Neisti 13 maí 1960
Jenny Júlíusdóttir.
Dauða hennar bar skyndilega að þann 15. apríl 1960.
Jenny Júlíusdóttir var fædd á Akureyri 8. apríl 1885.
Laust eftir 1910 fluttist hún hingað til Siglufjarðar.
Hinn 26. jan. 1913 - giftist hún eftirlifandi manni sínum, Rudolf Sæby.
Þeim hjónum var ekki barna auðið, en ólu upp tvo fóstursyni, þá Ólafur Ágústsson og Matthías Ágústsson, og síðar Grétar Ólafsson (34 árg.), son Ólafs.
Það var ávallt bjart yfir heimili þeirra hjóna, Jennýjar og Rudolfs, og þangað var gott að koma. Hús móðirin ætíð viðmótsþýð og aðlaðandi. Þar var allt snyrtilegt og hreint. Frú Jenny er harmdauði öllum þeim, sem þekktu hana, en mest ástvinum hennar, sem þekktu hana best.
Jenny Júlíusdóttir
Ókunnur ljósmyndari
Matthías Ágústsson, sem var hinn mesti elju- og atorkumaður, hann lést í Sovétríkjunum 48 ára að aldri, er hin strangasta ritskoðun, það er algjörlega háð vilja yfirvaldanna, hvað umheimurinn fréttir um raunverulega viðburði þar í landi.
Þó verður ekki hjá því komist, að fleira fréttist út fyrir járntjaldið en valdhafar þar eystra vilja. Það gerðist í janúarmánuði sl., að yfirvöldin ráku frá störfum landnáms stjórnarmann í Kazakhstan í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna.
Smám saman hefur frést, hver ástæðan fyrir þessum brottrekstri var. Það hafði orðið uppreisn austur þar — 3000 meðlimir hinnar rússnesku æskulýðsfylkingar, Komsomol, höfðu risið upp gegn svikum yfirvaldanna og lélegum lífskjörum. Þetta gerðist í bænum Temir Tau, sem er nokkru minni en Reykjavík. Þar var mikill fjöldi ung kommúnista, sem sendir hafa verið í stórum hópum til að byggja ný lönd í austur héruðum Sovétríkjanna. Þeir unnu við byggingu stáliðjuvers í Temir-Tau fyrir hálfu öðru ári síðan..