trölli.is 23. Maí 2021 Jón Ólafur Björgvinsson
HORFIN ERU HÚS
OG HEILL ÆSKUHEIMUR!
2 HLUTI. 60 MYNDIR
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Siglufjörður er líklega það bæjarfélag á Íslandi sem útlitslega hefur breyst mest. Það sem við sjáum með okkar fullorðnu augum í dag er eitthvað svo ótrúlega mikið öðruvísi en það sem við ólumst upp við. Reykjavík hefur vissulega breyst mikið en þær breytingar snúast mest um að borgin hefur stækkað í allar áttir.
Á Siglufirði eru horfin hús, verksmiðjur, brakkar og bryggjur óteljandi og mest lítið hefur fyllt upp í auðu sárin í bæjarskipulags myndinni.
Það sem hefur þó komið í staðin er samt fallegt og passar vel inn í ímynd og sögu Siglufjarðar.
Í seinni hlutanum förum við víða um völl og höldum áfram að kíkja á myndir úr horfnum æskuheimi. Við förum t.d. niður á Hafnarbryggju, útí Bakka, framá fjörð og svo förum við yfrum í lokin. Myndirnar og myndaskýringa textar tala sínu eigin máli.
HAFNARBRYGGJA, GRÁNA, RAUÐKA OG SLIPPURINN…
… og allt þar um kring hafa orðið gríðarlegar breytingar þar sem stórar og miklar byggingar hafa horfið og orðið tímans tönn að bráð.
Tjarnargata og Hafnarbryggjan. Mörg horfin hús á þessari mynd
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Hafnarhúsið og
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Tunnufarmurinn er hærri en sjálft Hafnarhúsið.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson.
Hafnarhúsið illa leikið eftir óveður veturinn 1966. Það var stundum kallað Skagfirðingaveðrið, vegna þess að þorrablót Skagfirðinga var eða átti að halda þegar þetta veður skall á.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Hafnarbryggjan (Valbjörn Steingrímsson í kerrunni)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Gránufélagshúsið (GOOS-húsið) þegar það var uppá sitt besta.
Ljósmynd: Snorri Stefánsson.
Grána og strompurinn frægi.
Ljósmynd: Ólafur Thorarensen.
Grána.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson.
Gráunfélagsbrakkinn. Ljósmyndari óþekktur.
Rauðkusvæðið og nágrenni
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Hægt er að sjá fleiri skemmtilegar myndir frá Rauðku svæðinu í þessari myndasyrpusögu.
Margar kynslóðir Siglfirska barna og unglinga muna örugglega eftir að hafa sveiflað sér í köðlum og klifrað upp á lýsistanka og verksmiðjuþök.
Meðan síldin var og hét þá var þetta vinsæll leikur en eftir að síldin hvarf magnaðist þetta til muna. Því þá stóðu verksmiðjur, brakkar og bryggjur með stórum löndunarkrönum auðar og breyttust í … Smelltu á myndina
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Rauðkusvæðið séð frá Tjarnargötu
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Rauðkusvæðið séð frá bílkrana toppi (F-77)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Gamla Slippstöðin. Flóabáturinn Drangur, uppi í slippnum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Slippurinn og nágrenni, það mesta er nú horfið undir sjávarvarnargarða og uppfyllingar.
Séð frá bílkrana toppi (F-77)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Við Slippinn.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
-----------------------------------
SR SVÆÐIÐ…
… og allt það umhverfi hefur breyst mikið.
SR verksmiðjur og bryggjur
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Síbería og Hrímnir Hf til vinstri (Primex í dag)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
SR Löndunarkranar og síldarplön í bakgrunninum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
SR bræðsluverksmiðja
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Hægt er að sjá fleiri myndir frá SR svæðinu og nágrenni hér í myndasyrpu sögunni um Hrímnir HF.
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 myndir
Síldarsöltunarstöðin Hrímnir H/F var að mörgu leyti öðruvísi söltunarplan, því húsið var steinsteypt og það stendur enn, vissulega bryggjulaust og vel falið sunnan við stóru gulmáluðu SR húsin heima á Sigló og í dag sambyggt gömlu rækjuverksmiðju Ramma
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
17 Júní skrúðganga á Túngötunni.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Norður hluti Túngötu við gatnamót Ránargötu.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ásgeirsbrakkinn við Túngötu 4#.
Ljósmynd: Hjörtur Karlsson
Túngata 22, verið er að rífa húsið, eftir lát Jóns Víglundssonar sem þar bjó lengst af með móður sinni
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Upplýsingar frá Helgu Ottósdóttur: Þessa mynd tók Jón Kristján móðurbróðir minn þegar hann var í sinni árlegu sumarheimsókn til mömmu sinnar ( ömmu Jónu) líklega ‘55 eða ‘56 Ég, vel uppfærð og glaðhlakkanleg í fínum “skoskum” heimasaumuðum kjól (eftir mömmu) með slaufu í ljósu hárinu. Mér þykir vænt um þessa mynd, kannski vegna þess að ég man eftir þessu. Ég sný baki í húsin sem stóðu fyrir norðan okkar hús i Túngötu 20. Ég er næstum viss um að ekki eru til margar myndir af þessum húsum, sem nú eru löngu horfin í tímans vél. Í hvíta húsinu í bakgrunninum bjó Jón Víglundsson ásamt móður sinni Maríu.
Jóakim Ottósson með nýju gormabindinga skíðin, stendur á hlaðinu bakatil við Túngötu 20. Í baksýn er gamla góða Alþýðuhúsið. Það var oft á snjóþungum vetrum rennt sér á skíðum eða sleðum ofan af þaki hússins. Myndin er líklega síðan 1958 -59. Ljósmyndari óþekktur. Upplýsingar og ljósmynd lánuð frá Helgu Ottósdóttur.
Rétt fyrir ofan gatnamótin Túngata/Þormóðsgata, stóð þetta stóra hús, oft kallað Sölvahús í denn og fékk fótbolta frá gamla Malarvellinum í andlitið alla daga sumarsins.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Stóra húsið Hólakot til hægri stendur enn. Pistlahöfundur man ekki hvort að þetta hús var skráð á Hvanneyrarbrautina eða Þormóðsgötuna? Viðbótarupplýsingar frá Jóni Karlssyni. “Myndin af Sölvahúsi, þar sem afi minn og sonur hans Björn bjuggu var Þormóðsgata 18.“
Gatnamótin Túngata/Ránargata.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Fremst á myndinni var fyrsta aðsetur Vélaverkstæði Jóns og ErlIngs.
Síðar íbúðarhús þar sem Guðjón Jóhannsson vélsmiður og kona hans Valgerður Halldórsdóttir búa í dag.
Húsið þar fyrir norðan var ma. áður heimili Björns Einarssonar og Steinunnar konu hans og fjölskyldu, en í dag bílageymsla Sigurður Jónssonar Eyri. Ómálaða steinhúsið sem sést þar aðeins ofar og norðar byggði Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki árið 1933 - þar fæddist Steingrímur Kristinsson árið 1934
Hvíta húsið ár fyrir sunnan hafa margir búið. Sæmundur Dúason, Emel Andersen, Björn Einarsson, síðast minnir mig var þar sunnan við er hús sem nefnt var Kambur
Stóra fallega Fógetahúsið með tilheyrandi túni í bakgrunninum. Þar fyrir ofan, horfið hús sem bæði kindur, svín og kýr nutu dvalar á efri hæð, skíta úrgangur dýranna var á neðri hæðinni.
Síðar var þar Netaverkstæði Jóns Jóhannssonar (Jón halti - Jón neta)
Bæjarfógetahúsið, heimili fógeta og skrifstofa.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Gamla bensín / bifreiðastöðin við Túngötu. ESSO - PB (Olís) - SHELL og steinolíu afgreiðslur.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Upplýsingar frá Steingrími Kristins: “Ég fæddist í stóra steinhúsinu í bakgrunninum til hægri , en pabbi minn, þá aðeins 19 ára, byggði þetta hús með takmarkari aðstoð bróður síns Garðars Hannessonar (föður Hannes Boy)
Fjölskyldan flutti inni í neðri hæðina rétt fyrir jólin 1933 og þar fæddist ég í febrúar 1934.”
ÚTI Í BAKKA
Hvanneyrarkrókurinn Gamli "Lúuskurinn" (kölluðu guttarnir í Villimannahverfinu)
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Síðar bílaverkstæði og smurstöð. "Villimannasvæðið" Bakksvæðið við Hvanneyrarkrókinn og út með strönd
Á leiðinni útí Bakka fórum við framhjá gamla Sjúkrahúsinu
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Gamla Shell bryggjan.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Gamla sjúkrahúsið, prestsetrið Hvanneyri og Rafstöðin í bakgrunninum..
Þarna á bakkanum var lengi vel óyfirbyggð sundlaug.
Ljósmyndari óþekktur.
Sundkennsla útí Bakka.
Ljósmyndari óþekktur.
Bakki. ATH. takið eftir veg í fjallinu upp að gamalli grjótnámu.
Þar fyrir neðan svínabú og minkabú. - Lengst til vinstri á myndinni eru tvö lítil hús sem Friðrik Stefánsson byggði, minna húsið var flutt í heilu lagi sem sumarbústaður (ekki á Sigló) Hitt stendur enn mikið breitt og stækkað við Hvanneyrarbraut 65. Næst fyrir norðan er húsið við Hvanneyrarbraut 66 sem í dag er "sumarhús"
Þar fyrir norðan er húsið BAKKI og þar neðar brakkinn sem einu sinni var í eigu Óskars Halldórssonar og Íshúsið þar norðan við. Þar ofan við er húsið sem Axelína byggði.
Ljósmyndari: Kristfinnur Guðjónsson.
Upplýsingar frá Steingrími Kristins: Brennandi hús í Bakka
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Þar var áður verbúð söltunarstöðvar Óskars Halldórssonar. Þarna hóf ég minn fjölskyldu búskap árið1956 -
Á þeim tíma bjuggu þar Þorsteinn Aðalbjörnsson og fjsk. og Sæmundur Dúason og frú á efri hæðinni. Á neðri hæð bjuggu Baldvin Jóhannsson og fjsk. í norðurenda, og ég sk í suðurenda, ég leigði hjá Helga Kristjánssyni sem hafði flutt suður.
Húsið var notað til brunaæfingar af "brunaliði" Siglufjarðar árið 1984 og brennt til kaldra kola. Á þeim tíma hafði brim smátt og smátt brotið niður stóra steinbryggju, og sjór hafði oft eftir það, skvetst inn í kjarann.
Íshúsið í Bakka
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Bakki og bryggjur í Hvanneyrarkróknum.
Ljósmyndari óþekktur.
UPPÁ BREKKU…
…var heilmikið fjárhúsahverfi.
Fjárhúsahverfi.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Byggingarvinna við hitaveitutanka, fjárhús og Brekkuhverfið í bakgrunninum.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Fjárhús eftir snjóflóð, og í vinstra horni neðst, húsið hennar Stínu á Túninu, en hún og dóttir hennar bjuggu bókstaflega á túninu, því það lá lengi vel engin gata að húsinu.
Tilheyrir samt miðjuhlutanum af Hávegi.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Sjá fleiri myndir og sögur frá þessum bæjarhluta hér:
GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 3 hluti, ÖMMUR
sksiglo.is | Greinar | 10.03.2017 | Jón Ólafur Björgvinsson
UNDIR HAFNARGÖTUBAKKA OG FRAM Á FIRÐI…
… hefur margt og mikið breyst og þarna undir bakkanum voru líka langstærstu síldarplönin, stundum spiluðum við fótbolta þarna snemma á vorin. Snjórinn bráðnaði oftast fyrst á þessum risastóru plönum.
Bryggju-knattspyrna á eyrinni við Söltunarstöð Kristins Halldórs.
Ljósmynd: Þórdís Jóhannesdóttir
NÖF. Mörg horfin hús hér. Á milli húsanna sést í lítinn kofa á horni á Suðurgötu og Hafnargötu.
Þetta gæti verið vinnuskúr sem langafi minn Sigurður í Leyningi byggði.
Ljósmyndari óþekktur.
Síldarplan Skafta á Nöf var stórt og mikið og plönin þar sunnan við enn þá stærri.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Söltunarstöðin Nöf og bryggjur.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Ísfirðingaplan og Landmarkshúsið stóra í bakgrunninum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Landmarkshúsið stendur enn á sama stað við Hafnargötuna.
Ljósmyndari óþekktur.
Séð framá fjörð. Skreiðarhjallar og heysátur í bakgrunninum.
Hafnartún 2-6 til í byggingu (myndin er líklega tekin sumarið 1966)
og þar sunnan við hesthús/fjárhús Helga Dan og stórir tunnustaflar undir Hafnargötu bakkanum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Hafnartún 2-6, fyrir framan nr. 6 sem í nóvember 1967
verður heimili pistlahöfundar, stendur gamli Gráni Hrímnis vörubíllinn
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Snorragata. Svarti skúrinn og stóra horfna
“Beinið,” sem lagðist á hliðina í miklum vetrarstormi í bakgrunninum.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Leikskálar.
Margir eiga sér skemmtilegar barnæskuminningar tengdum þessu húsi sem hvarf í stóru snjóflóði. Ljósmynd: Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Skíðaborg.
Skíðaskáli Nýja félagsins og var hann norðan og ofan við Steinaflati, en seinna sameinaðist Nýja og Gamla félagið í Skíðafélagið Skíðaborg Siglufirði.
Óskar Sveinsson teiknaði húsið, og var byggt af sjálfboðaliðum þ.m. Helga Sveinssyni og fl.
Húsið fauk seinna af grunninum og eyðilagst af þeim sökum.
Ljósmynd: Haraldur Sigurðsson.
Slysavarnaskýlið í Siglufjarðar skarði.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Í forgrunninum sjáum við Skútu sveitabæinn, gamla skátaheimilið lengst til vinstri og í bakgrunninum þil sem marka byrjun Leirutanga og þar á sama stað mótar fyrir gamalli bryggjueyju sem var kallað Annleggið.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson.
Árós.
Bústaður Magga á Ásnum. í bakgrunninum nótabátar, reiðvöllur hestamanna og hús Nörgaard
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Þetta er hús og bú Aage Nörgaard, verkamaður við virki sitt Norðurgarður á Siglufirði, hús hans í bakgrunni.
Takið eftir einkennilegu formi hússins, sem hann kveikti í þegar hann flutti heim til Danmerkur.
En bænum var boðið að kaupa eignina, sem var afþakkað.
Þessi maður var dugnaðarforkur, vann hjá SR, seldi hænuegg, kjúklinga og ýmsa garðávexti.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Aage Nörgaard við garðræktar múrinn sinn og hús.
Allt þetta byggði hann sjálfur, einhentur maðurinn.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Sagan segir að einhver málaferli hafi orðið út af þessari íkveikju á eigin eign og að þessi maður hafi málað heilmikið níð um Ísland á húsgaflinn hjá sér úti í Danmörku. Hann mun einnig hafa skrifað sérkennilega þéttskrifað þakklætis “dulmáls bréf” sem hann sendi til Magga á Ásnum, vinar síns og fyrrverandi nágranna.
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Fleiri myndir og sögur úr horfnum ævintýraheimi framá friði má sjá hér:
Horfin ævintýraheimur: Skoger, Evanger, Tordenskjold… og ég! 1. hluti
Formáli: (ATHUGIÐ: Ef þú lesandi góður villt stækka myndirnar er best að fara beint inn á sjálfa heimasíðuna gegnum trolli.is. Ef smellt er á greinina í gegnum Facebook grúppur verður það oft vandamál að geta ekki stækkað myndirnar.(JOB) Þó svo að titillinn á þessari minningarsögu úr barnæsku byrji á útlenskum orðum og endi á … og ÉG, …
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
AÐ LOKUM…
… tvær skemmtilegar myndir af dularfullu húsi og kofa sem pistlahöfundur getur ómögulega staðsett við neina götu og hugleiðingar um framtíðina.
Lína Langsokkur á Sigló?
Ljósmyndari og hús óþekkt.
Óþekktur kofi á staurum og tvær óþekktar dömur.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>
Ljósmyndari óþekktur.
Í framtíðinni verður sagan okkar að búa sýnileg með okkur líka.
Okkur ber öllum skylda til að varðveita hana sameiginlega og sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.
Það er dásamlegt að ganga um götur Siglufjarðar og sjá hvað allir eru að mestu leyti sammála um hvernig á að varðveita hús og endurbyggja gamalt umhverfi og gefa því ný hlutverk í okkar nútíma.
Pistlahöfundi er einnig oft hugleikið hvað litadýrð bæjarins er einstök og öðruvísi.
Þarna hafa margir tekið eftir þeim stíl sem snillingurinn Jón Steinar ýtti úr vör fyrir mörgum herrans árum síðan.
Sjá meira hér:
Snillingar bæjarins! Jón Steinar setur lit á bæinn
sksiglo.is | Okkar fólk | 23.07.2014 | Jón Ólafur Björgvinsson
Það er einnig augljóst fyrir pistlahöfundi að hægt er að fylla upp í gömul tómarúm sem eldri horfin hús hafa skilið eftir sig með því að byggja nýtt í gamaldags stíl.
Hér er gott DÆMI frá Hafnargötu 4.
Frábærlega vel hannað hús við Hafnargötu 4. það er bæði Siglfirskt og Skandinavískt. Það er eins og að þetta hús hafi alltaf staðið þarna. Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson.
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Sjá einnig meira hér um ýmis hús og liti.
Furðulegar götur 4 hluti – Hús
Þessi fjórði og síðasti hluti fjallar ekki um neina sérstaka götu, við kíkjum á eyrina, sjáum ljósmyndir sem taka fram þá litadýrð sem einkennir Siglufjörð, kíkjum á hús sem halla, falleg og ljót hús og hús sem hafa fengið nýtt hlutverk og í lokin skoðum við styttur bæjarins….. sem engin nennir að horfa á……. EÐA ?
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Það er einnig æskilegt að sett verði upp fleiri ljósmyndasöguskilti við sjávarsíðuna og víðsvegar um eyrina eins og gert hefur verið t.d. neðan við Síldarminjasafn Íslands.
Ferðamenn og jafnvel bæjarbúar sjálfir geta ekki án mynda ímyndað sér eða séð fyrir sér allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í okkar fagra firði.
Það er vinsælt í dag að á slíkum upplýsingaskiltum séu svokallaðir “QR taggar/slóðir” sem vísa á heimasíður með fleiri myndum og sögum úr sama umhverfi.
Einu framtíðaráhyggjur pistlahöfundar snúast um hugmyndir og skipulagsbreytingar varðandi hluta af umhverfi Ráðhústorgsins og það kom skýrt fram að þeir sem tjáðu sig mest í spjallþráðum eftir birtingu seinni hluta myndasyrpu sögunnar um Torgið okkar fræga voru að mestu leyti ekki búsettir í bænum.
“FRAMTÍÐ TORGSINS OKKAR?
Greinarhöfundi hefur borist til eyrna að stórar og miklar og nú þegar samþykktar framtíðar áætlanir séu til um TORGIÐ okkar og að það séu mjög svo skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um ágæti þessara framtíðar drauma.
Persónuleg finnst mér að syðri hlutinn á skipulagsplaninu sé bara nokkuð góð lausn á ofannefndu vandræðagatnamóta málefnum.
Þessir möguleikar eru nú þegar til staðar eftir að Egilssíldarhúsið hvarf og sagt er að við viljum ekki lengur hafa tjaldstæðið inn í miðjum bæ.
En þetta með að Torgið verði skorið niður í Pizzusneið er fáránlegur óþarfi til þess eins að skapa meira ljótt malbik og fleiri bílastæði og það eitt er líka algjör helgispjöll á þessum heilaga stað.
Þarna er í mínum huga verið að yfirgefa FERNINGA og “beina línu” hugmyndafræði Séra Bjarna sem einkenna allt skipulag í miðbænum og á allri eyrinni.”
Sjá teikningar og fleira frá tengli fyrir neðan↓ ↓ ↓ :
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG Í FRAMTÍÐINNI…
2 HLUTI. MYNDA-SYRPUSAGA
Í þessum seinni hluta byrjum við með að kíkja á þetta… …BÆJARSKIPULAG OG BEINAR LÍNUR.FRÁ AÐALGÖTUNNI… TIL GUÐS? Síðan koma kaflaheitin: Á MILLI AÐALGÖTU OG GUÐS… VANDRÆÐAGATNAMÓT ÞÁ OG NÚ? FRAMTÍÐ TORGSINS OKKAR?.. … og þar er greinarhöfundur sko ekkert að skafa af því hvað honum finnst um vissa hluta af þessum framtíðardraumum. ÚT UM …
ooooooooooooooooooooooooooooOOOoooooooooooooooooooooooooooo
Það er öllum ljóst að þeim sem þykir vænt um þennan fagra fjörð skipta þúsundum, en auðvitað hafa ekki brotfluttir eða sumarhúsa aðfluttir kosningarétt varðandi framtíðar skipulagsmál Siglufjarðar, en það skiptir okkur öll verulegu máli hvernig útlits og skipulagssaga bæjarins verður varðveitt og úr því að hægt var að fá bæjarstjórn til að skipta um skoðun þegar kemur að lausagöngu kattardýra í byggðarlaginu.
Þá hlýtur að vera hægt að ræða saman um framtíðarútlit Torgsins okkar allra, eða er það mál alfarið í höndunum á Vegagerð Ríkisins?
HORFIN ERU HÚS OG HEILL ÆSKUHEIMUR! 1 HLUTI. 55 MYNDIR
Siglósaknaðarkveðjur til ykkar allra.
Nonni Björgvins.
Höfundur og myndvinnsla: Jón Ólafur Björgvinsson
Forsíðuljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfir frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
Þakklætiskveðja til Steingríms Kristinssonar fyrir aðstoð, góð ráð og yfirlestur.
Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON
Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:
MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR
SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR
FERÐIN UPP Í HAFNARFJALL
ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)
SUNNUDAGSPISTILL: ÖÐRUVÍSI SIGLFIRSKT FÓLK OG… SÖGUR
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR
HAUGASUND Á SIGLUFIRÐI VAR EITT AF HÚSUNUM Í HJARTA BÆJARINS
PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA
HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.
1993 – ÞÖKK SÉ FÁUM, GETA ALLIR DRAUMAR RÆST!
ERT ÞÚ ÁTTAVILLTUR SIGLFIRÐINGUR?
TÍMASPEGILLINN Á MILLI ÁLFAKIRKJU OG ÁLAGABOLLA
MARGRÉT SI 4 OG FYLLERÍ ALDARINNAR SEM LEIÐ
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 60 MYNDA-SYRPUSAGA