Gestur Frímannsson

Gestur Árelíus Frímannsson

Gestur Frímannsson fæddist á Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði 29. febrúar 1924 og ólst upp þar og á Austara-Hóli í Fljótum í Skagafirði.

Gestur Frímannsson  lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar aðfaranótt 12. apríl 2007. 

Foreldrar hans voru 

Frímann Viktor Guðbrandsson (Frímann Guðbrandsson) bóndi og

kona hans Jósefína Jósefsdóttir. 

Gestur átti 15 systkin, þau eru: 

1) Jón Frímannsson, f. 1913, látinn, 

2) Katrín Frímannsdóttir, f. 1914, látin, 

3) Jórunn Frímannsdóttir, f. 1915, 

4) Sigurbjörn Frímannsson, f. 1917, látinn, 

5) Ásmundur Frímannsson, f. 1919, 

6) Stefanía Frímannsdóttir, f. 1920, látin, 

7) Guðbrandur Frímannsson, f. 1922, látinn, 

8) Þórhallur Frímannsson, f. 1925, látinn, 

9) Hafliði Frímannsson, f. 1927, 

10) Guðmundur Frímannsson, f. 1929, 

11) Benedikt Frímannsson, f. 1930, 

12) Sveinsína Frímannsdóttir, f. 1931, 

13) Zophonías Frímannsson, f. 1933, 

14) Pálína Frímannsdóttir, f. 1935, og 

15) Regína Frímannsdóttir, f. 1936.

Gestur Frímannsson kvæntist 21. júní 1947

Friðfinna Símonardóttir frá Hrísey, f. 8. janúar 1927, d. 3. júlí 1995.

Börn þeirra eru: 

1) Símon Ingi Gestsson, f. 23. desember 1944,

maki Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, f. 10. september 1946. Þau búa í Fljótum.

Börn þeirra eru

2) Elín Anna Gestsdóttir, (Elín Gestsdóttir) f. 27. september 1946,

maki Guðmundur Jón Skarphéðinsson, f. 7. ágúst 1948. Þau búa á Siglufirði.

Dætur þeirra eru

3) Þórhallur Jón Gestsson, f. 7. maí 1953. Hann býr í Reykjavík.

Börn hans eru

Gestur flutti til Siglufjarðar ásamt Friðfinnu konu sinni og starfaði þar við ýmis störf. Var hann vinnumaður við Hólsbúið á Siglufirði, bóndi á Steinaflötum, sjómaður, starfsmaður við Síldarverksmiðjur ríkisins og verktaki hjá Siglufjarðarbæ. Ráku þau hjónin einnig söluturn á Siglufirði til margra ára.

Gestur var mikill söngmaður og söng með Karlakórnum Vísi um árabil. Einnig var hann félagsmaður í Hestamannafélaginu Glæsi og var gerður þar að heiðursfélaga sem var viðurkenning fyrir gott starf í þágu félagsins. Var áhugi hans mikill alla tíð á söng og hestamennsku.

Gestur Frímannsson