Árið 1942 - Þrjár spurningar

Þrjár spurningar til
Erlendar Þorsteinssonar        

Mjölnir, 8. ágúst 1942

Í Neista, sem út kom 30. júlí síðastliðinn, segir þú í undirfyrirsögun fyrir mjög langri grein:

"Kommúnistar eru a móti stækkun ríkisverksmiðjanna, og vilja heldur að einstaklingar sjái um aukningu verksmiðja. 

Endurbygging Rauðku er nú orðið aukaatriði hjá þeim".

Mér er kunnugt, að þú átt við Sósíalistaflokkinn, þegar þú segir "Kommúnistar", en þar sem við sósíalistar höfum alltaf undanfarin ár verið að deila á ríkisverksmiðjustjórnina fyrir að auka ekki meira en gert hefir verið afköst verksmiðjanna, vildi ég beina þeim spurningu til þín, hvort þú viljir ekki annað hvort finna orðum þínum einhvern stað, eða þá að taka þau aftur. 

Hvað það snertir, að við viljum "heldur að einstaklingar sjái um aukningu verksmiðjanna" er þetta heldur óráðvönd málsmeðferð, en á meðan verksmiðjuskortur er eins tilfinnanlegur og hann er, þykir okkur gott að verksmiðjur séu byggðar, hver sem gerir það. 

Þóroddur Guðmundsson

Og meðan ríkisvaldið er í höndum andstæðinga alþýðunnar, eins og nú er, skiptir það litlu máli fyrir hana, hvort fyrirtækin eru rekin af ríkinu eða einstökum bröskurum. 

Fullyrðing þín um að endurbygging Rauðku sé okkur aukaatriði og að við, eins og þú segir síðar i grein þinni, höfum reyndar aldrei sýnt annan áhuga í því máli en að nota það til árárásar á ríkisstjórnina, er hin furðulegasta, og vil ég spyrja þig hvort þér detti í hug í fullri alvöru, að nokkur Siglfirðingur trúi því, að við sósíalistarnir höfum ekkert kært okkur um að Rauðka yrði stækkuð? 

Svo vill til, að í viðbót við það, sem við sósíalistar höfum áður talað og skrifað um Rauðkumálið og nauðsyn þess að auka afköst síldarverksmiðjanna, skrifaði Áki Jakobsson mjög ítarlega grein um þetta í Þjóðviljann 28. júlí síðastliðinn og taktu nú eftir dagsetningunni, 28. júlí, eða tveim dögum áður en grein þín birtist. 

Í grein sinni færir Áki rök að því, hve nauðsynlegt sé að stækka ríkisverksmiðjurnar og hve rangt það hafi verið að leyfa ekki stækkun Rauðku. 

Og nú kem ég að þriðju spurningunni:

Hvað hefir þú, sem formaður Rauðkustjórnarinnar, gert til þess undanfarna mánuði að útvega leyfi fyrir stækkun verksmiðjunnar og undirbúa á annan hátt, að hægt væri að stakka hana? 

Þar sem þú segir, að við höfum, "snögglega uppgötvað að bæjarrekstur sé kák" og til þess eins. "að tefja fyrir framgangi sósíalismans á Íslandi", þá ferðu þar með alrangt mál. 

því að enginn sósíalisti hefir haldið slíku fram, enda er ekki líklegt, að bæjarrekstur á atvinnufyrirtækjum hafi nein áhrif í þá átt að flýta fyrir eða tefja, að sósíalisma verði komið á.

Þ.G.

Svarið hér