Fjölskyldan + Unglingsárin + Áhugamálin, tómstundir + Óknytti + Í sveit í Flókadal + Leikir unglingsáranna + Misnotkun + Sjósund og fleira + Landlegusmellir + Heilsufar mitt + Trúarskoðanir og + Hernámsárin + Nýja Bíó Siglufirði + Félagsstörf ofl. + Vitavörður ! + Síldarverksmiðjurnar + Sjómennskan
Eitt af dægurdvölunum sem stunduð voru yfir sumartímann þegar landlegur voru á sumrin hjá síldarbátunum var kallað bátastökk.
Það sport var þó ekki stundað af yngri en 11-12 ára. Þetta var hörð keppni, ekki þó beint um hraða eða á milli okkar heldur því að komast alla leið.
Fimm til sex guttar tóku sig saman og ákváðu að fara í báta stökk.
Hópurinn fór fyrst í könnunarleiðangur sem hófst við Öldubrjótinn og lauk syðst við bakkabryggjurnar í suðurbænum.
Ef aðstæður þóttu heppilegar var lagt í hann. Með í för voru amk tvær bambusstangir með krók á endanum, sem var oftast stór lúðuöngull.
Tilgangurinn var að fara um borð í það síldarskip eða nótabát sem syðst var í firðinum, og fara svo á milli síldarbátanna og nótabátanna án þess að fara upp á bryggju, alla leið „koll af kolli“ þangað til komið var um borð í þann bát sem norðaustast lá, við Öldubrjótinn.
Þetta tókst mörgum sinnum, þó ekki alltaf. Oft var erfitt að krækja og toga í nótabátana til að geta stokkið um borð og fyrir kom að stokkið var í sjóinn fyrir slysni í tilraun til að stökkva í næsta bát. Það var ekki gott fyri þá sem ósyntir voru, samber mig í fyrstu, en bambusstangir félaganna voru ávalt nálægt.
Það þótt ekki eins vænn kostur eins og að ljúka leik á þurrum fótum, en var þó ekki talið ógilt þó einhver blotnaði.