Vitinn við Sauðarnes og..

Sauðarnesviti árið 2019

Vitinn á Sauðanesi
og Bílvegur yfir Siglufjarðarskarð

Einherji 1. desember 1932

Tvö stórmál.  Vitinn á Sauðanesi.

Eins og kunnugt er, meðal annars af allítarlegri grein í síðasta tölublaði  Siglfirðings, var reistur blikviti á ofanverðu. Siglunesi 1908. Þessi viti var þó og  hefir verið síðan eini landtökuviti allra skipa, er hafnar leita til Siglufjarðar.  Strax  þá, bentu vitrustu og bestu sjómenn fjarðarins og fleiri, á það hve óheppilega  vitinn væri settur til þessarar notkunar.

En hvortveggja er, að í mörg horn hefir  verið að líta fyrir vitamálastjórnina, enda hefir hún að þessa daufheyrst við  kröfum sjómanna í þessu efni.

Hafa þó eigi, eins og von er til, skort háværar  raddir er krafist hafa nýs vita vestan Siglufjaraðar. Tómlæti vitamálastjórnar og  reyndar landsstjórnar líka, er þeim mun óskiljanlegra, sem hér lá í raun og veru  að baki krafa allrar Íslensku sjómannastéttarinnar (sbr.síldveiðarnar.)-

Það  þarf meira en meðal þrjósku og skilningsleysi til þess, að sjá ekki, eða þykjast  ekki sjá, svo brýna nauðsyn og hér hefir kallað  um þetta mál, síðastliðinn  aldarfjórðung og lengur þó. - Kemur þarna. enn til greina bölvun flokkapólitíkurinnar sem spillir framgangi allra góðra mála.

Siglufjörður er nú  orðinn - og hefir reyndar lengi verið, ríkissjóði sú tekju uppspretta, að ætla  mætti að fjárveitingavaldið og vitamálastjóri hefðu ef sjálfsdáðum séð  nauðsyn. á að auka öryggi þessarar, langstærstu veiðistöðvar landsins.

En það er alveg eins og í þessar kröfur hafi að þessu  verið litið eins og bitlingafrekju og hreppapólitískan oflátungshátt af hálfu Siglfirðinga. Er eigi ólíklegt, meðal annars, að hér valdi eigi illu um að Siglfirðingar hafa aldrei átt neinn aðsópsmikinn  talsmann á Alþingi.

Hefir þar miklu fremur. kennt óvildar í garð Siglufjarðar og  jafnvel hafa verið viðhöfð svívirðileg orð um bæinn og íbúa hans í sölum  Alþingis og kröfum bæjarins lítt sinnt. Er slíkt lítill sómi viðkomandi  þingmönnum, og stór hneisa fyrir Alþingi í heild. 

Þó ekkert væri annað, er þó skrokkurinn af Vardö á Siglunestánni talandi tákn  þess, að ekki hefir þar Siglunesvitinn verið einhlítur. Og enn er skammt á að  minnast, er E.s. Ísland, á síðastliðnu sumri, renndi á grunn við Signunes í þoku. En af því blíða var og ládeyða, varð ekki slys og tjón að. Hefði þá verið þokulúður  eða hljóðmerkjastöð á Sauðarnesi, mundi þetta eigi hafa komið fyrir.

Og enn ætti landsmönnum að vera í fersku minni 19. nóvember síðastliðinn,  þá er nærri lá, að mörg stórslys yrðu einmitt sakir þess, að vitalaust var vestan  fjarðar. Það. væri gaman að vita, hve margir sjómenn í þeim mikla hópi. er þá  var í heljargreipum, hefðu sett traust sitt á og. viljað eiga líf sitt, undir  leiðbeiningum Siglunesvitans.

Á fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs eru nú veittar 20 þúsund krónur til byggingar  vitans á Sauðarnesi. Nú er eftir að vita hvort vitamálastjóri og landsstjórn eru  farin að vitkast svo i þessu máli, að fé verði veitt úr ríkissjóði svo ríflega og eigi  tekið aftur og loforðið svikið eins og síðast, að vitinn komist upp í sumar. Og ef  svo ólíklega fer að þingið felli fjárveitingu til vita og hljóðmerkistöðvar á  Sauðarnesi, eða svik eiga sér stað eftirá munu þeir herrar enn á ný verða minntir  á 19. nóvember 1932. Hver. veit nema þeir rumski þá og vakni til meðvitundar um nauðsyn vitans á Sauðarnesi. 

II

Bílvegur yfir Siglufjarðarskarð.

Það er langt síðan, að Siglfirðingar fundu sárt  til þess, hve afskekktir þeir voru og samgöngulausir við nærsveitirnar.

Og  jafnljóst er hitt hve lífsnauðsynlegt þroskaskilyrði það er öllum sjávarþorpum  og bæjarfélögum, að hafa sem greiðasta samgöngur á sjó og landi.

Vér Siglfirðingar erum vel settir hvað snertir samgöngur á sjó og liggjum í  þjóðbraut fjölförnustu og hraðgengustu áætlunarferða póstskipanna. En þetta  er líka allt og sumt.

Mjór fjallgarður skilur oss frá einu stærsta og fjölbyggðasta landbúnaðarsvæði  Norðurlands og stíar oss um leið frá því að komast í samband við aðal  bílvegakerfi landsins. 

Mikið er búið að ræða um þetta vegamál og mikið er búið að kosta til  þess af hálfu bæjarins, að athuga og mæla hugsanlegar leiðir yfir fjöllin til  Fljóta, en alltaf hefir forgöngumönnum sést yfir að láta mæla þá leiðina sem nú  er komið á daginn að  einna líklegust sé til lausnar á málinu -

En það er hinn eldgamli alfaravegur, -- Siglufjarðarskarð. Forfeður vorir hafa þarna troðið  brautina. Þeir hafa af mörgu illu, kosið þann veginn er skástur reyndist og troðið þar götuslóðann er sýna skyldi komandi kynslóðum  að þarna, - einmitt þarna er leiðin sem komið  getur til mála sem vegstæði. 

Götuslóðann hafa þeir lagt eftir þeim melbryggjum og hávöðum, er lægst stóðu  upp úr fönninni, og þarna var fundin snjóléttasta leiðin, þó þungfær væri og  erfið í snjóavetrum. En verri voru hinar. Botnaleið liggur mun hærra og liggur  því á henni snjór mun lengur, leiðin yfir Skjöld hefir þann ókost, að bratti er  mikill báðum megin og  þar eru svellalög mikil í frostum og klakasælt - og er  niður kemur, taka við hólarnir illfærir og erfiðir til vegagerðar.

Vér göngum eigi gruflandi að því og búumst líka við, að eigi verði þessi Skarðsvegur nothæfur nema 4-5 mánuði ársins að meðaltali, en það er þó sá tími sem mest ríður á. Og mörg ár koma vafalaust, er hægt verður að nota  veginn mun lengur. Skarðsvegurinn hefir líka þann kost, að vér sjáum þó fram  á það, að kleyft muni að hefjast.handa sakir kostnaðar. En lítil von um veg á  hinar leiðirnar í náinni framtíð sakir kostnaðar.

Þeir, sem ferðast hafa um hina svonefndu bílvegi óbyggðanna, vita það vel,  að í rauninni er helmingur þeirra vegleysa það er því sem næst ósnortin af  manna höndum og þó er þar á köflum mun betri vegur en upphlöðnu vegirnir í  sveitunum, sem kostar tugi króna metrinn í.

Það þarf ekki að lýsa veginum yfir Siglufjarðarskarð hér í þessum línum, það hefir verið gert ítarlega hér í blaðinu og sýnt þar fram á með skýrum  rökum, að þarna er mjög létt að leggja  veg og tiltölulega, eða réttara sagt  hverfandi lítill kostnaður samanborið við fyrri áætlanir.

Vér höfum því mikla ástæðu til að ætla, að innan skamms muni  Siglufjarðarkaupstaður verða kominn í samband við sveitirnar í Skagafirði,  Húnaþing og bílavegakerfið yfirleitt.

Það er ekki vert að spá neinu um það, hver feikna áhrif slíkt vegarsamband  hefði á vöxt, þroska og efnalega aðkomu bæjarins, en það þarf ekki mikið  ímyndunarafl til þess að gera sér hugmyndir um það. Að minnsta kosti ætti  hver einstaklingur að gert sér ljóst hver þægindi. vegur þessi hefir til ýmsa heimilisaðdrátta.

Siglfirðingar verða að gera sér það ljóst, að þeim peningum, er þeir leggja í  þennan veg er vel varið og þeir peningar mun renta sig betur þótt þeir væru  lagðir í vörslu, banka eða sparisjóð.

 Vér eigum því að leggja á það allt kapp að  koma á þessum vegi og það strax í ár. Við verðum líka að muna það, að  meginhluti þess er verkið kostar rennur til verkamanna þessa bæjar og það er  líka athyglisvert á þessu örðugu tímum

[Greinin var ekki undirskrifuð, en er að líkindum eftir ritstjórann, Hannes Jónasson bóksala.]