Gunnar Guðbrandsson

Gunnar S Guðbrandsson rafvirki

Gunnar Guðbrandsson - Látinn er langt um aldur fram Gunnar Guðbrandsson fyrrverandi verksmiðjustjóri tæplega 71 árs að aldri. 

Hann var fæddur á Siglufirði 2. ágúst 1922, sonur hjónanna 

Guðbrandur Vigfússon bifreiðastjóri og 

Ásgerður Ísaksdóttir sem bæði voru ættuð úr Fljótum í Skagafirði.

Þeim varð sex barna auðið og var 

Gunnar Guðbrandsson þeirra elstur.

Hin eru: 

Jófríður Guðbrandsdóttir, 

Vigfús Guðbrandsson, 

Erna Guðbrandsdóttir(látin), 

Geir Guðbrandsson (látinn) og 

Guðbrandur Guðbrandsson. 

Faðir þeirra lést þegar Gunnar Guðbrandsson var tólf ára. Reyndist hann móður sinni mikil stoð þegar á unga aldri og allt til hennar æviloka.

Að loknu grunnskólanámi hóf Gunnar starf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. 

Gunnar vann hjá SR alla sína starfsævi. 

Árin 1962 og 63 starfaði Gunnar hjá SR á Raufarhöfn. Þá lá leiðin tl Reykjavíkur, á tæknideild SR og síðan á skrifstofuna í Austurstræti. 

Síðustu fimm ár starfsævi sinnar var hann verksmiðjustjóri á Reyðarfirði.

Fyrri kona Gunnars var

Guðlaug B Gunnarsdóttir.

Þeirra börn eru:

Gunnur húsmóðir (látin), 

hún átti þrjú börn, 

Hinn 14. apríl árið 1961 kvæntist Gunnar 

Olga Ólafdóttir frá Siglufirði,

Foreldrar hennar voru

Ólafur Baldvinsson og kona hans

Dómhildar Sveinsdóttur.

Dóttir þeirra Gunnars og Olgur er

Gunnar og Olga hófu búskap við Karfavog í Reykjavík og hafa átt þar heima síðastliðin 30 ár, fyrst í Karfavogi 27, síðar nr. 38 við sömu götu. í sama húsi bjuggu foreldrar okkar. Reyndist Gunnar þeim einstaklega vel á allan hátt og var þeim vel til vina.

Gunnar var hæglátur, skapmaður með ákveðnar skoðanir, hjartahlýr og spaugsamur með ríka kímnigáfu. Hann hafði gaman af góðum bókum og átti töluvert af þeim. Gunnar lést eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Tók hann henni með miklu æðruleysi. Var það honum mikill styrkur að hafa sína nánustu hjá sér þann tíma. 

Síðastliðið sumar fagnaði Gunnar með fjölskyldu og vinum á fögrum stað í Borgarfirði. Tilefnið var sjötugsafmælið hans, móttökur höfðinglegar og afmælisbarnið lék á als oddi.

Enginn má sköpum renna. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina.

Kristín og  Svanhildur.

=============================

Gunnar S Guðbrandsson - Minning Fæddur 2. ágúst 1992 Dáinn 4. júní 1993

Ég hitti Gunnar S Guðbrandsson fljótlega eftir að ég kynntist Tinnu yngstu dóttur hans. Með okkur tókst strax ágætis vinskapur. Hann var þá verksmiðjustjóri hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Reyðarfirði og réð hann mig þangað eina vetrarvertíð. Á meðan á dvölinni á Reyðarfirði stóð bjó ég hjá þeim hjónunum Gunnari og Olgu Óladóttur. Mér leið strax mjög vel hjá þeim og á þessum tíma kynntumst við öll vel. Okkur fannst strax mjög gaman að spjalla um öll heimsins mál og gerðum það oft þar til hann lést.

Við Tinna eignuðumst dóttur sem þau hjónin hugsuðum vel um, enda var hún mjög hænd að afa sínum og ömmu. Vildi hún helst alltaf vera hjá þeim, enda voru rólóferðirnar með afa eitt það skemmtilegasta sem hún gat hugsað sér.

Það fór að verða áberandi upp úr síðustu áramótum hvað heilsu hans hrakaði, enda var hann þá kominn með ólæknandi sjúkdóm. Það er óhætt að segja að hann hafi haldið fullri reisn allt fram í andlátið. Hann tók því sem koma skyldi af algeru æðruleysi sem auðveldaði þeim sem næst stóðu baráttuna.

Við fráfall Gunnars missti ég góðan vin sem hefur reynst mér vel á allan hátt. Ég votta Olgu og öðrum í fjölskyldunni samúð mína. 

Bjarni Þorbergsson.

Gunnar Guðbrandsson - 

Ljósmynd: Kristfinnur