Pétur Gautur Kristjánsson

Pétur Gautur Kristjánsson fulltrúi / kennari

Pétur Gautur Kristjánsson fæddist á Seyðisfirði 14. júlí 1934.

Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. desember 2000. 

Foreldrar:

 (Kristine) Gunda Imsland Steingrímsson, f. 17.7. 1914, d. 6.5. 1964 og 

Kristján Pétur Steingrímsson, sýslumaður, f. 4. 9. 1909, d. 21.2. 1972. 

Móðurforeldrar: 

Hólmfríður Sveinsdóttir Imsland (1880-1965) og maður hennar 

Thorvald Christianius Imsland, norskur kaupmaður á Seyðisfirði (1879-1922). 

Föðurforeldrar: 

Steingrímur Jónsson frá Gautlöndum í Mývatnssveit (1867-1956), bæjarfógeti á Akureyri og kona hans 

Guðný Jónsdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, (1868-1955).

Systkini:

Steingrímur Gautur, f. 1937;

(Hólmfríður) Sólveig, f. 1941;

Sjöfn, f. 1942;

Guðný (Stefanía), f. 1945 og

(Þórunn) Helga, f. 1947.

Eiginkona Péturs Gauts var 

Halla Steingrímsdóttir, f. 1936, þau skildu 1972. 

Börn þeirra eru:

1) Gylfi Gautur Pétursson, f. 1956 í Reykjavík,

maki Sólveig Einarsdóttir,

dætur þeirra:

2) Brynhildur Pétursdóttir, f. 1962 á Siglufirði,

maki Hörður Harðarson,

sonur þeirra:

3) Gunnhildur Pétursdóttir, f. 1963 á Siglufirði,

maki Eyþór Árnason,

dætur þeirra:

4) Steingrímur Gautur Pétursson, f. 1966 í Reykjavík,

maki Guðbjörg Birgisdóttir,

börn þeirra:

Bernskuár Péturs Gauts voru í Hafnarfirði og þó fleiri í Stykkishólmi. 

Pétur Gautur lauk barnaskóla í Stykkishólmi, tók landspróf fermingarárið sitt hjá sr. Þorgrími Sigurðssyni á Staðastað, stúdentspróf úr máladeild frá Menntaskólanum á Akureyri 1952, cand. juris próf frá Háskóla Íslands 1961.  --

Starfsævi hans skiptist milli kennslu og embættisstarfa. Var farkennari á Snæfellsnesi veturinn 1952-53, fulltrúi hjá sýslumanni á Siglufirði 1961-1966, fulltrúi bæjarfógeta í Vestmannaeyjum 1966-1969. Hann flutti til Hafnarfjarðar 1969 og varð kennari við Gagnfræðaskóla Suðurnesja.

Var síðan við kennslustörf allt fram til 1985. Þá var hann fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði 1986-7 og á Seltjarnarnesi 1987-88. Sinnti lögfræðistörfum meðfram kennslu og var sjálfstætt starfandi lögmaður og verjandi frá 1988 til dauðadags.

Pétur Gautur Kristjánsson