Blaðið Siglfirðingur

Glefsur úr blaðinu Siglfirðingur

 1923-1924 + Siglfirðingur 1928 + Siglfirðingur 1929 + Siglfirðingur 1930 + Siglfirðingur 1931 + Siglfirðingur 1932 + Sigfirðingur 1933

Siglfirðingur - 1923 

1. árgangur 1923-1924, 1. tölublað      Einhver ruglingur hefur áttsér stað við skráningu hjá timarit.is (?) fyrstu eintaka Siglfirðings árið 1930, það er árgangur er skrifaður 3. Svo og ártal 1929 í staðinn fyrir 1930. Þetta á við fyrstu eintökin.

ÁVARP. 

Eftir áskorun ýmsra góðra manna hefi jeg ráðist í að gera tilraun með að gefa hjer út vikublað, jafnvel þótt undanfarandi tilraunir á því sviði sjeu ekki sjerlega hvetjandi. »Fram«; sálugi safnaði skuldum, eins og allir vissu, og þeim því meiri sem hann lifði lengur, þangað til þær urðu honum að bana.

Og »Framtíðin«, sem að vísu ekki er dauð ennþá, hefur víst ekki gert mikið betur en að halda holdum. Mjer er það því fullkomlega Ijóst, að við fjárhagslega örðugleika muni verða að stríða, ásamt með ýmsum fleiri örðugleikum, sem blaðaútgáfu jafnan eru samfara. Jeg geng þess heldur ekki dulinn, hve mikið vantar á að jeg sje fær um að standa fyrir blaði á þann veg, að það verði bænum menningarauki og til uppbyggingar landi og lýð. Því efni treysti jeg að mestu leyti á ýmsa menn, mjer færari, sem lofað hafa aðstoð sinni um að gera blaðið sem best úr garði. 

Um stefnu blaðsins skal það eitt sagt að þessu sinni, að það verður eindregið bindindisblað, en að öðru leyti mun stefna þess koma í ljós smátt og smátt. Annars mun blaðið fyrst og fremst láta til sín taka alt, sem h e i l l S i g l u f j a r ð a r varðar, og berjast á móti misrjetti því, sem sjávarútvegurinn hefir orðið fyrir í löggjöf vorri nú síðustu árin. Frjettir mun blaðið reyna að flytja sem mestar, rjettastar og nýjastar og húsmæðrunum mun verða bent á, hvar þær fái mest fyrir- peninga sína. 

Fyrsti árgangur er ákveðinn minst 40 blöð og kostar hann fjórar krónur sem greiðist fyrirfram. — Það er að vísu nýtt hjer á landi, að blöð sjeu greidd fyrirfram, en það er gamall og góður siður erlendis, sem búið hefði átt að vera að taka upp hjer á landi fyrir löngu. Með því er tekið þvert fyrir mjög umfangsmikla innheimtu og eilíf vanskil, sem mörgu blaðinu hefir orðið að fjörtjóni. 

Hverjum kaupanda verður gefin skrifleg kvittun, þar sem tekið verður fram, að ef ekki koma út 40 tölublöð, þá verði þeim endurgreiddir 10 aurar fyrir hvert það tölublað, sem upp á vantar. Jeg vona því, að menn taki þessari nýung vel og sjái, að um enga hættu er að ræða, þó þeir borgi blaðið fyrirfram. Ef vel gengur, er hugsanlegt að árgangurinn verði jafnvel 50 til 60 tölublöð án þess þó að verðið hækki.

Virðingarfylst Friðb. Níelsson.

----------------------------------------

SIGLFIRÐINIGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstudegi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð, kosta 4 krónur er greiðist fyrirfram.  - Í lausasölu 15 aura blaðið.   --  Erlendis kostar blaðið 5 krónur.

Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. —

Auglýsingum sje skilað á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyrir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef.

----------------------

Dýrasti maður bæjarins mun vera Matthías. Hann tók upp á þeim skratta, að leggja saur og skólpleiðslu út í Álalækinn svo að bæjarstjórnin, sem hvergi má saur sjá, neyddist til að áætla 10 þús. kr. í lok á lækinn.

Viðbúið er að önnur 10 þús. fari til undirbúnings og eftirkasta, og kostar hann þá bæinn jafnmikið og allir ómagarnir til samans.

Guðmundur Hafliðason hefur nýlega látið af afgreiðslu Eimskipafjelagsins, en við hefur tekið Þorm. Eyólfsson kaupm.

-------------------------

Þetta blað verður sent um allan bæinn og nágrennið, og auk þess sent víiðsvegar út um alt land sem sýnishorn til athugunar. En næsta blað verður aðeins sent þeim, sem hafa gefið sig fram sem kaupendur og greitt andvirði þess.

---------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur - 1923 

1. árgangur 1923-1924, 2. tölublað

Borgarafundur var að tilhlutan Verkam.fjelagsins haldinn í »Valhöll« á þriðjudagskvöldið var.

Umræðuefni: .Leiguútboð Hafnarbryggjanna. Fundarboðendur lögðu fram svohljóðandi tillögu:

»Með því að augljóst er, og sannanlegt, að útgerðarmenn alment eru ekki við því búnir að taka dýr söltunarpláss á leigu strax að haustinu, þá vill fundurinn alvarlega skora á Hafnarnefnd og Bæjarstjórn, að fresta leigu á söltunarplássum Hafnarsjóðs, þar til 15. apríl n. k. með því að fundurinn telur meiri tryggingu fyrir því að há tilboð fáist þá, þegar vænta má að miklu fleiri verði færir um að keppa um plássið, en nú.«

Til máls tóku með tillögunni: Jósef Blöndal, Sig. Kristjánsson, Flóv. Jóhannsson, Guðm. Hafliðason, Guðm, Bíldal, G. T: Hallgrímsson, Jón Jóhannesson og ritstjóri þessa blaðs.

En móti töluðu aðeins: Oddviti Bæjarstjórnar G. Hannesson, H. Thorarensen bæjarfulltrúi og Sophus A. Blöndal bæjarfulltrúi.

Aðeins þrír af ellefu, sem sæti eiga í Hafnarnefnd og Bæjarstjórn, urðu til þess að verja gerðir nefndanna í þessu máli.

Umræður urðu fjörugar, eins og vant er á slíkum fundum, og snerust miklu meira um annað en sjálft fundarefnið, sem í sjálfu sjer er ósköp einfalt og auðskilið mál. Það ætti sem sje að vera hverjum manni ljóst, að því fleiri sem eru um boðið, því meiri líkur eru fyrir háum boðum. Og það blandast engum hugur um sem til þekkir, að á þessum tíma ársins eru margir útilokaðir frá að gera tilboð, sem keppa mundu um plássin síðar í vetur. 

Það ætti því að vera föst regla, að gera út um leiguna síðari hluta vetrar, og að hafa tilboðsfrestinn að minsta kosti 3. mánuði. Eftir fjagra stunda þjark var tillaga fundarboðenda samþykt með 46 atkv. gegn 10. Þá var og samþykt svohljóðandi viðaukatillaga frá Flóv. Jóhannssyni, með 37 atkv. gegn 1.

»Svoframt að mögulegt sje, þá, óskar fundurinn að syðri hafnarlóðin verði boðin út í tvennu eða þrennu lagi eftir því hve margar bryggjur hafnarnefnd hefur til umráða á þeirri Ióð.«

Samtals voru haldnar 37 ræður, fyrir utan fyrirspurnir og framíköll. Var fógetinn þar hæðstur á blaði með 9 — níu — ræður, eða hjer umbil fjórðapartinn af allri skemtuninni.

------------------------------------------------------------------ 

Siglfirðingur - 1923 

1. árgangur 1923-1924, 3. Tölublað

Söltunarplás s Hafnar - s j ó ð s . Hæðstu tilboð sem komið höfðu voru: í syðra plássið kr. 13750 frá S. Goos, en í nyrðra plássið kr. 6177 frá Sigutjóni Ólafssyni. Hafnaínefnd hafði á fundi b. þ. m. lagt til, að hvorugu þessu tilboði yrði tekið nú, heldur yrðu plássin auglýst á ný með umsóknarfresti til 15. jan. n. k. — Um þetta mál voru haldnar þrettán ræður, sem stóðu yfir fulla þrjá tíma. 

Kendi þar margra grasa og misjafnra, og hefði sumt at því, sem sagt var, áreiðanlega betur veriðósagt látið. Málalokin urðu loks þau, að tillaga Hafnarnefndar var samþykt með þeirri breytingu, að tilboðsfresturinn yrði til 17. jan. n. k. Hefir málinu þannig verið frestað um 6 vikur. Það er að vísu of stutt, en þó betra en að gjört hefði verið út um leiguna nú, sem vissulega hefði orðið, ef borgarafundurinn. hefði ekki verið haldinn.

Fundargjörð rafljósa - n e f n d a r, þar sem nefndin lagði til, að frá 1. jan. n. k. hætti bærinn að hafa einkasölu á ljóstækjum, hverju nafni sem nefnast, og að svo fljótt semunt væri, yrðu settir hemlar á hvert. einasta hús sem rafljós hefir. Þetta hvorutveggja samþykti bæjarstjórn. Það væri full ástæða til, að geta um ýmislegt fleira, sem þarna gerðist, en plássið leyfir það ekki. Fast að hundraði áheyrenda sótti fundinn.

----------------------------------

Áskorun.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi sagði frú Guðrún Björnsdóttir meðal margs annars að nokkrir af þeim, er mæltu með tillögu þeirri er samþykt var á borgarafundinum um daginn, kynnu hvorki að fara með sitt fje nje annara. Með því að jeg var einn af þeim, er mæltu með tillögunni, og hefi jafnframt annara fje til meðferðar, krefst jeg þess að nefndur bæjarfulltrúi lýsi yfir því opinberlega hvort við mig hafi verið átt með þeim ummælum eða ekki. Jeg get ekki sjeð annað, en að almenningur eigi óskerta kröfu til slíkrar yfirlýsingar.

Sig. Kristjánsson.

------------------------

Vel get jeg látið það að vilja hr. Sig. Kristjánssonar - þó jeg telji það algerlega óþarft  - að lýsa yfir því, að ofan umgetin orð mín áttu auðvitað ekki við hann, enda gátu þau ekki skilist svo, því aldrei hefir hann »sýnt opinberlega« neina óreiðu í fjármálum.

Guðrán Björnsdóttir.

---------------

Fyrirspurnir.

1. Hver hefir ráðið því að láta taka möl og grjót sunnan við »Söbstadsþróna«, sem hlýtur að verða til þess að eyðileggja þróna að meira eða minna leyti? Ekki hefir það verið borið undir bæjarstjórn.

2. Hver hefir ráðið verkstjóra við uppfyllingu á hafnarlóð og með hvaða kjörum?

Í fyrra var sú atvinna boðin niður, en þó greitt hærra kaup en undirboðið bar með sjer. Hvorugt þetta hefir verið samþykt af bæjarstjórn.

3. Hver hefir látið setja lyftitæki á nýu hafnarbryggjuna, og fyrir hvers reikning er það gjört? Ekki hefir það verið borið undir bæjarstjórn.

F. 

------------------------

Fyrirspurnum þessum var oddvita gefinn kostur á að svara nú í þessu blaði, en hann Ijet það vera. Er þeim því hjer með vísað til bæjarstjórnarinnar.

R i t s t j .

--------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1923 

1. árgangur 1923-1924, 6. tölublað

Götumoksturinn.

Það hefir lengi verið kur í mönnum hjer í bænum út af snjómokstrinum á götunum, og er það ekki að ástæðulausu. Umsjón með mokstrinum hefir Bíldahl undir yfirstjórn veganefndar. Veganefnd er, sem kunnugt er, þannig skipuð, að í henni sitja: Oddviti bæjarstjórnar, sra Bjarni Þorsteinsson og Flóvent Jóhannsson. 

Að einhverjum þessara fjögra manna er því að snúa máli sínu, eða jafnvel frekar til þeirra allra. Um það, hvernig mokstrinum skuli hagað, mun engin reglugjörð vera til; er það heldur ekki stór skaði því nóg er af reglugjörðum sem slælega er framfylgt. Mokstrinum er því hagað eftir geðþótta ofangreindra manna, og er ekki ófróðlegt að líta stuttlega yfir hvernig það verk er framkvæmt.

Þær götur, sem jafnaðarlega eru mokaðar eru: Aðalgata, Vetrarbraut, Eyrargata, Norðurgata frá Gránugötu að Aðalgötu, og lítill partur af Tjarnagötu. Einstöku skaflar eru lækkaðir á öðrum götum. Þær göturnar sem má telja erfiðastar umferðar á vetrum, að undanskilinni Aðalgötu, eru aldrei snertar að heita má.

T. d. mun Norðurgata aldrei hafa verið mokuð í mörg ár, fyr en þá að hafist hefir verið handa með krafti miklum, að höggva af henni klaka að vorinu, og hún með því — ásamt fleiri götum — mikið skemd. Lindargata, er mjög sjaldan mokuð, og aldrei svo sem vera ber. Kveður svo ramt að, að þurfi Brekkubúar að nota götuna til þess að flytja heim lífsnauðsynjar sínar verða þeir annaðhvort að moka hana sjálfir, eða þá að láta sjer lynda að slengja öllum flutningnum á bak sjer. 

Suðurgata mun Iítið eða ekki vera mokuð, er þess þó oft full þörf, og getur jafnvel stafað hætta af ef ekki er gert, þar eð gatan er mjó og hallar straks fram að bakkabrún er snjó og klaka leggur á hana. Það verður ekki í fljótu bragði sjeð hvernig á þeim »forrjettindum« stendur er íbúar Aðalgötu, Eyrargötu og Vetrarbrautar verða aðnjótandi; minnir það mann á forgangsrjettinn sæla, en öll slík mismunun er óvinsæl og órjettlát. 

Hver bæjarbúi á heimtingu á að hafa jafnt og annar þægan og greiðan veg, eftir götum, að heimili sínu og að minsta kosti ættu fjölmenn hverfi, eins og Brekkan, síst að vera útundan, þar sem aðstaða þar, til heimflutninga, er að öðru leiti mun erfiðari en annarsstaðar. Það hefir mikið verið lofað og dýrkað, að komið var á fót dýrtíðarvinnu fyrir bæjarbúa, með moldarakstrinum á Hafnarlóðina, og malarflutningnum sæla. En því þá ekki að leggja talsvert meira í snjómoksturinn, svo sú vinna geti verið þeim tekjugrein er nauðsynlega þurfa á vinnu að halda? 

Það, sem þarf að gera er það, að moka allar götur bæjarins, sem nokkur umferð er um að ráði, alveg niður í götu strax i fyrstu, og halda því við allan veturinn. Með því veittist mikil atvinna, mokstur gatnanna yrði ekki lengur bænum til vanvirðu, göturnar skemdust minna, og bæjarbúar nytu mikilla þæginda. Vill ekki veganefndin, að Bíldahl viðbættum, taka eitthvað af ofanskrifuðu til athugunar; góð byrjun, ef þegar með nýári breyttist eitthvað til bóta.

Bakkan.

--------------------------------------------------------------------  

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 7. tölublað

Við árslokin 1923.

Ekkert ár hefur fólki fjölgað hjer eins mikið eins og árið 1923. Er það nokkuð fyrir þá sök, að fleira hefur fæðst en dáið; rúm 40 börn hafa fæðst, og 16 mans hefur dáið. En mest stafar fjölgunin af því, að miklu fleira fólk hefur fluzt inn en út. Fólksfjöldinn við ársbyrjun í fyrra var 1225 en nú við árslokin 1335, þar af 144 utan kaupstaðarlóðarinnar. Á kjörskrá í bæjarmálefnum hefur fjölgað um meira en 100 manns, og eru kjósendurnir á þeirri skrá, er nú liggur frammi 591 að tölu. Töluvert útlit er fyrir því, að fólksfjöldinn hjer nái tveim þúsundum innan tíu ára. Bærinn stækkar óðum og rafIjósalausu húsunum fjölgar altaf, sem eðlilegt er, þar sem rafstöðin við Hvanneyrará er fyrir löngu fullhlaðin. Telst svo til við lauslega ransókn, að um 70 hús sjeu rafIjósalaus með öllu, og mörg önnur hús hafa minni og færri Ijós en þyrfti. Mun það láta nærri að í bæinn, eins og hann er nú, muni vanta yfir þúsund Ijós 16 kerta að götuljósum meðtöldum. Við svona búið má ekki lengur standa; hjer þarf skjótra aðgerða við, en um -- leið hyggilegra. Væri óskandi að enn bjartara yrði hjer í bænum, úti og inni, við næstu áramót, en nú.

B. P.

-----------------------

Grein þessi er svar sóknarprestsins við fyrirspurn frá mjer um fólksfjöldann í bænum nú um áramótin, og um tölu fæddra og dáinna síðastliðið ár. En með því að þetta svar kom í greinarformi og fjallaði auk þess um fleira en að var spurt, birti jeg það hjer orðrjett með samþykki höfundar.

Af því sjest meðal annars, að bæjarbúum hefur fjölgað um 110 árið sem leið; um 24 vegna fleiri fæðinga en dauðsfalla og um 86 vegna meiri inn en útflutnings manna. Er þetta að vísu mikil fjölgun en þó ekki meiri en svo, að jeg þykist þess fullviss, að ekki muni færri bætast við árlega næstu árin, þannig. að eftir 5 ár hjer frá teljum vjer Siglfirðingar full tvö þúsund. — Þá á líka að vera komin hjer upp hafskipabrygga, sjúkrahús, ný rafljósastöð, kirkja, leikhús og gangstjettir um allan bæinn. Og þá á hver einast i opinber starfsmaður bæjarins að vera f y r i r m y n d stjettarbræðra sinna. Þetta á að vera og skal vera takmark vort.

Ritstj .

--------------------------

Yfirlýsing.

Jeg vil biðja »Siglfirðing« að geta þess, að jeg á engan hátt hef ráðið því hvernig götur bæjarins væru mokaðar og hverjir innu það verk. Af gefnu tilefni neita jeg einnig að vera meðráðandi þess, að fluttur væri óþverri á götur bæjarins í staðinn fyrir sand.

Flóvent Jóhannsson.

------------------------

H. Thorarensen lækni, er hjer með boðið rúm í næsta blaði til þess að gera grein fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að spítalabyggingarmál Siglufjarðar liggi rykfallið upp á hillu.

Sinni hann ekki þessu boði, verður það að skoðast sem svo, að ástæðan að hans áliti þoli ekki að koma fyrir almennings augu.

------------------------ ---------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 9. tölublað

Misrjetti.

Jeg varð meira en lítið hissa, þegar tillaga frú Guðrúnar var feld núna á síðasta bæjarstjórnarfundi; tillagan um að skipa nefnd til að vinna að því, að koma i veg fyrir of mikinn straum hingað til bæjarins af óráðnu verkafólki. Það var eins og fulltrúarnir væru svo fjarska hræddir við þetta mál, að við því mætti ekki hreyfa. Helga er nú að sönnu vorkun, sem sjálfur er atvinnuveitandi, en Thorarensen hefði átt að vera vorkunarlaust að skylja málið svo, að það var ekki hættulegt að setja það í nefnd nema ef hann sjálfur hefði lent í nefndinni, því »sannast að segja« fanst mjer hann hafa lítið vit á málinu. 

Það kom berlega fram við umræðurnar á bæjarstj.fundinum, að útgerðarm. finst að við síldarstúlkurnar mega sjálfum okkur um kenna hvað við höfðum lítið upp úr vinnu okkar s. l. sumar. Þetta er víst og satt. Það er samtakaleysi okkar að kenna að heimta ekki uppgefin ákveðin kjör strax þegar verkkaupendur byrja að ráða okkur, en láta þá ekki komast upp með það ár frá ári, að ráða upp á »sömu kjör og aðrir borga,« sem svo þegar búið er að ráða, verða í reyndinni þau kjör, sem verkkaupandi vill vera láta, en ekki þau sem sanngjörn eru, þetta átti sjer einmitt stað s. l. sumar það gaf enginn upp ákveðin kjör fyr en við byrjun síldveiðanna, þegar útgerðarmenn höfðu sjeð að enginn hætta var fyrir þá að setja kaupið 75 au. á tunnu, þeir gætu fengið nógar stúlkur, þó það væri áreiðanlegt að þeir höfðu flestir búist við að þurfa að borga 1 krónu, sem líka var sanngjarnt samanborið við kaup karlmanna. 

Þetta var ástæðan til, að margar af stúlkunum sem heima eiga hjer, voru óráðnar þegar síldveiðin byrjaði, og höfðu því lítið upp úr sumarvinnu sinni. Þetta mega að miklu leyti kallast sjálfsköpuð víti, en hitt er misrjetti sem við siglfirsku síldarstúlkurnar höfum verið beittar ár frá ári, að láta okkur sitja við lakari ráðningskjör en aðkomustúlkurnar, sem oftast eru þó ljelegri og óábyggilegri til vinnunnar en við sem erum æfðar í henni. Það getur enginn hrakið það, að kjör hjer búsettra síldarstúlkna hafa allaf verið ljelegri en hinna sem að hafa komið. 

Við höfum að sönnu fengið sama kaup fyrir hverja tunnu, og oftast vikupeninga til jafns við hinar, en þar með er líka upptalið. Aftur á móti hafa aðkomustúlkur fengið frítt húsnæði, ljós og oft eldivið, og svo altaf aðra og stundum báðar ferðir fríar. Ef þessi hlunnindi hefðu verið reiknuð, og okkur borguð þau, þá held jeg áreiðanlega að við hefðum borið eins mikið upp, eins og þó við hefðum fengið kröfu okkar framgengt, að fá krónu á tunnuna. Jeg vil nú spyrja: Er nokkuð ver af hendi leyst verkið hjá okkur, siglfirsku stúlkunum en hjá aðkomustúlkunum? 

Og ef það er ekki, hvers eigum við þá að gjalda hjá ykkur, sveitungar góðir, að þið ekki viljið borga okkur það sama fyrir það, eins og það kostar ykkur, þegar aðkomustúlkur vinna það. Sýnið nú sanngirni og borgið hverri siglfirskri stúlku 25 aurum meira á tunnuna á komandi sumri, heldur en aðkomustúlkunum, og reynið hvort það borgar sig ekki, en ákveðið kaupið strax þegar þið byrjið að ráða okkur, því eftirkaupin við ykkur hafa gefist okkur illa, og síðastl. sumar kendi okkur, að hafa daufa trú á uppbótum á söltunarlaununum þó margir teldu að þið hefðuð staðið ykkur vel við þær og þær sómt ykkur vel.

Síldarkerling.

-------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 11. tölublað

Sigurður J. Fanndal, kaupmaður, er nýgenginn í Verkamannafjelag Siglufjarðar.

---------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 14. tölublað

Skarðdalskot hefur bæjarstjórnin samþykt að kaupa fyrir 2400 krónur og að greiða helming andvirðisins á þessu ári, utan fjárhags- áætlunar. — »Siglfirðingur.« telur hagnaðinn seljandans meginn.

----------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 17. tölublað

Þ a ð  e r haft fyrir satt að H. Thorarensen hafi siglt til Kaupmannahafnar til þess að fullnuma sig í lyfjasamsetningu. — Með Íslandi síðast fjekk hann 150 kassa af Carlsberg-öli. — Mátulega að verið, og auðsjáanlega ekki byrjað á óþörfustu lyfjunum!

------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 18. tölublað

»Skíðakappmót Í s l a n d s« hið fyrsta, fór hjer fram 22 og 23 þ.m. Fyrri daginn var keppt í loftstökki, 1,25 m. háu, fram í Hvanneyrardalsbotni, og tóku þátt í því 10 Siglfirðingar. Allir nema 2 stukku 20 m. og einn (Jóh. Þorf.) stökk 26 m. en enginn þeirra stóð stökkið. Fær því Skíðabikar íslands að kvíla sig eitt ár enn. — Síðari daginn var kept í 576 m. langri sljettri brekku ofanaf Strákhyrnutoppi niður í Hvanneyrardalsbotn. 

Tóku þátt í því 8 Siglfirðingar og stóðu brekkuna allir. Mestum hraða (66 km. á klukkustund) náði Ólafur Einarsson, og fjekk hann verðlaun. Þá var kept í 10 km. göngu og tóku þátt í henni 3 Siglfirðingar. Fljótastur varð Jón Kristjánsson (1. t. 2 m. 21 s.) og fjekk verðlaun. Mótið fór vel fram, en verst, að engir aðkomumenn skyldu sækja það.

------------------------------------------------------

Andrjes Hafliðason óskar þess getið, að það hafi verið hann sem fjekk Calrsberg-ölið með íslandi síðast.

— Hann er líka sagður einn af hluthöfum mentastofunarinnar þarna upp við Álalækinn.

-----------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 24. tölublað

Hjálparstöðin.

Flestum bæjarbúum mun vera það kunnugt, að jeg hefi að undanförnu verið á móti því, að sett yrði upp mótorhjálparstöð til ljósframleiðslu og hefi jeg áður gert grein fyrir ástæðunum. Það mun því fáum koma á óvart þó jeg enn hreyfi andmælum, úr því verið er að vekja þennan draug upp í 3ja eða 4ja sinn. Við umræðurnar í gærkvöld bar miklu meira á meðmælendum hjálparstöðvarinnar, en með því mjer virtist sumt af meðmælum þeirra orka tvímælis, vil jeg leyfa mjer að benda bæjarbúum á það helsta, þeim til athugunar áður en til atkvæðagreiðslu verður gengið.

Til að byrja með, voru aðal frummælendur málsins ekki betur sammála en það, að annar (H. Th.) sagði, að með því að nota Sandfoss-vjelina, kostaði hjálparstöðin ekki neitt. En hinn (S. A. Bl.) sagði, að af því þessi hjálparstöð væri allverulegt fjárhagsmál, þá hefði rafveitunefnd viljað bera málið undir borgarana. Svona ósamræmi spillir hverjum málstað, jafnvel þótt góður kunni að vera. Þá kem jeg að mestu fjarstæðunni í meðmælum frummælendanna, sem sje því, að núverandi stöð, og væntanleg mótorstöð g e t i  u n n i ð saman án rafgeymis. 

Þetta er hin mesta fjarstæða og furða, að borin skuli vera á borð fyrirfullvita kjósendur. Það var sem sje rjettilega tekið fram í gærkvöldi, að af því að rafstraumur hefði að undanförnu verið misnotaður hjer (notað meira en 26 kílówött) hefðu ljósin oft verið daufari en þau ættu að vera, Nú er upplýst að ljósþörf bæjarians sje 13 kílówött umfram þau 26 sem gamla stöðin framleiðir. Verði sett upp hjálparstöð, þá verður þessum 13 kílóvöttum bætt við ljósnetið og þá þarf 39 kílówatta straummagn til þess að full birta fáist af ljósunum. 

Ef gamla stöðin yrði látin ganga fyrir 39 kílóvatta ljósnotkun, mundi straumspennan falla niðurúr öllu valdi og ljósin verða gjörsamlega gagnslaus, jafnvel þó yfir fljótandi vatn væri. Þetta er svo auðskilið að furðu gegnir að ágreiningangur skuli vera um það. Þá er áætlun S. A B. um rekstur stöðvarinnar. Það fyrsta sem er að athuga við hann er, samkv. framansögðu, það, að gera verður ráð fyrir að hjálparstöðin e i n framleiði ljósin allan ljóstímann, ef ekki verður fenginn rafgeymir handa núverandi stöð til að safna í. Við það lengist notkunartími mótorsins um 800 tíma og útgjöldin hækka um 6400 krónur, eftir hans mælikvarða. 

Hina aðra kostnaðarliði treysti jeg mjer ekki til að hrekja að svo komnu, þó jeg sje alveg sannfærður um að Sandfoss-vjelin eyðir langt yfir 8 kr. á klst, í olíu og smurningu með núverandi verði. Formælendur voru sammála um að 45 kgw. mundu fullnægja Ijósþörf bæjarins næstu 5 ár, og enginn mótmælti því, að nú væri Ijósþörfin 39 kgw. Jeg ætla að ganga út frá því, að þetta sje rjett — enda þótt jeg telji víst að ljósþörfin muni aukast miklu meira á næstu 5 árum — en þá má ekki áætla tekjur af meira en 39 kgw., að minsta kosti fyrsta árið, Lækka þá tekjurnar um 3000 krónur.

Áætlun S. A. Bl. um rekstur nú verandi rafstöðvar með umræddri mótorhjálparstöð, sýnir þá með áorðinni Ieiðrjettingu um 7500 kr. tap. Eru þá enn ótalin öll óviss útgjöld og oflátt reiknuð, sem reynslan mun sýna að ekki verður nein smáupphæð. Vegna rúmleysis í blaðinu verða framangreindar athuganir að nægja að þessu sinni. 

Heppilegasta leiðin til að komast að niðurstöðu um hvað rjett sje að gjöra í þessu máli, álít jeg vera að samþykkja tillögu O, T. H. um kosningu 5 manna nefndar, sem ásamt rafveitunefnd rannsaki málið og leiti sjer fullnægjandi upplýsinga um kostnað við rekstur og byggingu slíkrar stöðvar, og að álit þeirrar nefndar verði svo lagt fyrir borgarafund. Með því móti ætti að vera trygt, að ekki yrði rasað fyrir ráð fram, sem annars er, hætt við að gjört kunni að verða.

Friðb . Níelsson.

-----------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 25

Framhalds borgarafundur um hjálparstöðina var haldinn sunnudaginn 25. f. m. Var hann hinn skemtilegasti og snerist meira um ýmislegt annað en málefnið. Hann endaði þannig að um 200 kjósendur gengu af fundi áður en til atkvæða var gengið, en milli 20 og 30 sem eftir sátu, samþyktu hjálparstöðina að því er heyrst hefur.

2 verkfræðingar hafa staðið hjer á gatnamótum undanfarna daga, og verið að mæla hallann á götum bæjarins.

(— Einn háðfuglinn sagði, að það mundi eiga að mæla þær og mæla, þangað til nægur halli yrði á þeim til skólpfrárenslis.)

Skeið í Fljótum, eign Siglufjarðarkaupstaðar, var tekin út í gær og bænum lokað. — Mundi ekki hafa verið ólíkt skynsamlegra fyrir bæinn að reysa þar bú sjálfur, eins og stungið var nýlega upp á hjer í blaðinu?

------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 26. tölublað

Fyrirspurn til brunamálanefndar.

Er það leyfilegt að hafa steinolíugeymslu inn í bænum? Og ef svo er, hví er olíunni valinn staður svo nærri íbúðarhúsum eins og nú er? Bent skal á það einnig, að olían er svo nærri fjölfarinni götu, að ekki þarf nema ofurlitla ógætni af vegfaranda, t. d, að hann fleyji frá sjer eldspítu logandi vindilstúf eða sigaretíuenda, þá er alt í báli og brandi, því jarðvegurinn er allur smitaður olíu úr trjetunnunum. 

Og hver getur sagt um það feiknatjón sem af slíkri íkveykju hlytist, t. d, við sprengingu stáltunnanna. Hefir brunamálanefndin gert sjer ljósa grein fyrir því hver feikna voði af slíku gæti leitt. Og hefir hún yfir höfuð nokkuð athugað um þetta mál?

E l d h r æ d d u r.

---------------------------

S k ó l p r æ s i n.

Byrjuð er nú vinna við Álalækinn. Á að lækka farveg hans um fullan meter og steypa yfir hann boga. Er það fyrsti liðururinn í fyrirhuguðu skólpræsakerfi bæjarins og gert ráð fyrir, að í hann verði lagðar leiðslur úr öllum efri hluta bæjarins. Frá neðri hlutanum er gert ráð fyrir að leiða skólpið austur af eyrinni.

Skólanefndin hefur samþykt að gera skólastofu úr íbúð barnaskólans og að bætaeinum kennara við skólann.

------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 27. tölublað

Landnám.

Svo segir í landnámsbók:

»Þormóður enn rammi hét maður; hann vá Gyrð, móðurföður Skjálgs á Jaðri, ok varð fyrir þatl landflótti ok fór til íslands; hann kom skipi sínu í Siglufjörð og sigldi inn at Þormóðseyri, og kallaði af því Siglufjörð; hann nam Siglufjörð allan milli Úlfsdala ok Hvanndala, ok bjó á Siglunesi; hann deildi um Hvanndali við Óláf bekk, og varð sextán manna bani, áður þeir sættust, enn þá skyldi sitt sumar hvárr hafa.«

Svo er sagt, að sagan endurtaki sig nú á dögum, þótt með öðrum hætti kunni að vera.

Æ .

-----------------------

Þýsk mörk. Maður kom inn til ritstjóra Siglfirðings í gær með 2 þýska bankaseðla sem honum höfðu verið gefnir. Var annar þeirra 5 en hinn 50 miljarðar marka.

Fyrir stríð  hefðu þeir gilt 445 og 4450 miljarða íslenskra króna, en nú er þeim útbítt gefins.

------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 28. tölublað

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Aðalmálið sem til umræðu var, var Mótorhjálparstöðin. Umræður urðu þó sama sem engar og var samþykt að vísa málinu til borgara bæjarins enn einusinni. Þegar á hólminn var komið brast bæjarfulltrúana kjark til fullnaðarráðstöfunar. — Til þess að fara með atkvæði bæjarins á aðalfundi Íshúsfjelagsins var kosinn oddviti bæjarstjórnar. 

— Í skattanefnd til næstu sex ára var kosinn S. A. Blöndal í stað Sig. Kristjánssonar, og til vara Guðm. Skarphjeðinsson í stað Friðb. Níelssonnr. — Þá var marin í gegn launahækkun til bæjargjaldkerans, að því er virtist, gegn vilja hans.

--------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 29. tölublað

Útbú íslandsbanka tók til starfa hjer í gær. Starfsmenn eru þeir sömu og í fyrra, Kristján Karlsson og Ólafar H. Jensson

Sjúkrasamlagið vantar peninga! Þeir sem skulda iðgjöld eru ámyntir um að greiða þau tafarlaust.

Borgarafundur, sem haldinn var á sunnudaginn var, samþykti með 65 atkvæðum gegn 9, að byggja mótorhjálparstöð til ljósaukningar, þrátt fyrir að því var lýst yfir að lán væri ófengið og fengist líklega ekki, enda hafði rafljósalausu fólki verið hóað á fundinn eins og rollum á stekk.

Bæjarstjórnin  samþykti á fundi í fyrradag að fela rafveitunefnd að koma upp mótorhjálparstöðinni og kaupa það sem til þess þyrfti — ef lán fengist.

Flóvent var einn á móti, enda er hann viðurkendur kjarkmaður.

Gáta:

 Á fyrsta borgarafundinum um hjálparstöðina talaði Bjarni Þorsteinsson skýrt og greinilega á móti hjálparstöðinni. Á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag greiðir hann atkv. með henni. —

Ráðningar sendist blaðinu fyrir Þorláksmessu (á sumri).

Ótrúlegt

Því var skotið að Siglfirðing, að til tals hefði komið hjá fulltrúunum, að biðja erlent vjelaveskstæði að lána bænum einn »Dynamó« gegn greiðslu á 3—4árum.

Er þetta broslegra en svo að sennilegt geti talist.

Hvers vegna fjekk bæjarfógetinn 25 þús. og Íshúsfjelagið 10 þúsund króna lán til húsbygginga í einu og sama bankaútbúi, en heill kaupstaður fær hvergi bankalán fyrir einum Dynamó? — Þeim líst líklega ekki eins vel á Sandfoss, þeim bankafróðu, eins og rafljósanefndinni.

42 götuljós hefur bæjarstjórn samþykt að setja upp í bænum — þegar hjálparstöðin er komin upp. Ekki er Siglfirðingur ánægður með niðurröðun þessara ljósa, telur sumstaðar of langt en sumstaðar óþarflega skamt á milli þeirra.

Ráðlegging.

Siglfirðingur vill leyfa sjer að benda hinni háttvirtu rafljósanefnd á, hvort ekki væri reynandi af fá peninga til hjálparstöðvarinnar með almennu innanbæjar útboði.

Er ekki ótrúlegt, að einhverjir yrðu til að kaupa skuldabrjef af bænum fyrir þessari upphæð, ef þau yrðu með sæmilegum vöxtum og ekki til of margra ára.

------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 30. tölublað

Gátan í síðasta blaði er auðráðin.

Jeg talaði á móti mótorstöðinni í byrjun þess máls, því jeg var á móti henni og er á móti henni enn, ef jeg mætti nokkru þar um ráða. En þegar bæjarstjórnin er búin að gefa frá sjer úrslita-atkvæðið í þessu máli og fá það í hendur borgurunum, og þeir eru búnir að sýna það á borgarafundi með yfirgnæfandi meiri hluta, að þeir vilja fá mótorstöðina bygða, þá taldi jeg sjálfsagt að styðja að því, að þessi vilji borgaranna kæmist í framkvæmd; það var beint og sjálfsagt áframhald af því að vísa málinu til úrslita borgarafundar. Þessu máli hafa því borgararnir ráðið lykta, hvernig sem fer, en bæjarstjórnin ekki.

B. Þ.

Ráðning sóknarprestsins á gátunni í síðasta blaði, sem birt er hjer að framan, er vægast sagt einkennileg lokleysa. Höfuðvillan er, að bæjarstjórnin hefir e k k i gefið frá sjer úrslitaatkvæðið nje heldur samþykt, að borgararnir skyldu ráða málinu til lykta. Og þótt borgarafundur hafi sýnt, að til sjeu rúmir 60 kjósendur, sem vilja fá mótorhjálparstöð, þá lítur blaðið svo á, að tvísýnt sje um gagnsemi þess fulltrúa, sem þess vegna greiðir atkvæði gegn sannfæringu sinni. 

Ef hann hefði á borgarafundinum sannfærst um nauðsyn hjálparstöðvarinnar, hefði verið öðru máli að gegna. — Það eina sem hugsanlegt er að með rjettu verði dregið út úr ráðningunni, er þetta: Jeg er og verð með meirihlutanum, og klóra í bakkan meðan fært er.

Síldveiði  var töluverð fyrri hluta vikunnar, en vegna ógæfta hefir ekki verið hægt að stunda veiðina síðari hlutann; enda mörg veiðiskip ókomin ennþá.

Bæjarbúar og aðkomufólk!

Gjörið svo vel að versla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa í Siglfirðing.

Kaupmenn athugið auglýsingar hr. Garðars Gíslasonar í þessu og síðasta blaði Siglfirðings.

H.f. »Valur«, hjelt fyrstu bíósýninguna í hinu nýbygða húsi sínu í gærkvöldi og bauð þangað fjölda bæjarbúa. Auk sýningarinnar. voru ræðuhöld, söngur og dans.

-------------------------------------------------------------------------  

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 31. tölublað

»Nýja Bíó« . var opnað fyrra föstudag. Var þangað boðið húsfylli af bæjarbúum, og var þar til skemtunar tvísöngur þeirra konsúlanna Þorm. Eyólfssonar og S. A Blöndals, og kyikniyndin »Madsalune«.

Húsið er hið myndarlegasta, og mynd sú er sýnd var, ágætlega leikin. Þótti skemtuuin hin besta og eigendurnir sýna rausn. Síðan hefir mynd þessi verið sýnd oft fyrir fullu húsi. »Bíó« sýnir nú Fjallaeyvind.

Álalækurinn.

Að honum er altaf unnið af miklu kappi og stundum daga og nætur. Náttúran sjálf er svo góð að senda vatn með hverju flóði inn í gryfjurnar, til að veita fátækum verkalýð utan af landinu atvinnuna, við að pumpa, — og það er bísna drjúgt þegar hægt er að koma því svo fyrir, að sama vatninu er pumpað aftur og aftur — þá er þetta nokkurskonar »eilífðarvjel«.

 Nú er að koma »skorsteinn« upp úr miðri aðalgötunni, svo borgar bæjarins eiga hægt með að finna »reykinn af rjettunum« þarna niðri í jarðgöngunum. Gárungarnir deila um það, hvort heldur fjósin og kýrnar eða frú Guðrún muni orsaka það, að verkið gengur svo rólega við »Haugasund« en að honum er uppbygging sem engin þó að fullu metur og varla næst í verkfræðing sem veit eða gerir Flóvent betur, — sagði einn sem fram hjá gekk í dag.

------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 40. tölublað

„Litlu verður Hinrik feginn“,

 Í síðustu blöðum Framtíðarinnar hefir ritstjórinn aðallega spreytt sig á því, að reyna að ófrægja mig. Síðast í dag ryður hann úr sjer heilmiklu af ósannindum um mig. Þetta gerir hann nú auðvitað af gremju sinni yfir því, að jeg skuli hafa leyft Goodtemplurum leikfimishúsið til afmælisfagnaðar á morgun. Þeir áttu það þó síst skilið af Hinrik, áð hann reyndi til að bola þeim frá því að halda afmælisfagnað sinn. Því að hverjir hafa hlíft honum ef ekki þeir? 

Undanfarna vetur síðan farið var að kenna leikfimi við barnaskólann, hefir leikfimishúsið verið lánað öðru hvoru til samkvæma, en mjög hefir það verið takmarkað vegna þess, að mjer hefir verið alt lán á því á móti skapi, en ekki sjeð til neins að neita því algerlega, af því að 4 úr skólanefnd og bæjarfógetinn hafa altaf leyft það. Kenslustofurnar hefi jeg þá aftur á móti ekki lánað. Í fyrra leyfði þó skólanefnd og bæjarstjórn sjer að taka 2 af þeim til alþingiskosninga, eftir að kensla var byrjuð. 

Þá er það, sem jeg bið fræðslumálastjórann um úrskurð, og er það víst það, sem Hinrik á við, er hann segir, að jeg hafi kært skólanefndina. í það skiftið heyrðist ekkert í heilbrigðisnefndinni, og er Hinrik því ósannindamaður að því, er hann segir, að mjer sje kunnugt um, að heilbrigðisnefndin hafi jafnan verið á móli því, að leikfimissalurinn væri notaður til dansskemtana. Sjálfsagt hefði hún látið til sín heyra bæði í fyrra og áður, ef meiri hlutinn hefði verið vakandi og borið velferð skólans fyrir brjósti hvað þetta snerti. 

Þegar jeg hefi lánað leikfimishúsið, hefi jeg ætíð gætt þess, að það væri gert vel hreint upp úr sótthreinsandi lög. Þetta veit Hinrik vel um, þó að hann sje að tala um ryk , sem fylli lungu barnanna, e f t i r  a ð,  b ú i ð er að gera vel hreint og sótthreinsa. Jeg gef ekkert fyrir þessa hreinlætisumhyggju Hinriks hvað börnin snertir, því að sjálfur leyfir hann sjer að bjóða bæði þeim og öðrum í Bíóið sitt, þar sem bekkirnir eru flekkóttir af óhreinindum og gólfið stundum loðið af leir og hrákum áður en sýning byrjar. 

Og nær væri honum að þvo sínar eigin hendur og gera hreint fyrir sínum »austurdyrum« áður en hann fer að bregða öðrum um óþrifnað. Að jeg hafi hringsnúist og samþykki nú það, sem jeg hafi áður hamast á móti, eru alger ósannindi og þvættingur, sem Hinrik er óhætt að kyngja aftur, því að í þetta sinn hefi jeg leyft það sama og jeg hefi gert undanfarna vetur og með alveg sömu skilyrðum, sem sje þeim: Að húsið yrði sótthreinsað á eftir og að skólanefnd og bæjarfógetinn leyfðu húsið.

Siglufirði 8. nóv. 1924. Guðm. Skarphjeðinsson.

-----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 1924 

1. árgangur 1923-1924, 41. Tölublað

Húshrun.

H.f. Hrogn og Lýsi eru að láta byggja ísgeymir útí Bakka. Er hann hlaðinn úr tvöföldum errsteini. Í fyrri viku hrundi einn veggur hússins í vestanstormi, og nú í vikunni hrundu hinir veggirnir í norðan storminum.

-----------------------------------------------------------------------