Magðalena Hallsdóttir

Magðalena Sigríður Hallsdóttir

Magðalena Hallsdóttir (Madda Halls) fæddist á Siglufirði 28. júní 1928.

Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 31. júlí 2015.

Foreldrar hennar voru 

Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 15.12. 1897 á Sléttu í Fljótum, d. 10.8. 1983, og 

Hallur Garibaldason verkamaður, f. 24.6. 1893 á Mannskaðahóli í Skagafirði, d. 15.4. 1988.

Systkini Möddu eru:

1) Garibaldi Hakksson, f. 1918, d. 1920, 

2) Pétur Hallsson, f. 1920, d. 1991, 

3) Margrét Petrína Hallsdóttir, f. 1922, d. 2004,

4) Garibaldi Hallsson, f. 1926, d. 1927, 

5) Helgi Hallsson, f. 1931, d. 2007, 

6) Jón Hallsson, f. 1932, 

7) Guðjón Hallur Hallsson, f. 1939.

Auk þess bjuggu á heimilinu 

Óskar Garibaldason, f. 1908, d. 1984, bróðir Halls, 

Jóhannes Jósepsson, f. 1908, d. 1993, 

Jósep faðir hans og dóttir 

Magdalena Björk Jóhannesdóttir, f. 1934. d. 22. desember 2015

Magðalena giftist 6.9. 1952 

Guðlaugur Helgi Karlsson, loftskeytamaður og símafulltrúa frá Siglufirði , f. 25.12. 1928, d. 11.10. 2014. 

Foreldrar hans voru hjónin 

Herdís Hjartardóttir húsmóðir, f. 1894 í Langhúsum í Fljótum, d. 1987, og 

Karl Sturlaugsson húsasmíðam., f. 1886 í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, d. 1948.

Börn Magðalenu og Guðlaugs eru:

1) Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, f. 23.11. 1953,

maki Ómar Einarsson, sviðsstjóri hjá ÍTR, f. 14.2. 1954,

börn þeirra eru:

2) Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir, skrifstofum., f. 24.4. 1957,

maki Kristján Sigfús Sigmundsson  stjórnarformaður, f. 9.6. 1957,

börn þeirra eru:

3) Karl Guðlaugsson tannlæknir, f. 7.4.1966,

maki Kristjana Sæberg Júlídóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 22.10. 1963,

börn þeirra eru:

4) Guðbjörg Jóna, hjúkrunarfræðingur, f. 17.6. 1969,

maki Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri, f. 5.2. 1966,

börn þeirra:

Magðalena Hallsdótti var fædd og uppalin á Siglufirði og bjó þar allt sitt líf. Hún var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1944 og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1946-47.

Magðalena var „ein af stelpunum á Stöðinni“ og hóf störf hjá Símanum árið 1945. Hún starfaði sem talsímavörður, yfirtalsímavörður og síðar fulltrúi. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum sem fulltrúi í BSRB og fyrir félag íslenskra símamanna.

Hún lét af störfum árið 1996 eftir 51 ár í starfi.

Magðalena var virk í félags- og sjálfboðaliðastörfum og stóðu málefni aldraðra hjarta hennar næst. Hún gekk í Kvenfélag Siglufjarðar 16 ára gömul og í tugi ára sá hún um fjáröflun fyrir Kvenfélagið Von með skrifum minningarkorta.

Magðalena var formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar í 28 ár og var í byggingarnefnd fyrir byggingu Dvalarheimilis aldraðra á Siglufirði. Hún var alla tíð virk í hinu kirkjulega starfi, söng með Kirkjukór Siglufjarðar í yfir 70 ár og var í Systrafélagi kirkjunnar. Magðalena var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2010.

Útför Magðalenu fór fram frá Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. ágúst 2015

Magðalena Hallsdóttir