Baldur Árnason

Baldur Árnason viðskiptafræðingur, Torfufelli 42, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Baldur er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands 1962-1967.
Baldur útskrifaðist sem cand.oecon þaðan 1967.
Baldur vann á námsárum sínum við síldarsöltun á Siglufirði á sumrin.
Hann var starfsmaður við bókhald hjá íslenskum aðalverktökum sf. frá 1967 og aðalbókari hjá Álafossi hf. í Mosfellssveit frá apríl 1972 til júlí 1980.

Þá hóf Baldur störf sem forstjóri dótturfyrirtækis Álafoss, Álafoss Europa A/S í Danmörku og gegndi því starfi til júlí 1985. Hann vann við ýmis störf hjá Álafossi í Mosfellssveit frá júlí 1985 til nóvember 1987 og varð fjármálastjóri hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík í nóvemberl987.

Baldur hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1962, utan áranna 1980-1985 er hann bjó í Danmörku. Baldur gekk í Lions klúbb í Danmörku og er nú félagi í Lionsklúbbnum Baldri. 

Baldur Árnason viðskiptafræðingur
Ókunur ljósmyndari

Fjölskylda: Baldur kvæntist 12.9.1965 Kristín Friðbertsdóttir, f. 30.8.1943, húsfreyju og afgreiðsludömu.
Foreldrar hennar:
Friðbert Pétursson, f. 1909, og Kristjana Guðrún Jónsdóttir, f. 1909.
Friðbert er búfræðingur og bjuggu þau lengi í Botni í Súgandafirði en eru nú búsett á Suðureyri.

Börn Krstínar og Baldurs eru:
Hrönn Baldursdóttir, f. 24.12.1964, H.D. í sölu- og markaðsfræði, í sambúð með Ole Kynde Pedersen, f. 4.8.1963, byggingatækni, og eru þau búsett í Óðisvéum í Danmörku; 

Hreinn Baldursson, f. 25.3. 1966, stúdent; 

Svala Baldursdóttir, f. 21.6.1975, nemi. 

Systkini Baldurs:
Haraldur Árnason, f. 9.10.1929, skrifstofustjóri hjá Sparisjóði Siglufjarðar, maki Helga Guðmundsdóttir, f. 18.3.1937, og eiga þau tvö börn:

Sigríður Lára Árnadóttir, f. 28.11. 1931, kennari, maki Þorsteinn Björgvin Júlíusson, f. 9.10.1926, búsett á Húsavík og eiga þau eitt barn, Árna, f. 4.1.1969, er býr í Reykjavík. Þorsteinn átti eitt barn áður, Guðlaugu, f. 2.8.1959, bóndakonu í Víðihlíð í Reykjadal. 

Foreldrar Baldurs:
Árni Jónasson, f. 13.3.1904, d. 29.12.1974, klæðskeri og póstmaður á Siglufirði, og Soffía Jóhannesdóttir, f. 2.9.1904, d. 26.1. 1975,húsfreyja.Þauhófubúskapá . Akureyri en voru lengst af búsett á Siglufirði. 

Ætt Foreldrar Árna voru Jónas Einarsson, f. 17.3.1963, d. 18.9.1944, bóndi í Litlagerði í Dalsmynni, Grýtubakkahreppi, og víðar, síðar á Hól, Siglufirði, og kona hans Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 11.10.1858, d. 13.10.1938, húsfreyja. Baldur Árnason. Foreldrar Soffíu voru Hans Jóhannes Pálsson, f. 13.11.1874, d. 9.3. 1941, verkamaður á Húsavík, og kona hans, Helga Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 3.7.1886, d. 30.4.1961, húsfreyja. Baldur tekur á móti gestum á afmælisdaginn að heimili sínu frá kl. 17-19.