Ásgrímur Einarsson - Bóbó

Ásgrímur Guðmundur Einarsson 

Ásgrímur Einarsson, ávallt kallaður Bóbó, fæddist 7. nóvember 1929 á Siglufirði.

Hann lést á heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði, 19. maí 2010.

Hann var sonur hjónanna

Dórótea Sigurlaugar Einarsdóttir, f. 6. maí 1904, d. 24. mars 2001, og

Einar Ásgrímsson, f. 6. nóvember 1896 d. 5. október 1979. 

Hann og systkin: 

1) Jón Einarsson, f. 31. janúar 1926,

maki; Guðrún Valberg Hallgrímsdóttir. 

2) Ásta Einarsdóttir, f. 14. maí 1928,

maki Páll Gunnólfsson.

3) Ágrímur Einarsson (Bóbó)

4) Guðlaug Einarsdóttir, f. 29. mars 1932, látin 10. júní 1999,

maki Sigurjón Jóhannesson er lést 18. desember 1970. 

5) Sólveig Margrét Júlíana Einarsdóttir, f. 14. júní 1934,

maki Helgi Einarsson

6) Brynjar Óli Einarsson, f. 17. september 1936 er lést 27. júní 1984,

maki Guðrún Ólafsdóttir.

7) Stella Minný Einarsdóttir (Stella Einarsdóttir) f. 9. febrúar 1940,

maki Páll Gunnlaugsson

Hálfbróðir Ásgríms samfeðra er

Eysteinn Óskar Einarsson, f. 18. maí 1923,

maki Sigríður Valdís Sörensdóttir.

Flest ár ævi sinnar bjó Ásgrímur að Grundargötu 9, Siglufirði, með foreldrum sínum og þar af seinustu 16 árin einn. Hann kvæntist aldrei, en segja má að hann hafi eignast hvert bein í börnum systkina sinna og barnabörnum, enda barngóður mjög.

Hann var heilsuhraustur alla tíð og þurfti ekki að sækja lækningu fyrr en komið var á níræðisaldurinn, og rómaði mjög þá aðhlynningu sem hann hlaut hjá starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Ásgrímur vann alla almenna vinnu, og fyrstu árin var hann sendill hjá verslun Sveins Hjartar, og þeyttist um á svarta sendilshjólinu.

Hann var í síld hjá Óla Henriksen og vann hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Síðast vann hann í frystihúsi Þormóðs ramma á Siglufirði. Bóbó eins og Ásgrímur var kallaður hafði mikinn áhuga á fótbolta, var heiðursfélagi í Knattspyrnufélagi Siglufjarðar, KS, og var flinkur fótboltamaður.

----------------------------------------------------------

Þekktari nöfn= – (Sólveg Einarsdóttir (Solla) – (Brynjar Einarsson) – (Stella Einarsdóttir)

Ásgrímur Einarsson - Bóbó