Jón Garðarsson, stýrimaður´

Jón Garðarsson 3. stýrimaður

Hann var að eðlisfari, ekki ólíkur Lofta vini sinum, Bergsteini Gíslasyni. Kátur og hrekkjóttur, en talsvert hærri en hann og kraftalegri.

Hann var einnig ávalt til í tuskið, Þegar honum var skaffað eitthvað hlutverk á kvöldvökunum. 

Sóma maður. Jón Garðarsson var hress og kátur félagi eins og fyrr segir.
Hann kom sér ávalt beint að efninu, hvort heldur, honum vantaði greiða, eða vildi gera öðrum greiða.

Ekki fór ég, minnir mig með Jóni í land erlendis, en um borð voru samskipti okkar einstaklega góð. 

Síðast er ég sá og talaði við Jón var árið 2010 á Akureyri þar sem hann býr, og var hress í anda eins og venjulega, þrátt fyrir erfið veikindi sem þá hrjáðu hann.