Ásta M. Ólafsdóttir 

Ásta M. Ólafsdóttir Siglufirði  

Ásta M. Ólafsdóttir Siglufirði fædd 3. ágúst 1963 Dáin 18. mars 1990 

Þann 18. mars barst okkur sú harmafregn að vinkona okkar og vinnufélagi, Ásta María Ólafsdóttir, hefði látist á heimili sínu þá um nóttina.

28. mars 1990 

Ásta María flutti til Siglufirði fyrir nokkrum árum og hóf störf á Sambýlinu Siglufirði fyrir hálfu öðru ári. Hún sinnti störfum sínum á Sambýlinu af mikilli alúð og trúmennsku og áttu íbúar þess í henni góðan vin og félaga sem stytti þeim oft stundir með glaðværð sinni og kímnigáfu.

Ásta María var góður vinnufélagi og vinur, hún var fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni, en samt á sinn hægláta hátt vinur sem hægt var að tala við í trúnaði.

Hennar er nú sárt saknað af vinnufélögunum sem og íbúum Sambýlisins.

Það er erfitt að sætta sig við að þessi lífsglaða og ljúfa stúlka sé horfin á braut í blóma lífsins og ótrúlegt að hún komi ekki oftar tilvinnu og heilsi með sínu glaðlega brosi eins og hún var vön.

Við sendum aðstandendum Ástu Maríu okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum Ástu Maríu samverustundirnar.

Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.

Til eru þeir, sem gleðjast, þegar þeir gefa og gleðin er laun þeirra.

Og til eru þeir, sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitandi um dyggð sína.

(Úr Spámanninum)

Íbúar og starfsmenn  Sambýlisins, Siglufirði.