SK2102.COM

Ástæðan fyrir því að svæðið sk2102.com er ekki lengur tiltækt.

Ég geri ráð fyrir því að einherjir hafi veitt því athygli að netfangið sk2102.com, svarar ekki.-
Í upphafi kom ég viðkomandi efni Heimildarsíðu minnar fyrir hjá dönsku fyrirtæki sem hét SimpleSide. – Þar var 100 % þjónusta og ótakmarkað pláss, og allt gekk eins og í sögu hjá þeim, fullkomin þjónusta og svör við spurningum oftar en ekki samdægurs.
Meðal annars komu á þriðja ári, villuboð um að ekki væri nægt pláss til að bæta við efni, svarið við spurningu minni, er ég „kvartaði“  kom samdægurs, seinnipart dags, og var sagt að þetta yrði lagað eins fljótt og auðið væri.
  Póstur frá þeim daginn eftir um morguninn, komu skilaboð um að allt væri komið í lag, sem og reyndist rétt og engir hnökrar.

En nú í um miðjan október 2022, tjáðu þeir mér að að þeir væru hættir starfsemi og fyrirtækið one.com (einnig danskt fyrirtæki) mundi yfirtaka vef minn sem og alla viðskiptavini þeirra.

Og þann 7. Desember 2022 fékk ég fyrstu skilaboð frá one.com, þess efnis að daginn eftir myndu þeir hefja flutnings síðu minnar yfir á sitt svæði, það tæki nokkrar klukkustundir og ég mundi ekki geta unnið við vef minn á meðan. (ekkert athugavert við það af minni hálfu) Þar eftir mundu allir tenglar og aðgerðir vera á sínum stað og ég mundi fagna hinu nýja vinnusvæði, ég þyrfti aðeins að fara vel yfir leiðbeininga og upplýsingar sem í boði væru. (ekki alveg orðrétt þýðing mín á þeim texta)

Ég byrjaði á því daginn eftir yfirtökuna að skoða hið nýja andlit síðu minnar. Mér brá illa, þarna var sumt í lagi, en að meirihluta til allt í rusli, óvirkir tenglar ljósmyndir huldu texta á nánast öllum síðum og fleira.

Og enn versnaði málið. Ég gat jú komist inn á svæðið til ritvinnslu, skoðað og gert breytingar á sumum atriðum sem aflaga höfðu farið, og skoðað útkomuna inni á ritsvæðinu; vistað og sent út, að ég hélt. En engar lagfæringar né breytingar fóru út á netið.

Ótal margt fleira kom í ljós sem ekki virkaði, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en ég kvartaði að sjálfsögðu, en þeir tugir svara við spurningum mínum, voru alt frá því að vera eins og talað (skrifað) væri við einhvern sem aldrei hefði komið nálægt vefsíðu vinnu, og eða bent á „hjálpartengla“ þar sem engin svör voru til um mín vandræði. Svona gekk þetta í nokkra mánuði án þess að síðan kæmist í lag.

Loks datt mér í hug að hafa samband við vin minn Björn Valdimarsson, sem er alvanur í viðskiptum við erlenda aðila. 

Hann brást fljótt við og heimsótti mig.

Eftir að hann hafði fengið nánar skýringar á málinu, og sendi hann stuttan en hnitmiðaðan póst, undir mínu nafni þann 20. Apríl.

Svarið kom daginn eftir, með afsökunarbeiðni og mér sagt að málið hefði verið sent til forritara  teymis sem væntanlega mundi fljótt laga vandamálið.

Nokkrum dögum síðar fékk ég tvisvar póst frá teyminu um að þeir væru ekki búið að gleyma mér, málið væri flókið og hefði tekið lengri tíma en búist hefði verið við.

Svo kom svarið: Nú er allt komið í lag og bla, bla, bla.

Raunin var sú að sumt hafði komist í lag en meirihlutinn alls ekki. Myndir voru enn yfir texta og fleira. Ég gat jú sent út á netið, núna og „lagfært“ myndir yfir texta, en þegar skoðað var á netinu eftir uppfærslu, þá voru viðkomandi myndir ekki með.
Ég, einn þolinmóðasti og umburðarlyndi maður í  heimi (?) var við að missa þolinmæðina, en ákvað að gefa þeim einn séns í viðbót.
Ég sendi þeim minn atburðaferil við vinnu mína í grafísku ferli (skjámyndir) sem sýndu ferilinn, þar inn á hverja mynd setti í nákvæma textalýsingu.

Ekkert svar barst í nokkra daga, og þá sendi ég beiðni um að þeir lokuðu öllu svæði mínu, það eyddu vefnum í heild, þar sem ég sagði upp öllum viðskiptum við þá. 
Mér hefði tekist að spegla 95 % af síðunni og væri að vinna við að koma henni á annað svæði, þar sem þjónustan væri fullkomin.

Og að auki óskaði ég kurteislega að þeir endurgreiddu mér það upphæð sem ég þegar greitt þeim fyrir vefsvæðið með tilheyrandi sem engu hefði skilað, tímatap og vinna mín og óþægindi væri ekki þar ekki innifalin.

Daginn eftir, fékk ég póst frá þeim sem bar þess merki að viðkomandi hefði ekki vitað af uppsögn minni.
En sá póstur hljóðaði á þá leið að þeir hefðu áttað sig á hinum myndrænu upplýsingum mínum og komist að því í hverju vandamálið væri fólgið.
Vefsíða mín væri of stór fyrir kerfi þeirra, blaðsíðurnar yfir þúsund, og tæknimenn þeirra  réðu ekki við lagfæringar, sem því fylgdi
( Lausleg þýðing mín)

Svar mitt var að hluta endurtekning á fyrri pósti um uppsögn og eyðingu á efni og endurgreiðslu, tæpum 170 Dollurum (árgjald)

Tveim dögum síðar fékk ég póst ásamt viðhengi, skjal sem ég þyrfti að skanna og undirskrifa og þar með  afrit að skilríki, vegabréf td. sem ég gerði og sendi, ásamt kröfu um endurgreiðslu.

Svar við beiðninni um endurgreiðslu kom sama dag með skilaboðum um nýtt netfang sem ég þyrfti að send beiðni til.
Það gerði ég með viðkomandi skýringu um að ég hefði aldrei getað notið þeirra loforða sem mér hefði verið gefin, og það hefð tekið one.com rúma sex mánuði að átta sig á því að þeir gætu ekki staðið við sín loforð.

Og hið grátbroslega svar kom daginn eftir: "Okkur þykir leitt þessi vandræði þín, en samkvæmt reglum okkar, þá er 30 daga skilafrestur útrunnin".

Ég sendi svar: Vonand eruð þið sérlega mjög ánægð með viðskipti okkar, en það er ég ekki.
Ég mun svo sannarlega upplýsa mína viðskiptavini um hin „svikulu“ viðskipti ykkar, og benda á í leiðinni að
SimpleSide fékk hjá mér 10 stjörnur  *********  og réði fullkomlega við verkefnið sem þið ráðið ekki við

 one.com fyrir "góða" þjónustu, en aðeins ½ stjörnu.*

Síðan hefi ég ekki heyrt frá þessu hel.... fyrirtæki, sem betur fer, og ráðlegg öllum að láta þetta fyrirtæki ekki gabba ykkur með loforðum og svikum sem þeir svo rukka fyrir.