SÖGUR AF FÓLKI
Athugið, margir tenglar sem vísa til frásagna, eru hér neðar.
Í þessum kafla: SÖGUR AF FÓLKI er að finna ýmsar skondnar sögur, sem flugu á milli fólks á Siglufirði á tímabili síldaráranna (Síldarævintýrinu margnefnda) Sumar þeirra höfðu heyrst í mörgum útgáfum, það er breyst í meðferð fólks (manna á milli) en grunnurinn sannur.
Það sem á þessum síðum er, er margt sem ég sjálfur hefi verið vitni af, sumar jafnvel færðar í dagbók mína.
Í þessum kafla: SÖGUR AF FÓLKI er að finna ýmsar skondnar sögur, sem flugu á milli fólks á Siglufirði á tímabili síldaráranna (Síldarævintýrinu margnefnda) Sumar þeirra höfðu heyrst í mörgum útgáfum, það er breyst í meðferð fólks (manna á milli) en grunnurinn sannur.
Það sem á þessum síðum er, er margt sem ég sjálfur hefi verið vitni af, sumar jafnvel færðar í dagbók mína.
Einnig sögur hafðar eftir mörgum af gömlu kempunum sem unnu hjá Síldarverksmiðjunum, þar á meðal ég sem vann á „SR lóðinni,“ 1) vítt og breitt samtals í um 35 ár, með hléum.
Þessar kempur og sögumenn, má til dæmis nefna þann duglegasta í mín eyru, Hallur Garibaldason, svo og Þorleifur Sigurðsson smiður, Eggert Theódórsson lagerstjóri, Rögnu Backman efnarannsókn, Stefán Friðleifs og Jóel Hjálmarsson lagerstjóri og fleiri gæti ég nefnt.
Alla þessa hefi ég í mislangan tíma unnið hlið þeirra, og sumir verkstjórar, og eða flokkstjóra yfir mér.
Á þessum síðum er einnig sagt frá ýmsu sem skeði utan „Lóðar“ og í raun SR sögum ekki tengdar.
1) „SR lóðinni,“ Var oft sendur í mislangar ferðir (með fleirum) til vinnu og dvalar við verksmiðjur SR á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði, svo og um 4 ár, sem timburmaður á síldar og olíuskipinu Haferninum 1966-1970