Siglfirðingur 1934

- 1923-1924 + Siglfirðingur 1928 + Siglfirðingur 1929 + Siglfirðingur 1930 + Siglfirðingur 1931 + Siglfirðingur 1932 + Sigfirðingur 1933 + Siglfirðingur 1934

Glefsur úr Siglfirðing 1934

Siglfirðingur 6. janúar 1934

Heit sundlaug á Siglufirði 

Ef gengið er út frá því, að hentugt þyki, að leiða heitt vatn ofan úr Skútu-laugum í sundstæði það, sem Siglfirðingar hafa gert sér að góðu að læra sund í undanfarin ár þykir rétt, að athuga hver niðurstaðan varð af mælingum herra raffræðings Höskuldar Baldvinssonar, sem fyrir forgöngu Félags ungra Sjálfstæðismanna rannsakaði staðhætti alla, þessu viðvíkjandi, síðastliðið haust. 

1.   Vegalengd frá uppsprettunum í Skútudal niður að sundlaug er 2650 m. 

2.   Hitastig vatnsins frá 24—52gr. °C. 

3.   Fallhæð 105 m. Vatnsmagn ca. 1 sekunduliter 35 gr. heitu vatni. 

4.   Lengd sundstæðisins hér 30,2 m. 

5.   Breidd — — 10 m. 

Svo sem kunnugt er, hafa Akureyringar komið sér upp volgri sundlaug með aðstoð Höskuldar Baldvinssonar. Til þess að menn geti glöggvað sig ofurlítið á því hver aðstaða okkar er í þessu máli. samanborið við Akureyringa, læt eg á eftir fara örstutta skýrslu um sundlaug þeirra.

1.   Vegalengd frá uppsprettunni í Glerárdal niður að sundlaug er 3500 m. 

2.    Hitastig vatnsins er nú, eftir mikinn gröft 48 gr. C.  

3.   Fallhæð 90 m. 

4.   Vatnsmagn var lítið sem ekkert í byrjun, en hefir nú aukizt upp í 3 sekundulítra, er nú ca. 46 gr. C, þar sem það er tekið. 

5.   Lengd sundstæðisins 35 m. 

6.   Breidd sundstæðisins 10,5 m. 

Margt er vitanlega fleira, sem athuga þarf í þessu máli, rúm blaðsins leyfir mér ekki nema að stikla á steinum, en eitt er þó hægt að fullyrða: 

Aðstaða okkar er að mörgu leyti mun betri en á Akureyri. Akureyringar þurftu að leiða vatnið gegn um þröng og djúp gljúfur, tvísvar fram og aftur yfir Glerána. Þar að auki varð að sprengja og grafa í marga mánuði þar til nægilegt vatn fékkst. Hér kemur ekki til mála að þess þurfi. Eg vil beina þeirri áskorun til ungu kynslóðarinnar á Siglufirði, að hún verði einhuga og samtaka um að hrinda því menningarmáli áfram, sem hér er drepið á. Geti það orðið er ekki langt að bíða þess, að Siglfirðingar eignist heita sundlaug þar sem þeir geta lært að fleyta sár. 

Aage Schiöth.

----------------------------------

Manntalið. 

Fólksfjöldi í kaupstaðarumdæmi Siglufjarðar var 2180 manns við byrjun ársins 1933, en 2329 manns við enda þess, þar af 102 utan verzlunarlóðarinnar. 

Fjölmennust er Suðurgata, enn sem fyrr, 281, 

þá Lindargata 267, 

þá Túngata 224. 

Á árinu fæddust 67 börn, þar af 19 óskilgetin, 

27 manns hefir dáið þar með talin þrjú andvana fædd börn. 

Þrátíu börn voru fermd og 

18 hjón gefin saman í hjónaband, þar af 

7 borgaralega. 

B. P

Þakkarávarp.

Með því, að oss varð það ljóst af grein í síðasta Einherja, að Framsóknarmenn í bæjarstjórninni hafa sýnilega bjargað oss úr stórum lífsháska með hinum „mikla skurði " og hinni „voldugu götu" , sem þeir hafa stritazt við að gera (á vorn kostnað) framhjá lóðum bæjarfógetans og Þorm. Eyólfssonar í mýrinni úti á Grandanum, látum vér ekki hjá líða, að votta þessum bjargvættum vorar alúðarþakkir. Væntum vér að þeim takist að gera enn fleiri skurði á þessum slóðum ef þeir komast aftar í bæjarstjórnina. 

Nokkrir bæjarbú

----------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 12. janúar 1934 

Smábátastöð. 

Á nokkrum síðustu Hafnarnefndarfundum hefir verið rætt um á hvaða hátt verða mætti smábátaútgerð bæjarins að liði. Eins og þeir menn vita sem hafa kynnzt þeim málum, á sú útgerð við mikla örðugleika að búa að því er viðunandi húsnæði snertir. Eru til þess ýmsar orsakir, meðal annars sú, að smábátaútgerðin getur ekki greitt þá leigu, sem nauðsynleg er til þess, að þau pláss sem um er að ræða geti borið sig fjárhagslega, ennfremur eru ýms af þessum plássum ófáanleg yfir síldartímann, og verða því þeir bátaeigendur, sem þau pláss hafa, að selja sinn fisk fyrir það verð er þeir geta fengið, þegar þeir þurfa að losa plássin, þó oft og einatt hafi það verið langt fyrir neðan sannvirði. Nú mætti auðvitað spyrja: Á sá atvinnuvegur rétt á sér, sem ekki hefir meira fjárhagslegt bolmagn en það, að hann getur ekki greitt þá leigu, sem telja má nauðsynlega til þess, að pláss þau er hann þarfnast, geti borið sig?  Þeirri spurningu svara eg hiklaust játandi. Smábátaútgerðin er stór þáttur í atvinnulífi bæjarins, hún er aðallega stunduð á þeim tímum, sem um litla aðra atvinnu er að ræða, og hún er tvímælalaust heppilegasta „atvinnubótavinnan" fyrir bæjarfélagið i heild og þó hún ekki hafi bolmagn eða aðstöðu til þess, að koma sér upp viðunandi samastað af eigin ramleik, á hún jafn mikinn rétt á sér fyrir því, og finnst mér því það vera skylda bæjarfélagsins, að veita smábátaútgerðinni nauðsynlega aðstoð í þessu skyni. Það, sem fyrst og fremst vantar, er hagkvæmur staður fyrir þessa útgerð. 

Það eru aðallega tveir staðir, sem komið hafa til mála, inn á leirunum fyrir sunnan og austan síldarstöð Ásgeirs Péturssonar undir Hafnarbökkum og sandarnir vestan við síldarstöð Alfons Jónssonar. Um fyrri staðinn er margt gott að segja. Landrými er þar þvínær ótakmarkað, og þar má byggja áfram eftir því sem þörf krefur. Þessi staður hefir ennfremur þann kost, að hafnarsjóður á lóðina, og kostar því ekki annað en nauðsynlegan uppgröft að gera hann nothæfan til byggingar smábátastöðvar. Aftur á móti hefir þessi staður þann ókost, að hann liggur allmjög út úr, og er því pláss það erfitt þeim smábátaeigendum sem fjarri búa, og stunda þennan atvinnuveg að nokkru í hjáverkum. — 

Og um staðinn vestan við síldarstöð Alfons Jónssonar er það að segja, að hann er sem næst miðjum bænum og því allra staða heppilegastur að því leyti, aftur á móti er þar pláss takmarkað, og það sem miklu máli skiftir, að Hafnarsjóður á ekki lóðina og verður því að taka hana eignarnámi, ef hún ekki fæst keypt á annan hátt. Hafnarnefnd hefir samþykkt að láta eignarnám fram fara, en mér þykir sennilegt, að hægt verði að ná viðunandi samningum um kaup á nauðsynlegum hluta lóðarinnar án eignarnáms. Uppgröftur á þeim stað mun verða nokkru meiri en á hinum staðnum, en um leið verður uppgröfturinn notaður í uppfyllingu á þeim hluta lóðarinnar, sem að landi liggur, og þarf því ekki að byggja húsin á platningu, eins og á hinum staðnum, verða þau á þann hátt varanlegri, viðhald minna, en nokkru dýrari í byrjun. Á hvorum staðnum sem er, álít eg að með hagsýnu byggingarfyrirkomulagi, geti plássið borið sig fjárhagslega, þó ekki verði leigan hærri en 25 — 30 krónur á mánuði fyrir hvert pláss, en það er sú fjárhæð, sem eg tel smábátaútgerðina geta borið, án þess að tilfinnanlegt þyki. Þetta mál verður eitt af fyrstu málunum, sem hin nýja bæjarstjórn þarf að taka ákvörðun um, og eg álít að miklu varði, að afgreiðsla þess verði þann veg, að smábátaútgerðinni verði veittur sá stuðningur sem hún þarfnast í þessu máli. 

S. K.

------------------------------------  

Siglfirðingur 13. janúar 1934 

Yfirlýsing 

Á framboðsfundinum 11. þm. lét Aðalbjörn Pétursson þau orð falla, að starfsmenn Sparisjóðs Siglufjarðar hefðu borið þá sögu út um bæinn, að hann hefði 2. jan. lekið út úr Sparisjóðnum kr. 500, sem hann mundi svo hafa notað til greiðslu á sjóðþurrð Lúters Einarssonar. 

Lýsi eg því yfir fyrir hönd starfsmanna Sparisjóðsins, að Aðalbjörn fer hér með vísvitandi lýgi. Aðalbjörn vissi vel hver inni var er hann kom til að. taka nefnda fjárhæð og ekkert eðlilegra, en einmitt þessi maður setti þetta tvennt í samband. 

En skítmennskueðli Aðalbjörns virðist vera á svo háu stigi, að hann svífst ekki þess, að ráðast á þá menn með lygum og svívirðingum,  sem fáum tímum áður höfðu gert honum mikinn greiða. 

Sveinn Hjartarson.

----------------------------

Gunnar Jóhannsson laug 

því á fundinum í fyrrakvöld, að verkamaður með 3—4 börn og 12 —14 hundruð króna árstekjur hefði 45 króna útsvar. Sannleikurinn er, að samkvæmt reglum niðurjöfnunarnefndar 1933, þarf sá maður, sem á 4 börn og hefir 45 kr. útsvar, að hafa 3800 króna árstekjur en ekki 12 —14 hundruð eins og Gunnar leyfði sér að ljúga að kjósendum. 

Siglfirðingar! Trúið aldrei Kommúnistum! Þeir segja aldrei satt!

----------------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 3. febrúar 1934 

Smábátastöðin. 

Dýrfjörð skrifar örfáar línur um þetta mál í síðasta Neista, að vísu finnst mér málefnið ekki skýrast mjög mikið við þá grein og eina ástæðan til þessarar greinar virðist vera sú, að gera tilraun til að læða tortryggni inn í hug þeirra, er greinina kunna að lesa, um afstöðu mína til málsins. Dýrfjörð farast þannig orð: „Mál þetta þolir engar tafir og verður því strax að hefjast handa, fyrst með því, að ganga frá samningum við O. Tynes um hafnarstæðið og mun það ekki taka langan tíma þar sem formaður hafnarnefndar Sig. Kristjánsson. hélt því fram fyrir kosningar í Siglfirðing að samningar mundu takast, því eg tel það gróusögu eina, sem gengur um bæinn, að Tynes hafi aldrei lofað neinu samkomulagi, það hafi aðeins verið kosningabrella Sjálfstæðismanna". 

Það er nú vitanlega alrangt, að eg hafi haldið því fram, að samningar mundu takast, eg sagðist að eins telja það sennilegt, og það bygði eg á því, að fyrir lá tilboð frá O. Tynes um sölu á 30 metra breiðri spildu vestan við söltunarstöð Alf. Jónssonar, og þó eg telji það verð of hátt, sem Tynes vill fá, þá finnst - mér ekkert líklegra, en að það fengist lækkað svo, að viðunandi þætti, enda mundi það verða bezt fyrir háða málsaðila, að ekki þyrfti að koma til eignarnáms. Það verður nú ekki annað skilið á ' Dýrfjörð, í þeirri grein hans, sem er endurtekin hér að ofan, en að hann ekki telji alveg óhugsandi, að þetta tilboð Tynesar sé uppspuni einn, og aðeins kosningabrella til framdráttar lista Sjálfstæðismanna við síðustu bæjarstjórnarkosningar, Það var nú ekkert auðveldara fyrir Dýrfjörð, ef hann hefði kært sigum að vita hið rétta, en að fá að sjá tilboðið hjá mér, en hitt virðist nú einhvern veginn hafa passað honum betur. Mér þykir vænt um þennan mikla áhuga, sem Kratarnir hafa allt í einu fengið fyrir þessu máli, eg hefi ekki orðið var við hann hingað til, að öðru leyti en því, að í haust fengu þeir samþykkta tillögu í bæjarstjórninni, um að verja 2000 krónum úr hafnarsjóði til byggingar verbúða nyrzt á Eyrinni, en þeir sem þekkingu hafa á þessu máli, eins og smábátaeigendur sjálfir, telja slíkt að vonum kák eitt, sem enga þýðingu hafi í þessu máli, enda sé staðurinn ekki beinlínis skynsamlega valinn. Eg ætla ekki að öðru leyti að leggja neinn dóm á skrif Dýrfjörðs í þessu máli, það eftirlæt eg þeim, sem um þessi mál eiga að fjalla, en eg býst við, að mér sé að minnsta kosti eins vel kunnugt og honum, við hvaða kjör smábátaútgerðin á að búa, og eg býst ennfremur við — auðvitað með allri virðingu fyrir áhuga hans og dugnaði — að eg hafi bæði jafnmikinn vilja og jafngóða aðstöðu og hann, til að verða smábátaútgerðinni að liði, en það verður sízt af öllu gert með því, að vekja óþarfa og ástæðulausa tortrygni til þeirra manna, sem áhuga hafa fyrir málinu. og eittkvað vilja fyrir það gera. 

Sig. Kristjánsson.

--------------------------------------

Karlakórinn „Vísir" 

minntist tíu ára afmælis síns með rausnarlegri veizlu síðastliðið laugardagskvöld. Veizluna sátu um 200 manns. Þar var mikið sungið og mörg minni flutt. 

Við þetta tækifæri voru þessir kjörnir heiðursfélagar kórsins: 

Sra. Bjarni Porsteinsson, prófessor, 

Þormóður Eyólfsson, konsúll, 

Tryggvi Kristinsson, söngkennari, 

Sig. Birkis, söngkennari, 

Sig. Þórðarson, tónskáld, 

Björgvin Guðmundsson tónskáld.

Árið 1930 hafði Aage Schiöth, lyfsali, verið kjörinn heiðursfélagi.

Siglfirðingur þakkar kórnum allt er hann hefur unnið bænum til sóma, og óskar honum allra heilla framvegis.

---------------------------------------------------------------------  

Siglfirðingur 10. mars 1934 

Bærinn 

Bæjarstjórnarfundur var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Hið helzta.er þar gerðist, var þetta:  

1.   Samþykkt að fela Sverre Tynes byggingarfulltrúa og Ásgeiri Bjarnasyni raffræðingi, að gera nýjan skipulagsuppdrátt af bænum, með það fyrir augum, að sem minnst tjón verði að fyrir bæjarfélagið í heild og einstaklingana.

2.   Samþykkt var að útbúa húsakynni á kirkjuloftinu fyrir hinn nýja gagnfræðaskóla og bókasafn bæjarins. Um þessar framkvæmdir urðu óþarflega langdregnar umræður. 

3.   Samþykkt var að Hafnarsjóður keypti lóðarspildu af O. Tynes til verstöðvar og hafnar fyrir smávélbáta. Kaupverð uppfylltrar og dýpkaðrar lóðarinnar kr. 28,000. 

4.   Samþykkt innflutningsleyfi fjögurra nýrra vöruflutningabifreiða. 

5.   Tilkynnt var, að húseign Íshússfélags Siglufjarðar verði seld á opinberu uppboði 28. apríl n. k. 

6.   Lesið var bréf Verkamannafélags Siglufjarðar um það, að bærinn hefji nú þegar atvinnubótavinnu. Var þeirri málaleitun vísað til fjárhagsnefndar.

-------------------------------------- 

Sjálfstæðismenn 

hér hafa nú leigt sér myndarlega skrifstofu í Gamla Bíó. Þar geta Sjálfstæðismenn komið saman daglega og rætt um áhugamál sín. Par liggja frammi allflest blöð til lesturs og athugunar. Hafa ýmsir góðir Sjálfstæðismenn, ungir og gamlir, gefið ýmislegt til skrifstofunnar. svo sem borð, stóla, gluggatjöld o. fl. Að sjálfsögðu verður þessi samkomustaður Sjálfstæðismanna til þess að efla og styrkja félagsskap þeirra, og treysta og auka ábuga og samvinnu innan félaganna. 

Í fyrrakvöld bættist nýr bátur í sigifjrzka flotann. Bátur þessi er hinn fríðasti, vandaður vel og sterkbyggður úr eik. Báturinn er 17,5 smálestir með 50—60 hesta Túxhamvél. Eigendur bátsins eru þeir Jóhann F. Guðmundsson, kaupm., Arnþór Jóhannsson, skipstj. og Björn Pálsson, útgerðarm. Báturinn er byggður hjá Frederikssunds Skibsværft í Danmörku. Honum var siglt hingað af Þórarni Guðmundssyni, skipatjóra úr Reykjavík. Hreppti báturinn versta veður og sjó illan á leiðinni, en reyndist hinn öruggasti. Báturinn heitir Brynjar. Hann er raflýstur og ágætlega útbúinn. 

Siglfirðingur óskar eigendunum allra heilla með þenna nýja, fallega bát.

Nýtt á Siglufirði. 

GÚMMÍKNÉPÚÐAR handa kvenfólkinu til að krjúpa á við að þvo og bóna gólf. Fæst í verzlun EINARS JÓHANNSS. & Co.  

(((það hefur væntanlega á þessum tíma verið talin fjarstæða að karlmenn skúruðu gólf ?)

----------------------------------------------

Siglfirðingur 24. mars 1934 

Brjóstlíkan. 

Magnúsi Kristjánssyni fyrv. ráðherra hefir ríkisverksmiðjan keypt. Er því ætlað að standa á skrifstofu forstjóra verksmiðjunnar. Líkanið er gert af Ríkarði Jónssyni. Magnús er talinn að hafa átt mestan og bestan þátt í því, að ríkið réðist í byggingu verksmiðjunnar.

Ath., sk: Annað segir raunar Sveinn Benidiktsson í grein sinni frá 1942: „Óskar Halldórsson, frumkvöðull að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins“ sem lesa má hérna. Ráðherrann aftur á móti sá um að koma hugmyndum um ríkisverksmiðjuna í framkvæmd, og á þakkir fyrir. – Brjóstmyndin er á stalli í Síldarminjasafninu (Bátahúsinu) 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------  

SÖLTUNARSTÖÐVAR 

hafnarsjóðs Siglufjarðar til leigu í sumar. Afnotaréttur að Anlegginu og síldverkunarstöð fyrir norðan dr. Paul verður seldur ef viðunanlegt boð fæst á opinberu uppboði, sem fer fram á bæjarfógetaskrifstofunni, laugardaginn 31. þ. m. kl. 1 síðdegis. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. 

Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 17. marz 1934. Bæjarfógetinn.

------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 7. apríl 1934 

Gagnfræðaskólinn. 

Útbúnaður skólahíbýlanna á kirkjuloftinu er vel á veg kominn. Er allmikil óánægja í mörgum útaf þessari ráðstöfun, að nota kirkjuna þannig. Mest ber þó nú á óánægjunni yfir því, að inngangur skólans skuli vera hafður um aðaldyr kirkjunnar, en ekki gengið í skólann kórmegin. Allerfitt mun að breyta þessu héðanaf, þótt allir mundu hinsvegar kosið hafa, að öll forkirkjan yrði ekki undirlögð af umgangi skólafólksins, og sennilega hefði mátt koma í veg fyrir þetta, ef hugsað hefði verið um það í upphafi. Þeir, er óánægðir hafa verið um tilhögunina og allt þetta mál, hefðu átt að vera fyr á ferðinni. Annars skal það tekið fram, að slíkt mál og þetta hefði að réttu átt að leggjast fyrir safnaðarfund, því óneitanlega virðist svo, að kirkjan sé til orðin vegna safnaðarins, og það er hann sem ber uppi kirkjuna fjárhagslega. En það er seint að sakast um orðinn hlut. Sóknarnefndin hérna hefir uppá síðkastið verið ærið einráð og fasistisk í gerðum sínum. Má minna á sölu gömlu kirkjunnar, sem æfinlega verður bænum til skammar. Og ekki var söfnuðurinn þá spurður ráða.

------------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 28. apríl 1934

Út v a r p s - notendur . 

Þeir, er óska vilja aðstoðar nefndar þeirrar, er kosin hefir verið af bæjarstjórn til þess að leitast fyrir um sölumöguleika á jafnstraurnstækjum þeim, sem verða ónothæf vegna straumbreytingar rafveitunnar snúi sér til hr. A. Hafliðasonar og gefi honum upp nr. tækjanna gerð og kjördag. Upplýsingar þessar verða að vera komnar í síðasta lagi 14. maí n.k, því ella má búast við að ekki verði hægt að aðstoða menn í þessu máli. 

Nefndin. (ath, sk): breytt var frá jafnstraum (+/-) yfir í riðstraum eins og alstaðar í heiminum er notað vegna almenningsnota í húsum í dag)

----------------------------------------------------------------------  

Siglfirðingur 5. maí 1934 

Leiðrétting. 

Í auglýstum Kauptaxta Verkamannafélagsins hafa komið fram eftirfarandi villur sem menn eru vinsamlega beðnir að athuga. 

1. Skipavinna kr. 2,00, á að vera: Skipaeftirvinna kr. 2,00 á kl.st. 

2. Bæjarvinnutaxtinn: Dagvinna kr. 1,50, á að vera: Dagvinna kr. 1,56 

3. Sömuleiðis á að standa: Að við síldarverksmiðju ríkisins gildi sérstakur samningur sem er samhljóða kauptaxta Verkamannafél. nema í því að helgidagstímabilið reiknast 24 tímar gegn því að mönnum sé tryggð minnst tveggja mánaða vinna. Stjórnin og Kauptaxtanefndin.

--------------------

Barnaskólanum var sagt upp í gær. Tæp 300 börn sóttu skólann í vetur og 33 luku fullnaðarprófi. Rúmlega 50 börn munu bætast við i haust. 

Ennþá er afli tregur og tíðin umhleypingasöm. 

Byrjað er á að undirbúa framlenging Álalækjarholræsisins suður úr Lóninu. En Lónið verður, sem kunnugt er fyllt upp bráðlega og dýpkuð hin fyrirhugaða smábátahöfn. Holræsið verður steypt eins og áður. Framkvæmd verksins annast Flóvent Jóhannsson.

-------------------------------------------------------------  

Siglfirðingur 12. maí 1934 

1. m a í. 

Eg hafði ekki ætlað mér að fara að munnhöggvast við málrófsdýr Kommúnista. Eg hefi alloftast ærinn starfa annan fyrir stafni en að taka eftir ærslagangi þeirra hér í bæ. En að eg bregð nú út af venjunni er ekki tilefnislaust. Í síðustu „Baráttu" sem öll er annað tveggja raup og grobb um „fiasko" þeirra kumpána 1. maí eða þá ósvífnar álygar á andstæðinga þeirra — en hvorttveggja þetta mun vera hið eina er þeir halda úr stefnuskrá sinni, — er í einni minniháttarklausum sem allar heita „Smávegis", — syni mínum borið á brýn að hann hafi grýtt konu eina í „kröfugöngunni", svo að hana hafi orðið að styðja — „og féll hún i grát af kvölum". 

Mér dettur nú ekki í hug að nokkur maður, sem drenginn þekkir, trúi þessu svo það er óþarfi þessvegna að rengja þetta, enda hefir konan sagt mér að hún hafi ekki séð drenginn gera þetta. Eg mundi heldur ekki hafa farið að tefja mig á að skifa þessar línur, ef mér hefði ekki þótt „umbyggja" kumpánanna fyrir konunni dálítið skringileg. Svo er mál með vexti, að kona þessi hefir orðið að leita til mín sem fátækrafulltrúa, til þess að biðja mig að vernda sig gegn ágangi kumpánanna. Hún á sem sé, ásamt manni þeim er hún býr með, ofurlítinn lóðarblett, sem kumpánarnir þykjast þurfa að ná undir sig og væru vitanlega búnir að sölsa til sín ef þeir gætu. 

Konuna vældu þeir útí kröfugönguna undir því yfirskini, að þeir væru að vernda rétt smælingjanna með rápi sínu, en undir niðri hlakkaði í þeim sigurvonin um að geta haft út úr konunni einustu eignaréttindin sem hún á, og er um leið eina vonin hennar og þeirra beggja til þess að þurfa sem minnst að sækja til hins opinbera. En hitt er vitanlegt að prinsipið með ágengninni við konu þessa er ekkert annað en það, að gera þau sem allra ósjálfstæðust — koma þeim á bæinn. Það er höfuðtilgangur kumpánanna með alla, sem þeir klófesta. En eitt skal eg láta þá kumpána vita í fullri alvöru, að lóðarblettinn ætla eg að vernda fyrir ásælni þeirra. Þeim ætti að vera nóg, ef þeir gætu ginnt út úr henni atkvæði með loforðum, sem þeir fyrirfram væru ákveðnir í að svíkja. 

Eg taldi rétt, að almenningur fengi að vita um innrætið hjá þeim kumpánum. Þeim ætti þá að verða torveldara að blekkja þá er bagast eiga. — en að þeim sækja þeir eins og maðkarnir í hráætið — afleiðingin er eyðilegging, rotnun. Svei þeim! 

Andrés Hafliðason.

-------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 19. maí 1934 

„Hótel Hvanneyri" Lækjargötu 12, 

Hefi opnað greiðasölu og gistihús með öllum ný- tízku þægindum. Tek að mér allskonar samkvæmi og lána hús til fundahalda.  

Vonast eftir viðskiftum Siglfirðinga og annarra góðra manna, og verður leitast við að gjöra menn ánægða 

Virðingarfyllst. Sigtr. Benediktsson.

--------------------------

Café HAMBORG opnar annan í hvítusunnu. Veitingasalurinn hefir verið stækkaður mikið. 

Allskonar veitingar, þær beztu i bænum.

-------------------------

Nýt t verkamannafélag 

Atburðirnir síðastliðinn sunnudag hafa orðið til þess, að þjappa ofurlítið fastar saman andstæðingum Kommúnista; en Kommúnistar hafa að kalla má, stjórnað Siglufirði síðastliðin ár. Loksins fundu menn hjá sér hvöt til þess, að segja sig úr lögum við þá og stofna nýjan félagsskap með hinni vinnandi stétt. Stofnendur þessa félags eru taldir að vera 142, en væntanlega verður sú tala þrefölduð á næstunni ef nokkur alvara fylgir máli og þeim mörgu verkamönnum, sem hafa ógeð á öllum sósíalisma, er gefin trygging fyrir því, að félagið sjálft verði ópólitiskt, hvað sem stjórnmálaskoðunum einstaklinga félagsins líður. 

Sameiginlegir hagsmunir verkamannanna eiga að nægja til þess að halda saman slíkum félagsskap. En vanti þessa tryggingu í félagslögin, er hætt við því, að þeir menn eigi örðugt með að ganga í félagið, sem skilst, að „verkamaður" eigi að hafa skoðanafrelsi eins og aðrir menn og skilst ekki, að hver „verkamaður" þurfi endilega að hafa blóðrauða marxistasannfæringu. Það hefir nú svo lengi verið hamrað fram af Marxistum (sósialistum og Kommúnistum) að enginn ætti rétt á „verkamanns"-heitinu nema sál og sannfæring hans væru rauðar. En þetta er hinn mesti misskilningur. 

Einstaklingurinn er engu síður góður og trúr verkamaður enda þótt hann hafi viðbjóð á Marxistum og öllu þeirra háttalagi. Og ekki ætti jafnaðarmönnum að vera sú hugsun fjarlæg, að skoðanaandstæðingurinn hafi rétt til að bjarga sér á ærlegri verkamannavinnu, engu síður en þeir sjálfir. Verkamannafélögin EIGA EKKI og MEGA EKKI vera pólitísk. Að kúga verkamann til að afneita sannfæringu sinni og hábinda hann í marxistiska trúarbragðaklíku sem hann hefir, ef til vill, viðbjóð á, af því að hann þarf að vinna fyrir sér og sínum, er stærri glæpur en verði fyrirgefinn og þjóðfélagið er allt ábyrgt fyrir því, ef slíkt kemur fyrir.

En þetta hefir komið fyrir, bæði hér og annarstaðar, þjóðinni til háðungar. Og engum blöðum er um það að fletta, að slíkir þjóðfélagsglæpir eru einmitt því að kenna, að valdabrölt Verkalýðsbroddanna hefir beint verkalýðssamtökunum inn á hinar hálu brautir pólitískra æsinga sjálfum þeim til framdráttar. Að minnsta kosti ættu verkamenn Siglufjarðar að vera búnir að fá nóg af pólitískri sundrungarbölvun innan síns fyrra Verkamannafélags. Pólitískt valdabrölt Kommúnista og skoðanakúgun ásamt undanlátssemi og gunguskap hinna, hefir riðið Verkamannafélagi Siglufjarðar að fullu.

Nú hafa verkamenn, eftir að Kommúnistar voru búnir að taka þeim blóð, mannað sig upp og stofnað nýtt félag. Þetta félag hlaut nafnið „Þróttur", sem vitanlega er táknrænt heiti og ætti að verða til þess, að það kafnaði ekki undir nafni, en léti hagsmunamál verkamanna vera einasta stefnumarkið. Ekkert annað. Einstaklingarnir ættu að geta beitt sínum pólitísku áhrifum og látið ljós sitt skína til frelsunar eða falls fyrir lýðinn utan vébanda félagsins. Og ekki einungis kauptaxtinn á að vera áhugamál heldur og — og ef til vill miklu fremur — allskonar sameiginleg atvinnuhjálp, sem líka á að vera ópólitísk, en ekki bitlingabein uppí soltna og lítilþæga tilbera og snápa, sem sífellt eru fjaðrandi upp um „broddana". 

Verkamannafélagið „Þróttur" ætti að byrja á því fyrst og fremst, að harðneita því að ,,sigla" undir rauðu flaggi. Burt með rauðu duluna! „Þróttur" á að byrja með því, að láta sér nægja íslenzka þjóðfánann sem merki sitt. „Þróttur" á að eignast eigið málgagn sem ræðir hagsmuni félags- , heildarinnar á ópólitískum grundvelli. Hvorki Siglfirðingur, Einherji né Neisti og því sízt Baráttan, geta verið málgögn hans. Og loks ættu meðlimir Þróttar og .- forustumenn ekki að brenna sig á sama soðinu og Verkamannafálag Siglufjarðar, að láta pólitíska óhappamenn koma sér á kaldan klaka. Þeir ættu að muna hvernig pólitíkin lék „verkamannafélagið". 

Meðlimir þess réttu fjandanum einu sinni litla fingurinn, en það fór eins og fyrri daginn: hann hirti alla hendina. Ef að „Þróttur" ber gæfu til að setja sér þau lög að vera algerlega ópólitískt félag, verður hann vafalaust eitt hið öflugasta og nytsamasta félag, og þá eignast hann þann þrótt, að verða sjálfum sér nógur, meira að segja utan við allt „Alþýðusamband". Takist hinsvegar ekki að setja félaginu þessi lög og halda þau, er það fyrirfram dauðadæmt.

----------------------------------

Þrifnaðarráðstafanir heilbrigðisnefndar. 

Það hefir verið siður heilbrigðisnefndar undanfarið að ganga um bæinn rétt fyrir hvítasunnu og áminna bæjarbúa um þrifnað, sérstaklega um það, að þrífa til í kring um hús sín, og áminna um að því skyldi lokið fyrir hvítasunnu. Jafnframt hefir heiibr.nefndin í sama leiðangri heimtað af lóðareigendum, að þeir fylltu upp lóðir sínar, þar sem þess hefir álitizt þörf. En eg hefi sérstaklaga tekið eftir einni lóð, sem lóðareigandinn hefir að öllum líkindum fengið fyrirskipun heilbr.- nefndar til að fylla upp, og hefir þessi uppfylling á lóðinni staðið yfir nú næstliðin tvö ár, og má því nærri geta að sérstaklega hefir verið til þessarar uppfyllingar vandað, enda eigandinn, eftir því sem mér hefir verið sagt, sjálfur formaður heilbrigðisnefndar. 

Lóð þessi er hornlóðin norðan Austurgötu og neðan Vetrarbrautar, uppaf fyrverandi bæjaríshúsi. En með hverju er svo þessi lóð fyllt upp? Allrahanda skrani og rusli, kúamykju og mannasaur, eða yfirleitt með því allra versta skrani, sem til fellur frá bæjarbúum. Þessi þokki liggur svo þarna á lóðinni óþakinn allan ársins hring og er ekki ólystugt að finna dauninn, sem af honum leggur, þegar maður sækir kjöt sitt á íshúsið og hefir ekki völ á annari leið, en götunni sem liggur fram með lóðinni, nefnilega Austurgötu. En það þarf kannske minna af kryddi í kjötið, þegar heim kemur, þegar þessi ókeypis heilbrigðisnefndarkryddilmur hefir leikið um það á leiðinni. 

Mér er spurn: Hvernig líðst nokkrum manni að fylla upp lóð sína með slíku efni, og rétt við mannabústaði? Við, sem búum í námunda við þetta „svínarí", förum heldur ekki varhluta af því. Á vorin þegar hitnar í veðri,, er næstum ómögulegt að verja nokkurn mat í húsunum fyrir flugnaágangi. Það getur verið að heilbrigðisnefndin telji flugurnar ekki skaðnæmar, en mér er ekkert um þær, jafnvel þó þær komi beina leið af lóð formanns heilbrigðisnefndar. Því það er enginn vafi á því, að flugnamergðin, sem er hér í nágrenninu eftir að hitnar í veðri, stendur í sambandi við þessa makalausu uppfyllingu. Get eg því búist við því að flugan, sem hefir sezt á matarbitann, sem eg ætla að fara að láta ofaní mig, hafi fyrir nokkrum mínútum setið út á oftnefndri lóð, að krásunum þar. 

Eftir því, sem manni hefir verið kennt, eru flugurnar mjög hættulegir smitberar og álít eg því, að hér sé um mjög mikilvægt heilbrigðisatriði að ræða. Eg vil því beina því til háttv. heilbr.nefndar, næst þegar hún fer sína árlegu eftirlitsferð um bæinn, sem eg geri ráð fyrir að verði nú um hvítasunnuleytið, hvort hún ekki vilji fá sér göngutúr yfir lóðina, því ætla mætti, að hún væri orðin greið yfirferðar eftir allan þennan tíma og tilkostnað. Annars vil eg ljúka þessum línum með því að krefjast þess af heilbr.nefndinni, að hún fyrirskipi þegar í stað, að lóðin verði tafarlaust þakin með möl eða sandi eða öðrum hæfum ofaníburði, enda er þessi uppfylling, eins og hún er nú, hreinasta bæjarskömm og svívirðing, þó ekki sé litið á óhollustuna, sem af henni getur stafað. 

Siglufirði, 17. maí 1934 Magnús Blöndal

------------------

Sunnudagsbardaginn. 

Það hafa nú þegar tvö siglfirzk blöð lýst þessum atburði, svo það virðist að borið sé í bakkafullan læk, að farið se í þriðja staðbundna blaðinu að lýsa bardaga þessum. Frásögn Einherja þykir mér góð, og býst eg við, að við hana verði litið bætt hér. Aftur á móti þykir mér frásögn Neista dálítið loðin og einhvernveginn svoleiðis. að hann sé að velta vöngum yfir þessu og viti varla hvort hann eigi að hallast til hægri eða vinstri. Aðdraganda viðburðanna skal hér eigi lýst, því hefir verið öllu marglýst í útvarpinu og víðar, Menn verða að gera sér það ljóst, að þarna var ekki verið að berjast fyrir heill verkalýðsins almennt. — Það var verið að berjast fyrir sigri kommúnismans. — 

Það var verið að sannprófa það, hvort lýðurinn hérna á siglfirzku mölinni væri orðinn byltingarhæfur. Það var verið að sannprófa það, hvort kommúnisminn væri orðinn hér svo rótfastur, að hann þyldi svona „róttækt" „sjokk" — hvort hann þyldi sína eigin sannprófun — hvort rótin kipptist upp öll og „plönturnar" er upp af henni höfðu sprottið, vesluðust upp, eða hvort „ræturnar" stæðust raunina og hertust og skytu nýjum eituröngum er síðar yrðu svo magnaðar „plöntur", að þær gætu eitrað akurinn og sáð út frá sér. „Plönturnar" stóðust ekki raunina, þrátt fyrir nægilegt grjót og nógan kolaforða. — Með þessu telst sannað, að þeir, er sáðu til „plantnanna" hafi gróðursett þær og uppalið í þurrum grýttum jarðvegi. Þegar slíkar „plöntur" fá of mikið af vatninu í einu, veslatst þær upp og deyja í fyllingu tímans. 

Vitanlega var ekkert spaug á ferðum, og margur sá, er þarna var á vígstöðvunum, skilur ekki, hvernig það atvikaðist, að hann komst úr voðanum lítt meiddur eða óskaddaður. Það mun aldrei hafa þekkzt hérlendis, að kvenfólk gengi fram fyrir skjöldu og hvetti til manndrápa, að minnsta kosti ekki nema óbeinlínis, og verður þó að leita langt til slíkra dæma. En nú varð á sú raunin, að telja verður, að svo hafi borið að hér. Þeir, er mestan áttu manndóminn gengu hraustlega fram, ruddust á garðinn þar sem mest var raunin og öflugust vörnin, en mannbleyðurnar, er földu sig bak við pilsfalda kvennanna og báru grjótið og öttu fram konunum til atlögunnar — ja — þeir eru brjóstheilir ef þeir skammast sín ekki fyrir að láta sjá sig opinberlega fyrst um sinn.

 „Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm", og það skal eigi gert að þessu sinni, en við réttarhöldin er fram fara þessa dagana út af þessum einstæðu atburðum, mun margt sannast er nú er í myrkrunum hulið. Og þá mun margur verða frægur að endemum, sem nú er grafinn í þögn og gleymsku. Kommúnistar tala um það í síðustu tilkynningu, að hér muni rísa upp ríkislögregla á næstunni. Vitanlega ætti svo að vera. — Annað- hvort er af lögreglustjórn landsins að vernda friðsama borgara fyrir þeim er æpa „drepum, drepum"! á götum og gatnamótum og hóta árásum á einstök heimili, íkveikjum, hálsskurði og þessháttar, eða þá að hún hverfi algjörlega inn í það pólitíska núll, sem hún hefir alla jafna verið að þessu gagnvart kommúnistum.

Það er dálítið hart fyrir borgarana að fá það framan í sig — og haft eftir dómsmálaráðherranum — að það sé nú ekki víst að þeir fái nýju ríkisverksmiðjuna hingað vegna óspekta þeirra er hafi gerzt — þrátt fyrir það, þótt borgararnir væru búnir að leggja líf og limi í sölurnar til þess að leysa af hendi það starf, er lögreglustjórn landsins og lögreglustjóra i hennar umboði bar skylda til að inna af hendi án þess væri beðið. Hvorirtveggja aðila höfðu haft næg kynni af siglfirzkum kommúnistum til þess að segja í þess stað: „Verið rólegir, borgarar góðir. Við skulum vernda hjá ykkur vinnufriðinn framvegis svo ríkisverksmiðjan nýja fái að starfa hér í friði og öll önnur fyrirtæki." Það skal eigi minnzt nánar á þetta að sinni — það er bezt að sjá hverju fram vindur.

-----------------------------

Hótel Hvanneyri 

Nú hefir Sigtryggur Benediktsson opnað hið nýja hótel sitt. Hótel þetta er hið prýðilegasta og öllum aðiljum til sóma. Jafnast það fyllilega á við þau gistihús hérlend er bezt eru hvað útlit snertir, og þá eigi síður um alúð og viðmót húsráðenda, svo sem mörgum Siglfirðingum mun kunnugt, er þau hjón þekkja. Siglufirði er stór fengur að þessari nýju gistihöll. Hún er sannkölluð bæjarprýði og bæjarsómi. 

Á Karl Sturlaugsson þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í að byggja þetta stórhýsi með svo glæsilegum árangri. Síðar mun Siglfirðingi gefast færi að lýsa hótelinu nánar.

--------------------------

Siglfirðingur 26. maí 1934 

A ð  h v e r j u  s t e f n i r ? 

Það mun vera áhyggjuefni allra hugsandi manna í hvert öngþveiti er stefnt öllum atvinnuháttum íslendinga. Ástandið fer hríðversnandi ár frá. ári. Ofbeldisflokkar ráð- ast að friðsömum mönnum og banna þeim bjargráð og vinnufrið. Fámennur flokkur kvenna, unglinga og nokkurra ábyrgðarlausra fullorðinna ofstækismanna hefja árásir og bardaga svo nærri liggur manndrápum útaf engu tilefni. Megnið af óaldarliði þessu er baggi á herðum vinnandi stétta þjóðfélagsins. 

því hvort tveggja er, að allur tími þeirra lendir í það að finna upp ný og ný deiluefni til þess að geta haft tylliástæður til óspektanna, prédika bölvakenninguna fyrir hinum fáu áhangendum og klófesta fáfræðingana og ginna þá inní „flokkinn" undir yfirskini „verkalýðsverndar". og svo er hitt, að mikill hluti þessa lýðs er fólk, sem hatar allt líkamlegt erfiði, hefir flosnað upp frá lærdómi eða á annan hátt hrökklast útúr mannlegum félagsskap. Það er óhætt að kalla flesta „kommúnista" þessa lands útilegumenn þjóðfélagsins, sem orðnir eru að stigamönnum við þjóðveginn. Sumir þeirra lifa að vísu á gulli frá austri. (Mun það vera „roðinn úr austri", sem kommúnistar syngja um.) Hvar sem bjargvænlegir atvinnuvegir rísa upp, koma ránsfylkingar kommúnismans, leggja þar að blóði roðinn hramm og banna framkvæmdir nema eflir þeirra eigin firrum. Þeir gefa út fleiri blöð og ritlinga en nokkur annar stjórnmálaflokkur í landinu. 

Allt er slíkt löðrandi í svæsnustu árásum á löggjafana. lögregluna, kirkjuna, trúarbrögðum og yfir höfuð allt, sem þjóðinni er helgast og nauðsynlegast að varðveita. Fána landsins svívirða þeir í orði og verki við hvert tækifæri. Allt fer þetta fram, og hefir farið fram um margra áraskeið, fyrir opnum tjöldum. Stjórnin hefir ár eftir ár horft á öll þeirra lögbrot köldum, afskiftalausum augum, þrátt fyrir það, þótt aðrir sauðmeinlausir, algengir borgarar verði að hlíta eftirminnilegum refsingum, þungum fjársektum, tukthúsvist og æru- og réttindamissi fyrir sömu afbrot og mikið minni. Lögreglustjórn landsins hefir sýnt þessum stigamönnum þjóðfélagsins slíkt dæmalaust afskiftaleysi og linkind, að svo má kalla, að þeir hafi nú orðið einkarétt á að fremja glæpi og lagabrot, án þess að til komi nokkur refsing, eða jafnvel tilraun lögregluvalds og almenns réttarfars til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeim. 

Það er nú tæpl. lengur nokkur leið fyrir lögreglu og réttarfar í landinu að refsa fyrir ýmsa venjulega glæpi, t. d. ósæmilegan rithátt, árásir, meiðingar o. fl. slíkt, vegna þess. að réttvísin hefir að þessu leyft kommúnistum alla þessa glæpi óátalið. Það fer blátt áfram að verða gunguskap og meinleysi sakborninga að kenna, ef þeir sleppa ekki senn hvað líður við allar refsingar. Æðsta boðorð allrar réttvísi skyldi maður ætla að væri þó þetta: „Allir jafnir fyrir lögunum!" Einu lögbrotin, ,sem virðast vera eitthvað „respekteruð“ af réttvísinni í landinu nú, eru þau er lúta að áfengislöggjöfinni. 

Maður, sem hefir drýgt þann glæp að kaupa eða „brugga" pela af „landa", hann sleppur hvorki við fjársektardóm né tukthús, en þó kommúnisti neiti að svara fyrir rétti, svívirði fána þjóðarinnar, stöðvi samgöngur, leggi á vinnubann og steli þannig af fátækum verkamönnum þúsundum króna, svívirði kirkju og kristni á viðbjóðslegasta hátt, bríxli yfirvöldunum um manndráp, yfirhylmingar, fjárdrátt, svindl o. fl. o. fl. er allt látið dánkast. Fáfróðum almenningi verður á að spyrja. Hvernig stendur á þessu? Hverjum er um að kenna? Hversvegna erum við dæmd fyrir sömu glæpi og kommúnistar fá að iðka óáreittir? Endar ekki slíkt réttarfar í fullkominni upplausn og stjórnleysi? Hver vill svara þessu? Vill ekki réttvísin háttvirt leysa úr þessum spurningum? 

Eða finnst mönnum að almenningur hafi engan rétt til að heimta svör? Er ástandið orðið svo slæmt, að almenningur sé orðinn dómgreindarlaus og kærulaus um öli réttarfarsmál? Hví ekki það. Liggur ekki nærri að álykta að svo sé? Er ekki á alla lund tyllt undir forustumenn kommúnista. Ganga þeir ekki friðhelgir til allra embætta og opinberrar þjónustu, þrátt fyrir ótal lagabrot og daglegar yfirtroðslur laga og réttar? Jú, sannarlega! Eru ekki forustumenn kommúnista kosnir á þing, í bæjarstjórnir og til ótal trúnaðarstarfa þrátt fyrir lögbrotin. Sitja þeir ekki oft og einatt fyrir atvinnu hjá sömu mönnum, sem þeir hafa svívirt og lagt á höft og bönn og hafið á árásir og meiðingar? 

Er ekki sósíalistaflokkurinn, sem í er ekkert annað en kommúnistar á lægra þroskastigi, að taka fram fyrir hendurnar á sjálfu ríkisvaldinu og „banna því(!) að flytja efni til vega og brúagerða útum land? Er ekki stjórnin hundflaðrandi og ráðalaus frammi fyrir þessum fáu rauðmögum er steyta framan í hana hnefann. Er þetta ekki dásamlegt srjórnarfar? Þjóðin æpir á vinnufrið, en fær ekkert nema hnefahögg og grjótkast kommúnista og vinnustöðvanir  Alþýðusambandsins að svari. Er ekki komið mál til að taka í taumana? En hvernig má það verða? Það er ekki nema eitt ráð til. Vilji þjóðin fá lög og rétt í landið aftur, vilji þjóðin fá vinnufrið, vilji þjóðin byggja upp aftur þær rústir, er óaldalýðurinn hefir lagt réttarfarið í, vilji þjóðin losa atvinnuvegina undan oki sósíalisma og kommúnisma, getur hún það ef hún vill. 

24. júní — það er ekki nema mánuður tæpur þangað til — getur þjóðin hrundið af sér þessari rauðubölvun, og dregið forsprakkana fram fyrir dómsról sinn og dæmt þá eftir verðleikum. Þá á þjóðin þess kost að kjósa sér löggjafa. Atvinnulíf þjóðarinnar, sem öll afkoma hennar byggist á, verður að fá að þróast í friði. Atvinnuveitendur og allur hinn vinnandi lýður verður að fá frið — verður að hnekkja rauðu hættunni — verður að sameinast undir merki þess eina flokks, sem afneitar öllu athæfi allra óvina þjóðfélagsins. Sjálfstæðisstefnan verður að sigra við þessar kosningar, annars er íslenzkt þjóðerni í veði. 

Tapi hún er íslenzkt framtak, íslenzkt sjálfstæði og íslenzk menning dæmt undir forsjá rauðliðanna — dæmt til glötunar og upplausnar. Verkamenn og vinnandi lýður allur verður að vakna og athuga, vega og meta, velja og hafna á milli þeirra tveggja stefna, er nú berjast um yfir ráðin — stefnu lagaleysis, ófrelsis, ófriðar og stéttavíga — og stefnu sjálfstæðis, laga og réttar, friðar og sameiningar allra stétta til sameiginlegra átaka, fyrir frelsi og framgangi íslenzks réttarfars. Í næsta blaði munu raktar dýpri og fyllri ástæður til ástandsins — færðar sönnur á hverjum sé, um að kenna að ástandið er orðið eins og það er.

----------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 2. júní 1934 

Stórkostlegur landskjálfti. 

1—200 manns húsnæðislaus á Dalvík. Miklar skemmdir víðar í Eyjafirði. 

Kl. 1245 reið hér yfir snarpasti landskjálftakippur er menn muna hér Norðanlands. Hér í Siglufirði urðu þó engar skemmdir svo teljandi sé. Á Dalvik skemmdust eða hrundu að meira eða minna leyti 16 hús. Öll steinhús í þorpinu meira og minna skemmd, sum gereyðilögð. Fólkið þorir ekki inn í húsin sem eðlilegt er, og er verið að flytja þangað tjöld frá Akureyri. Að Svínakoti á Árskógsströnd hrundi bærinn þvínær í rúst. Húsið að Krossum skemmdist mikið og enn urðu víðar skaðar þær nærlendis. Eftir símtali við Dalvík.

------------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 10. júní 1934

M y n d i r frá landsskjálftásvæðinu eru sýndar í glugga Lyfjabúðarinnar. Schiöth lyfsali tók myndirnar á Dalvík. Þessar myndir fást nú keyptar í Lyfjabúðinni 16 saman og kosta 3 krónur. Menn ættu að kaupa myndir þessar, því allt sem fyrir þær greiðist rennur til bágstaddra á landskjálftasvæðinu.

---------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 30. júní 1934 

T I L K Y N N I N G. 

Á morgun, sunnud. 1. júlí, opna eg undirritaður veitingasölu í Nýja turninum (fyrir sunnan Mjólkurbúðina.) Þar verður ávallt á boðstólum: Mjólk, brauð, öl, gosdrykkir, soðin egg o.fl: 

Virðingarfyilst. Vignir Eðvaldsson.  (Aðalgata 34 í dag 2018)

---------------------------------

UPPBOÐ verður haldið á söltunarstöð O. Tynes Siglufirði, mánudaginn 2. júlí kl. 1 síðd. og þar selt ef viðunanleg boð fást, nokkuð af trjávið og mótorvél. — Gjaldfrestur er til 15. ágúst n.k. Innheimtulaun 5 prc. 

Siglufirði 28. júní 1934. Jón Jóhannesson (innneimtum.)

--------------------------------

14 manna lögreglusveit verður starfandi hér í sumar. Komu 10 lögregluþjónar frá Reykjavik hingað í gær en 4 voru hér fyrir. Hefir bæjarstjórn ráðið Björn Jóhannsson úr Reykjavík yfirlögregluþjón allt árið. Verður eigi annað sagt, en vel sé nú séð fyrir löggæzlunni i bænum. Eru flestir borgarar bæjarins þakklátir fyrir þessa ráðstöfun alla.

--------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 18. ágúst 1934 

TILKYNNING 

Samkvæmt Reglugerð um raforkuvirki frá 14. júní 1933, II. kafla, D-lið, um varnir gegn útvarpstruflunum, 128 til 132 gr. og III, kafla, B-lið um ráðstafanir gegn útvarpstruflunum, er öllum skylt, er raforkuvirki eiga er slíkum truflunum valda, að láta deyfa truflanirnar á sinn kostnað. Með því að Rafveitunefnd og bæjarstjórn hefir nú ráðið kunnáttu^ mann til að framkvæma slíkar truflanadeyfingar er að framan getur, ber öllum innan umdæmis Siglufj.kaupstaðar, er raftæki eiga, er valdið getaútvarpstruflunum, að snúa sér til hr. Gunnars Snorrasonar. Grundargötu 23, er sér um deyfingu tækjanna. Þau tæki er hæglega eru flytjanleg, svo sem ryksugur, bónvélar, hárklippur, hárþurrkur, lækningatæki, hitakodda o.fl. meðfærileg áhöld er truflunum geta valdið, ber eigendum að færa heim til Gunnars, sem athugar þau og deyfir á kostnað eigenda. Ber öllum hlutaðeigendum að hegða sér samkvæmt þessum fyrirmælum, ella geta þeir átt á hættu að tæki þeirra verði gerð upptæk og þeir sektaðir svo sem lögin frekast ákveða. Þótt tækin hafi áður verið deyfð. ber að sýna Gunnari þau eigi að síður. 

Siglufirði. 17. ágúst 1934 Rafveitunefndin

--------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. september 1934 

Sundlaugarmálið.

Eitt af þeim málum sem bíður skjótrar úrlausnar bæjarbúa er sundlaugarmálið. Eins og kunnugt er, gekkst Ungm.fél. Siglufjarðar fyrir því á sínum tíma, að byggð var hér sundþró, sem veitt var í köldu vatni. Þessi sundþró hefir ekki orðið að því gagni, sem til var ætlazt í upphafi og stórum færri lært þar sund en verið hefði ef þarna hefði verið volg sundlaug með vistlegum skála. Nú er sundið sjálfsögð íþrótt, og um allt land þjóta upp nýtízku sundlaugar — og um leið baðstaðir. — Það má svo að orði kveða, að fyrsta menningarmálið á dagskrá æskulýðsins sé að berjast fyrir byggingum sundlauga í heimahögunum. 

Þetta mál hefir líka snortið æskulýð þessa bæjar og það því fremur, sem hér eru fyrir hendi heitar uppsprettur. Síðastliðið haust hófust nokkrir áhugamenn handa og rannsökuðu eftir því er kostur var á í bili laugarnar í Skútudalnum, og grófu þar talsvert á laugasvæðinu. Voru þarna að verki félagar Ungra Sjálfstæðismanna á Siglufirði. Leituðu þeir svo aðstoðar Höskuldar Baldvinssonar, raffræðings, er framkvæmdi mælingar á félagsins kostnað á laugasvæðinu og leiðinni þaðan, vestur yfir dalinn, að sundlauginni, og gerði kostnaðaráætlun um hitaveitu frá laugunum að sundpollinum núverandi. 

Aðal forgöngu í þessu máli mun hafa átt A. Schiöth lyfsali, Óli Hertervig bakarameistari o. fl. Þess ber að geta, að ýmsir aðrir, svosem: Bogi Ísaksson og Matthías Ágústsson bifreiðastjórar og Sigfús Ólafsson í Hlíð, hafa sýnt áhuga og ósérhlífni í rannsókn lauganna. En þeir Schiöth og Hertervig hafa á seinni árum verið aðalforgöngumenn íþróttalífsins í bænum. Þetta sundlaugarmál er nú komið á þann rekspöl, að ætlazt er til að kosin verði nefnd í málið og tilnefni íþróttafélögin tvo menn hvort en bæjarstjórn einn og sé hann formaður. Nú var það í rauninni sjálfsagt að bæjarstjórn að kjósa þann formann sundlaugarnefndar, er mest hafði fyrir málið unnið og mest í sölurnar lagt fyrir það. 

Var þá vitanlega ekki nema um annanhvorn Schiöth eða Hertervig að ræða. Enda virðist málinu bezt komið í þeirra höndum. En þá bregður svo undarlega við, að Hjartar skólastj. er kosinn formaður af „sameinaða félaginu" Krötum og Framsókn. Enda þótt Hjartar sé áhugamaður um íþróttir, og blaðið vilji á engan hátt lýsa vantrausti á honum í þessu máli, sýnir þessi formannskosning, þótt í litlu sé, að „hinir sameinuðu" geta á enga lund vitað, að pólitískum andstæðingum sé sýnd sanngirni, og á hinn bóginn viðleitni þeirra til að draga jafnvel þetta mál inni stjórnmáladeilurnar. Sundlaugin verður að vera pólitisk eins og allt í þessum bæ — og þá vitanlega með Kratasvip og Framsóknarsniði. Ungir Sjálfstæðismenn munu hér eftir sem hingað til beita sér kröftuglega fyrir sundlaugarmálinu og ætla sér þann hlut. að hrinda því í framkvæmd — þrátt fyrir allan pólitískan áróður andstæðinganna. Fer hér á eftir skýrsla Höskuldar, sú, er hann gerði fyrir Unga Sjálfstæðismenn: 

I. Hitun með laugavatni. Upp á yfirborð jarðar fram á Skútudal kemur nú ca. 0,2 lír. á sek. af ca. 40 stiga heitu vatni og ca. 0,23 ltr. af ca 23 stiga vatni. Þetta samsvarar ca. 0,43 ltr. af 32 stiga vatni á sek. Með því að nota hita vatns þessa niður í 26 stig gefur það um (32—20) 0,43“ 3600“ 18600 hitaeiningar á klst. 

Þetta hitamagn samsvarar um 21.5 kilowöttum af rafmagni, en þrátt fyrir það tel eg að tæplega komi til greina að leiða þetta vatn ofan að sundlauginni, vegna þess hve það er lítið. Hitatapið í leiðslunum yrði svo mikið að það mundi ekki borga sig. Nú ber þess að gæta að vatnið fram í dalnum kemur upp um gamla gróna skriðu svo að mjög sennilegt er að hægt sé að auka það með því að grafa niður með uppsprettunum. Er sennilegt að bæði mætti fá meira vatn og heitara. 

Til þess, að minni hyggju komi til mála að leiða vatnið ofaneftir þyrfti að fást a. m. k. á annan líter af ca. 45 stiga heitu vatni. Eg læt fylgja hérmeð mjög lauslega áætlun um kostnað við að veita ca. 2 ltr. á sek. af 45 stiga vatni frá uppsprettunum á Skútudal og niður að sundlauginni. 

Fallhæðin frá uppsprettunum og niður að sundlaug er rúml. 100 m. en vegalengdin tæpir 3000 metrar. 2250 m. af 2" trépípum 3,35 kr. 7,535,50 

Samveita lindanna gröftur og inntaksþró kr. 3,000,00 

Garður undir pípuna og yfirhleðsla kr. 3,750,00 750 m. járnpípur á 3,25 kr. 2,437,50 Einangrun um járnpípuna ca. kr. 4,00 á meter kr. 3.000,00 

Undirbygging undir járnpípuna, á leirunni kr. 2,000,00 

Lagning kr. 600,00 

Undirbúningur og óvíst kr. 2,677,00 

Samtals krónur 25,000,00 

Árlegan kostnað áætla eg: 

a) Afborganir og vexti (miðað við 6 prc. Vextio g 25 áraafborgunartíma kr. 1,955,00

b) Viðhald ca. ½ f prc. kr. 375,00 

Samtals krónur 2,320,00 

Eftir 25 ár á leiðslan að líkindum að vera tiltölulega lítið fyrnd. 

Ef reiknað er með að nota hitann niður í 20 stig, eins og telja má að hann notist í sundlaug er hitamagnið um (45—20)x2x3600 — 180000 hitaeiningar á klst. uppfrá. Hitatapið í leiðslunni áætla eg 45 þús. hitaeiningar í 10 gráðu frosti, svo að hitamagnið niðurfrá yrði þá ca. 135000 hitaeiningar á klst. 

Yfir árið yrði hitamagnið 135000- x8760 - 1180,000,000 hitaeiningar. ».Miðað við framanritaða rekstursáætlun yrði verðið 2320,00 : 1180,- 000 - 0,197 eyrir fyrir 1000 hitaeiningar. 

Til samanburðar vil eg geta þess að 1000 he. í góðum kolum (með hitagildi 7500) kosta um 1,07 eyrir ef kolin eru reiknuð á kr. 40,00 pr. tonn og nýting 50 prc. Hér við bætist auðvitað afborgun og vextir af hitatækjum og vinna við kynding etc. Samkvæmt fenginni reynslu hér, má búast við að ofannefnt hitamagn nægi til að hita upp sundlaug sem er ca. 250 qm. að flatamáli og ca. 375 cbm.

Framhald í næsta blaði en sleppt hér

Gagnfræðaskóli Siglufjarðar 

tekur til starfa um 10. okt. í hinu nýja húsnæði á kirkjuloftinu. Eru þar góð húsakynni fyrir skólann, tvær stórar stofur, kennaraherbergi og gangur. Allt er þarna þiljað Oregon furu dregið „möttu lakki" en ómálað. Eru stofurnar prýðilega vistlegar og bjartar vel. Er innrétting þarna öll með nýju sniði og stílhreinu. Minnist ritstjóri Siglfirðings ekki að hafa séð öllu vistlegri skólastofur. Auk skólahýbýlanna er þarna stör stofa sem er ætluð bókasafninu og er svo til ætlazt að þar verði um leið vísir að lestrarstoíu. Væntanlega fer nú bærinn að leggja svo ríflegan styrk til bókasafnsins, að því megi á næstu árum ætla allt plássið á kirkjuloftinu, því þrátt. fyrir prýðileg húsakynni eru allmargir bæjarbúar sáróánægðir með að hafa skólann þarna, enda hafa þeir frá sínu sjónarmiði mikið til síns máls. Mun skólanum væntanlega skjótt vaxa svo fiskur um hrygg, að húsakynnin á kirkjuloftinu verði honum ónóg, og rís þá sjálfsagt upp sjálfstæð bygging fyrir þessa menntastofnun Siglufjarðar. Blaðið óskar hinum nýja gagnfræða skóla allra heilla og væntir þess, að hann verði þess megnugur að auka og efla andlega menningu bæjarins eins og honum er ætlað. Þar er mikið starf fyrir höndum og líklega örðugt og mikils um vert að giftusamlega takist.

------------------------------------------------------------------- 

Siglfirðingur 3. nóvember 1934

AFTAKA VEÐUR OG SJÓFLÓÐ

Dagana 26. og 27. f. m.  geisaði aftaka fárviðri af norðaustri með ofsa sjáfargangi og stórflóði yfir gjörvalt Norðurland og olli því fádæma tjóni á eignum manna og öðrum verðmætum, að elztu menn muna eigi slíkt. Mest mun þó tjónið hafa orðið á svæðinu vestan frá Skaga til Langaness. Orsakaði veður þetta skipströnd mörg, og í því er talið að farizt hafi fiskibátur héðan frá Siglufirði með fjögra manna áhöfn. Mestu tjóni olli ofviðri þetta á Sauðárkróki, Haganesvík, Siglufirði, Héðinsfirði, Hrísey, Dalvík, Grenivík, Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn, þótt víðar eigi menn um sárt að binda af völdum þess. 

Hér í Siglufirði mun veður þetta og stórflóð lengi í minnum haft og strönduðu hér þá þrjú skip: G.s. Kongshaug, fullfermt Matjesíld frá S. Í: M. og fiskiskipin m.s. Elín, eign Halldórs Guðmundssonar útgerðarmanns, og g.s. Bjarki, eign Eyþórs Hallssonar, útgerðarmanns. Braut sjórótið ásamt stórflóði meiri hluta allra bryggja og söltunarpalla allt utan frá Bakka og suður að bæjarbryggju, eða stórskemmdi á annan hátt, auk þess, er stórskemmdir urðu á mörgum bryggjum innan Eyrar af völdum skipa, er við þær lágu eða rak á þær. 

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá þrssu flóði á Siglufirð,i eru úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar- (Úr safni Sillu)  - Þessar myndir komu ekki með fréttinni á sínum tíma.

Lækjargatan

 Aðalgata - Lækjargata 

Svæði Áhaldahúss Siglufjarðar, í dag 2018

Bæjarbryggjan / (Hafnarbryggjan) fjær - Hafliðaplan nær ?

Eyrargata

Vetrarbraut

Vetrarbraut

Er tjón þetta eigi enn metið en margir telja að það muni skifta hundruðum þúsunda. Sjór gekk yfir alla Eyrina, svo hvergi stóð uppúr nema lítill partur norðan Aðalgötu spölkorn út með Grundargötunni, en á öðrum götum varð sjór svo djúpur, að víða tók í mitti. Brauzt flóð þetta í tveim stríðum straumum suður at Eyrinni, um Vetrarbraut og Lækjargötu og bar með sér stórviði úr brotnum bryggjum og annað timbur úr bryggjupöllum og frá húsum einstaklinga, þeirra, er trjávið áttu útivið.  Eins og nærri má geta, flæddi sjór inní kjallara íbúðarhúsa og íbúðir manna á neðrihæðum húsa og stórskemmdi húsin og spillti eignum manna, matvælum og innstokksmunum. Mun hér í Siglufirði tæplega hafa komið slíkt ofsaflóð svo menn muni. Er enn óvíst um tjón almennings og mun seint talið verða. 

Götur þær, er urðu fyrir mestu gnauði flóðsins grófust niður eða skemmdust á annan hátt svo sem af malarburði. Var ömurlegt að líta yfir bæinn á laugardaginn. Sást þá hvergi á auðan blett á allri Eyrinni neðan Túngötu nema þar sem hæst bar í grend við pósthúsið og Lyfjabúðina. og þó enn válegra á laugardagsnóttina, er hvergi sá nema í rjúkandi hafrót kringum húsin, en stormhvinur og öldugnauð barst inn um húsveggina eins og skipssúð úti á rúmsjó, og mun þessi nótt mörgum minnisstæð lengur en um sinn. 

Tjónið af ofviðri þessu er gífurlegt hér norðanlands og mun seint verða bætt. Væri full þörf opinberrar hjálpar til handa. mörgum þeim er mest tjónið biðu eigi siður en í vor, er samskot voru hafin fyrir landskjálftasvæðin. Björgun á hlutum þeim, trjávið og fleiru, en fólk missti hér hefði mátt fara betur úr hendi, en hún var framkvæmd gjörsamlega eftirlitslaust og er slíkt vítavert í slíkum tilfellum. Var svo að sjá, sem hver hirti það sem hendi var næst og þeir eigi síður, sumir hverjir, er flóðið hafði litinn skaða gert, en aðrir, er fyrir tjóni urðu fengu ekki af.

----------------------------  

Það hefir valdið óþægindum 

og óánægju hjá þeim er rafhlöðu nota við víðtæki sín, að síðan breyting varð á rafvélum bæjarins, hafa ver stórkostleg vandræði með hleðslu rafgeyma. Nú er bætt úr þessu, því fyrir áskorun bæjarfógetans hefir Raftækjaverzlun Siglufjarðar (Jónas Magnússon) keypt nýtízku hleðslutæki.

-----------------------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 1. desember 1934

Rafljósin. - 

Eins og öllum bæjarbúum er kunnugt, varð breyting á rafstraumi bæjarins í haust. Var þá jafnstraumi þeim, er stöðin hefir framleitt frá upphafi breytt í riðstraum og til þess keyptar nýjar vélar og ljósaleiðslum bæjarins breytt samkvæmt því. OIli þessi straumbreyting miklum kostnaði, bæði fyrir bæjarfélagið í heild og þá eigi síður fyrir einstaklingana, helzt þó fyrir útvarpstækjaeigendur. Nú hefir sá kvittur upp komið, að straumeyðsla fjölda bæjarbúa hefir stórum aukizt við breytingu straumsins. Enn er eigi fullvíst um, hvað þessu ollir. Hefir rafveitunefnd gert ýmsar athuganir og ráðstafanir í þessu sambandi. Meðal annars fengið hingað rafstöðvarstjóra Otterstedt frá Akureyri til þess að athuga stöðina og hinar nýju vélar. 

Er skýrsla hans birt í Einherja s.I. föstudag. Er skýrsla þessi þannig úr garði gerð, að almenningur  mun jafnfróður um gallana og orsakirnar til þeirra eftir sem áður. En að því er skilið verður af skýrslu þessari, mun eitthvert ólag vera á uppsetningu hinna nýju véla. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var þetta mál að nokkru rætt. Töluðu þar ýmsir, en ekki virtist mér málið mikið skýrast við þær umræður. Virtust þar koma fram sannanir fyrir því, að stöðin væri knúin langt uppyfir þá „spennu", er henni er ætlað að framleiða. Nú mætti virðast svo, frá sjónarmiði þeirra, er „ekkert vit hafa á hlutunum"-, að menn fengi að minnsta kosti meira ljós, fyrst allt er svona háspennt. 

En hinir lærðu fagmenn sem allt vita þessu viðvíkjandi, stranda þó á þeim atriðum. er mest á ríður, þegar á herðir, ryðja úr sér margskonar elektrotekniskum vísindaorðum og hrista svo höfuðið yfir vanmætti sinnar eigin vísindamennsku. En fáfróður almúginn spyr, vitanlega ósköp óvísindalega: „Hversvegna eru ljósin hjá mér miklu daufari en áður, þrátt fyrir það þótt stöðin sé „yfirspennt?" „Ja — það er ekki gott að segja — þetta er svo vísindalegt að þið skiljið það ekki", segja fagmennirnir. „Ja, mennirnir vita þetta ekki ennþá" segir rafveitunefndin „en við sjáum nú til. Við gerum okkar bezta". 

En hvað verður langt þangað til menn fá einhverja vitneskju um hið sanna í málinu frá rafveitunefnd og öðrum þeim, er bæiarbúar hafa til þess kosið og til þess launað að vera forgöngumenn í þessum málum og eiga að „vita" meira en sauðsvartur almúginn. Ljósnotendur vænta skýrra svara — skýrari og skiljanlegri en skýrslu Otterstedt í Einherja. 

Ljósnotandi.

--------------------------

Skýrsla matsnefndar þeirrar, 

er skipuð var að skipun ráðuneytisins til þess að meta tjón í Siglufjarðarumdæmi af völdum veturnóttafárviðrisins hefir nú lokið störfum sínum. Er skýrsla þessi birt í heild í síðasta Einherja. Eru þeir tjónþolar 68 er gefið hafa sig fram við nefndina. Er tjón þeirra allra samanlagt 276 þúsundir. En auk þeirra er hafa gefið sig fram, er fjöldi manna er mikið tjón hafa beðið. Það er ekki gott að giska á, hve miklu sú upphæð nemur, er ekki kemur fram í skýrslunni, en eigi mun ofhátt reiknað þótt áætlað sé að hún nemi frá 50—100 þúsundum króna. Margir munu vera óánægðir með mat þetta. Er ekkert við þetta að athuga. Nefndin mun hafa unnið sitt verk eftir beztu sannfæringu. Sérstaklega mætti geta sér þess til, að tjón Siglnesinga mundi vera of lágt metið þegar tillit er tekið til hinna miklu slægnaspjalla er þeir hafa orðið fyrir, en slíkt mun vandmetið og seint og hátt.

Farmurinn úr Kongshaug. 

Helmingur farms þessa, 3000 tn.. fóru með e.s. Dettifossi héðan til Þýzkalands í gærkvöldi. Munu nú standa yfir samningar milli S.I.M. og vátryggingarfélagsins um það, að samlagið taki við farminum.

---------------------------------

Siglfirðingur 8. desember 1934

Rafljósin

Út af greininni „Rafljósin" í síðasta tbl. Siglfirðings, sem er býsna harðorð í garð rafvirkjanna hér í bænum, vil eg leyfa mér að taka fram eftirfarandi. Eg vil lýsa því yfir, í eitt skifti fyrir öll, til þess að fyrirbyggja misskilning, að eg hefi ekki ráðið neinu um tilhögunina á rafstöðinni, né heldur á rafveitukerfinu yfirleitt, síðan straumbreytingin fór fram. Vegna ýmsra aðdróttana af hálfu rauðu fulltrúanna í bæjarstjórninni, hefi eg verið það var um mig, að eg hefi varazt að koma á rafstöðina, til þess eins, að þeir ekki hefðu tækifæri til að kenna mér um það sem aflaga kynni að fara. Vélar stöðvarinnar hefi eg aldrei séð, og yfirhöfuð alls ekkert við þessa nýtízku og nýjustu riðstraumsrafstöð landsins riðinn, svo eg bið menn að hafa mig afsakaðann, hvað sem fyrir kann að koma. Annars geri eg ráð fyrir, að manna á milli sé of mikið úr því gert, sem í ólagi á að vera á stöðinni. Eg veit ekki betur en Rafveitan hafi haft eftirlitsmann við uppsetningu og tengingu stöðvarinnar, og sé eitthvað ekki í sem ákjósanlegustu lagi, ættu menn að beina umkvörtunum sínum til þessa manns, en ekki til rafvirkjanna, sem á engan hátt hafa komið nálægt þessu verki. 

Ásgeir Bjarnason.