Árið 1935 - Greinargerð Þróttar, tengt

Eftirfarandi voru þáttakendur.....                              

Eftirfarandi er tengt niðurlagi greinargerðar Þróttar 

Neisti, 9. nóvember 1935   

þáttur Jóns Sigurðssonar.  

Þegar þetta hafði nú verið ákveðið, var Jóni Sigurðssyni, erindreka, sem þá var kominn til Reykjavíkur, tilkynnt það símleiðis. 

Og þá er það, sem Jón biður þess mjög ákveðið, að þetta verði ekki gert að opinberu máli með því að samþykkja tillöguna á fundi. Hann segist ekki vilja gera J. G. burtförina erfiðari, en hægt sé að að komast hjá. 

Hinsvegar fullvissaði hann fulltrúa "Þróttar" sem við hann töluðu um að J. G. verði sagt upp starfinu og séu því til grundvallar fleiri ástæður, en þær sem greinir í tillögu "Þróttar". 

Þetta eru nú afskipti Jóns Sigurðssonar af þessum málum, og hlýtur öllum, að vera það ljóst, að mikill munur er þess, að vera i rólegheitum sagt upp starfi eða vera svo gott sem rekinn af hlutaðeigandi verkalýðssamtökum. 

------------------------------------------

Neisti, 9. nóvember 1935

þáttur Þormóðs Eyjólfssonar. 

Það virðist vera ill kaldhæðni örlaganna, að á meðan andstæðingar Jóns G. gera sitt, til að létta honum burtförina, þá kemur Þormóður Eyjólfsson fram og eyðileggur viðleitni þeirri, en stórskaðar Jón Gunnarsson persónulega, með því að gera þetta að opinberu máli. 

Fyrsta óheillaspor P. E, í því, máli, er þegar hann vélar nokkra verkamenn til þess að ganga sinna og Jóns Gunnarssonar erinda um bæinn, beinlínis til þess að svíkjast aftan að verkalýðssamtökunum. - Þung ábyrgð hlýtur að hvíla á þessum "smölum" Þ. E. þegar þeir vitandi vits láta hafa sig til þess, að ganga um bæinn og svíkja einn og einn stéttarbróður sinn, til að ganga gegn sínum eigin hagsmunum og samtökum, sem hann þó aldrei hefði gert að athuguðu máli. 

En svo er lengi hægt að telja um fyrir hverjum einum, að hann skrifi nafn sitt á lista, sem er saklaus á meðan hann er í höndum stéttabróður hans, en sem breytist í vopn gegn honum sjálfum í höndum slíkra ódrengja og verkalýðsfénda, sem Þormóður Eyjólfsson er. 

Og þegar nú P. E. segir í Nýja dagblaðinu, flesta verkamenn ríkis verksmiðjanna hafa óskað þess, að J. G. yrði áfram framkvæmdastjóri, þá fer hann þar vísvitandi með ósatt mál. 

Bæði var það, að undirskriftanna var safnað á þann hátt, að þær geta aldrei orðið mælikvarði á slíkt. En svo var hitt, að í yfirskriftinni, sem út var borin, fólst engin ósk um það, að J.G. yrði framkvæmdastjóri áfram. 

Þar sem Þ. E. ræðir um stefnufestu og áreiðnalegheit J. G., þá virðist hann hafa gleymt ýmsu, sem tilfinnanlega snertir hann sjálfan, raftauginni á Sólbakka, kolasölu hér o. fl., sem hægt er að rifja upp ef Þ, E. æskir. 

Viljandi sneiðir mannauminginn hjá verkalýðsmálunum.

-----------------------------------------------------------------

Neisti, 9. nóvember 1935

Undirskriftirnar o.fl.

Þ. E. virðist hafa einkarétt á því, að safna undirskriftum hér.  þegar það er gjört í illum tilgangi, og virðist fara vel á því, að einmitt hann hafi slíkan einkarétt.  

Þess er því líka að gæta, að hann ber siðferðislega ábyrgð á slíkum "smölunum".  En slíkir "smámunir" hindra ekki Þ. E., og mun hann ekki hika við, að nota næsta tækifæri, sem býðst til sömu verka. 

Því er hér með skorað á alla verkamenn, að láta "sendla", Þ.E. aldrei ganga hér eftir frá slíkum verkum með árangri, en minnast þess, að P. E. getur verkalýðurinn aldrei treyst. 

Hér er rétt að geta þess, að fjölmargir þeirra manna, sem um daginn skrifuðu á lista Þ. E. og J. G. hafa nú lýst því yfir, að hefðu hefðu aldrei á listana skrifað, ef þeir hefðu geri sér ljóst, að nota ætti þá gegn verkalýðssamtökunum. 

Sumir segjast hafa skrifað undir vegna þess, að þeir hafi kennt í brjóst um J. G. Þessir nenn ættu að athuga, hvort það muni hafa verið af meðaumkun með þeim, að J.G. barðist af alefli móti fimm aura hækkuninni, sem strax hefði leitt til samkomulags, og þá skapast meiri vinna. 

Var það af meðaumkun með þeim, að hann síðar klípur af því litla kaupi, sem þeir eiga að fá? 

Nei og ekki var það heldur af meðaumkun með verkafólki, að J. G. lét ekki vinna aðfaranótt 2. október, í ágætis veðri. Þar réði það, að nokkrum mönnum þurfti fleira vegna bílanna.

--------------------------------------------------------------

Neisti, 9. nóvember 1935

Allt fullgott.

I viðskiltum Þ. E. og J. G. gagnvart verkalýðnum kom það öllu öðru greinilegar fram, að þeir vildu sífellt ganga á rétt verkalýðsins. 

Allt var verkalýðnum fullgott og fullboðlegt. Og sú framkoma virtist vera í fullu trausti þess, að þeirra væri valdið. 

Því verður það öllum ánægjuefni, að "valdi" Þormóðs í ríkisverksniðjunum er nú hnekkt til allverulegra muna 

Og um daginn, þegar það fréttist, að Þ. E. mundi jafnvel fara úr verksmiðjustjórninni, þá vakti það almenna ánægju hér. En samtímis töluðu menn um það, að Þ.E. mundi feigur, ef hann gerði það af frjálsum vilja, eða ef hann yfirleitt léti það viðgangast (!) að annar Framsóknarmaður en hann yrði í verksmiðjustjórninni, svo framt, sem Framsókn ætti þar völ á sæti.

---------------------------------------------------------------

Neisti, 9. nóvember 1935

Málalyktir.

Það er vitaskuld mjög margt fleira viðvíkjandi þessari deilu, sem hér verður, að þessu sinni, rúmsins vegna, ekki hægt að ræða. 

En af því, sem þegar er sagt, mun verkafólki og öllum öðrum vera það ljóst, að hér hafa allverulega rekið sig á hagsmunir verkalýðsins annarsvegar, en ódrengskapur og valdafíkn Þ. E. og J. G. hinsvegar. 

Verkalýðurinn og réttlætið hefir sigrað og svo mun ávalt fara í slíkum málum sem þessu. 

Þá væri og vel farið, ef þessi átök yrðu til þess, að kenna Þ. E. í framtíðinni, að líta verkalýðssamtökin þeim augum, sem vera ber. 

Að hann gerði sér ljóst, að söm framkoma hans sjálfs og hingað til í garð verkalýðsins, getur nú ekki gengið lengur. 

Þ. E. verður að hætta því, að láta hinar taumlausu ástríður sínar, eigingirni, auragræðgi og valdafíkn, ráða öllum sínum gjörðum, því að annars verður þess skammi að bíða að verkalýðssamtökin hirti hann svo um muni.