Birgir Guðlaugsson smiður

Birgir Guðlaugsson byggingameistari                         

Birgir Guðlaugsson fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést þar 26. nóvember 2007. 

Foreldrar hans voru

Guðlaugur Gottskálksson, smiður og verkamaður á Siglufirði, f. 1.10. 1900, d. 6.2. 1977, og kona hans Þóra

María Amelía Björnsdóttir, f. 4.11. 1897, d. 27.3. 1976.

Systkini Birgis eru

Regína Guðlaugsdóttir, f. 1928,

Helena Guðlaugsdóttir, f. 1932,

Sonja Guðlaugsdóttir, f. 1936 og

Birgitta Guðlaugsdóttir, f. 1945.

Birgir kvæntist 28.4. 1963 

Erla Svanbergsdóttir frá Ísafirði, foreldrar

Svanberg Sveinsson, f. 29.3. 1907, d. 4.1. 2002, og

Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. 10.4. 1910, d. 28.2. 1984. 

Þau Birgir eignuðust þrjú börn.

1) Birgitta Bigisdóttir, f. 27.9. 1963, ,

maki 

Jón Rafn Pétursson, læknir í Svíþjóð f. 14.5. 1962 og er

sonur þeirra

2) Bryndís Birgisdóttir, lyfjafræðingur,f. 7.10. 1965, 

sambýlismaður

Árn Magnússon, f. 24.12. 1962.

3) Guðlaugur Birgisson,sjúkraþjálfari f. 6.8. 1970, ,

sambýliskona

Berglind Grétarsdóttir, f. 25.2. 1972.

Börn Guðlaugs með fyrri eiginkonu sinni, Anna Rós Jensdóttir,  

Birgir Guðlaugsson lauk grunnskólanámi á Siglufirði og hóf nám í trésmíði hjá Þórarinn Vilbergssun og lauk því 1962.

Með Þórarni stofnaði hann byggingafyrirtækið Berg og rak það fyrst ásamt Þórarni en síðan einn. 

Fyrirtæki Birgis hefur unnið að fjölda bygginga á Siglufirði, lögreglustöðvar, ráðhúss og sjúkrahúss og margir hafa lært til smíða hjá Birgi Guðlaugssyni.

Bátahúsið í síldarminjasafninu er verk Birgis og safnaðarheimilið á Siglufirði sömuleiðis. Atvinnumál og velferð á Siglufirði voru áhugamál hans og sat hann í bæjarstjórn um hríð fyrir Alþýðuflokkinn. Hann starfaði líka að velferðarmálum með Kiwanishreyfingunni. 

Þá var hann ötull liðsmaður íþróttafélaga á Siglufirði. Sjálfur var hann afreksmaður á skíðum á yngri árum og vann fjölda verðlauna á landsmótum. Hann lék bæði blak og knattspyrnu og í Vasagönguna sænsku fór hann um sextugt. Hann iðkaði fjallgöngur og var liðtækur skákmaður.

Birgir Guðlaugsson byggingameistari