Dúkkubíllinn
Hann heitir Fiat 600
og er sennilega einn minnsti bíllinn sem Fiat verksmiðjurnar hafa framleitt. Ég man eftir einum svona bíl á Siglufirði en hann var um nokkra hríð í eigu Sigurðar Þór Haraldssonar. Þá átti Siggi Þór heima á brekkunni, eða nánar tiltekið í húsinu sem Óli Kára býr í núna. Bíllinn var yfirleitt uppnefndur Dúkkubíllinn og mörgum af strákunum sem héngu úti á kvöldin þarna á brekkunni, fannst þetta ekki mjög mikið tryllitæki.
Það má eiginlega segja að bíllinn hafi orðið fyrir eins konar einelti, því segja má að það hafi hreinlega verið litið niður á hann vegna smæðarinnar.
En Siggi sem þá var nýlega byrjaður að búa með henni Mæju þarna fyrir ofan Aðventistakirkjuna, komst svo sem allra sinna ferða á Dúkkubílnum eftir því sem ég best veit.
En það var ekki alltaf sem krakkarnir á brekkunni létu sér nægja að leika sér í yfir, saltað brauð eða felu og eltingaleikjum. Einu sinni varð ég vitni að því að eldri strákarnir sem voru orðnir eitthvað meiri að burðum, lögðu á ráðin að gera aðsúg að þeim litla síðar um kvöldið eftir að dimmt væri orðið.
Þannig var að Siggi lagði bílnum alltaf niður á Hverfisgötu þar sem mættust lóðirnar númer 8 og 10. Í húsinu númar 8 bjuggu þá Ragnar og Erla Þórðar, en síðar Jónas Björns og Hrefna.
Húsið númer 10 var Aðventistakirkjan sem síðar breyttist í bílageymslu, en var svo rifin og nú er þar bílastæði.
Lóðin fyrir neðan Aðventistakirkjuna stóð þá aðeins hærra en gatan og það var meðal annars eitt af undirstöðuatriðum væntanlegs samsæris.
Það átti að lyfta bílnum í skjóli myrkurs þegar flestir brekkubúar voru sofnaðir, upp á bakkann utan og neðan við kirkjuna þannig að þegar Siggi ætlaði í vinnuna morguninn eftir, þá kæmist hann hvergi því bakkinn var of hár til að keyra niður af honum. Það sem gerðist síðan er frekar óljóst í minningunni, en ég man þó ekki betur að strákarnir hafi látið verða af þessari fyrirætlan sinni og Siggi hafi því þurft að ganga til vinnu morguninn eftir og verið frekar ókátur.
Mig rekur líka minni til þess að hann hafi komið í morgunkaffinu með flokk manna af Rauðkuverkstæðinu sem lyfti bílnum ofan af bakkanum og niður á götu og þeim sem frömdu verknaðinn hafi verið blótað hressilega í sand og ösku meðan á þeim björgunaraðgerðum stóð.
Ég held að þetta sé sami bíllinn og Jóhann Sigurðsson (Jói Bö) eignaðist síðan, en hann málaði hann ljósbláan og ók á honum um götur bæjarins öll mín unglingsár.
Leo R.Ó
Athugasemd á fésinu; en þar birti Leó ofanritað fyrst.
Það átti að lyfta bílnum í skjóli myrkurs þegar flestir brekkubúar voru sofnaðir, upp á bakkann utan og neðan við kirkjuna þannig að þegar Siggi ætlaði í vinnuna morguninn eftir, þá kæmist hann hvergi því bakkinn var of hár til að keyra niður af honum. Það sem gerðist síðan er frekar óljóst í minningunni, en ég man þó ekki betur að strákarnir hafi látið verða af þessari fyrirætlan sinni og Siggi hafi því þurft að ganga til vinnu morguninn eftir og verið frekar ókátur.
Mig rekur líka minni til þess að hann hafi komið í morgunkaffinu með flokk manna af Rauðkuverkstæðinu sem lyfti bílnum ofan af bakkanum og niður á götu og þeim sem frömdu verknaðinn hafi verið blótað hressilega í sand og ösku meðan á þeim björgunaraðgerðum stóð.
Ég held að þetta sé sami bíllinn og Jóhann Sigurðsson (Jói Bö) eignaðist síðan, en hann málaði hann ljósbláan og ók á honum um götur bæjarins öll mín unglingsár.
Leo R.Ó