Hinrik Thorarensen kaupmaður

Hinrik Thorarensen kaupmaður

Hinrik Thorarensen fæddist á Siglufirði 20. febrúar 1927. 

Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. september 2010.

Foreldrar hans voru

Hinrik Thorarensen læknir, f. 15.9. 1893, d. 26.12. 1986, og k

ona hans Svanlaug Margrét Ólafsdóttir Thorarensen, f. 19.2. 1896, d. 6.11. 1950.

Bræður Hinriks eru: 

Oddur Thorarensen lögfræðingur, f. 1920, 

Ragnar Thorarensen, doktor í rafmagnsfræði, f. 1921, búsettur í Kaliforníu, og 

Ólafur Thorarensen, viðskiptafræðingur, f. 1922. 

Faðir þeirra eignaðist einnig dótturina  Stella Thorarensen, f. 1938, búsett í Kanada.

Hinrik kvæntist árið 1952 

Emilía Ellertsdóttir Thorarensen (Millý), f. 13.2. 1930, og

eignuðust þau þrjú börn:

Hinrik ólst upp á Akureyri þar sem þeir bræður gengu í skóla en fjölskyldan dvaldist á Siglufirði á sumrin. Hann fór til náms í Bandaríkjunum árið 1945 og lauk námi í viðskiptafræði frá Berkley-háskóla í Kaliforníu.

Eftir að Hinrik flutti heim árið 1950 vann hann í hagfræðideild Landsbanka Íslands í fimm ár uns Hinrik og Millý stofnuðu verslunina Tískuskemmuna á Laugaveginum árið 1953 og ráku hana í rúma fjóra áratugi. Hinrik hafði mikla ánægju af ferðalögum jafnt innanlands sem utan.

Hann hafði áhuga á útivist og fjallamennsku og ferðaðist um hálendi Íslands um árabil. Hann naut þess að ganga á fjöll og fór m.a. á Vatnajökul með Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hann var virkur í Lionshreyfingunni og stofnaði Lionsklúbbinn Frey ásamt nokkrum félögum sínum árið 1968 og hefur klúbburinn styrkt mörg góð málefni.

Hinrik hafði mikinn áhuga á flugi og lauk einkaflugmannsprófi og einnig lærði hann að sigla. Árið 1984 byrjuðu Hinrik og Millý að gera upp gamalt hús á jörðinni Sléttu í Fljótum í Skagafirði og nutu þess að dvelja þar á hverju sumri. Í lok árs 1997 veiktist Hinrik og fékk heilablóðfall.

Það var honum mikið áfall að missa heilsuna og stóð Millý eins og klettur við hlið hans og hugsaði um hann í 12 ár, allt þar til fyrir um ári að hann fór á hjúkrunarheimilið Skjól. 

Hinrik Thorarensen , yngri

Ljósmynd: Kristfinnur