BersveinnGíslason, loftskeytamaður´
Vinnan um borð + Vistaverur um borð+ Áhugamálin um borð + Fyrsta siglingin + Síldarmiðin og + Saltað um borð + Hafísinn 1968 + Haförninn;upplýsingar + Í Austur þýskalandi + Formalin slys + Splæsing og anker + Ofsaveður + Hrævareldar í Belgíu + Óvænt kokkur + Skoðunarmenn + Kerosene-farmur + Skrítinn heimur + Vélarbilun á á leið til London + Vitavörðurinn heimsóttur + Ýmis minnisbrot + Var síldin ofveidd ? + Glefsur úr dagbók + Sigurður Þorsteinsson skipstjóri + Guðmundur Arason, stýrimaður, skipstjóri + Pálmi Pálsson, 2. stýrimaður + Jón Garðarsson 3. Stýrimaður + Bergsteinn Gíslason, loftskeytamaður + Ægir Björnsson, bátsmaður + Sigurður Jónsson háseti / bátsmaður + Sigurjón Kjartansson, háseti, dælumaður + Valdimar Kristjánsson + Sverrir Torfason, bryti + Snorri Jónsson, rafvirki +
Svo má benda á að fjöldi smáfrétta í myndformi og fleiri lósmyndir má sjá á tenglinum:> Haförnin, myndir - Tæplega 400 myndir sk
Að auki hér frá Sildarmiðunum:>> Og meira hér, myndir um borð Og myndir af skipsfélögum hér
Bergsteinn Gíslason, loftskeytamaður
Beggi lofskeytamaður er frekar lágvaxinn og fjörugur náungi. Félagslyndur og skemmtilegur.Hann var ávalt tilbúinn til gleðskapar hverju nafni sem nefndist.
Mikill bjórunnandi, raunar eins og flestir um borð.
Starf loftskeytamanns var hefðbundið og að mestu bundið við loftskeytaklefann og tilheyrandi búnaði, og frekar lítið um yfirvinnu.
Hann reyndi því stundum að næla sér í yfirvinnu á hásetakaupi, með því að semja við stýrimann og bátsmann, vegna málningarvinnu og fleiru sem oft þurfti að ljúka á sem skemmstum tíma.
Eitt sinn er hásetarnir voru niðri á svæði hásetaíbúða við að mála gangana þar. Falaðist hann eftir vinnu hjá þáverandi bátsmanni Ægi Björnssyni.
Ekki taldi Ægir neina þörf á fleirum til verksins sem þar voru við vinnu, og sagði nei, þrátt fyrir ítrekaða beiðni Begga, eins og hann var oft kallaður.
Þegar Ægir hélt að Beggi væri farinn af svæðinu, þá sagði Beggi með breyttri hjáróma röddu:
"Get ég ekki fengið að mála gólflistana?" Beggi var frekar lágvaxinn, eins og fyrr er getið. Þetta djók Begga stóðst Ægir ekki og lofaði honum að mála gólflistana upp á klukkutíma akkorð, sem Beggi lauk með bros á vör innan tilsetts tíma.
Þetta er eitt lítið dæmi um fjörkálfinn Begga, sem einnig var oft kallaður Lofti, stytting frá Loftskeytamanni.
Beggi var ávalt fús til þátttöku á leiklistarsviðinu um borð, og þar alls ófeiminn.