Guðmundur Arason, stýrimaður, skipstjóri

Guðmundur Arason 1. stýrimaður + skipstjóri.               
Ég kynntist Guðmundi Arasyni fyrst árið 1958, Þá var hann bátsmaður á togaranum Elliða SI 1, síðar stýrimaður þar.

Á þeim tíma var ég afgreiðslumaður í veiðafæraverslun Sigurðar Fanndal. 

Hann kom eftir hverja veiðiferð með lista yfir veiðafæratengdar, og aðrar vörur sem vantaði um borð. 

Svo og stundum til að sækja þær áður en farið var út á veiðar aftur.

Oft var rabbað um daginn og vegin eins og gengur, en kunningsskapurinn náði þó ekki lengra á þeim tíma. 

En ég kunni vel við hann, hans viðhorf og persónuleika. Það var svo ekki fyrr en ég gerðist skipverji á Haferninum 1966, að með okkur skapaðist góð vinátta sem enn stendur (2017) 

Það hafa margir gagnrýnt Guðmund. Aðallega vegna þess að hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, ófeiminn við að tjá sig um þær, og lýsa vanþóknun sinni á ýmsu í fari félaga sinna sem honum misbauð, þó án diguryrða. 

En þar var um óáreiðanlegan mann að ræða, þar sem  óhóflegur drykkjuskapur manna blandaðist þar inn á meðal.

Einnig, eftir að hann gerðist stýrimaður, þótti sumum hann fara um of eftir bókstafnum, lögum og reglum sem á sjó giltu. 

Guðmundur naut 100 % trausts Sigurðar skipstjóra á Haferninum, sem dáði hann oft og mörgum sinnum þegar Guðmundur heyrði ekki til.
Sagði gjarnan í gríni að Guðmundur hefði ekki gott af því að vita hve mikið traust hann bæri til hans, en þeir höfðu siglt mikið saman á undanförum árum áður en þeir réðu sig á Haförninn.

Guðmundur var mikið baktalaður af skipsfélögum sínum á Elliða. (kom fram í samtölum skipverja sem komu inn í Verslun Sig Fanndal þar sem ég vannn)
Síðar varð hann  stýrimaður á Dagstjörnunni frá Bolungarvík, skipið sem og útgerð þess voru brautryðjendur í notkun á dælum srm dældu síl frá veiðskipum á fjarlægum miðum og fluttu til Bolungarvíkur. þar var einnig vinur hans Sigurður Þorsteinsson skipstjóri.  Og er Guðmundur gerðist skipstjóri á fraktskipinu Hvalvík. Það heyrði ég sjálfur baknag í garð Guðmundar, er ég var þar skipverji. En aldrei heyrðist slíkt um borð í Haferninum. Það var þó talað um hversu harður hann væri um að reglum væri framfylkt, en ekki með neikvæðum hætti, raunar of auglitis við Guðmund svo fleiri heyrðu.

Enginn af þeim sem baknögðu Guðmund, treyst sér til að segja honum sjálfum þau álit og orð sem þar fóru á milli tanna.
Enda ekki heiðarleg rök fyrir ásökunum, að mínu mati. Guðmundur var heiðarleikinn uppmálaður og einstaklega traustur félagi.

Við Guðmundur fórum oft saman í kvikmyndahús erlendis, einnig var Sigurður Jónsson þar oft með okkur í för, svo og til að skoða söfn og mannvirki þegar tími gafst til. 

Guðmundur átti mestan þátt í þeim góða félagsanda sem ávalt ríkti um borð í Haferninum, hann skipulagði, hvatti til og stjórnaði hinum ýmsu uppákomum um borð. Frumsömdum leikritum og skemmtiþáttum sem skiptu tugum, með þátttöku allra skipverja. 

Enginn var undanþegin, nema ég sem var upptekin við ljósmyndatökur af því sem fram fór um borð. 

Þessi skemmtikvöld voru ávalt mikið tilhlökkunar tímabil skipverja, skipverjar sem voru eins og ein stór samhent fjölskylda.

Sum þessara atriða voru flutt á að minnsta kosti tveimur árshátíðum, sem skipverjar héldu í landi ásamt fjölskyldum og vinum. 

Einnig á endur fundahátíð, mörgum árum eftir að Haförninn hafði verið seldur úr landi, en sú hátíð var árið 1993

Ekkert baknag þekktist um borð í Haferninum, hvorki á Guðmund né aðra skipverja, en þó var oft skotið föstum skotum á alla, að þeim viðstöddum og án særinda, þar ver engum hlíft.

Og allir eru skipverjarnir sammála um að það tímabil sem þeir voru um borð í Haferninum, hafi verið þeirra bestu á sjó.  

Útsjónarsemi Guðmundar var einstök, skipulag og regla á þeim verkum sem hans verkahring varðaði, og eða sem hann tók að sér.  Það var á meðal, hans nákvæma framfylgd á lögum og reglum sem nokkrum þótti hann stundum ganga of langt.
Hann fékk hann oft að heyra það frá skipsfélögum sínum á Haferninum.   (ekki baknag) 
Lög og reglur eru settar til að fara eftir þeim, en ekki að fara í kring um þær. Það var hans mottó Guðmundar, og frá því var ekki vikið. 

Sem dæmi: Umframmagn af áfengi og tóbaki, eða að fela um borð slíkan varning. Það var eins gott að hann kæmist ekki að slíku, þó svo ætlað væri til einkanota í landi ! 

Guðmundur var algjör bindindismaður á áfengi og tóbak, en alls ekki fanatískur, og gat verið með, í góðum félagsskap þó áfengi væri haft um hönd. 

Ég hefi átt marga góða vini, þar er Guðmundur fremstur á meðal jafningja.