Frásögn Björns Dúa

Það leið ekki nema rúmt ár frá því Slysavarnafélagsdeildin á Siglufirði vann það frækilega afrek, að bjarga allri áhöfn 18 manns, færeyska fiskiskipsins „Haffrúgvin" þar til hún var aftur kölluð út.

26. nóvember 1950 bjargaði sveitin áhöfn m.b. „Þormóðs ramma“ frá Siglufirði, fjórum mönnum.
Bæði þessi tvö sjóslys munu einhverjum enn í fersku minni.

Um hádegisbil sunnudaginn

26. nóvember 1950 skall á hið versta veður norðanlands. Sæmilegt veður hafði verið daginn áður og um nóttina og því margir bátar á sjó, bæði smáir og stórir. Munu flestir þeirra hafa verið lagðir af stað til lands, þegar veðrið skall á og gekk heimferð þeirra flestra áfallalaust.

Sex bátar frá Siglufirði höfðu verið í róðri þennan morgun. Þrír þeirra voru litlar „trillur“ en hinir þrír voru stærri bátar, m.b. Sigurður, m.b. Nói og m.b. Þormóður rammi. Eftir að veðrið komst í ham upp úr hádeginu og bátarnir voru ókomnir - kallaði Siglufjarðarradíó stærri bátana þrjá upp, og bað þá að svipast um eftir trillunum og veita aðstoð ef með þyrfti. Gerðar voru margar tilraunir til þess að ná sambandi við stærri bátana, en án árangurs. Skömmu síðar korn svo fyrsta trillan að landi, og hafði áhöfn hennar það að segja, að sjór væri orðinn það mikill úti fyrir að ófært mætti teljast trillunum.

Þórarinn Dúason, hafnsögumaður, formaður slysavarnasveitarinnar á Siglufirði, lá veikur er þetta gerðist, en Sveinn Ásmunds son hljóp í hans skarð og hafði samband við skipstjórann á vél bátnum Sigurði, sem lá í höfn og innti hann eftir því hvort hann og áhöfn hans væri fáanleg til þess að fara og leita að trillunum tveimur sem enn voru ókomnar að landi. Tók skipstjórinn þeirra málaleitan vel, og eins tjáði skipstjórinn á vélbátnum Særúnu sig reiðubúinn til þess að fara út ef með þyrfti.

Meðan Sveinn var að gera ráðstafanir sínar kom vélbáturinn Nói að landi. Skýrði skipstjóri hans frá því að hann hefði ekki orðið var við trillurnar tvær, en hins vegar hefði hann séð til m.b. Þormóðs ramma. Höfðu bátsverjar á honum verið að draga lóðir sínar, þegar Nói lagði af stað til lands. Í þess um svifum kom svo önnur trillan að og þótti það ganga kraftaverki næst að hún skyldi ná Siglufirði, eins og veðrið var orðið.

Þá voru enn ókomin að landi ein trilla og vélbáturinn Þormóður rammi. Óttuðust menn ekki um vélbátinn, þar sem hann var stór og vel búinn, en hinsvegar þóttu afdrif trillunnar tvísýn. Möguleiki var talinn á því að hún hefði hleypt undan veðrinu og leitað inn á Haganeyvík, og þangað hringdi Sveinn Ásmundsson og leitaði frétta. Kom þá í ljós, að trillan var á sveimi þar úti fyrir, og voru menn tilbúnir að taka við henni, ef landtaka yrði reynd. Skömmu síðar barst svo sú frétt til Siglufjarðar að trillan hefði tekið land í Haganesvík og mennirnir, sem á henni voru væru heilir á húfi. Þóttu þeir úr helju heimtir, þar sem veðrið var orðið afskaplegt er þetta gerðist.

Vélbátarnir sem búnir höfðu verið til leitar voru stöðvaðir, þar sem ekki var talið að Þormóður rammi væri í hættu, og ekki var kominn sá tími sem bátsins mátti vænta til hafnar á Siglufirði.

En tíminn leið. Siglufjarðar radíó reyndi í sífellu að kalla Þormóð ramma upp, en ekkert svar barst. Um klukkan fimm hringdi Sveinn Ásmundsson að Sauðanesi og talaði við Jón Helgason, vitavörð þar. Hafði hann ekki orðið bátsins var, og var ekki viss um hvort hann myndi komast inn í fjörðinn, þar sem tæplega væri vitaljóst. Meðan á samtali Sveins og vitavarðarins stóð, kom sonur vitavarðarins frá vitanum og hafði hann þær fréttir að færa að hann hefði séð ljós á bát, sent væri að hrekjast úti fyrir og stefndi upp í brotið framan af Sauðanestánni. Taldi hann útilokað að vél bátsins væri í gangi.

Sveinn Ásmundsson hafði engin umsvif heldur kallaði saman björgunarsveit slysavarnadeildar innar. Komu þar saman auk hans, Þórir Konráðsson, Erlendur Stef ánsson, Alfreð Jónsson, Bragi Magnússon, Sigurgeir Þórarinsson, Ásgrímur Stefánsson, Haraldur Pálsson, Oddur Oddsson, Sigtryggur Flóventsson, Þormóður Stefánsson og Jóhann Sigurðsson. Einnig hafði Sveinn samband við Sigurð Jakobsson, sem hafði verið bóndi á Dalabæ um árabil, og óskaði eftir því að hann yrði leiðsögumaður björgunarsveitarinnar yfir fjallið. Sigurður brást vel við þeirri beiðni og varð skjótt ferðbú inn.

Fyrsta áfanga leiðarinnar að Sauðanesi fór björgunarsveitin á bifreið og komst á henni fram á svonefnda Hafnarhæð. Þá var um 8 vindstiga hvassviðri og mikil snjókoma, en fremur lítið frost. Þegar björgunarsveitin yfirgaf bifreiðina, urðu menn að taka baggana á bakið og varð byrði hvers og eins allþung. Lagt var af stað á fjallið um klukkan sex um kvöldið. Gekk Sigurður fyrstur en björgunarsveitarmenn fetuðu í fótspor hans. Gengið var upp á svo nefndan Strengshrygg, sem er melhryggur er liggur frá Hafnarhæð upp undir Fífladalsbrún. Kom sér nú vel hversu Sigurður var kunnugur leiðinni og aðstæðum, þar sem skafið hafði af hrygg þessum, og því ekki mikil ófærð á honum. Leið þessi var hins vegar nokkru lengri en sú leið, sem unnt er að fara yfir fjöllin í góðu veðri og færð.

Þegar upp á fjöllin kom, varð veðurhæðin enn meiri og þá fór frostið enn harðnandi. Urðu björgunarsveitarmennirnir að skríða á fjórum fótum þegar verstu hriðjurnar gengu yfir, þar sem alls ekki var stætt. En áfram var haldið skref fyrir skref, án þess að nokkur léti bilbug á sér finna. Þegar komið var upp á Fífladalsbrúnina, var gengið yfir svonefnda Fífladali, yfir Leirdali og Strengsskarð. Með þessu móti losnuðu ferða mennirnir við mestu ófærðina, en tóku á sig nokkurn krók. Frá Strengsskarði var svo stefnan tekin norður á Langahrygg og farið eftir honum niður í dalbotn.

Þegar niður í dalinn kom, fór ófærðin að segja til sín fyrir alvöru. Snjór var oftast í hné og auk þess ofsaveður á móti. Að Dala bæ, þar sem Sigurður Jakobsson bjó áður, kom björgunarsveitin klukkan liðlega níu og sáu þeir ekki bæjarhúsin fyrr en þeir voru alveg komnir að þeim. Enga viðdvöl höfðu þeir á Dalabæ, en þaðan taldi Sigurður að væri um 45 mínútna gang að Sauðanesvita, og á þessari leið var versti farartálminn á leiðinni, svo nefnt Herkonugil, sem er skammt vestan vitans. Þetta gil er mjög bratt og þverhníptir bakkar fyrir neðan það í sjó fram.
Gekk þó ferð björgunar sveitarmannanna slysalaust og komust þeir að þeim stað þar sem talið var að báturinn hefði strandað. Þar var þá ekkert að sjá annað en hvítfyssandi brot nokkur hundruð metra út; gengu menn síðan lengra út með bökkunum, en urðu einskis vísari.

Þá var það að ráði að fara heim að Sauðanesi og leita þar frétta. Hittu leiðangursmenn húsfreyju er hún var að koma frá mjöltun og gat hún sagt greinilega frá því hvar báturinn væri strandaður. Kvað hún bónda sinn og son standa vörð á staðnum. Fengu leiðangursmenn hressingu á bæn um, en héldu síðan strax af stað til strandstaðarins. Niðri á bökkunum hittu þeir heimamenn, sem fylgdu þeim á strandstaðinn.

Aðstæður til björgunar voru hinar örðugustu, þar sem bakkinn yfir strandstaðnum var um 80 metra hár og snarbrattur. Varð að ráði að björgunarliðinu var skipt og urðu sex eftir uppi á brúninni, en níu fóru á vað niður. Þegar niður kom, reyndist ekki vært í fjörunni fyrir sjógangi og tóku menn sér stöðu á stalli sem var í fjögurra metra hæð frá fjöruborðinu.

Þormóður rammi reyndist hafa strandað skammt frá landi og hafði báturinn fallið á sjó eftir strandið, þannig að nokkuð braut yfir hann. Skipbrotsmenn höfðu látið belg reka í land, og þurfti því ekki að skjóta af línubyssu út til bátsins. Línan, sem belgurinn var bundinn í var hinsvegar svo stutt að mennirnir sem náðu í belginn urðu að vaða sjó upp í mitti til að hnýta við.
Eftir að samband var komið á við bátinn, gekk greiðlega að korna björgunartækjunum fyrir.

Drógu skipverjar blökkina með tildráttartauginni til sín og festu í mastrið. Síðan voru mennirnir fjórir dregnir í land og tók það ekki nema rösklega 20 mínútur. Þeir voru allir heilir á húfi en orðnir blautir og kaldir. Skýrðu þeir frá því, að þegar báturinn var á leið til lands, fékk hann á sig brotsjó og stöðvaðist þá vélin. Hrakti bátinn síðan undan veðri og sjó uns hann strandaði, og munu hafa verið liðnar 6-7 klukkustundir frá því að báturinn fékk á sig sjóinn og þar til mönnunum var bjargað.

Síðan hjálpuðu björgunarsveitarmenn skipbrotsmönnum heim að Sauðanesi og tók sú ferð rúma klukkustund. Á Sauðanesi var mönnum veitt aðhlynning af mikilli rausn og dvöldu þeir þar um nóttina.

Klukkan 11 daginn eftir var svo lagt af stað til Siglufjarðar. Þá var komið hið besta veður og sóttist ferðin þangað greiðlega.