Hannes Baldvinsson
Hannes Pétur Baldvinsson
Hannes Baldvinsson fæddist á Siglufirði 10. apríl 1931. Hann lést 25. janúar 2015.
Hann var sonur
Baldvins Þorsteinssonar og
Oddnýjar Þóru Þorsteinsdóttur.
Tvíburasystir Hannesar er
Kristín Björg Baldvinsdóttir og eldri systir
Svava Þórdís Baldvinsdóttir.
Með fyrri konu sinni átti Baldvin tíu börn.
Hannes Baldvinssion kvæntist hinn 10. apríl 1955
Halldóra Jónsdóttir frá Siglufirði, f. 1933.
Þau eignuðust þrjá syni:
1) Jón Baldvin Hannesson skólastjóri, f. 1953,
maki Margrét I. Ríkarðsdóttir;
2) Björn Júlíus Hannesson útvarpsvirki f. 1954;
maki Sigþrúður Ólafsdóttir,
3) Helgi Kristinn Hannesson, f. 1965,
maki Hulda Þyrí Þráinsdóttir.
Fyrir átti Hannes
Ragna Hannesdóttir, f. 1951,
maki Kristján Elís Bjarnason skipstjóri, með Gunnlaug Steinunn Sigurjónsdóttir.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, makar og stjúpbörn eru orðin um sextíu.
Hannes vann margvísleg störf um ævina. Sem unglingur sinnti hann ýmsum léttari störfum. Ungur vann hann verkamannastörf, var sjómaður í nokkur ár og vann síðan við netagerð. Hann tók próf til að verða síldarmatsmaður og vann sem slíkur þar til síldin hvarf. Eftir það vann hann hjá Sigló síld, tók síðan við sem framkvæmdastjóri saumastofunnar Salínu og var loks aðalbókari hjá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem hann endaði starfsferilinn.
Hannes hafði alla tíð mikinn áhuga á pólitík, bæði landsmálum og sveitarstjórnarmálum. Hann var mikill vinstrimaður og var í öðru sæti á eftir Ragnari Arnalds fyrir Alþýðubandalagið um tíma og settist þrisvar á Alþingi sem varamaður. Hannes sat í bæjarstjórn Siglufjarðar í 20 ár og gegndi ýmsum nefndarstörfum. Hann sat í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins í tvo áratugi.
Hannes var öflugur í margvíslegu félagsstarfi. Hann var söngelskur og var lengi í karlakórnum Vísi og síðar í Karlakór Siglufjarðar, í nokkur ár virkur í leikfélaginu, var formaður Stangveiðifélags Siglufjarðar í um 20 ár, sat í stjórn Skógræktarfélags Siglufjarðar, var lengi í stjórn Síldarminjasafnsins og var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Skildi.
Í starfi með örnefnafélaginu Snóki átti hann stærstan þátt í að vinna eftirtektarverða heimasíðu, snokur.is, sem sýnir örnefni frá Hvanndölum til Úlfsdala á myndrænan hátt. Hannes var afbragðsgóður áhugaljósmyndari og liggur eftir hann talsvert safn mynda af fólki, umhverfi og atvinnulífi í Siglufirði
Hannes Baldvinsson