Siglfirðingur - 27. ágúst 1954
Frú Sigrún Guðlaugsdóttir Henriksen
Sigrún Guðlaugsdóttir Henriksen, f. 5. febrúar 1907 á Akureyri, d. 6. ágúst 1954.
Sigrún Henriksen lést að heimili sínu á Siglufirði.
Kenndi hún sjúkleika á síðastliðnum. vetri og var um skeið á sjúkrahúsinu hér til lækninga. Var hún komin heim af sjúkrahúsinu og tekin við stjórn heimilisins.
En að kvöldi dags 6. ágúst, missti hún snögglega meðvitund og andaðist eftir skamma stund.
Faðir hennar var Guðlaugur Sigurðsson skósmiður og
konu hans Petrea. Sigurðardóttir.
Voru þau hjónin velmetin hér í bæ. Sigrún giftist Ole Henriksen útgerðarmanni hér í bæ, og eignuðust þau 3 börn, 2 drengi, uppkomna og eina stúlku innan við fermingaraldur. Ung að árum stofnaði frú Sigrún sitt eigið heimili með eiginmanni sínum. Henni var heimilið kært. Það var hennar ríki, sem hún stjórnaði með dugnaði og ráðdeild.
Umhugsunin um að skapa unaðslegt heimili með elskhuga sínum og börnum var fyrst og síðast. Með prúðmennsku sinni og lipurð umgekkst hún alla, en þó ber heimili hennar besta vottinn um þá skapgarð.
Hún var ekki gefin fyrir afskipti af málum utan heimilisins, og því hefur fráfall hennar ekki víðtæk áhrif á opinberan félagsskap, en ömurlegur tómleiki grípur heimilið. —
Sigrún Henriksen
ókunnur ljósmyndari
Nú er hún fallin frá hugumprúða konan, sem stóð ávallt hugrökk og þétt við hlið eiginmanns síns í bríðu og stríðu og tók þátt í öllum hans störfum; konan, sem lifði með börnum sínum og með sannri móðurumhyggju leysti úr vandræðum þeirra og strauk mjúkum móðurörmum um vanga þeirra. Það má því með sanni segja, að skjótt hafi sól brugðið sumri á því heimili, og sár harmur kveðinn að eiginmanni, börnum og öðrum nánum vandamönnum. En gæfan er sú og gleði, að eiga ljúfar og fagrar endurminningar um góða eiginkonu og ástrika móður. Jarðarför frú Sigrúnar fór fram 20. þ.m. að viðstöddu fjölmenni og fór sú athöfn mjög virðulega fram.
Blessuð sé minning þessarar mætu konu.