Rósa Þorsteinsdóttir Hún var Þingeyingur að ætt og fædd á Húsavík 2. júní 1879 Skömmu eftir að hún fluttist til Siglufjarðar gekk hún að eiga Anton Jóhannsson.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku í fóstur og ólu upp sem sitt eigið barn Erlend Stefánsson Erlendssonar frá Grundarkoti í Héðinsfirði.
Rósa heitin var fríð kona, prúðmannleg og aðlaðandi í allri sinni látlausu framkomu. í mörg ár starfaði hún af miklum dugnaði í stjórn kvenfélagsins „Hlíf" — enda löngu kjörin heiðursfélagi þessa ágæta félags-
Hefir félag þetta, svo sem kunnugt er, beitt sér í áratugi fyrir líknastarfsemi og átt drjúgan þátt í þeim árangri, sem náðst hefir með byggingu hins nýja sjúkrahúss hér í bæ. Rósa Þorsteinsdóttir lést eftir allþunga sjúkdómslegu rúmum mánuði á undan manni sínum og var hér jarðsungin að viðstöddu miklu fjölmenni.
Aage Schiöth
Því miður, fann ég enga mynd af Rósu. Ef einhver á slíka, þá væri ég þakklátur að fá hana senda. sk21@simnet.is
Viðbótar fróðleikur:
Þann 19. Apríl 1968, fór fram óvenjuleg kveðjuathöfn í Siglufjarðarkirkju. þá voru til moldar bornir tveir háaldraðir Siglfirðingar úr sjómanna- og verkamannastétt.
Létust þeir báðir á sama degi og gegndu skyldustörfum sínum, að kalla má, alveg fram í andlátið.
Þessir öldnu dugnaðarmenn voru þeir Anton Jóhannsson og Kristján Sæby.
Voru þeir báðir um áttrætt þegar þeir féllu niður og komust ekki til meðvitundar aftur.
Rúmum mánuði áður lést eiginkona Antons Jóhannssonar, Rósa Þorsteinsdóttir, eftir langvarandi sjúkdómslegu á sjúkrahúsinu.