árið 1938 - Endursögn !

Ræða Þormóðs Eyjólfssonar á A-lista fundinum.      Mjöl og Lýsissaga - Allt efni hér

Neisti, 15. janúar 1938  (ritsjóra "grein" ?)

Endursögn.

Góðir Siglfirðingar!  Ég er veikur, ég er með hálsbólgu og get því ekki talað hátt. Ég hefi meiri rödd en Finnur Jónsson, því að ég er söngmaður, en það er hann ekki. 

Finnur er aðskotadýr, hann var í gráum fötum i dag, en nú er hann kominn í svört föt. 

Svona fer hann að því að hræsna fyrir ykkur góðir Siglfirðingar. Við stöndum allir saman Siglfirðingarnir, þið standið með mér, ykkur þykir öllum vænt um mig og mér þykir vænt um alla Siglfirska borgara. 

Finnur segir að ég sé þjófur. Þessu trúir engin Siglfirðingur, jafnvel ekki Jóhann Guðmundsson, hann hefir sagt að hann tryði því ekki. 

Það er nauðsynlegt fyrir þá sem standa á oddinum að hafa hreinan skjöld. 

Ég er heiðarlegur maður og hreinlyndur maður. Engin Siglfirðingar trúir neinu illu um mig. 

Öllum Siglfirðingum þykir vænt um mig. Finnur Jónsson er skapillur núna. 

Hann er búinn að missa völdin í ríkisverksmiðjunum. Ég stend þar með pálmann í höndunum. Ég hefi flutt inn Jón Gunnarsson, Gísli Halldórsson er flúinn til útlanda. 

Hér er formaður ykkar, góðir Siglfirðingar, ég flutti hann heim aftur.

Ég er enginn þjófur, Finnur lýgur því - þetta aðskotadýr - hann stendur alveg nakin, alveg berstrípaður eins og þeir sögðu í þinginu. 

Vátryggingarmálið er í rannsókn, gleymið því fram yfir kosningar, góðir Siglfirðingar. Mér þykir vænt um ykkur öll.

Ég er enginn þjófur. Ég er heiðarlegur og hreinlyndur maður.