Árið 1942 - Löndunarbið
Skemmdarstarfsemin að
bera ávöxt enn á ný.
bera ávöxt enn á ný.
Mjölnir, 22. júlí 1942
40-50 skip bíða nú löndunar á degi hverjum.
Síldveiðin er nú í fullum gengi. Af síldinni er slík ofurgnótt, að skipin þurfa ekki nema rétt út fyrir landsteinana til að fylla sig.
Veður er ágætt. Síldarverðið er hátt og gæði síldarinnar með besta móti. En þá verða skipin að liggja tugum, saman bundin við bryggju svo sólarhringum skiptir, full af dýrmætum, farmi, sem, liggur undir skemmdum.
Það er ekki hægt að taka á móti aflanum. Verksmiðjurnar eru of fáar og litlar.
Nú væri ekki um að sakast við neium, ef þetta væri i fyrsta skipti, sem slíkt kemur fyrir. En það er nú síður en svo. Þetta er sorgarsaga, sem endurtekur sig ár eftir ár.
Og það sem verst er: Það er beinlínis stefna þeirra manna sem haft hafa og hafa nú yfirstjórn þessara mála, að svona skuli þetta vera og svona skuli þetta ganga, ár eftir ár. Hagsmunum, sjómanna, verkamanna, útgerðarmanna og þjóðarinnar í heild er fórnað á ósvífinn hátt á altari Ólafs Thors og valdaklíku þeirrar, er ræður yfir Ríkisverksmiðjunum,.
Allir kannast við Rauðkumálið. Siglufjarðarbær hafði möguleika til að endurbyggja Rauðku, sem 5.000 mála verksmiðju.
Lán var fengið, tilboð um, afhendingu véla var fengið, aðeins vantaði leyfi atvinnumálaráðherra. Það þurfti ekki einu sinni ríkisábyrgð, aðeins leyfi til að reisa verksmiðjuna, leyfi til að, bæta svolítið úr hinni brýnu þörf fyrir aukin vinnsluafköst, leyfi til að draga örlítið úr því tugmiljóna tapi, sem þjóðin, verður fyrir á hverju sumri vegna verksmiðjuskorts.
En Ólafur Thors NEITAÐI og meirihluti stjórnar Ríkisverksmiðjanna NEITAÐI EINNIG um sitt samþykki til að verksmiðjan yrði reist.
Í þessum meirihluti voru: Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson og Sveinn Benediksson. Um einstök atriði þessa máls er ekki þörf að ræða, þau er öllum kunn.
Skemmdarstarfsemi þjóðstjórnarflokkanna í því máli er nú öllum augljós. Ef Ólafur Thors hefði ekki brugðið fæti fyrir Rauðkumálið, þá ætti Siglufjarðarbær nú fullkomna verksmiðju, sem tekið gæti á móti 5 þúsund málum á sólarhring og sem búin væri að færa bæjarfélaginu milljónir króna.
En þetta er ekki einstakt. Nú í vor sækir Óskar Halldórsson um leyfi til að byggja verksmiðju á lóð sinni sunnan við Ríkisverksmiðjurnar. Og sagan endurtekur sig. Meirihluti stjórnar Ríkisverksmiðjanna NEITAR að fallast á, að leyfið verði veitt.
Og nú er það ekki Sveinn Ben., sem veitir Framsóknarmönnum í stjórninni lið í fjandskap þeirra við sjómenn og verkamenn, heldur Finnur Jónsson. Einmitt sá maðurinn, sem kosinn var í verksmiðjustjórnina til að gæta hagsmuna þessara stétta.
Hann reynir að afsaka þessa framkomu sína með því, að hann vilji láta stækka hjá Ríkisverksmiðjunum og endurbyggja Rauðku fyrst.
Það hefur áður hér í blaðinu verið bent á hve fánýtar þessar afsakanir eru.
Verksmiðja Óskars þarf ekki á neinn hátt að hindra hinar. Og það er þörf fyrir þær allar og meira til. Nægir þar að benda á þá staðreynd, sem vikið er að í upphafi þessarar greinar, að 40 til 50 skip liggja nú daglega hér og biða eftir löndun, þó vantar mikið á, að allur skipaflotinn, sem venjulega stundar veiðar, sé nú á veiðum.
Fjölmörg skip eru nú á fiskveiðum og í siglingum.
Ástandið mundi vera miklu hróplegra, ef venjulegur skipafjöldi stundaði síldeiðar.
Í grein í Morgunblaðinu, blaði Ólafs Thors, mannsins, sem drap Rauðkumálið, var það reiknað út, að tap þjóðarinnar við það, að ekki væru til nógar verksmiðjur í júnímánuði einum árið 1940, numið 11 milljónum króna.
Hvað mun nú tapast með því verði, sem er á síldinni og hvað mun tapið verða í framtíðinni?
Afsakanir Finns hafa því ekki við neitt að styðjast. Í Neista, sem út kom á kosningadaginn, er okkur sósíalistum boriðn á brýn "samfylking við nasistann og stríðsgróðamanninn" Óskar Halldórsson. Er þetta svo hlægilegt, að furðu sætir, að það skuli sett fram í alvöru.
Frá okkar sjónarmiði skiptir það engu máli, hvort maðurinn heitir Óskar Halldórsson eða eitthvað annað, hvort hann er nasisti eða eitthvað annað og hvort hann er stríðsgróðamaður eða hefur grætt peninga með öðru móti.
Ef hann vill leggja peninga sína í að koma upp fyrirtæki, sem atvinnulífið er í þörf fyrir, þá álítum við það fjandskap við þjóðina, að banna honum það.
Það ætti miklu fremur að skylda stríðsgróðamennina til að leggja peninga sína í sköpun nýrra verðmæta í landinu en að hindra þá í því.
En það væri meir að skapi valdhafanna, að Óskar færi og keypti upp heilan hrepp fyrir peninga sína.
Í afstöðu Finns Jónssonar kemur það fram, að hann vill helst að ríkið eigi allar verksmiðjur. Hann er viss með að telja, að það sé einhver sósíalismi !!
En ég spyr ykkur lesendur góðir: Finnst ykkur stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, Finns Jónssonar & Co á Ríkisverksmiðjunum vera á þá lund að það sé æskilegt að safna öllum verksmiðjunum undir þeirra stjórn? Finnst ykkur, sjómenn, þannig búið í haginn fyrir ykkur við Ríkisverksmiðjurnar, að þær taki fram öðrum verksmiðjum?.
Finnst ykkur ekki dásamlegt að landa með nýju löndunartækjunum (!!) sem, sem lofað var að koma upp. Og finnst ykkur, verkamenn, að Ríkisverksmiðjurnar hafi alltaf mætt kröfum ykkar með slíkum skilningi að þeir hafi tekið öðrum atvinnurekendum fram? Svar ykkar verður áreiðanlega nei.
En hvað er þá unnið við að ríkið og stóru auðfélögin Kveldúlfur og Alliance eigi allar verksmiðjur? Það er eitt, er vinnst við það, ekki fyrir þjóðina, hún tapar, heldur fyrir miljónamæringana, sem hafa í hendi sinni ráð Ríkisverksmiðjanna
Þeir vilja einir fá að gína yfir síldariðnaðinum í landinu og útiloka nýja keppinauta. Þeir óttast, að þá myndi opinberast gróði auðfélaganna á sínum verksniðjum og óstjórnin á Ríkisverksmiðjunum. Þar er mergurinn málsins.
En það mega þessir góðu herrar vita, að svona skemmdarstarfsemi verður ekki liðinn til lengdar. Almenningur mun fljótlega finna ráð til að stöðva slíkt.