Mörg hús

Hús í suðurbænum.
Tekið af Facebook síðu Gunnars Trausta – og viðbætur frá fleirum síðar,
08-62-0130-60-sk-0695 - © Ljósmyndasafn Síldarminjasafnsins – Steingrímur 1962

Heimild texta: Gunnar Trausti, og fleiri.   –

Hér er ein gömul og góð úr síldinni.- Húsin, íbúar og eigendur

1. Guðmundur Þorláksson og Trausti Árnason kennari byggðu þetta hús um uppúr 1960.
2 Er hús Þórhallur Þorláksson Gauta og Ernu,
3. Guðmundur Antonsson og Árna.
4. Frímann og Bogga Ben.
5. Fjárhús Valda á Vatnsenda í Héðinsfirði en sonur hans Sigurður bjó í húsi nr. 15.
6. Fjárhús Péturs á Nöf sem bjó í nr. 16.
7. Fjárhúsabyggðin sem fór í snjóflóði 1971 en Jói Valda, Stebbi Gústa, Gæi gamli, Raggi Ragg, Bubbi lögga ofl. áttu.
8. Geiri Gunnars og Helgi og Sara Símonar.
8a er Sigjón Sigtryggs og Bogga. Byggt 1914
9. Er hús Helga Sveins og Steinunnar en þar bjuggu niðri í mínu ungdæmi þau Kristján Rögnvaldsson skipstjóri og Lilja. 10. Ásgrímur Sigurðarson skipstjóri og útgerðamaður.
11 Jóhannes Þórðarson yfirlögregluþjónn og Halldóra.
12. Björn Sigurðsson og Eiríksína og æskuvinur minn Sigurður Ásgrímsson og niðri Svenni Björns og Hansína.
13. Bjössi Kalla og Bogga móðursystir mín.
14. Jói og Kristín á Túninu og Erla dóttir þeirra.
15. Sigurbjörg Jakobsdóttir og dóttursonur hennar Guðlaugur Ævar Hilmarsson. Afi Gulla, Guðlaugur Sigurðsson teiknaði og byggði það 1930. Gulli var sonur Sigríðar Jakobínu dóttur Sigurbjargar. "og seinna bjuggu þar Gerða Þorsteins og hennar börn, þam. Doddi skólabróðir.
16. Þarna bjuggu Tóti Gautur og Erna með tvíburunum Köllu og Guðnýju ásamt Hjölla bekkjabróður mínum garðúðara á Ólafsfirði. og Jón Sæm og Bára og á neðri hæðinni Pétur á Nöf bróðir Skafta útgerðamanns og Magga kona hans. Byggt 1927.
17. ?
18. Jörgensen húsið. Þar bjó Ottó Jörgensen Póst og símstöðvarstjóri og Gunnar Jörgensen og Freyja Árnadóttir kona hans með börnum sínum Ottó, Árna, Dóru, Guðbjörgu og Gunnari. Byggt 1935.
19. Jón Gíslason og Helga Jóhannesdóttir afa og amma Birgir Ingimarsson . Byggt 1916.
20. Pálínuskúrinn. Mamma þeirra Báru Stefáns og Láru Stefáns (á nr. 23). (Á þessari lóð byggð Gunnar Guðmundsson og Sóley kona hans hús 1974)
21. Freysteinn og Haukur Freysteins. Byggt 1919.
22.Nína og Þórir Björnsson. Byggt 1919.
23 Árni Björns og Lára Stefáns.
Byggt 1912.
24. Nunna Möller og Jón Sigurðsson kenndur við söltunarstöðina Hrímni
25. Binna Jóns og hennar fólk. Byggt 1904.
26. Jóhannes Jósefs og unnur og Birgir Schiöth á efri hæð.
27. Björn Þórðarson og Júlla og á neðri hæðinni voru Þórunn og dætur hennar Nanna og Dídi systur Björns Þórðar og Jóhannesar löggu. Byggt 1925.
28. Möllershúsið. Jóna Möller og Christian Möller lögga afi og amma Kristjáns Lúðvíks Möller hins sístarfandi alþingismanns okkar.
29. Þarna bjó Símon faðir Söru nefndrar Símonar. Byggt 1916.
30. Þegar ég var að alast upp var þetta leigt út fyrir síldarfólk. Endaði sem geymsla fyrir Rafveituna.
31. Roaldsbragginn eða Ísfirðingabragginn sem var undir vökulu augu Stjána á Eyri..
32. Skafti á Nöf og Helga kona hans réðu þarna ríkjum. 33. Söltunarstöðin Njörður en það var mitt plan og Jóhann og Margrét Skagfjörð stjórnuðu þarna.
33. Bragginn þar sem Gústi Guðsmaður bjó alla tíð og svo sést í 34 Símonarbraggann gula.


Þeir sem geta bætt við eða leiðrétt, endilega sendið á sk21@simnet.is.