Árið 1938 - Síldarrannsóknir

Yfirlit yfir síld og átu í júlí þetta ár.                Mjöl og Lýsissaga - Allt efni hér

Siglfirðingur, 28. júlí1938 - Árni Friðriksson

Ritstjóri þessa blaðs hefir mælst til þess við mig, að ég láti blaðinu í té upplýsingar frá síldarrannsóknum mínum á þessu ári, og geri ég það með gleði. Vil ég nú með fáum orðum gera samanburð á síldinni og síldarskilyrðunum eins og nú er, og eins og verið hefir undanfarin ár. 

Um síldina er það að segja, að hún er stærri en hún hefir verið nokkurt þeirra ára, sem rannsóknir mínar á síld ná til, og hún er skemmra á veg komin með þroska og fitu en venjulegt er á þessum tíma árs.

Meðallengd a síld hér við Norðurland hefir verið: 

Stærðin stafar, eins og gefur að skilja, ekki síst af því að mikið ber á gömlum árgöngum í aflanum, en þó má ekki draga þá ályktun af því, að nauðsynleg afleiðing sé lítill afli. Í fyrsta lagi verður litla vina okkar, síldin, furðu gömul (20 ára eða meir) þannig að góðir árgangar geta skapað góðan afla i langa röð ára, og, í öðru lagi skulum við minnast þess, að árið, sem síldin brást á miðri vertíð (1935) var stærðin einmitt óvenju lítil. 

Síldin sem veiðist nú er grennri en jafnvel eru dæmi til áður á sama tíma árs. Þetta er svo kunnugt að eigi þarf að fjölyrða um það. Innyflafita (mör) er einnig miklu minna en vanalega, eða aðeins 1-1,5, en er vön að vera 2.0-2.5 á þessum tíma (mesta innyflafita er 3.00). Loks er kynþroska síldarinnar skemmra á veg komið nú en vanalega.

Allt fram á síðustu daga hefir borið nokkuð á hálfgróinni síld eftir hrygningu, en það er óvanalegt. - Þegar allt þetta er athugað getum við Sag: 1) að síldin er venju fremur stór, og 2) að endurnæringu hennar eftir veturinn og hrygninguna er óvanalega skammt á veg komið. Í sambandi við þetta er vert að veita athygli rauðátunni, aðalfæðu síldarinnar. 

Að vísu er talsverð áta víða við Norðurland, einsog greinilega verður ljóst, ef við lítum á eftirfarandi tölur:

Yfirlit yfir átumagn við Norðurland á ýmsum tímum.

 

Árið 1932: 35.27 sm.

Árið 1933: 34.36 sm.

Árið 1934: 35.33 sm.

Árið 1925: 34.43 sm.

Árið 1936: 34.49 sm.

Árið 1937: 34.77 sm.

Árið 1938: 35.42 sm.

Magnfjöldi

Meðalfjöldi í maga

Ljósáta í % af allri átu

Árni Friðriksson fiskifræðingur. --

Ljósmynfd frá Vísindavefnum

Taflan sýnir að undanfarna daga hefir verið óvenju mikil áta á Skagafirði og að átan á öllu svæðinu hefir yfirleitt farið heldur vaxandi. Hún er nú 5.6 ten.cm. í hverjum síldarmaga að meðaltali. En var 5.2 fyrsta þriðjung mánaðarins. Til samanburðar má geta þess, að um svipað leyti í júlí 1934 var átan litlu meiri, eða 6.1, en 1935,þegar veður fóru að bregðast fyrir alvöru, fyrst á ágúst var hún miklu minni. eða aðeins 3.6 ten.cm. að meðaltali. En á þessu sumri er rauðátunni farið eins og síldinni, hún er óvenju litt þroskuð. 

Mestur hluti þeirrar rauðátu, sem hér er við Norðurland á sumrin, er á fyrsta ári, hún er orðin til vorið áður. En í sumar er vexti rauðátunnar miklu skemmra komið en vanalega, og þar við bætist að hún virðist ekki standa í yfirborðinu. Hvort þetta stafar af óhagstæðri veðráttu skal ekki dæmt um hér. 

Loks er enn eitt í ár, frábrugðið reglunni, en það er sjávarhitinn. Rannsóknir okkar á Golfstraumnum hafa sýnt, að heiti sjórinn lætur mikið til sin taka við SV-landið. Það má greina Golfstrauminn alla leið frá Snæfellsjökli yfir undir Grænland, en þegar kemur norður fyrir Horn, skiptir um og verður kaldara. Þar sem heitast er hér, þ.e. á Húnaflóa, er yfirborðshitinn, aðeins rösk 7 stig, eða um 3 stigum lægri en hann, ætti að vera. 

Hér hefi ég dregið saman yfirlit yfir helstu einkenni þessa sumars, hvað síldveiðarnar snertir: 

1) Síld stærri en vanalega og skemmra á veg komin um fitu og þroska,

2) Mikil rauðáta og lítt þroskuð og

3) óvenju kaldur sjór. Á hinn bóginn skal hér enga spáð um það, hvernig úr síldveiðunum muni spinnast, það sem eftir er. 

Við vitum of litið um síldina, enn sem komið er, til þess að geta leyst úr þeirri spurningu. Megurð síldarinnar og vanþroski bendir þó á það, sem og smæð rauðátunnar, að hér sé aðeins að ræða um “verri endann” af okkar vanalega síldarstofni, en hvar er þá “betri endinn”? 

Fylgir hann ef til vill heitari sjó en þeim, sem ennþá hefir háð að skipa öndvegi við Norðurland? Önnur orsök í ógenginu er vafalítið veðráttan, úfinn sjór og kaldi, sem varnar átunni og þá einnig síldinni að dvelja langvistum við yfirborrið. 

Þriðji möguleikinn er til, en hann er sá, að síldarstofninn sé að þessu sinni ekki stærri en raun er á, en þar mun þó skýringar á síldarleysinu vart vera finna því af hverju stafar það þá, hvað rauðátan er smá og hefir þá sjáfarhitinn enga þýðingu? 

Síðari hluta sumarsins 1935, þegar. síldveiði brást, var átan mjög lítil, og það var eflaust orsökin. Nú er átan margfalt meiri en þá og um það í meðallagi. Hvort aðrar orsakir en átan geta ráðið úrslitum síldveiðanna, verða ef til vill hægt að dæma um þegar þessum síldveiðum er lokið.

P.t. Siglufirði 23. júlí 1938

Árni Friðriksson