Leó R Ólason og Birgir Ingimarsson
trolli.is 12. október 2010 Leó R Ólason og Birgir Ingimarsson
Birgir og Leó spjalla við
burt flutta Siglfirðinga
Frétt á sigló.is
Á dögunum var hafinn af fullum krafti undirbúningur að gerð pistla sem áformað er að birtist á siglo.is tvisvar til fjórum sinnum í mánuði í vetur, og er von á þeim fyrstu allra næstu daga.
Þar munu þeir Birgir Ingimarsson og Leó R Ólason sækja heim nokkra burtflutta Siglfirðinga, fara yfir lífshlaup þeirra á léttari nótunum og grúska í myndaalbúmum. Fátt vildu þeir félagar segja um hverjir fyrstu viðmælendurnir væru, en létu þess þó getið að þeir muni eiga það sameiginlegt að hafa komið verulega við sögu Siglfirskrar dans og dægurtónlistar á liðnum árum og áratugum.
Og þá er bara að bíða og sjá hverjir það verða sem mæta til spurninga.
Viðtölin hér á Heimildasíðunni undirsíðum: Frá Brottfluttir. (þessari síðu)