Til Grikklands

Félagslífið um borð + Herbergið mitt um borðSplit í Yugoslavíu + Teknir til fanga í Split + Yfir AtlandshafiðLestað í SvíþjóðHjólað í Svíþjóð + Þversum í Kílaskurði + Grikkland og Tyrkland + Til Grikklands + Izmir, Tyrkland + Beirut í Libanon  +  Torreveija á Spáni  + Loksins heim til Íslands 

M.S. Hvalvík 12. ág. 1979 – á leið til Grikklands.

Úrdráttur frá „bréfi“ talað inn á segulband og sent heim til fjölskyldunnar

Ég vann bara til klukkan 17:00 í dag. Inni í herberginu mínu núna er 30°C hiti, úti í dag var 39 °C í forsælu en 45 °C úti í sólinni, en sólin er nánast beint yfir höfði mans um hádegisbilið.

Ég hefi verið að vinna úti í mest allan dag og síðustu dagana í blíðviðri. Aðallega við logskurð og rafsuðu miðskips ofanþilja.

En í dag var heitasti dagurinn.

Í gærkveldi hafði ég skilið eftir logskurðar og rafsuðutækin út á dekki þar sem ég hafði verið við vinnu og ég ætlaði að halda þar áfram daginn eftir, en sléttur sjór hefur verið undanfarið. 

En seinnipart nætur gerði brælu sem jókst er leið á morguninn. Tækin voru í hættu þrátt fyrir að hafa verið bundin og breitt yfir þau.  Ég fékk aðstoð hjá Sigga háseta og við fórum fram á dekk til að færa tækin; rafsuðuvél og logskurðartæki fram undir bakka þar sem þeim væri óhætt.

Þetta tókst, þrátt fyrir að við báðir höfðum farið vel á kaf nokkrum sinnum.  Hættan var þó ekki mikil þar sem við fylgdumst vel með sjónum þegar hann flæddi upp á dekkið og við héldum okkur vel á meðan, auk þess var vel fylgst með okkur ofan frá brúnni.   

Við vorum báðir í stuttbuxum einum klæða og sjórinn 30 °C heitur.
Við fengum þó samt nokkrar smáskrámur og marbletti, sem komu í ljós daginn eftir.

Maggi skipstjóri sá myndavél mína sem ég hafði skilið eftir uppi í brú og tók nokkrar myndir af atvikinu, sem má sjá hér neðar.

Mér er farið að hálf leiðast veran hér um borð, þrátt fyrir að áhöfnin sé búin að átta sig á því "að ég væri ekkert skraut sem ekkert geæti um borð," það er að segja; bara vinur skipstjórans. 
Allir eru nú orðnir góðir vinir og jafningjar, ef marka má það sem einn skipverjinn sagði mér frá.
(Einn, lét þau orð falla, að ég væri bara skraut um borð, og vissi ekkert um sjómensku, aðeins vinur skipstjóranans" Hann var vel við skál þá, eftir að haf verið í landgöngufríi og nýkominn einn um borð, en ég á vakt.)  

Skipverjinn fyrrnefndi sagði mér ýmislegt sem ég hafði ekki vitað áður, þó svo að sumt hafði mig grunað um álit áhafnarinnar á mér, sem var mjög neikvætt til að byrja með.

En viðhorf þeirra hefur breyst talsvert, sumir eru jafnvel meir að segja farnir að bera virðingu fyrir mér og láta það óspart í ljós sín á milli sagði skipverjinn mér ásamt mörgu öðru sem ég sleppi hér.  

Ég hefi haft svipað fyrir stafni og það sem ég gerði þegar þú varst um borð, þó hefur bæst við, að ég var beðinn að aðstoða vélstjórana í dag við gera við kapalinn að krananum og ég hefi lent í því að aðstoða loftskeytamanninn að gera við VHF talstöðina og síðar annan radarinn, svo fátt er orðið sem ég hefi ekki reynt um borð.  

Við sigldum djúpt út af Portúgal, síðan inn um Gibraltarsund, Seuta megin, meðfram stöndum Afríku; Algeir og og Tunis og síðan suður af Sicily. 

Ég sé núna að við erum við suðurodda Sicily og ég sé til borgar sem gæti verið Pozzello, en við höfum siglt allt aðra leið nú heldur en þegar við fórum til Júgóslavíu. 
Í kvöld tökum við stefnuna á Prevezo í Grikklandi (í ca 39°)  síðan  um Korinth sund til Patras og svo til Izmir í Tyrklandi

Frá Izmir förum við til Beirut í Libanon og losum þar restina af farminum sem er aðallega pappír sem við tókum í Svíþjóð.  

Það hefur verið talað um, að ef til vill þurfi að losa þann farm á Kypur, vegna ófriðarástands sem ríkir í Beirut. 

Þegar allur farmur hefur verið losaður verður haldið til Torreveja á Spáni og heim þaðan með saltfarm, vonandi.  

Mynd frá póstkorti.
Við fórum um þetta sund á Hvalvíkinni

Upplýsingar af netinu um  Korinth sund, Corinth Canal er merkilegt sund eða skurður, sem sagt er að hafi verið grafinn af um 6000 þrælum með hökum og skóflum og lokið um seinnihluta 19. aldar.  Og sagt er að verkefnið hafi verið á óskalista Grikkja í yfir 2000 ár. Skurðurinn er að meðaltali um 15 metrar á breidd, sumstaðar svo þröngur að hægt var á tímabili þegar við á Hvalvíkinni sigldum þar í gegn, að snerta snarbratta veggina með kústskafti. 

Veggirnir þarna, á mjög löngum kafla var allt að 100 metrar upp á brúnina.  Siglt var um sundið með fullum vélarkrafti, þó var ganghraðinn ekki nema 3-4 sjómílur, en skipið þrýsti vatninu sem ekki komst aftur með skipinu framundan frá sér í þröngu sundinu.   

Ekki geta skip mæst þarna, heldur er þeim hleyp í gegn einu í einu hvora áttina.  Sundið er um 4 sjómílur að lengd, og sparar um 185 sjómílna leið þeirra sem þurfta að sigla yfir í Saronic flóa Myndin er frá frá: http://thebesttraveldestinations.com/the-corinth-canal/   Mikinn fróðleik um skurðinn má finna frá veffanginu. Sundið er í Grikklandi á stað sem merktur er á Google Earth korti: Korinthiakos Kolpos 37°46´55.51"N 22°58´03.86"E  (vestari innsiglingin)