiddust lítillega er sjór tók þá og henti þeim undir göngubrú. 8—9 vind stig voru, mikill sjór og snjókoma.
Alls hefur Haförninn á þessari vertíð farið sjö ferðir, á miðin og flutt á land síld til SR á Siglufirði 20.700 tonn.
— Steingrímur.
*****************************************
54. árg., 1967, 180. tölublað, Blaðsíða 32
Síldin færist nær landinu
— Sæmileg síldveiði í fyrrinótt SÆMILEG síldveiði var á miðunum suðvestur af Svalbarða á föstudag og í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum Síldarleitar innar á Dalatanga, en til lands er um 800 sjómílna stím. Síldin hefur þó færzt nær íslandi eða um 80 mílur síðustu þrjá sólarhringa. Fá skip voru að veiðum í gær, en skip sem boðað höfðu ,.löndun“ í Haförninn höfðu til samans afla, sem fylla mun skipið. Nokkur skip voru og að leggja af stað til lands. Mörg skip komu til lands í síðastliðinni viku og mun það orsök þess, hversu fá eru nú á miðunum. Ekki hafði Síldarleitin á takteinum tölur um fjölda skipanna.
***************************************
Morgunblaðið - 24. ágúst 1967
54. árg., 1967, 187. tölublað, Blaðsíða 13
Löng myndskreytt grein eftir Svein Benediktsson,
Síldarflutningaskipin tvö hafa orðið að ómetanlegu gagni í sumar
Birta myndirnar með þessari færslu, sækja mínar tvær og af Síldinni að lesta, og textann undir myndunum
***************************************
Morgunblaðið - 25. ágúst 1967
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 10
Tilraun til að setja síld í saltpækil á miðunum
Siglufirði, 24. ágúst
Tveir Siglfirðingar, Hafliði Guðmundsson kennari, Pétur Baldvinsson, verkstjóri, gerðu nýlega tilraun með að láta ferska síld í saltpækil og hefur hún að sögn þeirra tekizt mjög vel. Mun það ætlun Síldarverksmiðja ríkisins að gera nú tilraun þessa í stærri mæli, en þeir félagar og hefur verksmiðjan í þeim tilgangi látið smíða um það bil 5 lesta geymi, sem settur hefur verið í Haförninn.
Aðferð þeirra félaga er í því fólgin að þeir fá skipverja á Haferninum til þess að setja ferska síld í tunnur með pækil úti á miðum. Síldinni er steypt beint í tunnurnar, án þess að nokkuð sé gert að henni fyrr en í land kemur, þá er hún hausuð og slógdregin. Tilraun þessi hefur að sögn þeirra félaga tekizt svo vel að í fyrradag ætluðu þeir með tvær síldar á silfurfati til forráðamanna SR hér til þess að sýna þeim vöruna. Telja þeir félagar að þeir hafi sannað að þessa aðferð sé algjörlega örugg.
Um borð er nú 5 lesta tankur með pækli og ætla að reyna þessa aðferð í stærra mæli.
Sá er þó hængur á að ekki hefur fengist fersk síld til þess að setja í pækilinn.
Steingrímur
*************************************
Vísir - 25. ágúst 1967
57. árgangur 1967, 193. Tölublað, Blaðsíða 10
Tilraun til að nýta síld af fjarlægum miðum til söltunar Siglfirðingar óska eftir ríkisábyrgð til að kaupa skip í þeim tilgangi
Síldarútvegsnefnd hefur samþykkt að verja allt að 250 þúsund j krónum til tilrauna á síldarflutningum í þeim tilgangi að finna hentugasta leið til þess að flytja fersksíld af fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi.
Þessi samþykkt nefndarinnar var gerð í tilefni af því, að Siglfirðingar, sem hafa nú stofnað með sér hlutafélag til þess að kaupa og reka skip til flutninga á ísaðri fersk síld, hafa óskað meðmæla frá Síldarútvegsnefnd til ríkisstjórnarinnar um að hún veiti ríkisábyrgð fyrir láni til skipakaupanna og Síldarútvegsnefnd leggi auk þess fram eina milljón króna til þeirra. Eins og kunnugt er, hefur síldin haldið sig óravegu frá landinu í sumar og hafa engin tök verið á að flytja síldina alla þessa leið til íslenzkra hafna í söltunarhæfu ástandi.
Síldarútvegsnefnd mun samkv. þessari samþykkt ekki mæla með einni né annarri aðferð til flutninga á fersksíld til söltunar fyrr en tilraunir hafa verið gerðar og hentugasta leiðin fundin. Nefndin segir meðal annars í samþykkt sinni: Síldarútvegsnefnd telur nauðsynlegt, áður en ákveðin leið verður valin í þessu skyni, að gerðar séu tilraunir með mismunandi aðferðir við flutning síldarinnar og meðferð, áður en hún kemur í land.
T.d. þarf að gera víðtækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipum í tunnur á venjulegan hátt, eða ísa hana i veiðiskipunum, eða varðveita hana á annan hátt, umskipa henni og ísa hana í stíum eða kössum um borð í flutningaskipum eða setja síldina hausaða eða óhausaða i pækilkör eða pækiltanka eða kaldan sjó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi, eða fara einhverjar aðrar leiðir til hagnýtingar síldar af fjarlægum miðum, svo sem Norðmenn gera um borð í Kosmos IV.
Nefndin hefur falið framkvæmdastjórum sínum, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni umsjá með slíkum tilraunum í samráði við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Einn nefndarmanna, Jón Skaftason greiddi tillögunni um þessar tilraunir atkvæði með sérstakri greinargerð, þar sem hann telur eðlilegt, þrátt fyrir þessa samþykkt að Síldarútvegsnefnd mæli með ríkisábyrgð við kaup eða leigu á skipi til síldarflutninga til Siglufjarðar, sbr. umsókn þar um í bréfi dagsettu 4. ágúst 1967, enda liggi fyrir upplýsingar um stærð og búnað slíks skips.
**************************************
32. árgangur 1967, 189. tölublað, Blaðsíða 1
Sjávarútvegsnefnd tilkynnir:
Tilraunir verða nú hafnar með flutninga á fersksíld
Síldarútvegsnefnd hefur nú ákveðið að hafa forgöngu um að gerðar verði ýmsar tilraunir í sambandi við flutning á fersksíld af fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi.
Á sunnudaginn vakti Þjóðviljinn athygli á því, hvernig ríkisstjórnin hefði svikið fyrirheit sín til Siglfirðinga um fyrirgreiðslu vegna síldarflutninga í sumar. Tveim dögum síðar gerði Síldarútvegsnefnd svofellda einróma samþykkt á fundi sínum:
„Síldarflutningar á fersksíld frá fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi eru svo sem kunnugt er ýmsum annmörkum háðir. Ekki liggur enn sem komið er ljóst fyrir hvaða leið er hentugust til þess að koma síldinni til verkunar í sem beztu ásigkomulagi og með sem minnstum kostnaði á hverja smálest síldar. Síldarútvegsnefnd telur nauðsynlegt, að áður en ákveðin leið sé valin í þessu skyni séu gerðar tilraunir um mismunandi aðferðir við flutning síldarinnar og meðferð áður en hún kemur í land.
T.d. þarf að gera víðtækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipunum í tunnur a venjulegan hátt, eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stium eða kössum um borð í flutningaskipum eða setja síldina hausaða eða óhausaða í pækilkör eða pækiltanka eða kældan sjó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi eða fara einhverjar aðrar leiðir til hagnýtingar síldar á fjarlægum miðum, svo sem Norðmenn gera um borð í m/s Kosmos IV.
Síldarútvegsnefnd samþykkir að fela framkvæmdastjórn nefndarinnar, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni, að hafa forgöngu um það í samráði við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins að slíkar tilraunir verði gerðar og skýrslur gerðar um niðurstöðu þeirra og upplýsinga aflað um tilraunir og starfsemi Norðmanna og fleiri þjóða á þessu sviði. þá samþykkti Síldarútvegsnefnd að leggja fram allt að 250 þús. kr. í þessu skyni………………
*************************************
Morgunblaðið - 25. ágúst 1967
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 2
Nánast samhljóða frétt er hér á Morgunblaðinu, og „frétt“ Þjóðviljans hér fyrir ofan og etv. fleiri blöðum um tilkynningu Síldarútvegsnefndar.
*************************************
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 3
STAKSTEINAR
Þýðing síldarflutninganna
Á undanförnum árum hefur all mikið verið um það deilt, hvort megináherzlu bæri að leggja á að byggja nýjar síldarverksmiðjur, einkum austurlands, þar sem síldin hefur mest haldið sig síðustu ár, eða að efla síldarflutninga til þeirra staða, þar sem vinnsluaðstaða er fyrir hendi. Niðurstaðan hefur orðið sú að hvorttveggja hefur verið gert, afköst Síldarveksmiðja austanlands hafa verið stóraukin, en jafnframt hafnir flutningar með stórum flutningaskipum. Nú verður ekki lengur um það deilt, hve geysimikla þýðingu síldarflutningarnir hafa, og áreiðanlega skilar sú fjárfesting nú í ár miklu betri arði, heldur en það fé sem lagt hefur verið í nýjar verksmiðjur.
Um síldarflutningana ræðir Sveinn Benediktsson í grein í Morgunblaðinu í gær og þar segir hann m.a.:
Flutningaskipin aðstoða veiðiskipin
„Ef hin stóru flutningaskip, Haförninn og Síldin hefðu ekki verið í eigu landsmanna og gert hvort tveggja í senn að flytja mikinn hluta aflans að landi og birgja síldveiðiskipin af olíu og öðrum nauðsynjum, þá er óhætt að fullyrða, að íslenzk síldveiðiskip mundu ekki hafa leitað á svo fjarlæg mið nema e.t.v. í mjög smáum stíl. Það auðveldar flutningana, að síldveiðiskipin hafa að undanförnu komið til móts við flutningaskipin í námd í Jan Mayen og síldinni verið umskipað þar. Þegar svona er komið, þá er öllum ljóst að hve miklu gagni þessi skip hafa komið síldveiðiflotanum, síldarverksmiðjunum og landinu í heild. Vilja nú allir Lilju kveðið hafa“.
Og síðar í grein sinni segir Sveinn Benediktsson:
„Á árinu 1964 voru flutt um 13,500 tonn af síld frá Austfjörðum og Austfjarðarmiðum til hafna á Norðurlandi og Vestfjörðum. Síldarverksmiðjur ríkisins fluttu um helming af þessu magni frá Seyðisfirði til Siglufjarðar, en Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður Bolungarvík; flutti um 3000 tonn frá austur- svæðinu til Bolungarvíkur á tankskipinu Þyrlí og var meira i en helmingi þess magns umskipað beint úr veiðiskipunum á mið um úti með síldardælu.
Með þessari tilraun Einars Guðfinnssonar má segja að brotið: hafi verið nýtt blað í sögu síldarflutninga. Árið eftir, það er 1965, voru gerð út fleiri skip til sildarflutninga en nokkurntíma áður“.
Flutningur saltsíldar
Nú er það öllum ljóst, hve geysimikla þýðingu flutningur bræðslusíldar hefur haft, en hitt kann þó að hafa meiri þýðingu að geta flutt síld til söltunar á þá staði, þar sem aðstaða er bezt, j bæði að því er mannvirki varðar og þjálfað starfslið.
Nokkrar tilraunir hafa som kunnugt er ver ið gerðar til að flytja síld í söltun og hafa þær gengið misjafnlega. Er þó Ijóst hve geysimikla þýðingu það hefði haft nú að undanförnu, ef unnt hefði verið að flytja síld til söltunar í stórum stíl, þegar á þessu sumri. Ber nú brýna þörf til að hraða sem mest öllum tilraunum með síldarflutninga í salt og freista einskis til að koma þeim í jafn fullkomið horf og flutningum bræðslusíldarinnar.
************************************
Morgunblaðið - 27. ágúst 1967
54. árg., 1967, 192. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn hefur flutt 30 þús. lestir af síld
SÍLDARFLUTNINGASKIP Síldarverksmiðju ríkisins, Haförninn, hóf eins og kunnugt er flutninga hinn 20. júní síðastliðinn. Hefur rekstur skipsins gengið mjög vel, það sem af er og hefur það þegar farið um 20 ferðir til Siglufjarðar og flutt alls 30.000 lestir af síld. Sigurður Jónsson. hjá Síldarverksmiðjum ríkisins tjáði Mbl. í gær, að skipið hefði fyllzt strax og það hefði komið á miðin og í síðustu ferð var skipið sérstaklega fljótt, þar eð síldveiðiskipin komu til móts við það við Jan Mayen frá Svalbarða. í fyrra gekk rekstur skipsins ekki eins vel og nú, en þá flutti það 16000 lestir af síld frá því í ágúst og þar til 10. desember.
Fyrri hluta ársins í ár var það i lýsisflutningum fyrir SR og 1. apríl fór skipið utan í viðgerð, en þar var og sett á það bógskrúfa. Skipið kom til Siglufjarðar um miðjan maí í vor og var þá unnið að breytingum á löndunarútbúnaði skipsins, enda kom þá og til verkfalls yfirmanna á skipunum um svipað leyti.
54. árg., 1967, 180. tölublað, Blaðsíða 32
Síldin færist nær landinu
— Sæmileg síldveiði í fyrrinótt SÆMILEG síldveiði var á miðunum suðvestur af Svalbarða á föstudag og í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum Síldarleitar innar á Dalatanga, en til lands er um 800 sjómílna stím. Síldin hefur þó færzt nær íslandi eða um 80 mílur síðustu þrjá sólarhringa. Fá skip voru að veiðum í gær, en skip sem boðað höfðu ,.löndun“ í Haförninn höfðu til samans afla, sem fylla mun skipið. Nokkur skip voru og að leggja af stað til lands. Mörg skip komu til lands í síðastliðinni viku og mun það orsök þess, hversu fá eru nú á miðunum. Ekki hafði Síldarleitin á takteinum tölur um fjölda skipanna.
***************************************
Morgunblaðið - 24. ágúst 1967
54. árg., 1967, 187. tölublað, Blaðsíða 13
Löng myndskreytt grein eftir Svein Benediktsson,
Síldarflutningaskipin tvö hafa orðið að ómetanlegu gagni í sumar
54. árg., 1967, 187. tölublað, Blaðsíða 13
Ljósmyndir 1 og 3 tók Steingrímur Kritinsson, mynd fyrir miðju: ókunnur
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 10
Tilraun til að setja síld í
saltpækil á miðunum
Siglufirði, 24. ágúst
Tveir Siglfirðingar, Hafliði Guðmundsson kennari, Pétur Baldvinsson, verkstjóri, gerðu nýlega tilraun með að láta ferska síld í saltpækil og hefur hún að sögn þeirra tekizt mjög vel. Mun það ætlun Síldarverksmiðja ríkisins að gera nú tilraun þessa í stærri mæli, en þeir félagar og hefur verksmiðjan í þeim tilgangi látið smíða um það bil 5 lesta geymi, sem settur hefur verið í Haförninn.
Aðferð þeirra félaga er í því fólgin að þeir fá skipverja á Haferninum til þess að setja ferska síld í tunnur með pækil úti á miðum. Síldinni er steypt beint í tunnurnar, án þess að nokkuð sé gert að henni fyrr en í land kemur, þá er hún hausuð og slógdregin. Tilraun þessi hefur að sögn þeirra félaga tekizt svo vel að í fyrradag ætluðu þeir með tvær síldar á silfurfati til forráðamanna SR hér til þess að sýna þeim vöruna. Telja þeir félagar að þeir hafi sannað að þessa aðferð sé algjörlega örugg.
Um borð er nú 5 lesta tankur með pækli og ætla að reyna þessa aðferð í stærra mæli.
Sá er þó hængur á að ekki hefur fengist fersk síld til þess að setja í pækilinn.
Steingrímur
*************************************
Vísir - 25. ágúst 1967
57. árgangur 1967, 193. Tölublað, Blaðsíða 10
Tilraun til að nýta síld af fjarlægum miðum til söltunar Siglfirðingar óska eftir ríkisábyrgð til að kaupa skip í þeim tilgangi
Síldarútvegsnefnd hefur samþykkt að verja allt að 250 þúsund j krónum til tilrauna á síldarflutningum í þeim tilgangi að finna hentugasta leið til þess að flytja fersksíld af fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi.
Þessi samþykkt nefndarinnar var gerð í tilefni af því, að Siglfirðingar, sem hafa nú stofnað með sér hlutafélag til þess að kaupa og reka skip til flutninga á ísaðri fersk síld, hafa óskað meðmæla frá Síldarútvegsnefnd til ríkisstjórnarinnar um að hún veiti ríkisábyrgð fyrir láni til skipakaupanna og Síldarútvegsnefnd leggi auk þess fram eina milljón króna til þeirra. Eins og kunnugt er, hefur síldin haldið sig óravegu frá landinu í sumar og hafa engin tök verið á að flytja síldina alla þessa leið til íslenzkra hafna í söltunarhæfu ástandi.
Síldarútvegsnefnd mun samkv. þessari samþykkt ekki mæla með einni né annarri aðferð til flutninga á fersksíld til söltunar fyrr en tilraunir hafa verið gerðar og hentugasta leiðin fundin. Nefndin segir meðal annars í samþykkt sinni: Síldarútvegsnefnd telur nauðsynlegt, áður en ákveðin leið verður valin í þessu skyni, að gerðar séu tilraunir með mismunandi aðferðir við flutning síldarinnar og meðferð, áður en hún kemur í land.
T.d. þarf að gera víðtækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipum í tunnur á venju legan hátt, eða ísa hana i veiðiskipunum, eða varðveita hana á annan hátt, umskipa henni og ísa hana í stíum eða kössum um borð í flutningaskipum eða setja síldina hausaða eða óhausaða i pækilkör eða pækiltanka eða kaldan sjó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi, eða fara einhverjar aðrar leiðir til hagnýtingar síldar af fjarlægum miðum, svo sem Norð menn gera um borð í Kosmos IV.
Nefndin hefur falið framkvæmda stjórum sínum, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni umsjá með slíkum tilraunum í samráði við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Einn nefndarmanna, Jón Skaftason greiddi tillögunni um þessar tilraunir atkvæði með sérstakri greinargerð, þar sem hann telur eðlilegt, þrátt fyrir þessa samþykkt að Síldarútvegsnefnd mæli með ríkisábyrgð við kaup eða leigu á skipi til síldarflutninga til Siglufjarðar, sbr. umsókn þar um í bréfi dagsettu 4. ágúst 1967, enda liggi fyrir upplýsingar um stærð og búnað slíks skips.
**************************************
32. árgangur 1967, 189. tölublað, Blaðsíða 1
Sjávarútvegsnefnd tilkynnir:
Tilraunir verða nú hafnar með flutninga á fersksíld
Síldarútvegsnefnd hefur nú ákveðið að hafa forgöngu um að gerðar verði ýmsar tilraunir í sambandi við flutning á fersksíld af fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi.
Á sunnudaginn vakti Þjóðviljinn athygli á því, hvernig ríkisstjórnin hefði svikið fyrirheit sín til Siglfirðinga um fyrirgreiðslu vegna síldarflutninga í sumar. Tveim dögum síðar gerði Síldarútvegsnefnd svofellda einróma samþykkt á fundi sínum:
„Síldarflutningar á fersksíld frá fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi eru svo sem kunnugt er ýmsum annmörkum háðir. Ekki liggur enn sem komið er ljóst fyrir hvaða leið er hentugust til þess að koma síldinni til verkunar í sem beztu ásigkomulagi og með sem minnstum kostnaði á hverja smálest síldar. Síldarútvegsnefnd telur nauðsynlegt, að áður en ákveðin leið sé valin í þessu skyni séu gerðar tilraunir um mismunandi aðferðir við flutning síldarinnar og meðferð áður en hún kemur í land. T.d. þarf að gera viðtækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipunum í tunnur a venjulegan hátt, eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stium eða kössum um borð í flutningaskipum eða setja síldina hausaða eða óhausaða í pækilkör eða pækiltanka eða kældan sjó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi eða fara einhverjar aðrar leiðir til hagnýtingar síldar á fjarlægum miðum, svo sem Norðmenn gera um borð í m/s Kosmos IV. Síldarútvegsnefnd samþykkir að fela framkvæmdastjórn nefndarinnar, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni, að hafa forgöngu um það í samráði við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að slíkar tilraunir verði gerðar og skýrslur gerðar um niðurstöðu þeirra og upplýsinga aflað um tilraunir og starfsemi Norðmanna og fleiri þjóða á þessu sviði. þá samþykkti Síldarútvegsnefnd að leggja fram allt að 250 þús. kr. í þessu skyni………………
*************************************
Morgunblaðið - 25. ágúst 1967
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 2
Nánast samhljóða frétt er hér á Morgunblaðinu, og „frétt“ Þjóðviljans hér fyrir ofan og etv. fleiri blöðum um tilkynningu Síldarútvegsnefndar.
*************************************
54. árg., 1967, 190. tölublað, Blaðsíða 3
STAKSTEIMAR
Þýðing síldarflutninganna
Á undanförnum árum hefur all mikið verið um það deilt, hvort megináherzlu bæri að leggja á að byggja nýjar síldarverksmiðjur, einkum austurlands, þar sem síldin hefur mest haldið sig síðustu ár, eða að efla síldarflutninga til þeirra staða, þar sem vinnsluaðstaða er fyrir hendi. Niðurstaðan hefur orðið sú að hvorttveggja hefur verið gert, afköst Síldarveksmiðja austanlands hafa verið stóraukin, en jafnframt hafnir flutningar með stórum flutningaskipum. Nú verður ekki lengur um það deilt, hve geysimikla þýðingu síldarflutningarnir hafa, og áreiðanlega skilar sú fjárfesting nú í ár miklu betri arði, heldur en það fé sem lagt hefur verið í nýjar verksmiðjur.
Um síldarflutningana ræðir Sveinn Benediktsson í grein í Morgunblaðinu í gær og þar segir hann m.a.:
Flutningaskipin aðstoða veiðiskipin
„Ef hin stóru flutningaskip, Haförninn og Síldin hefðu ekki verið í eigu landsmanna og gert hvort tveggja í senn að flytja mikinn hluta aflans að landi og birgja síldveiðiskipin af olíu og öðrum nauðsynjum, þá er óhætt að fullyrða, að íslenzk síldveiðiskip mundu ekki hafa leitað á svo fjarlæg mið nema e.t.v. í mjög smáum stíl. Það auðveldar flutningana, að síldveiðiskipin hafa að undanförnu komið til móts við flutningaskipin í námd í Jan Mayen og síldinni verið umskipað þar. Þegar svona er komið, þá er öllum ljóst að hve miklu gagni þessi skip hafa komið síldveiðiflotanum, síldarverksmiðjunum og landinu í heild. Vilja nú allir Lilju kveðið hafa“.
Og síðar í grein sinni segir Sveinn Benediktsson:
„Á árinu 1964 voru flutt um 13,500 tonn af síld frá Austfjörðum og Austfjarðarmiðum til hafna á Norðurlandi og Vestfjörðum. Síldarverksmiðjur ríkisins fluttu um helming af þessu magni frá Seyðisfirði til Siglufjarðar, en Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður Bolungarvík; flutti um 3000 tonn frá austur- svæðinu til Bolungarvíkur á tankskipinu Þyrlí og var meira i en helmingi þess magns umskipað beint úr veiðiskipunum á mið um úti með síldardælu.
Með þessari tilraun Einars Guðfinnssonar má segja að brotið: hafi verið nýtt blað í sögu síldarflutninga. Árið eftir, það er 1965, voru gerð út fleiri skip til sildarflutninga en nokkurntíma áður“.
Flutningur saltsíldar
Nú er það öllum ljóst, hve geysimikla þýðingu flutningur bræðslusíldar hefur haft, en hitt kann þó að hafa meiri þýðingu að geta flutt síld til söltunar á þá staði, þar sem aðstaða er bezt, j bæði að því er mannvirki varðar og þjálfað starfslið.
Nokkrar tilraunir hafa sem kunnugt er verið gerðar til að flytja síld í söltun og hafa þær gengið misjafnlega. Er þó Ijóst hve geysi mikla þýðingu það hefði haft nú að undanförnu, ef unnt hefði verið að flytja síld til söltunar í stórum stíl, þegar á þessu sumri. Ber nú brýna þörf til að hraða sem mest öllum tilraunum með síldarflutninga í salt og freista einskis til að koma þeim í jafn fullkomið horf og flutningum bræðslusíldarinnar.
************************************
Morgunblaðið - 27. ágúst 1967
54. árg., 1967, 192. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn hefur flutt 30 þús. lestir af síld
SÍLDARFLUTNINGASKIP Síldarverksmiðju ríkisins, Haförninn, hóf eins og kunnugt er flutninga hinn 20. júní síðastliðinn. Hefur rekstur skipsins gengið mjög vel, það sem af er og hefur það þegar farið um 20 ferðir til Siglufjarðar og flutt alls 30.000 lestir af síld. Sigurður Jónsson. hjá Síldarverksmiðjum ríkisins tjáði Mbl. í gær, að skipið hefði fyllzt strax og það hefði komið á miðin og í síðustu ferð var skipið sérstaklega fljótt, þar eð síldveiðiskipin komu til móts við það við Jan Mayen frá Svalbarða. í fyrra gekk rekstur skipsins ekki eins vel og nú, en þá flutti það 16000 lestir af síld frá því í ágúst og þar til 10. desember.
Fyrri hluta ársins í ár var það i lýsisflutningum fyrir SR og 1. apríl fór skipið utan í viðgerð, en þar var og sett á það bógskrúfa. Skipið kom til Siglufjarðar um miðjan maí í vor og var þá unnið að breytingum á löndunarútbúnaði skipsins, enda kom þá og til verkfalls yfirmanna á skipunum um svipað leyti.
************************************
Morgunblaðið - 03. september 1967
54. árg., 1967, 198. tölublað, Blaðsíða 24
Ísa síld í tilraunaskyni
Siglufirði.1. september:
HAFÖRNINN losaði hér fullfermi síldar í gærkvöldi, nótt og í dag af Svalbarðamiðum. Skipið fór héðan aftur eftir 21 tíma, eða um hádegi í dag. Meðal annars má geta þess, að farið var með tvo bílfarma af skelís í pokum, sem settir voru í til þess gerða einangraða kassa, sem og átti að reyna í tilraunaskyni að ísa síld í.
Fyrir þessum tilraunum standa Síldarveksmiðjur ríkisins. Einnig er um borð tankur, þar sem ætlazt er til að sett sé síld í pækil.
Bræðsla af síðasta farmi stendur yfir í verksmiðjunum.
S. K.
************************************
Dagur - 06. september 1967
50. árgangur 1967, 59. tölublað, Blaðsíða 8
STYTTRA TIL NORÐURPÓLSINS AF SÍLDARMIÐUNUM
Siglufirði 5. sept.
Gróður í fjöllum er enn í fullum blóma enda spratt þar seint. Allmargir hafa sótt sjóinn á trillum og hefur afli verið sæmilega góður í sumar. Aldrei hafa stórviðri hamlað sjósókn en erfitt að stunda hand færaveiðar í sífelldri norðanátt. Hringur. og Tjaldur hafa fengið töluvert af ufsa, ásamt þorskveiðunum og hafa sótt afla sinn að Langanesi. Tjaldur fékk nýlega 100 tonn af ufsa í tveimur köstum.
Af síldinni er ekkert að frétta nema það, að þetta mun vera í fyrsta sinn í hálfa öld, sem ekki er búið að salta neina síld í septemberbyrjun.
Styttra er nú til Norðurpólsins af síldarmiðunum en til íslands.
Haförninn er nú á leið til lands með 12. farm sinn, en hefur flutt hingað 33.600 lestir. Efrafell hefur lokið sínum hluta af jarðgöngum gegnum Stráka.
Vegagerð ríkisins mun nú steypa veginn. Fóðra þurfti 150 m. af göngunum. Göngin eru 796 m að lengd. í
Barnaskóla Siglufjarðar verða 290 nemendur í vetur. Hlöðver Sigurðsson tekur á ný við skólastjórn.
J. Þ.
************************************
Morgunblaðið - 08. september 1967
54. árg., 1967, 203. tölublað, Blaðsíða 32
Fyrsta söltun í landi á sumrinu
— bæði brætt og saltað á Siglufirði i gær.
Síldveiðiskipið Anna frá Siglufirði kom í gær með rúmar tvö hundruð tunnur af ísaðri síld, sem voru saltaðar hjá Ísafold s.f. og er það fyrsta síldin, sem söltuð er í landi í sumar.
Alls voru saltaðar 160 tunnur en 60 tunnur voru frystar í beitu.
Byrjað var að salta um klukkan sex í gær og var söltun að mestu lokið klukkan tíu í gærkvöldi. Síld þessi var 22 til 23% feit en rúm lega þriggja sólarhringa sigling var af smiðunum, þar sem Anna fékk síldina.
Saltað var einnig í nokkrar tunnur á vegum Síldarútvegsnefndar í sambandi við tilraunir með flutning á söltunarsíld, sem nefndin gengst fyrir.
Síldarflutningaskipið Haförninn kom með fullfermi til Siglufjarðar í fyrradag og fór aftur á miðin í gær.
************************************
Vísir - 08. september 1967
57. árgangur 1967, 205. Tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn hefur flutt 36.600 tonn
Haförninn, síldarflutningaskip S.R. hefur nú flutt 36,6 þús. tonn af síld af hinum fjarlægu miðum í norðurhöfum i sumar til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. — Hefur skipið flutt þetta magn í 12 ferðum og er nú lagt upp í þá þrettándu. Öll síldin hefur farið í bræðslu.
Siglufjörður er nú önnur stærsta löndunarhöfnin á eftir Seyðisfirði. Síldarflutningaskipin hafa í sumar gert flotanum kleift að stunda veiðar á svo norðlægum slóðum, flutt frá skipunum síldaraflann, en komið aftur með vatn, vistir og olíu frá landi. Er óvíst hvernig horft hefði án skipanna við veiðar þessar.
************************************
Vísir - 08. september 1967
57. árgangur 1967, 205. Tölublað, Blaðsíða 1
Aflaskipið Héðinn fengið til alhliða tilrauna á saltsíldarflutningum
Síldarútvegsnefnd lætur reyna um borð í skipinu flestar aðferðir til og flytja síld óskemmda af fjarlægum miðum.
Síldarútvegsnefnd hefur nú fengið aflahæsta skip síldveiðanna, Héðin frá Húsavík, til þess að fara tilraunaleiðangur á síldarmiðin norður undir Svalbarða og á að reyna þar um borð í skipinu flestar þær aðferðir, sem talað hefur verið um til þess að flytja óskemmda söltunarsíld til Iands af hinum fjarlægu miðum.
Héðinn er nú væntanlegur til Raufarhafnar og þar mun Jóhann Guðmundsson, efnaverkfr. fara um borð í skipið með nokkra aðstoðarmenn með sér og eiga þeir að sjá um þessar tilraunir fyrir Síldarútvegsnefnd.
Sérstakir ískassar eru á leið til Raufarhafnar, þar sem þeir eiga að fara um borð í Héðin. Síldarútvegsnefnd hefur sett upp sérstakt „prógram“ fyrir eiga að fara um borð í Héðin Síldin verður ýmist geymd heil eða hausskorin. Reynt verður að ísa hana, setja hana í pækil, sjókæla hana og verður reyn að meðhöndla síldina eftir þess um aðferðum við mismunandi aðstæður.
Allmörg skip hafa gert tilraunir með síldarflutninga nú að undanförnu. Jón Finnsson kom með yfir 100 tunnur af síld til Raufarhafnar fyrir nokkru. — Skipverjarnir höfðu saltað síldina sjálfir niður í tunnur og var henni síðan umsaltað á söltunarstöð Valtýs Þorsteinssonar á Raufarhöfn. Anna frá Siglufirði kom með yfir tvö hundruð tunnur af ísvarinni síld til Siglufjarðar i gær og voru saltaðar 160 tunnur af því magni í söltunarstöð Þráins Sigurðssonar, Ísafold.
Það var fyrsta síldin, sem söltuð er á Siglufirði í sumar. Síldarútvegsnefnd lét einnig salta nokkrar tunnur af afla Önnu, með þrem mismunandi verkunaraðferðum og 60 tunnur voru frystar til beitu, en mjög skortir nú beitusíld í landinu, sem kunnugt er.
Vísir átti morgun tal við Jón Stefánsson formann Síldarútvegsnefndar á Siglufirði og sagði hann að sér hefði sýnzt þessi síld af Önnu ótrúlega vel útlítandi eftir þessa löngu siglingu. Mikill áhugi virðist nú vera hjá útvegsmönnum að reyna slíka síldarflutninga, en þeir eru á algjöru tilraunastigi ennþá hjá okkur. Síldin hefur ekki verið það langt frá landi undanfarin sumur að til slíkra flutninga hafi þurft að grípa. Norðmenn hafa hins vegar stundað flutninga á saltsíld með góðum árangri.
Í sumar hafa þeir flutt ekki minna en 60 þúsund tunnur af saltsíld af miðunum til lands — litlu styttri vegalengd, en íslenzku skipin hafa þurft að sigla til hafna
Þjóðviljinn - 13. september 1967
32. árgangur 1967, 204. tölublað, Blaðsíða 1
Hefur bjargað atvinnulífinu á Siglufirði.
Þarna liggur ms. Haförninn við bryggju Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og þar er verið að Ianda síldinni, sem skipið hefur flutt af miðunum við Svalbarða. Þetta síldarflutningaskip þeirra Siglfirðinga hefur bætt til mikilla muna atvinnuástandið þar í bænum í sumar.
—Júlíus Júlíusson tók þessa mynd nyrðra á dögunum, en fleiri myndir frá fyrstu síldarsöltun sumarsins í síðustu viku eru birtar á öðrum stað í blaðinu í dag
***********************************************************
Morgunblaðið - 15. september 1967
54. árg., 1967, 208. tölublað, Blaðsíða 2
Síldin vel söltunarhæf eftir 4 daga geymslu í ís og pækli
Siglufirði, 14. september. HAFÖRNINN kom í morgun með fullfermi og hefur þá alls flutt yfir 40 þúsund tonn bræðslu síldar hingað í sumar og haust. Þessi síld er öll af hinum fjarlægu miðum við Jan Mayen og Svalbarða.
Í þessari ferð kom Haförninn einnig með ísaða síld og síld í pækli í tilraunaskyni á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og niðurlagningar verksmiðjunnar, SiglóSíld.
Úr þessum tilraunum fengust um 20 uppsaltaðar tunnur, bæði úr ísuðu síldinni og þeirri í pækluðu.
Ísaða síldin reyndist betur til söltunar, þ.e.a.s. síldin, sem var efst í kössunum.
Um það bil helmingur af þessum tuttugu tunnum var úr ísuðu síldinni, en hinn helmingurinn úr pæklinum.
Öll síldin, sem Haförninn kom með, reyndist vel söltunarhæf og þurfti engu að henda af henni.
Hefur oft verið söltuð hér verri vara. Þessi reynsla, sem hér hefur fengizt, sýnir að vel mögulegt er að flytja síldina ísaða í kössum eða í pækli í tönkum. Þó með smávægilegum breytingum. Síldin var orðin um fjögurra sólarhringa gömul, þegar Haförninn kom með hana hingað.
Í sumar hefur Haförninn flutt til síldveiðiflotans um 1300 tonn af brennsluolíu. Telja sjómenn nauðsyn til þess að hafa olíuskip sem fylgi síldveiðiflotanum.
— S.K.
************************************
Þjóðviljinn - 20. september 1967
32. árgangur 1967, 210. tölublað, Blaðsíða 7
Athyglisverð tilraun með flutning á ísvarinni síld
SIGLUFIRÐI 19-/9 — Sem kunnugt er hefur svo til engin síldarsöltun átt sér stað á þessu sumri og eru ekki taldar miklar líkur til að úr rætist. Gjaldeyrisverðmæti saltsíldar sem framleidd var árið 1966 mun hafa verið um 500 miljónir íslenzkra króna. Augljóst er að í þessu máli skapast hreinlega vandræðaástand, ef ekki verður hið bráðasta ráðizt í að flytja ísvarða síld til söltunar í stórum stál. Ber þar margt til eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á.
Hætt er við að erfitt reynist að halda saltsíldar mörkuðum okkar, ef við getum ekki flutt út síld upp í fyrirfram gerða samninga. Eins og verðlag er nú á flestum öðrum afurðum okkar verður 500 milljón króna gjaldeyriskaup erfiður baggi að bera. Vandræðaástand er nú þegar í atvinnumálum norðanlands og austan af þessum sökum. Sá síldariðnaður (síldarniðurlagning) sem byggzt hefur upp norðanlands undanfarin ár er ýmist þegar stöðvaður eða að stöðvast vegna hráefnisskorts.
Það er athyglisvert, að þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa stjórnarvöldin enn ekki viljað veita ríkisábyrgð til kaupa á sérstaklega byggðu skipi sem fyllti ísvarða síld af miðunum til söltunar.
Hér á Siglufirði hefur tvívegis undanfarna daga verið söltuð ísvarin síld sem flutt var þriggja til fjögurra daga leið til hafnar.
Hinn 16. þ.m. kom Anna SI með síld í annað skiptið á sumrinu til söltunar af miðunum, í þetta sinn með u.þ.b. 700 tunnur.
Síldin var ísuð í hillur í skipinu sjálfu án þess að nokkur sérstakur útbúnaður annar væri notaður. Síldin reyndist góð til söltunar og var saltað í um það bil 330 tunnur af farminum, mestmegnis fyrir Niðursuðuverksmiðju ríkisins.
Það athyglisverðasta sem gert hefur verið í þessu máli í sumar er þó tvímælalaust tilraun sem nýlega var gerð í síldarflutningaskipi SR, Haferninum. Hinn 14. þ.m. er Haförninn kom af miðunum með fullfermi af bræðslusíld, hafði hann meðferðis síld, bæði varða í ís og pækli. Síldin sem varin var í ís var flutt í tveim trékössum 1,5x1 x 5x1,5 m að stærð.
Í skýrslu um síld þessa sem samin var af starfsmönnum Niðursuðuverksmiðju ríkisins segir m.a. svo: „Hin ísvarða síld í kössum leit vel út og virtist ágæt til verkunar nema það neðsta í kössunum". Með flutningi á ísvarinni síld í kössum er farið inn á rétta braut en gæta verður þess að kassarnir sem notaðir eru séu ekki of djúpir til að of mikill þungi hvíli ekki á neðstu síldinni. Hér á Siglufirði spyrja menn nú:
Hvað hyggjast stjórnarvöldin fyrir? Á ekki að gera neina tilraun til að flytja eitthvert verulegt magn af ísvarinni síld til söltunar nú í haust? Eru 500 milljóna gjaldeyrisverðmæti ekki þess virði að eitthvað sé á sig lagt þeirra vegna?
***************************************
Morgunblaðið - 21. september 1967
54. árg., 1967, 213. tölublað, Blaðsíða 27
Haförninn losaði á mettíma Siglufirði
Siglufirði 20. sept.
SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn kom hingað í gær og losaði 3300 tonn á tólf tímum, sem er mettími. Skipið fór aftur á miðin í morgun.
Í dag kom svo Ársæll Sigurðsson með 800 tunnur af hausaðri og slódreginni síld í pækli og 200 tunnur af skúfflaðri síld.
Á morgun er Siglfirðingur SI 150 væntanlegur með 200 tonn af ísaðri síld.
Í dag var hér sótsvört þoka og skyggni 25 til 50 metrar, sem er heldur óvenjulegt hér á Siglufirði.
— SK.
***************************************
Austurland - 22. september 1967
17. árgangur 1967, 33. tölublað, Blaðsíða 2
Síldin nálgast
Síldveiðar í sumar hafa verið með eindæmum erfiðar. Síldin hefur haldið sig lengst norður í höfum í grennd við Svalbarða og var lengi a. m.k. fjögurra sólarhringa sigling þaðan til íslenzkrar hafnar. Þetta hafa því verið ákaflega erfiðar veiðar og þreytandi fyrir sjómennina, en kostnaðarsamar fyrir útgerðina.
Síldarflutningaskipin Síldin og Haförninn hafa verið í stanzlausum síldarflutningum af miðunum til Siglufjarðar og Reykjavíkur, en meirihluta aflans hafa veiðiskipin sjálf flutt að landi um allan þennan veg.
Síðustu vikurnar hefur síldin mjög nálgazt ísland og mun nú um tveggja sólarhringa sigling af miðunum til íslenzkrar hafnar.
Er þess vænzt, að hún verði komin á miðin hér fyrir Austurlandi eftir 2—3 vikur…………………….
*************************************
Bragi V Björnsson skipstjóri
ókunnur ljósmyndari. (myndin fylgdi fréttinni)
Merkar tilraunir Breta
Íslenzkur skipstjóri segir frá
BRAGI V. Björnsson, skipstjóri, fór utan til Bretlands síðari hluta júlímánaðar til þess að kenna meðferð kraftblakkir og asdictækja.
Útgerðarfélagið Chr. Salvesen & Co. í Leith og Grimsby leitaði til íslands eftir reyndum síldveiðimanni og fyrir milligöngu Geirs Zoega réðst Bragi til þessa starfs. Chr. Salvesen & Co. er stórt fyrirtæki, sem meðal annars hefur gert út Fairtry-togarana, sem eru stórir skuttogarar, og rak áður umfangsmiklar hvalveiðar.
Bragi er nú nýkominn heim og báðum við hann að segja frá ferðinni.
— Þarna. um borð voru merkilegir hlutir að gerast, sagði Bragi. Síld er ákaflega vandmeð farinn fiskur og eigum við hér heima iðulega í erfiðleikum við að koma henni á land þótt í bræðslu sé.
Nú hugsuðu Bretarnir ekki um bræðslusíld, heldur eingöngu um matvöru og varð sjókæling fyrir valinu til þess að halda síldinni ferskri. Þetta er svo til óreynt og er Héðinn ÞH 57 fyrsta., ef ekki eina skipið með þessum útbúnaði að Semlu undanskilinni, skipinu sem ég var á, Héðinn er með hluta af lestarrýminu sem tank, en Semla hefur 6 tanka og ekkert annað lestarrými. Þetta er um 240 tonna skip, en tekur ekki nema 100 tonn í tankana, svo að sjá má að miklu rúmi er fórnað fyrir einangrun og kæliútbúnað.
Sjórinn er kældur niður í – 1-2 stig áður en síldinni er dælt í tankana og er því kuldastigi síðan haldið þar til landað er.
Þessi kælingaraðferð reyndist vel og er að mínu áiliti eina lausnin í samræmi við veiðitækni okkar og afköst. Síldin seldist fullt eins vel og afli reknetabáta, sem landa daglega ísaðri síld, þrátt fyrir erfiðleika við löndunina, en síldinni er dælt um borð og dælt í land.
Tilraun eigenda Héðins er ótvírætt jákvæð. Þegar þeir gerðu þetta, var viðhorfið allt annað. Þá var ekki hugsað til þess að fara lengra en til Jan Mayen, en nú í sumar var Jan Mayen miðja vegu milli íslands og miðanna. Að sjálfsögðu eigum við margt ólært í þessu, og við verðum að fylgjast með því sem gerist í þessu sem gerist í kringum okkur.
Síldinni var eingöngu landað í Aberdeen og fór hún öll á markað þar tveimur til fjórum dögum eftir að hún veiddist. Veiðisvæðið var 10-16 sjómílur suðaustur af Hjaltlandi og tók siglingin hvora leið 16-18 stundir. Annað atriði, sem er mjög mikilvægt að mínum dómi, er öryggið sem fylgir því að ferðast með síldina í tönkum, en ekki í venjulegri fiskilest. Við lentum til dæmis í 20 tíma vonzkuveðri með síld í fjórum tönkum og sannaðist rækilega að síldin haggaðist ekki í tönkunum. Ég kunni prýðilega við samstarfið við Bretana, sagði Bragi að Lokum, og getur vel farið svo, að ég fari til þeirra aftur.
57. árgangur 1967, 219. Tölublað, Blaðsíða 12
Síldin ekki á „Rauða torginu fyrr en um miðjan október,
Óhagstætt veður hefur verið á síldarmiðunum að undanförnu og fremur lítil veiði. Þó tilkynntu ! þrettán skip um afla síðasta sólarhring — samtals 2375 lestir. Veiðisvæðið þokast hægt suðvestur á bóginn og er nú um 71° 25° n. br. og 0° 30’ a. l.
Allmörg skip bíða nú með fullfermi við Jan Mayen. en von er I á síldartökuskipinu Haförninn þangað til þess að losa þau.
Lítið hefur borist af síld til Austfjarðahafna yfir helgina og er fremur dauft yfir söltunarstöðvum enn þá, en ekki er búizt við að síldarsöltun geti hafizt að gagni fyrr en eftir hálfan mánuð eða svo. Að áliti fiskifræðinga verður síldin ekki komin á „Rauða torgið“ fyrr en um miðjan október. Á Raufarhöfn var í morgun verið að salta á einu plani, Norðursíld, en þangað kom Akraborg með um 700 tunnur af pækilsaltaðri síld fyrr helgina.
***********************************************
Morgunblaðið - 29. september 1967
54. árg., 1967, 220. tölublað, Blaðsíða 16
SIGLUFJÖRÐUR í ÖÐRU SÆTI
Siglufjörður var um áratugaskeið síldarhöfuðborg íslands, en eftir að síldin færði sig út fyrir Austfirði hefur þessi frægi síldarbær búið við síldarleysi.
En þetta er nú að breytast. Líklega gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir því, að Siglufjörður er nú önnur hæsta löndunarhöfn landsins, aðeins Seyðisfjörður er hærri og munar þó ekki miklu. Þessi breyting er á orðin vegna síldarflutninganna.
— Síldarflutningaskipið Haförninn hefur í sumar flutt síld til Siglufjarðar með þeim glæsilega árangri, sem að ofan getur. Þessi staðreynd sýnir, að síldarflutningarnir hafa raunverulega valdið byltingu í atvinnumálum einstakra landshluta og hefur framsýni og dugnaður feðganna í Bolungarvík, sem fyrstir hófu til raunir með síldarflutninga, nú borið ríkulegri ávöxt en menn grunaði þegar þessar tilraunir hófust á sínum tíma.
******************************************
Vísir - 03. október 1967
57. árgangur 1967, 226. Tölublað, Blaðsíða 1
SÍDARSÖTUNIN Í SUMAR EINS OG Á EINNI MEDALVIKU Í FYRRA
Heildaraflinn á síldveiðunum norðan lands og austan f sumar var á laugardaginn 242.346, eftir því sem komizt verður næst. Búið er að salta i 23.569 tunnur, eða svipað og saltað var hverja meðalviku um vertíðina i fyrra. Þá nam heildaraflinn um þetta leyti 463.087 lestum og söltun 379.948 tunnum. Búið er að frysta 222 tonn í ár, en 1984 tonn á sama tíma í fyrra —. Í bræðslu hafa farið 232.043 tonn, en 405.631 tonn á sama tíma f fyrra. Erlendis hefur verið landað 6.640 lestum. En erlend skip hafa landað hér 312 lestum.
Verðmæt; síldaraflans er að sjálf sögðu miklu minni í ár en í fyrra, en kostnaðurinn við að ná honum hins vegar miklu meiri, þar eð svo langsótt hefur verið á miðin lengst af. Undangengna daga hefur verið bræla á miðunum, tæpast veður til síldarleitar. Mörg skip hafa legið inni á fjörðum, til dæmis voru skip inni á Seyðisfirði um helgina, en flest eru þau nú á leið á miðin. Nokkur skip hafa beðið við Jan Mayen í vari, eftir því að Haförninn kæmi og losaði þau, og þar hefur síldarleitarskipið Árni Friðriksson legið af sér bræluna, en fór aftur út til leitar í morgun. Búizt er við að síldin verði komin allnokkru sunnar og vestar, þegar brælunni slotar, en fyrir helgina var hún um 280—290 mílur frá Langanesi, (ekki 180,eins og misritaðist í Vísi í gær) EN talið er að síldin verði komin á „Rauða Torgið“ – aðal veiðsvæðið út af Austfjörðum.
******************************************
Morgunblaðið - 05. október 1967
54. árg., 1967, 225. tölublað, Blaðsíða 2
Skoða norska síldarflutningaskipið
EINS og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag hafa siglfirzkir aðilar áhuga á að kynna sér tilraunir þær, sem Norðmenn hafa að undanförnu gert með flutning á fersksíld á skipinu Kloster, jafnvel að leigja skipið til síldarflutninga hér við land, en íslendingum er boðið það til leigu. Ákveðið hefur verið, að tveir menn fari utan á morgun til að skoða skipið og kynna sér hvernig rekstur þess hafi gengið. Er hugmyndin að þeir fari út með skipinu, svo að unnt verði að kanna allan búnað þess sem bezt. Fer annar þeirra á vegum Síldarútvegsnefndar, og er það Jóhann Sigurbjörnsson, skipstjóri, sem verið hefur með Haförninn, en Hannes Baldvinsson, síldarmatsmaður, fer af hálfu hins siglfirzka félags. Þegar þessi athugun hefur farið fram verður ákvörðun tekin um það, hvort skipið verði leigt til flutninga á síld af miðunum til söltunar á Siglufirði.
******************************************
Morgunblaðið - 07. október 1967
54. árg., 1967, 227. tölublað, Blaðsíða 28 (Niðurlag af fréttar)
……………..50 þúsundasta tonnið með Haferni Siglufirði, 6. okt.: — Hér hefur verið saltað á þremur plönum í dag og hafa þá alls verið saltaðar hér 5-6000 tunnur. — Það munu vera um 2500 tunnur sem tekið hefur verið á móti í dag til söltunar og í frystingu. Þá losaði Haförninn hálfan farm hér í nótt og hefur hann þá losað hér yfir 50 þúsund tonn af síld í sumar. Í nótt og á morgun eru væntanleg hingað 5—6 skip með síld.
— Steingrímur.
******************************************
50. árgangur 1967, 65. tölublað, Blaðsíða 8
Síldin á hraðri leið til lands
………….Íshús SR er í gangi og niðurlagningarverksmiðjan líka. enda vantar fólk, þegar verulega er saltað.
Tjaldur og Hringur eru leigðir íshúsi SR og eru þeir á línuveiðum, en afla lítið. Haförninn, síldarflutningaskip SR, hefur verið í stöðugum síldarflutningum síðan 26. júní og er nú í 18. ferðinni. Skipið hefur flutt 54000 tonn bræðslusíldar…………
******************************************
Morgunblaðið - 10. október 1967
54. árg., 1967, 229. tölublað, Blaðsíða 32
Stöðug söltun alla helgina
— og útlit á áframhaldandi söltun
STÖÐUG söltun var í allflestum síldarsöltunar bæjunum norðanlands og austan um helgina, og Ijóst að svo mun verða enn um sinn.
Hafa verið salt aðra milli 10—12 þúsund tunnur í helztu síldarbæjunum þrjá undanfarna sólarhringa, og von var á bátum til allra þessara staða í nótt. Á laugardag hafði verið saltað í rétt tæpar 50 þús. tunnur á landinu.
Fréttaritari Mbl. á Siglufirði upplýsti í gærkveldi, að síðustu þrjá sólarhringa hefðu verið saltaðar nær 5000 tunnur á Siglufirði, og væri heildarsöltunin orðin 10—11 þúsund tunnur. Hæstu söltunarstöðvarnar þar eru: Hafliði hf. með um 2500 tu. og Ísafold sf. með 2240 tu. uppsaltaðar.
Alls hefur verið landað á Siglufirði 53.364 tonnum, og þar af hefur síldarflutningaskipið Haförninn komið með 50.798 tonn, en síldarbátar með eigin afla 2.566 tonn. Þrjú skip voru væntanleg til Siglufjarðar í nótt með um 400 tonn af síld, og í gærdag héldu síldarsaltendur fund, þar sem samþykkt var að fara fram á það að gefið yrði frí í gagnfræðaskólanum til að skapa vinnuafl.
Mbl. hafði samband við skólastjóra gagnfræðaskólans og sagði hann, að skólanum yrði ekki lokað, en allir nemendur, sem óskuðu, hefðu heimild til að fara í síldarvinnsluna…………………………….
******************************************
Vísir - 25. október 1967
57. árgangur 1967, 245. Tölublað, Blaðsíða 16 Hluti fréttar
MEGNIÐ AF ÍSLENZKA FLOTANUM FÉKK AFLA Í NÓTT
………………………………Síldveiðiskipstjórar reyna hver sem má að koma síldaraflanum í salt og má búast við að saltað verði næsta sólarhring á öllum Austfjarðahöfnum og jafnvel eitthvað fyrir norðan Iíka.
Síldartökuskipið Haförn var á miðunum á höttum eftir bræðslusíld, en nú brá svo við, að hana var varla að hafa og gekk illa að fá í skipið.
Mikið var um nóta rifrildi á miðunum í nótt, enda var veiðisvæðið á mjög litlum bletti og skipin köstuðu hlið við hlið, svo að næturnar vildu flækjast saman. Nokkur sjór var á miðunum og gerði erfiðara fyrir, en logn var samt á. Hins vegar er búizt við brælu í nótt………………………………
******************************************
Þjóðviljinn - 02. nóvember 1967
32. árgangur 1967, 247. tölublað, Blaðsíða 7 (Hugleiðngar)
…………..Síldarvinnslan
1. Unnið verði að því með forgöngu ríkisstjórnarinnar, að síldarvinnsla og síldarverkun verði stóraukin á Norðurlandi með því að flytja meira af síld en verið hefur með sérstökum flutningaskipum frá veiðisvæðunum til Norðurlands, og komið verði betra skipulagi á flutningana. Til að framkvæma þetta á sem hagkvæmastan hátt verði leitazt við að setja á stofn félag með mikilli þátttöku ríkisins, ásamt hlutdeild bæjar og sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, sem mikilla hagsmuna eiga að gæta við þessar framkvæmdir. Til flutninganna verði keypt ekki færri en 3 flutningaskip til viðbótar því sem þegar hefur verið keypt, Þess verði vandlega gætt, að skipin henti vel til síldarflutninga á hafnir síldarplássanna og að hægt verði að flytja hluta af síldarförmunum kælda, vegna söltunar og frystingar þegar góð síld fæst til þeirrar verkunar. Jafnframt verði þess gætt, að skipin geti hentað vel til vöruflutninga að og frá landinu, svo að þau þurfi ekki að liggja ónotuð þá tíma sem ekki er næg verkefni við síldarflutninga…………….
******************************************
30. árgangur 1967, 14. tölublað, Blaðsíða 6
Morgunblaðið - 07. nóvember 1967
54. árg., 1967, 253. tölublað, Blaðsíða 32
Haförninn hættur síldarflutningum
Siglufirði, 6. nóvember.
HAFÖRNINN kom hingað sl. laugardag og er þar með hættur síldarflutningum í ár.
Alls hefur hann flutt til Siglufjarðar yfir 50 þúsund tonn af síld, sem að ómetanlegu gagni hafa komið.
Verið er að búa hann undir lýsisflutninga, en alls óráðið hvenær byrjað verður á þeim.
Verið er að reyna að leigja Haförninn í stuttan tíma, eða þar til SR telur hagkvæmt að selja sitt eigið lýsi, og flytja það.
— SK
*****************************************
57. árgangur 1967, 262. Tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn hefur flutt 50 þúsund tonn til bræðslu
— Síldarsöltun á Siglufirði með minnsta móti
Síldarflutningaskipið Haförninn hefur nú lokið síldarflutningum til síldarverksmiðjanna á Siglufirði í bili.
Alls hefur skipið flutt rúmlega 50 þúsund tonn til bræðslu. að má með sanni segja, að skipið hefur bætt mikið atvinnu á Siglufirði s.l. sumar og skapað miklar atvinnutekjur í bænum. Ennfremur er hlutverk þess sem birgðaskips fyrir síldarflotann á mjög fjarlægum miðum alveg ómetanlegt, og vandséð hvernig úthafsveiðar hefðu verið framkvæmanlegar, ef stórra flutningaskipa hefði ekki notið við.
Haförninn er 3300 tonn að stærð og eitt stærsta flutningaskip íslendinga. Síldarsöltun á Siglufirði reyndist með minnsta móti s.l. sumar. Alls voru saltaðar 17.599 tunnur. Saltað hefur verið í 5300 tunnur fyrir Sigló-verksmiðjuna, og er það talið nægilegt hráefni fyrir hana til ársins.
Lokið er nú vinnslu á „fulllagaðri" síld þar, og eru allar horfur á, að verksmiðjan verði lokuð þar til síðari hluta vetrar, er hin nýja síld verður vinnsluhæf.
Nokkur vinna er við söltunarsíldina, en nokkuð af henni er þegar farið á erlendan markað.
****************************************
Morgunblaðið - 23. nóvember 1967
54. árg., 1967, 267. tölublað, Blaðsíða 10
Sveinn Benediktsson: Viðhorf í sjávarútvegs og markaðsmálum
(Ítarleg grein, þar sem víða er komið við.)
https://timarit.is/page/1389956?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/Haf%C3%B6rninn/inflections/true
****************************************
Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 1967
52. árgangur 1967, 1-6. tölublað, Blaðsíða 50
UM SÍLDARFLUTNINGA
Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur.
Mjög athyglisverð grein, mjög yfirgripsmikil um síldarflutninga Mörg gröf og heimildir
*************************************
Árið 1968
Þjóðviljinn - 29. febrúar 1968
33. árgangur 1968, 50. tölublað, Blaðsíða 2
Tillaga Karls G. Sigurbergssonar og Lúðvíks Jósepssonar rædd á Alþingi
Víðtæk aðstoð við síldveiðiflotann á fjarlægum miðum mál alþjóðar
Ráðstafanir sem ekki þola bið Miklum verðmætum hefði verið bjargað á sl. sumri með flutningi síldarinnar af miðunum í tveimur flutningaskipum, öðru ’frá Reykjavík og hinu frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Hefðu þau flutt um 8fl þúsund tonn af síld. Lagði Lúðvík mikla áherzlu á að unnt yrði að fá fleiri skip til síldarflutninga í sumar og væri það sannarlega gert fyrir þjóðarheildina. Láta myndi nærri að verðmæti þeirra afurða sem fengist hefði með síldarflutningunum í fyrra sumar hafi numið 160-180 miljónum króna. Þá benti Lúðvík á nauðsyn ]>ess að síldarsaltendum eða öðrum aðilum yrði gert kleift að taka á leigu hentug skip sem sigldu á miðin. með tunnur, salt og annað það sem til þyrfti svo að hægt yrði að salta á miðunum í fiskibátunum, t.d. hálfsalta síldina, og hún yrði svo flutt í flutningaskipum til lands, og þar yrði fullgengið frá henni sem útflutningsvöru. Taldi Lúðvík hæpið að hagkvæmt yrði að hvert síldveiðiskip flytti með sér allt sem til söltunar þyrfti og sigldi með fullunna síld til erlendra eða innlendra hafna, þó væri sjálfsagt að athuga þann möguleika. Líka væri hægt að flytja síld ísvarða til lands í aðra vinnslu, t.d. til frystingar, eða ísvarða síld til söltunar í landi. Þó hefðu þeir flutningar reynzt erfiðir og hæpið að með því móti fengizt sú úrvalsvara sem söltuð íslandssíld væri.
Víðtæk aðstoð við flotann
Lúðvík ræddi í alllöngu máli nauðsyn þess að tryggt væri samband hinna 2000 sjómanna á fjarlægum miðum við land, og nauðsyn á læknaþjónustu við flotann, og hve brýnt væri að helztu rekstrarvörur flotans væru fáanlegar á miðunum, þar á meðal olía og varahlutir til veiðarfæra og búnaðar skipanna. Ljóst væri að þær ráðstafanir sem gera þyrfti kostuðu fé og því væri sett í tillöguna heimild til að verja 10 miljónum króna í því skyni. Því fé væri vel varið og kæmi margfaldlega aftur.
Lúðvík lagði áherzlu á, að vegna þess hve lítill tími er til stefnu væri það framkvæmdanefnd sem skipa þyrfti, og þyrfti það ekki að rekast á nefndaskipun sjávarútvegsmálaráðherra, sem væri einungis athugunar- og tillögunefnd. Engan tíma mætti missa. Ef t.d. ætti að kaupa eða leigja flutningaskip, kannski 10 þúsund tonna skip, þyrfti að hafa nokkum tíma til stefnu, því vísast væri að gera þyrfti einhverjar breytingar á slíku skipi.
Læknaþjónustan
Jóhann Hafstein heilbrigðismálaráðherra skýrði frá því að athugun hefði farið fram á möguleikum til læknaþjónustu fyrir síldveiðiflotann. Hefði verið ákveðið að gera skrá yfir þær strandstöðvar, t.d. í Noregi, þar sem hægt væri að fá læknishjálp, reynt yrði að ná samkomulagi við aðrar veiðiþjóðir, Sovétríkin og Norðmenn, um afnot af læknisþjónustu þeirra flota, landhelgisgæslan væri að láta búa út vísi að skurðstofu í stærstu varðskipunum, og einnig hefði verið athugað um þyrlur í þessu sambandi.
Auk þeirra tóku til máls Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra, Jón Skaftason og Pétur Sigurðsson. Þetta var fyrri umræða tillögunnar og lagði flutningsmaður til að henni yrði vísað til fjárveitinganefndar.
**********************************
Mikið var rætt um síldarflutninga fyrri hluta ársins 1968, bæði á alþingi og í blöðum og væntanlega einnig í útvarpi og sjónvarp og má úr því öllu lesa að almennt hafi allir pólitíkusarnir verið nokkuð sammála í umræðunni um atvinnumál og að auka fjölda síldarflutningaskipa.
Þar sem mest var rætt um hvað þyrfti að gera, en ekki fréttir af síldarflutningum
Og þess vegna ekki viðkomandi textum komið fyrir hér.
Auk þess nokkrar skýrslur nefna og félagasamtaka og sterkur pólitískur áróður þar á milli.
Steingrímur.
***************************************
52. árgangur 1968, 71. Tölublað II, Blaðsíða 24
Dagstjarnan í síldarflutninga
HLUTAFÉLAGIÐ Þyrill h.f. hefur keypt skipið Dagstjörnuna af Einari Guðfinnsyni, útgerðarmanni í Bolungarvík, og sagði Sigurður Markússon, frkvstj. Þyrils h.f., Morgunblaðinu í gær, að samningar hefðu verið gerðir við síldarverksmiðjuna á Eskifirði um flutninga á síld til hennar.
Sagði Sigurður, að Dagstjarnan myndi halda á síldarmiðin um leið og lokið er nokkrum breytingum á dælukerfi skipsins, sem nú er verið að framkvæma. Þá sagði Sigurður, að félagið hygðist einnig leigja skipið til flutninga á lýsi og olíu, þegar síldarflutningar eru ekki fyrir hendi.
***************************************
18. árgangur 1968, 18. tölublað, Blaðsíða 1
Vandamál
austfirzku sjávarþorpanna (hluti greinar)
………….Nú eru uppi ráðagerðir um stórfellda síldarflutninga í tankskipum til verksmiðjanna og jafnvel til söltunar, ef göngur síldarinnar verða með líkum hætti og í fyrra. Er ekki nema gott eitt um það að segja, en hversu stórfelldir sem þessir flutningar verða, geta þeir ekki leyst allan vanda. Telja verður ólíklegt að stór tankskip geti athafnað sig á smáhöfnunum — munu eiga fullerfitt með það á ýmsum hinna stærri — og verða þá litlu bræðslurnar í sömu vandræðunum og áður. Litlu verksmiðjurnar áttu í fyrra í miklum erfiðleikum með að fá hráefni og hætt er við að án sérstakra aðgerða fái þær ekki hráefni þótt veiði verði skammt undan Austfjörðum.
Útgerðarmenn og sjómenn munu fælast þessar verksmiðjur af ótta við að þær geti ekki greitt. Til þess að jafna aðstöðumuninn að þessu leyti verður að gera verksmiðjunum fært að setja bankatryggingu fyrir andvirði hráefnisins. Að öðrum kosti eru þær dauðadæmdar til stórtjóns og niðurdreps fyrir viðkomandi byggðarlög. Rétt er að benda á, að verksmiðjurnar á Suðurfjörðum liggja vel við loðnumiðunum og gætu án efa notfært sér þá aðstöðu.
…………….. Nú eru uppi ráðagerðir um stórfellda síldarflutninga í tankskipum til verksmiðjanna og jafnvel til söltunar, ef göngur síldarinnar verða með líkum hætti og í fyrra. Er ekki nema gott eitt um það að segja, en hversu stórfelldir sem þessir flutningar verða, geta þeir ekki leyst allan vanda. Telja verður ólíklegt að stór tankskip geti athafnað sig á smáhöfnunum — munu eiga fullerfitt með það á ýmsum hinna stærri — og verða þá litlu bræðslurnar í sömu vandræðunum og áður.
Litlu verksmiðjurnar áttu i fyrra í miklum erfiðleikum með að fá hráefni og hætt er við að án sérstakra aðgerða fái þær ekki hráefni þótt veiði verði skammt undan Austfjörðum. Útgerðarmenn og sjómenn munu fælast þessar verksmiðjur af ótta við að þær geti ekki greitt. Til þess að jafna aðstöðumuninn að þessu leyti verður að gera verksmiðjunum fært að setja bankatryggingu fyrir andvirði hráefnisins. Að öðrum kosti eru þær dauðadæmdar til stórtjóns og niðurdreps fyrir viðkomandi byggðarlög. Rétt er að benda á, að verksmiðjurnar á Suðurfjörðum liggja vel við loðnumiðunum og gætu án efa notfært sér þá aðstöðu……………………..
****************************************
61. Árgangur 1968, 9. Tölublað, Blaðsíða 181
„Löng og ítarleg grein, ásamt niðurstöðu töflum“ sk.
Sveinn Benediktsson:
Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi árið 1967 og horfur
……………… Síldarflutningaskipin m/s Haförninn og e./s Síldin munu halda uppi síldarflutningum af fjarlægum miðum eins og í fyrra og standa Síldarverksmiðjur ríkisins í samningum um að leigja þriðja stóra tankskipið til flutninganna. Þá hafa verið sett bráðabirgðalög um að Síldarútvegsnefnd beiti sér fyrir flutningum á saltsíld frá síldveiðiskipunum á fjarlægum miðum og flutningi á tunnum og öðrum birgðum til skipanna. Er ætlunin að leigja allt að fimm skip til þessara flutninga.
Með þessu móti er ætlunin að stuðla að því, að veiðiskipin geti í ríkari mæli en áður saltað síld um borð, jafnhliða því sem stunduð sé síldveiði til bræðslu, og bræðslusíldinni umskipað í flutningaskip á miðunum. Þótt verð á bræðslusíldarafurðunum sé ennþá mjög lágt, eru vonir til þess að þær ráðstafanir, sem nú eru í deiglunni, verði til þess að bæta afgreiðsluskilyrði síldveiðiflotans á komandi vertíð svo verulega, að vænta megi bættrar afkomu þeirra, sem síldveiðar stunda, miðað við s. l. ár, þrátt fyrir það að síldargöngurnar kunni að halda sig að mestu leyti á fjarlægum miðum eins og þá…………
****************************************
Alþýðublaðið - 19. maí 1968
49. árgangur 1968, 88. Tölublað, Blaðsíða 1
Skip leigt til síldarflutninga
Undanfarnar vikur hafa Síldarverksmiðjur ríkisins í samningum um leigu á tankskipi til flutninga á bræðslusíld í sumar af fjarlægum miðum til verksmiðjanna. Samningar tókust í gær um leigu á norsku skipi, m.s. Nordgaard til síldarflutninganna.
Stærð skipsins er 4725 tonn og lestar það um 4.300 - 4.500 tonn í ferð. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur um miðjan júní næstkomandi og verða þá sett tæki í skipið til umskipunar og löndunar. Þess er vænzt að skipið geti hafið síldarflutninga tveimur til þremur vikum eftir komu sína til landsins. Skipið er leigt til þriggja til fjögurra mánaða.
Síldarflutningaskipin m.s Síldin og m.s. Haförninn munu stunda bræðslusildarflutninga í sumar eins og í fyrra.
M.s. Haförninn Iestaði s.I. sumar um 3.100 - 3.200 tonn í ferð, en lestarrými hans fyrir bræðslusíld mun verða aukið um 200 t. fyrir vertíð í sumar.
M.s. Síldin lestar svipað magn og m.s. Haförninn og fluttu bæði þessi skip af fjarlægum miðum í fyrra um 80. 000 tonn af bræðslusíld til verksmiðjanna. (Fréttatilkynning frá SR.) - Ofanrituð fréttatilkynning einnig send til annarra fjölmiðla
****************************************
31. Árgangur 1968, 1. Tölublað, Blaðsíða 46
55. árg., 1968, 114. tölublað, Blaðsíða 2
Varðskip verði á hinum fjarlægu síldarmiðum
Nauðsyn að koma á bættri þjónistu við síldarflotann, segir í nefndaráliti ……..
https://timarit.is/files/57408277#search=%22s%C3%ADldarflutninga%22
Í gær kom til Reykjavíkur norska síldarflutningaskipið NORGARD, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa tekið á leigu í sumar til að flytja síld af miðunum og til lands. Norgard er 4500 brúttólestir og því nokkru stærra skip en Haförninn, sem einnig mun verða í síldarflutning um i sumar.
Skipið dvelur í Reykjavíkurhöfn i einar þrjár vikur meðan verið er að setja niður ýmis tæki og vélar sem nauðsynlegar eru. Norgard er tankskip, sem hefur flutt bæði lýsi og olíu að undanförnu. Norgard er frá Bergen og verður á því norsk áhöfn í sumar.
**************************************** Ath, Skipið heItir NORDGAARD (Norðangarður)
55. árg., 1968, 122. tölublað, Blaðsíða 32
Norska síldarflutningaskipið komið
NORSKA flutningaskipið Norðangarður, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa leigt til síldarflutninga í sumar er nú komið til landsins. Skipið er leigt til 3ja mánaða og er þá möguleiki um mánaðarleigu til viðbótar að minnsta kosti. Búizt er við að það taki um 3 vikur að búa skipið til síldarflutninga, þannig að það verður þá tilbúið til síldarflutninga í júlíbyrjun.
Skipið á að geta flutt u. þ. b. 4300—4500 tonn af síld og það mun fylgja síldveiðiflotanum eftir. Áhöfn skipsins er norsk, en 3-4 Íslendingar munu verða um borð til leiðbeiningar. Áætlað er að skipið landi yfirleitt á Seyðisfirði.
49. árgangur 1968, 127. Tölublað, Blaðsíða 1
Flutningaskip halda á miðin
Norska síldarflutningaskipið Nordgard, sem hefur legið í Reykjavíkurhöfn undanfarnar vikur hélt af stað áleiðis á miðin í gær.
Á föstudaginn áttu síldarflutningaskipin Hafþór og Síldin að láta úr höfn.
Samið hefur verið um sölu á 200 þúsund tunnum. af saltsíld. Svíar eru langöflugustu kaupendurnir, hafa pantað 150 þúsund tunnur, Finnar 22 þús., Bandaríkin 22 þús., og V-Þýzkaland 8 þús. tunnur. Enn standa yfir samningaumleitanir um sölu til Sovétríkjanna (60 þús. tunnur í fyrra) og fleiri landa. Aðeins 12 skip hafa sótt um heimild til að salta um borð í sumar. Skip, sem flytur saltsíld af miðunum til lands, mun koma á miðin um 20. þ. m., og send verða flutningaskip gerist þess þörf.
********************************************
55. árg., 1968, 141. tölublað, Blaðsíða 3 (Hluti greinar)
……………Athyglisverð nýjung.
Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður hefur leigt færeyskt 700 lesta skip til að salta í síld á miðunum. Verða þar um borð söltunarstúlkur og vinnusparandi vélar.
Háfa á síldina um borð úr veiðiskipunum. Í skjótu bragði lítur þetta svo út sem söltunarstöðvarnar úr landi séu fluttar út á miðin. Að því leyti er þetta ekki ósvipað síldarflutningaskipunum, sem verksmiðjunar senda á miðin og nú er losað í, í stað síldarþróna áður. Þetta virðist ólíkt vænlegri hugmynd til góðs árangurs en að flytja tunnur og salt milli skipa og láta sjómennina salta síldina um borð í veiðiskipunum og koma svo síldinni saltaðri um borð í flutningaskip.
Annars verður ekki sagt um það fyrirfram, hvað ofan á verður í þessum efnum, en hugmynd Valtýs er óneitanlega mjög lokkandi.
Skipið er bara of lítið.
En þannig byrjaði það líka í síldarflutningunum. Dagstjarnan er ekki nema um 1000 lesta skip, hún ruddi brautina, þótt nú sé ekki talið svara kostnaði að reka hana. Svona geta breytt viðhorf kallað á nýjar leiðir. Engum hefði dottið í hug að fara að salta síld úti á miðunum, ef síldin héldi sig ekki í þessari órafjarlægð. Flutningaskipin. Eitt af því allra mikilvægasta, sem gert hefur verið til að hagnýta síldarverksmiðjurnar, hvar sem er á landinu, voru kaupin á Síldinni og Haferninum. Það má ekki rugla því saman við það, sem nú er verið að gera með leiguskipið, sem SR er að láta útbúa í Reykjavíkurhöfn til síldarflutninga. Það eru fyrst og fremst viðbrögð vegna fjarlægðar síldarinnar, en það var ekki komið til, þegar Síldin og Haförninn voru keypt.
Nú eru þær verksmiðjur, sem þá lágu bezt við, orðnar afskiptar með síld, eins og Austfjarðaverksmiðjumar, enda á þetta nýja skip að landa á Seyðisfirði Þó að mönnum þyki hart, að síldin haldi sig svo fjarri landinu, verða þeir að sætta sig við það og reyna að bjarga sér eins og bezt gengur. Það er vonlaust að ætla, nema með bullandi tapi að flytja síld í land á veiðiskipunum sjálfum þennan óraveg fyrir eina krónu og tuttugu og átta aura kg. Til að rökstyðja þetta ofurlítið betur má bera þessar veiðar saman við karfaveiðamar. Skip rúmar um helmingi meira af síld en ísuðum karfa. Fyrir 2 kg. af síld fást nú kr. 2,56, en fyrir 1 kg. af karfa fæst kr. 4,75, og þó er álíka langt á síldarmiðin við Bjarnarey og karfamiðin við Nýfundnaland.
Myndi nokkrum lifandi manni detta í hug að sækja karfa til Nýfundnalands fyrir kr. 2,56 kg. Það verður að leysa það vandamál í miklu stærri stíl að losa skipin við síldina á miðunum, bæði til bræðslu og söltunar. Af hverju gefur það opinbera ekki fyrirheit um lán til kaupa á flutningaskipum eins og fiskiskipum, það er jafnvel mikilvægara fyrir þjóðina í dag að fá fleiri flutningaskip en fiski skip. „Síldin“ kostaði eins og tveir síldarbátar. Það er ekki allsstaðar hægt að koma því við að landa úr 3500—4500 lesta flutningaskipum, bæði vegna hafnarskilyrða og afkastagetu verksmiðjanna á staðnum. En hér skulu nefndir nokkrir líklegir staðir: Akureyri, Seyðis fjörður, Vestmannaeyjar, svo að ekki séu nefndir allt of margir til að byrja með. Neskaupstaður og Eskifjörður saman eða hvor út af fyrir sig gæti sjálfsagt komið til greina.
Eins Keflavík, ef höfnin er nógu djúp, og þá fyrir öll Suðurnes. Reykjavík getur líka afkastað tveimur skipum, þar sem aðeins er notuð önnur verksmiðjan, sem þar er, til að vinna úr „Síldinni“. En til þess að geta annað þetta stórum flutningaskipum mega afköstin vart vera minni en 4-5 þúsund mál á sólarhring. En minni skip en hér hafa verið nefnd koma ekki til greina, ef svara á kostnaði að reka þau Það er grátlegt að sjá allar stóru verksmiðju hráefnislausar mest allt árið og síldarbátana gefast upp einn af öðrum að sækja síldina út í hafsauga. Og þetta er hjá þjóð, sem skortir atvinnu og gjaldeyri öðru fremur.
********************************************
55. árg., 1968, 142. tölublað, Blaðsíða 32
Verksmiðjurnar bíða
— landað I Haförninn
FYRSTU síldinni var landað á Stöðvarfirði í fyrrakvöld. Vélbáturinn Gígja frá Stöðvarfirði kom með síldina af miðunum og fór hún öll í bræðslu. Að sögn frétta ritara blaðsins á Stöðvarfirði gaf síldin af sér óvenju mikið lýsi. Árni Gíslason er skipstjóri á Gígju og má geta þess, að hann kom einnig með fyrstu síldina í fyrra og þá einnig til Stöðvarfjarðar. Bræðsla stóð yfir í alla fyrri nótt og var henni lokið í gærmorgun. Gígja hélt áfram á miðin og verksmiðjan bíður eftir meiri síld.
Svipaða sögu mun að segja um aðrar síldarverksmiðjur á Austfjörðum, en nú munu bátarnir á miðunum landa um borð í Haförninn, sem þar er staddur. Auk Hafarnarins var Síldin á leið á miðin í gærkvöldi.
Fréttaritari Morgunblaðsins um borð í Haferninum skýrði frá því í gær, að um kl. 6.45 f.h. hafi verið byrjað að lesta síld úr Neskaupstaðarbátunum Barða og Bjarti og hafi afli þeirra verið um 500 tonn. Lestunin gekk vel og hélt Haförninn lengra til norðurs um kl. 11. Nærri 20 bátar munu vera á miðunum við Bjarnarey eða á leið á miðin.
********************************************
Alþýðublaðið - 10. júlí 1968
49. árgangur 1968, 129. Tölublað, Blaðsíða 13
ALLT STENDUR OG FELLUR MED SÍLDARFLUTNINGUNUM
Eins og réttilega kom fram í viðtali við nokkra síldarsjómenn í blaðinu um daginn veltur síldarvertíðin í ár mikið á flutningaskipunum, og þjónustu við flotann á hinum fjarlægu miðum. Þrjú síldarflutningaskip verða á miðunum í sinnar, Haförninn og Nordgard á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og Síldin á vegum Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar, og geta skipin þrjú flutt samtímis um 10.500 lestir síldar. Samkvæmt upplýsingum hjá SR í gær er Haförninn kominn á síldarmiðin við Bjarnareyjar og hóf lestun eftir hádegi í gær. — AlIs getur skinið lestað 3.300 lestir af síld. 23 manna áhöfn er á Haferninum. Nordgaard lagði af stað á miðin frá Siglufirði í gærkvöldi. Nordgaard er leiguskip og rúmar 4.200 tonn síldar.
Erlend áhöfn er á skipinu, að undanskildum 2 Íslendingum. Bæði skipin veita síldarskipum olíu, vatn og vistir. Geta þau hvort um sig flutt 250 til 300 lestir af olíu og er hún seld í síldarskipin á sama verði og í landi. Þá er talið að skipin fullnægi eftirspurn eftir matvælum og vatni. Síldin er, eins og sagt var áður eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar. Skipið rúmar um 3.000 tonn síldar í hverri ferð og á því er um 20 manna áhöfn. Veitir Síldin, eins og í fyrra, flotanum olíu, vatn og vistir. Samtals geta þá öll skipin flutt samtímis um 10,500 tonn síldar af miðunum. Nordgard er tekið á leigu til 3-4 mánaða. Alls kostaði það Síldarverksmiðjur ríkisins níu milljónir króna að gera skipið út til síldarflutninganna, fyrir utan leigugjaldið.
Kostnaðurinn fólst í kaupum á ýmsum tækjum, þ. á. m. ljósavélum, skrúfum, dælum og öðrum tækjum, en er skipið siglir til síns heima verða tækin tekin úr því, enda eign S. R.
Fyrir tveimur dögum var auglýst eftir umsóknum lækna til starfa um borð í varðskipi á síldarmiðunum. Samkvæmt upplýsingum fengnum hjá Jóni Thors í dómsmálaráðuneytinu í gær — hafði einnig verið leitað til læknafélagsins um aðstoð við útvegun læknis í þetta nauðsynlega hlutverk. Lækninum er ætlaður staður um borð í varðskipi, en á þremur stærstu skipum Landhelgisgæzlunnar er aðstaða til læknisaðgerða. Ekki hefur málaleitan borið árangur enn sem komið er.
*******************************************
Morgunblaðið - 10. júlí 1968
55. árg., 1968, 143. tölublað, Blaðsíða 24
1000 tonn af síld í Haförninn
UM hádegisbilið í gær var búið að landa nokkur hundruðum tonnum af síld í Haförninn, þar sem hann var á síldarmiðunum við Bjarnarey. Alls var þá búið að tilkynna liðlega 1000 tonn af síld í skipið af bátum, sem voru á leið að Haferninum. Haförninn tekur liðlega 3000 tonn. Á miðunum við Bjarnarey hefur verið lítið um íslenzk skip fram að þessu, en mörg skip eru nú á leið á miðin. Þegar Haförninn verður fullfermdur mun skipið sigla með síldina til Siglufjarðar og landa þar. Búizt var við að síldarflutningaskipið Nordgard legði af stað á miðin frá Siglufirði í nótt er leið.
*******************************************
Tíminn - 10. júlí 1968
52. árgangur 1968, 140. Tölublað, Blaðsíða 1
Aðeins 100 skip á síldveiðar - minni skipin fá góðan þorskafla fyrir norðan
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
25 síldveiðiskip eru nú farin á miðin í Norðurhafi. Flest þeirra munu enn á siglingu til miðanna, en láta mun nærri að þangað sé fjögurra sólarhringa siglinging, Mörg skipanna lögðu af stað um og eftir síðustu helgi. Fyrsta síldarfarminum í sumar var landað á Stöðvarfirði á sunnudagskvöld. Einnig er byrjað að lesta síld í flutningaskipið Haförninn, sem kominn er á miðin. Síldin er á leið norður. Þá er „fljótandi síldarplan“ á leið á miðin. Er það er færeyskt skip, sem Valtýr Þorsteinsson hefur tekið á leigu. Um borð í því eru auk áhafnarinnar 25 stúlkur, sem salta um borð.
Ekki er búizt við að nema um 100 skip sæki á þessi fjarlægu mið í sumar. I fyrra voru þau rúmlega helmingi fleiri. Reynslan varð sú, að það voru ekki nema stærstu síldveiðiskipin, sem fengu það mikinn afla, að útgerðin borgaði sig. Síldveiðar á smærri skipunum var rekin með miklu tapi og reyndar á sum um þeirra stærri líka. Bæði er, að verra er að athafna sig við veiðar á minni bátum á úthöfum, og hitt, að þegar flytja þarf aflann um svo langan veg, nýtast skipin miklu verr, eftir því sem burðarþol þeirra er minna. Oft hafa veiðiskipin þurft að bíða í lengri eða skemmri tíma eftir síldarflutningaskipunum, meðan þau eru á leið til lands og aftur á miðin. Þegar svo stendur á, er mikilvægt að veiðiskipin geti haldið áfram veiðunum og takmarkast þá aflamagnið eðlilega eftir því hve mikið orð. Ekki er að búast við að mikið magn verði saltað á þennan hátt, miðað við heildaraflamagn skipanna, en eitthvað hlýtur það að verða. Þá verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig útkoman verður hjá Valtý Þorsteinssyni og síldarstöð hans í Norðurhafi. Ef sú tilraun gefst vel, má telja fullvíst, að fleiri aðilar taki upp sama hátt og leigi eða kaupi skip, sem útbúin verða eins og fullkomnar söltunarstöðvar og léti þau fylgja síldarflotanum eftir.
*******************************************
Alþýðublaðið - 11. júlí 1968
49. árgangur 1968, 130. Tölublað, Blaðsíða 10
Haförninn búin að fá 1250 tonn
Þrjú síldarflutningaskip eru nú ýmist á leiðinni á síldarmiðin eða komin þangað. Haförninn er á miðunum, og samkvæmt skeyti, sem Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði barst í gær hefur hann nú tekið á móti 1250 tonnum af síld, en engin veiði var í gær, og samkvæmt veðurspánni er nú bræla á miðunum og varla von um veiði.
Við náðum í gær tali af Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Sagði hann að í fyrrgreindu skeyti hefði það komið fram, að Haförninn væri nú staddur á 77. gráðu norðurbreiddar og 10 gráðu austurlengdar. Hafði flutningaskipinu ekki borizt neinar fréttir af veiði aðfaranótt miðvikudags, og væri ekki gott útlit fyrir veiði, þar sem spáð væri 5-6 vindstigum á þessum slóðum í dag. Haförninn mun bíða á miðunum, þar til hann fær fullfermi eða 3300 tonn. Þá sagði Sigurður, að norska tankskipið, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa tekið á leigu í 3 mánuði, hafi lagt af stað frá Siglufirði í fyrri nótt áleiðis á miðin.
Skipið heitir Nordgard og er leigð með áhöfn. Burðarþol þess er 4200 tonn. Skipið kom við á Siglufirði á leið frá Reykjavík, þar sem settar voru í það dælur, lyftur og löndunartæki. Ætlunin er, að þessi tvö skip landi síld á Siglufirði og Seyðisfirði í sumar. Engin síld hefur enn borizt til Siglufjarðar. Þriðja skipið, sem verður í síldarflutningum í sumar, er nú á leið á miðin. Er það Síldin, skip Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h.f, í Reykjavík. Mun aflinn, sem Síldin tekur við fluttur til Reykjavíkur og bræddur þar.
********************************************
Morgunblaðið - 11. júlí 1968
55. árg., 1968, 144. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn með 1250 lestir
HAFÖRNINN var í gær búinn að taka við 1250 lestum síldar af bátunum. Skipið var þá statt á 77. gráðu norður breiddar og 10. gráðu austur lengdar, og voru engar frekari fréttir af síld.
********************************************
33. árgangur 1968, 141. tölublað, Blaðsíða 1
Landa aðeins á stærstu stöðunum
Flutningaskipin þrjú taka um 10.500 tonn
Til þess að síldveiðarnar geti gengið í sumar á hinum fjarlægu miðum, 700-800 mílur undan landi, eru síldarflutningaskipin þýðingarmeiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar eru aðeins þrjú síldarflutningaskip tiltæk, sem geta flutt samtals 10.500 tonn.
Sigurður Jónsson hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði tjáði blaðinu í gær að flutningaskipin tvö á vegum SR væru komin af stað. Haförninn var um hádegi í gær búinn að taka 1250 tonn, sem hann hafði einkum tekið í fyrradag, en ekki vissi Sigurður um neina veiði frá í fyrrinótt. Haförninn tekur 3.300 tonn og mun landa á Siglufirði í sumar. Sigurður sagði, að leiðin á miðin frá Siglufirði væri röskar 800 mílur, og þar sem skipið gengur aðeins 12 mílur á klukkustund er það þrjá sólarhringa á leiðinni til og frá miðunum. Reiknað er með að skipið fari með 10 tonn af olíu á sólarhring, sem kostar um 15.000 krónur.
Sigurður sagði, að Haförninn gæti líklega ekki landað víðar en á Siglufirði og Seyðisfirði, en þessa dagana er unnið að dýpkun hafnarinnar á Raufarhöfn og gætu síldarflutningaskipin ef til vill athafnað sig þar eftir dýpkunina. Auk Hafarnarins hefur SR með að gera norska síldarflutningaskipið Nordgard, sem tekur 4.200 lestir. Nordgard fór frá Siglufirði kl. eitt í fyrrinótt og verður að líkindum komið á miðin á föstudag.
Gert er ráð fyrir að Nordgaard leggi upp á Seyðisfirði í síldarverksmiðju ríkisins þar. Auk þessara tveggja skipa er Síldin, eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík, í síldarflutningum og getur síldin flutt um 3.000 tonn. Gert er ráð fyrir að Síldin landi í Reykjavík í sumar. Öll síldarflutníngaskipin geta flutt á miðin til fiskiskipanna olíu og vistir. Er olían seld skipunum á sama verði og í landi. Sigurður Jónsson sagðist ekki gera ráð fyrir því að fleiri síldarflutningaskip kæmu til flutninga í sumar.
********************************************
Morgunblaðið - 12. júlí 1968
55. árg., 1968, 145. tölublað
Haförninn hefur tekið við 1375 tonnum
Óhagstætt veður og lítil veiði í gær
Haferninum, 11. júlí.
NORÐVESTAN kaldi var á miðunum í gær og í dag og nær engin veiði. Baldur EA og Heimir SU fengu þó 20 tonn hvor í fyrrinótt. í nótt fékk Helga H. 20 tonn og Kristján Valgeir 30 tonn og losa þau í salt í Elísabeth Hentzner.
Um 1375 tonnum hefur nú verið lestað í Haförninn. Hér eru rússnesk, norsk, þýzk, og íslenzk síldveiðiskip allt í kring.
Eru íslensku skipin 32 að tölu. Flotinn heldur sig á svæðinu frá 76.00 gr. að 77.15 gr. norður breiddar og 9 gr. að 11 gráðu austur lengdar.
Fyrir skömmu var haft samband við vesturþýskt sjúkraskip til að koma til hjálpar íslenskum sjómanni, sem slasast hafði lítillega um borð í einu síldveiðiskipanna.
— Steingrímur.
Upplýsingar: Þar sem mikið hefur verið skrifað um staðsetningar veiðskipanna, með texta sem dæmi :
"77. gráðu norðurbreiddar og 10 gráðu austurlengdar."
Þá bjó ég til texta á Google kort og setti inn sýnileg merki um veiðisvæðin, svo auðveldara sé fyrir alla að átta sig á veiðisvæðum síldveiðiskipa og flutningaskipa. (gróft á litið) Mynd hér fyrir neðan
Steingrímur.
58. árgangur 1968, 152. Tölublað, Blaðsíða 1
55. árg., 1968, 146. tölublað, Blaðsíða 24
Búið að salta í 400 tunnur um borð í skipi Valtýs
— Tólf bátar fengu 1770 tonn aðfaranótt föstudags
TÓLF skip fengu samtals 1770 tonn aðfaranótt föstudagsins, og þegar Morgunblaðið hafði samband við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, í gær var búið að salta í um 400 tunnur um borð í söltunarskip Valtýs Þorsteinssonar. Hæsti bátur var Baldur EA með 200 tonn.
Haförninn var á leið til lands með fullfermi og eitthvað byrjað að losa í Síldina. Jakob sagði, að síðan fyrsta síldin var veidd hefði hún fært sig um 200 mílur norður og NNA og væri nú um 900 mílur frá landi. Hann sagði að þeir á Árna Friðrikssyni myndu fylgja henni eftir og athuga hreyfinguna á henni. Veður var gott á miðunum í gær, norðvestan gola og gott skyggni.
Um fjörutíu síldveiðiskip eru nú á miðunum og auk þeirra söltunarskip Valtýs og þrjú síldarflutningaskip. Þá er þar einnig mikill fjöldi norskra og rússneskra skipa. Þau skip sem fengið höfðu afla voru: Baldur EA, 200 tonn. Eldborg 190, Brettingur 180, Sveinn Sveinbjarson, 180, Jörundur III, 180, Ásberg, 180, Þórður Jónasson 150, Sigurbjörg 140, Bjartur NK, 140, Héðinn ÞH, 120, Gullver 70 og Bára 40.
********************************************
Þjóðviljinn - 13. júlí 1968
33. árgangur 1968, 143. tölublað, Blaðsíða 1
Haförninn með fullfermi til Siglufjarðar Allgóð veiði var á síldarmiðunum á norðurhöfum í fyrrinótt, en vegna fjarlægðar var erfitt að fá nánari upplýsingar um veiði einstakra báta. Síldarflutningaskipið Haförninn sendi skeyti í gærmorgun til Siglufjarðar, hafði skipið fegið fullfermi þá um nóttina og var á leið til lands með aflann.
Haförninn kemur væntanlega til Siglufjarðar á mánudagskvöld með 3200 tonn, og er alt tilbúið að hefja þá þegar bræðslu í ríkisverksmiðjunum, sagði Sigurður Jónasson framkvæmdastjóri er Þjóðviljinn talaði við hann í gær.
********************************************
Tíminn - 13. júlí 1968
52. árgangur 1968, 143. Tölublað, Blaðsíða 16
HAFÖRNINN FULLFERMDUR
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Rúmlega 30 íslenzk skip eru nú á síldveiðum við Bjarnarey. Erfiðlega hefur gengið að fá fréttir af afla þar sem vegalengdin milli lands og síldarmiðanna er um 700 sjómílur. Þó er. vitað að 12 skip fengu afla síðasta sólarhring. Landa skipin í síldarflutningaskip, og eru þrjú slík á miðunum, auk söltunarskips Valtýs Þorsteinssonar. Var fyrsta síldin söltuð þar um borð í gær. Voru það 400 tunnur. Flutningaskipið Haförninn var komið með fullfermi í dag og er sennilega lagt af stað til Siglufjarðar, en þar verður síldinni landað á mánudag eða þriðjudag.
Þegar er byrjað að lesta Síldina en þriðja síldarflutningaskipið þarna norður frá, er Nordgard og verður ekki byrjað að losa í það fyrr en Síldin er fullfermd, og þegar Nordgard verður komið með fullfermi má búast við að Haförninn verði kominn á miðin aftur.
Síldaradíóin á Raufarhöfn og Dalatanga tóku til starfa um hádegi í dag. Árni Friðriksson er á leið til Bjarnareyjasvæðisins til að fylgjast með hreyfingum síldarinnar. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobsson.
58. árgangur 1968, 154. Tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn með fullfermi til Siglufjarðar.
Allgóð veiði var á síldarmiðunum á norðurhöfum í fyrrinótt, en vegna fjarlægðar var erfitt að fá nánari upplýsingar um veiði einstakra báta. Síldarflutningaskipið Haförninn sendi skeyti í gærmorgun til Siglufjarðar, hafði skipið fengið fullfermi þá um nóttina og var á leið til lands með aflann.
Haförninn kemur væntanlega til Siglufjarðar á mánudagskvöld með 3200 tonn, og er allt tilbúið að hefja þá þegar bræðslu í ríkisverksmiðjunum, sagði Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri er Þjóðviljinn talaði við hann í gær.
55. árg., 1968, 149. tölublað, Blaðsíða 1
55. árg., 1968, 149. tölublað, Blaðsíða 2
Haförninn landar síld
Siglufirði, 16. júlí.
Haförninn kom hingað í morgun með fyrstu síldina, sem hingað berst í sumar. Er skipið kom hingað, um kl. 5 í morgun hófust smávegis lagfæringar á því, en síðan var tekið til við að landa síldinni, sem var 3229 tonn og 921 kiló.
Síldin fer að sjálfsögðu öll í bræðslu og er það Síldarverksmiðja ríkisins (SR 46), sem tekur við henni. Löndun hefur gengið vel og er búist við, að Haförninn fari aftur út með morgninum.
— Steingrímur.
52. árgangur 1968, 148. Tölublað, Blaðsíða 16
Peningalykt í borginni
OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Síldarflutníngaskipið Síldin er á leið til Reykjavíkur með fullfermi frá miðunum suður af Svalbarða. Er skip ið væntanlegt til hafnar annað kvöld. Nordgard vantaði í morgun 400 tonn til að fá fullfermi. Má búast við að skipið verði fullfermt í dag og heldur þá strax til hafnar.
Haförninn losaði á Siglufirði í byrjun vikunnar og er nú á útleið aftur.
Farmurinn úr Síldinni verður bræddur í Reykjavík og mega þá höfuðborgarbúar fara að búast við blessaðri peningalyktinni.
Tekur um þrjá sólarhringa að bræða farminn.
Siglingin frá Svalbarða til Reykjavíkur tekur um fimm sólarhringa.
Flutningaskipið Nordgard tekur 4300 lestir síldar og Haförninn 3200 lestir.
*******************************************
49. árgangur 1968, 138. Tölublað, Blaðsíða 3
1100 MÍLNA SIGLING TIL AÐ NÁ f SÍLDINA
Síldarflutningaskipið Síldin kom til Reykjavíkur í gærdag með fullfermi úr fyrstu ferðinni á síldarmiðin við Bjarnareyjar.
Við hittum skipstjórann, Guðna Jónsson, að máli í gær, skömmu eftir að skipið lagðist að bryggju.
— Hvernig gekk siglingin? -
— Hún gekk prýðilega að öðru leyti en því, að ísinn bagaði okkur SA af Jan Mayen og svo aftur NA af Grímsey. Þar urðum við að þræða hjá jökum. Þetta eru engir smá jakar, mörg hundruð fermetrar.
— Hvað voruð þið lengi að fá í skipið?
— 2 sólarhringa frá því við byrjuðum að lesta. Annars þurft um við að bíða í sólarhring eftir því að Haförninn fyllti sig. Það er ekkert vit að vera með slatta í fleiri en einu skipi í einu.
— Þið fóruð langt til að ná í þetta.
— Já, 1100 mílur.
—. Hvernig þykir þér hljóðið í sjómönnunum þarna norður frá?
— Það er nú miður gott. Síldin er bæði stygg og erfið og stendur þar að auki djúpt. Þetta er engin veiði, bölvað grútarmjalt.
—• Hvernig er síldin, sem veiðist?
— Þetta er ágætis síld, að því ég fæ bezt séð. Þetta er ekki mjög stór síld, en falleg.
— Hver er munurinn á síldar flutningunum nú og í fyrra?
— Ja ,það er lengra að fara núna. Þetta er erfiðara vegna þess að það eru engin kort til af þessum slóðum og ekki hægt að taka staðarákvörðun.
— Hvaða -þjónustu veitið þið flotanum? — Við látum þá fá mat, olíu og vatn. Við verðum að skammta þetta, því við höfum takmarkaðar birgðir.
— Hvenær farið þið af stað aftur?
— Ætli við förum ekki á sunnudaginn, þá verður búið að landa. Við kvöddum nú Guðna en að lokum sagði hann: Blessaðir strákar segið þið frá því í blaðinu að fjölskyldur sjómanna geti sent bréf og annað handa þeim með okkur. Það á bara að stíla bréfin á bátana og koma þeim til okkar.
Til gamans má geta þess að meðan við ræddum við Guðna, skipstjóra, kom ung kona um borð og spurði Guðna hvenær þeir héldu af stað aftur. Hún hafði nefnilega fengið loforð um far með Síldinni á miðin til móts við bónda sinn, sem starfar um borð í einum síldveiðibátnum.
GETA TEKIÐ AÐ SÉR PÓSTSENDINGAR!
55. árg., 1968, 152. tölublað, Blaðsíða 16
55. árg., 1968, 152. tölublað, Blaðsíða 24
Fyrsta síldin til Reykjavíkur í gær
— Síldin kom drekkhlaðin af miðunum við Bjarnarey (Svalbarði)
Fyrsta síldin á vertíðinni er komin til Reykjavíkur. Um fimmleytið í gær sigldi Síldin drekkhlaðin síld af miðunum við Bjarnarey inn á höfnina, og við náðum í Guðna Jónsson, skipstjóra og ræddum stuttlega við hann. Hann sagði, að þeir væru með 3100 tonn og skipið þar með fullt. „Og hvar fylltuð þið hana?“ „Það var norðaustur af Bjarnarey, eða 77 gráður norður og 10 austur, ef þú villt vita það nákvæmlega. Það er 1100 mílna sigling frá Reykjavík, svo að þetta er enginn smá spotti. Við vorum tvo daga að fylla okkur, en þurftum að bíða í einn sólarhring eftir að Haförninn fyllti sig. Við lögðum af stað á sunnudaginn."
--„Og hvernig gekk ferðin?"
--„Hún gekk vel, indælis veður allan tímann. Að vísu var ís á leiðinni, 30 mílur út af Jan Mayen og við þurftum því að taka krók þar. Og svo lentum við i ís hjá Grímsey, og töfðumst aðeins. Ratsjáin var biluð og smá þoka, svo að við urðum að þræða hægt í gegnum hann. Þetta voru engir smá jakar, heldur risar, margir ferkílómetrar að stærð. Það var líka fullt af ís norðaustur af Horni.“
--„Og hvernig er síldin?“ „Ég held að hún sé í svipuðu ásigkomulagi og í fyrra. Hún er ekkert mjög stór, en nokkuð falleg. Verst, hvað þeir fá lítið, og svo er hún svo anzi langt í burtu.“
--,,Er mjög lítil veiði?“
--„Þeir segja að hún sé stygg og standi djúpt. Það er erfitt að eiga við hana, því að hún hleypur burt um leið og kastað er á hana.
--“ Það kom ung og falleg stúlka inn í brúna og kynnti sig fyrir Guðna og spurði hann, hvort hún gæti ekki fengið að fara með næsta túr. Hann horfði á hana og sagði, að hann þyrfti þá að tala við forstjórann. Stúlkan sagði, að það væri allt í lagi, hún væri búin að tala við hann.
---„En ég er sjóveik".
Guðni hló, og stúlkan spurði, hvort þeir færu með blöð handa skipunum. Hann sagðist ætla að reyna það.
---„En eruð þið með mat handa þeim, gúrkur, tómata og ávexti."
„Nei, ekki gúrkur, en annan mat.“
---„Ég tek þá með mér eitthvað af því."
— En egg?“ „Nei, þeir hafa nú ekkert að gera með egg þarna norður frá.“
---„Ja“, stúlkan hló, „ég tek alla vega með mér eitt kíló“.
Þegar við kvöddum, bað Guðni okkur að koma því á framfæri, að hægt væri að senda bréf og annað með Síldinni norður til síldarflotans, og skyldu menn þá stíla slíkt á Síldina og auðvitað bátsnafnið.
„Þeir eru alveg sambandslausir við umheiminn veslingarnir og heyra varla í útvarpi.“
52. árgangur 1968, 149. Tölublað, Blaðsíða 2
Texti undir mynd:
SÍLD ÚR NORÐURHAFI LANDAÐ í REYKJAVÍK
Verið að landa úr Síldinni í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. (Tímamynd Gunnar)
OÓ — Reykjavík, föstudag Síldarflutningaskipið Síldin kom síðdegis í dag til Reykjavíkur með fullfermi, 3100 lestir.
Var þetta fyrsta ferð skipsins með síldarfarm á þessari vertíð. Fyrsta síldarflutningaskipið sem losaði í ár, er Haförninn, sem landaði á Siglufirði.
Er Haförninn nú aftur á leið á miðin suður af Svalbarða og kemur þangað síðdegis á morgun
Guðni Jónsson, skipstjóri á Síldinni, sagði Tímanum í dag, að túrinn hafi tekið þrettán daga. Á miðin er fimm daga sigling frá Reykjavik. Síldin beið einn dag á miðunum eftir því að Haförninn fengi fullfermi og tvo daga tók að ferma skipið. Þennan farm tók flutningaskipið úr um 20 síldveiðiskipum. Voru veiðiskipin þá dreifð um 20 fermílna svæði, en misjafnt er, hve flotinn dreifist við síldveiðarnar í Norður hafi. Veður var ágætt á miðunum þegar síldinni var umskipað og gekk vel að ferma Síldina.
Guðni sagði, að mikil síld virtist vera á þessum slóðum, en hún væri stygg og erfitt að ná henni. Hefur síldin verið á hreyfingu í suðurátt undanfarið. Á þessum slóðum er fjöldi rússneskra síldveiðiskipa og mörg móðurskip, sem síldin er söltuð um borð í. Einnig er þarna talsvert af norskum skip um, veiðiskipum og móðurskip um.
Flutningaskipið Síldin er í eigu Kletts h.f. Er þetta þriðja sumarið sem skipið stundar síldarflutninga af fjarlægum miðum til Reykjavíkur. Í fyrra flutti Síldin um 30 þúsund lestir síldar til Reykjavikur. Skipið fer aftur áleiðis á sömu slóðir á sunnudagsmorgun. Lítil síldveiði var í dag. Vitað er um sjö skip sem fengu afla, en á miðunum eru nú um 50 síldveiðiskip. Um hádegi í dag var búið að salta í 2700 tunnur um borð í söltunarskipinu, sem Valtýr Þorsteinsson hefur á leigu. Leggur það af stað til Raufarhafnar næstu daga, og heldur síðan aftur á miðin. Þessi tilraun Valtýs hefur gengið vonum betur til þessa og ef heldur sem horfir, má búast við að fleiri síldarsaltendur geri út söltunarskip næsta sumar. Síldin suður af Svalbarða er stór og feit og ágæt til söltunar.
********************************************
Morgunblaðið - 21. júlí 1968
55. árg., 1968, 153. tölublað og Lesbók barnanna 17. tölublað, Blaðsíða 32
Sex skip með 941 lest
SÍLDARLEITIN á Dalatanga hafði í gærmorgun fengið upplýsingar um afla sex skipa síðasta sólarhring. Aflinn var samtals 941 tonn, en afli einstakra skipa var sem hér segir:
Jörundur III 96 tonn, Bjarmi II 230, Gígja 200 (þar af 18 lestir í salt), Gísli Árni 130, Helga II 235 (þar af 35 í salt) og Reykjaborg 50. Haförninn var í gær á leið á miðin, en Nordgard lagði af stað af miðunum í fyrradag áleiðis til lands. Skip Síldarútvegsnefndar er á leið á miðin með tunnur og salt, en Síldin er enn í Reykjavík.
*******************************************
Morgunblaðið - 23. júlí 1968
55. árg., 1968, 154. tölublað, Blaðsíða 28
Síldarbátana skortir vatn
Skeyti frá Haferninum kl. 20, 22
Lögðum af stað kl. 14 með 3345 tonn. Aflahæstu skipin hér eru Mb. Gígja og Kristján Valgeir með 1300 og 1200 tonn.
Það hefur komið í ljós að flutningaskipin anna ekki vatnsþörf bátanna og fimmtíu bátar hafa farið þess á leit við Haförninn að í næstu ferð komi hann með 600 tonnum meira en venjulega. Fimmtíu og fimm íslensk veiðiskip eru nú á miðunum.
Steingrímur.
*******************************************
Morgunblaðið - 25. júlí 1968
55. árg., 1968, 156. tölublað, Blaðsíða 24
Allgóð veiði á síldarmiðunum
í FYRRADAG og fyrrinótt var gott veður á síldarmiðunum og veiði allgóð. Upplýsingar fengust um afla 12 skipa, sem höfðu fengið samtals 2.775 lestir af síld. Síldarflutningaskipin hafa unnið sleitulaust við að flytja síldina milli veiðiskipanna og lands.
Söltunarskipið Elisabeth Hentzer átti að koma til Raufarhafnar i morgun og Haförninn er á leið til lands með 7500 lestir síldar.
Nordgard var á Siglufirði í gær og var verið að búa skipið undir að fara aftur á miðin, en Síldin er komin langleiðina á miðin. Snæfugl á að koma til Reykjarfjarðar í dag úr rannsóknarferð, en Árni Friðriksson er á miðunum við síldarleit. Sólarhringsafli einstakra skipa, sem tilkynnt var um í gærmorgun var sem hér segir:………..Sleppt hér -
Athuga: „með 7500 lestir síldar“ hér ofar er greinilega prentvilla blaðsins. Fullfermi, oftast 3300 tonn af síld - alls ekki 7500 tonn
****************************************
Alþýðublaðið - 25. júlí 1968
49. árgangur 1968, 141. Tölublað, Blaðsíða 3
Bræðsla í fullum gangi á Siglufirði Bræðsla er nú hafin hjá síldarverksmiðjunum á Siglufirði, en þar hafa losað síldar flutningaskipin Haförninn og Nordgard, alls um 7500 lestir.
Haförninn er væntanlegur á morgun til Siglufjarðar með um 3500 lestir, en Nordgard mun næst losa á Seyðisfirði. Síldin er nú komin á miðin aftur og byrjaði að taka á móti síld í nótt. Þá er söltunarskip Valtýs Þorsteinssonar væntanlegt með um 4000 tunnur til Raufarhafnar í dag, og síldarskipið Hafdís hefur tilkynnt komu sína með saltsíld til Breiðdalsvíkur, alls 7-800 tunnur. Síldarflutningaskipið Cathrina er nú á miðunum og tók á móti 58 tunnum í gær, en ekki er Ijóst hve útgerðarmenn muni notfæra sér þessa þjónustu í ríkum mæli. Síldarútvegsnefnd hefur tekið Laxá á leigu til samskonar flutninga og heldur skipið á miðin í næstu viku eftir að hafa tekið tunnur og salt á norður- eða austurlandshöfnum.
********************************************
Morgunblaðið - 30. júlí 1968
55. árg., 1968, 160. tölublað, Blaðsíða 2
Lítil veiði í gær Síldarleitin á Dalatanga sagði í gærkvöldi, að litlar fréttir væru af veiði. Komið var aftur hægviðri á miðin kl. 8 er leitarmenn höfðu samband við Árna Friðriksson, en óhagstætt veður var í fyrrinótt og þurfti þá um tíma að hætta að losa yfir í Síldarflutningaskipið Nordgard
Fáein síldarskip eru á leið til lands með afla
Og flutningaskipið Haförninn er á leið út til flotans……………………..
********************************************
Alþýðublaðið - 01. ágúst 1968
49. árgangur 1968, 146. Tölublað, Blaðsíða 6
…………….Hið stóra skip Víkingur frá Akranesi fékk 90 tonn í fyrri nótt. Síldin er ísuð í kassa og stíur um borð í skipinu, en mun síðan verða flutt til Siglufjarðar, þar sem síldin verður söltuð. Þetta eru fyrstu fréttir af aflabrögðum Víkings, enda er hann alveg nýkominn á miðin.
Flutningaskipið Nordgard lagði af stað af miðunum í fyrra kvöld til Siglufjarðar með fullfermi — eða yfir 4000 tonn, en sú síld fer í bræðslu hjá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Búizt er við því, að síldarflutningaskipið Síldin komi í dag til Reykjavíkur með fullfermi, rúm lega 3000 tonn.
Haförninn mun vera búin að taka á móti um það bil 1700 tonnum af síld, en það er rösklega helmingur þess magns, sem hann getur flutt, en hann tekur rúmlega 3300 tonn…………….
********************************************
Sverrir Torfason bryti
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
55. árg., 1968, 164. tölublað, Blaðsíða 5
„Með Ijúfu geð“
Haferninum, 24. júlí
SAGT var frá því í Mbl. um daginn að flutningaskipin gætu ekki lengur annað vatnsþörf síldarbátanna með sama hætti og verið hefur. Haförninn hefur síðastliðin ár tekið með sér í hverja ferð um 100 tonn og m.s. Síldin sennilega svipað.
En nú má reikna með að síldin haldi sig, til jafnaðar mun lengra frá Íslandi, en síðastliðið ár, og skipin fara enn sjaldnar til lands en áður, og þarf því að flytja vatnið til þeirra.
Þar sem ljóst er að Haförninn er hagkvæmastur, til að leysa vatns vandann, og sennilega „eina“ flutningaskipið, sem flutt getur nauðsynlegt magn: 600-700 tonn, án mikillar fyrirhafnar og kostnaðar, þá óskuðu 50 skipstjórar á norðurmiðum eftir því við skipstjórann á Haferninum, Sigurð Þorsteinsson, að hann komi því á framfæri við rétta aðila að Haförninn flytti 600 tonna aukaskammt af vatni til handa bátaflotanum við Svalbarða.
Til þess að þetta verði mögulegt hafa 4 af síðutönkum skipsins verið þvegnir mjög vandlega nú á leiðinni í land, en annars eru þessir tankar notaðir í síldarflutningum, til að halda skipinu réttu, þegar verið er að losa það og lesta, en þá hefur verið dælt sjó úr og í þá eftir því sem við á hverju sinni.
Nóg rúm er fyrir aukaolíu handa bátunum um borð í Haferninum, en pláss undir hið feikna mikla magn matvæla, sem Haförninn færir flotanum er alls ekki of mikið.
En af því sem brytinn um borð Sverrir Torfason, sagði mér þá óskuðu margir síldarkokkarnir eftir ákveðnu magni matvæla, svo hann þarf stórlega að auka pöntun sína miðað við tvo fyrstu túrana í ár.
Auk þess segjast síldarkokkar ekki fá nema brot af því, sem þeir þurfa, í hinum flutningaskipunum.
Ég hefi hér fyrir framan mig stóran pöntunarlista, sem brytinn er búinn að panta eftir fyrir næstu ferð, en hann pantaði í gegn um talstöðina.
Virðist mér aðeins eitt vanta, en einmitt það sagði brytinn með að væri eitt af því fáa, sem hann treysti sér ekki til að útvega, en það er kvenfólk.
Og svo sagði hann: „Stóra mamma kemur til síldarflotans færandi hendi“.
Af áður nefndum lista má nefna, svona til gamans, 5 tonn af mjólk, 1.2 tonn sýrð mjólk, 300 lítrar rjómi 150 kg skyr, 200kg ostur og 50 kassar dósamjólk eða rúmlega 6 tonn af mjólkurvörum.
Af kjötvörum má nefna 50 kjötskrokka, 200 stk. rúllupylsur, 50 kg bjúgu, 50 fötur saltkjöt.
Af öðrum vörum má nefna 2 tonn sykur, 1 tonn hveiti, 1 tonn kaffi, 2 tonn kartöflur, 800 kg smjör og smjörlíki, 500 hveitibrauð ofl. ofl.
Má af þessu sjá að það er engin smáþjónusta og kostnaður sem S.R. leggur þarna í, en taka má fram, að engan aukakostnað eða gjald þurfa síldarskipin að greiða til S.R. fyrir þá þjónustu þótt slíkt hafi tíðkast annarsstaðar, bæði í landi víða og úti á sjó.
Og eins og brytinn segir svo oft: „Við gerum þetta með ljúfu geði“ „Og á ég þar við alla þá aukavinnu, sem skipverjar láta af hendi án sérstakrar þóknunar né ákvæða í samningi. En af öllum ólöstuðum þá ber þar mest á brytanum.
Hann er ávalt reiðubúinn, hvort heldur er á nóttu eða degi, til að þjóna sjómönnunum, sjómönnunum sem þjóðin vex og dafnar með, þessum „700 manna bæ“ íslenskra sjómanna á norðurmiðum.
— Steingrímur.
58. árgangur 1968, 171. Tölublað, Blaðsíða 16
Varðskip með lækni og tækni menn á leið á síldarmiðin
Varðskipið Þór fór í gær áleiðis á síldarmiðin, en þar á skipið að veita íslenzka síldveiðiflotanum þjónustu.
Um borð í varðskipinu eru læknir og tveir tæknifróðir menn, sem eiga að annast viðgerðir á fiskileitartækjum veiðiskipa. Er skipunum mikið hagræði að þessari þjónustu, þar sem þau hafa stundum orðið að sigla langa leið til lands til þess eins að fá gert við tækin, en læknisþjónustu hafa íslenzku síldarsjómennirnir orðið að sækja til Rússa, sem eru með stór viðgerða- og birgðaskip á miðunum.
Flest síldveiðiskipanna losa afla sinn í flutningaskipin þrjú sem flytja hann til bræðslu í landi og þau færa auk þess veiðiflotanum vatn, vistir og olíu.
Nokkur skip hafa þó losað saltaða síld um borð í Katharinu, leiguskip Síldarútvegsnefndar.
Flutningaskipið Haförninn er væntanlegur til Seyðisfjarðar seinni part inn á morgun með fullfermi og er það fyrsta bræðslusíldin, sem berst til síldarverksmiðja ríkisins þar. Haförninn mun væntanlega. taka um 250 tonn af olíu til baka á miðin handa flotanum.
Lítil veiði var fyrri sólarhring og fengu sjö skip afla, samtals um 1000 tonn, en síldin er ljónstygg og þurfa skipin því að kasta æði oft áður en þau fá síld.
********************************************
55. árg., 1968, 165. tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn, 20. júlí. Nú síðustu vikurnar hefi ég ekki komist hjá því að sjá og finna, hvað við Íslendingar erum raunverulega fátækir, fátækir, hvað fjárhag og vissar tegundir hugrekkis snertir. Allt í kringum okkur sjómennina, sem siglum um miðin við Svalbarða, sjáum við það sem okkur vantar, en skortir hugrekki og fjármagn til að eignast. Kannski okkur vanti líka eitthvað af visku. En það sem við sjáum, eru stór skip, móðurskip rússneska flotans, sem þarna stunda síldveiðar. Þessi móðurskip bíða ekki á miðunum eftir bræðslusíld, eins og íslensku „móðurskipin“. Nei, þar er síldin unnin til manneldis, og engu hent. Rússarnir eru miklir sjómenn, þótt þeir séu ekki hálfdrættingar á við íslenska sjómenn, hvað veiðitækni og veiðigetu snertir. Því til sönnunar má nefna að 200 rússnesk veiðiskip öfluðu ekki eins mikið og 45 íslensk eða raunar 6 eða 7 íslensk einn daginn þarna úti.
En verðmæti vöru þeirra, sem Rússarnir unnu úr sinni síld hefur sjálfsagt verið mun meira og gagn meira en það, sem við tökum við í Haförninn af íslensku bátunum.
Þarna sést eitt Rússneskt veiðskip og þrjú Norsk. - Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Er virkilega enginn íslenskur ráðamaður, í ríkisstjórn, á Alþingi, eða öðrum ábyrgum stöðum, sem fær er um að vinna að því að Íslendingar eignist stórt skip, sem gegnt gæti svipuðu hlutverki og rússnesku móðurskipin?
Ég tel að 5-10 þúsund lesta skip gæti orðið hentugt, ekki gamalt heldur smíðað til sinna nota.1) Það yrði að vera í senn tankskip og fraktskipa. Fyrst og fremst yrði að vera fullkomin aðstaða til síldarsöltunar, og nægt pláss fyrir tómar og fullar tunnur tankarými fyrir úrgang og lélega síld, auk rýmis fyrir nauðsynlegar vistir handa veiðiskipunum.
Yfir vetrarmánuðina mætti nota skipið til lýsis-, mjöls- og jafnvel olíuflutninga. Ég tel engin vandræði að ráða fólk á slíkt skip, það sýnir best allur sá fjöldi, sem óskað hefur eftir plássi á Haferninum. Og ekki væri óeðlilegt að Síldarverksmiðjur ríkisins og Síldarútvegsnefnd væru skrifaðir eigendur, og rækju slíkt skip í sameiningu. Nú þegar hafa SR og starfsfólk þeirra öðlast ómetanlega reynslu varðandi móttöku og losun bræðslusíldar, bæði hvað útbúnað og vinnu snertir, og alltaf má bæta og ekki er neinn skortur á alvönu söltunarfólki, af því er nóg á Siglufirði og víðar.
Ráðamenn, farið nú af stað, hugsið málið og framkvæmið. Það er ekki of seint, fyrir næstu vertíð, ef þið byrjið strax að vinna, „Hálfnað er verk þá hafið er“. Til gamans mætti bæta því við að varðandi ráðningu fólks á slík skip, sem ég hefi gert að umtalsefni, mætti benda á, að til að spara dýrmætt pláss skipsins mætti hafa tvíbreiðar kojur i hverjum klefa, og ráða ung hjón, sem deilt gætu með sér klefa og koju, yfir síldarmánuðina. Einnig þyrfti að vera pláss fyrir lækni og sjúkrastofu auk pláss fyrir viðgerðaþjónustu, allskonar til handa flotanum.
Steingrímur Kristinsson.
1) Ath. Þessi tilvitnun, kom ekki fram í fréttinni sem ég sendi Mbl., heldur aðeins hér. "Hugmyndin og stóra fjölnota skipið" byggð ég á orðum fiskifræðings um borð í varðskipinu Ægir á miðunum, sem sagði í svari til fréttamanns í tastöðvarviðtali, sem allir þarna á miðun hefðu getað heyrt, þar með ég og fleiri á Haferninum. Umræðuefnið var síldin að sjálfsögðu og hið geysimikla síldarmagn sem þarna var á miðunum á milli Svalbarða og Jan Myen, þar sem um þúsund veiðskip margra þjóða voru að veiða síld.
Fréttamaðurinn spurði:
--- En er ekki hætta á að þarna sé verið að ofveiða á síldina?
Svarið kom af vörmu spori, og ég sá í huga mér fiskifræðinginn, breiða út faðminn til áherslu.
---- Nei, nei,nei, engin hætta, þetta er svo gífurlegt magn sem þarna er.
Allir vita að síldin hvarf, hún sást vart á næsta ári 1969 - Hvot síldin hvarf vegna ofveiði, eða þá eins og oft áður, farið eitthvað út í buskan. Um það get ég ekki neitt um sagt, þar sem ég er enginn fiskifræðingur, þekki meira til hennar á landi en í sjálfum sjónum.
Steingrímur
58. árgangur 1968, 172. Tölublað, Blaðsíða 1
Sex menn nærri dauða í lest Hafarnarins á Seyðisfirði
Einum tókst að brjótast upp og bjargaði lífi félögum sínum. 1)
Sex menn voru hætt komnir vegna eitrunar um borð í síldarflutningaskipinu Haferninum, þegar verið var að losa síld úr skipinu á Seyðisfirði um helgina. Það var langt komið að losa skipið og mennirnir sex voru sendir niður í katla 2) til þess að „lempa til“ síldina á botninum. Þeir höfðu ekki verið nema augnablik niðri, þegar eitrunin af rotvarnarefnum, sem notuð eru til þess að verja síldina í flutningunum, sveif á þá og þeir duttu niður hver af öðrum. Einum mannanna tókst þó að brjótast upp úr katlinum 2) aftur og er talið að það hafi bjargað lífi þeirra allra. —
Mennirnir munu hafa verið sendir of snemma niður í ketilinn 2), en í miklum hitum myndast sterkt eiturloft í tönkunum af rotvarnarefnunum og rotnandi síldinni. Læknir var þegar kallaður á stað inn, eftir að búið var að ná mönnunum upp og sent var eftir súrefnistækjum til þess að lífga mennina. Þeir náðu sér allir mjög fljótlega en voru hafðir á sjúkrahúsi í nótt til þess að hægt væri að fylgjast náið með líðan þeirra og hugsanlegum eftirköstum eitrunarinnar, en þau urðu ekki teljandi.
-----------
1) Ég Steingrímur, var skipverji á Haferninum, og þarna á vettvangi og var raunverulegt vitni af þessu slysi, þar sem ég var einn af þeim sem fluttur var á sjúkrahúsið á Seyðisfirði - Þarna á vinnusvæði sem ég í raun átti ekki að vera, enda á leiðinni í land til að fara í bíó ásamt nokkrum félögum mínum.
Um þetta atvik og slys má lesa; HÉRNNA
2) Frétt þessi, er nokkuð langt frá hinu raunverulega, sennilega í síma, í lélegu sambandi.
Þarna er talað um "katla" en ekki "tanka", sem hefði átt að skrifa.
Viðkomandi tilvitnanir komu að sjálfsögðu ekki fram í fréttinni sjálfri.
********************************************
Vísir - 06. ágúst 1968
58. árgangur 1968, 172. Tölublað, Blaðsíða 10
Styrkur til síldarflutninga
Síldarútvegsnefnd hefur verið heimilað að taka á leigu allt að fimm flutningaskip til flutnings síldar af fjarlægum miðum. Kostnaður við flutninga greiðast úr flutningasjóði, og ennfremur verða greiddir flutningsstyrkir úr sama sjóði. Styrkirnir nema 130 krónum á fiski pakkaða tunnu (90 kg) og eru greiddir veiðiskipum og móður skipum, sem flytja saltaða síld til íslenzkra hafna, af fjarlægum miðum. Þá má verja úr flutningasjóði allt að 3 millj. kr. til að styrkja flutningi á ísvarinni síld af fjarlægum miðum. þ.e. fjær en 300 sjó mílur frá höfn. Hann er 60 krónur fyrir uppsaltaða tunnu. Styrkirnir falla niður, þegar síldin er komin það nálægt að hún getur borizt söltunarhæf að landi í veiðiskip um án ísunar.
********************************************
Morgunblaðið - 07. ágúst 1968
55. árg., 1968, 166. tölublað, Blaðsíða 27
Óhapp við losun úr Haferninum:
Tveir misstu meðvitund vegna eiturlofts
— sem myndaðist í tönkum skipsins
TVEIR menn misstu meðvitund af völdum eiturlofts, þegar unnið var að losun úr einum tanka síldarflutningaskipsins Hafarnarins, á Seyðisfirði á sunnudags kvöld. Þeir voru fluttir i sjúkrahúsið á Seyðisfirði og einnig fjórir aðrir, sem urðu fyrir eituráhrifum, þegar þeir björguðu mönnunum tveimur upp úr tankinum.
Valur Júlíusson, sjúkrahúslæknir á Seyðisfirði, sagði Morgunblaðinu, að mennirnir hefðu allir náð sér fljótt aftur og að eftirköst eitrunarinnar hefðu orðið lítil sem engin. Voru mennirnir útskrifaðir úr sjúkrahúsinu á mánudagskvöld.
Ekki vildi Valur segja neitt um orsakir þessarar lofteitrunar, en Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri á Haferninum, sagði Morgunblaðinu í gær, að hann teldi, að mennirnir hefðu farið of snemma niður í tankinn, 1) en mikið eiturloft skapast í tönkunum frá rotnandi síldinni Haförninn kom til Seyðisfjarðar klukkan sjö á sunnudagskvöld með 3340 tonn af síld.
Losun var þegar hafin og gekk allt eðlilega við losun úr tveimur fyrstu tönkunum, en þegar losunarmennirnir fóru niður í þriðja tankinn misstu tveir þeirra þegar meðvitund, en fjórir aðrir urðu fyrir áhrifum eiturlofts í tankinum. Læknir vax þegar kvaddur til og kom hann á staðinn skömmu eftir að mennirnir höfðu náðst upp. Voru súrefnistæki notuð til að koma mönnunum tveimur til meðvitundar, en síðan lét læknirinn flytja mennina sex á sjúkrahúsi«. Losun skipsins var haldið áfram og var súrefni dælt í þá tanka, sem eftir var að losa úr Gekk allt óhappalaust og hélt Haförninn frá Seyðisfirði í gærmorgun.
Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri, sagði Morgunblaðinu, að þetta væri í fyrsta skipti, sem slíkt kæmi fyrir við losun skipsins. Taldi hann að vegna ókunnugleika hefðu mennirnir farið of snemma niður í tankinn, en venjan er að bíða um stund meðan loftið í tönkunum er að hreinsast, en á leiðinni til lands myndast í tönkunum magnað eiturloft frá rotnandi síldinni.
**********************
1) Á þeim tíma sem Mbl. hafði samband við skipstjórann, hafði hann ekki fengið vitneskju um að einn skiperja hans hefði verið einn þeirra sem fluttir voru á sjúkrahúsið, aðein risjóttar verkamanna úr landi daginn eftir slysið, enginn þeirra hafði gert skipstjóra eða vakthafa viðvart. Fréttum til skipverja bárust ekki fyrr en seint um kvöldið Þegar þeir sem höfðu farið í bíó, komið um borð. (ég hafði ekki verið viss um að koma með þeim í bíó, en tók svo síðar ákvörðun um að gera það, svo félagar mínir vissu ekk af því og söknuðu mín því ekki.
********************************************
52. árgangur 1968, 163. Tölublað, Blaðsíða 3
Misstu meðvitund í eitruðu lofti
IH-Seyðisfirði, þriðjudag.
Þrír menn voru dregnir meðvitundarlausir upp úr síldargeymi í Haferninum, er löndun úr skipinu átti að hefjast s i sunnudagskvöld. Voru mennirnir nýkomnir niður í geyminn, þegar þeir duttu steinsofandi grútinn
Hafði myndazt eiturloft í geyminum af rotinni síldinni og rotvarnarefni og vöruðust mennirnir það ekki, Þrír menn aðrir voru á leið niður stiga, sem liggur niður í geyminn og komust þeir upp með naumindum. allir hálfmáttlausir. Einn mannanna fór strax niður í eiturloftið aftur og tókst að koma böndum á félaga sína og voru þeir dregnir upp. Skeði þetta seint um kvöldið Voru mennirnir þegar fluttir á sjúkrahús og komust þeir allir til meðvitundar um nóttina. Telur læknirinn sem annaðist mennina, þá ekki hafa beðið tjón á heilsu sinni,
Var geymirinn látinn standa opinn um stund og dælt niður í hann hreinu lofti Fóru síðan menn aftur niður til að landa síldinni. Var lofti dælt niður meðan þeir voru að vinna þarna og bar ekki á neinni vanlíðan meðan á verkinu stóð.
Það er ekki óvanalegt að líði yfir menn. sem vinna við að landa gamalli og rotinni síld, ef síld skyldi kalla. Þegar hún hefur verið geymd í nokkra daga verður farmurinn varla annað en grútur og myndast af honum lofttegundir sem geta verið banvænar. Er því varasami að fara niður í lestar, sem þessi farmur er geymdur í, án þess að hreinsa loftið fyrst. Hefði ekki verið hægt að ná mönnunum strax upp úr eiturgasinu, er hætt við að þarna hefði orðið stórslys, því að menn lifa ekki lengi í þessum óþverra. Gera athugasemd við þessa frétt
************************************************
Þjóðviljinn - 07. ágúst 1968
33. árgangur 1968, 162. tölublað, Blaðsíða 1
Eiturloft við löndun úr m.b. Haferni
Á sunnudagskvöld urðu nokkrir menn fyrir eitrun þegar verið var að losa úr síldarflutningaskipinu Haferninum á Seyðisfirði. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús og hresstust þeir skjótt og voru komnir til vinnu í gær.
Haförninn kom til Seyðisfjarðar á sunnudagskvöldið með 3340 tonn af bræðslusíld, og hófst löndun þegar um kvöldið. Þegar langt var komið að losa úr einum tankinum voru menn sendir niður í tankinn til að lempa síldina að löndunartækinu. Mennirnir urðu strax fyrir óþægindum af loftinu í tankanum, og voru átta komnir niður eða á leið niður stigann, þegar þeir sneru við. Þrír þeir sem fyrstir fóru niður voru þá orðnir svo máttfarnir af eiturloftinu, að þeir komust ekki hjálparlaust upp, en fengu skjóta hjálp, enda voru margir menn á þilfarinu er þetta gerðist, m.a. tíu menn sem biðu þess að komast niður í tankana á eftir hinum átta. Þeir sem fluttir voru á sjúkrahúsið voru þar um nóttina, en engar eftirverkanir virtust hafá orðið af eitruninni, og voru allir mennirnir komnir til vinnu aftur í gær. Eitrunin hefur ekki stafað af rotvarnarefnum í síldinni, enda fannsit enginn vottur af því við rannsókn, að sögn Stefáns Stefánssonar framkvæmdastjóra SR á Seyðisfirði, en síldin var orðin nokkuð gömul og hefur eiturloftið myndast af rotnuninni í lokuðum tankinum. Stefán lýsti furðu sinni á þeirri æsifregn sem Vísir gerði úr þessu slysi, en hins vegar væri nauðsynlegt að segja frá þessu atviki, svo það mætti verða öðrum víti til varnaðar, þar sem líkt væri ástatt. Framvegis yrði lofti alltaf dælt niður í tankana í Haferninum, þegar menn væru sendir þangað niður.
********************************************
Vísir - 09. ágúst 1968
58. árgangur 1968, 175. Tölublað, Blaðsíða 16
Haförninn flytur mjólk á síldarmiðin
— notaðar eru 10 litra umbúðir
Að undanförnu hefur Haförninn farið með mjólk á síldarmiðin til mjólkurþyrstra síldarsjómanna. Haförninn hefur tekið mjólkina á Seyðisfirði, Akureyri og víðar. Hefur hann flutt um 5 tonn af mjólk í hverri ferð. Mjólkin er flutt í umbúðum, sem Kassagerðin hefur framleitt og taka þær 10 lítra.
Hiti hefur verið mikill fyrir austan síðustu daga og gerir það mönnum erfitt með mjólkurflutningana vegna þess að mjólkin má ekki hitna meira en 4 gráður. Haförninn er nú á miðunum og er vonandi að sjómenn fái mjólkina óskemmda því fáir geta mjólkurlausir verið. Einnig hefur verið flutt kjöt og aðrar nauðsynjavörur til sjómannanna og þær vörur teknar fyrir austan.
*********************************************
Morgunblaðið - 10. ágúst 1968
55. árg., 1968, 169. tölublað, Blaðsíða 4
VELVAKANDI grein
Fríholt, fendarar, púðar eða Þormar
Jón Steingrímsson, Karfavogi 44, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! í blaði þínu 20. júlí sl. gefur að líta góðar myndir frá síldarmiðunum norðaustur I hafi.
Mér varð starsýnt á mynd og stóð undir henni: „Jörundur RE 300 landar í Haförninn. Hinn góði útbúnaður, fríholt, kom að góðum notum í veltingi og hindraði að skipin fengju stórar „skrámur" Það bar samt ekki á öðru en að báturinn „Jörundur" lemdist í hlið stærra skipsins á veltunni — einmitt undir þessum góðu fríholtum
—. Þessi fríholt virðast vera stórir hjólbarðar. þræddir upp á staura. Orðið fríholt er aðtekið, og mættu orðsnillingar mér betri finna annað skárra orð. „Fendarar" er líka leiðinlegt orð, og orðið „púðar" er stundum notað; mun það seinna til komið………………………
*********************************************
55. árg., 1968, 172. tölublað, Blaðsíða 21
Ekki hefur ritstjóranum sem þessum ljósmyndum hefur safnað saman og birt í blaðinu, talið ástæða til að segja frá hver ljósmyndarinn væri.
En það var fréttaritari og ljósmyndari Moggans; Steingrímur Kristinsson
58. árgangur 1968, 180. Tölublað, Blaðsíða 10
Elizabet Hentzer með 4 þús. tunnur til Raufarhafnar um helgina
Leiguskip Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns er nú á leið til lands úr öðrum söltunarleiðangri sinum á síldarmiðin og er skipið væntanlegt til Raufarhafnar á laugardag eða sunnudag með 3500—4000 tunnur af saltaðri síld. Söltunarstúlkurnar, sem eru um borð í skipinu hafa haft nóg að starfa síðan skipið lét úr höfn í þennan leiðangur fyrir rúmum hálfum mánuði, en engin síld hefur veiðzt síðustu dagana að heitið geti og nú er bræla á miðunum svo að ekki er von á meira hráefni f bili, auk þess sem ógerlegt er að salta um borð í skipinu ef sjór er mjög ókyrr.
Þetta er fyrsta brælan sem íslenzki flotinn lendir í á síldarmiðunum við Svalbarða í sumar, en þar hefur jafnan verið blankalogni.
Í morgun var vindur orðinn allmikill, 6—7 vindstig og talsverður sjór. Nokkur skip voru á landleið en flest veiðiskipanna láta þó flatreka þar úti á hafinu.
Norður undir Svalbarða bíða nú þrjú síldarsöltunarskip eftir síld, Nordgard og Haförninn, sem flytja síld í bræðslu til Síldarverksmiðja ríkisins og Laxá, sem Síldarútvegsnefnd hefur tekið á leigu sem birgðaskip fyrir þau skip sem saltað er í á miðunum
***************************************************
Austurland - 16. ágúst 1968
18. árgangur 1968, 33. tölublað, Blaðsíða 2
Síldarflutningar til Eskifjarðar.
Frá því hefur verið skýrt, að samningar hafi tekizt um það, að tankskipið Dagstjarnan (áður Þyrill) annist flutninga á síld til Eskifjarðar til vinnslu í síldarbræðslunni þar. Mun skipið halda á miðin strax og lokið er nokkrum breytingum, sem verið er að gera á dælukerfi skipsins. Í ráði var, að hreppsfélagið kostaði þessa flutninga að nokkru leyti, en ekki veit blaðið hvort samningar hafa tekizt um það.
En áformin um að hreppurinn kostaði síldarflutningana áttu litlum vinsældum að fagna meðal forstöðumanna annarra sveitarfélaga, sem svipað eru sett og Eskifjörður.
******************************************
Morgunblaðið - 17. ágúst 1968
55. árg., 1968, 175. tölublað, Blaðsíða 8
Haförninn í Hammerfest
Siglufirði, 15. ágúst.
HAFÖRNINN er norður í Noregi að sækja vatn og olíu fyrir síldarflotann, í Hammerfest á 71. gráðu, og leggur væntanlega af stað þaðan um hádegi á morgun, en skortur á hvoru tveggja á miðunum, og styzt að sækja til Noregs.
Leiðinda bræla og síldarleysi er á miðunum.
— Steingrímur
52. árgangur 1968, 175. Tölublað, Blaðsíða 16
Sáralítil síldveiði og mörg veiðiskip á heimleið
Síld landað úr „Síldinni" í Reykjavíkurhöfn. (Tímamynd — GE)
OÓ • Reykjavík, þriðjudag.
Stormur hefur verið á síldarmiðunum undanfarna sólarhringa og lítil sem engin veiði, enda ekki hægt að kasta vegna sjógangs. Annars hefur verið sáralítil síldveiði undanfarnar tvær vikur. Síldin stendur mjög djúpt og er stygg, kemur hún helzt upp rétt um lágnættið og er þá reynt að kasta. Síldarsjómennirnir eru nú orðnir langþreyttir á að bíða eftir síldinni og eru mörg skipanna nú á leið til hafnar.
En þau fara sennilega bráðlega út aftur, að minnst kosti ef fréttist að síldin sé farin að hreyfa sig. Hefur síldin þokast aðeins í vesturátt undanfarna daga, en lítil ferð er á henni. f fyrra fór síldin að ganga í vesturátt 11. september og er búist við að hún fari af stað um svipað leyti í ár. En þegar ganga fer af stað gengur hún greitt og standa vonir til að veiðin batni í næsta mánuði og að síldin verði þá komin upp undir Íslandsstrendur.
Haförninn og Nordgaard bíða nú á miðunum en að vonum er litlu skipað um borð í flutnlngaskipin. Síldin losar í Reykjavík. Kom hún í gær og var ekki með fullfermi. Sennilega verður einhver bið á að Síldin fari aftur á miðin. Síldarsöltunarskip Valtýs Þorsteinssonar liggur á Raufarhöfn. Þangað kom skipið með 3500 tunnur saltsíldar. Er ekki ákveðið hvort skipið fer í enn einn leiðangur, fer það allt eftir því hvort lifnar aftur yfir síldveiðunum suður af Svalbarða.
*********************************************
Alþýðublaðið - 23. ágúst 1968
49. árgangur 1968, 164. Tölublað, Blaðsíða 13
SÍLD
Síðastliðna viku var óhagstætt veður á síldarmiðunum við Bjarnareyjar og veiði næstum engin. Heildarsíldaraflinn í sumar er nú 36.767 lestir, en var á sama tíma í fyrra 138.739 Iestir, Hæstu löndunarstaðir sumararsins eru þessir:
Siglufjörður 15.762 lestir,
Reykjavik 7.886,
Seyðisfjörður 5.242,
Þýzkaland 1.878 og
Raufarhöfn 1.160 lestir.
Á síldveiðunum í sumar eru 73 skip komin á skýrslu með einhver afla. 65 skip hafa fengið 100 lestir og meira. Fimm aflahæstu bátarnir eru þessir: Gígja RE 771 lest, Bjartur NK 1.629 lestir, Kristján Valgeir NS 1.569, Fylkir RE 1.336 og Gísli Árni RE 1.295 lestir.
Sæmilegt veður var á síldarmiðunum í fyrrakvöld, en. með morgninum fór að hvessa og í gærdag var kominn suðaustan kaldi. Kunnugt var um afla 7 skipa með samtals 550 lestir. Skipin eru þessi: Reykjaborg RE 20 lestir, Sóley ÍS 10 lestir, Guðrún GK 140, Faxi GK 130, Ársæll Sigurðsson GK 100, Fífill GK 90 og Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 60 lestir. Samtals 7 skip með 550 lestir.
Af síldarflutningaskipunum er þetta að segja: Síldin er í Reykjavík, Nordgaard og Haförninn eru á miðunum og bíða þess að fá fullfermi.
Laxá er á miðunum og tekur við saltsíld. Söltunarskip Valtýs Þorsteinssonar liggur við bryggju á Raufarhöfn, en leigutími skipsins er útrunninn. Ekki er enn ákveðið hvort leigutíminn verður framlengdur.
58. árgangur 1968, 215. Tölublað, Blaðsíða 1
…………. Flutningaskip eru ennþá á miðunum. Dagstjarnan frá Bolungavík *) kom í sína fyrstu ferð á miðin nú á dögunum, Síldin er að lesta þar og Haförninn er á leið á miðin. — Fer alltaf reitingur af aflanum um borð í þessi skip og í bræðslu. —
Síldin færist stöðugt sunnar og var í morgun komin syðst á 69° 30‘ N br.
*) Athugasemd. Þarna mun Dagstjarnan sennilega verið kominn í eigu Þyrill hf. og heimilisfang Eskifjörður(?)
***********************************************
Alþýðublaðið - 29. ágúst 1968
49. árgangur 1968, 169. Tölublað, Blaðsíða 5
Hægviðri, en engin veiði
Hægviðri var á síldarmiðunum s.l. sólarhring en veiði var engin, samkvæmt yfirliti LIU um sólarhringstafla. Aðeins tilkynntu 3 skip um afla. samtals 130 lestir. Skipin eru þessi: Brettingur NS 70 lestir, Bergur VE 20 og Bjartur NK 40 lestir.
E.s. Síldin lagði af stað í gær á miðin, frá Reykjavík. Síldin hefur nú flutt í sumar tæplega 8 þúsund lestir síldar af miðunum Leiguskip SR. Naardgaard er á leið til lands með um 1200 lestir, en Haförninn bíður á mið unum tómur, og mun leggja af stað til lands næstu daga, þar sem olía og vistir eru á þrotum.
Haförninn hefur nú flutt um 10.000 lestir í sumar og Naardgaard um 8.700 lestir. Síldarútvegsnefnd hefur frá um miðjan júlí haft tvö skip á leigu til saltsíldarflutninga. Samkvæmt upplýsingum hjá Jóni Skaptasyni í gær er Laxá nú á miðunum, en leggur af stað til lands á laugardag með um 4-500 tunnur af saltsíld. Fór skipið út með um 6000 tunnur og hefur afhent flotanum 3.500 tunnur, bæði tómar og fullar af salti. Færeyska leiguskipið Katharina er nýkomið frá Noregi, en þangað sótti skipið tómar tunnur. Var lokið við uppskipun á Seyðisfirði í gær og hélt skip ið á miðin í gærkvöldi. Samkvæmt síldarskýrslu Fiskifélagsins um síldjveiðar norðanlands og austan vikuna 18-24 ágúst, er síldaraflinn nú orðinn 38,418 lestir, en var á sama tíma í fyrra 156,661 lest. Nú hefur verið saltað í 15.588 uppsaltaðar tunnur, en á sama tíma í fyrra var ekkert búið að salta. í ár hafa farið í bræðslu 31,747 lestir síldar, en á sama tíma í fyrra var búið að bræða 149,919 lestir. Sex hæstu löndunarstaðir sumarsins eru þessir: Siglufjörður 15.762 lestir, Reykjavík 7,915 lestir, Seyðisfjörður 5.242 lestir, Þýzkaland 2.262 lestir, Raufarhöfn 1.694 lestir og Eskifjörður 1,102 lestir.
***********************************************
Morgunblaðið - 29. september 1968
55. árg., 1968, 213. tölublað, Blaðsíða 32
……………..Guðrún Þorkelsdóttir kom i fyrradag til Eskifjarðar með 1200 tunnur, fór mest í bræðslu. Dagstjarnan landaði þar einnig 900 lestum af síld………….
**********************************************
Einherji - 7-8. tölublað (30.08.1968)
Síldveiði sáralítil
Talið er, að um 60—70 skip hafi verið við síldveiðar norðaustur í hafi um tíma, en nú séu þar um 50 skip. 1 ágústmánuði hefur verið sáratreg veiði og skipin reynt að salta um borð, það litla sem aflast hefur. Um síðustu helgi var aflinn orðinn 38 þús. lestir og búið að salta um 15 þús. tunnur.
Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn um 156 þús. lestir, en þá , hafði ekkert verið saltað á sama tíma. Mest hefur verið landað á Siglufirði, eða um 15.800 lestum. Af því hafa flutningaskipin Haförninn og Nordgaard flutt til S.R. um 15.400 tonn.
*****************************************************
Tíminn - 13. september 1968
52. árgangur 1968, 195. Tölublað, Blaðsíða 16
SÍLDIN ER A HRAÐRI LEID TIL VESTURS
OÓ — Rvk, fimmtudag.
Síldin er nú lögð af stað í vesturátt og gengur hratt í átt að íslandi. Er síldargangan nú um 570 mílur frá Langanesi, eða 400 mílum nær landi en þegar lengst var að sækja í sumar. Íslenzku síldveiðiskipin fengu ágætan afla s.l. nótt. Þá tilkynntu 15 skip afla samtals 2215 lestir. Vitað er að fleiri skip fengu afla og eitthvað var saltað uni borð á miðunum. Undanfarið hefur síldin verið að þokast suður á bóginn, en farið hægt.
En i fyrrinótt fór hún að hreyfa sig fyrir alvöru og stefndi gangan i vesturátt, en fiskifræðingarnir sem fylgjast með síldagöngum voru búnir að spá að svona mundi hún haga sér, og er síldin nú örugglega á leið inni á Íslandsmið. Í fyrra hóf síldin einnig göngu sína í vesturátt 11. september, en þá var hún ekki komin eins langt suður á bóginn og nú, svo að vonir standa til að hún komi að landinu fyrr í ár en í fyrrahaust. Ef að venju lætur gengur síldin um 30 sjómílur á sólarhring þegar hún er komin af stað eins og nú, en hún er sprett ótt og oft óútreiknanleg, eins og sjómenn þekkja bezt, svo að ekki er gott að segja hvenær hún kemur að íslandsströndum, en þegar að því kemur verður sjálfsagt tekið á móti henni.
Flutningaskipið Síldin tók á móti afla á miðunum s.l. nótt. Einnig er Nordgaard á miðunum og Haförninn er á leiðinni. Ættu því veiðiskipin ekki að verða í vandræðum með að losa aflann og halda áfram veiðum. Þegar gangan nálgast landið enn meir verður tæpast þörf fyrir flutninga skipin og verður þá reynt að koma eins miklu og unnt er af aflanum í salt.
*******************************************
Alþýðublaðið - 18. september 1968
49. árgangur 1968, 186. Tölublað, Blaðsíða 6
Síldin færist hratt í vestur
Síldin færir sig sífellt vestar þessa dagana og í fyrrinótt voru skipin að veiðum á 71 gráðu n.br. og á milli 4. og 5. gráðu a.l. Mikil ferð hefur ver ið á síldinni að undanförnu og erfitt fyrir síldarskipin að fanga hana í næturnar. Fyrri sólarhring var gott veður á síldarmiðunum. 22 skip tilkynntu uni afla, samtals 2105 lestir, en það er með því mesta sem fengizt hefur á sólarhring í sumar.
E/s Síldin kom til Reykjavíkur í gær með fullfermi af miðunum. Haförninn er á miðunum og bíður þess að fá fullfermi.
Laxá, skip Síldarútvegsnefndar, er á miðunum með tunnur og salt handa flotanum. Þessi skip tilkynntu um afla fyrri sólarhring: Magnús NK 240 lestir, Ólafur Magnússon EA 80, Belgi Flóventsson ÞH 100, Óskar Halldórsson RE 155, Ísleifur VE 70, Helga 11. RE 25, Guðbjörg ÍS, 110, Sléttanes ÍS, 100, 'Guðrún GK, 40, Sigurvon RE 25, Héðinn ÞH, 120, Árni Magnússon GK 100, Vörður ÞH 60, Harpa RE 140, Eldborg GK 40, Gunnar SU 25, Ljósfari ÞH 50, Ásberg RE 20, Þórður Jónasson EA 130, Örn RE 205, Höfrungur 11. AK 130 og Súlan EA 140. Samtals 22 skip með 2105 lestir.
******************************************
Morgunblaðið - 24. september 1968
55. árg., 1968, 208. tölublað, Blaðsíða 2
Síldaraflinn 2950 lestir síðustu helgi
SÍI.DARAFLINN um sl. helgi var 2950 lestir og tilkynntu 27 skip afla. Hagstætt veður var á síldarmiðunum á sunnudag. Veiðisvæðið er austur af Jan Mayen og er síldin í u. þ. b. 350 til 400 mílna fjarlægð frá landi. Haförninn kom í gærmorgun til Siglufjarðar með 2600 lestir af síld til bræðslu og er verið að losa hann……………………..
******************************************
Dagur - 25. september 1968
51. árgangur 1968, 40. tölublað, Blaðsíða 1
NÓG ER Að GERA Á SIGLUFIRÐI
Siglufirði 23. sept. Nú skipti yfir í norðaustanátt og er grátt í miðjar hlíðar. Búið er að flytja hingað um 22 þús. tonn í bræðslu, með því sem Haförninn kom með nú í nótt. Nokkur skip hafa lagt upp sjósaltaða síld, 1500—2000 tunnur. Svo er verið að salta úr Erninum um 250 tonn. Og þrisvar er búið að salta úr Víkingi, 700—800 tunnur í hvert skipti. Byrjað er að salta inni. 7 eða 8 síldarstöðvar hér, taka til skiptis á móti síldinni í þessu húsnæði, 3—4 saltendur saman, en hver þeirra hefur allt að 20 stúlkur. Ársæll er á leiðinni með 700—800 tunnur af sjósaltaðri síld, kemur í fyrramáli. Siglfirðingur og Vonin losa hér 40—60 tonn til skiptis. Trillu bátarnir koma með 10—12 tonn á dag til viðbótar þegar gefur. íshúsið hefur því næg verkefni. Og allir hafa vinnu eins og er, enda skólafólk á förum.
Hafliði er í slipp. Réttað er nú í dag á Steinaflötum og er þá að venju frí í barnaskólanum. Slátrun hefst á morgun og verður 1700—1800 fjár lógað. Er það fé bæjarbúa og þeirra, sem búa á Siglunesi og Sauðanesi.
J. Þ.
Morgunblaðið - 25. september 1968
55. árg., 1968, 209. tölublað, Blaðsíða 5
Morgunblaðið - 25. september 1968
55. árg., 1968, 209. tölublað, Blaðsíða 10
Heimild: Steingrímur Kristinsson
September árið 1968 á Jan Mayen síldarmiðunum
Í fyrsta sinn í heiminum (?) þar sem dælt er úr nót veiðiskips beint um borði í flutningaskip.
Þarna er verið að dæla úr síldveiðbátnum Verði frá Grenivík, en báturinn var orðinn fullfermdur og ekkert annað skip nálægt til gefa öðru veiðiskipi restina úr nótinni, eins og venja hefur verið þegar slíkt skeður.
Síldarflutningaskipið Haförninn var þarna nærri, og samkomulag varð um að gera tilraun, tilraun sem varð fullkomin að öllu leiti
Haförninn lagðist að hlið bátsins og dældi um borð og magnið sem sett var á viðskiptareikning veiði skipsins magn sem var umtalsvert meira en báturinn gat borið, og vakti spurningar hjá skrifstofunni hjá SR, sem vissu að þann farm gat báturinn ekki borið.
Spurningunum var að sjálfsögðu svarað greiðlega.
Vörður fór svo aftur til veiða þegar, ælt hafði verið. bæði út nótinni og Verði, sem strax hélt til veiða þar á eftir
Skipverja á Verði fylgdust vel með. Sogbarkinn frá Haferninum rétt við brú Varðar hangir þarna í bómu Varðar, en barkinn nær á myndinn er sogbarki Varðar, sem notaður var fyrst til að dæla úr nót í skipið, sést betur á næstu mynd, ásamt dælunni
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þarna sást hvar sogbarkinn frá Haferninum liggur yfir Vörð, og skipverjar Hafarnarins fylgjast með
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þarna er dælingu lokið, og skipstjórinn á Verði (til vinstri) þarna að ræða við háseta og dælumanninn, um borð í Haferninum
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Morgunblaðið - 25. september 1968
55. árg., 1968, 209. tölublað, Blaðsíða 28
Af síldarmiðunum. Verið er að dæla beint úr síldarnót m.s. Eldborgar í Haförninn. Bæði skipin eru á reki og nótin látin vera á milli þeirra. Stefniskrúfa Hafarnarins kemur að góðum notum, þegar leggja þarf upp að veiðiskipi með nótina úti.
Þessa nótt losaði Haförninn tvívegis beint úr síldarnót veiðiskipsins. Eldborg var með 43,5 tonn og Vörður í Grenivík 127,5 tonn. Ljósmynd. Steingrimur.
Þessi ljósmynd hér fyrir neðan var var birt á baksíðu Morgunblaðsins, ásmt texta, en þá bæði svat hvít og minni.
Áður hafði ég haft samband strax um morgunin við fréttastofuna með talstöð Hafarnarins, til að segja frá þessum atvikum með Vörð og síðar Eldborgina, en af einhverju ástæðum kom sú frétt ekki í Mbl. heldur eftir að Haförninn kom í land, og ég sendi upplýsingar og ljósmyndir í pósti.
Og enn og aftur var eitthvað sem orsakaði að meðfylgjandi texti kom ekki allur , þar sem ég hafði tilgreint ástæðuna fyrir dælingunni úr síldarnót Eldborgar.
Ástæðan var að spilið sem notað var til að háfa síldina úr nótinni hafði bilað, og allur flotinn vissi um dælinguna úr Verði og skipstjórinn á Eldborginni hafði samband .
Á þessum árum var Internetið ekki komið, svo ekki var hægt að senda ljósmyndir og texta rafrænt eins og í dag. SK.
Haförninn dælir beint úr síldarnót síldveiðiskipsins Eldborg
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Nótinni hagrætt með kraftblökkinni. 1. Birgir Erlendsson stýrimaður (Siglfirðingur) á Eldborginni ,og háseti óþekktur
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Morgunblaðið - 16. október 1968
55. árg., 1968, 228. tölublað, Blaðsíða 28
Haförninn hættur
SIGLUFIRÐI, 15. október.
— Haförninn hefur nú hætt síldarflutningum og er kominn til heimahafnar eftir þriggja vikna útilegu án nokkurrar síldar.
Rétt er þó að taka fram, að á þessu tímabili hefur verið vonskuveður á síldarmiðunum og síldarleysi.
Og einnig ber sjómönnum saman um það, að ekki sé hagkvæmt að landa í síldarflutningaskip fari síldin að veiðast nær landi en 200—250 sjómílur.
Steingrímur.