Snorri Jónsson, rafvirki´

Snorri Jónsson rafvirki 

Það sama má segja um Snorra og Valla, Þeir voru nánast eins og eineggja tvíburar. 

Þeir áttu mikið sameiginlegt og fóru oftar en ekki saman í land þegar komið var til erlendra hafna.

Oft voru þeir í samráði með hrekki sína, sem voru allir saklausir, en hnitmiðaðir.

Snorri var rafvirki um borð, en slíkt var nauðsynlegt, sérstaklega þegar síld var sótt á fjarlæg mið. 

Rafmagnsbúnaðurinn um borð var mjög flókinn. Talsvert flóknari en um borð í venjulegum skipum.

 Fyrstu tvö árin eða svo, áttaði útgerðin sig ekki á því að rafvirki var ekki bráðnauðsynlegur yfir vetrartímann í siglingunum. 

Eftir það var rafvirki aðeins um borð á síldarvertíðinni.

Snorri hefur mörg undanfarin ár stundað fiskútflutning og fleira í Vestmannaeyjum.

Annað slagið sér maður honum bregða fyrir á Siglufirði, en það er sjaldan.
Snorri hefur ávalt haft mikið að gera.